Page 1

DAGSKRÁ Í FEBRÚAR

Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta

Byggingarlist í augnhæð – Sýning Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir 8. september 2007 - 5.apríl 2008 Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Byggingarlist í augnhæð. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt FAÍ, deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tengist þróunarverkefni sem Arkitektafélag Íslands hefur átt frumkvæði að, þ.e. gerð námsefnis sem ætlað er til kennslu í byggingarlist fyrir börn og unglinga, en Guja Dögg hefur unnið að gerð þess. Námsefnið Byggingarlist í augnhæð er unnið út frá þeirri hugsjón að fræðsla um byggingarlist örvi upplifun og efli meðvitund ungs fólks um umhverfi sitt. Sýningin stendur til 5. apríl 2008.

SAMKEPPNIR

Tveggja þrepa samkeppni um hús Listaháskóla Íslands Listaháskóli Íslands og Samson Properties ehf. í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og menntamálaráðuneyti hafa boðið til samkeppni um hönnun Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur sem verði grundvöllur að hönnun bygginga sem hýsa munu alla starfsemi skólans frá haustinu 2011. Samkeppnin hófst 16. janúar síðastliðinn. Samkeppnin er tveggja þrepa framkvæmdakeppni og er fyrra þrep öllum opið til þátttöku. Að loknu fyrra þrepi verða valdar allt að fimm tillögur til áframhaldandi þróunar í síðara þrepi. Verðlaun verða veitt að loknu síðara þrepi að heildarfjárhæð átta milljónir króna. Þá fá þátttakendur í síðara þrepi greitt fyrir tillögugerð. Samkeppnin er byggð á samkomulagi sem gert var um mitt ár 2007 milli Listaháskóla Íslands, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytis, en á grundvelli þess hefur verið gerður samningur við fasteignafélagið Samson Properties ehf. um byggingu skólans að samkeppninni lokinni. Keppnissvæðið tekur til hluta tveggja húsareita í miðbæ Reykjavíkur. Lóðir og fasteignir innan svæðisins eru í eigu Samson Properties. Um þriðjungur húsnæðisins verður opinn almenningi og er að því stefnt að skólinn glæði

1/2008

Hartmann Kárason, framkvæmdastjóri Fasteigna fyrir Bláa lónið, tekur við verðlaunaskildi Íslensku byggingarlistarverðlaunanna 2007. Formaður AÍ, Sigríður Magnúsdóttir, afhenti skjöldinn þegar AÍ gekkst fyrir skoðunarferð um verðlaunabygginguna í desember sl. miðborgina auknu lífi með fjölbreytilegu menningarframlagi. Á samkeppnissvæðinu eru þrjú eldri hús: Laugavegur 41, 43 og 45. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt að leggja til friðun hússins að Laugavegi 41. Keppendum er falið að móta hugmyndir um framtíð húsanna með tilliti til aðlögunar bygginga að borgarmyndinni og þarfa skólans. Formaður dómnefndar er Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Aðrir í dómnefnd eru Anna Kristín Hjartardóttir, arkitekt FAÍ og Jóhannes Þórðarson, arkitekt FAÍ, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands, Jón Ágúst Pétursson, tilnefndur af Samson Properties ehf. og Karitas H. Gunnarsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti. Skilafrestur tillagna í fyrra þrepi er 17.mars 2008 og frestur til fyrirspurna rennur út 12. febrúar 2008. Stefnt er að því að lokaniðurstaða samkeppninnar liggi fyrir í lok júní 2008.

Samkeppni um gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri Umhverfisráðuneytið og ríkisstofnunin Vatnajökulsþjóðgarður bjóða til opinnar samkeppni um hönnun gestastofu Vatnajökulþjóðgarðs á Skriðuklaustri. Framkvæmdasýsla ríkisins er umsjónaraðili samkeppninnar f.h. verkkaupa, en Arkitektafélag Íslands er samstarfsaðili, sjá þó umsögn AÍ um keppnislýsingu, sem birtist hér aftar. Samkeppnin var gefin út 15. janúar 2008 og er haldin skv. “ Drög - Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni”, útg. 27. nóv. 2007. Samkeppnin er framkvæmdakeppni

