Page 1

Garðar Grásteinn Fréttabréf sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ - 2. tbl. 45. árg. 2014

www.gardar.is

Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigþrúður Ármann

Kjósum laugardaginn 31. maí - þitt atkvæði skiptir máli!


Kæri Garðbæingur Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa ávallt lagt ríka áherslu á traustan fjárhag og ráðdeild í rekstri bæjarins. Traustur fjárhagur er undirstaða þess að hægt sé að veita bæjarbúum góða og fjölbreytta þjónustu. Allar þjónustukannanir sem við höfum látið framkvæma hafa leitt í ljós að Garðbæingar eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Í því sambandi má benda á að Garðabær hefur verið valið „Draumasveitarfélagið“ mörg undanfarin ár af tímaritinu Vísbendingu sem fjallar m.a. um efnahagsmál. Nú felast í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna fyrir komandi kjörtímabil rúmlega 90 fyrirheit sem við munum að sjálfsögðu uppfylla eins og við höfum ávallt gert. Fyrirheit okkar sjálfstæðismanna eru framsækin og metnaðarfull. Þannig höfum við viljað stjórna, með skýrri framtíðarsýn og markmiðum, sem eru tímasett með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni. Ég vil hvetja alla til þess að kjósa, nýta sér atkvæðisréttinn, merkja X við D á kjördag og veita okkur sjálfstæðismönnum áframhaldandi brautargengi við stjórn bæjarins til góðra verka fyrir „garðbæskt“ samfélag.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Öflugt félagsstarf Fjöldi félagsmanna í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar er orðinn 3000 sem er mjög svo ánægjuleg þróun og þakkarverð. Í gegnum tíðina hefur starfsemi félagsins verið öflug. Það eru spennandi ár framundan í Garðabæ. Garðbæingar eru orðnir fleiri er 14.000 og fer fjölgandi. Starfsemi félagasamtaka í bænum er mikil og blómleg og samstaða bæjarbúa til fyrirmyndar. Við erum ekki stórt samfélag en öflugt og getum með samheldni gert góðan bæ betri. Nú líður senn að kjördegi og hefur gífurlegt undirbúningsstarf farið fram í félögunum í Garðabæ en þau eru Sjálfstæðisfélag Garðabæjar, Huginn f.u.s. og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Þá vil ég einnig nefna starf frambjóðenda sem hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og frágang 2

á stefnuskránni sem hefur verið borin í öll hús í bænum á undanförnum dögum. Við sem stöndum að framboði Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ætlum að halda áfram því góða starfi sem fyrri bæjarfulltrúar hafa gert hingað til. Ég vil þakka þeim bæjarfulltrúum sem störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn kærlega fyrir þeirra framlag undanfarin ár. Ég vil að lokum þakka öllum sjálfboðaliðum úr stjórnum félaganna í Garðabæ, frambjóðendum og einstaklingum í félögunum sem hafa lagt á sig ómælda vinnu fyrir félagið við að gera kosningastarfið áhugavert og skemmtilegt. Eiríkur K. Þorbjörnsson formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar


Loforð og efndir á síðasta kjörtímabili 2010-2014 Fyrir síðustu kosningar lögðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fram 88 framsækin fyrirheit. Fyrirheitin voru metnaðarfull en raunhæf. Nær öll fyrirheitin hafa náð fram að ganga á því kjörtímabili sem er að líða. Sem dæmi um fyrirheit sem var lofað og hafa verið uppfyllt má nefna eftirfarandi: • Að viðhalda traustri og öflugri fjármálastjórn. Ársreikningar síðast liðin fjögur ár hafa staðfest að við það var staðið. • Haldnir verði reglulegir samráðs fundir með íbúum Garðabæjar um einstök mál. Hverfafundir með bæjarstjóra, málþing um skólamál og málefni eldri bæjarbúa, opnir nefndarfundir, kynningarfundir vegna skipulagsmála, reglulegir fundir með Grunnstoðum eru dæmi um fundi með íbúum Garðabæjar. • Aðgerðaáætlun við Lýðræðisstefnu Garðabæjar verði sett í framkvæmd. Það hefur verið gert. • Bæta samgöngur og tengingar innan bæjarins svo börn og ungmenni geti ferðast örugg milli bæjarhluta. Frístundabíll er nú valkostur fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu. • Tekinn verði í notkun nýr leikskóli í Ökrum. Það var gert og skólastarf hafið. • Lögð verði áhersla á að efla innra starf skólanna í samræmi við samþykkta skólastefnu Garðabæjar fyrir 2010-2014. Aðgerðaáætlun fyrir árin fjögur var skilað af skólunum og fræðslu- og menningarsviði. Aðgerðir yfirfarnar reglulega af skólanefnd og stjórnendum. • Unnið verði að bættum aðbúnaði við Hofsstaðaskóla í samræmi við þarfir skólans. Var gert með samtengdum stofum og samþykkt að hefja fram kvæmdir við viðbyggingu.

• Áfram verði unnið með friðlýsingu hraunelfunnar frá Búrfelli og niður til strandar við Gálgahraun. Friðlýsingin var undirrituð nýverið, þriðjungur af landsvæði Garðabæjar er nú friðaður. • Tekin verði skref í átt að aukinni flokkun og endurvinnslu á sorpi bæjarbúa. Pappírstunna var sett við öll heimili í Garðabæ. • Hvatapeningar verði í boði fyrir Garðbæinga á aldrinum fimm til átján ára og hvatapeningakerfið verði í áframhaldandi þróun. Kerfið hefur verið þróað með því að lækka og hækka aldur og nú er hægt að nota hvatapeninga á fleiri stöðum en áður. • Endurnýjað verði gervigras á æfingavöllum við Ásgarð. Nýtt gervigras var sett á æfinga- og keppnisvöll Stjörnunnar. • Nýtt hjúkrunarheimili rísi á Sjálandi sem tekið verði í notkun síðla árs 2012. Hjúkrunarheimilið Ísafold var opnað. • Íþrótta-, tómstunda- og félagsstarf eldri bæjarbúa verði eflt enn frekar. Námskeiðum hefur verið bætt við og stöðugildum í Jónshúsi fjölgað.

• Skipulag miðbæjar verði endur skoðað í ljósi breyttra aðstæðna. Það var gert, byggingarmagn minnkað og gamla Hagkaupshúsið stendur áfram. Framkvæmdir eru nú hafnar. • Áfram verði unnið að deiliskipulagi eldri hverfa. Deiliskipulag fyrir Flatir, Garðaholt, Silfurtún og Arnarnes var klárað. • Stofnaður verði hvatningarsjóður fyrir unga listamenn í Garðabæ. Hvatningarsjóður var stofnaður fyrir listamenn á aldrinum 15-25 ára. Út hlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. • Bókasafn Garðabæjar sinni veiga miklu hlutverki í bænum. Með stækkun bókasafnsins verði bóka safns- og upplýsingaþjónusta efld enn frekar. Bætt hefur verið við stöðugildum á bókasafni auk þess sem safnið hefur verið stækkað. • Áfram verði stutt við ýmiss konar menningarstarfsemi í formi styrkja og samninga þar að lútandi. Samningar hafa t.a.m. verið gerðir við Kvennakór Garðabæjar, Grósku og hljómsveitina Of Monsters and Men. • Sérstök úrræði verði fyrir atvinnu laus ungmenni og ungu fólki séð fyrir sumarvinnu. Öll ungmenni í Garðabæ hafa fengið vinnu á sumrin.

Nú gefa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ út rúmlega 90 fyrirheit sem birtast í stefnuskrá sem frambjóðendur hafa dreift í öll hús í Garðabæ. Þessi fyrirheit ætlum við að framkvæma á næsta kjörtímabili. Höldum áfram með það sem vel gengur.

3


Áslaug Hulda Jónsdóttir, 1. sæti

Sannfærð um kosti þess að geta valið Áslaug Hulda Jónsdóttir er bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Hún er formaður menningar- og safnanefndar ásamt því að sitja í skólanefnd FG. Að auki er hún varaformaður stjórnar Samtaka sjálfstæðra skóla, situr í stjórn Barnamenningarsjóðs og Viðskiptaráðs Íslands. Hún er menntaður grunnskólakennari og starfar sem framkvæmdastjóri. Hvað er svona gott við Garðabæ? ,,Veitum því athygli að flestar fréttir um málefni Garðabæjar eru góðar fréttir. Íbúarnir eru ánægðir enda er þjónustan við íbúana góð. Við leggjum mikla áherslu og kapp á að leik- og grunnskólarnir okkar séu eins góðir 6

og kostur er ásamt því að fjölbreyttir valkostir séu í boði í íþrótta- og tómstundamálum. Börn eiga að njóta fyrsta flokks þjónustu og foreldrar eiga að geta valið börnum sínum skóla, íþróttaog eða tómstundastarf við hæfi. Það sama á við um þjónustuna við eldri

bæjarbúa. Við viljum bjóða eldri bæjarbúum upp á fjölbreytt val og ólíka valkosti í allri þjónustu um leið og horft er til einstaklingsmiðaðra úrlausna. Ég er sannfærð um kosti þess að fólk geti valið, í stórum málum sem smáum. Það er mín einlæga sann-


