Sýningarskrá Plan-B Art Festival 2021

Page 1

Sýningarskrá Exhibition catalog

1


Sýningarskrá Plan-B Art Festival 2021 Prentun: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Prentþjónusta Vesturlands Uppsetning og hönnun: Agnar Freyr Stefánsson Ritstjórn:

Sigthora Odins Logi Bjarnasson Sigrún Gyða Sveinsdóttir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir Gudlaug Dröfn Gunnarsdóttir

Sérstakar þakkir: Borgarbyggð Borgarnes Blómasetrið - Kaffi Kyrrð Safnhús Borgarfjarðar Arion Banki Olgeir Helgi Ragnarsson


Sýningarskrá Exhibition catalog


Annie Charland Thibodeau Hljóðsetning: (07:00, lykkja) Sound Installation: (07:00, loop)

W

Af minnisvarðahugarfari Of monumentality

Minnisvarða-hugarfar (Monumentality) er oft er skilgreint sem mark um gæði á sviði arkitektúr og listasögu en er þó fremur óhlutbundin hugmynd. Hugtakið „minnisvarði“ vísar til hlutarins í sjálfu sér - minnisvarða, byggingarlistar, listaverka - en hægt er að líta á hugtakið monumentality sem samband milli hlutarins, umhverfis hans og þeirra sem upplifa hann. Það vekur upp þá spurningu að slíkir hlutir hafi hæfileika til að móta félagslega hegðun. Á ferð til Helgustaðanámu lærir listakonan Thibodeau um steiningu (hús-steinhúðun) í íslenskum arkitektúr og miðlar þekkingunni með ljóðrænu hljóðverki, innblásnu af samtölum um minjar, jarðfræði og arkitektúr. Fram koma Kristján Leósson, Snæbjörn Guðmundsson, Sofia Nannini, Haraldur Jónsson og Angela Rawlings (sem einnig er sögumaður). Áhorfendur geta fundið hljóðrásina á toppi vatnsturnsins í Borgarnesi. Þrátt fyrir áberandi lofthæð þá virkjar óhefðbundin skynjunin upplifunina og sambandið við rýmið sjálft. Auk hljóðverksins felst verkið líka í leyndri kóreógrafíunni sem felst ó upplifun þess: að klifra upp hringstigann, hlusta á brotin á meðan horft er á sjóndeildarhringinn og fara niður stigann í öðru veruástandi. Samstillt heildarreynslan gerir okkur kleift að tengjast óhlutbundnum hugmyndum, áhrifum og áhrifum minnisvarða. Annie Charland Thibodeau býr og starfar í Quebec (Kanada). Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum innan veggja hinna ýmsu listamanna reknu staða, á samtímalistviðburðum og stofnunum í Quebec og erlendis á vegum vinnustofudvala á Írlandi, Ítalíu, Íslandi og Slóveníu. Skúlptúrísk verk hennar snúast hvað helst um möguleikana við gjörninginn í tengslum við ‘minnisvarða-hugarfar’ (monumentality). Hún notar listrænar leiðir sem rannsóknaraðferðafræði með leiðangrum að yfirgefnum steinbrotum sem hún safnar. Þannig endurvekur hún

4


vitneskju á efni sem hefur sterkt menningarlegt gildi (kalksteinn, granít, marmari). Skúlptúrar Thibodeau sýna sterkar myndir en opna auk þess á og virkja mannleg tengsl við hin ólíklegustu rými. English Often defined as a quality in the fields of architecture and art history, monumentality remains an abstract notion. The term ‘monument’ refers to the object in itself memorial, architectural work of art, whereas the concept of monumentality can be seen as the relationship between the object, its environment and the ones that are experiencing it. It raises the question of how such objects are endowed with the ability to shape social behavior. From a journey to Helgustaðanáma quarry to experiencing steining (house stoning) of icelandic architecture, Thibodeau suggests a poetic audio recording in which he used excerpts from conversations around monuments, geology and architecture with Kristján Leósson, Snæbjörn Guðmundsson, Sofia Nannini, Haraldur Jónsson and Angela Rawlings (also narrator). The audience will tune the audio session from the top of Borgarnes Watertower. In spite of its imposing stature its feature is endowed with the performative ability to activate our relationship to space. Beyond the session in itself is the whole choreography of the experience; climbing the spiral staircase, listening to the audio excerpts while looking at the horizon and going down the stairs in a different state of being. The synthesised whole of the experience becomes a contemplative interval that allows us to connect with abstract notions, such as the effect and the affects of monumentality. Annie Charland Thibodeau lives and works in Quebec (Canada). Her work has been presented in solo exhibitions in various Artist-run centres, contemporary events and institutions in Quebec and abroad, as she participated in residency programs in Ireland, Italy, Iceland and Slovenia. Her practice in sculpture develops around the performative potential of monumentality. Engaging an artistic practice-as-research methodology, her expeditions to abandoned and active stone quarries have resulted in the collection and re-presentation of materials that convey strong monumental charges (limestone, granite, marble) for the witness. In spite of their imposing statues, her sculptures are endowed with the power to activate consideration of human relationships to space.