og er opin öllum þeim sem leyfi og réttindi hafa til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefndir. Samkeppnisgögn er að finna á vef Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is/ utbod/14426. Skiladagur tillagna er 2. apríl 2008. Fyrri fyrirspurnafrestur samkeppninnar rennur út 22. febrúar 2008 en lokafrestur til þess að senda inn fyrirspurnir er til 14. mars 2008. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð 4.000.000 kr. án vsk, fyrstu verðlaun verða eigi lægri en 2.000.000 kr. Dómnefndina skipa: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður, formaður dómnefndar, Gísli Sverrir Árnason, ráðgjafi í menningarmálum, Þórunn Pétursdóttir, í stjórn Landverndar, Ingimundur Sveinsson, arkitekt FAÍ og Páll Hjaltason, arkitekt FAÍ. Athygli félagsmanna er vakin á því að „Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni” hafa ekki verið samþykktar af AÍ, einungis kynntar. Stjórn AÍ hefur samþykkt þær til reynslu í eitt ár.

Umsögn Arkitektafélags Íslands um keppnislýsingu samkeppni um gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri: Eftir samskipti og samráð við verkkaupa um keppnislýsinguna fjallar umsögn AÍ eingöngu um kafla 4.3 Þóknun til hönnuða. Arkitektafélag Íslands getur ekki fallist á að hönnunarþóknun sé ákveðin fyrirfram og vill vekja athygli keppenda á því að útbjóðandi hefur einhliða ákveðið að þóknun til hönnunarhópsins fyrir fullnaðarhönnun vegna verksins skuli vera kr. 13,5 milljónir. Skilgreining


PISTILL FORMANNS

Mikilvæg umræða Upphaf þessa árs hefur einkennst af líflegri umræðu í fjölmiðlum og netheimum um friðun og uppbyggingu húsa við Laugaveg. Arkitektar hafa tekið þátt í umræðunni og ólík sjónarmið komið fram. Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst um að félagið hafi ekki látið að sér kveða og spurt er hver sé stefna félagsins. Það er mikilvægt að arkitektar taki þátt í almennri umræðu um manngert umhverfi á sem breiðustum grundvelli. Umræða um arkitektúr og skipulag þarf að spanna yfir víðara svið en friðun húsa í miðborg Reykjavíkur. Samgögnumannvirki og úthverfi eru þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á virkni og ásjónu borga og bæja, ekki bara hér á landi heldur út um víða veröld. Það þarf að efla umræðugrundvöll meðal arkitekta og almennings um arkitektúr með það að markmiði að stuðla að góðri byggingarlist og manngerðu umhverfi í landinu. Stjórn hefur falið markaðsnefnd félagsins að undirbúa málþing þar sem leitast verður við að varpa ljósi á mótun manngerðs umhverfis. Hönnunarmiðstöð ehf. var stofnuð í upphafi þessa árs af fagfélögum innan hönnunargeirans. Hönnunarmiðstöðin mun gera þjónustusamning við iðnaðarráðuneytið um að standa fyrir kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr hér á landi og erlendis, stuðla að fjölbreyttu sýningarhaldi á íslenskri hönnun og arkitektúr hérlendis og erlendis, örva og styðja samstarf milli hönnuða og framleiðanda, efla samstarf hönnuða við menntastofnanir á sviði hönnunar og stuðla að samstarfi við hliðstæðar hönnunarmiðstöðvar erlendis. Fulltrúi AÍ í undirbúningshópi að stofnun Hönnunarmiðstöðvar er Dennis Davíð Jóhannesson og er hann jaframt varaformaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvarinnar, Gunnar Hilmarsson fatahönnuður er stjórnarformaður. Stefnt er að því að hönnunarmiðstöðin verði til húsa í miðborg Reykjavíkur, en hún mun auk ofangreindra verkefna taka yfir verkefni Hönnunarvettvangs og Form Ísland. Þann 6. desember var haldinn annar kynningarfundur á nýjum samkeppnisreglum ríkisins „Leiðbeiningar um samkeppnir – drög 27.11.2007”. Í lok árs 2002 var skipaður starfshópur á vegum AÍ/FSSA og fjármálaráðuneytis um tilhögun arkitektasamkeppna, með það að markmiði að sameiginleg niðurstaða næðist um reglur sem keppt verði eftir þegar opinberir aðilar og arkitektar eiga í hlut. Starfshópurinn hefur síðan unnið að gerð leiðbeiningarits um samkeppnir á skipulags- og byggingarsviði. Unnið hefur verið

á umfangi hönnunarvinnu liggur ekki fyrir og er á þessu stigi málsins mjög óljós. Verkkaupi leitast við að gera grein fyrir umfangi hönnunarvinnu í fylgiskjali með keppnislýsingunni, (fylgiskjal L) Staðalform hönnunarsamnings. Þetta er eins og áður sagði einhliða ákvörðun útbjóðanda án samráðs eða samþykkis AÍ, FSSA eða FRV.

