Page 1


Ritstjóri / Editor Ingunn Eyþórsdóttir Þýðandi / Translator Neil McMahon Listaverk og ljósmyndir / Artworks and images Rakel McMahon Hönnuður / Designer Adriana Pacheco

Sérstakar þakkir / Thanks to Adelina Antal Aldís Snorradóttir Antonia von Euler Hjördís H. Friðjónsdóttir Írena Sólveig Steindórsdóttir Loðfótur / Hairy Foot Neil McMahon Sigurður Davíðsson Þorvaldur H. Þorsteinsson Prentun / Printing Litróf Pappír / Paper Munken, 150 gr. Letur / Fonts DIN Pro Minion Pro © 2014 Höfundar / Authors Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti nema að fengnu skriflegu leyfi höfundar.

Hudiksvallsgatan 4 B Stockholm, Sweden naugallery.se

All rights reserved. No part of this book may be used or reproduced in any manner whatsoever without written permission from the author.

View of Motivation


Hugmynd fæðist í Hvalfirði Einhvern veginn atvikaðist það að ég fór að grennslast fyrir um myndlist. Og hverjum dettur eiginlega í hug að leggja slíka vitleysu fyrir sig? Áhugi minn á myndlist varð ekki til á einni nóttu. Aðdragandann má rekja aftur til kvöldstundar í Norðurmýrinni fyrir allnokkrum árum. Þar sátu til borðs tvær ungar konur. Önnur þeirra var ég. Hin var listakonan – Rakel McMahon. *** Við hittumst upphaflega á menntaskólaárunum. Fyrsta skóladaginn leit ég yfir mannhafið í einum stærsta menntaskóla landsins. Aldrei verið neitt sérstaklega mannblendin og áhugi fyrir öðrum menntskælingum frekar takmarkaður. Úr fjöldanum skar ein stúlka sig úr að mér fannst. Klæðaburður hennar gaf til kynna að hún færi ótroðnar slóðir þótt hún bæri hvorki melluband, hanakamb né húðflúr. Svipsterk stúlkan bar þess merki að eiga ættir sínar að rekja út fyrir landsteinana. Það kom líka á daginn að hún er írsk í aðra ættina og hálfsænsk í hina. Auk þess notar hún vinstri hendina í meira mæli en við hin. *** Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar að með okkur tókst vinátta. Um það leyti lagði Rakel McMahon stund á myndlist við Listaháskóla Íslands. Sjálf hafði ég gefið myndlistinni lítinn gaum, en alltaf verið litaglöð, heilluð af formum og hneigð til bóka. Á þessum tíma

vorum við báðar búsettar í Norðurmýrinni – gamalgrónu hverfi í miðbæ Reykjavíkur sem getið hefur af sér marga landskunna listamenn. Þetta var haustið 2007 og þennslan í samfélaginu gerði það að verkum að háskólanemar gæddu sér á hvítlaukristuðum humri í miðri viku. Hvort sem það var alúðlegt andrúmsloftið í Norðurmýrinni, humarátið eða eitthvað annað fór það svo að ég keypti mitt fyrsta listaverk af listakonunni eftir eina slíka kvöldstund. Þetta var fyrsta verkið sem listakonan seldi og því tilefni til að skála þegar kaupverðið var samþykkt. Á þessu augnabliki má segja að áhugi minn á myndlist hafi kviknað fyrir alvöru. Síðan eru ekki liðin mörg ár en vináttan hefur vaxið og aldrei borið skugga á. Myndlistin vex sömuleiðis og nú prýða verk Rakelar fleiri stofuveggi en í hrörlega steinhúsinu í Norðurmýrinni. *** Hugmynd að samstarfi okkar hefur verið að gerjast um nokkra hríð. Einn sólríkan dag um miðbik síðasta sumars vorum við staddar ásamt fjölskyldum okkar á heimili Rakelar og eiginmanns hennar í Hvalfirði. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir þann daginn og í minningunni var þetta eini sólardagur súldarsumarsins mikla. Í návist við ósnortna náttúru, óstýrilát börn með útsýni yfir fjörðinn stóra sem kenndur er við hvali hófst samstarf okkar í raun og veru. Skyggnið var ágætt, hugmyndin ekki svo fráleit og ég vel fáanleg í

verkið. Nokkrar ferðir í Hvalfjörðinn fylgdu í kjölfarið. Hrókasamræður eftir örlítinn hvítvínsdreitil stóðu yfirleitt lengur en til stóð. Sum þessara samtala eigum við varðveitt á upptöku en höfum ekki enn mannað okkur upp í að hlusta á þær. Stundum þurftum við að taka okkur hlé frá tæpitungulausu málæðinu til að Rakel gæti vitjað hananna sinna – og vökvað matjurtirnar. Ég nýtti hléin einna helst til klósettferða. ***

skapa og segja frá. Afrakstur samstarfs okkar er sýningin „View of Motivation“ sem opnuð verður þegar vorið kallar í Stokkhólmi. Verkið er viðleitni listakonunnar til að ramma inn hvatir karlmanna í hita leiksins. Þetta er fyrsta einkasýning Rakelar McMahon á erlendri grundu. Verkefnið markar einnig upphaf mitt í sýningarstjórahlutverkinu og hefur reynst mér mikill skóli. Látum nú verkin tala!