5


Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir & Margrét Sesseljudóttir Glitur sem massi Shimmer as a Mass Steinefnið Mica er mjög algengt efni í snyrtivörum. Það býr til shimmer, eða glitur, í förðunarvörum. Mica er þekkt fyrir perlukennda áferð, sem gerir það að ákjósanlegu efni. Ef að snyrtivara er með glitri í, þá er líklegt að í því sé Mica. Steinefnið kemur að mestu frá steinanámum á Indlandi, þar sem vinnuaflið er að miklu leyti börn. Talið er að tugir þúsunda barna vinni við ólöglega námuvinnslu Mica í landinu, við afar ómannúðlegar aðstæður. Glitri í snyrtivörum er gjarnan ætlað að líkja eftir sólarljósi, highlighter er borinn á hæstu punkta andlitsins til að líkja eftir geislum sólarinnar. Andlit þakið glitri gefur til kynna æsku, veisluhöld og sumarljóma. Við hugsum um glitur sem massa; út frá hugmyndum um stöðutákn og stéttaskiptingu, sólarljós og æsku. Margrét Sesseljudóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga. Margrét gerir skúlptúra sem líkja eftir sviðsmyndum. Stærð, ljós, lykt og áferð skúlptúranna er ætlað að brengla upplifun áhorfandans af andrúmslofti rýmisins. Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir útskrifaðist með Meistaragráðu í myndlist frá Kunsthochschule Berlin Weißensee árið 2011. Hún vinnur gjörninga með skúlptúrískuívafi; sjónrænar rannsóknir á forsendum þeirra. Verk hennar snúast um leifarnar sem eftir verða, og byggja á hugmyndinni um að vera til staðar án þess að vera til staðar; að hverfa, rotna eða vera fjarverandi (e. absent). Hún rannsakar umbreytingu efna, viðbrögð, afkastagetu og leifarnar sem eftir verða af ferlinu sjálfu. Í gegnum efnislega eiginleika verkanna er nærvera athafnarinnar gefin í skyn, þrátt fyrir að athöfnin sjálf sé fjarverandi.

6


English Mica is a common mineral used in cosmetics. It creates a shimmering, sparkling effect. If a cosmetic product sparkles, then it likely contains mica. The mineral is mostly sourced from Indian mines, and largely through child labour. The hazardous work environment has severe health consequences for the children. Shimmer in cosmetics is meant to recreate light in a specific way. A highlighter is applied on the highest points of the face as if it was being kissed by the Sun. A shimmering, sparkling face suggests youth, festivities and a summer glow. We think about shimmer as a mass; based on thoughts on social status of social hierarchy, sunlight and youth. Margrét Sesseljudóttir lives and works in Reykjavík. She graduated with a MA in Fine Arts, from the Iceland Academy of the Arts in 2019. Margrét makes sculptures that resemble stages. The proportions and texture of the sculptures, the lighting as well as the smell of the surroundings is meant to distort the atmosphere of the space and suggest an unpleasant past event. Guðríður Skugga Guðlaugsdóttir (b.1985, Reykjavík) holds a Masters degree in Fine Arts from Kunsthochschule Berlin Weißensee. Her works evolve around performative acts with sculptural elements; visual researches build on these criteria. Many of her works focus on the leftovers of an act and are often based on the idea of being present without being present; disappearing, decay or absence. She researches the performativity of materials, the transformation, responsiveness, capacity and the general leftovers of the process. All these sculptural aspects refer to an act. It indicates absence.

7


Hákon Bragason Just passing through

Eftir að þú tókst ákvörðun um að fara út úr húsi varstu óvart sitjandi við stýri og skyldir ekki hver tók ákvörðunina um að nota þetta farartæki. Þú átt hjól, rafmagnshlaupahjól og fullt af þæginlegum skóm til að ganga í. En áður en þú veist af ertu í næsta bæjarfélagi því áfangastaðurinn þurfti að réttlæta val ferðamátans. Síðan sérð þú að það lekur olía úr bílnum á bílastæðið fyrir utan bensínstöðina og færð yfirgnæfandi samviskubit. Einhver þarf að þrífa upp olíu blettinn og jafnvel einhver annar að tæma ruslið. Fleiri og fleiri orsakir flækjast fyrir og auka samviskubitið yfir að hafa farið í ferð með áfangastað, svo þú snýrð við og drífur þig heim. Hákon Bragason útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2019 og hefur síðan þá verið að vinna að sínum eigin verkefnum auk þess að taka reglulega þátt í samsýningum. Hann vinnur aðallega með gagnvirkar innsetningar, sýndarveruleika og samblöndun handverks, véla og stafrænna þátta. Grunnþættir verka hans byggjast á stöðu einstaklingsins gagnvart umhverfi sínu, upplifun og skynjun í tengslum við tæknibreytingar innan samfélagsins.

8


English After you made the decision to leave the house, you found yourself sitting behind the wheel and didn’t really know who made the decision to use this vehicle. You own bikes, electric scooters and lots of comfortable shoes to walk in, but before you know it, you’re in the nearest town because the destination has to justify the choice of transport. You see oil leaking from the car onto the parking outside and the gas station and you feel an overwhelming sense of guilt. Someone will have to clean up the oil stain while someone else may need to empty out the trash can that you used. More and more chains of events go through your mind, magnifying your sense of guilt for going on a trip with a destination, so you turn around and hurry home. Hákon Bragason graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2019 with a B.A in Fine Art and since that time has been regularly working on his own projects as well as participating in group exhibitions. Hákon mainly works with interactive installations, virtual reality and a combination of crafts, machines and digital elements. The core elements of his work are based on the individual’s position in relation to their environment and the experience and perception in connection with technological changes within society.