Hugmyndasamkeppni Landsnets um hönnun háspennulínumastra Landsnet hf. hefur efnt til hugmyndasamkeppni um hönnun háspennulínumastra í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin er almenn hugmyndasamkeppni. Hún verður gefin út á íslensku og ensku og verður auglýst erlendis. Markmið samkeppninnar er að fá hugmyndir að gerð og útliti masturs

2

að því að koma til móts við kröfur arkitekta annars vegar og hins vegar við samræmdar reglur á evrópska efnahagssvæðinu og hvernig lög um opinber innkaup, sem tóku gildi 2001, hafa áhrif á útboðsmál þegar hið opinbera kemur við sögu. Valdís Bjarnadóttir hefur verið fulltrúi AÍ og Richard Ó. Briem fulltrúi FSSA í áður nefndum starfshópi. Það væri eðlilegt að álykta að ríkið færi að lögum um opinber innkaup og væri stór verkkaupi í samkeppnishaldi. Á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins er yfirlit yfir opinberar samkeppnir sem haldnar hafa verið á vegum ríkisins frá árinu 1993. Síðan þá hafa verið haldnar 12 samkeppnir, þar af þrjár frá gildistöku laga um opinber innkaup árið 2001. Til samanburðar má geta þess að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma hafa haldið tvær samkeppnir frá gildistöku laganna. Í raun hefur samkeppnishald á vegum ríkisins dregist saman eftir að lög um opinber innkaup tóku gildi. Það eru því bundnar miklar vonir við að breytinga megi vænta á verklagi ríkisins við val á arkitektum með tilkomu reglna um samkeppnishald. Samkeppni um hönnun gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri var hleypt af stokkunum um miðjan janúar. Samkeppnin er haldin samkvæmt „Leiðbeiningum um samkeppnir – drög 27.11.2007”. Lítið samráð var haft við félagið áður en samkeppnin var fyrst auglýst og ekki var gert ráð fyrir tíma til að gera umsögn félagsins. Gömul ágreiningsmál sem menn þekkja frá samkeppni um sendiherrabústaðinn í Berlín og stjórnarráðsbyggingu við Sölvhólsgötu komu upp. Staða trúnaðarmanns, kvöð á þátttakendum um að mynda hönnunarhóp og einhliða ákvörðun verkkaupa um þóknun fyrir allan hönnunarhópinn voru helstu atriðin sem félagið gerði athugasemd við. Í samningum við Framkvæmdasýslu ríkisins var verklag trúnaðarmanns, sem er starfsmaður Ríkiskaupa, skilgreint með þeim hætti að félaginu þótti ásættanlegt. Varðandi ákvörðun verkkaupa á hönnunarþóknun efast félagið um lögmæti slíkrar ákvörðunar og gat því engan veginn fallist á það ákvæði. Stjórn tók þá ákvörðun í framhaldi af kynningarfundinum í desember að samþykkja að styðjast við drög að leiðbeiningum um samkeppnir frá 27.11.2007 til reynslu í eitt ár, en það á hinsvegar eftir að ganga frá samningum við ríkið um aðkomu félagsins að samkeppnum á vegum þess. Sigríður Magnúsdóttir, formaður AÍ

eða mastra í 220 kV háspennulínu. Landsnet leggur áherslu á að sjónræn áhrif mastranna (línunnar) verði skoðuð sérstaklega í samkeppni þessari og að keppendur komi með tillögur að útfærslu mastra sem taka tillit til þessa eins og kostur er, og er þá bæði miðað við möstur (línu) nærri þéttbýli og í óbyggðu landi. Dómnefnd er skipuð fimm fulltrúum. AÍ tilnefnir tvo fulltrúa sem eru arkitektarnir Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt FAÍ og Örn Þór Halldórsson, arkitekt FAÍ. Útbjóðandi tilnefnir þrjá fulltrúa í dómnefnd. Þeir eru Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets hf., formaður dómnefndar, Árni Stefánsson, tækniog eignastjóri Landsnets hf. og Rolv Geir Knudsen, fyrrum framkvæmdastjóri tæknideildar Statnett. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ er trúnaðarmað-

