Page 1

17

1. tbl. 20

1


Númer 1.qxp_Layout 1 20.2.2017 13:11 Page 1

Númer 1.qxp_Layout 1 20.2.2017 13:11 Page 1 Númer 1.qxp_Layout 1 20.2.2017 13:11 Page 1

ÞAÐ ER EKKERT...

ÞAÐ ER – eins gagnslaust ogEKKERT... rafmagnslaus snjallsími! ÞAÐ ER EKKERT... – eins gagnslaust og rafmagnslaus snjallsími! – eins gagnslaust og rafmagnslaus snjallsími!

Til að snjalltæki virki þurfa þau RAFMAGN, FORRIT OG ÖPP Nám í rafiðnaði;

Til aðaðgang snjalltæki virki þurfa þau RAFMAGN, OG ÖPP ...veitir að fjölbreyttum, vellaunuðum ogFORRIT skemmtilegum störfum. Til að snjalltæki virki þurfa þau RAFMAGN, FORRIT OG ÖPP ...býður upp á frítt námsefni á íslensku með aðgangi fyrir alla. Nám í rafiðnaði; ...erí krefjandi Nám rafiðnaði; ...veitir aðgang og að fjölbreytt. fjölbreyttum, vellaunuðum og skemmtilegum störfum. ...veitir góð atvinnutækifæri og spennandi starfsumhverfi með ...veitir aðgang að fjölbreyttum, vellaunuðum og skemmtilegum áherslu á tækninýjungar og öra framþróun. störfum. ...býður upp á frítt námsefni á íslensku með aðgangi fyrir alla. Iðnnám er góð leið fyrir alla með fjölbreyttum námsleiðum, nægri

...býður upp frítt námsefnitilá að íslensku með aðgangi fyrirá alla. ...er krefjandi og fjölbreytt. atvinnu og áótal tækifærum taka þátt í og hafa áhrif tækninýjungar og framþróun.

...er krefjandi og fjölbreytt. og spennandi starfsumhverfi með ...veitir góð atvinnutækifæri áherslu á tækninýjungar öra framþróun. Látumog snjalltækin virka ...veitir góð atvinnutækifæri og með og lærum aðspennandi þjónustastarfsumhverfi þau. áhersluerágóð tækninýjungar örafjölbreyttum framþróun. námsleiðum, nægri Iðnnám leið fyrir allaog með atvinnu og ótal tækifærum til að taka þátt í og hafa áhrif á tækniIðnnám góð leið fyrir alla með fjölbreyttum námsleiðum, nægri nýjungarerog framþróun. atvinnu og ótal tækifærum til að taka þátt í og hafa áhrif á tækninýjungar og framþróun. Látum snjalltækin31virka RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS | STÓRHÖFÐA | SÍMI: 580-5200 | www.rafis.is

og lærum að þjónusta þau. Látum snjalltækin virka og lærum að þjónusta þau.

RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS | STÓRHÖFÐA 31 | SÍMI: 580-5200 | www.rafis.is RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS | STÓRHÖFÐA 31 | SÍMI: 580-5200 | www.rafis.is

2


Blaðið 2020 er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Skólarnir eru 13 talsins og eins ólíkir og þeir eru margir, námsframboð er gríðarlega fjölbreytt, þar sem fagmenntaðir einstaklingar útskrifast á hverju ári. Nafn blaðsins vísar í sameiginlegt markmið skólanna, skýrt og mælanlegt markmið, að 20% grunnskólanemenda skrái sig í iðn- og verknám frá og með árinu 2020. Blaðinu er dreift til foreldra og forráðamanna nemenda í 10 . bekk á Íslandi, 3.618 eintök. Vinnustofan Ás sér um merkingu og Íslandspóstur um dreifingu. Blaðið er aðgengilegt í skólunum sem standa að því, ásamt því að vera aðgengilegt á Íslandsmóti iðn-og tæknigreina sem fram fer í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars nk.

Fyrsta tölublað 2017 Prentuð eintök: 6.000 Einnig aðgengilegt á ISSUU.com Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot og hönnun: Prentsmiður - Umbrotshönnun Ábyrgðarmenn/Ritnefnd: Ólafur Sveinn Jóhannesson, Magnús Ingvason og Steinunn Þórdís Árnadóttir

3


FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS

FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS

FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA

4

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI


Lyftum grettistaki!