Þegar litið er yfir farinn veg, kemur í ljós að það er þetta áreynslulausa flæði sem einkennt hefur samstarf okkar og vináttu. Sköpunarkrafturinn krefst þess líka að við búum yfir framkvæmdagleði og magnþrunginni hvöt til að sigrast á því sem framundan er. Ég leyfi mér að fullyrða að yfir þessum kyngimagnaða krafti búi Rakel McMahon í mun meira mæli en flest okkar. *** Vangaveltur um vinnubrögð myndlistarmanna hljóta að vakna hjá hverjum myndlistarunnanda. Verklag þeirra, sem fást við skriftir er mér nokkuð kunnuglegt þótt það sé vitaskuld síbreytilegt. Sköpunarferli listamannsins verða hér gerð nokkur skil. Í því samhengi verður horft til hvatarinnar til hægðarauka; hvað knýr okkur áfram sem manneskjur í flóknum menningarsamfélögum þar sem hver dagur felur í sér fjölda athafna. Þannig fléttast saman í þessu verki óviðráðanlegar hvatir, þörfin til að

Reykjavík, 13. janúar 2014


Birth of an Idea in Whale Fjord For some reason or other it came about that I started to have these surmise about art, I mean, what sort of person exactly is it that gets the notion to pursue a career doing such a thing? My interest in art wasn’t something that came about overnight. It all began one evening some years ago in a quiet Reykjavik neighbourhood. Two young women sat at a table. One of them was myself, the other was an artist – Rakel McMahon. *** Our paths first crossed in senior secondary school. The first day of school I glanced round at the huge throng of noisy students in one of the country’s largest schools. I’ve never been especially outgoing and so my interest in my fellow students was rather limited. However in the midst of this mass of young people one girl stood out. The way she dressed conveyed the impression that here was someone who went their own way and that without having to resort to wearing loud jewelry or sport a mohawk or a tattoo. Her striking features suggested she must be foreign. And indeed it would emerge that she’s half Irish and quarter Swedish. In addition she’s more left-handed than the rest of us. *** However it wasn’t until quite sometime later that we became friends. By then Rakel was

studying art at the Icelandic Academy of Arts. As to myself, I gave art little consideration, other than a weakness for bright colours and a fascination for forms. My interest lay in books. At the time both of us lived in Norðurmyri, one of Reykjavik’s oldest neighbourhoods where some of the country’s best-known artists have lived. It was the autumn of 2007 and an economy where consumerism verging on the decadent meant that university students could regularly dine midweek on grilled lobster seasoned with garlic. Whether it was the cosy atmosphere in that old neighbourhood, the lobster dinner or something else, the outcome was that one evening I purchased my first work of art from this young artist. That was the first work that Rakel sold and so good reason to raise our glasses in celebration once a price had been agreed upon. It was at this point that my interest in art became serious. As the years went by our friendship grew. Art has also moved on since then and now Rakel’s work adorns considerably more walls than that one in a dilapidated stone house in Norðurmyri. *** The notion of us working together had been in the air for some time. Then one sunny day around the middle of last summer our two families met at Rakel and her husband´s home in Whale Fjord. The weather was exceptional, in fact it was the only sunny day

in what is now referred to in Iceland as the Great Rainy Summer. There in the midst of unspoilt nature and the laughter of children, and with a view out across the broad fjord whose name is associated with whales, our working partnership formally began. The view was amazing, the idea not at all bad and I was more than up for the project. *** Further trips to Whalefjord would follow. The conversations – usually preceded by a little white wine – frequently lasted longer than intended. Some of these conversations we’ve recorded but as yet I haven’t had the courage to listen to them. Sometimes we needed to interrupt these intense discussions so that Rakel could feed her hens and water her herbs. I on the other hand took advantage of the break to use the bathroom. *** Looking back, it’s this effortless flow to our interaction that’s the hallmark of our cooperation and friendship. Creativity demands that one has the energy and enthusiasm to put ideas into action and possesses the deep-seated longing to take on the challenges ahead. I can assure you that Rakel McMahon possesses these qualities to a far greater degree than most of us. ***

The working habits of artists must be something every art aficionado wonders about. The routine of writers I’m somewhat familiar with, though no doubt it varies considerably. I would now like to devote some attention to the creative process of the artist. In that context the focus will be on motivations, just what exactly it is that drives us forward as human beings in a complex cultural society where each day is comprised of a myriad of activities. At the same time woven together with this task will be urges, the urge to create and describe. *** The outcome of our cooperation is the exhibition “View of Motivation”, which opens this spring in Stockholm. The work is the artist´s attempt to frame men´s urges in the heat of the moment. This is McMahon´s first international solo exhibition. The exhibition also marks the beginning of my career as an curator, something that has been an amazing learning experience. But enough said, let the exhibition speak for itself!

Reykjavík, 13th of January 2014


„Af hverju notum við ekki bara hanann?“ Skyggnst á bakvið tjöldin Hvenær verða teikningar að myndlist og hvenær verður sá sem teiknar listamaður? Rakel McMahon myndlistarmaður segir að listamannsnafnbótina öðlist maður hjá sjálfum sér. Þessu til staðfestingar framdi hún gjörning þar sem hún fékkst við nafngiftina. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku og hefur verið samofinn henni alla tíð. Gríðarlegt magn af tískuteikningum – dregnar með vinstri hönd – liggja eftir hana frá unga aldri. Lengi vel lagði hún sig fram við að eignast önnur áhugamál, taldi sig hafa almennan áhuga á ferðalögum og dýrahaldi – eins og jú flestir. Síðar áttaði hún sig á því að myndlist væri í raun og veru vettvangur fyrir eitthvað miklu meira. Starfsvettvangur og lífsstíll í einum pakka – eða jafnvel skipsbrot eftir því hvernig á málið er litið. Að hennar mati er góður myndlistarmaður samkvæmur sjálfum sér, einlægur og óhræddur að framkvæma hugmyndir sínar. Sjálf sækir hún í kyrrðina við fjörðinn.