ur samkeppninnar og Sigríður Sigurðardóttir, arkitekt, er ritari dómnefndar. Keppnislýsinguna er að finna á vefslóðinni www.ai.is/samkeppnir/Landsnet frá og með 5. febrúar 2008. Önnur samkeppnisgögn geta keppendur sótt á sömu slóð gegn skráningargjaldi. Tillögum í keppnina skal skilað 28. mars 2008 og frestur til fyrirspurna rennur út 3. mars 2008.

Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands Skiladagur samkeppninnar var 15. janúar síðastliðinn. Alls bárust 35 tillögur og er dómnefnd að störfum. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 6.500.000,-. Samkeppnin er opin framkvæmdasamkeppni þar sem Garðabær leitar eftir höfundi og tillögu til útfærslu.

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465 Netfang AÍ: ai@ai.is Vefsí›a: www.ai.is Ábm.: Gu›rún Gu›mundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Litróf


Dómnefnd skipa: Erling Ásgeirsson, formaður bæjarráðs Garðabæjar, formaður dómnefndar, tilnefndur af Garðabæ og menntamálaráðuneyti. Aðrir í dómnefnd eru Hans – Olav Andersen, arkitek FAÍ og Halldóra Bragadóttir, arkitek FAÍ , tilnefnd af Arkitekafélagi Íslands, Halldóra Vífilsdóttir, arkitek FAÍ , tilnefnd af menntamálaráðuneyti og Laufey Jóhannsdóttir, tilnefnd af Garðabæ. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt FAÍ er ritari dómnefndar og Helgi Hafliðason, arkitekt FAÍ er trúnaðarmaður samkeppninnar.

Samkeppni um sýningarskála við Norræna húsið Samkeppni Norræna hússins um hönnun á sýningarskála hófst 4. desember síðastliðinn. Skiladagur samkeppninnar var 10. janúar 2008 og er dómnefn að störfum. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 1.500.000,-. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Um er að ræða framkvæmdakeppni. Sýningarskálinn á að standa í 4 mánuði fyrir framan Norræna húsið sumarið 2008 og verður hugsanlega reistur aftur yfir sumarmánuði í framtíðinni. Með skálanum verður lögð áhersla á að kynna og skapa kennileiti fyrir nútíma íslenska byggingalist á alþjóðlegum vettvangi. Byggingin verður opnuð á Listahátíð í Reykjavík 2008 og tengist gerð hennar einnig 40 ára afmælishátíð Norræna hússins 24. ágúst næstkomandi. Dómnefnd samkeppninnar skipa: Max Dager, forstjóri Norræna hússins, formaður dómnefndar, tilnefndur af Norræna húsinu. Aðrir í dómnefnd eru Baldur Ó Svavarsson, arkitekt FAÍ, tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands, og Steinþór Kári Kárason arkitekt FAÍ tilnefndur af Norræna húsinu. Ritari dómnefndar er Helena Árnadóttir, starfsmaður Norræna hússins og Helgi Hafliðason, arkitekt FAÍ, er trúnaðarmaður samkeppninnar. Tveggja þrepa boðskeppni um höfuðstöðvar Landsbankans Samkeppni Landsbankans um hönnun nýbyggingar höfuðstöðva Landsbanka Íslands hf. hófst 19. október síðastliðinn. Samkeppnin er tveggja þrepa boðskeppni að undangengnu forvali. Höfuðstöðvar bankans munu rísa á lóðum á Austurhafnarsvæði Reykjavíkur og við Lækjartorg. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Bankinn stefnir að framkvæmd verkefnisins í beinu framhaldi af samkeppninni. Forvalsnefnd valdi 21 hópa til þátttöku í fyrra þrepi samkeppninnar. Keppendur sem skila umbeðnum gögnum í fyrra þrepi fá 50.000 evrur + vsk. greiddar fyrir vinnu sína. Að fyrra þrepi loknu velur dómnefnd allt að 5 tillögur til þátttöku í síðara þrepi. Þar