9


Christian Schwarz D2R-30-F D2R-30-F

Hreyfanleg innsetning, algóriþmísk nótnaskrift. Kinetic Installation, Algorithmic Composition

Hurðin er sem sjálfvirkur flytjandi sem endurtekur hreyfingu hinnar þekktu formreglu-þrjátíu en reglan er grunninn að frumgerð sjálfvirkrar tækni. Með verkinu getur maður fylgst með margbreytileika hljóðrænnar- og vélrænnar bilunar og núnings. Það er óljóst hvort útfyllingarmynstrið endurtaki sig og gerir útkomuna að stundarupplifun á hreyfiorku þar sem maður losnar hægt og rólega frá öllum fyrirhuguðum hugmyndum um hlutinn hurð, sem umbreytist í viðkvæmt tæki. Endurtekning verður að endurtekningu. Því nær sem þú ert, því lengra dregur hún sýn þína. Austurríski tónlistar- og listamaðurinn Christian Schwarz býr í Hollandi. Hann er hluti af trans-húmaníska listhópnum ILAR. Áhugasvið meðlima hópsins nær frá því að greina og endurgera lokaðar merkilykkjur og skapa reglubundin tónverk að flutningi kaótískra hávaða-gjörninga. Eftir að hafa hætt allri menntun fann Christian sig einhvern veginn við ArtScience Interfaculty í Haag. Þar vinnur hann nú að tónverki fyrir ó-hljóðræn hljóðfæri út frá árs langri stærðfræðirannsókn sinni. Um þessar mundir vinnur Christian að rannsókninni „Multimentary Cellular Automata“, þar sem hann varpar ljósi á möguleika reiknilegra tónsmíða. English As the automated performer in the shape of a door iterates through the infamous rule-thirty set of elementary cellular automata, one can observe an emerging complexity in the form of sonified mechanical failure and friction. To this day it is unknown whether the unfolding pattern ever repeats itself, making the result a momentary experience that is emphasized by a kinetic installation, slowly detaching itself from all preconceived notions of a door and transforming into a delicate instrument, iteration after iteration. The closer you look, the further it withdraws from your sight.

10


Austrian musician and artist Christian Schwarz lives in the Netherlands. He is part of the transhumanist collective ILAR. Their interests span from analysing and reconstructing closed signal loops, to rule-based compositions, to harsh noise performances. After having quit every education he ever enrolled in, Christian somehow found him-self at the ArtScience Interfaculty in The Hague. There he currently works on a musical score for non-musical instruments as the result of a year-long mathematical research apart from working on his research on “Multimentary Cellular Automata” where he highlights the possibilities of a computational universal com-position.

11


We are not Romantic Andrés Þór Þorvarðarson og Rakel Andrésdóttir Hættu með mér Dump me Hljómsveitin We Are Not Romantic munu flytja epískan partý-tónleika-gjörning á Plan-B í ár. Þema tónleikanna verður, ástarsorg og partý sem á oft svo vel saman. Gjörningurinn mun innihalda búninga, partýsprengjur og falskan söng með innlifun. Sviðsmyndin verður heimagerð og undirstrikar tilfinningar hljómsveitarinnar til ástarinnar. Þau munu berskjalda sig, bera sig, gráta á klúbbnum og dansa til að gleyma. Á tónleikunum munu þau frumflytja nýtt efni en einnig spila eldri slagara sem allir ættu að hafa gaman að. Markmiðið er að áhorfendur komi með þeim í ferðalag í rússibananum sem ástin er. We are not Romantic er gjörninga hljómsveit sem er skipuð af Andrési Þór Þorvarðarsyni og Rakel Andrésdóttur. Þau eru bæði útskrifuð frá Listaháskóla Íslands, Rakel frá myndlistarbraut og Andrés úr tónsmíðum. Hljómsveitin leggur mikla áherslu á ýkta, myndræna og fyndna sviðsframkomu bæði á tónleikum og í tónlistarmyndböndum sem þau hafa gefið út. Tónlistinni má lýsa sem skemmtilegri popp teknó músík. Mikil áhersla er á textagerð og fjalla lögin einkum um sambandsslit, ástina, sorgina og tilfinningar. Bandið fjallar einnig um hluti eins og jólin og tilvist drauga.

12


English The band We Are Not Romantic will perform an epic party concert performance at the Plan B Festival this year. The theme of the concert is heartache and party, the perfect combo. The performance will include extravagant costumes, party bombs and intense bad singing. The stage design is about to be homemade and will highlight the feelings the band members have about love. They will be vulnerable, they will take off some clothing, they will cry and they will dance enough to forget. At the concert they will perform some new material but also play some older bangers that surely everyone is going to love. The goal is to get the audience to take a ride on the rollercoaster of what love is. We Are Not Romantic is a performance band formed by Andrés Þór Þorvarðarson and Rakel Andrésdóttir. They both graduated from the Icelandic University of the Arts. Rakel from Fine Arts and Andrés from Music Composition. The band focuses on a very exaggerated, visual and fun stage presence both on stage and in music videos the duo has released. Their songs mainly revolve around breakups, love, sadness and emotions. They also sing about other things like Christmas and the existence of ghosts.

