Page 1

1


Efnisyfirlit Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2009 3 Framtíðarsýn og stefnumótun Samkeppnir 5 Kæra vegna Eskifjarðar Framtíðarhorfur Markaðs- og kynningarmál 7 www.ai.is Borgarþróunarstofa félagsskýrteini Útgáfa 9 Arkitektúr framtíð Orðanefnd Menntamál 11 viðurk. til að nota starfsheitið arkitektúr löggildingarpróf mannvirkjahönnuða menntun endurmenntun Dawn of Sustainability DOS, Leonardoverkefnið Bókasafn AÍ Viðburðir og fræðsla um byggingarlist 14 sýning á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts faí. HönnunarMars Vaxtarbroddar Íslensku byggingarlistaverðlaunin fyrirlestrar pælingar alþjóðlegur dagur arkitektúrs 4.október 2010 Betri byggingariðnaður frá óvissu til árangurs Maður er manns gaman 17 Með lögum skal land byggja 18 endurskoðun á byggingarreglugerð laganefnd kvörtun til umboðsmanns Alþingis Siðanefnd AÍ Atvinnu- og réttindamál arkitekta 21 Launþegafélag Arkitekta Sjúkrasjóður AÍ Starfsumhverfi arkitekta Atvinnuleysi arkitekta Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 23 Arkitektafélag Íslands 23 Stjórn Skrifstofa Rekstur félagsins Félagar Heiðursfélagar Stjórn og fastanefndir Samstarf Bandalag íslenskra listamanna Norræn samvinna Hönnunarmiðstöð Íslands 27 Byggingarlistastefna 28 Samstarf 29 2

Ljósmyndir í skýrslunni eru af þeim verkum sem eru tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna fyrir hönd Íslands: Viktarhús í Þorlákshöfn Höfundar: Yrki arkitektar og Mannvit hf. Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði Höfundar: Arkís arkitektar Sundlaug á Hofsósi Höfundar Basalt arkitektar/VA arkitektar Krikaskóli í Mosfellsbæ Höfundar: Enrum arkitektar, Arkiteó, Suðaustanátta. Einbýlishús í Garðabæ Höfundar: Arkitektar Kurtogpí.


Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2010

Hvert viljum við stefna með íslenska mannvirkjagerð og umhverfishönnun?

Viktarhús í Þorlákshöfn Höfundar: Yrki arkitektar og Mannvit hf. Manngert umhverfi snertir okkur öll, allan sólarhringinn frá vöggu til grafar. Mannvirkin endurspegla ríkjandi gildismat í samfélaginu og efnahag hvers tíma. Á tuttugustu öldinni breyttist íslenskt samfélag úr einhverju því fátækasta í Evrópu í þjóðfélag þar sem var hvað mest velmegun. Húsakostur gjörbreyttist og innviðir nútímasamfélags byggðust upp. Afkastageta stórjókst og framleiðsla húsnæðis varð langt umfram eftirspurn. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar var vandað mjög til mannvirkja sem skyldu svara kröfum samtímans, en jafnframt eiga langa framtíð fyrir sér. Undanfarna áratugi hefur krafa um aukin byggingarhraða og lægri kostnað verið ráðandi, en lítið skeytt um eiginleg gæði, fegurð, varanleika og notagildi..

Fjölmörgum brýnum verkefnum var ekki sinnt, þegar mest fjármagn var í umferð og ýmislegt þarf að bæta í verkmenningu. Tímabundið framkvæmdahlé má líta á sem tækifæri til að bæta úr því sem betur mætti fara. Hér þarf að eiga sér stað almenn hugarfarsbreyting. Stjórnvöld, almenningur og fagfólk verða að tileinka sér hugsunarhátt sjálfbærrar þróunar og menningarstefnu í mannvirkjagerð. Bruntlandnefndin skilgreindi sjálfbæra þróun á eftirfarandi hátt árið 1987: Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Gjaldþrot íslensku bankanna varð til þess að framleiðsla byggingariðnaðarins dróst verulega saman, lítil sem engin eftirspurn er eftir nýju húsnæði og opinberir aðilar hafa haldið haldið að sér höndum við framkvæmdir.

Íslenska ríkið hefur sett sér háleit markmið við gerð nýrrar byggingarreglugerðar. Þau eru að hún verði framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun og að opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur verði höfð að leiðarljósi.

Aðstæður á Íslandi í dag benda til þess að lítil umsvif verði hjá mannvirkjageiranum næstu árin. Afleiðingar þess eru mikið atvinnuleysi og atgervisflótti, samfélaginu til mikils tjóns.

Reglugerðinni verður að fylgja eftir með því að efla þekkingu og bæta verklag við framkvæmdir. Til að svo geti orðið þarf að stórauka menntun og rannsóknir á öllum sviðum mannvirkjagerðar.

Mannvirkjageirinn stendur frammi fyrir þeirri áskorun að viðhalda þekkingu og stuðla að nýsköpun í greininni þegar hefðbundin verkefni falla niður.

Rannsóknir á sviði arkitektúrs og skipulags hafa verið mjög takmarkaðar á Íslandi. Það helgast að hluta til af því að hér hefur enn ekki tekist að koma

upp fullgildri starfsmenntun arkitekta. Listaháskóli Íslands hefur undirbúið meistaranám til starfsréttinda arkitekta og bíður eftir heimild stjórnvalda til að hleypa því námi af stokkunum. Verði áhersla lögð á rannsóknir og þróun á sviði arkitektúrs og skipulags og fullnaðarmenntun arkitekta tekin upp við Listaháskóla Íslands gæti það stuðlað að því að markmiðum íslensku byggingarreglugerðarinnar um sjálfbæra þróun náist. Stór hluti þjóðarauðsins liggur í mannvirkjum og þannig mun það einnig verða til framtíðar. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða gildi liggja til grundvallar þegar þjóðarauðnum er ráðstafað og hvaða hagsmunir eru ráðandi. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði eftirfarandi klausu eftir ferð sína um Múlasýslu árið 1894: Því miður eimir eftir sums staðar af hinum gamla húsgangshætti, að hugsa eingöngu um stundarhaginn, nokkra aura í svipinn, en láta sér standa á sama, hvort gerður er stórskaði öldum og óbornum. (Úr Ferðabók Þ.Th. nr. IV, (2. útg. 1959, bls. 289-290) Því miður virðist hinn gamli húsgangsháttur hafa lifað góðu lífi hér á landi til dagsins í dag. Íslensk stjórnvöld hafa markað sér menningarstefnu í mannvirkjagerð. 3


Stefnan byggir á almennum gildum og er leiðarljós til framtíðar. Menningarstefnan er mikilvægt stjórntæki við ákvarðantökur og endurspeglar hugarfar sem einkennist af virðingu og metnaði til vandaðra verka. Menningarstefna í mannvirkjagerð byggir á fjórum meginstoðum: gæði, arfur, þekking og hagur. Gera þarf verulegt átak í að auka almenna gæðavitund ásamt fagmennsku og vandvirkni þeirra sem starfa að mannvirkjagerð. Viðurkenna verður þann virðisauka sem góð byggingarlist gefur samfélaginu. Hlúa þarf að byggingararfi þjóðarinnar og viðhalda opinberum mannvirkjum. Þessum þætti mannvirkjagerðar hefur verið lítið sinnt, og gera þarf átak í þeim efnum svo komist verði hjá verulegum skemmdum á mannvirkjum. Auka verður almenna þekkingu fagmanna á sviði viðhaldsframkvæmda. Byggingagallar og fúsk kosta þjóðarbúið mikið fé og áhöld eru um hagvæmni íslensks byggingariðnaðar. Gera þarf markvisst átak til að takmarka og fyrirbyggja tjón sem rekja má til galla og slælegra vinnubragða og stuðla að raunverulegri hagkvæmni greinarinnar. Þverfagleg vinnubrög í greininni þarf að auka og rjúfa þau skil sem orðið hafa milli hönnuða og iðnaðarmanna. Arkitektar eru sú starfstétt innan mannvikjageirans sem kemur fyrst að 4

undirbúningi framkvæmda og hefur heildaryfirsýn yfir allt framkvæmdaferlið. Arkitektar hafa tileinkað sér gagnrýna hugsun, nýsköpun og þróun lausna á verkefnum. Arkitektar búa yfir grunnþekkingu og hæfni til að takast á við nauðsynlegar breytingar í íslensku samfélagi. Arkitektar eru líklega eina starfstéttin innan mannvirkjageirans sem lætur faglegan metnað og gæði verksins ráða för, meðan aðrar starfstéttir hafa fjárhagslegan ávinning af verkinu sem markmið. Með grunngildi góðrar byggingarlistar, fegurð, varanleiki og notagildi að vopni, eiga íslenskir arkitektar að taka sér forystuhlutverk í mannvirkjagerð á íslandi. Hrun fjármálakerfisins á Íslandi haustið 2008 kom mjög illa niður á störfum arkitekta. 63% samdráttur hefur orðið í veltu fyrirtækja sem starfa í greininni og skráð atvinnuleysi er um 40%. Samdráttur í starfsemi arkitekta mun óhjákvæmilega hafa afleiðingar fyrir aðrar greinar byggingariðnaðarins. Á tímum sem þessum er tilvist Arkitektafélags Íslands mikilvæg. Það er samfélag einstaklinga, sem saman geta tekist á við breyttar aðstæður. Innan vébanda félagsins á sér stað öflug og fjölbreytt starfsemi sem byggist nær eingöngu á sjálfboðavinnu félagsmanna. Í ársskýrslu félagsins er gerð grein fyrir helstu þáttum í starfsemi félagsins á liðnu

starfsári. Markmiðið er að ársskýrslan endurspegli kröftuga starfsemi félagsins á áhugaverðan hátt. Skýrslan er unnin í samstarfi stjórnar, fastanefnda og fulltrúa félagsins í ýmsum verkefnum, sem hafa lagt til efni í skýrsluna, en ritstjórn og uppsetning var í höndum stjórnar. Stjórn þakkar öllum er komu að gerð ársskýrslunnar fyrir þeirra framlag. Stjórn Arkitektafélags Íslands þakkar öllum félagsmönnum sem starfað hafa í nefndum og starfshópum á vegum félagsins fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins á starfsárinu. f.h stjórnar Sigíður Magnúsdóttir formaður AÍ


Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði Höfundar: Arkís arkitektar Framtíðarsýn og stefnumótun Framtíðarsýn og stefnumótun á að vera í stöðugri endurskoðun. Miklar væntingar eru til þess af hálfu félagsmanna að félagið standi fyrir öflugri starfsemi og verði kröftugur málsvari stéttarinnar og faglegra sjónarmiða. Hlutverk félagsins hefur verið skilgreint með eftirfarandi orðum: Arkitektafélag Íslands stuðlar að góðri byggingarlist í skipulags- og mannvirkjagerð og bættri umhverfisvitund. Félagið og stendur vörð um faglega og félagslega hagsmuni arkitekta. Framtíðarsýn fyrir tímabilið 20092013, var sett fram með eftirfarandi markmiðum: Á næstu árum verður unnið markvisst að því að gera Arkitektafélag Íslands að: • eftirsóknarverðum faglegum og félagslegum bakhjarli arkitekta • virkum þátttakanda í umræðum og ákvörðunum um skipulags- og byggingamál • öflugum samstarfsaðila þeirra sem koma að miðlun upplýsinga og fræðslu, þróun byggingarlistar og menntun um arkitektúr og hönnun • sameiginlegum heildarsamtökum arkitekta á Íslandi

Starfsemi félagsins er tvíþætt. Annarsvegar þjónusta við félagsmenn og almenn hagsmunagæsla og rekstur þess þáttar byggist á félagsgjöldum. Hinsvegar tekjuaflandi verkefni sem tengjast faginu, eins og samkeppnir, ráðstefnur, útgáfa og önnur þjónusta, t.d. við mótun byggingarlistastefnu.

• Sjálfbærni í krafti hönnunar • Hönnunarmars • Íslensku byggingarlistaverðlaunin • Leiðsögurlit um íslenska byggingarlist ný útgáfa

Það er markmið að stefna beri að heildarsamtökum arkitekta. Í því samhengi er horft til velheppnaðrar sameiningar sænsku arkitektafélaganna. Óformlegar viðræður hafa verið um aukið samstarf við félög landslagsarkitekta og innanhússarkitekta. Náið samstarf hefur verið við FSSA. Heildarsamtök arkitekta yrði kröftugur málsvari byggingarlistar. Velheppnað samstarf arkitektafélaganna á Hönnunarmars 2010 bar vitni um þann mikla slagkraft sem arkitektar hafa þegar þeir vinna saman. Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Markaðs- og kynningarmál eru meðal helstu veikleika félagsins og stendur stéttinni og faginu fyrir þrifum. Gera þarf verulegt átak í kynningarmálum á starfi arkitekta og mikilvægi góðrar byggingarlistar fyrir samfélagið. Önnur verkefni sem félagið mun beita sér fyrir á komandi árum eru: • Sameining arkitektafélaganna • Samkeppnismál • Menningarstefna í mannvirkjagerð 5


Einbýlishús í Garðabæ Höfundar: Arkitektar Kurtogpí.