verður veglegt verðlaunafé í fyrstu og önnur verðlaun, aðrir keppendur fá greidda ákveðna upphæð fyrir þátttöku. Skiladagur fyrra þreps var 21. desember 2007. 20 hópar skiluðu inn tillögu. Stefnt er að því að síðara þrep hefjist um miðjan febrúar 2008. Dómnefndina skipa sjö manns, fjórir fulltúar Landsbankans og þrír fulltrúar Arkitektafélagsins. F.h. bankans eru í dómnefnd: Björgólfur Guðmundsson, formaður dómnefndar, Kjartan Gunnarsson, varaformaður dómnefndar, Haukur Þór Haraldsson og Svafa Grönfeldt. Fulltrúar Arkitektafélagsins í dómnefnd eru: Elín Kjartansdóttir, arkitekt FAÍ, Margrét Harðardóttir, arkitekt FAÍ og Valdís Bjarnadóttir, arkitekt FAÍ. Ritari dómnefndar er Rannveig Gunnarsdóttir og trúnaðarmaður samkeppninnar er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ.

Tveggja þrepa hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar Dómnefndarstörf hafa tafist í tveggja þrepa hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um skipulag Vatnsmýrarinnar og er dómnefndin enn að störfum. Samkeppnin er tveggja þrepa alþjóðleg hugmyndasamkeppni, sem ætlað er að leiða fram sterkar skipulagshugmyndir um Vatnsmýrarsvæðið. Fyrra þrep samkeppninnar hófst 29. mars 2007 og seinna þrepið 20. júlí 2007. Alls bárust 137 tillögur í fyrra þrepi og valdi dómnefnd 16 af þeim til þátttöku í seinna þrepi. Skiladagur tillagna í seinna þrepi var 5. október 2007. Dómnefnd mun veita 6-8 af tillögum úr seinna þrepi viðurkenningu og af þeim munu 2-4 verða tilgreindar sem framúrskarandi Greiddar verða EUR 10.000 fyrir hverja tillögu í seinna þrepi Í lok seinna þreps mun dómnefnd ráðstafa EUR 200.000 alls í verðlaunafé til þeirra 6-8 tillagna sem valdar eru. Í framhaldi af niðurstöðu dómnefndar mun Reykjavíkurborg ganga til viðræðna við höfunda hinna framúr skarandi tillagna og mun a.m.k. einn þeirra hljóta samning um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu. Samkeppni um Hús íslenskra fræða Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir samstarfi við Arkitektafélag Íslands um að halda samkeppni um hönnun nýbyggingar fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hús íslenskra fræða, á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Samkeppnin er í undirbúningi. Dómnefnd samkeppninnar hefur verið skipuð eftirfarandi: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi alþingiskona, formaður dómnefndar, Vésteinn Ólason, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Guðmundur R. Jónsson, tilnefndur af Háskóla Íslands.

Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt FAÍ og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ, eru fulltrúar Arkitektafélags Íslands í dómnefndinni.

Samkeppni um skipulag hafnarsvæðis Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag hafnarsvæðisins á Seltjarnarnesi Tímasetning samkeppninnar hefur enn ekki verið ákveðin. Dómnefnd hefur verið skipuð, tilnefndir af AÍ: Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ og Málfríður Kristiansen, arkitekt FAÍ. Bæjarstjórn Seltjarnarness tilnefnir: Ingu Hersteinsdóttur, verkfræðing sem formann nefndarinnar, Sólveigu Pálsdóttur og Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt. Trúnaðarmaður er Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ. FÉLAGAR Í AÍ JANÚAR 2008

Hei›ursfélagar Félagar búsettir á Íslandi Félagar búsettir erlendis Aukafélagar/nemar Samtals

1 278 24 24 327

N†IR FÉLAGAR Í AÍ Andri Gunnar Lyngberg Andrésson Guðni Björn Valberg, nemi Gunnar Þór Bjarnason Ingibjörg Huld Halldórsdóttir Jósef Halldórsson, nemi Páll Hjaltason Ragnheiður Eyjólfsdóttir, nemi Sigbjörn Kjartansson Sigfinnur Fannar Sigurðsson Steinunn Jónsdóttir Þormóður Sveinsson Þau eru boðin velkomnin í félagið. AFMÆLI Í FEBRÚAR 2008