Ég er sannfærð um kosti þess að fólk geti valið, í stórum málum sem smáum. Það er mín einlæga sannfæring að peningunum sé best varið hjá íbúunum sjálfum og þess vegna á valið að vera þeirra. Við eigum að halda fasteignagjöldum og útsvari í lágmarki. færing að peningunum sé best varið hjá íbúunum sjálfum og þess vegna á valið að vera þeirra og fasteignagjöldum og útsvari haldið í lágmarki.“

En hvað fleira skiptir máli? ,,Bæjarbragurinn skiptir mig miklu máli. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sýnir samkennd, samstöðu og jákvæðni með uppbyggilegu og framsæknu hugarfari. Þegar við ræðum bæjarbraginn kemur menningarlífið líka upp í hugann. Öflugt menningarlíf þar sem sköpunarkrafturinn er virkjaður og listsköpun efld hefur mikið gildi fyrir íbúa bæjarins. Við erum að vinna að því að efla menningarlífið í bænum og við erum á góðri leið. Hvatningarsjóður fyrir unga listamenn, jazzhátíð, tónleikar, Hönnunarsafnið, Jónsmessugleðin, samstarfssamningur við Grósku, Klifið og Kvennakór

Garðabæjar ásamt listadögum barna og ungmenna og margt fleira. Það er mikill kraftur og margt að gerast í menningarmálum í Garðabæ og það er bara ein leið og hún er áfram!“

Nú hefur mikið verið rætt um sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Snýst allt um það? ,,Við getum veitt íbúum góða þjónustu vegna þess að fjárhagsstaðan er góð. Slík staða kemur ekki af sjálfu sér. Frá upphafi hefur verið vel haldið um fjárhag bæjarins og fjárhagsleg staða hans byggir á ráðdeild í meðferð fjármuna, ábyrgri og vandaðri áætlunargerð og eftirfylgni með henni. Með réttri forgangsröðun og góðum rekstri getum við áfram tryggt að álögur á íbúa Garðabæjar verði með því lægsta sem þekkist hér á landi. Gleymum því aldrei að traustur fjárhagur er grunnur að áframhaldandi góðri þjónustu. Góð þjónusta og traustur efnahagur verður varla í sundur slitið. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er okkur mikilvægt. Til þess að það megi verða fjölbreytt og gott er fjárhagslega sterkt bæjarfélag öflugur bakhjarl. Umhverfi okkar er fallegt af því að fjárhagsstaða bæjarins leyfir að lögð sé rækt við það. Þjónusta við bæjarbúa sem þurfa

aðstoð, heimaþjónustan, uppbygging hjúkrunarheimilis, menningarmál, málefni fatlaðra – við getum staðið okkur betur í allri þjónustu ef fjármálin eru í lagi.“

Hvað finnst þér vera mikilvægt? ,,Góð fjárhagsstaða, stöðugleiki, fallegt umhverfi, öflugir skólar og margir fleiri þættir eru lykilþættir draumasveitarfélagsins. Við eigum að halda áfram á þeirri góðu braut sem bærinn hefur verið á en hafa ofarlega í huga að til þess að gera áfram vel er mikilvægast að hlusta á íbúana og við leggjum okkur fram við það. Við, hinir kjörnu fulltrúar, megum heldur aldrei gleyma því að fólkið er ekki til fyrir kerfið heldur er kerfið til fyrir fólkið. Með það á bak við eyrað verður sérhvert verkefni okkar auðveldara í meðförum.“

Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sýnir samkennd, samstöðu og jákvæðni með uppbyggilegu og framsæknu hugarfari. Það er mikill kraftur og margt að gerast í menningarmálum í Garðabæ og það er bara ein leið og hún er áfram!“

Vissir þú ...? að Garðabær er eina sveitarfélagið þar sem hvorki hverfamúrar né skólagjöld ráða vali um skólagöngu. Fjölskyldur hafa því raunverulegt val um það í hvaða skóla börnin þeirra fara. að þriðjungur af landsvæði Garðabæjar er nú friðað, allt frá Búrfelli til sjávar. að öll ungmenni í Garðabæ fá vinnu hjá bænum óski þau þess þannig að bærinn okkar verður enn snyrtilegri og fallegri á sumrin. Umhverfi okkar skiptir miklu máli fyrir líðan okkar. að fjárhagsstaðan er góð og íbúar ánægðir með þjónustuna. Ár eftir ár hefur Garðabær verið útnefndur sem draumasveitarfélagið. að hjúkrunarheimilið Ísafold hóf starfsemi á kjörtímabilinu. Á heimilinu er aðbúnaður heimilismanna eins og best verður á kosið. Að auki höfum við eflt

heimaþjónustuna. Þannig reynum við að tryggja öldruðum í Garðabæ eins bjart og gott ævikvöld og hægt er. að íbúar sem þurfa að nýta sér heimaþjónustu hafa val um þjónustuaðila. Það skiptir máli. að frístundavagn keyrir milli skóla- og íþróttamannvirkja til þess að auðvelda börnum og ungmennum að komast á milli staða. að árið 2011 markaði tímamót að því leyti að það var fyrsta árið sem sveitarfélögin og Garðabær þar með talinn fóru með málefni fatlaðra íbúa sinna. Það er eðlilegt og sjálfsagt að nærþjónustan við alla íbúa sé á hendi sveitarfélagsins. Við viljum ganga lengra og koma að rekstri Heilsugæslunnar í Garðabæ ásamt Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

að eins og sést í ársreikningi Garðabæjar 2013 gengur reksturinn vel. Heildarniðurstaða ársreikningsins er jákvæð sem nemur 490 m.kr. og skuldahlutfallið komið niður fyrir 99% sem hlýtur að teljast góður árangur fyrsta árið eftir sameiningu. að sýningar Hönnunarsafns Íslands vekja jafnan athygli. Sama má segja um tónlistarviðburði eins og Jazzhátíð, þriðjudagsklassík og ekki má gleyma stórtónleikum með Of Monsters and Men. að Listahátíð barna og ungmenna er orðin að stórviðburði á vorin, einnig myndlistasýningar Grósku og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að segja að bjart sé yfir menningarlífinu í bænum okkar.

7


Sigríður Hulda Jónsdóttir, 2. sæti

Sterkir skólar, grunnstoð samfélagsins Sigríður Hulda Jónsdóttir er með MA og starfar sem framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar. Garðar Grásteinn tók Sigríði Huldu tali og spurði hana fyrst hver hún væri. ,,Ég er sveitarstúlka norðan úr Þingeyjarsýslu, alin upp á kirkjustað þar sem sauðfjár- og kúabúskapur skapaði lífsskilyrði fjölskyldunnar. Það var lán að alast upp með ömmu og afa í túnfætinum, það var lagt á hrossin á kvöldin, spilað á spil, lesin ljóð og mikil áhersla lögð á menningarleg verðmæti. Foreldrar mínir tóku bæði ríkan þátt í félagsmálum og móðir mín, Svanhildur, var fyrsta konan í hreppsnefnd í sveitinni og ég var afar stolt af henni. Síðan má segja að ég hafi flutt til Akureyrar þegar ég var 16 ára til að fara í menntaskóla.”

Leiðin lá í FG ,,Síðan fór ég suður í háskólann og er nú uppeldis- og menntunarfræðingur 8

með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf og kennsluréttindi. Ég hóf störf við FG haustið 1989 og var þar námsog starfsráðgjafi og kennari til ársins 2002. Ég hef einnig starfað mikið fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og var um árabil forstöðumaður Stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík. Nú rek ég mitt eigið fyrirtæki, SHJ ráðgjöf þar sem ég stýri m.a. námskeiðum og vinn að starfs- og skólaþróun.”

Skólamálin mikilvæg „Ég hef búið í Garðabæ í 13 ár og er tilbúin til að nýta reynslu mína og menntun í þágu bæjarbúa. Ég hef brennandi áhuga á skólamálum sem eru mitt sérsvið og í Garðabæ er mikill

metnaður varðandi skólamál. Ég er formaður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar og það er gefandi að fylgjast með gróskumiklu starfi skólans. Það eru framúrskarandi skólar í Garðabæ með öfluga kennara og starfsmenn. Þetta vegur þungt þegar barnafólk er að velja búsetu og er í raun ómetanlegt. Í skólastarfi á barnið alltaf að vera í brennidepli. Til að barn njóti sín þarf því að líða vel og fá verkefni við hæfi. Barn þarf að læra að þekkja styrkleika sína og byggja á þeim um leið og það þroskar samskiptafærnina. Þegar börn hefja skólagöngu eru þau oftast spennt, með bros á vör og nýja skólatösku á bakinu. Eftir tíu ár í grunnnámi eru því miður ekki öll börnin jafn brosandi og spennt fyrir


lífinu. Áskorun skólakerfisins er að styðja við alla þannig að þeir nýti hæfni sína og ég tel að við eigum að fylgja börnum okkar skipulega eftir til 18 ára aldurs með stuðningi og ráðgjöf.”