13


Guðrún Vera Hjartardóttir

Blátt plan: Áminning um elstu verur jarðar Blue plan: A reminder of Earth’s oldest creatures. Ef listin er systir frelsisins, eins og skáldið og heimspekingurinn Friedrich Schiller sagði, þá skil ég sem svo að list og frelsi spretti af sama stofni. Manneskjan, samkvæmt Schiller, er í sinni fullkomnu mynd þegar hún leikur sér. Í leiknum kvikna ævintýrin, fantasían og skáldskapurinn. Þar finnur hún líka frelsið. Markmiðið með gjörningum er að leita uppi þetta frelsi, leika sér og leitast við að vera þessi manneskja sem Schiller talar um. Gjörningurinn Blátt plan: Áminning um elstu verur jarðar, er einskonar sjónrænt hreyfi- kórverk þar sem þátttakendur stilla saman strengi sína eins og fiskar í fiskitorfu. Verkið er ákall eða tilraun til að eiga í kosm skum hreyfi- og hljóðsamskiptum við móður jörð og hleypa hrynjandi í samstarf manna og jarðar. Þátttakendur Guðrún Vera Hjartardóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Logi Garpur Másbur, Finnur Kaldi, Sigrún Valgeirsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Benedikt Ingi Ingólfsson Guðrún Vera Hjartardóttir lauk námi frá skúlptúrdeild við Myndlista- og handíðaskólann árið 1991 og BA gráðu frá fjöltæknideild við AKI - Akademie Voor Beeldende í Hollandi árið 1994. Hún er jafnframt með MA gráðu í myndlistarkennslu frá Listaháskóla Íslands auk sérmenntunar í uppeldis- og kennslufræði Rudolfs Steiner. Vera býr í Reykjavík en hefur áður búið í Hollandi og New York. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi í yfir 30 ár, sýnt víða um Ísland, Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Í list sinni leggur Guðrún Vera áherslu á skúlptúr, innsetningar og gjörninga og trúir því að list hafi heilunarmátt.

14


English If art is the sister of freedom, as the poet and philosopher Friedrich Schiller said, then I understand that art and freedom arrive from the same stem. The human being, according to Schiller, is in its perfect form when he, she and it is playing. Playfulness ignites adventure, fantasy and fiction. There the human being also finds freedom. The goal of the performance is to seek out this freedom, play and strive to be the person Schiller is talking about. The performance Blue Plane: A Reminder of the Earth’s Oldest Creatures is a kind of visual movement - choral work in which participants align their strings like fish in a fish pond. The work is an attempt to engage in cosmic movement and sound communication with Mother Earth and find rhythm in human-earth cooperation. Participants Guðrún Vera Hjartardóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Logi Garpur Másbur, Finnur Kaldi, Sigrún Valgeirsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Benedikt Ingi Ingólfsson Guðrún Vera Hjartardóttir (b. Reykjavík 1966) graduated from the sculpture department at The Icelandic School of Arts and Crafts in 1991 and has a BA degree from The Mixed Media department at AKI - Akademie Voor Beeldende Kunst in the Netherlands in 1994. She also has an MA degree in art education from the Iceland Academy of the Arts and has specialized in pedagogy of Rudolf Steiner. G.Vera lives in Reykjavík but has previously lived in the Netherlands and New York. She has been active in the field of art for over 30 years, exhibiting around Iceland, Europe, the United States of America and Asia. In her art, Guðrún Vera emphasizes sculpture forms, installations and performances. She believes that art has healing power.

15


Auðunn Kvaran

Hin endalausa sturta lífsins The Open World Shower Experience Í daglegu lífi hagar manneskjan sér mjög svo samkvæmt umhverfi sínu. Ákvarðanir varðandi hversdagslega hluti og gjörðir eru teknar, byggðar á umhverfi einstaklingsins. Til dæmis gæti manneskja sem á óþægilega eldhússtóla vanið sig á að drekka morgunkaffið sitt í sófanum frekar en inni í eldhúsi. Hér hefur umhverfi einstaklingsins mótað líf einstaklingsins með því að spila hlutverk í því hugsanaferli sem á sér stað fyrir ákvarðanatöku, án þess þó að einstaklingurinn átti sig endilega á því. Þó þetta séu ekki stórar ákvarðanir einar og sér þá safnast þessir hlutir saman og skilgreina að miklu leyti einstaklinginn þegar á heildina er litið. Hin endalausa sturta lífsins inniheldur ýmsar vangaveltur í formi skúlptúra sem minna á hluti úr daglegu lífi, nánar tiltekið hluti úr baðherbergjum fólks. Skúlptúrarnir eru unnir út frá ýmist litum, formum, efnivið eða hljóði kunnuglegra hluta, en hafa fengið að taka á sig nýja mynd. Þeir skapa þannig nýtt umhverfi fyrir áhorfendur til að spóka sig um. Hin endalausa sturta lífsins skoðar þannig hvernig lítil smáatriði í nærumhverfi okkar geta haft stórtæk áhrif á líf okkar þegar á heildina er litið, og hve ólíkt líf okkar væri ef þessi smáatriði væru öðruvísi í eðli sínu. Í gegnum kunnuglega hluti, efni og form velta verk Auðuns oft upp spurningum um lífið, tilveruna og hlutverk mannfólksins í þessum heimi. Með verkunum fæst þessum spurningum ekki endilega svarað heldur fá þær að hringsólast í kring um hvora aðra og velta hinum ýmsum viðfangsefnum upp á nýjan hátt. Auðunn útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2020.

