Page 1

Access Iceland Verður þitt fyrirtæki með árið 2012?


Efnisyfirlit Hvað er Access Iceland ........................................... 2 Hvernig fæ ég úttekt ................................................ 3 Hvað er innifalið í úttektinni .................................... 3 Merkin ...................................................................... 4 Hvers vegna að vera með......................................... 7 Vertu með í fyrirmyndarhópnum ............................. 8 Samvinna ..................................................................8 Aðgengi ehf ..............................................................9 Stuðningsaðilar ........................................................10


Hvað er Access Iceland? Aðgengismerkjakerfi Access Iceland er víðtækur gagnagrunnur sem skráir og birtir upplýsingar um mannvirki bæði innan- og utandyra sem og útivistarsvæði. Gagnagrunnurinn er sameiginlegur fyrir fleiri lönd, t.d. Danmörku, Svíþjóð og Möltu. Notendurnir geta valið að birta upplýsingar á 5 tungumálum. Eitt aðalmarkmið Aðgengismerkjakerfisins er að hjálpa sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum að vera sýnileg öllum, til að þeir sem þurfa á góðu aðgengi að halda viti hvar það er að finna. Annað er líka jafn mikilvægt; að veita fólki með fötlun upplýsingar um áningastaði og þjónustu svo það geti komist um og heimsótt staði með sem minnstum óþægindum. Séu hindranir til staðar þá eru þær fyrirsjáanlegar og getur þá fólk gert ráðstafanir til að yfirstíga þær. Access Iceland vefurinn er þar að auki mikilvægt tæki fyrir ferða- og ráðstefnuskipuleggjendur til að finna hentuga gisti-, áningar- og fundastaði.


Hvernig fæ ég úttekt? Fyrsta skrefið er að hafa samband við starfsfólk Access Iceland í s. 662 2674 eða með tölvupósti á info@accessiceland.is. Því næst er tilboð gefið annarsvegar í úttekt og hinsvegar í skráningu og áskrift að Aðgengismerkjakerfinu. Kostnaður við úttekt og skráningu fer eftir umfangi verkefnisins.

Hvað er innifalið í úttektinni? Úttekt fer fram á staðnum en skýrsla og kostnaðaráætlanir verða unnar hjá Access Iceland. Viðskiptavinurinn fær skýrslu senda á pdf formi og/eða senda í almennum pósti. Ef viðskiptavinurinn vill birta upplýsingarnar á vefnum verða þær skráðar inn á heimasíðu www.AccessIceland.is og birtar þar. Skýrslurnar eru mjög ýtarlegar og gefa yfirsýn yfir hvað þarf að bæta á hverjum stað, hvernig hægt er að bæta aðstöðuna og hvað það kostar. Nánari upplýsingar er að finna á www.AccessIceland.is


Merkin Aðgengismerkjakerfið byggist upp á 7 merkjum sem öll hafa lágmarksviðmið sem þarf að uppfylla til að aðgengi geti talist fullnægjandi. Lágmarksviðmiðin eru byggð á mannvirkjalögum, byggingarreglugerð og viðmiðunum sem hagsmunasamtök fatlaðra hafa sett sér. Bæði merkin og gagnagrunnurinn eiga uppruna í Danmörku. Foreningen Tilgængelighed for Alle (FTA) eru samtök sem stofnuð voru af Dansk Handicapforbund, Horesta og Visit Danmark. Skráningin birtist á heimasíðu Access Iceland með því að leita eftir tegund þjónustu eða nafni staðarins sem leitað er eftir. Skráðir staðir fá einnig afhent skjal/skilti til að hengja upp á staðnum, með merkjum í þeim flokkum sem lágmarkskröfur hafa verið uppfylltar eða loforð gefið um úrbætur. Ef lágmarkskröfum hefur ekki verið náð í einhverjum flokki þá er auður hringur í stað merkisins. Skráðir staðir birta einnig tengil á sinni heimasíðu beint í skráninguna. Benda má á að mjög einfalt er að uppfæra skilti sem og skráningu á heimasíðu um leið og úrbætur hafa átt sér stað og lágmarkskröfum náð.


Til að auðvelda skilning, mikilvægi og ímynd merkjanna höfum við fengið þjóðkunna einstaklinga með skerðingar til að vera ímynd merkjanna. Einnig er mikilvægt að ítreka að þrátt fyrir skerðingu er hægt að ná langt og láta drauma sína rætast. Jafnframt er gott að hafa í huga að skerðing er ekki alltaf sýnileg og því mikilvægt að bera virðingu fyrir öllum. Nánari útskýringar á merkjunum og hvað þarf til að uppfylla lágmarks aðgengi má finna á www.AccessIceland.is