Samkeppnir Verkefni samkeppnisnefndar er að stuðla að nýjum samkeppnum um byggingar og skipulag. Samkeppnisnefnd gengur frá efnisatriðum samnings við útbjóðendur svo sem tímaramma samkeppninnar, gerir tillögu til stjórnar A.Í. um dómnefndarmenn, verðlaunaupphæð og þóknun dómnefndarmanna og trúnaðarmanns. Tilnefnir trúnaðarmann í samráði við útbjóðanda. Á starfsárinu var einungis lokið við og undirbúnar eftirfarandi samkeppnir: Framhaldsskóli Mosfellsbæjar Verðlaunaafhending fór fram 16. apríl 2010. Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð, Hulduhlíð. Verðlaunaafhending fór fram 9. júlí 2010. Nýtt Háskólasjúkrahús. Verðlaunaafhending fór fram 9. júlí 2010. Kæra vegna samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði Niðurstaða samkeppni um hjúkrunarheimili á Eskifirði var kærð til kærunefndar útboðsmála. Bent var á að einn af fimm dómnefndarmönnum, Einar Ólafsson fulltrúi AÍ í dómnefnd hefði átt náið samstarf við tvo af fimm einstaklingum úr teymi 1.verðlaunahafa, þau Kristínu Gunnarsdóttur og Steffan Iwerssen eigendur Einrúm 6

efh. um hönnun Krikaskóla í Mosfellsbæ, ennfremur hefðu þau á samkeppnistímabilinu boðið saman í hönnun leikskóla í Garðabæ ásamt verkfræðiteymi og orðið hlutskörpust um það verkefni. Úrskurðarorð kærunefndar: “Felld er úr gildi ákvörðun kærða, Framkvæmdasýslunnar, um að semja við Einrúm ehf. á grundvelli hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð, sbr. útboð nr. 14838. Ekki er fullnægjandi grundvöllur til að taka afstöðu til skaðabótaskyldu kærða, Framkvæmdasýslunnar, gagnvart kæranda Stúdío Strik ehf.” Stjórn AÍ harmar að málið hafi farið í þennan feril sem raun varð á. Það er skoðun stjórnar AÍ að slíkt hefði að líkindum ekki gerst ef farið hefði verið eftir reglum AÍ. Samkeppnin var haldin skv. drögum að leiðbeiningum um samkeppni 27.11.2007. Í því regluverki er það hlutverk verkkaupa að skera úr um ágreiningsatriði. Ekki er leitað umsagnar AÍ varðandi vafamál sem kunna að koma upp á samkeppnistímanum, eins og um þátttökurétt og hæfi dómara. Það má draga þá ályktun að svör trúnaðarmanns og frjálsleg túlkun á þátttökurétti keppenda, sem og fordæmi úr öðrum samkeppnum hafi hrint af stað þeirri óheppilegu atburðarás sem leiddi til kærunnar.

Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna þessa fyrir alla aðila málsins og trúverðuleika til samkeppisformsins stefnt í voða. Framtíðarhorfur – verkefni framundan • Ráðgjöf AÍ um hvaða leið sé heppilegust við val á arkitektum verði sjálfsagður þáttur strax í upphafi undirbúnings framkvæmda. • Samkeppnisformið verði aðlaðandi og eftirsótt leið til að ákveða meginlausn verkefnis og ráðningu arkitekts. • Einfalda verður regluverkið um samkeppnir í samstarfi við helstu framkvæmdaaðila og aðeins verði í gildi ein útgáfa af samkeppnisreglum. Kannað verði hvort ekki sé ástæða til að ná víðtækari samstöðu fleiri aðila um grundvallarreglur fyrir samkeppnir, t.d. Verfræðingafélag Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna, Bandalag Íslenskra listamanna, Samtök íslenskra sveitarfélaga o.fl. • Byggja þarf upp faglega, öfluga og skilvirka samkeppnisþjónustu innan vébanda AÍ í samráði við helstu hagsmuna- og framkvæmdaaðila.


Markaðs- og kynningarmál Frá upphafi var talið að eitt aðal verkefni Markaðsnefndar væri að gera félagið sýnilegt og að umræðan væri sett fram með þeim hætti að allar mikilvægar upplýsingar um arkitektúr á íslandi yrðu gerðar aðgengilegar fyrir almenning og félagsmenn AÍ. Áhersla var því lögð á að heimasíða félagsins yrði aðgengileg, efnisrík og með lifandi ásýnd. Með nýrri heimasíðu og hinu nýja merki AÍ var hafist handa við að breyta og uppfæra þetta umhverfi félagsins. Kristján Örn Kjartansson hefur séð um þetta og er netstjóri síðunnar. Einnig var innan Markaðsnefndar rædd afstaða til aðferðarfræði í samkeppnum, s.s. samkeppni um hið nýja Háskólasjúkrahús og hvernig hið opinbera horfir framhjá því, m.a. í auglýsingu um verkefnisstjórn, að arkitektar geti sótt um slík störf. Staða arkitekta í verkefnastjórnun, sem hvergi er kennd, hefur með öllu orðið að verkfræðingavinnu. Rætt var við stjórn um að nýta mögulegan „loforðatíma“ í hinu pólitíska umhverfi, til þess að skoða frekar flutning á húsnæði AÍ til miðborgarinnar, mögulega í tengslum við hönnunarmiðstöð. Óskir um þetta hafa margoft komið fram á fundum AÍ. Rædd voru málefni AÍ og það hver staða væri í Stéttarfélagsmálum og Sjúkrasjóðs. Einnig voru áréttaðir möguleikar á útvíkkun starfsumhverfis arkitekta, í

samhengi við t.d. verkefnastjórnun og auglýst nám í Endurmenntun Háskóla Íslands með heitinu Framkvæmdaferli í Mannvirkjagerð. Ýmsir textar hafa verið skoðaðir, bæði til að skila til stjórnar AÍ vegna vinnslu á Rammasamningi við Ríkiskaup, en einnig til að skýra bæði störf arkitekta og starfsumhverfi þeirra almennt. Sú vinna á vonandi eftir að nýtast bæði stjórn og markaðsnefnd í áframhaldandi vinnu arkitekta við skýrgreina betur fyrir opinberum aðilum og almenningi hver virðisaukinn er af störfum arkitekta. Hugmyndin er að eitthvað í þessum texta rati á heimasíðu félagsins undir „hvað er arkitekt“ umræðunni sem fyrirhuguð er. www.ai.is Árið 2010 var ráðist í umfangsmiklar breytingar á vefsíðu félagsins. Hýsing á síðunni var færð yfir til 1984 ehf og sett upp vefumsjónarkerfið Wordpress. Hannað var nýtt útlit í samræmi við nýtt logo félagsins og heimasíðan er í stöðugri þróun. Fréttir sem koma inn á síðunna eru flokkaðar eftir því hvort um er að ræða frétt fyrir samkeppnir, viðburði, greinar o.s.frv., umræða er opin öllum og er tengd hverri grein fyrir sig. Þróun síðunnar er á byrjunarstigi og meðal þess sem stefnt er að á næsta starfsári er að auka vægi myndbanda frá viðburðum félagsins á síðunni, gera allt efni frá samkeppnum aðgengilegt, gera

Opna listaháskólann að föstum lið og auglýsa þar viðburði á hans vegum ofl. Verið er að vinna í því að koma póstlista félagsins fyrir á svæði á netinu þar sem ákveðnir aðilar hafa aðgang að listanum auk þess sem fréttabréf félagsins verður sent frá sameiginlegu svæði sem verið er að setja upp á http://mailchimp.com Borgarþróunarstofa BorgarÞróunarStofu (BÞS) er ætlað að rýna núverandi stöðu skipulagsog uppbyggingarmála og vinna að framtíðarsýn höfuðborgarsvæðisins í samhengi. Þessi ráðgjafastofa/miðstöð skal vinna að stefnumótandi verkefnum, úthluta síðan rannsóknarverkefnum eða stærri verkefnum til frekari útfærslu og hafa umsjón með samkeppnum í samvinnu við viðkomandi aðila. BÞS skal skipuð þverfaglega; stjórnandi og fjórir aðrir ráðgjafar skulu hafa ólíkan bakgrunn og vera fagmenn í borgar- og umhverfishönnun eða tengdum greinum. BÞS er ætlað að aðstoða við mótun heildstæðrar skipulagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið allt og sjá um samræmingu milli sveitarfélaga og annarra stofnanna, s.s. samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti, umhverfisráðuneyti og Faxaflóahafnir. Með þessum hætti er hugmyndin að huga í góðu tómi að framtíðarsýn höfuðborgarsvæðisins og kortleggja framtíðarmöguleika og skapa jafnframt þörf störf fyrir arkitekta. 7


Krikaskóli í Mosfellsbæ Höfundar: Enrum arkitektar, Arkiteó, Suðaustanátta.

Félagsskírteini AÍ Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir innan markaðsnefndar um útgáfu félagsskírteina fyrir félagsmenn AÍ. Það þótti þó ekki við hæfi að gefa út formleg skírteini fyrr en félagið hefði a.m.k. eignast formlegt félagsmerki. Þessar umræður urðu þá m.a. kveikjan að gerð endanlegs félagsmerkis. Þeirri vinnu er nú lokið og félagsmerkið einkennir nú öll gögn AÍ. Nú þykir tímabært að huga aftur að gerð félagsskírteina. Hugmyndin er að hver félagsmaður fái skírteini sem staðfesti aðild hans að félaginu og að viðkomandi sé gildur limur í félaginu. Skírteinið veiti afslátt og/eða frían aðgang að viðburðum á vegum AÍ, en aðrir greiði fullt verð. Í samvinnu við helstu verslanir innan hönnunar- og byggingageirans verði tryggðir góðir afslættir við kaup á vörum við framvísun skírteinisins. Ýmsa möguleika á útfærslu og kostnaði við gerð og útgáfu slíkra skírteina þarf að ræða frekar. Hvað er arkitekt? Markaðsnefnd vinnur að því að skilgreina starf arkitekta og hlutverk. Við veltum fyrir okkur spurningum eins og “hvað er arkitekt” og “hvers vegna arkitekt”. Tilgangurinn er að kynna starfið, skilgreina það á einfaldan hátt, og útskýra virði þess, jafnt fyrir einstökum skjólstæðingum okkar og samfélaginu í heild.

8

Framtíðarhorfur – verkefni framundan Stefnt er að því að gera heimasíðu félagsins enn betri, m.a. stendur til að koma á heimasíðuna gagnamiðju, þar sem aðgengilegt verði fyrir almenning að skoða niðurstöður arkitekta samkeppna. Heimasíðan er í stöðugri vinnslu og þróun. Til stendur að vinna áfram að kynningarefni á störfum arkitekta og hefur næsta skref í þá átt hlotið vinnuheitið ”Hvað er arkitekt?”. Stefnt er að birtingu efnisins á heimsíðu félagsins. Á Alþjóðadegi arkitekta, fengum við áskorun frá einum fyrirlesara um að birta meira efni frá okkur í blöðum og tímaritum. Við tökum áskoruninni og viljum í auknum mæli virkja félagsmenn til þeirra verka á næsta ári. Rödd arkitekta þarf að heyrast, hún skiptir máli. Við gerum ráð fyrir að taka þátt í HönnunarMarsi á árinu og leggjum áherslu á að gera Alþjóðadag arkitektúrs að árlegum viðburði.


Útgáfa Arkitektafélag Íslands hefur verið einn öflugasti aðili Íslands í útgáfu efnis tengdu byggingarlist. Hjá systurfélögum okkar á Norðurlöndum er útgáfa ein af grunnstoðum í rekstri félaganna. Það ber að stefna að markvissri útgáfu um byggingalist, sem alvöru atvinnugrein. Hagsmunir stéttarinnar felast meðal annars í því að hér verði haldið uppi vandaðri útgáfu á slíku efni.

og aftur þakka fyrir framlag þeirra sem sendu inn efni. Tímaritið bar þess merki enda óvenju mikill texti og fáar myndir að þessu sinni. Þess ber að geta að 85% af innsendu efni (og óskum um að fá að koma að efni) kom frá verkfræðingum og er það okkur í ritnefnd áhyggjuefni að arkitektar skuli ekki vera virkari en raun ber vitni í umræðu um sjálfbærni og sjálfbæra þróun byggðar.

Arkitektúr tímarit um umhverfishönnun

Aftur varð síðasta haust að fresta útgáfu tímaritsins vegna lítilla auglýsingatekna en með óþrjótandi vilja og mikilli sjálboðavinnu tókst að gefa tímaritið út í mars á þessu ári. Ritnefndin er nú reynslunni ríkari og hefur sett sér það markmið að koma öðru innihaldsríku tölublaði út á þessu ári og hafa þannig í heiðri þá hefð að út komi tvö tölublöð á ári.