16


English A person behaves according to their environment. Decisions regarding everyday objects and actions have been made based on a person’s immediate surroundings. For example, a person who has uncomfortable dining chairs might drink their morning coffee on the couch rather than in the kitchen. Here the person’s environment that even though slightly, has affected the person’s life by playing a part in decision making without the it’s awareness. This is only a minor decision but when we look at the bigger picture, we start to see how important the slightest details around us can affect our day to day actions. The Open World Shower Experience includes various ponderings manifesting through the form of sculptures that remind us of familiar objects from everyday life, specifically from our bathrooms. The sculptures are based on either colors, forms, materials or sounds from familiar objects but have been given a new point of view which creates a new environment for people to wonder about. The Open Word Shower Experience investigates how tiny details in our environment can have major effects on our lives when we look at the bigger picture, and how different our lives would be if they were only slightly changed. Through works based on familiar objects, materials and form Auðunns often raises questions about life, existence and people’s role in this world. These questions aren’t answered in a definitive way, but are given to loosley circulate around each other and contradict one and all to get you to note a broad array of subjects from a new viewpoint. Auðunn graduated in 2020 with a BA degree in Fine Arts from the Icelandic University of the Arts.

17


Páll Ivan frá Eiðum Lítið mál Easy peasy

Málverkin eru oftast litrík en að öðru leyti eru þau fjölbreytt. Kisur, voffar, stöku fólk, abstrakt, gervi upplýsingar, sögur, ímyndaðir tölvuleikir, þráhyggjukrot, tölvur, rafeindabúnaður, sorg og grín. Allt má. Páll Ivan frá Eiðum er tilraunatónskáld og tónlistarmaður sem byrjaði að mála málverk þegar hann hætti að geta hugsað almennilega. Hann hefur nú endurheimt getuna til að hugsa en ætlar sér þó ekki að hætta að mála þrátt fyrir það. English The paintings are mostly colorful but in general they are quite diverse. Cats, dogs, people, abstract, broken algorithms, fake information, stories, imaginary computer games, obsessive scribbling, computers, electronics, sadness and jokes. Everything is allowed. Páll Ivan frá Eiðum is an experimental composer and musician who started painting when he stopped being able to think properly. He has now regained his ability to think but does not intend to stop painting.

18


19


Romain Causel Stranded

„Stranded“ er útivistarbúnaður sem snýst um frekar einföldu hugtaki. Röð svartra og hvítra mynda er prentuð á blöð úr stáli með stenslum þar sem gegnsætt lakk er notað í stað málningar. Með tímanum byrjar stálið að ryðga í kringum myndina svo eftir stendur tvílit mynd en ryðið virkar sem dökkt litbrigði til móts við lakkið. Romain er heillaður af hugtakinu hræ, hvort sem um er að ræða í byggingarlist, af dýri, eða um gamla yfirgefna hluti. Á Plan B sýnir hann myndir af skrokkum sem finnast meðfram ströndum landsins og speglar þær í tíma og óreiðu umhverfisins, fagurfræði iðnaðarins og sambandi mannsins við úrganginn sem hann skilur eftir sig. Roman Causel er ungur franskur listamaður sem býr nú í Reykjavík og útskrifaðist nýlega með meistaragráðu í myndlist frá LHÍ. Hann vinnur innsetningar í blandaða miðla, aðallega í skúlptúr, ljósmyndun og vídeólist þar sem hugmyndafræði tíma, óreiðu, fáránleika og vinnuaðferðinni ‘geri-það-sjálfur’ hefur yfirhöndina. English Stranded is an Outdoor Installation Revolving around a rather simple concept. A series of black and white photos are printed onto sheets of raw steel, using stencils. Transparent varnish is used instead of paint. With time, the steel will start rusting in the area where the varnish isn’t applied, rendering bi-chromatic pictures where the rust acts as dark shades. Romain is fascinated by “carcasses”, whether architectural, animalistic, or old abandoned objects. In this work, he chose photos of carcasses found along the coast of Iceland. It is a reflection on time and the entropy, post-industrial aesthetics, and our relationship with the wastes left in the environment. Romain Causel is a young French artist currently living in Reykjavík and recently graduated with a Master of Fine Arts. His work often takes the form of mixed-media installations, mainly sculpture, photographs, and video. In his artistic approach he is interested in notions related to time, entropy, absurdity, and DIY.