Starfsnámsskólar landsins í samvinnu við Samtök iðnaðarins stefna hátt og ætla að ná merkum áfanga með því að sameina krafta sína og breyta ímynd og ásýnd tækni- og starfsnáms með samtakamættinum!

#Kvennastarf

Samvinna skólanna og samtakanna er ábyrg fyrir #kvennastarf og með því er verið að kalla á nýjan flöt á umræðunni og hefja hana upp úr þreyttum slagorðum um að „bæta þurfi iðn- og starfsnám“. Af hverju #kvennastarf? Svarið er að kynferði á ekki að þurfa hafa áhrif á námsval eða starfsvettvang. Hefðbundin verkaskipting kynjanna er orðin úrelt og á ekki lengur við í nútímasamfélagi. #kvennastarf átakið hefur leitt okkur saman og áfram má vinna í heilmörgu sem mun styrkja tækni- og starfsnám til lengri tíma.

Blaðið sem þú ert að lesa!

Blað þetta er ein birtingarmynd þessa samstarfs. Allir skólar sem kenna iðn- og starfsnám koma að gerð blaðsins með það að markmiði að veita innsýn í starfið í skólunum. Ekki er fjallað sérstaklega um námsbrautir, áfanga eða sóknartölur heldur raunsanna mynd af raunverulegu starfi innan skólanna.

Nemendur

Nemendur okkar eru að sjálfsögðu það sem allt snýst um og við viljum tryggja öllum gott nám en ekki síður áhugaverða skóla og áhugaverð verkefni sem af náminu leiða. Við erum að horfa á framtíðarnemandann og veltum því fyrir okkur hvernig við best mætum honum. Sættum okkur ekki við gamaldags nálganir heldur viljum reyna á nemendur og kalla fram styrkleika þeirra.

Tækni- og starfsnámsstúdentinn

Tækni- og starfsnám er ekki endastöð þeirra sem vilja halda áfram heldur galopnar flestar leiðir til áframhaldandi háskólanáms. Ein af mýtunum er að stúdents­ próf samhliða starfsnámi sé eitthvað óæðra og lakara. Staðreyndin er hinsvegar að stúdentspróf samhliða tækni- og starfsnámi er verðmætt nám sem tryggir starfsréttindi samhliða stúdentprófi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í háskólanámi.

Þín áskorun!

Ert þú til í að horfa út fyrir kassann og virkilega velta fyrir þér hvað þig langar til að starfa við í framtíðinni. Er ekki skynsamlegt að velja starf og áhugasvið frekar en skóla? Þegar starfið hefur verið valið þá er tímabært að horfa til þeirra skóla sem bjóða námið. – Vertu viss, af nógu er að taka og tækni og verknámsskólarnir hver öðrum betri.

Lyftum saman grettistaki og breytum gömlum gildum í tækifæri til sóknar fyrir framtíðarnemandann! Skólameistarar starfsnámsskóla

5


b a L Faber vettvangur framtíðarinnar

Við viljum skapa ný störf, ný tækifæri og virkja möguleika sem ný tækni býður upp á. Við viljum ekki eingöngu vera neytendur nýrrar tækni, við viljum vera skapandi þátttakendur í tækniuppbyggingu framtíðarinnar. Róttækar breytingar í samfélagi og atvinnulífi kalla á breytingar í menntun. Menntun og hæfni í sköpun, verkgreinum, raungreinum og tæknigreinum eru mikilvæg undirstaða nýsköpunar. Við viljum að Íslendingar séu samkeppnishæf þjóð hvað varðar hæfni og hagvöxt. Fab lab er opinn vettvangur fyrir almenning, fyrirtæki, frumkvöðla, og nemendur.
Fab Lab er smiðja með tækjum og tólum til þess að gera nánast hvað sem er. 
Í smiðjunum er búnaður til þess að raungera hugmyndir með hjálp tölvustuddrar hönnunar og framleiðslutækni. Þar eru meðal annars tölvustýrðir laserskerar, vinylskerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og þrívíddarprentarar ásamt búnaði til að vinna með sérfræðingum um allan heim sem hafa það að markmiði að deila þekkingu. Samkeppnishæfni Íslands byggir á möguleikum til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni. Fab Lab er frábær vettvangur til ná markmiðum um aukna áherslu á nýsköpun, hönnunarverk- og tæknimenntun og til að hvetja til fjölgunar tækni- og raungreinamenntaðra einstaklinga sem eru tilbúnir að takast á við nýjar áskoranir.