Það fyrirkomulag er nú á útgáfu tímaritsins að félögin AÍ og FÍLA eru eigendur og ábyrgðaraðilar tímaritsins en reksturinn í höndum sameiginlegrar ritnefndar félagana. Í tengslum við þetta nýja fyrirkomulag voru gerðar breytingar á blaðinu, m.a. var nafni þess breytt úr AT í Arkitektúr (tímarit um umhverfishönnun) og var tímaritið nú í fyrsta sinn prentað á vottaðan umhverfisvænan hátt.

Ritnefndin fékk í ár liðsauka frá

arkitektunum Anders M. Nilsen og Borghildi S. Sturludóttur við auglýsingaöflun og uppsetningu tímaritsins auk þess sem þau sáu um samskipti við prentsmiðju. Þema blaðsins var Sjálfbærni. Leitast var við að útskýra hugtök sem tengjast sjálfbærni og arkitektar hvattir til að leiða hugann að framtíðinni með sjálfbærni að leiðarljósi. Mikið efni barst og þurfti að skera talsvert niður og vill ritnefnd enn

vettvang. Stefna og markmið útgáfu Arkitektúrs er að halda úti fagtímariti í stöðugri þróun með faglegan metnað að leiðarljósi, í umfjöllun jafnt sem umgjörð.

Framtíðarhorfur – verkefni framundan Í næsta tölublaði sem nú er í fullri vinnslu er meðal annars ráðgert að fjalla um verkefni sem tengjast áfangastöðum ferðamanna víðsvegar um landið, gera nýútkomnum fagbókum skil og láta reyna á birtingu ritrýndra fræðigreina til þess að koma til móts við þarfir vaxandi hákólasamfélags. Markmiðið er að tímaritið verði vettvangur fyrir gagnrýna og uppbyggilega umræðu um hönnun bygginga og umhverfis á Íslandi. Öflugt og metnaðarfullt tímarit er forsenda þess að félagsmenn og aðrir nýti sér þennan 9


Viktarhús í Þorlákshöfn Höfundar: Yrki arkitektar og Mannvit hf.

Orðanefnd Ný orðanefnd var kjörin á síðasta aðalfundi Arkitektafélags Íslands og þá jafnframt samþykkt að í henni skyldu vera þrír fulltrúar í stað sex, eins og kveðið er á um í starfsreglum nefndarinnar. Í maí 2003 gaf Arkitektafélag Íslands út handritið Orðasafn um byggingarlist, sem orðanefnd hafði unnið að. Ætlunin var að setja myndskýringar í handritið auk þess að bæta þar við fleiri orðum, en af því varð ekki og lá starf nefndarinnar svo til niðri um árabil. Ný orðanefnd aflaði sér gagna frá fyrri nefnd og kom á sambandi við orðanefnd Verkfræðingafélags Íslands og Íslenska málstöð, sem heldur utan um ítarorðasöfn og samræmir þau. Orðasafn um byggingarlist og húsagerð hefur verið stóreflt með því að safna markvisst orðum úr fagbókum og koma þeim saman í grunn, sem nú telur nokkur þúsund orð. Bókaðir orðanefndarfundir á starfsárinu eru orðnir 6 þegar október er hálfnaður. Að undanförnu hafa verið haldnir vikulegir fundir með verkefnisstjóra Íslenskrar málstöðvar og er unnið að því að treysta grunninn enn frekar með orðasöfnun og flokkun orða. Áhersla á nýorðasmíði hefur verið látin bíða, en sinnt hefur þó verið erindum, sem til nefndarinnar hefur verið beint.

10

Framtíðarhorfur – verkefni framundan Félagsmenn eru hvattir til þess að koma á framfæri við orðanefnd áhugaverðum tillögum um nýyrði og áhugaverðum gömlum ítarorðum í byggingarlist/ húsagerð. Fyrir aðalfundi 2010 liggur tillaga að breyttum starfsreglum orðanefndar Arkitektafélags Íslands.


Menntamál Helstu störf menntamálanefndar AÍ eru að afgreiða erindi frá Iðnaðarráðuneyti, þar sem sótt er um leyfi til að mega nota lögverndaða starfsheitið arkitekt, ásamt því að afgreiða erindi frá Umhverfisráðuneytinu, þar sem sótt er um leyfi til löggildingar til að leggja fram uppdrætti fyrir bygginga- og framkvæmdaleyfi. Viðurkenning til að nota lögverndaða starfsheitið arktitekt Strangar kröfur liggja fyrir um hvað telst fullnaðarnám til starfsréttinda skv. alþjóðasamtökum arkitekta (UIA) og EAAE (European Association of Architecture Education). Til þess að hljóta starfsréttindi sem arkitekt þarf að ljúka viðurkenndu fullnaðarnámi í arkitektúr frá viðurkenndri menntastofnun. Samkvæmt UIA tekur fullnaðarnám í arkitektúr minnst fimm ár. Til að fá viðurkenningu á starfsheitinu arkitekt í íslensku samhengi eru viðmið UIA lögð til grundvallar ásamt upplýsingum frá UIA um viðurkennda skóla. Ennfremur skilgreinir EAAE (European Association of Architecture Education) fullnaðarnám í arkitektúr (professional qualification) samkvæmt Bolognaferli sem 3ja ára BA nám og 2ja ára MA nám. Námsleiðir í arkitektúr um heim allan eru mjög fjölbreyttar. Fjöldi viðurkenndra háskóla býður upp á margvíslegar prófgráður í arkitektúr og hönnun umfram fullnaðarnám sem leiðir til starfsréttinda. Í síauknum mæli bjóða

viðurkenndar menntastofnanir upp á yfirbyggjandi mastersnám (post-graduate studies) og oft er óljóst hvort um faglegt fullnaðarnám sé að ræða (professional qualification in architecture) eða einhvers konar sérhæft nám, þar eð í flestum tilfella er verið að veita masters gráður sem geta verið ýmist eins árs nám (60 ECT), 18 mánaða nám ( 90 ECT) eða 2 ára nám (120 ECT). Menntamálanefnd vill gera að tillögu að umsækjendur sem sækja um löggildingu starfsheitisins arkitekt, leggi fram gögn ásamt prófgráðum sem staðfesta að um fullnaðarnám í arkitektúr (professional qualification in architecture) frá viðurkenndri menntastofnun samkvæmt UIA sé að ræða.

AÍ tvívegis um mál viðkomandi, fyrst til að viðurkenna fullnaðarnám í arkitektúr fyrir Iðnaðarráðuneyti og síðan til að viðurkenna löggildingu fyrir Umhverfisráðuneyti. Það er langsótt og flókið ferli að hljóta fullnaðar starfsréttindi sem arkitekt. Menntamálanefnd hefur reynt að skýra þetta ferli fyrir nýútskrifaða ungarkitekta á vef AÍ.

Löggildingarpróf mannvirkjahönnuða

Menntun

Til að leggja fram uppdrætti vegna bygginga- og framkvæmdaleyfa þurfa arkitektar að hafa sótt námskeið fyrir löggildingu mannvirkjahönnuða og staðist öll próf. Iðan Fræðslusetur heldur námskeið fyrir arkitekta og aðra mannvirkjahönnuði fyrir hönd Umhverfisráðuneytis u.þ.b. tvisvar á ári. Að því undangengnu skulu arkitektar hafa fengið viðurkenningu á því að nota starfsheitið arkitekt hjá Iðnaðarráðuneytinu. Með því að standast próf löggildinganámskeiðsins geta arkitektar sótt um leyfi hjá Umhverfisráðuneytinu til að leggja fram uppdrætti. Í þessu ferli fjallar menntamálanefnd

Að bjóða upp á fullnaðarnám í arkitektúr á Íslandi er yfirlýstur vilji Arkitektafélag Íslands. Tveir meðlimir menntamálanefndar sitja í vinnuhóp um tillögu að mastersnámi við Listaháskóla Íslands, Sigrún Birgisdóttir lektor og fagstjóri í arkitektúr við LHÍ og Hildigunnur Sverrisdóttir stundakennari við LHÍ. Stjórn AÍ hefur ítrekað vakið athygli menntamálaráðherra á mikilvægi þess að hér á landi verði í boði fullnaðarnám í arkitektúr. Stjórn AÍ hefur lýst yfir eindregnum stuðning við áform Listaháskóla Íslands um að koma á fullnaðarnámi í arkitektúr við skólann með tilkomu mastersnáms til viðbótar núverandi BA námi í arkitektúr.

Námskeið um löggildingu fyrir mannvirkjahönnuði hefur kallað á mikla gagnrýni meðal þeirra sem þetta nám hafa setið. Menntamálanefnd kallar á opna og gagnrýna umræðu um gildi þessa námskeiðs ásamt almennri umræðu um þjálfun og innleiðingu nýútskrifaðra ungarkitekta inn í fagstéttina.

11


Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði Höfundar: Arkís arkitektar

Endurmenntun Samstarfssamningur er í gildi milli Arkitektafélags Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands, þar sem EHÍ tekur að sér skipulagningu námskeiða í samstarfi við AÍ. Endurmenntun gerir reglulega könnun meðal félagsmanna um þarfir þeirra og óskir til símenntunar og niðurstaða könnunar liggur til grundvallar námskeiðsþróun. Félögum Arkitektafélags íslands er boðinn afsláttur af ákveðnum námskeiðum. Formaður menntamálanefndar er jafnframt fulltrúi AÍ hjá Endurmenntunarstofnun. Dawn of sustainabilty (DOS), Leonardo verkefnið Arkitektafélag Íslands sendi út beiðni til félagsmanna í janúar 2010 þar sem óskað var eftir fólki til að sjá um styrkumsókn til endurmenntunar. Árið áður hafði verið gerð umsókn til Leonardo símenntunaráætlunar ESB en styrkur ekki fengist, nú skyldi hún endurnýjuð og bætt. Markmið umsóknarinnar var að fá styrk til gerðar námsefnis um sjálfbær og vistvæn sjónarmið í skipulags- og mannvirkjagerð og efla þar með vistvæna hugsun og vinnubrögð í byggingargeiranum og skipulagsmálum. Markhópur fræðslunnar eru arkitektar, verkfræðingar, byggingafræðingar, tæknifræðingar, iðnaðarmenn sem og nemar í tengdum fögum, í raun allir sem vinna við mótun hins manngerða umhverfis. 12

Leonardo sjóðurinn veitir styrki til gerðar námsefnis til endurmenntunar fagaðila, út frá þekkingu sem fyrirfinnst í öðrum Evrópulöndum. Hér er því fyrst og fremst um yfirfærslu þekkingar að ræða, sem og aðlögun að þeim sérstöku aðstæðum sem eru á Íslandi. Vinna við verkefnið er nú þegar hafin og stendur til tveggja ára. Á þessum tíma skal fundið viðeigandi fræðsluefni hjá samstarfsaðilum okkar, það þýtt, staðfært og útbúið úr því kennsluefni fyrir ofangreinda markhópa. Endurmenntun HÍ var skráður aðalumsóknaraðili þar sem AÍ hafði hvorki það fjármagn né mannafla sem krafist er til að standa eitt og sér að verkefninu. Fjórir félagsmenn þau Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Magnús Jensson og Sara Axelsdóttir, arkitektar unnu umsóknina. Við gerð hennar var leitað samstarfsaðila bæði innanlands og utan. Erlendu samstarfsaðilar arkitektafélagsins eru SBI í Danmörku (Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins í Danmörku í samstarfi við Álaborgarháskóla), AA (Danska arkitektafélagið) og breska fyrirtækið GenEx (Global Environmental Excellence), sem eru sérfræðingar í Breeam vottunarkerfinu. Samstarfsaðilar á Íslandi eru: Listaháskóli Íslands (sem tekur við af Endurmenntun Háskóla Íslands sem dró sig út úr verkefninu), Iðan fræðslusetur og Tækniskóli Íslands.