20


21


Brák Jónsdóttir Blendingar Hybrids

Tilfærsla lífs af grónum stað, á spennuþrunginn vettvang blætis. Hægur vöxtur innan fangaðs veruleika. Ögrun þess að fanga frjálsar nautnir á mörkum unaðar og sársauka. Ferlið er innblásið af blætishneigð og holdlegri rannsókn á sambandi mannfólks og náttúrulegra kerfa. Skúlptúrarnir búa yfir blygðunarkenndri spennu milli yfirráða og undirgefni, sársauka og unaðar. Kynorkan, meðhöndlun umhverfisins og óleysanleg eining manngerðra og náttúrulegra forma, þoka áður, greinilega afmörkuð skil milli náttúrulegs og gervis og skapa þannig nýjan veruleika. Með skerandi ofbirtu í auga má greina köld búr. Búrin hamla flæði efnis en hvetja flæði hugans í blendnar hugsanir. Í líkömum blendinga býr rotnandi líf, tími sem leiðir rjóða kynóra úr dýpstu fylgsnum hugans. Listamaðurinn er leikfélagi jarðarinnar og gerir tilraun til að tengjast henni á svipaðan hátt og við gerum í okkar nánustu ástarsamböndum. Menning og náttúra renna saman í eina órofa heild og leggja þannig áherslu á veraldlegt margfeldi manneskjunnar og gagnkvæm tengsl hennar við hið meira-en-mennska. Tilfinningaleg hughrif og vísindaskáldskapur þar sem líffræðileg fjölbreytni er kjarninn, opna dyr að heimi þar sem náttúru- og gerviefni stökkbreytast í óafmarkaðar verur, blendinga. Verk Brákar, Blendingar fjalla um mátt berskjöldunar og upphefja gagnkvæm tengsl mannfólks við jörðina. Verkið opnar dyr að heimi þar sem við getum dælt váhrifum út í fyllstu útlínur líkamans og svo ennþá lengra... blætt saman við viðfangið og berskjaldað okkur. Í ferlinu kannar Brák lífsform og lífverur. Í rannsóknum sínum nálgast hún kink og blæti og skoðar sambönd mannfólks og náttúrulegra kerfa á grundvelli yfirráða og undirgefni, sadisma og masókisma. Verk hennar samanstanda af roðandi spennu milli sársauka og unaðar, náttúrulegra og manngerðra efna.

22


English Displacement of lifeforms from a lush environment, to a tense scene of the fetishistic. Slow growth of decay within a captured reality. The provocation of capturing the pleasure of release on the verge of thrill and pain. The material essence of these works is inspired by kink and sensuous research into the relationship between humans and naturally occuring systems. A blushing tension between domination and submission, pain and thrill envelop the sculptures. Here, erotic energy, the handling of the environment and the insoluble unity of man-made and natural forms blurr the once clearly delineated boundary between the natural and the artificial. They create a new reality. Searingly exposed eyes detect cold clammy cages. Cages inhibit the flow of material but encourage the flow of the mind into hybrid thoughts. In the body of hybrids lives a life of rot: an ephemeral state of mind that leads to fantasies of the deepest recesses of the mind. The artist is a playmate of the earth and makes an attempt to connect with it in a similar way as we do in our most intimate relationships. Human culture and nature merge into one inseparable whole, thus emphasizing the worldly multiplicity of humanity and its mutual connection with the more-than-human. Raw emotion and science fiction, where biodiversity is the core, open a door to a world where natural and synthetic materials mutate into unlimited beings: hybrids. Brák’s work addresses the power of vulnerability while recognizing and embracing the interdependence and connection humans have with the earth. Let’s expand and play! In her work, Brák explores life forms and organisms. Her approach is oriented towards the creative and earth based side of kink, exploring our relationship with the earth in terms of domination and submission, sadism and masochism. Her works are often a blushing tension between pain and pleasure, natural and manmade materials.

23


Eva Sigurðardóttir Á þessari stundu og svo At this moment and then

Eva nálgast list sína með mannfræðilegu sjónarhorni sem og innsæi í samskiptum. Meginþemu hennar eru mannleg hegðun, rými og tilfinningar. Hún rannsakar rými; andrúmsloft þeirra, arkitektúr, hlutverk, þýðingu og ásetning. Hún skoðar hvernig mannslíkaminn kallast á við rýmið og hvernig hægt er að kortleggja það. Hvernig umbreytir líkaminn rýminu, hvernig er líkaminn rýmið, hvernig bregst líkaminn við rýminu — allt viðbrögð. Lokaútkoman er yfirleitt innsetning í rými með hljóðlátri, yfirvegaðri og performatívri nálgun í bland við óhefðbundna miðla, t.d. alls kyns límband. Eva Sigurðardóttir er íslensk listakona búsett í Reykjavík. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði og útskrifaðist úr skúlptúrdeild Konunglegu listaakademíunnar í Haag í Hollandi sumarið 2020. Eva tók önn í skiptinámi við Marmara háskólann í Istanbúl í Tyrklandi árið 2019. Eva er aðstoðarritstýra Flóru útgáfu og meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.