Áhuga fyrir dýrahaldi þróaði listakonan með sér nýverið þegar hún fékk sér sínu fyrstu hana. Eiginleikum hanans bregður líka fyrir í eigandanum. Árrisul og skyldurækin – sem hún er. Losum nú um málbeinið og fáum okkur latte!

Sýning verður til Knattspyrna sem félagsleg athöfn er viðfangsefni sýningarinnar „View of Motivation“. Hver var kveikjan að sýningunni? – „View of Motivation“ á rætur sínar að rekja til verksins (hu)Man_Utd sem sýnt var í Edinborg haustið 2011. Í verkinu hafði ég mikið verið að velta fyrir mér einkennisbúningum og ólíkri merkingu þeirra. Slíkum búningum fylgir oft ákveðin framkoma sem mótast af umbúðunum. Einkennisbúningar geta varpað ljósi á mannlegt eðli, valdastrúktúr og samfélagið. Útfærsla verksins var tilraun mín til að má út kyn og skilgreind hlutverk þeirra í samfélaginu. Verkið samanstendur af níu ljósmyndum af


mismunandi karlkynsfótum með lakkaðar táneglur. Titill verksins er tvíræður og vísar í enska knattspyrnufélagið Manchester United. Upp frá þessu fór ég svo að líta á knattspyrnu sem félagslega athöfn og sem myndlíkingu fyrir hvötina sem drifkraft einstaklingsins.

Spurningar um kynjaímyndir og staðalmyndir eru eins og rauður þráður í verkum þínum. Er það þinn vilji að verk þín þjóni sem einskonar innlegg í ýmis baráttumál tengd þessum málefnum? –Tungumál myndlistar gerir henni kleift að vera mjög diplómatísk. Hún hefur ekki þörf til þess að eiga síðasta orðið heldur er markmiðið að vekja upp spurningar. Góðar spurningar eru máttugar og geta flutt fjöll. Þær mun áhrifameiri en fyrirfram skilgreind svör.

Á hvaða tímapunkti listferils þíns fóru þessi viðfangsefni að fléttast inn í verk þín og hvað olli því? – Strax eiginlega! Samfélagið sem við búum í er þess valdandi að kynjaímyndir eru áberandi í verkum mínum. Kynjaímyndir einar og sér eru ekki endilega viðfangsefnið þó að þær sér yfirleitt á einhvern hátt viðloðandi. Úr verður einhvers konar bræðingur með samfélagslegri skírskotun.

Nakinn mannslíkami hefur ávallt verið vinsælt viðfang listheimsins. Nektin fer fyrir brjóstið á mörgum á sama tíma og hún trekkir að. Hefur þú fundið fyrir því að nektin og

kynjaímyndirnar í verkum þínum hafi aftrandi áhrif á [spéhrædda] áhorfendur? – Sumum þykja myndirnar mínar óþægilegar. Mér finnst merkilegt að myndirnar kalli fram ónotatilfinningu eða spéhræðslu í ljósi þess hversu vön við erum [mis] settlegri framsetningu á nekt í allri sjónmenningu okkar.

Samtal við áhorfendur skiptir þig miklu máli. Hvernig skynræna og sjónræna reynslu vonast þú til að áhorfendur öðlist með þátttöku sinni í þessari sýningu? Fer það fyrir brjóstið á þér þegar þessi samskipti fara á annan veg en þú býst við? –Ég geri hvorki kröfur né hef væntingar til áhorfenda. Samtal áhorfanda við verk mín eru eins og hversdagsleg samtöl tveggja einstaklinga. Ef kemestrían er sterk – þá verður samtalið smurt og gefandi. Að sama skapi verður samtalið þvingandi ef kemestrían er engin. Það er von mín að verkin eigi frumkvæði að því að taka í höndina á áhorfanda án þess þó að ég leitist við að þóknast. Þegar öllu er á botninn hvolft draga áhofendur sínar ályktanir sjálfir.

Sköpunarkrafturinn krufinn Skiptir umhverfið þig máli þegar þú vinnur? – Já, upp að vissu marki! Ég þarf að fá frið og næði til þess að komast í þann ham sem ég vinn best í. Þá virðist allt annað í umhverfinu hverfa. En þó að vitundin fyrir umhverfinu dofni þá eru allar manns hugsanir og hugmyndir háðar því.

Hver er mælieiningin á velheppnað dagsverk? – Velheppnað dagsverk er þegar samband mitt við verkið er eins og eldheitt ástarsamband. Ég get vart slitið mig frá því, hætti ekki að hugsa um það og hlakka til að hitta það aftur. Þegar þetta ástand varir tek ég verkin annars slagið heim af vinnustofunni til að hafa þau hjá mér og horfa á þau. Þessi hamskipti veita ákveðinn unað en slæmu dagarnir þjóna einnig sínum tilgangi.

Hún er enn veðurbarin eftir vetrarhörkuna en ég læt sem ekkert sé … – Maðurinn minn er tónlistarmaður og gaf mér eitt sinn ráð þegar ég kvartaði yfir framkvæmdarleysi á vinnustofunni. Hann sagði að erfiðu dagarnir væru jafnframt þeir mikilvægustu í vinnuferlinu. Þegar sá spölur er á enda tekur við skemmtilegasta ferli sköpunar – þegar maður sekkur sér í vinnu. Slæmu dagana má ekki vanmeta, heldur virða og hlakka til að takast á við þá. Þessi orð hans hafa verið mín einkunnarorð í vinnu!