Hvers vegna að vera með? Öll munum við einhvern tímann á ævinni finna á eigin skinni hvað gott aðgengi skiptir máli. Það getur verið þegar við erum úti að hjóla, með barnavagn, verðum gömul eða verðum fyrir slysi þannig að við búum við tímabundna skerðingu. 15.000 Íslendingar á aldrinum 18 til 67 ára eru metnir 75% örorkulífeyrisþegar eða meira. Þá er spurningin hvað með öll börnin og ungmennin sem eru með skerðingar og þá sem eru undir 75% viðmiðinu. Um 25.000 Íslendingar eru 67 ára eða eldri Yfir 60.000 Íslendingar eru með einhverskonar skerðingu Fjöldi fatlaðra á Íslandi, að meðtöldum vinum og aðstandendum, er a.m.k. 120.000 manns Gott aðgengi snertir um 100 milljónir Evrópubúa og samkvæmt skýrslunni “World report on disability” þá snertir gott aðgengi 15% jarðarbúa eða 1 milljarð manna. Það er okkar staðfasta trú að hægt sé að auðvelda fólki að ferðast um landið okkar og í hverju sveitarfélagi og bæjum fyrir sig með því að gefa áreiðanlegar og „up to date” upplýsingar. Þetta á við um hvort sem það eru Íslendingar eða erlendir gestir og styrkurinn liggur í því að gagnagrunnurinn er sameiginlegur öðrum löndum. Íslendingar geta til að mynda leitað upplýsinga um aðgengi í Danmörku á íslensku og Danir geta að sama skapi fengið upplýsingar um íslenska staði á sínu tungumáli.


Vertu með í fyrirmyndarhópnum! Nú þegar hafa 4 sveitarfélög gert samning við Aðgengi ehf um að skrá og birta upplýsingar í Aðgengismerkjakerfi Access Iceland. Fyrsta sveitarfélagið var Garður og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir að taka af skarið og sýna hugrekki í að skoða og skrá þessi mál. Hin sveitarfélögin eru

Akureyrarbær, Reykjanesbær

og

Reykjavíkur-

borg og bjóðum við þau velkomin í Aðgengismerkjakerfið Access Iceland. Ferðamálastofa hefur skráð 20 vinsæla ferðamannastaði víðsvegar um landið. Þjónustuaðilar innan Ferðaþjónusta bænda taka virkan þátt sem og aðrir aðilar í gisti-, veitinga- og hótelrekstri.

Samvinna Við gerum okkur grein fyrir að sveitarfélögin sem og fyrirtæki á Íslandi eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga er þó alltaf jafn mikið og kannski ekki síst núna þegar allir eru að keppast um sömu ferðamennina, hvort sem um Íslendinga eða erlenda ferðamenn er að ræða. Til að vel takist til er mikilvægt að hægt sé að kortleggja ferðalagið þannig að ekki sé of langt á milli áningarstaða. Þátttaka sveitarfélaga og fyrirtækja í Aðgengismerkjakerfinu er gríðarlega mikilvæg til þess að veita ferðafólki öryggi og ánægju á ferðalögum. Aðgengi að upplýsingum eykur einnig gæði daglegs lífs fyrir fólkið í landinu okkar.


Aðgengi ehf Aðgengismerkjakerfi Access Iceland er hluti af Aðgengi ehf. Auk skráninga í Aðgengismerkjakerfið býður Aðgengi ehf upp á ráðgjöf um aðgengi fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Ráðgjöfin felst meðal annars í teikningarýni fyrir hönnuði og sveitarfélög en miklu máli skiptir að aðgengismálin séu strax tekin inn í hönnunina því þá minka líkur á kostnaðarsömum breytingum seinna meir. Frumkvöðull og einn stofnenda Aðgengis er Harpa Cilia Ingólfsdóttir byggingafræðingur og ferlihönnuður, en fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 2005. Harpa var gift Jóhanni Pétri Sveinssyni heitnum, lögmanni og formanni Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Hún lærði byggingafræði, með áherslu á algilda hönnun (Universal Design) í Danmörku, til að hafa faglegan bakgrunn til ráðgjafar um aðgengismál. Fyrirtækið er nú þegar komið með veigamikla samninga um úttektir og skráningu. Loksins er möguleiki á að kortleggja ferðir hringinn í kringum landið, með tilliti til aðgengis, á einfaldan hátt, t.d. gisting, máltíðir og skoðunarferðir. Því jafnvel einfaldur hlutur eins og „á hvaða kaffihúsi eigum við að hittast?“ getur reynst þrautinni þyngri ef engar upplýsingar eru til staðar.

Tökum höndum saman og gerum Ísland aðgengilegt öllum!


Styrktaraðilar Nokkrir aðilar hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að koma verkefninu af stað. Aðgengismerkjakerfið Access Iceland hefur verið styrkt af:

Til að panta skráningu eða til að fá fleiri upplýsingar er bent á: info@AccessIceland.is eða síma 662 2674 og www.AccessIceland.is

AccessIceland  
AccessIceland  

Getum við komið til þín? Úttektir og skráning á aðgengisupplýsingum. Ítarlegar skýrslur um aðgengi í fyrirtækinu þínu.

Advertisement