Sterkur miðbær og fyrsta íbúðin ,,Skipulagsmál eru mér líka hugleikin því í gegnum þau höfum við áhrif á bæjarbraginn og rammann utan um samfélagið okkar. Til að efla samkennd bæjarbúa er til dæmis mikilvægt að hafa sterkan miðbæ þar sem fólk getur sinnt erindum, fengið sér hressingu, hitt bæjarbúa og spjallað saman. Mér hefur alltaf fundist lykilatriði að hlúa vel að unga fólkinu og því þarf að gefast raunhæfur kostur á að kaupa sína fyrstu íbúð í Garðabæ. Svæði og mannvirki sem skapa tækifæri til að

ástunda hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl eru svo hluti af góðum bæjarbrag.”

Hvað gerir þú í frístundum? ,,Undanfarin ár hefur fjölskyldulífið verið í forgangi. Við Þorsteinn eigum tvær yndislegar stelpur og leggjum áherslu á samveru og samræður í uppeldinu. Ég hef fengið tækifæri til að ferðast víða sem er bæði áhugamál og grunnur að víðsýni, að koma til Afríku, Asíu og Ástralíu stækkar veröldina. Ég hef lengi tekið þátt í stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengjast menntun, áhættuhegðun og brotthvarfi og sótt fundi og ráðstefnur víða vegna þess. Fjölskyldan heldur sterkri tengingu við sveitina, við förum í sauðburð, smalamennsku og réttir þar sem stelpurnar draga fé

Áskorun skólakerfisins er að styðja við alla þannig að þeir nýti hæfni sína og ég tel að við eigum að fylgja börnum okkar skipulega eftir til 18 ára aldurs með stuðningi og ráðgjöf.

í dilka og lesa sauðfjármörk. Svo er auðvitað toppurinn á tilverunni að ganga meðfram ströndinni í Garðabæ, hugleiða í jógasetrum bæjarins, fara á tónleika og Stjörnuleiki og kaupa rúnstykki í bakaríinu um helgar. Þetta er lífið, fjölbreytt og yndislegt, Garðabær á alla möguleika á að verða enn betri fyrir okkur öll sem búum hér og ég er tilbúin til að leggja mitt af mörkum til þess.”

Framsækin stefnuskrá Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ eru rúmlega 90 fyrirheit fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Þetta eru framsækin og metnaðarfull fyrirheit sem staðið verður við. Undanfarna daga hafa frambjóðendur gengið í öll í hús í bænum, heilsað upp á íbúa og afhent þeim stefnuskrána. „Við höfum fengið einstaklega góðar viðtökur og augljóst að íbúar eru ánægðir með það sem gert hefur verið“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem skipar fyrsta sætið á lista flokksins. „Það er mikilvægt að heyra skoðanir og áherslur bæjarbúa, bæði hvað vel er gert og hvað má betur fara. Ég er bjartsýn á það að við fáum áframhaldandi umboð til að gera góðan bæ betri.“ Stefnuskrána má nálgast á heimasíðunni www.gardar.is.

Kjördagur og kosningakaffi Kosið verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Álftanesskóla milli kl. 9.00-22.00 laugardaginn 31. maí. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar býður öllum bæjarbúum í kosningakaffi í safnaðarheimili Vídalínskirkju milli kl. 10-17. Óski íbúar eftir akstri á kjörstað er hægt að hringja í síma 692 0941.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Þeir íbúar sem ekki verða heima á kjördag geta kosið utankjörfundar. Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu. Opið er hjá sýslumanninum í Hafnarfirði alla virka daga frá kl. 9.00 til 19.00. Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, er opið frá kl. 13.00 til 16.00. Einnig er hægt að kjósa í Laugardalshöll, þar er opið alla daga frá kl. 10.00 til 22.00.

9


Sigurður Guðmundsson, 3. sæti

Stefnum enn hærra! Ég tel að Garðabær hafi staðið mjög vel við bakið á íþrótta- og tómstundastarfi í bænum og tel mjög mikilvægt að áfram verði haldið á sömu braut.

Sigurður Guðmundsson er lögfræðingur, varabæjarfulltrúi og forstöðumaður Alþjóðasviðs Borgunar hf. Auk þess að vera önnum kafinn í kosningabaráttu er Sigurður á leiðinni í hnapphelduna með Þórunni Önnu Árnadóttur, lögfræðingi. Sigurður tók vel á móti Garðari Grásteini og svaraði spurningum um uppruna sinn og helstu áherslur fyrir komandi kosningar. Hver er Garðbæingurinn? „Ég flutti 5 ára gamall í Garðabæ og er svo íhaldsamur að ég hef aldrei flutt úr bænum og hef ekki hugsað mér að gera það. Sambýliskona mín og verðandi eiginkona er Þórunn Anna Árnadóttir, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá Neytendastofu. Börn mín eru Daníel Garðar fæddur 2001, Ólöf Sara fædd 2004 og Lára Björg fædd 2013. Stjúpsonur er Árni Eyþór fæddur 2001.“

Er það rétt að þú sért nokkurs konar félagsmálatröll? „Ég hef mikið sinnt félagsmálum, var í Íþróttanefnd Verzlunarskóla Íslands, var formaður Stéttarfélags lögfræðinga 2002-2003 og ég hef sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að auki hef ég verið í stjórn Bókasafns Garðabæjar, nefnd um Staðardagskrá 21, stjórn 19. júní sjóðsins, stjórn íþrótta- og tómstundaráðs 1998-2006, þar af formaður 19982002 og aftur sem formaður á þessu kjörtímabili. Ég var varabæjarfulltrúi 10

Íþrótta- og tómstundastarf í Garðabæ er sjálfboðaliðastarf, áhugasamir og kraftmiklir leiðtogar leiða þetta starf og tryggja þarf að þeir fái aðstoð þannig að hægt sé að nýta reynslu þeirra og krafta sem lengst. 1998-2002 og aftur á þessu kjörtímabili. Ég lék knattspyrnu með knattspyrnudeild Stjörnunnar frá 6 ára aldri og varð Íslandsmeistari í 2. og 3. flokki. Þá var ég í sigursælu liði meistaraflokks sem sigraði í 1. og 2. deild og komst alloft upp í efstu deild. Frá því að ég lagði skóna á hilluna þjálfaði ég knattspyrnumenn á ýmsum aldri í Stjörnunni í 10 ár. Auk þess hef ég setið í milliþinganefndum fyrir KSÍ og setið í Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ frá árinu 2010.“

Hvað finnst þér mikilvægt fyrir komandi kosningar? „Garðabær er að stíga mikilvæg skref í því að viðurkenna þriðja geirann sem

afl í samfélaginu sem bætir mannlífið í bænum. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafa bent á mikilvægi þriðja geirans og við þurfum samfélagslegan sáttmála um að við viljum styðja við hann. Íþrótta- og tómstundastarf í Garðabæ er sjálfboðaliðastarf, áhugasamir og kraftmiklir leiðtogar leiða þetta starf og tryggja þarf að þeir fái aðstoð þannig að hægt sé að nýta reynslu þeirra og krafta sem lengst. Gríðarlega miklu máli skiptir að foreldrar taki virkan þátt í þessu starfi og leggi sitt af mörkum, margt smátt gerir eitt stórt. Foreldrar eiga ekki að sætta sig við neitt nema bestu fáanlegu þjálfarana sem vinna af heilum hug að heill allra iðkenda, viðhalda áhuga þeirra, hindra brottfall og hjálpa iðkendum að nýta þá hæfileika sem þeir hafa. Íþróttastarfið gengur ekki eingöngu út á að skapa afreksíþróttamenn, ekki síður leiðtoga og einstaklinga með jákvæða sjálfsmynd. Félagsfærnin sem íþrótta- og tómstundastarfið skapar er ómetanlegt fyrir samfélag okkar og gefur lífinu gildi. Ekki síður þarf að tryggja fyrirmyndir með öflugu afreksstarfi, þó að barna- og unglingastarfið sé einna mikilvægast.“

Eitthvað að lokum? „Ég tel að Garðabær hafi staðið mjög vel við bakið á íþrótta- og tómstundastarfi í bænum og tel mjög mikilvægt að áfram verði haldið á sömu braut. Menn mega ekki gleyma sér í tímabundinni ánægju. Það þarf að gagnrýna og stefna enn hærra í framtíðinni, annars stöðnum við og drögumst aftur úr. Bæði þarf að styrkja innra starfið og viðhalda því að mannvirkin séu sambærileg við það sem gerist annarsstaðar. Það þarf að huga að því að samhæfa betur skólastarfið við íþrótta- og tómstundastarfið eins og byrjað hefur verið á með tilkomu frístundabílsins.“


Gunnar Valur Gíslason, 4. sæti

Stöðugleikinn er forsenda aukinnar farsældar Gunnar Valur Gíslason er verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri hjá byggingarfélaginu Eykt. Garðar Grásteinn tók hús á Gunnari Val og innti hann eftir uppruna hans, fjölskylduhögum og hverjar væri helstu áherslur hans fyrir komandi kosningar.