Upplifir þú sköpunarstíflur líkt og rithöfundar? – Sköpunarstíflur þar sem ég get ekki skapað myndlist hef ég aldrei upplifað. Þegar ég var í listnámi upplifði ég mikið umrót gagnvart eigin verkum og hætti nánast alveg að teikna og mála. Að einhverju leyti spilaði umhverfið þar inn í. Ég steig út fyrir þægindarammann, sem í mínu tilfelli voru teikning og málverk, og fór að gefa öðrum miðlum gaum. Ég pældi


í videoverkum, hljóði og gjörningum. Þessi fjarlægð á upprunann gaf mér færi á að þroskast hugmyndafræðilega óháð miðlinum. Nokkru síðar átti ég endurfundi við teikninguna og málverkið. Þá var nálgun mín allt önnur en áður. Þessa togstreitu varð ég að yfirstíga með áframhaldandi sköpun. Gjörningaformið hefur líka komið mér í krefjandi aðstæður. Oft er ég óviss með útfærsluna en framkvæmi gjörninginn eigi að síður. Framkvæmd gjörningsins er ákveðinn vegvísir. Þar fæðist alltaf eitthvað forvitnilegt og forvitnin er drifkraftur sem leiðir mig í framkvæmdinni.

Svið án afmörkunar Hvers vegna heillaðist þú upphaflega af gjörningum? – Upphaflega heillaðist ég af gjörningum vegna þess að ég átti erfitt með að skilgreina þá. Ég gat með engu móti vitað hvað þeir voru eða voru ekki. Þeir ollu hjá mér miklum heilabrotum og gera enn. Ekki er til nein uppskrift að gjörningum enda hef ég aldrei getað farið eftir uppskrift. Möguleikar þeirra eru endalausir.

Nú vinnur þú verk þín yfirleitt í seríum.Viðfangsefnið er oft á tíðum einhver athöfn sem birtist út frá ólíkum sjónarhornum. Getur þú aðskilið það listræna ferli sem býr að baki málverki annars vegar og gjörningi hins vegar?

– Hér áður fyrr hélt ég þessum tveimur miðlum aðskildum en það á ekki lengur við. Núna nýti ég samtalið milli þessara miðla til þess að kanna mörk þeirra og viðfangsefnið mitt enn betur. Hvað listræna ferlið varðar þá er það á margan hátt ólíkt. Í teikningunni og málverkinu geri ég aldrei skissur heldur vinn í seríum sem saman mynda heild. Þannig næ ég flæði þar sem tími og rúm verða afstæð og svigrúm skapast til að þróa hugmyndir og verk. Ferli gjörninga er æði misjafnt. Ég vinn þá iðulega útfrá textum og teikningum. Vinnuferlið mótast gjarnan út frá framsetningu þeirra og umgjörð. Sumir eru látlausir í framsetningu á meðan aðrir eru hluti af íburðarmeiri innsetningu. Þá eru atriði líkt og hljóð, búningar og leikmynd farin að þjóna sínum tilgangi fyrir heildarásýnd verksins.

Hún leggur aukinn þunga í orð sín … – Óvissan sem fylgir gjörningum er athyglisverð. Aldrei er hægt að sjá fyrirfram hvernig gjörningurinn verður fyrr en hann hefur verið framkvæmdur. Áhorfendur og umhverfi geta haft mikil áhrif á hvernig listamaður upplifir eigin verk. Oft hrindir þetta samband af stað hjá mér ferli ígrundunar, vekur upp spurningar um eigið verklag og miðlun hugmynda til áhorfenda.

Telur þú að með gjörningum sé málverkið sett í stærra samhengi með auknu samtali/ þátttöku áhorfenda? – Gjörningar geta sett allt í stærra samhengi.

Sambandið sem myndast við áhorfendur þykir mér áhugavert. Hver og einn upplifir gjörning út frá eigin reynsluheimi þar sem fyrri vitneskja og bakgrunnur eiga sinn þátt í að móta upplifunina. Áhorfendur eru þátttakendur í mótun verksins og það er ekki fyrr en eftir að gjörningurinn hefur verið framkvæmdur að hægt sé að leggja mat á hann, túlka og skilja.

Fyrir einhverjar sakir hafa gjörningar nánast verið sniðgengnir í skrásetningu listasögunnar. Hvers vegna telur þú að umræðan um miðilinn sé eins lítil og raun ber vitni? – Það er mín tilfinning að umræða um gjörninga sé lengra á veg komin víða erlendis en hér á landi. Umræðan bankar ekki upp á hjá fólki að fyrra bragði. Nálgast þarf slíkt efni að eigin frumkvæði. Að mínu mati einkennist umræðan oftsinnis af klisjum, mýtum og einföldum skilgreiningum.

Hún virðist horfin í hugsanir sínar en heldur svo áfram … – Á margan hátt er þetta skylt samfélagslegri umræðu um femínisma. Ef fólk hefur ekki kynnt sér hugmyndafræðina nægilega vel verður það oft tilhneigingin að grípa á lofti það sem liggur á yfirborðinu. Sumir vilja líka bara rugga bátnum.

„Staring into the norm“ Víkjum þá að titlunum. Vísanir í vinsælan afþreyingariðnað og jafnvel auglýsingaheiminn eru áberandi í titlum þínum. Þá eru þeir gjarnan fylltir háði og kímnigáfan bíður átekta handan við hornið. Draga þessir titlar dám af persónuleika þínum eða eru þeir frekar vísun í það viðfangsefni sem er þér hugleikið þá stundina? – Hvoru tveggja! Titlarnir á verkum mínum gegna mikilvægu hlutverki. Þeir eru eins konar kynning á listaverkinu og innihaldi þess. Það hefur komið fyrir að titill verði uppspretta verks. Í verkinu „The Days of the Child Prodigy Are Over“ sem er samstarf mitt og ljóðskáldsins Bergþóru Snæbjörnsdóttur var það þessi tiltekna setning sem kveikti bálið.