Eyjólfur E. Bragason 55 ára 19. febrúar Pálmi Guðmundsson 50 ára 20. febrúar VÍSITALA Í FEBRÚAR 2008

Rúmmetraverð vísitöluhúss 40.121 kr. Vísitala byggingarkostnaðar 381,0

Í POTTINN Í ARKITÍÐINDUM Félagsmenn eru hvattir til þess að leggja orð í belg um málefni stéttarinnar eða líðandi stundar og senda inn greinar „Í Pottinn” í Arkitíðindum. Blaðið stendur opið öllum félagsmönnum sem vilja koma sjónarmiðum sínum og hugleiðingum á framfæri. Greinarskrifin þurfa ekki að vera margorð, 300 – 800 slög er hæfilegt innlegg. Vinsamlegast sendið greinar á netpósti til Guðrúnar framkvæmdastjóra AÍ, netfang: gudrun@ai.is.

3


Í POTTINUM

Lukkustuðullinn, listin og arkitektarnir Einn ágætur og vökull kollegi, sem starfar í útlöndum, birti í sumar þær upplýsingar, í Arkitíðindum, að brezkt starfsráðgjafarfyrirtæki (City&Guilds), sem mælir reglulega hamingju-stuðul stétta í heiminum, hafi iðulega mælt íslenzka arkitekta lélega til sálarheilsunnar. Þeir koma þar út með lágan hamingjustuðul og eru oft plagaðir vegna hugrauna, hugmynda-stíflna og of mikillar vinnustreitu og vonbrigða. Stingur þetta mjög í stúf við síendurteknar utanlandsfréttir um lífslukkuheimsmet okkar landsmanna. Það bar til í sumar að ný og óvenju spræk skemmtinefnd, með ungan og hressan formann, varð að segja af sér vegna deyfðar og geðlognmollu stéttarinnar sem þá var ekki búin að ná sér eftir langar og strangar samkeppnahrinur og var ekki tilbúin til að vakna til lífsins á ný. Það þarf oft sterk bein til að vera arkitekt og takast á við þvöglulegt og völundar-húslegt umhverfi og við að halda listamannsloganum lifandi í þeim

oft hvassa mótvindi. Eins og aðrir listamenn þurfa arkitektar líka að geta breytt til og lífgað sálaryl, eftir erfið sköpunar-átök. Samkeppnir eru oft vægðarlausar rimmur sem geta haft gríðarlegt andlegt og líkamlegt álag á þátttakendur. Það tekur samkeppendur oft langan tíma að ná sálarjafnvægi eftir átökin. Á þetta bæði við um „vinnendur” og „tapendur.” Fyrir þá áðurtéðu að komast niður úr rósrauðum sæluskýjum og hinum að komast upp úr súldarlegum lægðapollum. Þar hefur stundum hvarflað að undirteiknuðum að það kynni að vera ráð að samkeppnisnefnd fengi sér undirnefnd sem sæi um áfallahjálp fyrir samkeppendur. Sem menn gætu blásið út hjá og jafnað sig með. Ekki bætir heldur úr skák hið „sovjétíska” skrifræðis-, eftirlits- og reglugerðafargan sem tröllríður stéttinni harðar og hraðar með hverju árinu sem líður, það lagar ekki til um lukkuna. Og hamingjan hjálpi frónskum arkitektum, þá vér göngum í ESB og

tínumst í þeim evrópska staðla- regluverka-og eyðublaða-frumskógi. Hvað verður þá um okkar mörgu, smáu og frábæru arkitektastofur innan um sjóuðu risana út í Evrópu?