Fagleg yfirstjórn verkefnisins er í höndum Arkitektafélagsins og fjárhagslega stjórnun í höndum Listaháskólans. Samstarfsaðilarnir munu allir vera ráðgjafandi um kennsluefni sinnar fagstéttar og taka við kennslu að námsefninu fullmótuðu. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri var jafnframt áhugasamur um samstarf og vonumst við til að hann fléttist inn í starfið þegar verkefnið er komið á skrið. Einnig var leitað fjölda stuðningsaðila hér innanlands sem við vonumst til að eigi eftir að koma að verkefninu með fagþekkingu og áhuga. Þeir eru m.a. Umhverfisráðuneytið, Skipulags-stjóri ríkisins, Skipulagsstjóri og Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Vegagerðin, Nýsköpunarmiðstöð o.fl. Auk vinnu við umsóknina sjálfa, fól vinna hópsins einnig í sér endurmótun verkefnisins, drög að verkefnisáætlun og kostnaðaráætlun fyrir þau 2 ár sem verkefnið varir. Umsókninni var skilað þann 26. febrúar 2010 og í júlí sl. bárust þær fréttir að styrkveiting hefði fengist. Í kjölfarið fól Menntanefnd AÍ umsóknarhópnum að huga að frekari undirbúningi við að koma öllu í réttan farveg fyrir verkefnið. Hópurinn hittist þrisvar í viku yfir sumarmánuðina, vann nánar að verkefnislýsingu, tímaáætlun og hóf undirbúning að gerð heimasíðu. Hópurinn, sem hefur valið að kalla sig Vistmenntarhóp endurnýjaði sambönd


Viktarhús í Þorlákshöfn Höfundar: Yrki arkitektar og Mannvit hf.

við samstarfsaðila og undirbjó ásamt formanni AÍ ráðningu verkefnisstjóra. Úr hópi margra hæfra umsækjenda var valin Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt og doktor í umhverfishönnun í 50% starf og hóf hún störf í húsnæði AÍ 8.okt. sl. Verkefnissamningurinn sjálfur var undirritaður í húsakynnum Landsáætlunar Leonardo í Tæknigarði HÍ, 28. sept. 2010. Verkefnisstjóri mun halda utan um alla þætti verkefnisins f.h. AÍ, bera ábyrgð á framvindu, fjármálum og úthlutun verkefna og vera tengiliður innlendra og erlendra samstafsaðila, sem og gjarnan í framhaldi afla fjármagns til frekari vinnu á þessu sviði. Hlutverk Vistmenntahópsins er í mótun. Þeir aðilar sem unnu umsóknina eru tilbúnir til að vera stýrihópur um vinnuna, sjá um þýðingu og staðfærslu í samvinnu við aðra kollega og fagaðila. Markmiðið er að þetta verkefni laði að sem flesta arkitekta til opinna funda og verði til að opna umræðuna um þessi mál og veita henni farveg út í samfélagið. Mikilvægt er að skapa áhuga og eldmóð hjá félagsmönnum og virkja krafta og samstöðu. Verið er að vinna að samstarfi við óháða aðila (s.s. ekki samstarfsaðila) sem eru að vinna að svipuðum málefnum, til þess að styrkja okkar verkefni og önnur sem snúa að sama málefni þ.e.a.s. sjálfbærari framtíð Íslands. Góð tengsl hafa t.d.

myndast nú þegar við Vistbyggðarráð og Vistland. Rætt hefur verið um að halda hér sameiginlega stóra ráðstefnu á vor eða á haustmánuðum 2011, sem gæti vakið mikla athygli og dregið að færustu sérfræðinga. Því miður hafa nú komið upp ágreiningur við Endurmenntun HÍ varðandi stjórnun og dreifingu fjármagns. Arkitektafélagið telur að EHÍ hafði farið út fyrir umsamið verksvið þegar ráðinn var sérstakur verkefnisstjóri, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárstreymi verkefnisins. .Í kjölfarið óskaði EHÍ eftir að losna frá samstarfinu og samningarviðræður hófust við Listaháskóla Íslands, sem hefur yfirtekið hlutverk EHÍ í verkefninu. Það er trú okkar að samstarf við LHÍ verði gróskumikið og gefandi vegna þeirra hugmyndasköpunar sem á sér þar stað með áhugsömum ungmennum og reyndum kennurum. Framundan Dagana 19.-21. nóvember 2010, verður upphafsfundur verkefnisins (kick-off meeting) með öllum samstarfsaðilum. Þar mun verkefnisáætlunin skýrast og hlutverk allra aðila mótast að endingu. Áætlað er að fundurinn verði í Sólheimum í Grímsnesi og er staðarvalið vel við hæfi verkefnis um vistvæn málefni og með markmiðið „sjálfbærni“ á sem flestum sviðum í framtíðinni. Fljótlega verður svo kallað til opins fundar félagsmanna. Þar yrði nánari kynning á verkefninu og opin umræða

um framvindu verkefnisins. Það er von okkar að sem flestir finni þörf á að kynna sér þetta verkefni og leggja því lið. Það er okkar allra hagur að verkefnið vinnist út frá okkar faglegu þekkingu og að þau okkar sem búa yfir sérþekkingu á þessu sviði deili henni með okkur svo við getum sem fyrst unnið saman að vistvænna umhverfi innandyra sem utan. Vistmenntahópinn skipa: Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Magnús Jensson, Sara Axelsdóttir Framtíðarhorfur – verkefni framundan • Meistaranám í arkitektúr á Íslandi • Löggildingarnámskeið • Dawn of sustainabilty (DOS), Leonardo verkefnið

Bókasafn AÍ Þann 7. október 2010 var félögum í Arkitektafélagi Íslands boðið í formlega heimsókn til Listaháskóla Íslands í tilefni af því að þá var skráningu bókasafns AÍ lokið og það komið í hillur bókasafns Listaháskóla Íslands. Bókasafnið er opið félögum AÍ á opnunartíma safnsins og geta þeir þar fengið lánaðar bækur endurgjaldslaust.

13


Viðburðir og fræðsla um byggingarlist Verkefni dagskrárnefndar er að sjá um viðburði sem miða að því að fræða félagsmenn og efla vitund almennings um byggingarlist og skipulag.

var framlengd um einn mánuð og lauk ekki fyrr en í lok febrúar 2010. Í haust var sýningin sett upp í heimabæ Högnu, Vestmannaeyjum.

Dagskrárnefnd er með síðu á Facebook : http://www.facebook.com/people/ Dagskrarnefnd-ArkitektafelagsIslands/1592901928

Málþing - Lýðheilsa og skipulag

Sýning á verkum Högnu Sigurðardóttur á Íslandi Þann 7.nóvember 2009 opnaði yfirlitssýning á íslenskum verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Kjarvalsstöðum. Sýningin var framlengd um einn mánuð og lauk í lok febrúar 2010. Sýningin var samstarfsverkefni milli Arkitektafélags Íslands og byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur. Undirbúningshópinn skipuðu Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Laufey Agnarsdóttir, Magnús Jensson, Sigríður Maack (arkitektar faí / dagskrárnefnd AÍ) og Guja Dögg Hauksdóttir (arkitekt faí / byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur). Með þessari sýningu vildu Arkitektafélag Íslands og Listasafn Reykjavíkur heiðra Högnu Sigurðardóttur í tilefni af áttræðisafmæli hennar 2009 auk þess var sýningunni ætlað að vekja athygli almennings á mikilvægu framlagi hennar til byggingalistar á Íslandi. Hópurinn átti alla tíð náið og ánægjulegt samstarf við Högnu og var það ómæld ánægja að sjá hve góð aðsókn var að sýningunni og umfjöllun mikil. Sýningin 14

14., 21. og 28.apríl var málþingið “Lýðheilsa og skipulag – málþing um skipulagsmál” endurtekið. Málþingið var síðast haldið á HönnunarMarsi 2009 en vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka leikinn. Að þessu sinni var ákveðið að dreifa erindunum yfir þrjú síðdegi í aprílmánuði. Sömu erindi og áður voru endurflutt en það voru þrjú þemu undir titlinum Framtíðarsýn: Borgin í heild/Infrastrúktur/Vöxtur, Sjálfbærni/Vistvæni, Borgarrými/Heilbrigt líf borgaranna. Samtals voru haldin um 17 stutt erindi. Málþingið var haldið í Norræna húsinu og var ágætlega sótt. Upplýsingum um málþingið var dreift á fjölmiðla en því miður þá skilaði sú vinna litlum árangri. Við skipulagningu var leitað eftir samvinnu við umhverfismálaráðuneytið og var það auglýst í gegnum póstlista þess. HönnunarMars HönnunarMars 2010 var haldinn 18.-21. mars. Að þessu sinni var sameiginleg dagskrá á vegum arkitektafélaganna AÍ, FHI og FÍLA undir heitinu “FÉLAGIД. “Höfuðstöðvar” FÉLAGSINS og miðstöð arkitekta voru á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi. Þar var opið

kaffihús/bar og vísir að bókasafni um arkitektúr og skyggnur af verkefnum arkitekta, innanhússarkitekta og landslagsarkitekta rúlluðu á tjaldi allan opnunartímann. Listaháskóli Íslands var sérstakur gestur FÉLAGSINS með sýninguna Rewind Reykjavík þar sem sýnd voru verk íslenskra frumkvöðla í húsgagnaframleiðslu. Ný húsgögn voru á 10+ húsgagnasýningunni og M3 innsetning var í miðrými. Útsýning var opin á 19.hæð. Haldnir voru 13 örfyrirlestrar og 6 lengri fyrirlestrar í fyrirlestrasal innaf kaffistofu. Sýnd var kvikmynd undir lifandi tónlist (Man with the movie camera) og í tengslum við hana haldinn fyrirlestur. Innanhússarkitektar buðu upp á stefnumót á kaffihúsinu. Skipulagðar voru rútuferðir þar sem annars vegar var lögð áhersla á innanhússarkitektúr og var sú ferð í umsjón FHI og hins vegar var áhersla á arkitektúr í víðari skilningi og sú ferð skipulögð af AÍ. Landslagsarkitektar sáu um innsetningu á Laugaveginum / Bankastræti og á Lækjartorgi. (sýnishorn af FÍLA innsetningunni var hjá FÉLAGINU). Viðburðir FÉLAGSINS voru vel sóttir og er talið að fleiri þúsund manns hafi heimsótt FÉLAGIÐ þessa helgi. Meðal annarra viðburða var sýning á líkönum, sem var komið fyrir í verslunum við Laugaveginn. Einnig voru nokkrar arkitektastofur með opin hús. Bæklingi um FÉLAGIÐ var dreift víða og á heimasíðu AÍ var yfirlit yfir viðburði FÉLAGSINS. Dagskrár- og markaðsnefnd höfðu umsjón með


Krikaskóli í Mosfellsbæ Höfundar: Enrum arkitektar, Arkiteó, Suðaustanátta.

metnaðarfullum velheppnuðum þætti AÍ í dagskrá FÉLAGSINS undir.verkefnisstjórn Laufeyjar Agnarsdóttur. Vaxtarbroddar Sjö nýútskrifaðir arkitektar sem stundað höfðu BA nám við Listaháskóla Íslands héldu sýningu á útskriftarverkum sínum um dagana 25. -29. júni í gömlu Frónverksmiðjunni. Stefnt er að því að nýútskrifaðir arkitektar haldi sýningu á verkum sínum í tengslum við HönnunarMars 2011. Íslensku byggingarlistaverðlaunin Íslensku byggingarlistaverðlaunin voru fyrst afhent 20. október 2007. Í upphafi var stefnt að því að afhenda verðlaunin annað hvert ár. Ekki hefur tekist að endurtaka verðlaunaafhendinguna eins og til stóð. Sótt hefur verið um styrk til Reykjavíkurborgar þar sem markmiðið er að veita verðlaunin í október 2011. Fyrirlestrar Orri Steinarsson arkitekt hjá De Swarte Hond í Hollandi hélt fyrirlestur 4. júní í Norræna húsinu. Þar kynnti hann valin verkefni stofunnar út frá arkitektúr og skipulagi og var fyrirlesturinn vel sóttur. Pælingar Á vormánuðum hittust Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri, Sigríður Magnúsdóttir formaður AÍ og Hildigunnur Sverrisdóttir

til að leggja grunn að fyrirlestraröð fyrir félagsmenn þar sem ýmsar hliðar fagsins yrðu ræddar í hugmyndafræðilegu samhengi. Ákveðið var að draga til borðsins hugvekjur um ábyrgð og siðferðilega afstöðu arkitekta til fagsins, samtal þeirra við umhverfið og samhengi.  Jafnframt þótti mikilvægt að horfa til menntunar og framtíðar fagsins í íslensku samhengi. Hópnum þótti mikilvægt að erindin væru hugvekjandi en samtímis bæði fræ og hvatar til umræðu meðal félagsmanna.  Var því ákveðið að hafa það form á, að Skipulagsog byggingarsvið Reykjavíkurborgar byði félagsmönnum í léttan hádegsiverð í framhaldi af hverju erindi, þar sem fólk gæti spjallað saman á óformlegum nótum.  Hefur það form gefist afskaplega vel, nú þegar þrír af fjórum auglýstum fundum hafa verið haldnir.   Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands reið á vaðið fyrir fullu húsi félagsmanna, talið að um 90 manns hafi hlustað á pælingar hennar um sérfræðinga, þann 16. september.  14. október var röðin komin að þeim Önnu Maríu Bogadóttur og Ástu Olgu Magnúsdóttur sem pældu í samtali fagsins innbyrðis og við almenning. Þann 4. nóvember fjallaði Páll Hjaltason formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur um skipulagsmál Reykjavíkurborgar; pælingar um höfuðborg. Síðasti fundur fyrir jól verður þann 9. desember, þá mun Sigrún Birgisdóttir, lektor og fagstjóri í arkítektúr

við hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ deila pælingum sínum um menntun. Húsfyllir hefur verið á alla fundina og hafa fundarmenn staðið í skrafi og ráðagerðum vel fram á eftirmiðdag yfir kaffi og veitingum. Skipuleggjendur hafa að vonum verið afar sáttir við þátttöku og viðtökur og vona að hér sé lagður grunnur til framtíðar, að verið sé að (endur)vekja lifandi faglegar umræður milli arkitekta á Íslandi. Við notum [hugmyndir og skoðanir] til að átta okkur á hlutunum í því skyni að breyta þeim, njóta þeirra eða til að hagnýta okkur þá á einn eða annan máta. Þess vegna eigum við að hirða vandlega um hugmyndir okkar og skoðanir, ekki láta neitt tækifæri ónotað að skýra þær og skerpa og umfram allt þurfum við að gæta þess að vanhugsaðar skoðanir stýri ekki ákvörðunum okkar og athöfnum. Páll Skúlason (1987). Pælingar. Reykjavík: Ergon, bls.69. Alþjóðadagur arkitektúrs 4. október 2010 Alþjóðasamtök arkitekta UIA hafa frá árinu 1996 hvatt aðildarfélög sín til að fagna fyrsta mánudegi októbermánaðar sem Alþjóðlegum degi arkitektúrs. Þetta er sami dagur og Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sem “World habitat day”. Í ár er sameiginlegt þema dagsins “Betri borg – betra líf”. Arkitektar leggja þar áherslu á “sjálfbærni í krafti hönnunar”, sem leið að því markmiði. 15