Hvað setur tóninn og hvernig nær maður í andann? – Textar og setningar af flestum toga heilla mig og vekja áhuga minn á þann hátt að ég set hlutina í annað samhengi. Þannig hafa setningar orðið að titlum sem gefa tóninn fyrir verkið og unnið er út frá í vinnsluferlinu. Stundum eru það fyrri verk sem leggja línurnar fyrir ný verk og kalla á áframhaldandi tilraunir, úrvinnslu og útfærslur sem ekki var svigrúm fyrir áður.


Það er komið að ferðalokum. Sýningarstjóri vill á einhvern hátt koma einstökum listamanni í aðgengilegar umbúðir og spyr án mikillar umhugsunar, hver yrði titillinn á ævisögu þinni og hvert yrði myndefnið á bókarkápunni? – Titillinn væri „Staring into the norm“. Kápumyndin væri af mér og Loðfóti, hananum mínum.

Reykjavík, 2. janúar 2014


MT THER D UNK FEEDME ES F R NUDES DUDES ES „Textar og setningar af flestum toga heilla mig og vekja áhuga minn á þann hátt að ég set hlutina í annað samhengi. Þannig hafa setningar orðið að titlum sem gefa tóninn fyrir verkið og unnið er út frá í vinnsluferlinu.“

“I’m fascinated by all kinds of texts and sentences to the degree that I see things in a different context. As a consequence sentences have become titles that set the tone for a particular piece and become part of the work process.”


“Why don´t we just use the rooster?” A Peek Behind the Scenes Just when do drawings become art and when does the drawer become an artist? Rakel McMahon, artist, is of the opinion that the title artist is one that you bestow upon yourself. And to prove her point she did a performance dealing precisely with defining an artist. Her interest in art began as a child and it has been part of who she is ever since. An extensive collection of fashion sketches drawn with the left hand in childhood are witness to this. For a long time she attempted to find other interests, tried to convince herself that she was interested in travel and keeping a pet – just like most people. Later on she realized that art had the potential to be so much more. It could be a career and life-style all in one or indeed a source for failure, depending on how you look at things. In her opinion a good artist is honest and doesn’t hesitate to put their ideas into practice. As to herself, McMahon draws her inspiration from the peace and solitude of her home in the fjord. McMahon’s interest in keeping a pet took a

new turn recently when she acquired her first rooster. The characteristics of this male bird are certainly mirrored in its owner, i.e. an early riser and a strict dedication to duty. Let´s sit down and chat.

An exhibition is born Football as a social activity is the source of the exhibition “View of Motivation”. What was the trigger? – “View of Motivation” has its source in the work (hu)Man_Utd which was exhibited in Edinburgh in the autumn of 2011. In the work I was thinking a lot about uniforms and what they represent. Uniforms are often identified with a particular behaviour and can actually shed light on human behaviour, power structures and even society itself. My approach in this work was an attempt to blur gender definition in society. The work is comprised of nine photographs of individual men’s feet whose toenails have been painted.


The title of the work contains a double meaning or pun, the direct reference of course being to the English football team Manchester United. As a continuation of this I started to look at football as a social activity and as a metaphor for an individual’s motivation. A catalyst for propelling us forward.

popular subject in art. For many nudity can be a sensitive issue at the same time that it attracts attention. In your experience, does the nudity and gender issues in your work create a certain awkwardness or embarrassment amongst sensitive viewers?

Questions regarding gender roles and stereotypes are a common theme thoughout your work. Is your intention that your work in some way serve as a contribution to the debate on these topics?

– Some people find my work uncomfortable. Though I find it strange that works of art should generate feelings of discomfortment and embarrassment considering just how common nudity is in our visual culture today.

– The language of art is such that it can be extemely diplomatic. It doesn´t need to to have the last word, rather the intention is to raise questions. Good questions are powerful and can move mountains. Often they are far more influential than predefined answers.

At what point in your career did this theme become incorporated into your work and why was this? – Immediately, actually. The society we live in calls for gender images. However gender images per se are not the central subject matter though they are present in some way. The outcome is a mixture having social references.

The naked human body has always been a

Establishing a dialogue with the viewer is very important for you. What emotional and visual experience do you hope viewers will take away with them through your participation in this exhibition? Does it bother you when this interaction doesn´t turn out as you would have hoped or expected? – I make no demands on the viewer or have no expectations. The interaction between the viewer and my work is equivalent to an everyday conversation between two individuals. If the chemistry is there then the dialogue will run smoothly and be rewarding. On the other hand the interaction will be limited when the chemistry is lacking. I hope that the work can take the initiative by shaking the viewer’s hand though without me seeming to be patronizing. In the end the viewers draw their own conclusions.

Dissecting the creative energy Is your environment important when you are working? – Yes, up to a certain point. I need to have peace and quiet so as to be able to get into that frame of mind that I work best in. When that’s the case it’s as though everything around me disappears. And should the environment impinge in some way then one’s thoughts and ideas will be influenced by that.

What’s your idea of a good day’s work? – A good day’s work is when my relationship with the work is like a passionate love affair. I can hardly tear myself away from it, can´t stop thinking about it and can´t wait to be with it again. When the situation is like that I´ll sometimes take the work home from the studio so that I can look at it. This intensity gives one a certain pleasure, but even bad days can serve a purpose.

Weather-beaten after the ravages of winter but I simply pretend I don’t notice ... – My husband, who’s a musician, once gave me a piece of advice when I complained about how little I was accomplishing in the studio. He said that the difficult days were in

fact the most important ones in the work process. When the initial tedious preparatory work is done the most exciting part of the creative process takes over, i.e. when one gets to immerse oneself completely in one’s work. One shouldn’t underestimate the bad days, rather respect them and look forward to taking on the challenges they present. Those words of his have been my guiding light when working!