24


English Eva approaches her interdisciplinary practice with anthropological perspective as well as intuitive communication. Her main themes are human behaviour, space and emotions. She explores spaces; their atmosphere, architecture, role, meaning and intentions. She investigates how the human body interacts with the space and how to map the space. How to transform the space, be the space, react to the space -- site responsive. The final result is often installation with quiet, empathic and performative aspects mixed with sidelined material, such as tape. Eva Sigurðardóttir is an Icelandic visual artist based in Reykjavík. She was born and raised in Siglufjörður and graduated from the sculpture department at The Royal Academy of Art in The Hague, the Netherlands in 2020. She did an exchange semester at Marmara University in Istanbul, Turkey in 2019. Eva is an editor at Flóra publication and one of the organiser of Druslugangan (e. the SlutWalk)

25


Daníel Ágúst Fjarverandi nærvera Absent Existence

Möguleiki sólarinnar til að gjörbreyta rými og upplifun okkar á því er sú grunnhugmynd og tilfinning sem unnið er með í verkinu Fjarverandi nærvera. Verkið byggir á því að fanga það augnablik við sýningaropnun er sólin skín hvað sterkast inn um glugga rýmisins og koma því í fast form. Verkið leggur mikið upp úr nánu samtali við sýningarsalinn og rýmið sjálft. Með nákvæmu þrívíddarmódeli og sólarútreikningum er fyrirhuguð staðsetning sólarljóssins áætluð. Sú spurning liggur þó fyrir hvenær, eða hvort, ljósbrotin munu hitta á sinn áætlaða stað yfir sýningartímann. Umfangsmiklir skúlptúrar og innsetningar Daníels Ágústs eru unnir með aðferðum og efnivið sem vísar í iðnað og arkitektúr. Verk hans reyna gjarnan á þekkingu áhorfandans á umhverfi sínu þar sem rýnt er í tengsl milli skilnings og skilningsleysis. Daníel Ágúst útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020. English The sun’s ability to both transform a space and our experience of it is the fundamental idea and feeling explored with the work Absent Existence. The work is based on capturing the moment during the exhibitions’ opening when the sun shines the brightest through the window of the space and visualises it into solid form. A close collaboration with the exhibition space and its architecture is a fundamental part of the work. With a precise three-dimensional model and solar calculations, the planned location of the sunlight is estimated. The question is, however, when or whether the refractions will meet at their expected location during the exhibition. Daníel Ágúst’s extensive sculptures and installations are made using methods and materials that refer to industry and architecture. His works often test the viewer’s knowledge of their environment, where the connection between understanding and lack of understanding is examined. Daníel Ágúst graduated with a BA degree in fine art from the Iceland Academy of the Arts in 2020.

26


27


RebelRebel Ýta! Push!

4 rása video verk og hljóðverk. 4 channel video and sound piece.

Í yfirgefnum skemmtigarði í Seoul, Suður Kóreu, brugðu gjörningalistamennirnir Ragnheiður S. Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson á leik. Yfir 30 stiga hiti úti og illa skóuð, reyndu þau hvað þau gátu að koma ónýtum tívolítækjum af stað án viðunandi árangurs. Þegar upp var staðið náðu þau bara að skapa örlitla hreyfingu, brotabrot af því sem geta tækisins var þegar það var í sínu besta ásigkomulagi. Þessi gáskafulli gjörningur er áminning um að öll kerfi, hvort sem þau eru efnahagsleg, fagurfræðileg, hernaðarleg eða vísindaleg. Hvort sem þau þarfnast á endanum ódýrs vinnuafls eða manneskjur sem framkvæma og endurtaka gjörðir sem virðast merkingarlausar án samhengis. Öll samfélög og kerfi krefjast á endanum vinnuafls, jafnvel glettið og kjánalegt gaman byggist á blóði og svita þeirra sem aldrei fá að sjá gylltu vagnana sem fljúga um himinloftin. Njóttu vel, Bezos, við höldum vélunum gangandi þó þú hafir yfirgefið okkur og haldið út í geim. RebelRebel er íslenskt gjörningatvíeyki skipað listamönnunum Ragnheiði Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni. Þau hafa framið gjörninga á listasöfnum og galleríum, og sýnt dansverk á sviðslistahátíðum heima og erlendis. RebelRebel á í reglulegu samstarfi með Onirisme Collective, sem er skipað listamönnum víðsvegar að úr heiminum, og rannsakar list í draumheimum.

28


English In an abandoned amusement park in Seoul, South Korea, the performers Ragnheiður S. Bjarnarson and Snæbjörn Brynjarsson started to play. In over 30 degrees Celsius with bad shoes, they tried their best to get to the old roller coasters running without satisfactory results. This playful performance is a reminder that all systems; economic, aesthetic, military and scientific, after all so far rely on cheap human labour, which consist in monotonous and repetitive tasks which seem meaningless without a larger context. All societies and their systems demand the sacrifice of labour and in the end, even goodhearted and silly fun rests on the toil of sweaty masses which never even get to witness the golden carriages rushing across the sky. Have fun Mr. Bezos, we will keep the machines running even though you have left us for adventures in outer space. RebelRebel is an Icelandic performance-duo and collaboration between Ragnheiður Bjarnarson and Snæbjörn Brynjarsson. They have created performances for museums and galleries, and performed at dance and theatre festivals at home and abroad. RebelRebel regularly collaborates with the Onirisme collective, which associate artists from several continents and explores art in dreamspaces.