Hugmyndin er að fjalla um ástand bæja og borga og grundvallarrétt allra til húsaskjóls. Það er einnig ætlunin að minna á sameiginlega ábyrgð heimsbyggðarinnar á framtíðarbúsvæðum mannkyns. Sameinuðu þjóðirnar völdu þemað “Betri borg – betra líf” til að leggja áherslu á sameiginlega sýn sem felst í því að virkja möguleika og kosti sjálfbærra borga heimsins til að draga úr misrétti og mismunun og tryggja öllu fólki heimili óháð menningu, aldri og efnahag. Framlag Arkitektafélag Íslands til þessara hátíðahalda á heimsvísu var málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur sem var haldið í samstarfi við Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. Dagskráin í Ráðhúsinu bar yfirskriftina Betri borg – betra líf – sjálfbærni í krafti hönnunar. Markaðsnefnd Arkitektafélags Íslands sá um skipulagninu viðburðarins, sem var afar vel sóttur. Erindi á málþinginu vor fjölbreytt og áhugaverð, félagsmenn kynntu helstu verkefni sem er verið að vinna að s.s. Betri BorgarBrag, Vistbyggðarráð og Leonardoverkefni. Einnig voru erindi frá Skipulagssviði Reykjavíkurborgar, Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík, sem og fulltrúum Reykjavíkurborgar í skipulagsnefnd og stjórn Faxaflóahafna.

Betri byggingariðnaður – frá óvissu til árangurs! Tvö ár eru liðin frá því íslenska bankakerfið hrundi og tók heila atvinnugrein með sér í fallinu. Síðan hefur ríkt algjör kyrrstaða í byggingariðnaði. Í Reykjavík var lokið við 127 íbúðir á árinu 2009 og er það fordæmalaust í þau 80 ár sem skráð eru, eina undantekningin er hernámsárið 1940. Ekkert virðist bóla á bata!  Umræða um leiðir til þess að vinna sig út úr vandanum og mæta framtíðarþörf og uppbyggingu er lítil og ómarkviss. • Hvað þarf til? • Hvað fór úrskeiðis? • Verður framtíð byggð án lærdóms hins liðna? • Hvernig verður byggt upp? Þessum spurningum er ósvarað.  Til að leita svara hafa félagssamtök innan byggingargeirans tekið höndum saman til að skapa umræðuvettvang um framtíðina á breiðum grunni. Málþing með undir yfirskriftinni Betri byggð – frá óvissu til árangurs verður haldið fimmtudaginn 11. nóvember 2010 á Grand Hótel Reykjavík.
Finnski arkitektinn Vesa Juola, framkvæmdastjóri félags finskra arkitektastofa, var sérstakur gestur málþingsins. Málþingið er haldið að frumkvæði Félags byggingarfulltrúa í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Aðrir sem standa að málþinginu eru:

16

Arkitektafélag Íslands, Byggingafræðingafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag byggingafulltrúa, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Meistarafélag húsasmiða, Samtök iðnaðarins, Skipulagsfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands. Það eru hvorki þeir sterkustu né þeir gáfuðustu sem lifa af heldur þeir sem laga sig best að breyttum aðstæðum. Charles Darwin. Framtíðarhorfur – verkefni framundan Stefnt er að því að veita Íslensku byggingarlistaverðlaunin í október 2011. Skipa þarf starfshóp sem stefndur að undirbúningi og fjármögnun verkefnisins. Sótt hefur verið um styrk til Reykjavíkurborgar til að standa undir kostnaði við verkefnið. HönnunarMars 2011 verður haldinn dagana 24.-27.mars. Undirbúningur hátíðarinnar er að hefjast og hefur Hönnunarmiðstöð yfirumsjón með viðburðinum og hefur farið þess á leit við fagfélögin að þau tilnefni verkefnisstjóra. Alþjóðlegur dagur arkitektúrs, 3. október 2011


Sundlaug á Hofsósi Höfundar Basalt arkitektar/VA arkitektar

Maður er manns gaman Skemmtinefnd vann að undirbúningi vorhátíðar hönnunarfélaga. Haft var samráð við FÍLA og fleiri félög. Kom í ljós að Hönnunarmiðstöð var með vorhátíð á prjónunum og slógust fulltrúar skemmtinefnda AÍ og FÍLA í undirbúningshópinn. Haldnir voru nokkrir fundir og vinnudagur fyrir hátíðina. Vorhátíðin var haldin 28. maí. Hún var vel heppnuð, en ekki fjölmenn.

Nú er unnið að undirbúningi árshátíðar AÍ í Iðnó að aðalfundi loknum, fimmtudaginn 18. nóvember. Kostnaði verður stillt í hóf, standandi fingramatur og heimalöguð tónlist. Framtíðarhorfur – verkefni framundan Undirbúningur vegna „siglingar“ til Vestmannaeyja vorið 2011 er hafinn. Ferðin var fyrirhuguð haustið 2010, en ákveðið var að fresta henni til vors, t.d. til 7. eða 8. maí ef veður leyfir. Farið frá Landeyjahöfn kl. 9:00, komið til Eyja kl. 11. Farið frá Vestmannaeyjum kl. 21:00. Páll Zophóníasson er tilbúinn að taka á móti hópnum og hefur þegar komið með góðar ábendingar.

17


Með lögum skal land byggja Arkitektafélag Íslands er umsagnaraðili Alþingis um frumvörp til laga og reglugerða er snerta starfsvið arkitekta.

kynningar fyrir ráðherra 1. desember og endanleg reglugerð liggi fyrir 1. febrúar 2011.

Endurskoðun á byggingarreglugerð Vinna við endurskoðun á byggingarreglugerð hófst sumarið 2010. Umhverfisráðherra skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að semja byggingarreglugerð með hliðsjón af nýju frumvarpi um mannvirkjalög. Nefndina skipa Björn Karlsson, brunamálastjóri, formaður , Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og Björn Guðbrandsson, arkitekt, stundakennari Háskólanum í Reykjavík. Starfsmenn nefndarinnar og jafnframt umhverfisráðuneytisins eru Hafsteinn Pálsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Arkitektafélag Íslands er meðal hagsmunaaðila sem eiga fulltrúa í vinnuhópum um einstaka kafla reglugerðarinnar. Ekki hefur verið gert ráð fyrir neinum kostnaði við gerð reglugerðarinnar og er nefndarseta ólaunuð. Eftirtaldi arkitektar eiga sæti í vinnuhópum: Tryggvi Tryggvason Hafdís Hafliðadóttir Málfríður Kristiansen Hildigunnur Haraldsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Bjarni Kjartansson Helgi Mar Hallgrímsson Halldóra Bragadóttir Dagný Helgadóttir Sigurlaug Sigurjónsdóttir Bergljót Einarsdóttir

Markmiðið er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi. Leggja skal áherslu á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Lögð er áhersla á að nefndin hafi víðtækt samráð við ýmsa hagsmunaaðila við endurskoðun reglugerðarinnar, hvort heldur er með einstaka fundum eða með skipan bakhópa um ákveðin verkefni. Hagsmunaaðilar verði skýrt skilgreindir og þeim kynnt ferli samráðsins. Gert er ráð fyrir að drög að nýrri byggingarreglugerð verði lögð fram til 18

Laganefnd

UMSÖGN ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL SKIPULAGSLAGA
ÞSKJ. 742-425. MÁL Á 138. LÖGGJAFAÞINGI (2009-2010). Stjórn og laganefnd Arkitektafélagsins hafa kynnt sér drögin. Félagið fagnar afrakstri vandaðrar vinnu við þessa lagasmíð og gerir ekki alvarlegar athugasemdir við þau að svo stöddu. Til að tryggja að markmið laganna í 1. grein verði virt, vantar skýr ákvæði um ábyrgð sveitarstjórna um raunhæfni í

áætlanagerð varðandi fólksfjölda og uppbyggingu á viðkomandi svæði. Þetta gildir á svæðis-, aðal og deiliskipulagstigi. Slík ákvæði gætu dregið úr sveiflum á komandi góðæristímabilum og þar með minnkað líkur á hruni í öllum byggingariðnaði á landinu. Hingað til hefur almennt ríkt ákveðin rökfesta við gerð svæðis- og aðalskipulags. Við gerð deiliskipulags hafa sveitarfélögin leikið lausum hala. Hvorki Skipulagsstofnun né Umhverfisráðuneyti hafa haft lagalegan grundvöll til að sporna við óhóflegum væntingum sem ganga langt umfram raunhæfar áætlanir og sjálfbæra nýtingu lands. Þegar völd varðandi deiliskipulag eru hjá sveitarfélögum er mjög mikilvægt að ábyrgðin sé þar líka. Tryggja þarf að Skipulagsstofnun og Umhverfisráðuneyti fái lagalegan grundvöll til að bregðast við þegar þau verða þess vör að deiliskipulagsáætlanir eru umfram eðlilega þróun. Þá er rétt að benda á að svo virðist sem gleymst hafi að kveða á um menntun og starfsreynslu þeirra sem falin er gerð skipulagsáætlana, sbr. 5. mgr. 10 gr. núgildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997. UMSÖGN ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS UM FRUMVARP
TIL MANNVIRKJALAGA ÞSKJ. 743-426. MÁL Á 138. LÖGGJAFAÞINGI (2009-2010).
ALMENNAR ATHUGASEMDIR
 Það er eðlileg krafa samfélagsins að lagasetning Alþingis sé skýr, almenn og


Krikaskóli í Mosfellsbæ Höfundar: Enrum arkitektar, Arkiteó, Suðaustanátta. aðgengileg. Það lagafrumvarp sem nú liggur fyrir um mannvirki uppfyllir ekkert af því. Arkitektar hafa hvorki komið að gerð frumvarps til mannvirkjalaga eða verið meðal ráðgjafa við þá lagasmíð sem nú liggur fyrir. Arkitektar eru aðalhönnuðir mannvirkja og því ófrávíkjanleg krafa að fulltrúar þeirrar stéttar taki þátt í lagasmíð er snertir starfsvið þeirra hvað mest og þar sem fagþekking þeirra er nauðsynleg til að heildarsýn náist. Í lögunum er ekki vikið orði að fagurfræði né mikilvægi umhverfismótunar og góðrar byggingarlistar. Í þeim eru eingöngu tæknilegar skilgreiningar, með innskoti um sjálfbæra þróun. Í þessu frumvarpi eru ríkar skyldur lagðar á eigendur mannvirkja. Þær skyldur eru ekki í neinu samræmi við skyldur eiganda varðandi aðrar eignir eða kaup á annarri þjónustu en ráðgjöf vegna mannvirkjagerðar. Það getur varla talist réttmætt að leggja þá ábyrgð og eftirlitsskyldu á eiganda að tryggja að þeir sem hann kaupir af vöru og þjónustu fari að lögum og reglum. Samræmingaraðili sem sjálfstæður aðili að hönnunarferlinu er nýjung í þessu lagafrumvarpi. Röksemdafærsla fyrir þessu nýmæli stenst engan veginn. Þetta fyrirkomulag mun flækja samskipti milli hönnuða, auka hættu á mistökum og auka kostnað. Kveðið er á um að hönnuðir, samræmingaraðili, byggingastjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi.