Do you ever experience artist’s block, just like writers do? – Creative block, when the creative juices have stopped flowing, is something I´ve never experienced. When I was an art student I had a lot of reservations about my own work and almost entirely stopped drawing and painting. To a certain degree the environment played a part in this. So I stepped outside my comfort zone, in my case drawing and painting, and started to work in other mediums. I experimented with video, sound and performance. This distancing from my roots gave me the opportunity to mature conceptually and be independent of the medium. Sometime later I renewed my old acquaintence with drawing and painting. Then my approach would be completely different to what it had been. This conflict I needed to overcome by continuing to be creative in some way. Performance art has also placed me in demanding situations


by the presentation of these and the frame I choose. Some will be quite simple in presentation, while others are much more complicated in production. In the latter, elements such as sound, costumes and props will play their part in the overall impact of the work.

There’s a depth of meaning to her words ...

artistically. Frequently I’ll have doubts about the presentation of a piece but will nevertheless push ahead and do the performance. The act of performing in a way provides one with a sense of direction. Something new and interesting emerges and curiosity is definitely a dynamic force in the artistic process.

A stage without limits What was it about performance art that first caught your interest? – Initially I was attracted to performance art because of my difficulty in defining it. I simply had no idea as to what it was or indeed wasn’t. It was a real puzzle and still is even. There’s no instruction manual for performance.

You usually do your work in a series. The

subject matter is frequently some event seen from different perspectives. Can you distinguish between the artistic process behind a painting on the one hand and performance on the other? – In the past I used to keep these two mediums seperate, but that´s no longer the case. Today I enjoy the dialogue between these two forms so as to better realize their limitations and in the process learn more about the subject matter. When it comes to the creative process, they’re actually in many ways quite different from each other. When drawing or painting I never do sketches but rather a series of images that combined form a whole. In that way I achieve a flow where time and space are relative and there’s room to develop ideas and a work. The process behind a performance can vary widely. Frequently I base my work on a text and drawings. The work process is often moulded

– The uncertainty associated with performance art is interesting. It’s never possible to know beforehand how the performance will turn out until it’s been presented. The audience and the environment can have a huge impact on how the artist experiences his or her own work. It’s often the case that this interaction sets in motion a process of exploration, raises questions as to one’s own work and the conveyance of ideas to the audience.

Do you think that through performance the painting is placed in a wider context through this additional interaction with the audience? – Performance has the ability to put everything in a broader context. The interaction established with the audience I find interesting. How one responds to a performance depends on our world of experience; such will influence how it impacts on us. The audience are participants in the shaping of the work and it´s not until the performance is over that one can evaluate, interpret and understand it.

For some reason performance art has been very much ignored when it comes to how it´s viewed by art history. Why do you think critical discussion about this art form has been so limited? - t’s my feeling that critical debate on performance art is more advanced elsewhere than here in Iceland. It’s not as though material on the subject is freely available. You actually have to seek it out. In my opinion the debate is all too frequently marked by cliches, myths and over simplfied explanations.

She seems to be lost in thought but nevertheless keeps going ... – In many ways this is similar to the debate in society concerning feminism. If people haven’t fully informed themselves on the ideology there’s the tendency to simply deal with superficialities. Some people sometimes just want to rock the boat.


“Staring into the norm” Let’s turn now to the titles of your works. References to popular entertainment and even the world of advertising are clearly discernible in your titles. They’re also heavily ironic and humorous. Are these titles a reflection of your own personality or are they rather stemming from the subject matter being dealt with?

ment and expansion that there wasn’t sufficient scope for earlier on.

It’s time to conclude. The curator would like to attempt to neatly package this unique artist; I’m therefore going to ask you, off the top of my head, as to what the title of your autobiography would be and what would be the image on the cover? – The title would be “Staring into the Norm”. While the image on the cover would be one of me and my rooster Hairy Foot.

– Both. The titles to my work play an important role. They serve as an introduction to the piece and its content. It’s even been the case that a title has been the source of a piece. In the work “The Days of the Child Prodigy Are Over”, a cooperative piece between myself and the poet Bergþóra Snæbjörnsdóttir, it was that particular sentence that was the inspiration for the work.

What sets the tone and how do you become inspired? – I’m fascinated by all kinds of texts and sentences to the degree that I see things in a different context. As a consequence sentences have become titles that set the tone for a particular piece and become part of the work process. Sometimes it’s a previous work that’s the source of a new one in that there’s a need for further experimentation, develop-

Reykjavik, 2nd of January 2014


Karlmenn gráta ekki Karlmenn og tilfinningar virðast ekki eiga samleið – karlmenn sem sýna tilfinningar sínar eða gráta eru taldir veikgeðja „kerlingar“ og ef þeir tjá öðrum karlmönnum væntumþykju á líkamlegan hátt hættir fólki til að tengja það við samkynheigð. Þetta er óheppileg afleiðing staðalímynda karla í samfélaginu þar sem þeir eiga að vera „karlmannlegir“ menn sem sýna ekki tilfinningar sínar. Samfélagið gefur sér að karlar séu ekki eins tilfinninganæmir og konur en eins og kunnugt er, er það ekki sannleikanum samkvæmt. *** Á knattspyrnuvellinum gilda aðrar reglur hvað varðar tjáningu karla á tilfinningum sínum og vakti það áhuga Rakelar McMahon þegar hún vann að röð verka sinna, View of Motivation. Knattspyrnulið er hópur „ofurkarlmannlegra“ manna sem hika ekki við að sýna tilfinningar og hlýhug hver til annars á leikvellinum. Þar má sjá kossa, faðmlög, flengingar ásamt ögrunum og öskrum.