Hver er þinn bakgrunnur? „Ég fæddist árið 1958 og er uppalinn á Akranesi. Uppeldisstöðvar mínar á Skaganum voru fótboltavellirnir og öll tún í bænum þar sem hægt var að sparka bolta. Ég lék knattspyrnu með öllum flokkum ÍA frá 5. flokki upp í meistaraflokk. Eftir stúdentspróf frá eðlisfræðideild MR útskrifaðist ég sem byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og síðar sem verkfræðingur frá háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi, eftir framhaldsnám þar. Vorið 2013 lauk ég svo MBA námi frá Háskóla Íslands. Ég flutti út á Álftanes árið 1992 en þá var ég ráðinn sveitarstjóri Bessastaðahrepps. Embætti sveitarstjóra gegndi ég þangað til Sveitarfélagið Álftanes varð til 17. júní 2004 og þá breyttist embættisheitið í bæjarstjóra. Vorið 2005 lét ég svo af störfum sem bæjarstjóri og réð mig til byggingarfélagsins Eyktar þar sem ég hef unnið síðan. Konan mín heitir Hervör Poulsen og hefur verið bókari hjá SÁÁ síðastliðin 17 ár. Við eigum fjögur uppkomin börn og sjö barnabörn. Frítími okkar hjóna fer mest í að gera eitthvað skemmtilegt með barnabörnunum. Það er ekkert sem veitir manni meiri hvíld frá daglegu amstri en að spá í lífið og tilveruna með þeim.“

Hvaða verkefni telur þú mikilvæg? „Ég legg mesta áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur

bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og núverandi bæjarstjórn er að skila af sér gríðarlega góðu búi. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og nam eigið fé bæjarsjóðs tæpum 11 milljörðum króna. Við sjálfstæðismenn viljum að Garðbæingar búi ávallt við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Svo er nú og þannig verður það áfram ef við fáum til þess umboð kjósenda. Að minni hyggju á að láta íbúa njóta beint firnasterkrar fjárhagsstöðu bæjarins, t.d. með lækkun fasteignaskatts. Ég tel að nú séu hagfelldar aðstæður til að lækka álögur á Garðbæinga og vil vinna að því að svo verði gert á komandi kjörtímabili.“

Ég legg mesta áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. En eru fleiri málaflokkar sem þú telur skipta höfuðmáli? „Skipulagsmál og umhverfismál þarf áfram að taka föstum tökum. Ljúka þarf við gerð nýs aðalskipulags sem verður fyrsta aðalskipulag hins sameinaða sveitarfélags. Þar mun byggð á Garðaholti og Álftanesvegur gegna lykilhlutverki við tengingu Álftaness við meginkjarna bæjarfélagsins.

Umhverfismál og náttúruvernd eru ofarlega í hugum íbúanna, hvar sem þeir búa í bænum. Samanburður milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sýnir að á tímabilinu 2007-2012 lagði Garðabær mest fé pr. íbúa til umhverfismála ásamt því að hafa á síðustu árum fellt gríðarstór svæði undir náttúruvernd með formlegri friðun. Þeirri vinnu þarf að halda áfram, þ.á.m. með friðun allrar strandlengju sveitarfélagsins.“

Eitthvað að lokum? „Eins og fram kemur í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna fyrir komandi kjörtímabil teljum við að áreiðanlegar upplýsingar, lýðræði og virkt samráð við íbúa sé einn af hornsteinum góðrar stjórnsýslu. Ég vil í auknum mæli kalla eftir skoðunum íbúa og ábendingum við stefnumótun og málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Þannig styrkjum við lýðræðið og aukum samheldni bæjarbúa.“

Við teljum að áreiðanlegar upplýsingar, lýðræði og virkt samráð við íbúa sé einn af hornsteinum góðrar stjórnsýslu.

11


Gunnar Einarsson, bæjarstjóri

Ástæðulaust að breyta því sem vel gengur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er kvæntur Sigríði Dísu Gunnarsdóttur, námsog starfsráðgjafa. Garðar Grásteinn heimsótti bæjarstjórann á heimili hans í Löngumýri til að fræðast um manninn og hvernig hann upplifir kosningabaráttuna. Hver er þinn uppruni og hvers vegna valdir þú að búa í Garðabæ? „ Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, lauk stúdent frá Flensborg og fór síðan til Þýskalands í atvinnumennsku í handbolta. Þar bjuggum við hjónin í fimm ár áður en við fluttum í Garðabæinn. Þá stóð reyndar til að kaupa íbúð í Hafnarfirði en engar íbúðir voru þá til þar svo við keyptum íbúð í Lyngmóum og höfum búið í Garðabæ allar götur síðan. Við byggðum þetta hús árið 1989 og hér hefur okkur liðið 12

mjög vel. Við hjónin sáum fljótt að hér var gott að ala upp börn. Við eigum þrjú börn og sex barnabörn. Fimm af barnabörnunum búa í Garðabæ.“

Ef ég er spurður að því fyrir hverju ég hafi mestan áhuga, þá svara ég því að sjálfsögðu til að áhugi minn liggi hjá fjölskyldunni og hjá bæjarfélaginu.

Þú hefur sinnt hinum ýmsu störfum fyrir bæinn, geturðu farið stuttlega yfir það með lesendum? „Ég var ráðinn æskulýðs- og íþróttafulltrúi hjá Garðabæ árið 1980 og byrjaði þá um leið að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar í handknattleik og þjálfaði í ein 10 ár hjá Stjörnunni. Ég varð

forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar árið 1996 og var svo ráðinn bæjarstjóri árið 2005. Sem bæjarstjóri gegni ég nú formennsku Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar-


Umfram allt vil ég að bæjarbúum líði vel í bænum og að þeir séu stoltir af honum og bæjarbragnum. Ég er á þeirri skoðun að við getum búið hér til fyrirmyndarsamfélag þar sem íbúarnir taka virkan þátt og líður vel í sínu umhverfi.

svæðinu og á einnig sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það fer ekki hjá því að ég þekki starfsemi bæjarins í gegnum störf mín. Fyrir nokkrum árum lauk ég doktorsprófi frá Reading í Englandi í stjórnun og áætlanagerð í menntakerfum.“

Hver eru áhugamálin? „Áhugamál mín eru mýmörg. Við hjónin erum með sumarbústað í Biskupstungum og þar sinnum við meðal annars skógrækt. Við spilum golf og höfum gaman af því að fara í golfferðir til útlanda. Við erum útivistarfólk og förum gjarnan í eina til tvær langar göngu- og skoðunarferðir á sumrin um okkar fagra land. Á tímabili var ég formaður Fimleikasambands Íslands og má segja að áhugamálin beinist mikið að því að fylgjast með árangri íþróttamanna okkar og íþróttafélaganna í bænum. Ef ég er spurður að því fyrir hverju ég hafi mestan áhuga, þá svara ég því að sjálfsögðu til að áhugi minn liggi hjá fjölskyldunni og hjá bæjarfélaginu.“

Hefur þú alltaf haft áhuga á bæjarmálum? „Já, það má segja það. Ég var mjög ungur þegar ég var farinn að skipuleggja hverfamót í knattspyrnu í Hafnarfirði eða vera með sölutjald á 17. júní til að fjármagna starfsemi íþróttafélagsins. Síðan þegar ég var ráðinn æskulýðsfulltrúi Garðabæjar, þá 25 ára að aldri, snerist vinnan um að skapa hér ákjósanleg uppvaxtarskilyrði fyrir börn og ungmenni. Ég hef óneitanlega gaman af því að vinna að breytingum og framþróun í þjónustu fyrir bæjarbúa. Sem bæjarstjóri og nú oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ gefst mér tækifæri til að hafa enn meiri áhrif á gang mála. Ég hef líka verið svo lánsamur að hafa haft tækifæri til að vinna með frábæru fólki, bæði kjörnum fulltrúum og embættismönnum, að hagsmunamálum bæjarins. Að skapa

gott og framsækið samfélag verður aldrei verk eins einstaklings, það er teymisvinna sem fjölmargir einstaklingar koma að.“

Nú færir þú þig úr fyrsta sæti í það áttunda til að skapa frið? „Já, ég vildi skapa meiri sátt um framboðslistann. Með því að færa mig í áttunda sæti var hægt að verða við áskorun frá fjöldamörgum um að Sturla Þorsteinsson, bæjarfulltrúi, tæki öruggt sæti á listanum miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Ég hef starfað með Sturlu og veit að þar fer mjög góður liðsmaður sem fylgir sínum málum eftir af yfirvegun og festu. Ég hef verið spurður um hvaða áhrif þetta hafi á mína stöðu. Því er til að svara að ég er áfram bæjarstjóraefni flokksins og oddviti sjálfstæðismanna í bænum. Að því leyti breytir það ekki stöðu minni. Hins vegar væri gaman að við sjálfstæðismenn næðum átta bæjarfulltrúum. Þá sæti ég í bæjarstjórn sem kjörinn bæjarfulltrúi. Þá eru meiri líkur á að varabæjarfulltrúarnir Viktoría og Björg sem eru í níunda og tíunda sæti listans, tvær ungar framsæknar konur, fengju tækifæri á að taka virkari þátt í störfum bæjarstjórnar.“