Þá hafi Byggingastofnun heimild til að gera úttekt á gæðastjórnunarkerfi þessara aðila eða fela það vottunarstofu. Ákvæði um gæðastjórnunarkerfi eru algjörlega yfirkeyrð í þessum lagabálki og til þess fallin að flækja stjórnsýslu og auka kostnað við mannvirkjagerð og rekstur hins opinbera eftirlits. Réttindi þeirra sem um ræðir fela í sér að þeir uppfylla kröfur til að sinna verkum innan síns fagsviðs í samræmi við lög og reglur. Eðlilegt væri að lögin fælu í sér almennari skilgreiningar og vísuðu útfærslunni til reglugerðar. Einstakir framkvæmdaaðilar geta engu að síður farið fram á að þeir, sem þeir kaupi þjónustu af, hafi gæðastjórnunarkerfi þó ekki sé bundið í lög að allir hafi það. Krafa um gæðastjórnunarkerfi hjá öllum sem koma að mannvirkjagerð mun hindra eðlilega endurnýjun í þeim stéttum sem að henni koma og vera samkeppnishamlandi. Til að ákvarðanataka og afgreiðsla hönnuða og embættismanna sé rétt verður hún að byggja á faglegri þekkingu. Réttindi til að gera aðaluppdrætti eru ekki bundin við þá sem hafa hæfi eða faglega menntun til þess. Byggingarfulltrúar skulu hafa réttindi sem hönnuðir skv. sömu ákvæðum. Það felur í sér að hönnun mannvirkja og samþykkt byggingaráforma getur verið án þess að hún byggi á faglegri þekkingu. Af ofansögðu má ráða að fyrirliggjandi frumvarp til mannvirkjalaga er með það miklum annmörkum að rétt er að leggja það alfarið til hliðar og vinna að nýju.
Til

að varða veginn í þeirri uppbyggingu sem nú stendur fyrir dyrum þarf skýran og aðgengilegan lagaramma sem byggir á markvissri framtíðarsýn og sjálfbærni, lög sem eru leiðarljós við endurreisn og uppbyggingu Kvörtun til umboðsmanns Alþingis Stjórn AÍ ákvað í kjölfar forvals fyrir hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítla við Hringbraut að fara þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann leggði mat á stjórnsýsluþætti sem voru viðhafðir í aðdraganda samkeppninnar. Vikið hefur verið að þessu fyrr í þessari skýrslu en erindið/kvörtunin var á þessa leið: Forval fyrir hönnunarsamkeppni, útboð nr 14813 nýr Landspítali við Hringbraut; frumhönnun. Verkefnastjórn LSH hefur ákveðið að efna til arkitetkasamkeppni um nýjan Landspítala við Hringbraut, alls um 66.000 fermetrar nýbygging. Auglýst var þann 23. Desember 2009 eftir 5 teymum til að taka þátt í arkitektasamkeppni, teymum sem samandstanda af arkitektum, verkfræðingum og öðrum sérfræðingum. Stjórn Arkitektafélgs Íslands hefur fengið hörð viðbrögð að hálfu sinna félagsmann vegna þess og beinast viðbrögðin að því að ekki liggja málefnalegar forsendur til grundvallar við mat á hæfi þátttakenda, ekki er gætt jafnræðis og gangsæis og vafasamar kröfur eru uppi um höfundarmál.

19


Sundlaug á Hofsósi Höfundar Basalt arkitektar/ VA arkitektar

Það er mat stjórnar AÍ að forvalið tryggi ekki janfræði og gæti ekki að samkeppnissjónarmiðum. Kröfur til þátttakenda eru ekki í samræmi við tilefnið: Gerð er krafa um að teymin hafi yfir að ráða mannafla sem er langt yfir mannaflaþörf verkefnisins. Þrátt fyrir óskir um útskýringar þá hefur því verið svarað svo að aðilar/teymin eigi að geta brugðist við óvæntum verkefnum. Gerð er krafa um reynslu til lykilmanna sem nær til mun lengra tímabils en kveðið er á um í lögum. Settar eru fram kröfur sem fáir geta uppfyllt. Gerð er krafa um að fyrirtæki á sviði starfsemi og skipulagningar spítala séu hluti af teyminu eða hafi samninga við eða viljayfirlýsingu frá slíkum fyrirtækjum. Forsendur fyrir stigagjöf í mati á sérþekkingu í skipulagningu sjúkrahúsa eru að mati AÍ ómálefnalegar. Gerð er krafa um að höfundarréttur bygginganna framseljist til íslenska ríkisins, sem og hinn svonefndi sæmdarréttur framseldur að takmörkuðu leyti. Verkkaupi hefur ákveðið að bjóða verkið út með þeim skilmála að höfundarréttur að teikningum og mannvirkjum skuli framseljast til íslenska ríkisins. Þessi skilmáli markar tímamót fyrir starfandi arkitekta á Íslandi og mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar til framtíðar vegna fordæmis. Sá eðlismunur á sjúkrahúsum og öðrum byggingum er ekki fyrir hendi, sem rökstyður nauðsyn á framsali höfundarréttar. Málefnalegur rökstuðningur fyrir skilmála um framsal höfundarréttar liggur ekki fyrir. (vísað er 20

til 13.gr höfundarlaga sem gefa eigenda svigrúm til breytinga á mannvirki) Ekki liggur fyrir að einstaklingar í dómnefnd sem dæmir umsóknir í forvali hafi sambærilega menntun eða starfshæfni og krafist er í forvali. Stjórn AÍ telur að samráð í aðdraganda forvals, sem verkefnastjórn vitnar til, hafi ekki átt sér stað. Athugsemdir beinast að því að töluvert skorti á að viðhöfð hafi verið vönduð stjórnsýsla við gerð forvalsgagnanna. Skilmálar og forvalsgögn bera vott um að verið sé að vega að starfstétt arkitekta. Markmið athugasemda og kvörtunar til umboðsmanns Alþingis er að fá útboðið dæmt ógilt vegna galla á forvalsgögnum og málsmeðferð. Markmið athugasemda er að stuðla að því að í framtíðinni verði viðhafðir góðir og sanngjarnir stjórnsýsluhættir við val á arkitektum til verkefna á vegum ríkis og opinberra aðila, þar sem jafnræði verði tryggt og gætt að samkeppnissjónarmiðum. Niðurstöður: Í stuttu máli þá getur umboðsmaður ekki fjallað efnislega um álitaefni þar sem unnt er að bera það undir sérstaka kærunefnd og það var ekki gert. Fyrir stjórn AÍ lá að benda á þann stjórnsýslulega farveg sem málið hafnaði í, vöntun

á samráði og gegnsæi. Hinsvegar fór umboðsmaður fram á það við heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að bréfum AÍ og athugasemdum væri efnislega svarað. Í þeim svörum sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að verkefnastjórn hafi litið svo á að innihald bréfanna hafi verið rædd á fundum, að um umsögn hafi verið að ræða og þarfnaðist því ekki svars. Umboðsmaður áréttar þó í umsögn sinni að það sé meginregla í stjórnsýslu að svara skriflegum erindum sem beint er til stjórnvalda, nema það komi fram að svara sé ekki óskað. Meginreglan sé og eigi að vera að svara eigi erindum skriflega skv. góðri stjórnsýslu. Um leið eiga stjórnvöld að taka það alvarlega þegar þau eru beðin um að athafast í ákveðnu máli.

Siðanefnd Arkitektafélags Íslands Ekkert mál barst nefndinni á liðnu starfsári og siðanefnd hélt því engan bókaðan fund. Framtíðarhorfur – verkefni framundan Meta siðareglur AÍ með hliðsjón af almennri umræðu um siðareglur í samfélaginu og siðareglna UIA, sem aðildarfélögin eru hvött til að tileinka sér.


Atvinnu og réttindamál arkitekta Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur ástand í atvinnumálum arkitekta lítið breyst. Þó arkitektum á atvinnuleysisskrá hafi fækkað gefur það varla vísbendingu um betra atvinnuástand heldur endurspeglar það m.a. réttindaleysi sjálfstætt starfandi til atvinnuleysisbóta.

Launþegafélag arkitekta Launþegafélag arkitekta hefur ekki starfað frá aðalfundi félagsins 26. nóvember 2009. Einn félagsmaður mætti á fundinn auk stjórnarmanna. Hvorki stjórnarmenn né fundarmaður buðu sig fram til stjórnarstafa. Stjórn AÍ lýsti yfir áhyggjum af þessari þróun á fulltrúaráðsfundum og telur mikilvægt að innan félagsins sé til vettvangur fyrir velferðar- og hagsmunamál arkitekta.

Sjúkrasjóður AÍ Sjúkrasjóður Arkitektafélags Íslands hefur verið starfræktur um þriggja áratuga skeið. Það er mikið hagsmunamál fyrir arkitekta, jafnt launþega og atvinnurekendur, að málefni sjúkrasjóðs séu á tryggum grunni. Fyrir um áratug var til bráðabirgða gengið frá samkomulagi um vörslu SA hjá VR. SA er þó haldið sem sér einingu, enda eru sjóðfélagar SA að jafnaði ekki félagsmenn í VR. Samkomulagið hefur veitt sjóðsfélögum SA sambærileg réttindi og gilda um sjúkrasjóð VR. Nú vinnur

nýskipuð stjórn SA að endurskoðun/ endurmati þess samkomulags sem gilt hefur. Skipuð var ný bráðabirgðastjórn SA: Lárus Guðmundsson fh. LA, Ásgeir Ásgeirsson fh. FSSA, Jóhannes Þórðarson, sem lengst af hefur haldið utan um SA og Gunnar Baldvinsson, sem ráðgjafi stjórnar, frá Almenna lífeyrissjóðnum. Nú er komin upp sú staða að stór hópur arkitekta hefur orðið atvinnulaus og jafnframt misst bótaréttinn úr sjúkrasjóði. Gert hefur verið bráðabirgðasamkomulag milli LA og FSSA annars vegar við VR hins vegar vegna atvinnulausra arkitekta, sem voru sjóðsfélagar í SA fyrir starfsmissi, um að launþegar greiði 0,7% af atvinnuleysisbótum sem félagsgjald í VR, sem VR greiðir svo áfram inn í SA, til að viðhalda réttindum í SA. Undantekning þessi gildir út árið 2010. Framtíðarhorfur – verkefni framundan Unnið er að framtíðarfyrirkomulagi SA, sem falli að hugmyndum um endurmótun AÍ. Starfsumhverfi arkitekta Starfsumhverfi arkitekta hefur löngum verið mjög sveiflukennt og hefur óstöðugleikinn orðið meiri og öfgakenndari í seinni tíð. Sá mikli samdráttur sem orðið hefur í fjárfestingum í mannvirkjagerð síðan árið 2007 hefur haft mikil áhrif á

starfsvettvang arkitekta. Í október 2010 gerði FSSA úttekt á stöðu arkitekta og setur fram spá um atvinnuhorfur í greininni. Velta í rekstri arktekta dróst saman um 63% milli áranna 2008 og 2010, en þess ber að geta að á árunum 2006 og 2007 var veltan mest. Samdrátturinn hefur komið mjög illa niður á nýliðun í greininni og atvinnuleysi meðal ungra arkitekta er mjög mikið. Meira virðist um falið atvinnuleysi meðal eldri arkiteka. Vísbendingar eru um að atvinnhorfur arkitekta muni skána lítið fram til ársins 2014. Staðan kallar á endurmat á hefðbundnu starfsumhvefi arkitekta og aðkomu að mótun manngerðs umhverfis. Ljóst er að samstaða og samvinna arkitekta er mikilvægari nú en oft áður. Atvinnuleysi arkitekta Atvinnuleysi meðal arkitekta er með því allra mesta, ef ekki það mesta, sem finna má hjá einni starfstétt á Íslandi. Mest atvinnuleysi frá hruni fjármálkerfisins var í mars 2009, en þá voru skráðir 193 atvinnulausir arkitektar hjá Vinnumálstofnun. Í september 2010 voru um 125 arkitektar skráðir atvinnulausir hjá stofnuninni og áætlað atvinnuleysi arkitekta þátæp 40%. Í október jókst atvinnuleysi í stéttinni aftur lítillega en þá voru 132 arkitektar skárðir atvinnulausir, 53 karlar og 79 konur. Ljóst er að atvinnuleysið virðist umtalsvert meira hjá konum en körlum, ekki síst í ljós þess að fleiri karlar en konur eru í stéttinni. 21


Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði Höfundar: Arkís arkitektar

