2020-blaðið

Page 47

R U Ð A K K RO

rafvirki

María Rós Arnfinnsdóttir er 20 ára Hafnar­fjarðarmær sem stundar nám í rafvirkjun í Fjölbrauta­ skólanum í Breiðholti. Hún æfir líka skotfimi og leikur á gítar í framsækinni rokkhljómsveit. María Rós er nýnemi í FB, en hún hafði áður verið í öðrum framhaldsskóla. Ástæðuna fyrir því að hafa valið rafvirkjun segir María Rós að þetta sé fyrst og fremst praktískt nám sem geti gefið góða tekjumöguleika. Rafvirkjun sé líka langt frá venjulegri skrifstofuvinnu sem hún hefur ekki áhuga á. Áfangarnir sem María Rós er í þessa önn eru m.a. rafeindatækni, mælingar, rafmagnsfræði og stýringar sem henni finnst mjög áhugaverðar. Hún segir bæði samnemendur og kennara brautarinnar vera mjög fína og öll aðstaða til fyrirmyndar. María Rós stefnir á útskrift eftir eitt og hálft til tvö ár. Þá taki hún sveinspróf og fari svo að vinna fulla vinnu eftir það. Næsta verkefni er þó undirbúningur fyrir ferð til Kaupmannahafnar, en tvær stúlkur í rafvirkjun í FB munu dvelja þar á Erasmus-styrk í þrjár vikur í starfsþjálfun í tækniskóla. María Rós er reyndar í vinnu með skóla. Hún vinnur af og til hjá Rafholti sem hún segir mjög gott fyrirtæki og að þær séu tvær stelpurnar sem vinni þar. Hjá fyrirtækinu sé hún aðallega í stýringum og töflusmíði. Hún vonast til að geta haldið áfram að vinna þar eftir að námi lýkur. María Rós vinnur líka á Íslenska rokkbarnum á kvöldin og um helgar. Þar vinnur hún sem rótari og ljósamaður og það er ekki amalegt að hafa einhvern í slíku starfi sem hefur þekkingu á rafmagni og hefur gaman af tónlist, en tónlistin skipar líka stóran sess í huga Maríu Rósar. Hún leikur á gítar í hljómsveitinni Vertigo sem er búin að vera starfandi í eitt og hálft ár. Hún segir þetta vera bara svona venjulega rokkhljómsveit sem spili frumsamið efni. Loks má geta að María Rós er nýlega byrjuð að æfa skotfimi, en hún mætir á æfingar hjá Skotfélagi Kópavogs.

47


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.