Á hvað leggur þú áherslu á næsta kjörtímabili? „Í fyrsta lagi legg ég áherslu á trausta og ábyrga fjármálastjórn. Öll þjónusta byggir á því að við sýnum ráðdeild í rekstri bæjarins. Við sjálfstæðismenn höfum alltaf lagt áherslu á að lágmarka álögur á bæjarbúa og ætlum að lækka fasteignaskattinn sem er farinn að íþyngja mörgum. Við munum halda áfram með fjölbreytt og faglegt skólastarf á öllum skólastigum og auka sveigjanleika á milli skólastiga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf ásamt hvers konar listsköpun er mikilvægt í okkar samfélagi og hefur góð áhrif og lyftir bæjarbragnum. Í því sambandi eru fyrirheit um að styðja vel við hin ýmsu

félög í bænum sem eru með slík störf á sinni stefnuskrá. Frá því að ég tók við sem bæjarstjóri fyrir 9 árum hef ég lagt mikla áherslu á að Garðabær sé í fremstu röð hvað snyrtimennsku og umhverfismál snertir. Heilmikið hefur áunnist í þeim efnum en betur má ef duga skal. Í raun er það stöðugt verkefni og bæjaryfirvöld eiga að ganga á undan með góðu fordæmi við skipulag hverfa, viðhald gatna, opinna svæða, gangstétta og mannvirkja. Umfram allt vil ég að bæjarbúum líði vel í bænum og að þeir séu stoltir af honum og bæjarbragnum. Ég er á þeirri skoðun að við getum búið hér til fyrirmyndarsamfélag þar sem íbúarnir taka virkan þátt og líður vel í sínu umhverfi.“

Er ástæða til að breyta til? „Við teljum svo ekki vera. Allar þjónustukannanir sem við höfum látið framkvæma sýna að bæjarbúar eru tiltölulega ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá. Við viljum halda áfram á þeirri braut. Þegar ég var að þjálfa handbolta í gamla daga breytti maður ekki uppstillingu eða leikskipulagi sigurliðsins bara til að breyta. Við gáfum fyrirheit fyrir síðustu kosningar og höfum staðið við þau svo til öll. Nú gefum við 90 fyrirheit, sem við munum að sjálfsögðu standa við eins og áður. Við stöndum við það sem við segjum.“

Ég hef óneitanlega gaman af því að vinna að breytingum og framþróun í þjónustu fyrir bæjarbúa. Að skapa gott og framsækið samfélag verður aldrei verk eins einstaklings, það er teymisvinna sem fjölmargir einstaklingar koma að.

13


Jóna Sæmundsdóttir, 5. sæti

Skipulags-, umhverfisog skólamál í öndvegi Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur og varabæjarfulltrúi, er forstöðumaður á rannsóknarstofu Íslenskrar erfðagreiningar. Garðar Grásteinn hitti Jónu og spurðist fyrir um uppruna hennar, fjölskylduhagi og helstu áherslur hennar fyrir komandi kosningar.

Hvað hefur þú búið lengi í Garðabæ og hver eru þín áhugamál? „Ég er fædd í Keflavík árið 1958 og bjó þar til 7 ára aldurs, fluttist þá til Reykjavíkur en hef búið í Garðabæ síðastliðin 27 ár. Ég valdi Garðabæ vegna þess að Sigurveig systir mín bjó hér með fjölskyldu sinni og líkaði vel. Ég upplifði að hér væri samfélag þar sem gott væri að ala upp börn og það hefur svo sannarlega gengið eftir. Sambýlismaður minn heitir Pétur Andrésson, framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni. Ég á þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn, sem ég sé alltof sjaldan því þau búa í Barcelona, sem gefur mér reyndar tilefni til að heimsækja þá fallegu borg sem oftast. Í frístundum sæki ég í útiveru, hef verið meðlimur í GKG í mörg ár og hef yndi af hjóla- og gönguferðum.“

Hvaða félags- og trúnaðarstörfum hefur þú gegnt í bæjarfélaginu? „Ég hef sinnt nefndarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil, hef til að mynda verið formaður bókasafnsstjórnar, menningar- og safnanefndar, forvarnarnefndar og setið í stjórn Holtsbúðar. Auk þess var ég í stjórn handknattleiksdeildar og í meistaraflokksráði kvenna í handknattleik í nokkur ár. Það er gefandi og skemmtilegt að taka þátt í félagsstarfi í 14

Garðabæ og þar ég hef kynnst mörgu góðu fólki.“

Hver eru þín helstu áherslumál? „Grundvallaratriði er að áfram verði eins og hingað til sterk fjármálastjórn. Ég legg áherslu á skipulags- og umhverfismál, í því sambandi skiptir máli að vinna við nýtt aðalskipulag verði unnin í samráði við íbúana og hugað verði að fjölbreyttum þörfum þeirra. Við ætlum að halda áfram að efla möguleika til útivistar með því að bæta aðgengi og leggja fleiri göngustíga. Koma fróðleik um náttúruperlur og söguna til íbúa. Garðbæingar eru flestir mjög meðvitaðir um umhverfi sitt og þau lífsgæði sem felast í þeirri fjölbreyttu náttúru sem er í Garðabæ. Við erum í fremstu röð í umhverfismálum og munum vinna að því að Garðabær verði snyrtilegasti bær landsins. Til þess þurfa allir bæjarbúar að vera virkir í að hlúa að sínu nærumhverfi. Nú er búið að friða meira en þriðjung af landi Garðabæjar og munum við vinna áfram að því að friða alla strandlengjuna.“

Er eitthvað fleira sem skiptir máli? „Ég legg áherslu á að það verði haldið áfram því metnaðarfulla starfi sem unnið er í skólum bæjarins. Við þurfum að leggja enn ríkari áherslu á að styðja

við fjölbreyttar kennsluaðferðir til að virkja nemendur betur í námi. Nú á tímum netsins og tölvunnar er þörf á að efla sjálfsmynd og félagsfærni ungmenna, hvetja til umræðu um jafnrétti og heilbrigða lífshætti. Einnig munum við leggja áherslu á að styðja við 16-18 ára ungmenni sem eru ekki í námi og veita þeim nemendum sem eru í brottfallshættu markvissan stuðning. Allt íþrótta- og tómstundastarf spilar þarna mikilvægt hlutverk því það hefur sýnt sig að þátttaka ungmenna styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur félagsfærni. Því verðum við að halda áfram að vinna að því að öll börn og ungmenni finni sér farveg í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi.“

Við erum í fremstu röð í umhverfismálum og munum vinna að því að Garðabær verði snyrtilegasti bær landsins. Til þess þurfa allir bæjarbúar að vera virkir í að hlúa að sínu nærumhverfi. Nú er búið að friða meira en þriðjung af landi Garðabæjar og munum við vinna áfram að því að friða alla strandlengjuna.“


Sturla Þorsteinsson, 7. sæti

Aukum þjónustuna í nærumhverfinu Frá því ég byrjaði að láta að mér kveða í pólitíkinni hef ég lagt áherslu á að vinna fyrir fatlaða einstaklinga. Það þarf að fjölga úrræðum varðandi húsnæði fyrir fatlað fólk. Það er einnig mikilvægt að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því styðja þá sem eru án atvinnu og þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Viljið þið auka þjónustuna í nærumhverfinu?

Sturla Þorsteinsson er kennari og bæjarfulltrúi. Garðar Grásteinn hitti Sturlu og spurðist fyrir um bakgrunn hans og helstu áherslumál fyrir komandi kosningar. Hver er þinn bakgrunnur? „Ég fæddist 15. maí 1951 í Reykjavík. Barnsskónum sleit ég við Sogaveg og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Á þeim tíma æfði ég knattspyrnu með Víkingi og Fram og handbolta með Víkingi. Ég lauk kennaraprófi árið 1972 og frá útskrift starfaði ég sem kennari við Réttarholtsskóla. Árið 1987 færði ég mig svo yfir í Garðaskóla, þar sem ég sinnti íslenskukennslu. Ég ákvað svo að venda mínu kvæði í kross árið 2012 og hóf þá störf við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.“

Hver hefur verið þín aðkoma að félags- og trúnaðarstörfum í bænum? „Ég hef alla tíð tekið virkan þátt í félagsstörfum, en það má segja að mín frumraun í þeim efnum hafi verið þegar ég sinnti formannsembætti í nemendafélagi Réttarholtsskóla tvö af mínum árum þar. Á seinni árum hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag grunnskólakennara, Sjálfstæðisfélag Garðabæjar og Stjörnuna. Í dag er ég varaformaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar og á sæti í sóknarnefnd Vídalínskirkju. Ég hef starfað sem bæjarfulltrúi í Garðabæ frá árinu 2010 en kjörtímabilið þar á undan var ég varabæjarfulltrúi. Ég hef setið í Fjöl-

skylduráði Garðabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá 2002 og sem formaður frá 2006.“

Hver eru þín helstu áhugamál? „Mín helstu áhugamál snúa að íþróttum. Ég hef fylgt börnunum mínum í gegnum þeirra íþróttaiðkun hjá Stjörnunni. Auk þess hef ég mjög gaman af því að skokka og hef gert mikið af því síðastliðna áratugi. Fjölskyldan skiptir mig miklu. Ingibjörg og ég eigum þrjú uppkomin börn, þrjú tengdabörn og fjögur barnabörn.“

Hvað leggur þú áherslu á? „Ég hef lagt mikla áherslu á málefni eldri borgara í Garðabæ. Fjölbreytileiki í þjónustu við eldri borgara í bænum hefur aukist undanfarin ár. Garðabær hefur verið í samstarfi við einkaaðila hvað varðar þjónustu við eldri borgara sem hefur gengið vel,“ segir Sturla. „Mín skoðun er sú að í þessum málaflokki, líkt og öðrum er snúa að einstaklingnum, sé mikilvægt að þjónustan sé sniðin að hverjum fyrir sig,” segir Sturla sem vill gera eldri bæjarbúum kleift að búa áfram í eigin húsnæði, kjósi þeir það, með góðri heimaþjónustu, auknum forvörnum og lágum álögum.