Fab Lab er stytting á enska orðinu Fabrication Laboratory.
Uppruni Fab Lab er í Center For Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Boston. Verkefnið hefur vaxið gríðarlega og árið 2017 eru starfandi yfir 1000 Fab Lab smiðjur um allan heim sem vinna saman í gegnum alþjóðlegt net Fab Foundation.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir starf Fab Lab smiðja hér landi með samstarfsaðilum víða um land. Fab Lab smiðjur eru nú starfandi í Vestmannaeyjum, Hornafirði, Fjarðabyggð, Sauðárkróki, Ísafirði, Akureyri og Reykjavík og starfa í nánum tengslum við grunn- og framhaldsskóla á svæðunum.6

Í Fab Lab fer fram bæwði formlegt og óformlegt nám

Í Fab Lab smiðjum landsins eru kennarar, leiðbeinendur og nemendur þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar. Í smiðjunum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni á grunnskólaog, framhaldsskólastigi. Einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy þar sem kennd er stafræn framleiðslutækni; allt frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Fab Academy er framhaldsnám þar sem boðið er upp á hátækninám á stöðum á landsbyggðinni sem annars hefðu ekki aðgang að tækni-og verknámi á jafn háu stigi.
Markmið Fab Lab smiðja er að auka færni einstaklinga til að vera hönnuðir og skaparar nýrrar tækni að vera gerendur en ekki eingöngu neytendur. 

Samkvæmt framtíðarspám munu allt að 65% barna sem nú eru á fyrstu árum grunnskóla vinna störf sem byggja á tæknilausnum sem enn eru ekki orðnar til.
 Fab Lab er mikilvægur vettvangur til að þjálfa hæfni fyrir störf framtíðarinnar og auka lífsgæði þjóðarinnar. Hér á landi eru mikil tækifæri til áframhaldandi þekkingaruppbyggingar og er ánægjulegt að sjá fyrirtækin hér fjárfesta í auknum mæli í tölvustýrðum tækjum og tólum.


Fab Lab er á 7 stöðum á landinu! Sjá bls. 23

Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd.

Hafðu samband og við klárum þetta saman.

Við þurfum fólk til þess að hanna og stýra þessum bún­aði og Fab Lab smiðjur eru frábær vettvangur til þess að uppfylla þá þekkingarþörf sem er á markað­ num. Fab Lab smiðjurnar eru í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla víða um land og þar á meðal Fram­ haldsskólann í Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólann á Ísafirði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Verkmenntaskólann á Akureyri, Verk­menntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu. Í dæmigerðri Fab Lab smiðju er að finna öflug tæki, sem eru þó tiltölulega einföld í notkun, og má t.d. nota til að smíða frumgerðir að nýjum uppfinningum eða hönnun. „Þetta er búnaður á borð við tölvustýrða fræsivél sem getur skorið út t.d. húsgögn, skilti eða þrívíð módel, og fínfræsari sem nýtist m.a. til að skera út rafrásir eða búa til vaxmót sem svo má steypa eftir. Í öllum Fab Lab smiðjunum hér á landi eru laserskerar sem geta skorið út tvívíða hluti sem festa má saman til að búa til þrívíða gripi. Eins hefur fólk afnot af þrívíddarprenturum sem prenta úr plastefnum. Allar Fab Lab smiðjur búa líka yfir þrívíddarskanna og rafeindaverkstæði þar sem hægt er að búa til hvers kyns rafstýrðan búnað.