Völlurinn er sannarlega hrærigrautur tilfinninga. Leikmenn fá tækifæri til að vera nánir öðrum karlmönnum og sýna tilfinningar sínar frammi fyrir stórum áhorfendahópi án þess að vera dæmdir. Tjáskiptin geta verið mjög líkamleg en ekki á kynferðislegan hátt heldur á hughreystandi máta. Þeir geta leyft væntumþykju í garð annarra karla að brjótast út sem annars er bæld utan vallarins. Um leið og leiknum lýkur snúa þeir aftur til sjálfsmeðvitundar. Þegar þeim finnst þeir vera orðnir of ástúðlegir við aðra karlmenn utan vallarins verða þeir, því miður, oft á tíðum óöruggir. *** Karlmenn geta verið tilfinningaríkir eins og konur og geta elskað vini sína á sama hátt og konur elska vinkonur sínar. En vegna ótta um að vera álitnir samkynheigðir þá tjá þeir sjaldan ástúð sína frjálslega. Ef karlar sýna hinsvegar fram á „ofurkarlmannleika“ hafa þeir óformlegt leyfi til að tjá sig ástúðlega. Þeir eru taldir svo ótrúlega karlmannlegir og fullir af testosteróni að jafnvel þó þeir kyssi félaga sinn á vellinum beint á munninn (sem gæti verið fordæmt ef það gerðist úti á götu) eru litlar líkur á því að fólk tengi það við að viðkomandi sé samkynheigður.

Það er áhyggjuefni þegar ástúðleg tjáning tilfinninga milli tveggja karlmanna er álitin merki um samkynheigð en það er álíka mikið áhyggju- efni þegar tengingin við samkynheigð er talin eitthvað til að skammast sín fyrir. Réttilega er oft rætt um neikvæðar staðalímyndir kvenna í samfélaginu en það má ekki gleyma körlunum því þeir eru einnig fórnarlömb staðalímynda sem er jafn mikið vandamál. *** Þetta er eitt af megin inntaki seríu Rakelar, View of Motivation. Í málverkunum sýnir hún leikmennina nakta og úr samhengi í heimilislegu umhverfi. Nektin gerir það að verkum að nánast andlitslausar fígúrurnar eru berskjaldaðar og sögusviðið virðist kynferðislegt. Sumir karlarnir klæðast háhæluðum skóm, sem lögð er áhersla á með rauðum hring, sem vísar í kvenleika og klæðskiptingu. Hún gagnrýnir staðalímyndir karla á gamansaman hátt með því að leggja áherslu á tengingu milli samkynheigðar og einlægrar væntumþykju meðal karlmanna sem brýst út í frekar fáránlegu sögusviði. ***

Rakel skoðar einnig áhorfendur fótboltaleikja. Það má líta á þá sem gægja (e. voyeurs) á tilfinningaríka og ástúðlega sýningu þar sem þeir verða á einhvern hátt þátttakendur. Aðdáendur fótbolta koma oft saman í stúkum fótboltavalla, á börum eða heimilum og þar á sér líka stað ákveðin losun tilfinninga. Fígúrurnar í þeim verkum eru naktar líkt og leikmennirnir og þær tjá einnig tilfinningar sínar. Áhorfandi málverkanna verður gægir á gægjana með því að fylgjast með þeim í sínum berskjölduðu aðstæðum. Aldís Snorradóttir, gallerý- og sýningarstýra í Þoku

Reykjavík, 26. janúar 2014


Men Don't Cry Men and emotions - an awkward combination indeed. Men who express their emotions or cry run the risk of being considered weak and effeminate and should they display physical affection for other men the gesture may very likely be interpreted as being homosexual. This is an unfortunate consequence of how society stereotypes men, with males being expected to be 'manly' specimens who keep their feelings well under wraps. Society works on the generally-held assumption that men are less emotional than women, but as we now know, this is a myth. *** But put men on a football field and the code of behaviour governing male emotional expression changes entirely. And that is what fascinated Rakel McMahon when creating her new series of works, View of Motivation. A football team is comprised of eleven men

who are the epitome of masculinity; yet they have no hesitation about showing their emotions and their affection towards each another on the pitch. There is kissing, hugging, bum slapping, jumping on each other, along with intense outbursts of aggression and screaming. It is a veritible whirlpool of emotions out there. Players have the freedom to be intimate towards team mates without it being misconstrued and they can openly display their emotions in front of thousands if not millions of spectators. While the gestures can be quite physical, they are intended to be reassuring and congratulatory and carry no sexual connotations. On the playing field men get to express affection that is considered taboo once they have left its confines. As soon as the final whistle is blown, self conciousness and embarrasment are the order of the day. When men catch themselves acting too affectionately towards other males off the sports field, they become insecure and feel the need to add the phrase 'no-homo' so as to clarify the non-sexuality of their gesture. *** Men have strong emotions and they care for their male friends just as much as women

care for their female friends, but because they fear being thought gay they seldom express their affection to them openly. When men display hyper-masculinity they are granted a licence to show affection. And because they are so über-manly and chockfull of testosterone, even though they were to kiss a fellow player on the mouth (which would be seriously frowned upon were it to happen on the street) there is never the slightest suggestion that they are gay. It is troublesome that male to male physical affection is often considered homoerotic and that men are overly sensitive to being seen as homosexual. The way society stereotypes women is frequently an issue, but men also find themselves caught in this predicament; they are equally the victims of gender stereotyping and it is no less problematic. *** This is one of the main themes in McMahon's series, View of Motivation. In her paintings the football players are taken out of context and portrayed naked in a domestic setting. The nudity makes the almost faceless figures vulnerable and the scenes have a sexual tone to them. Some even wear high-heeled shoes, highlighted with a circle, a reference to

femininity and transvestism. McMahon underscores male stereotyping in a humorous way by emphasizing the homoerotic aspect of male affection when found in a fairly absurd setting. *** McMahon has also looked at football spectators. They are in a sense voyeurs of an emotional and affectionate spectacle and are participants in a way. Football fans often gather to watch a game at a stadium, the pub or at home and in those environments there is also a definite cathartic release of emotions. The figures represented are nude, just like the football players, and are expressing their feelings. The viewer of these paintings therefore in turn becomes a voyeur of the voyeurs by observing them in their vulnerable state. Aldís Snorradóttir, gallery director and curator at Þoka