„Já, eitt af því sem við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á er að auka þjónustuna í nærumhverfinu. Við viljum horfa til einstaklingsmiðaðra lausna og bjóða upp á fjölbreytt val og ólíka valkosti í allri þjónustu.“

Þið hafið lagt áherslu á að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, hver er þín sýn? „Frá því ég byrjaði að láta að mér kveða í pólitíkinni hef ég lagt áherslu á að vinna fyrir fatlaða einstaklinga. Það þarf að fjölga úrræðum varðandi húsnæði fyrir fatlað fólk,“ segir Sturla sem segir einnig mikilvægt að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með því styðja þá sem eru án atvinnu og þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. „Með nærgætni og samráði við þá einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda er hægt að snúa vörn í sókn hvað þessi mál varðar. Þarna þurfum við öll að taka á árunum saman; einstaklingarnir og aðstandendur þeirra ásamt okkur sem erum í pólitíkinni og hagsmunasamtökum.“

Eitthvað að lokum? „Garðabær er ríkur af öflugu barna- og unglingastarfi í íþróttum og annarri félagsstarfsemi. Við þurfum hins vegar að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna í bæjarfélaginu okkar. Það á enginn að þurfa að hverfa frá þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi eða úr skólunum okkar. Við þurfum að haga málum þannig að sú þjónusta sem bærinn okkar veitir sé framúrskarandi og styðji við uppvaxtarskilyrði okkar yngstu bæjarbúa.“ 15


Almar Guðmundsson, 6. sæti

Lífsgæði og þjónusta eiga að vera ráðandi í skipulagi Almar Guðmundsson er hagfræðingur og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Almar er kvæntur Guðrúnu Zoega, hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau fimm börn. Garðar Grásteinn hitti Almar og spurði hann um uppruna hans, fjölskylduhagi og helstu áherslur hans fyrir komandi kosningar.

Hefur þú búið lengi í Garðabæ? „Ég hef búið í bænum í 40 ár með tveimur stuttum hléum. Ég þekki því lítið annað og verð auðvitað að þakka mömmu og pabba fyrir að flytja í þennan góða bæ þegar ég var tveggja ára. Mér hefur alla tíð liðið vel hér og hef alltaf verið stoltur Garðbæingur. Hér ólst ég upp, gekk í Hofstaðaskóla, Flataskóla, Garðaskóla og síðan FG. Ég fór síðan í hagfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1997. Ég kynntist Guðrúnu á háskólaárunum. Við byrjuðum búskap í Reykjavík en fluttum fljótlega í Garðabæ og bjuggum í Löngumýri frá 1999 til 2003. Við bjuggum svo í London frá 2003 til 2005 á meðan ég kláraði MBA próf frá London Business School. Við höfum svo búið á Stekkjarflöt frá árinu 2005 og búum þar með ríkidæminu okkar, börnunum fimm.“

Hver er þinn bakgrunnur? „Ég starfaði lengi í fjármálageiranum en hef síðastliðin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ég er einnig stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem ég kenni fjármál og rekstur. Ég hef tekið þátt í

17

félagsmálum frá því ég var unglingur, ég var m.a. forseti nemendafélags FG og var fulltrúi í Stúdentaráði fyrir Vöku á háskólaárunum. Ég hef verið formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar frá 2009 og verið svo lánsamur að taka þátt í miklum uppgangi hjá félaginu á nánast öllum sviðum. Þá hef ég verið varamaður í skólanefnd Garðabæjar frá 2010.“

Hver eru þín áhugamál? „Ég vil verja frítíma mínum með fjölskyldunni. Það eru þvílík forréttindi að fá að fylgja sprækum börnum eftir í íþróttaiðkun og öðrum tómstundum.“

Getur þú nefnt eitthvað eitt sem fáir vita um þig? „Ég var meðlimur í hinni óborganlegu hljómsveit „Frumurnar“ sem kom fram á sjónarsviðið í Garðalundi árið 1987. Sveitin fór í tónleikaferð „alla leið“ út á Álftanes og sló í gegn!“

Hvaða málefni heilla þig? „Ég hef kynnt mér skipulagsmálin í bænum á undanförnum misserum. Nú er hafin vinna við nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag og ég vil

Skipulag er fyrir íbúa – fyrir fólk. Þess vegna þarf það að vera unnið í eins opnu ferli og unnt er. Samtal íbúa um skipulagið er forsenda þess að ánægja og traust ríki á framfylgd þess.

leggja mitt af mörkum til að það mótist af framsýni og fjölbreytni. Það eru auðvitað ýmsar þarfir sem horfa þarf til við uppbyggingu nýrrar íbúabyggðar og einnig hvað varðar atvinnusvæði. Skipulag svona svæða þarf að tengja við náttúruna á smekklegan og aðgengilegan hátt. Það þarf að byggja upp með hagkvæmum hætti og í einhverjum tilvikum getum við aðlagað skipulag þannig að þegar uppbyggðir innviðir nýtist betur. Ég nefni svæðið í kringum Lyngás sem dæmi um þetta en þar er hægt að tvinna betur saman íbúabyggð, opin svæði og atvinnusvæði. Það þarf að huga að nýju deiliskipulagi fyrir þetta svæði. Það er skynsamlegt að setja lífsgæðin og öfluga þjónustu við bæjarbúa í forgrunn þegar við byggjum upp. Það gerum við með því að stilla hraða uppbyggingar í hóf.“


Hvaða verkefni eru brýn á sviði skipulags- og umferðarmála á næstu árum? „Ef ég á að nefna einstök atriði sem horfa verður til á næstu fjórum árum kemur nýtt deiliskipulag Ásgarðssvæðisins fyrst upp í hugann. Þar er undir framtíðarnýting þess dýrmæta svæðis og einnig þarf að huga að umferð og öryggi. Skipulag svæðisins er einnig liður í að finna fjölnota íþróttahúsi sem bestan stað innan bæjarmarkanna, hver sem endaniðurstaðan verður varðandi staðsetningu. Það er hafin vinna við að koma gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í viðunandi horf, sem er stórmál fyrir okkur til skemmri og lengri tíma. Við viljum halda áfram að byggja upp hverfi með lágreistri byggð með áherslu

á lífsgæði. Undirbúningur íbúahverfis í Hnoðraholti og vinna við skipulag Vetrarmýrar og Garðaholts er liður í því. Við viljum líka að Álftanesið haldi sínum sérkennum og sjarma – þar verði áfram áhersla á „sveit í borg“. Síðast en ekki síst vil ég nefna að við ætlum að gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Það var tekin sú skynsamlega ákvörðun strax eftir hrun að hægja á í þessum efnum en síðustu tvö ár hefur verið bætt í og nú þarf að halda áfram á þeirri braut.“

Hvað skiptir mestu máli þegar skipulagsmálin eru annars vegar? „Ég hef mjög einfalda sýn á þetta. Skipulag er fyrir íbúa – fyrir fólk. Þess vegna þarf það að vera unnið í

Ég verð var við það að íbúar í bænum eru almennt mjög ánægðir með að bærinn hefur vaxið á viðráðanlegum hraða. Það er skynsamlegt að setja lífsgæðin og öfluga þjónustu við bæjarbúa í forgrunn þegar við byggjum upp. Það gerum við með því að stilla hraða uppbyggingar í hóf.

eins opnu ferli og unnt er. Skipulagsferlin eru lögbundin og þar er aðkoma íbúa og hagsmunaaðila skýr. En að mínu mati þarf að ganga lengra en það, sem hægt er að útfæra með ýmsum hætti. Samtal íbúa um skipulagið er forsenda þess að ánægja og traust ríki á framfylgd þess.“

Höldum áfram ... ... með traustan fjárhag, lágar álögur og ráðdeild í fjármálum. ... og fjölgum dagvistunarúrræðum fyrir yngstu íbúana og foreldra þeirra með smábarnaleikskólum og eflingu dagforeldrakerfisins. ... að efla félagsauð Garðabæjar með því að hlúa vel að frjálsri félagastarfsemi, m.a. á sviði íþrótta- og æskulýðsmála, líknar- og mannúðarmála sem og menningar og lista. ... og lækkum fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði. ... og stefnum að framkvæmdum við fjölnota íþróttahús að undangenginni vinnu við aðal- og/eða deiliskipulag. ... að þróa reglur um hvatapeninga og bjóðum upp á hvatapeninga fyrir börn frá fjögurra ára aldri. ... að samræma og bæta aðgengi að þeirri þjónustu sem er í boði. Tryggjum gæði og skilvirkni. ... og bætum búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og þá sem þurfa aðstoð. ... og vinnum að yfirfærslu Heilsugæslu Garðabæjar frá ríki til sveitarfélags. ... að bæta öryggi í umferðarmálum. Gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar verði lagfærð til að mæta vaxandi umferð, m.a. úr Sjálands- og Ásahverfi. ... og vinnum nýtt deiliskipulag Ásgarðssvæðis með framtíðarnotkun svæðisins í huga. ... að varðveita söguna, náttúruperlur og minjar innan bæjarmarkanna með friðun, betra aðgengi, upplýsingum, fróðleik og merkingum.