Rammasamningsútboð Ríkiskaupa Ríkiskaup auglýsti rammasamningsútboð á aðkeyptri þjónustu sérfræðinga í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum, með tilboðsfresti til 19. október. Arkitektar eru meðal þeirra sérfræðinga sem koma til greina. “Ekki er ljóst hvaða magn verður keypt á grundvelli útboðs þessa, þar sem rammasamningar eru gerðir um tiltekna vöru- eða þjónustuflokka í tiltekinn tíma, án þess að magntölur séu þekktar.” (Ríkiskaup útboð í auglýsingu 14794). Innan rammasamningskerfisins er möguleiki á örútboðum þar sem aðeins rammasamningshafar geta tekið þátt og meira frjálsræði ríkir um útboðstíma og fleiri atriði. Ekkert þak er á hámarskfjárhæð verkefna sem fara í örútboð. Með örútboði leggur Ríkiskaup til leið þar sem áskrifendur rammasamningskerfis Ríkiskaupa þurfa ekki að framfylgja öllum ákvæðum laga um opinber innkaup við kaup á þjónustu yfir lágmarksviðmiðunarfjárhæð. Ekkert í rammasamningsútboðsgögnum gefur til kynna að gagnsæi verði aukið við úthlutun verkefna á vegum opinberra aðila. Það er áhyggjuefni á hvaða grundvelli áskrifendur að rammasamningskerfi Ríkiskaupa munu velja sér ráðgjafa. Rammasamningskerfið treystir rekstrargrundvöll Ríkiskaupa þar sem rammasamningshafar skulu greiða Ríkiskaupum 1% þóknun af allri vinnu sem þeir vinna fyrir áskrifendur rammasamningskerfisins auk þess sem 22

tæplega þúsund áskrifendur greiða áskriftargjald til Ríkiskaupa. AÍ og FSSA gafst kostur á að gera athugasemdir við útboðsgögn fyrir auglýsingu og var að hluta til komið til móts við þær athugasemdir. Rammasamningsútboðið mætti harðri gagnrýni að hálfu arkitekta. Haldnir voru kynningarfundir um málið og á félagsfundi þann 8. október s.l. var samþykkt að stjórn beindi því til félagsmanna sinna að taka ekki þátt í fyrirhuguðu rammasamningsútboði. Stjórn AÍ ásamt fulltrúum FSSA og fl. hélt fund með Ríkiskaupum og í framhaldinu barst bréf frá forstjóra stofnunarinnar, Júlíusi S. Ólafssyni, þar sem eftirfarandi kemur fram: “Ríkiskaup eru reiðubúin til að endurtaka útboðið eftir eitt ár jafnframt því að stuðla að því að menningarstefna hins opinbera í mannvirkjagerð verði virt eins og fram kemur í kafla 2.5 í útboðsgögnum. Í bréfinu kemur einnig fram að vegna lagaákvæða er ekki hægt að fella niður örútboðin en að þau séu hugsuð fyrir minni verk. Með umfangsmeiri verk verður farið samkvæmt lögum 87/2007 og eðli þeirra. Og að lokum munu Ríkiskaup gæta gegnsæis í öllu verklagi og gera átak í þá veru á verkssviði sínu.

“Af þessum ástæðum telur stjórn AÍ ekki lengur grundvöll til þess að beina því til félagsmanna að hafna þátttöku í umræddu útboði enda er lagaleg óvissa um réttmæti slíkra tilmæla sem skapað gæti félaginu skaðabótaskyldu.”


Minningasjóður Guðjóns Samúelssonar Minningarsjóður prófessors dr. phil.

húsameistara Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns sem dagsett er 08.12.1948. Í erfðaskránni er svo fyrir mælt að ákveðnum hluta eigna hans skuli varið til sjóðsmyndunar í hans nafni. Þar segir ennfremur að fyrstu tíu árin eftir andlát hans skuli sjóðurinn varðveittur í þáverandi kennslumálaráðuneyti en eftir það renna til Húsameistarafélags Íslands eða - ef það félag verði lagt niður - í það félag sem stofnað yrði á sama grundvelli og meirihluti félagsmanna væri íslenskir húsameistarar. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda. Minningarsjóðurinn hefur í því skyni veitt styrki annað hvert ár, frá árinu 1995 eða átta sinnum hingað til. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal heildarupphæð styrkveitinga vera 3/4 hlutar vaxtatekna síðast liðinna tveggja ára en 1/4 hluti vaxtatekna skal leggjast við stofnfé. Stjórn leggur til að skerpt verði á 3. og 5. gr.í skipulagsskrá sjóðsins hvað varðar hlut tekna til úthlutunar.

23


Arkitektafélag Íslands Tilgangur félagsins er að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Félagsstarfið byggir á áhuga og vilja félagsmanna til þess að leggja sitt af mörkum í þágu samfélagsins. Fjöldi félagsmanna vinnur mikið og óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu félagsins. Á vegum félagsins starfa 9 fastanefndir og auk þess starfshópar um sérstök málefni sem unnið er að hverju sinni.

Stjórn Stjórn fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri þess og gætir hagsmuna félagsheildarinnar. Stjórnarfundir voru haldnir að jafnaði á tveggja vikna fresti auk samráðsfunda. Til stjórnar berast margvísleg erindi, ýmist frá félagsmönnum eða utanaðkomandi, m.a. opinberum aðilum. Á stjórnarfundum eru einnig tekin fyrir ýmis mál sem þarf að afgreiða, jafnframt er leitast við að nýta fundi til að móta stefnu í málum sem snúa að félaginu og félagsmönnum. Á árinu voru haldnir tveir fulltrúaráðsfundir. Þá sitja formenn allra fastanefnda félagsins og stjórn AÍ. Fulltrúaráðsfundir eru samstarfs- og samráðsvettvangur stjórnar, fastanefnda og félaga ( deilda ) innan AÍ. Þar er farið yfir störf nefnda og stjórnar. Fulltrúa úr stjórn FSSA og fulltrúa AÍ í 24

Hönnunarmiðstöð er jafnframt boðið að sitja fulltrúaráðsfundi, sem og öðrum sem talið er að eigi sérstakt erindi þangað hverju sinni.

Skrifstofa

Á skrifstofu AÍ er haldið utan um félagsstörf og fjármál félagsins. Síðastliðið ár einkenndist starfsemi skrifstofu AÍ af miklum niðurskurði vegna tekjusamdráttar félagsins og miklu rekstrartapi árið 2009. Starfsemin var skorið niður um 70%. Framkvæmdastjóra félagsins var sagt upp í ágúst 2009 og starfshlutfall gjaldkera/ritara lækkað úr 70% í 50%. Á liðnu starfsári var enginn framkvæmdastjóri starfandi hjá félaginu. Framkvæmdastjórn félagsins var í höndum stjórnar. Markmið stjórnar var að halda starfsemi félagsins gangandi eins og verið hafði undanfarin ár. Viðsnúningur varð í rekstri félagsins á árinu. Í mars var starfhlutfall gjaldkera/ ritara hækkað í 70%. 1. október var framkvæmda- og kynningarstjóri ráðinn í hlutastarf og verkefnisstjóri við gerð námsefnis um vistvæn mannvirki. Nú starfa á skrifstofu Helga Sjöfn Guðjónsdóttir gjaldkeri/ritari sem hefur starfað hjá félaginu um árabil, Hallmar Sigurðsson framkvæmda- og kynningarstjóri og Kristín Þorleifsdóttir verkefnisstjóri. Skrifstofa AÍ er til húsa að Engjateigi 9, 2.

hæð. Opnunartími skrifstofu er alla virka daga milli kl. 9:00 og 13:00. Framtíðarhorfur – verkefni framundan Leita verður leiða til að auka rekstrartekjur félagsins svo það geti staðið undir 2-4 starfsmönnum sem sinna öflugri þjónustu við félagsmenn og annast auk þess störf við samkeppnishald, kynningar- og markaðsstarf, útgáfustarfsemi og önnur tekjuaflandi verkefni. Rekstur félagsins Niðurstaða síðasta árs 2009-2010 Á árunum 2008 – 2009 var áætlað tap á rekstri félagsins kr. 4.100.000. Raunin varð umtalsvert meira tap 8.853.034. Fyrir 2009 - 2010 hljóðaði áætlun félagsins upp á kr.512.000 í hagnað. Raunin varð kr. 2.734.441hagnaður á rekstri félagsins. Af þessu má sjá að stökkbreytingar verða á áætlunum annarsvegar og rekstrarafkomu hinsvegar. Á tveimur árum er mismunurinn rúmar 10 miljónir. Mikið aðhald einkenndi rekstur félagsins. Stjórn hefur tekið á sig þau störf sem framkvæmdastjóri sinnti og þá sérstaklega formaður félagsins. Í september var ráðið í 60-80% stöðu framkvæmdastjóra. Megin markmið með ráðningu hans er að hafa umsjón með samkeppnum og öðrum tekjuaflandi verkefnum, td. ráðstefnuhaldi. Helstu tekjustofnar félagsins eru félagsgjöld og tekjur af samkeppnum.


Einbýlishús í Garðabæ Höfundar: Arkitektar Kurtogpí.

Tekjur af samkeppnum fara eftir umfangi og fjölda samkeppna og geta verið mjög breytilegar milli ára. Þóknanir vegna samkeppna voru 1.984.126 árið 20082009 en. fyrir 2009-2010 varð upphæðin 3.457.024. Tekjur Dagkrárnefndar nema 2.529.700 og ber þar hæst Högnusýningin. Tímaritið Arkitektúr kom út á árinu og var það gefið út fyrir tilstuðlan styrkja og auglýsinga.

Rekstraráætlun fyrir 2010-2011 Í áætlun næsta árs er gert ráð fyrir að almennur rekstur félagsins verði jákvæður um 22.000 þúsund. Helstu breytingar sem stjórn leggur til nú er að almennt félagsgjald verður lækkað og útgáfugjald verði lagt á alla félagsmenn. Hugsunin með útgáfugjaldi er að það styðji við rekstur heimasíðu og útgáfu Arkitektúrs. Tímaritið er sent á alla félagsmenn og hefur það reynst gífurlega kostnaðarsamt. Á síðasta ári greiddu 37% félagsmanna engin félagsgjöld. Í þeim hópi eru félagar eldri en 67 ára, nemar og nýútskrifaðir arkitektar. Einnig er lagt til að allir aðrir félagar greiði sama félagsgjald. Áður hafa opinberir starfsmenn og félagar búsettir erlendis verið með afslátt af félagsgjöldum. Félagsmenn sem skulda meira en tvö ár fara sjálfkrafa úr félaginu skv. félagslögum AÍ, en þeir sem skulda eitt ár eru ekki á póstlista félagsins og missa atkvæðisrétt sinn. Stjórn félagsins hefur sótt um styrki til Reykjavíkurborgar og fjárlaganefndar Alþingis vegna Íslensku byggingarlistaverðlaunanna, fræðslu um menningarstefnu í mannvirkjagerð og fyrir stöðu atvinnuþróunarfulltrúa arkitekta. Umsóknirnar bíða afgreiðslu frjárlaganefndar Alþingis og Reykjavíkurborgar.

Félagar Fjöldi félaga og félagsgjöld 2007 2008 2009 2010 Heiðursfélagar: 1 1 2 2 Félagar búsettir á Íslandi: 288 297 301 Félagar búsettir erlendis: 27 32 34 Nemar: 51 86 64 samtals: 314 367 417 404 Karlar: 211 241 260 252 Konur: 103 126 157 152 félagar 67 ára og eldri: 43 44 46 52 Félagar sem ekki greiða árgjald: 6 9 10 Nýútskrifaðir arkitektar: 14 20 19 Nemar: 51 86 67 Nýir félagar: 24 58 60 11 úrsagnir: 7 2 10 10 Félagsgjöld í vanskilum: 1,0mill 0,9mill 0,75mill 0,9mill

25


Sundlaug á Hofsósi Höfundar Basalt arkitektar/ VA arkitektar

Heiðursfélagar Alls hafa sex einstaklingar hlotið nafnbótina heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Tveir eru núlifandi, þ.e. Högna Sigurðardóttir sem kjörin var heiðursfélagi árið 2009 og Gísli Halldórsson arkitekt, sem kjörinn var heiðursfélagi árið 2002. Aðrir sem hlotið hafa þessa nafnbót eru Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 2001, Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður um byggingarlist, kjörinn heiðursfélagi 1992, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 1969 og Sigurður Guðmundsson, arkitekt, sem varð heiðursfélagi Húsameistarafélagsins 1955. Stjórn og fastanefndir skv. kjöri á aðalfundi 17.nóvember 2010 Stjórn AÍ: Sigríður Magnúsdóttir, formaður Borghildur Sölvey Sturludóttir, gjaldkeri og staðgengill formanns Hilmar Þór Björnsson, ritari Skoðunarmenn ársreikninga: Jakob E. Líndal Þórarinn Þórarinsson Málfríður K. Kristiansen, varamaður Samkeppnisnefnd: Jóhann Einarsson, formaður Dagný Helgadóttir Egill Guðmundsson

26

Markaðsnefnd: Ívar Örn Guðmundsson, formaður Gunnar Örn Sigurðsson Kristján Örn Kjartansson Baldur Ó. Svavarsson, varamaður

Siðanefnd: Sigurður Harðarson Stefán Örn Stefánsson Valdís Bjarnadóttir Vilhjálmur Hjálmarsson, varamaður

Laganefnd: Þorkell Magnússon, formaður Ólafur Jónsson Árni Kjartansson

Stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar: Sigriður Magnúsdóttir, formaður Sigríður Sigþórsdóttir Sigurður Einarsson Guðmundur Gunnarsson

Menntamálanefnd: Gíslína Guðmundsdóttir, formaður Anna Kristín Hjartardóttir Sigrún Birgisdóttir Hildigunnur Sverrisdóttir Dagskrárnefnd: Laufey Agnarsdóttir, formaður Sigríður Maack Magnús Jensson Ritnefnd: Þórarinn Malmquist, formaður Steffan Iwersen Harpa Heimisdóttir Bjarki G Halldórsson Helgi Mar Hallgrímsson Skemmtinefnd: Sturla Þór Jónsson, formaður Hildigunnur Haraldsdóttir Stefán Benediktsson Orðanefnd: Haraldur Helgason, formaður Örnólfur Hall Ormar Þór Guðmundsson

Stjórn launþegafélags AÍ Samstarf Samstarf við aðila sem tengjast starfssviði félagsins á einhvern hátt er mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. Opinberir aðilar og stofnanir eru helstu samstarfsaðilar. Mjög misjafnt er hversu formfast samstarfið er. Á liðnu ári hefur Hönnunarmiðstöð Íslands verið einn helsti samstarfsaðili félagsins ásamt skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar um að koma byggingarlist á framfæri. Hvað varðar hagsmunamál arkitekta hefur Félag sjálfstætt starfandi arkitekta, FSSA verið helsti samstarfsaðili félagsins.