fastanefndir, var borin upp tillaga þess eðlis að ritara félagsins yrði gert að skyldu að tilkynna viðkomandi félagsmanni, ef hann hefði verið kosinn til þess að starfa fyrir félagið, og yrði jafnframt þá getið um það, í hverju þau störf fælust! Var þessi tillaga samþykkt. Einnig var samþykkt að stjórn skyldi ákveða lífdaga annarra nefnda en fastanefnda, sem kjörnar væru á aðalfundum. Talsverðar umræður urðu um siðferðilega útilokun frá þátttöku í samkeppnisverkefnum, og var mælt fyrir því að þar væri tekið mið af norrænum reglum, þar eð samkeppnisreglur félagsins væru ekki fullnægjandi í þeim efnum. Var nefnd, sem starfað hafði að endurskoðun samkeppnisreglnanna hvött til þess að leggja fyrir næsta fund tillögu um það, hve víðtæk útilokun frá þátttöku í samkeppnum skyldi vera. Þá var fjallað á fundinum um „einkapersónustarfsemi félagsmanna”. Nefnd voru nokkur tiltekin dæmi, einkum þar sem félagar áttu sæti í stjórnum byggingafélaga. Var hvatt til þess að þessi mál yrðu tekin föstum tökum; að komið yrði í veg fyrir slíkt samband og að loftið yrði hreinsað innan stéttarinnar. Málið hlaut ekki fullnaðarafgreiðslu. Þá var lesið upp bréf frá bæjarráði Reykjavíkur

um samkeppni að uppdráttum fyrir ráðhús Reykjavíkur. Í framhaldi af því spunnust umræður um réttindi manna til þess að leggja teikningar fyrir byggingarnefnd. Hvatt var til þess að sú afstaða yrði tekin upp til þeirra verkfræðinga, sem kássuðust upp á verksvið arkitekta, að þeir yrðu „bæikotteraðir” af arkitektum. Var Kjartani Sigurðssyni falið að taka saman lista yfir þá aðila, sem lagt hefðu teikningar fyrir byggingarnefnd bæjarins. Þá var samþykkt tillaga, þar sem skorað var á félagsmenn að hafa ekki samstarf um byggingar við verkfræðinga og verkfræðingafyrirtæki, sem færu inn á verksvið arkitekta með því að leggja hústeikningar fyrir byggingarnefnd – eða önnuðust þau störf önnur, sem arkitektar hefðu sérþekkingu á. Var einnig samþykkt að senda ofangreinda samþykkt til stjórnar VFÍ. Loks var samþykkt að beina þeirri áskorun til húsnæðismálastjórnar að hún veitti framvegis ekki lán til byggingu annarra húsa en þeirra, sem teiknuð væri af arkitektum. Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ tóksaman

PS. Svo enn og aftur sé minnst á samkeppnir þá er það með ólíkindum að arkitektum skuli sífellt boðið upp á að nota jólamánuðinn í samkeppnisvinnu, eins og t.d. nú í „pavilion” fyrir Norræna húsið sem átti að skila 10. janúar 2008. Eiga verkkaupar, haldnir skipulagsfælni og hugsunartregðu, alltaf að ráða ferðinni um tímasetningar? Þetta er heldur ekki til að bæta sálarheill og geðprýði stéttarinnar. Hér á félagið líka sök. Arkitekt í lukkustandi eftirlauna

Brot úr sögu AÍ Fyrsti aðalfundur Arkitektafélags Íslands eftir nafnabreytinguna 11. maí 1956 var haldinn í Naustinu 28. september sama ár að viðstöddum 18 félagsmönnum. Í upphafi fundar var Erlendi Helgasyni (félagi nr. 32) veitt innganga í félagið. Formaður flutti ársskýrslu stjórnar, og kom þar m.a. fram að stjórn hefði haldið vikulega stjórnarfundi á starfsárinu. Upplýst var að ein samkeppni væri í gangi og tvær aðrar í undirbúningi, en ekkert hefði frétzt um málefni fyrirhugaðrar stjórnarráðsbyggingar. Fram kom, að félagsmönnum hefði verið gefinn kostur á því að taka þátt í tveimur norskum samkeppnisverkefnum, skrifstofubyggingu og hljómleikahúsi í Osló. Að skýrslu fluttri voru reikningar félagsins samþykktir. Fulltrúar nefnda gerðu því næst grein fyrir gerðum nefndanna. Upplýsti ritnefnd að nýtt hefti (nr. 3) væri þá komið úr prófarkarlestri og farið í prentun, og hjá launamálanefnd fastráðinna arkitekta kom fram, að ekkert hefði verið gert – og væri það í samræmi við skilning nefndarmanna á hlutverki nefndarinnar! Í stjórnarkjöri var Gísli Halldórsson endurkjörinn formaður, Guðmundur Kr. Kristinsson var kosinn ritari og Hannes Kr. Davíðsson varastjórnandi. Þegar kosið hafði verið í

4

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-feb08  
http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-feb08  

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-feb08.pdf

Advertisement