16


Nýtt og glæsilegt verslunarrými til leigu á Garðatorgi í Garðabæ auk 800 m2 skrifstofuhúsnæði í hjarta bæjarins

• Verslunarrými frá 70 upp í 500 fermetra • Alls 1.800 fermetrar af verslunarhúsnæði á jarðhæð • Að auki 800 fermetrar af skrifstofuhúsnæði • Mikill sýnileiki og auglýsingagildi frá aðliggjandi götum • Öflugir rekstraraðilar í næsta nágrenni • Nýtt og glæsilegt viðburðatorg og næg bílastæði á torgi og í bílakjallara

Miðbær Garðabæjar tekur stakkaskiptum með nýju íbúðar- og atvinnuhúsnæði auk endurnýjunar eldri byggðar, torgs og byggingu bílakjallara. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og við leitum að aðilum til samstarfs um að bjóða þjónustu sína á Garðatorgi í glæsibyggingu sem tekin er að rísa á áberandi stað við aðalgötur bæjarins. Húsnæðið verður tilbúið til afhendingar á vormánuðum 2015. Nánari upplýsingar gefur Sigurður hjá Fasteignasölunni Torgi í síma 898 6106 og starfsmenn Klasa í síma 578 7000 eða með fyrirspurnir í gegnum netfangið utleiga@klasiehf.is

Garðatorgi 5 - 210 Garðabæ Sími 520 9595 - Fax 520 9599 www.fasttorg.is 18

Dvergshöfða 2 - 110 Reykjavík Sími 578 7000 - Fax 578 7001 utleiga@klasiehf.is - www.klasiehf.is


Viktoría Jensdóttir, 9. sæti

Álftnesingur í húð og hár Norður- og Mið-Ameríku, Nýja Sjáland, Ástralíu og Asíu. Þegar ferðalaginu var lokið fór ég til Karlsruhe í Þýskalandi í framhaldsnám. Ég ætlaði að ljúka M.Sc náminu þar en örlögin höguðu því þannig að ég hóf störf hjá Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði. Þar tók ég þátt í uppbyggingu álversins ásamt því að ljúka M.Sc í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Ég átti mjög góð ár á Reyðarfirði og kynntist þar manninum mínum, Skotanum og vélaverkfræðingnum Stuart Maxwell. Eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn, Vilhjálm Hinrik 5 ára, söknuðum við fjölskyldu okkar og ákváðum að flytja í bæinn.“

En hver eru þín áhugamál?

Viktoría Jensdóttir, iðnaðarverkfræðingur, er deildarstjóri hjá Össuri og stundakennari við Háskóla Íslands í gæða- og framleiðslustjórnun. Hún hefur auk þess kennt straumlínustjórnun víða. Einnig sér hún um stjórnendaráðstefnuna Lean Ísland. Garðar Grásteinn vildi fá að vita meira um þessa framtakssömu konu, hvaðan hún kemur, fjölskylduhagi og áhugamál. Nú ert þú Álftnesingur í húð og hár, ekki satt? „Ég er 32 ára, fædd og uppalin á Álftanesi. Afi minn, Guðbjörn Jensson, er ættaður frá Gesthúsum og bjó hann með Viktoríu ömmu minni í Helguvík. Eftir að hann hætti skipstjórn á togurum ráku þau hjónin hænsnabú í mörg ár sem staðsett var við Gesthús. Foreldrar mínir, Jens og Valgerður, byggðu hús í Lambhaganum þar sem ég ólst upp ásamt bróður mínum, Guðbirni.“

Hver er svo þinn bakgrunnur? „Ég byrjaði skólagöngu mína á leikskólanum Krakkakoti sem er enn starfræktur á Álftanesi. Ég fór síðan í Álftanesskóla, lærði á píanó í tónlistarskólanum og söng með kór skólans. Á þessum tíma var ekki unglingadeild í Álftanesskóla og þess vegna fórum við í Garðaskóla í 8.-10.bekk. Það var stórt skref að fara í Garðaskóla og í senn þroskandi og góð reynsla. Ég æfði einnig handbolta með UMFB en þótti

Það var ánægjulegt að sjá að skuldastaðan var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Ég legg áherslu á að halda áfram með góða og trausta fjármálastjórn.

frekar harðhent í vörninni og endaði ferillinn frekar snögglega. Eftir að grunnskóla lauk ákvað ég að fara í Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af stærðfræðibraut árið 2001. Á þessum árum komst ég að því hvað samgöngurnar voru lélegar frá Álftanesi og voru ófáar stundirnar nýttar í bið við strætóskýli. Þegar kom að háskólanámi var valið ekki erfitt en pabbi hafði alltaf hvatt mig til að fara í verkfræði. Ég hóf nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2005. Á námstímanum fór ég í skiptinám í DTU í Danmörku. Eftir útskriftina í háskólanum fór ég með vinkonu minni í heimsreisu. Við ferðuðumst í hálft ár um Suður-,

„Aðaláhugamál mitt eru hundar og hundaræktun. Ég hef alist upp með hundum og er hundadómari. Við eigum einn lítinn griffon en mig dreymir um að eiga fleiri. Mér finnst yndislegt að sjá hvað margir eiga hunda á Álftanesinu.“

Hvað er það sem skiptir máli fyrir komandi kosningar? „Við ætlum að bjóða börnum sem náð hafa 12 mánaða aldri pláss á ungbarnaleikskólum. Ég tel að það sé mikilvægur valkostur við hlið öflugs dagforeldrakerfis sem við viljum styrkja enn frekar. Gott er að hafa þessa þjónustu í nærumhverfi og kostur að hafa systkini á sama stað. Eftir sameininguna við Garðabæ fundum við Álftnesingar að skattar og fasteignagjöld lækkuðu. Það var ánægjulegt að sjá að skuldastaðan var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Ég legg áherslu á að halda áfram með góða og trausta fjármálastjórn. Ég er stoltur Álftnesingur í sameinuðu bæjarfélagi og við sjálfstæðismenn biðjum um umboð til þess að halda áfram okkar góða starfi.“

Við ætlum að bjóða börnum sem náð hafa 12 mánaða aldri pláss á ungbarnaleikskólum og viljum styrkja dagforeldrakerfið enn frekar. 19


Skemmtilegir viðburðir Það hefur verið mikið líf og fjör síðustu vikur hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ.

Vöfflukaffi á Álftanesi

Fullt var út úr dyrum á Álftanesi þar sem boðið var upp á ilmandi vöfflur. Börnin skelltu sér á hestbak og skemmtu sér konunglega.

Eurovisionpartý

Hitað upp fyrir Eurovision. Frambjóðendur buðu upp á grillaðar pylsur sama dag og Pollapönk steig á svið. Góð stemning og Eurovision lögin hækkuð í botn.

Opnun kosningaskrifstofu

Kosningaskrifstofan var opnuð með pompi og prakt að Garðatorgi 7 á sumardaginn fyrsta. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 16 - 18.

20

Eldri bæjarbúar

Mikil gleði ríkti í skoðunarferð sem frambjóðendur buðu eldri bæjarbúum í. Skoðaðir voru sögulegir og menningarlegir staðir í bænum og endað í kaffi á Garðaholti.


Sundsprettur

Frambjóðendur XD tóku sundsprett með Guðmundi Hafþórssyni sundkappa sem ætlar að synda í sundlauginni Ásgarði í sólarhring þann 27. júní til styrktar Líf. Flott framtak hjá Guðmundi!

Páskaeggjaleit

Hin árlega páskaeggjaleit var haldin á Garðatorgi þann 12. mars. Um 800 manns mættu og gæddu sér á gómsætum páskaeggjum.

„Speed-date“ með ungum

Mikil ánægja var með „Speed-date“ þar sem frambjóðendur ræddu við ungt fólk í Garðabæ. Mjög áhugavert var að heyra skoðanir unga fólksins um hin ýmsu málefni.

Kvennakvöld

Stórkostlegt kvennakvöld var haldið með yfirskriftinni Vertu fararstjóri í eigin lífi. Fjallað var um áskoranir í lífi kvenna, ástríðu, árangur og lífsgleði. Hátt í 200 konur mættu og skemmtu sér mjög vel.

Súpufundir

Haldnir hafa verið súpufundir á föstudögum. Þeir hafa mælst vel fyrir enda gaman að hittast, ræða málin og gæða sér á góðri súpu.