Reykjavik, 26th of January 2014


Um listamanninn Rakel McMahon fæddist í Reykjavík árið 1983. Hún lauk BA í myndlist og MA í listkennslufræði frá Listaháskóla Íslands, auk diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands. Rakel hefur komið að stofnun, skipulagningu og rekstri fjölda verkefna og viðburða á sviði menningar og listar, bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur hún haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Má þar nefna sýningar í Þoku, Kling & Bang og Sequences í Reykjavík, auk ýmissa samsýninga og samstarfsverkefna erlendis; þ.á.m. í Varsjá, Berlín, Edinborg, Kaupmannahöfn og Helsinki. Rakel er fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences listahátíðar í Reykjavík og situr nú í stjórn Nýlistasafnsins.

About the artist Rakel McMahon was born in 1983 in Reykjavík, Iceland. She graduated with a BA in Fine Arts and M.Art.Ed. from the Iceland Academy of the Arts and holds a diploma in Gender Studies from the University of Iceland. Her work has been exhibited at various places both in Iceland and internationally. These includes exhibitions in Þoka, Kling & Bang and Sequences in Reykjavík, as well as several group exhibitions and collaborative projects abroad; such as Copenhagen, Edinburgh, Berlin, Helsinki and Warsaw. In addition she has also organized exhibitions, artist-run spaces and other cultural events. McMahon is a former member of the artistic board of Sequences — real time art festival and is currently a member of the board of The Living Art Museum (NYLO).

Um sýningarstjórann

About the curator

Ingunn Eyþórsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1982. Hún lauk BA í félags - og fjömiðlafræði og MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi blaðamaður, en skrif hennar snúast fyrst og fremst um myndlist nútímans og menningu líðandi stundar. Hún var stofnandi og ritstjóri Konsthopp, vefmiðils um norræna myndlist og fyrrverandi meðlimur í Artíma gallerí, sem er sýningarrými rekið af listfræðingum í Reykjavík. Þá hefur hún komið að ýmis konar bókaútgáfu, ritstýringu og viðburðarstjórnun. Síðast starfaði hún sem ritstjóri og kynningarfulltrúi fyrir HönnunarMars 2014 en hátíðin er haldin árlega og er helsti kynningarvettvangur hönnunar á Íslandi.

Ingunn Eyþórsdóttir was born in 1982 in Reykjavik, Iceland. She holds a BA in Sociology and Media Communication Studies and MA in Practical Editorship and Theory of Publication from the University of Iceland. Since her graduation she has been working as a freelance journalist, specialized in culture and contemporary art. She was the founder and a co-editor of Konsthopp, a website about the Nordic visual art scene and a former member of Artima gallery, an exhibition space based in Reykjavik. Previously, she has worked in book publishing, as an editor and event manager. She was the editor and the local PR of DesignMarch 2014, Iceland’s most important annual design festival.


Knattspyrna sem félagsleg athöfn og vettvangur til samskipta eru viðfangsefni málverkaseríunnar View of Motivation eftir Rakel McMahon. Leikurinn, leikmenn og áhorfendur verða að myndlíkingu fyrir mun víðara samhengi; s.s. kynímyndir, kynhneigð og staðalímyndir. Í verkinu nýtir Rakel sér ljósmyndir af leikmönnum á leikvellinum og rýnir í líkamstjáningu og samskipti leikmanna. Rakel flytur leikmennina yfir í hlutlaust en jafnframt tvírætt samhengi. Þessi smávægilega breyting kúvendir upprunalegri ímynd leikmannsins sem breytir samtímis ímynd og hlutverki áhorfandans. Myndmál myndlistar og heimur knattspyrnu verða að snertifleti sem skapar núning og kemur með óhefðbundinn vinkil inn í jafnréttisumræðuna. Um leið og Rakel leitast við að afhjúpa samfélagslega orðræðu um kyn, kynímyndir og kynhneigð beinir hún sjónum okkar að viðkvæmum hvötum og mannlegum tilfinningum. Sýningarstjóri er Ingunn Eyþórsdóttir . Football as a social activity and a platform for communication is the subject of Rakel McMahon´s latest series of paintings, View of Motivation. The game itself, the players and spectators become a metaphor for a much broader interpretation on such issues as gender identity, stereo-typing and sexuality. In her work McMahon uses actual photographs of players in action on the football field, analyzing their physical expression and interactions with each other. By transferring actual moments on the field into a neutral setting the artist creates a highly ambiguous context. Through this shift McMahon utterly transforms the impression we have of football players as well as changing the role of the spectator. In McMahon’s work the imagery of art and the world of soccer meet and the resulting dynamic is a radical alternative and unexpected take on the gender equality debate. Simultaneously, McMahon seeks to draw attention to sociological discussion about gender, gender identity and sexuality and in so doing throw new light on sensitive human emotions and motives.

Motivation low res  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you