Suðurhraun 1 | 210 Garðabæ Sími: 59 50 300 | www.isafold.is

7


Jeppaferð

á þemadögum

Hugmyndina að hinni árlegu jeppaferð sem farin er á þemadögum í Borgarholtsskóla má rekja til nemenda sem áttu breytta jeppa eða höfðu aðgang að slíkum bílum og langaði í jeppaferð á jökul. Þeir höfðu samband við kennara bíladeildar og tóku þeir vel í hugmyndina enda voru þeir vanir fjallamenn og áttu breytta jeppa. Fyrsta ferðin var farin í febrúar 2009. Kennarar ræddu sín á milli um hvert væri best að fara með hópinn, ferðin varð að vera áskorun og alvöru fjallaferð en aldrei var slegið af öryggiskröfum. Veðurfar og aðstæður voru kannaðar á nokkrum stöðum og að því loknu var ákveðið að fara upp á Fimmvörðuháls. Fyrst var ákveðið að líta yfir bílana fyrir ferðina til að athuga ástand þeirra en þar sem þátttakan fór fram úr björtustu vornum var það ógerningur. Fjöldi bíla var yfir 40 og nemendafjöldi yfir 80. Fyrir ferðina var haldinn fundur með nemendum þar sem farið var yfir ferðaáætlun og nemendur fengu lista yfir þann búnað sem þyrfti að vera í bílunum. Allir bílarnir þurftu að vera í góðu ástandi, skoðaðir og með VHF talstöð. Lagt var af stað frá Borgarholtsskóla upp úr klukkan átta að morgni og mikil áhersla var lögð á að allir mættu tímalega. Keyrt var sem leið lá að Skógum en þar kom í ljós að illfært var upp á Fimmvörðuháls vegna veðurs. Var því ákveðið að halda á

8

Sólheimajökul í staðinn. Þar var hið fegursta veður en aðstæður erfiðar og ekki komust allir upp á jökulinn enda hópurinn misvanur að keyra í snjó. Það fengu þó allir að reyna sig við að aka í snjó og fóru reynslunni ríkari heim. Kennarar voru á þremur bílum, einn fremst, einn fyrir miðju og einn aftastur til að halda utan um hópinn. Misvel gekk að keyra á jöklinum; sumir festu sig og þurftu að láta draga sig og stöku dekk fór af felgu. Þrátt fyrir það verður ekki annað sagt en að ferðin hafi gengið vel og komu nemendur þreyttir og ánægðir heim eftir vel heppnaðan og lærdómsríkan dag. Haustið eftir var farið að tala um hvert ætti að fara í næstu ferð og hefur þessi viðburður verið árviss síðan og er nú komið að áttundu jeppaferðinni. Auk Sólheimajökuls hefur verið farið að Skjaldbreið, á Langjökul og inn að Hvanngili. Eitt árið var farið í Þórsmörk vegna krapa og aurbleytu á hálendinu. Alls konar veður hefur verið í ferðunum en aldrei hefur þurft að hætta við. Þátttakan hefur alltaf verið mjög góð og þetta hefur hingað til verið stærsti viðburðurinn á þemadögunum.

Hægt er að skoða myndir frá ferðunum á Facebook síðunni: Borgó jeppaferð á þemadögum


Stefn á EM HM 20 ir 18 og Halldór Vilberg Reynisson er 17 ára nemandi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann er nemandi á málmiðnaðarbraut en samhliða náminu stundar hann einnig bátakappakstur á Formúlu 4 bát. Hann byrjaði fyrst að æfa árið 2014 en á þeim tíma var hann búsettur í Noregi. Hann flutti svo á Akranes og eftir að skóla lýkur á daginn æfir hann bátakappaksturinn úti á sjó við strendur Akraness. Áhugi Halldórs á Formúlu 4 kappakstri kviknaði þegar hann keypti sér hraðbát fyrir fermingarpeningana sína. Stuttu síðar kynntist hann svo mönnum sem voru í siglingarklúbbnum DST en þá vantaði ökumann á keppnisbát og spurðu Halldór hvort hann hefði áhuga. Það hafði hann svo sannarlega og fékk í staðinn að hafa afnot af bátnum í eitt ár ásamt kerru. Bátakappakstur snýst um það að keppendur keyra ákveðinn fjölda af hringum, ýmist 8-15 hringi eftir keppnum og sá fyrsti til að koma í mark vinnur. Halldór segir að íþróttin sé ekki mikið æfð í Noregi en þó eitthvað. Hún er hins vegar lítið þekkt á Íslandi og enginn annar en Halldór æfir hana svo vitað sé. Einhverjir meðlimir í sjósportklúbbnum GG-sport æfa þó svipaða íþrótt á gúmmíbátum. Á hverju ári eru valdir fimm efnilegir unglingar í norska unglingalandsliðið. Samkeppnin er hörð og þeir sem eru valdir hafa yfirleitt náð góðum árangri í greininni. Í ár var Halldór valinn í liðið og fyrir vikið fær hann góða þjálfun frá þjálfurum sem hafa mikla reynslu og þekkingu á bátakappakstri. Hann hefur þegar sannað sig í íþróttinni því strax á sínu fyrsta keppnisári lenti hann í 3. sæti í