21


Við styðjum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður
 Anna R. Möller, forstöðumaður landsskrifstofu UMFÍ Ari Pétursson, verkfræðinemi Arnar Grant, einkaþjálfari Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri
 Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri og fv. bæjarstjóri Ásta Sölvadóttir, frumkvöðull í Klifinu Baldvin Sturluson, knattspyrnumaður Birna Ólafsdóttir, ljósmóðir Björg Vigfúsdóttir, ljósmyndari Björg Þórðardóttir, fv. markaðs- og sölustjóri Björgvin Júníusson, íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Björn Már Ólafsson, háskólanemi Bragi Jónsson, framkvæmdastjóri og fv. bæjarfulltrúi Bryndís Lára Torfadóttir, flugmaður
 Daníel Ingi Ragnarsson, flugmaður Davíð Þór Viðarsson, knattspyrnumaður Doron Eliasen, skrifstofutæknir Edda Gunnlaugsdóttir, nemi í hönnun Einar Ólafsson, fv. hreppstjóri og oddviti Elías Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Elín Birna Guðmundsdóttir, íþróttakona Elín María Björnsdóttir, kennari og leiðtogaþjálfi Erla Guðjónsdóttir, fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi Erla Sigurjónsdóttir, fv. oddviti Bessastaðahrepps Fjóla Grétarsdóttir, íþrótta- og heilsunuddari Fríða Einarsdóttir, ljósmóðir Frosti Heimisson, markaðsstjóri Gerður Eva Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Gísli Gíslason, svæðisstjóri Gréta Konráðsdóttir, djákni Guðmundur G. Gunnarsson, skrifstofustjóri og fv. bæjarstjóri Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðrún Gerður Steindórsdóttir, viðskiptafræðingur Guðrún Hanna Hilmarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Guðrún Jónsdóttir, tannlæknir Guðrún Kristjánsdóttir, kerfisfræðingur Guðrún Sverrisdóttir, hárgreiðslumeistari Gullveig Sæmundsdóttir, fv. ritstjóri Gunnar Berg Viktorsson, handboltaþjálfari Gunnar Gylfason, viðskiptafræðingur Hafdís Linda Eggertsdóttir Hafsteinn Guðbjörnsson, blikksmiður Hans Á. Einarsson, framkvæmdastjóri Helga Jóhanna Oddsdóttir, framkvæmdastjóri/markþjálfi Helga Ólafsdóttir, fatahönnuður Hildur Guðmundsdóttir, verkfræðinemi Hildur Kristmundsdóttir, MBA Inga Amal Hasan, laganemi Inga Þorgilsdóttir Ingibjörg Grettisdóttir, kennari Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri Ingibjörg Haraldsdóttir, bókari Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri og fv. bæjarstjóri Ingunn Óladóttir, grunnskólakennari Jóhann Þór Kolbeins, pípulagningameistari Jón Haukur Jónsson, viðskiptafræðinemi Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, laganemi Jörundur Jökulsson, bifvélavirki Karítas Ólafsdóttir, tölvunarfræðinemi Kristinn Ingi Lárusson, viðskiptafræðingur Kristinn Sigþórsson, kerfisfræðingur Kristín Óskarsdóttir, verkfræðinemi Kristjana F. Sigursteinsdóttir, kennari Kristján S. Kristjánsson, skipstjóri Loftur S. Loftsson, forstöðumaður Magnea Kolbrún Sigurðardóttir, fv. fjármálastjóri Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt Margrét Bjarnadóttir, nemi í hjúkrunarfræði Marinó Guðmundsson, viðskiptafræðingur María Birna Sveinsdóttir, fv. sveitarstjórnarfulltrúi Ólafur G. Einarsson, fv. ráðherra Ólafur Már Björnsson, augnlæknir Pálmar Ólason, arkitekt Ragnar Þór Jörgensen, rafverktaki Rakel Vilhjálmsdóttir, B.Sc í fjármálaverkfræði Róbert Kristmundsson, flugmaður Rúnar Páll Sigmundsson, knattspyrnuþjálfari Sandra Björk Magnúsdóttir, markaðsstjóri Sara Lind Þrúðardóttir, MBA Sigrún María Jörundsdóttir, stúdent Sigurður “Dúlla” Þórðarson Sigurður Björnsson, óperusöngvari Sigurður G. Thoroddsen, lögfræðingur Sigurður R. Pétursson, framkvæmdastjóri Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Skúli Gunnsteinsson, handboltaþjálfari Snorri Magnússon, þroskaþjálfi og íþróttakennari Soffía Sæmundsdóttir, myndlistamaður Stefán Snær Stefánsson, háskólanemi Steinn Lárusson, eftirlaunaþegi Steinunn Vala Sigfúsdóttir, hönnuður Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur Sverrir Magnússon, prentsmiður Sæmundur Friðjónsson, forstöðumaður Tania Lind, stúdent Tómas Björnsson, viðskiptafræðingur Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viktor Hrafn Hólmgeirsson, mastersnemi í lögfræði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður Þorsteinn Jónsson, stúdent Þorsteinn Júlíus Árnason, mastersnemi í lögfræði Þorsteinn Rafn Johnsen, framkvæmdastjóri Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Þórhildur Gunnarsdóttir, handknattleikskona Þuríður Sverrisdóttir, B.A í listfræði

Fylgstu með Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ á www.gardar.is, www.haegri.is og á facebook.

22


Erling Ásgeirsson

Að leiðarlokum Ágætu Garðbæingar Þegar að loknum síðustu bæjarstjórnarkosningum ákvað ég með sjálfum mér að þær yrðu mínar síðustu. Í tímans rás upplýsti ég fjölskyldu og nánustu samstarfsmenn um ákvörðun mína. Þegar ég dreg mig nú í hlé hef ég verið þátttakandi í bæjarmálunum hér í Garðabæ í meira en aldarfjórðung, lengst af sem bæjarfulltrúi. Ekki er tilefni til þess af minni hálfu að rekja hér afrek Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ undanfarinn aldarfjórðung heldur er mér efst í huga allt það góða fólk sem ég ef kynnst og starfað með öll þessi ár. Ég hef notið þess heiðurs og trausts að vera falin margvísleg verkefni á vegum Garðabæjar, bæði innan bæjarstjórnar sem utan. Efst í huga eru að sjálfsögðu

síðastliðin 8 ár er ég hef verið í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ sem oddviti. Þar ber hæst sameiningin við Álftanes sem ég er sannfærður um að á eftir að reynast gæfuspor. Hvað hefur gert Garðabæ að einum eftirsóttasta búsetustað á Íslandi? Fyrst vil ég nefna þann pólitíska stöðugleika sem hér ríkir og ég er viss um að mun ríkja áfram. Í öðru lagi sá mannauður sem Garðabær býr yfir og þjónar bæjarbúum innan þess ramma er pólitískt kjörnir fulltrúar setja. Í þriðja lagi hóflega útþenslu bæjarins sem bæjarsjóður hefur ráðið við að fjármagna án teljandi lántöku og að lokum vil ég nefna meðvitaða varfærni í meðferð fjármuna.

Eftir kosningarnar 31. maí n.k. tekur við ný og fjölmennari bæjarstjórn að stórum hluta skipuð nýju fólki í bland við reynslumeiri einstaklinga. Sannarlega glæsilegur hópur sem vænta má mikils af. Mín ráð til þeirra er að byggja á þeim grunni og gildum sem meirihluti sjálfstæðismanna í Garðabæ hefur tileinkað sér á liðnum árum en vera jafnframt órög við að láta reyna á ný verkefni og hugmyndir. Á þann hátt er áframhaldandi velsæld í Garðabæ tryggð. Ég vil að lokum þakka Garðbæingum öllum áralanga samfylgd. Þakka traustið. Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi og fráfarandi formaður bæjarráðs.

Bakarí Jóa Fel í Garðabæ Í glæsilegu bakaríi Jóa Fel í Litlatúni er boðið upp á einstakt úrval af steinbökuðum gæðabrauðum, samlokum og heitum réttum, ásamt girnilegum kökum og kruðeríi. Bakaríið er opið alla virka daga frá kl. 7 - 18 og frá kl. 8 - 17 um helgar.

Verið hjartanlega velkomin.

23


VIÐ STYÐJUM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN í Garðabæ

Á þessu kjörtímabili hafa öll ungmenni fengið sumarvinnu hjá Garðabæ, stofnaður var hvatningarsjóður fyrir ungt listafólk, íþrótta- og tómstundaframboð hefur verið eflt og stórt landsvæði hefur verið friðlýst þannig að þriðjungur af landi Garðabæjar er nú verndaður.

Við viljum halda áfram. • Við viljum auka búsetuúrræði fyrir ungt fólk í Garðabæ. Það þarf að skipuleggja byggð með minni íbúðum með þarfir ungs fólks í huga, skoða möguleikana á fleiri námsmannaleiguíbúðum og húsnæði sem er sérstaklega ætlað fyrir aldurshópinn 30 ára og yngri. • Við ætlum að styrkja þjónustuna við yngstu íbúana og foreldra þeirra með fjölgun smábarnaskóla og eflingu dagforeldrakerfis. • Það þarf að efla samstarf við gagnaveitufyrirtæki um að koma á háhraða tengingum í öllum hverfum Garðabæjar. • Við viljum frekari uppbyggingu á íþróttamannvirkjum m.a. íþróttamiðstöð GKG, gervigras á íþróttasvæðið á Álftanesi og fjölnota íþróttahús. • Við viljum auka upplýsingaflæði til íbúa enn frekar s.s. með þróun smáforrita, t.d. um göngustíga, viðburði eða gjöld.

Garðar Grásteinn  
Advertisement