29


King og Bong Vantar titil Title in English

King og Bong flytur tímabundið og í þetta sinn frá bílastæðagjaldi Reykjavíkur til sveitasælunnar í Borgarnesi. Listamannarekna rýmið hyggst koma sér fyrir á bílaplönum bæjarins og halda litla listviðburði. Framdir verða gjörningar, haldnir tónleikar og settar upp minni hljóðinnsetningar. Þar verða heimagerðir hátalarar og tónlist með því. King og Bong býður í partí og öllum er boðið! Komdu komdu, við verðum úti! Listamannarekna rýmið King og Bong hefur verið starfandi síðan í nóvember 2020 og hefur haldið allskonar viðburði á borð við myndlistarsýningar, gjörningakvöld, tónleika, afmæli og margt, margt fleira. Síðasta mánuðinn hefur King og Bong verið til húsa í rými Kling & Bang en nú herjar rýmið á Borgarnes og lofar góðu partýi! English King og Bong is moving temporarily but very this time from the really expensive parking fee city of Reykjavík to the country bliss in Borgarnes. The artist-run space intends to take over the parking of lots of the towns and host small art events that includes performances, concerts and sound installations. There will be homemade speakers and some good music with it! King og Bong invites everyone to a party! Come come, we will be outside! The artist-run space King og Bong has been active since November 2020 and has hosted events such as art exhibitions, performance nights, concerts, birthday parties and much more. In the past month King og Bong has been housed in Kling & Bang but now their journey is set on Borgarnes and they promise to everybody a good party!

30


31


Pedro Matias, Mathilde Renault, Tatiana Rosa (hug)hreyfikort - Forleikur (e)motional charting - Prelude

(hug)hreyfikort - Forleikur, er framhald heimildarannsóknar um kortlagningu (ör) líkamalandslags sem hugarfars. Í leit að endurnýjuðu vistkerfi fjallar hún um að framtíðarheimur magnist í gegnum skjáinn, þar sem þér er boðið „að líta í kring um þig, anda að þér, stækka og dragast saman taktfast þar til þú verður að mjúkum, sveittum steini sem berst út og daðrar við blómstrandi lituð ljósin“. Í verkinu sameinast myndmál ljóðrænum anda kvikmyndarinnar, texta og hljóði. Trans-myndefni verksins er þar með ætlað að koma af stað sálrænu ferli mismunandi gangverks löngunar í trans-líkamlegri upplifun þess. Pedro Matias er listamaður og rannsakandi sem rannsakar nýja strauma af óþekktum upplýsingum með blöndu margmiðlunar, gjörninga og gagnrýninnar hugsunar. Pedro reynir að einfalda ferli og styrkja með umhyggju stuðningsnet hinsegin fólk gegn óróleika og óstöðugleika og baráttu þeirra (mannlega og meira en mannlega) til pólitískra aðgerða og umbreytinga. Mathilde Renault notar blandaða tækni sem sameinar arkitektúr og myndlist í yfirgripsmiklum sviðsmyndum. Rannsóknarívaf verka hennar byggjast á vísindalegri og tæknilegri stórbyggingu sem mótar efni trans-yfirráðasvæða. Verk hennar byggjast á tilraunum á kortakerfum skynjunar ásamt því að þýða lífræn mannvirki í gögn. Tatiana Rosa er raftónlistar-, hljóð- og myndlistarmaður en rannsóknir hennar beinast að þýðingum milli miðla. Fyrir Tatiönu er list sem óreiða. Hún er gerð úr flóknu mynstri hrára mannlegra tilfinninga, þýðingarlausra tungumála og lita. Þessi fjölbreyttu tungumál og listform eru aðal kjarni verka hennar. Hugmynd og leikstjórn: Pedro Matias aðstoðarleikstjórn, myndataka: Mathilde Renault Smásjár myndataka: Pedro Matias Klipping: Mathilde Renault & Pedro Matias Texti og neðanmálstexti: Pedro Matias Þýðing miðlunar: Tatiana Rosa Hljóðsetning: Tatiana Rosa

32


English (e)motional charting - Prelude, is an iteration of a research on mapping (micro) bodily-landscapes as subjectivities, in search for regenerative eco systems. It proposes a future world amplified through the screen, where you are invited ‘to look around, inhale all the way, expand and contract rhythmically until becoming a soft, sweaty rock, insides out, flirting face off in the flowering coloured lights’. By combining imagery through the poetics of the cinematic gaze, textuality and sound, this trans material and trans-physical work hopes to trigger a psychosomatic experience based, with different dynamics of desire. Pedro Matias is an artist and researcher exploring new flows of alternative knowledge, in the intersectional space of audio-visuals, performance and critical thinking. Pedro attempts to facilitate fluid and caring supportive structures, as support of agitation and instability, always to empower the queer (human and more-than-human) potential for political action and transformation. Mathilde Renault is a mixed-media artist combining Architecture and Visual Arts in immersive scenographies. Her research based practice is anchored in the scientific and technological megastructures shaping the fabric of trans-territories. Her work speculatively explores sensory mapping systems while translating organic structures into data. Tatiana Rosa is a live electronics and audiovisual artist whose research focuses on intermedia translation. For Tatiana Rosa Art is a chaos. It is made of an intricate pattern of raw human emotions, untranslatable languages and colours. This array of languages and forms of art are the main core of Tatiana’s work. CREDITS work: Concept & direction: Pedro Matias Co-direction, camera: Mathilde Renault Microscopic camera: Pedro Matias Editing: Mathilde Renault & Pedro Matias Text & subtitles: Pedro Matias Trans-media translation: Tatiana Rosa Sound composition: Tatiana Rosa

33


34


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.