Hönnunarmiðstöð Íslands Arkitektafélag Ísland er aðildarfélag Bandalags íslenskra listamanna, BÍL. Stjórn skipa formenn aðildarfélaganna þrettán, Kolbrún Halldórsdóttir er forseti BÍL. Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Árlega eru haldnir samráðsfundir stjórnar BÍL og menntamálaráðherra annars vegar og borgarstjóra hins vegar. Útgáfa Arkitektúrs fagtímarits er samstarfsverkefni Félags íslenskra landslagsarkitekta og Arkitektafélags Íslands. Hönnunarmiðstöð Íslands er einkahlutafélag stofnað af Arkitektafélagi Íslands, Félagi vöruog iðnhönnuða, Félagi íslenskra gullsmiða, Leirlistafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, Félagi íslenskra teiknara, Félagi fatahönnuða, Textílfélaginu og Félagi landslagsarkitekta.

Hönnunarmiðstöð Íslands – verkefni 2010 Frá því að Hönnunarmiðstöðin var stofnuð þann 1. apríl 2008 í Þjóðmenningarhúsinu hefur starfsemin verið kraftmikil og verkefnin mörg og fjölbreytt. Framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar er Halla Helgadóttir en verkefnastjóri Kristín Gunnarsdóttir. Fulltrúi AÍ í 9-manna stjórn Hönnunarmiðstöðvar var Dennis Davíð Jóhannesson fram að aðlafundi miðstöðvarinnar í júní 2010 en þá tók við af honum Borghildur Sölvey Sturludóttir og er hún tengiliður við stjórn AÍ. Upplýsingar um aðra stjórnarmeðlimi má sjá á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar. Föst verkefni Hönnunarmiðstöðvar eru m.a. fyrirspurnir frá og samvinna við hönnuði, fyrirtæki, stofnanir og íslenska fjölmiðla, kynningarstarf og móttaka erlendra blaðamanna, umsjón með vefsíðu, rekstur Korpúlfsstaða og aðild að Myndstefi auk aðkomu að fjölmörgum hönnunarsamkeppnum. Önnur verkefni ársins 2010 eru eftirfarandi: Sýningin Icelandic Contemporary Design opnaði í Dansk Design Center í febrúar 2010, í Nordic Lighthouse í Shanghai í september 2010 í tengslum við Expo og í Peking í Kína í nóvember 2010. Sýningin er hönnuð sem farandsýning og var fyrst opnuð á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum í maí 2009. Náttúran í hönnun – sýningin var opnuð

í Ljósafossstöð laugardaginn 19. júní. Þar var boðið í ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða. Sýnendur eru rúmlega 30 talsins. Sýningin var samvinnuverkefni Hönnunarmiðstöðvar og Landsvirkjunar. Expo 2010 í Sjanghæ – Samráðshópur v/ þátttöku Íslands HönnunarMars 2010 er stærsti og umfangsmesti viðburður ársins hjá Hönnunarmiðstöð og var haldinn 18.-21. Mars 2010. Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar. Í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands hefur Hönnunarmiðstöð staðið fyrir mánaðarlegum fyrirlestrum tengdum hönnun og arkitektúr í Hafnarhúsinu. Hagnýtt hádegi - hádegisfyrirlestrar Hönnunarmiðstöðvar og Hönnunarsjóðs Auroru í Þjóðminjasafni Íslands um ýmis hagkvæm og fræðandi grundvallaratriði tengd hönnunargeiranum. Orkuverið – Hönnunarmiðstöð, Innovit, Klak og Félag viðskipta- og hagfræðinga. Í janúar 2009 var Orkuverið stofnað þar sem hönnuðir og viðskiptafræðingar eru leiddir saman á svokölluðum hraðstefnumótum. Samstarfsvettvangur skapandi greina – Hönnunarmiðstöð hefur komið að mótun samstarfsvettvangs skapandi greina en greinarnar hafa unnið sameiginlega að mælingum greinanna og veltu. Niðurstaða úr þeirri vinnu verður kynnt í janúar 2011. You are in Control – alþjóðleg ráðstefna 27


Byggingarlistarstefna um stafræna framtíð skapandi greina. Hönnunarmiðstöð kom að skipulagningu ráðstefnunnar ásamt öðrum skapandi greinum.

Hönnunarstefna stjórnvalda –

Iðnaðarráðuneyti fól Hönnunarmiðstöð að vinna undirbúningsvinnu vegna hönnunarstefnu fyrir Ísland. Sumarstarfsmaður var ráðinn í gegnum atvinnuleysisátak ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn, til að vinna grunnrannsóknarvinnu. Sú rannsóknarvinna var kynnt á haustmánuðum fyrir iðnaðarráðherra. Unnið er að því í iðnaðarráðuneyti að fjármagna verkefnið. Vonast er eftir niðurstöðu um fjármagn í nóvember. Framtíðarhorfur – verkefni framundan HönnunarMars 2011 Í undirbúningi er verkefni, sem tengist ferðamannaiðnaði og ásýnd áfangastaða hringinn í kring um landið.

28

Á liðnum árum hefur Arkitektafélag Íslands beitt sér fyrir því að íslenska ríkið og Reykjavíkurborg mótuðu sér menningarstefnu í mannvirkjagerð. Menningarstefna í mannvirkjagerð – stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist var lögð fram og samþykkt af ríkisstjórn í apríl 2007. Arkitektafélag Íslands hafði á sínum tíma frumkvæði að því að sú vinna fór af stað. Stefnan nær til varðveislu mikilvægra mannvirkja og staða, til viðhalds þeirra og til nýbygginga og skipulags. Markmið hennar er að tryggja gæði og vandvirkni í byggingarlist og að leggja grunn að markvissri upplýsingagjöf, fræðslu og menntun á þessu sviði. Stefnunni er fyrst og fremst ætlað að setja meginviðmið og vera leiðarljós fyrir mannvirkjagerð og skipulag af hálfu stjórnvalda. Þann 17. desember 2007 skipaði menntamálaráðherra starfshóp til þriggja ára til þess að fylgja eftir tillögunum menningarstefnunnar. Starfshópnum er m.a. ætlað að útfæra tillögurnar, gera verk- og tímaáætlun og fylgjast með framvindu stefnunnar. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt er tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands í starfshópinn, sem annars er skipaður embættismönnum ráðuneyta og Framkvæmdasýslu ríkisins. Starfshópurinn hefur farið í gegnum menningarstefnuna lið fyrir lið og sett fram tillögur að verkefnum, aðgerðum og hvaða aðilar beri meginábyrgð á framkvæmd á hverri aðgerð. Til að

menningarstefnan í mannvirkjagerð skili í reynd þeim árangri sem að er stefnt, er mjög mikilvægt að þeir aðilar er málið varðar finni til ábyrgðar á að hrinda henni í framkvæmd í daglegum störfum sínum. Það er von starfshópsins að þau verkefni og þær aðgerðir sem hópurinn hefur skilgreint hjálpi hinum ýmsu framkvæmdaaðilum að vinna á markvissan hátt í anda menningarstefnunnar þannig að á næstu árum sjáist að stjórnvöld hafa sett ákveðin markmið fyrir mannvirkjagerð opinberra aðila hér á landi og íslensk byggingarlist eflist og þroskist. Í undirbúningi er nýbygging fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Byggingarnefnd hennar hefur verði falið að fylgja gaumgæfilega menningarstefnunni í mannvirkjagerð og skila greinargerð til menntamálaráðuneytis hvernig til hafi tekist í framkvæmd. Þá hefur starfshópurinn óskað eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að hún leiði tillögugerð að gæðaflokkun á opinberum framkvæmdum, eins og tillaga að drögunum gerir ráð fyrir. Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Arkitektafélag Íslands á að byggja upp sérfræðiþekkingu í mótun menningarstefnu í mannvirkjagerð til að geta boðið ríki, sveitafélögum og stofnunum þjónustu við gerð byggingarlistastefnu, sem á að vera jafn sjálfsögð og að þeir aðilar móti sér


Einbýlishús í Garðabæ Höfundar: Arkitektar Kurtogpí.

Samstarf jafnréttis- og umhverfisstefnu. Þjónusta af þessu tagi er virkur þáttur í starfsemi arkitektafélaganna á Norðurlöndunum og hefur farið vaxandi á liðnum árum. Hönnunarsafn Íslands Arkitektafélag Íslands og Hönnunarsafn Íslands hafa gert samkomulag um varðveislu samkeppnisgagna. Sú hefð hefur skapast að lokinni samkeppni og sýningu á samkeppnistillögum að vekkaupi fær verðlaunaðar og innkeyptar tillögur til varðveislu. Aðrar tillögur geta þátttakendur sótt á skrifstofu Arkitektafélags Íslands eða til verkkaupa. Hafi keppendur ekki sótt tillögur eftir ákveðinn tíma hefur þeim verið hent. Með samkomulagi Arkitektafélags Íslands og Hönnunarsafns Íslands verður sú samtímaheimild sem samkeppnistillögur eru varðveitt. Hönnunarsafn Íslands mun varðveita á einum stað samkeppnisgögn, frá verkkaupa og þátttakendum. Erlent samstarf – Norræn samvinna Samstarf Arkitektafélagsins við systurfélög erlendis hefur aðallega falist í ársfundi stjórna og framkvæmdastjóra norrænna arkitektafélaga, sem haldinn er til skiptis í aðildarlöndunum sex, þ.e. Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. Þessi norræni samstarfsvettvangur hefur nýst félaginu mjög vel og er hann einu faglegu tengsl félagsins við útlönd á reglulegum grunni.

Þegar leita þarf upplýsinga eða ráða á milli funda er það jafnan auðsótt og hefur AÍ oft nýtt sér það. Enginn fundur var haldinn á samnorrænum vettvangi þetta árið. Boðað hefur verið til fundar í Stokkhólmi daganna 18. og 19. febrúar 2011.

• Stjórn listskreytingarsjóðs: Ástríður Eggertsdóttir, varamaður: Ásmundur H. Sturluson. Formaður skipaður af menntamálaráðherra Steinþór Kári Kárason arkitekt FAÍ

Sameiginlega eiga norrænu félögin aðild að alþjóðlegum samtökum arkitekta, UIA ( Union Internationale des Architectes ). Norrænu arkitektafélögin mynda sameiginlega deild innan samtakanna. Finnska félagið, er nú í forsvari fyrir hönd Norðurlandanna í því starfi. Þriðja hvert ár standa UIA samtökin að alþjóðlegu þingi arkitekta. Í tengslum við þingin eru haldnar ráðstefnur, fyrirlestrar og sýningar um byggingarlist, næsta þing verður í Tokyo 2011.

• Stjórn Myndstefs: Jóhannes Kjarval, varamaður: Stefán Örn Stefánsson

Fulltrúar AÍ í ýmsum nefndum og ráðum utan félagsins

• Fulltrúaráð Listahátíðar: Sigrún Birgisdóttir

• Fulltrúaráð Myndstefs: Jes Einar Þorsteinsson • Húsafriðunarnefnd ríkisins: Gunnþóra Guðmundsdóttir, varamaður: Sigurður Einarsson • Stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ: Gíslína Guðmundsdóttir • Byggingarstaðlaráð Íslands: Ragnar Ólafsson, varamaður Ævar Harðarson • Norræni byggingardagurinn: Ásdís Ingþórsdóttir

• Stjórn Bandalags íslenskra listamanna: Sigríður Magnúsdóttir, formaður AÍ

• Gæðaráð byggingariðnaðarins: Richard Ó. Briem

• Stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands: Borghildur Sölvey Sturludóttir, varamaður Hilmar Þór Björnsson

• Nefnd fjármálaráðuneytis um samkeppnir á vegum ríkisins: Valdís Bjarnadóttir og Richhard Ó Briem

• Nefnd ráðuneytis um opinbera stefnu í byggingarlist: Sigríður Sigþórsdóttir

• Landvernd: fulltrúi AÍ í fagráði er Sigurður Harðarson

• Starfshópur Reykjavíkurborgar um gæðastefnu í skipulags- og byggingarlist: Jóhann Sigurðsson

29

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/11/AI-2010  

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/11/AI-2010.pdf

Advertisement