Noregsbikarnum og í sama sæti í meistarakeppni Noregs í GT-15 sem er fyrsti styrkleikaflokkur í bátakappakstri. Hann æfir því með mörgum af efnilegustu og bestu íþróttamönnum Noregs í greininni. Fyrir vikið þarf hann að ferðast reglulega á milli Íslands og Noregs þar sem hann keppir. Næstkomandi sumar mun hann taka þátt í norsku mótaröðinni í Formúlu 4 sem fram fer í Suður Noregi. Eftir Noregsbikarinn í sumar stefnir hann svo á að keppa á EM og á næsta ári er stefnan sett á heimsmeistaramótið. Hann ákvað að sleppa þátttöku á Evrópumeistaramótinu í ár til að geta einbeitt sér að Noregsbikarnum. Halldór á sjálfur Formúla 4 bát sem hann sendir til Noregs á vorin og keppir síðan á sumrin. Þess á milli kemur hann með bátinn til Íslands og æfir sig. Báturinn er 100 kg. tvíbytna með stjórnklefa sem er byggður úr koltrefjum. Hann er með 60 hestaafla Mercury formularace mótor og getur náð allt að 120 km. hraða á klst. Halldór telur að bátakappakstur gæti vel náð fótfestu á Íslandi því að hér sé að mörgu leyti betri aðstaða heldur en í öðrum löndum þar sem íþróttin er stunduð. Hér er nóg af vötnum og auðvelt að komast á sjó. Halldór og faðir hans hafa íhugað að flytja inn byrjendabáta til Íslands til að kanna viðbrögðin en því miður hafa þeir ekki enn þá látið verða af því. Þess er því vonandi ekki langt að bíða að Íslendingar fái tækifæri til að prófa sig áfram í Formúla 4 bátakappakstri.

Hægt er að fylgjast með Halldóri á Facebook síðunni hans: HR Racing

9


r a n n u d l y k s l ö j f r u g Tæknida

Tæknidagur fjölskyldunnar er haldinn árlega í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) og verður blásið til leiks í fimmta sinn laugardaginn 7. október nk. Að deginum standa VA og Austurbrú. 10


s d n a l r u t s u A a l ó í Verkmenntask Markmiðið með Tæknideginum er að vekja áhuga almennings á fjöl­breyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda og örva sköpunargleði. Einnig að vekja athygli barnaog ungmenna á fjölbreyttum náms- og starfsmöguleikum á þessum sviðum. Þennan dag er allur skólinn opinn og ýmislegt í gangi frá nem­ endum og kennurum, sérstaklega í verk-, tækni- og nátt­úru­ fræðinámi. Einnig er opið er í „Austurenda“ skóla­bygging­ arinnar en þar eru starfandi þekkingarfyrirtæki (Náttúru­stofa Austurlands, Matís og sjálfstætt starfandi for­ritarar) sem taka þátt í deginum. Íþróttahúsið við hlið skólans er líka notað þar sem dag­urinn hefur vaxið og rúmast ekki lengur í skólabyggingunni. Við fáum með okkur í lið stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í iðn- og tæknigeiranum og/eða nýta áhugaverða tækni í starfsemi sinni til að koma að þessari uppákomu. Þátttakendur geta t.d. sýnt og kynnt eitthvað sem þeir eru að fást við og hafa áhuga fyrir að kynna fyrir almenningi. Hægt er að kynna til dæmis tæknibúnað, vísindatilraunir eða verkefni á ýmsum stigum allt frá hugmynd að fullbúinni vöru/lausn. Margt kemur til greina enda spanna hugtökin tækni, verkmenntir og vísindi ansi vítt svið.

Fjölbreytni verður að teljast sem einn af helstu styrkleikum þessa dags og að því leyti sker hann sig úr hvaða svona uppákomur varðar. Við erum með nemendur sem þátttakendur, kennara, velunnara og áhugafólk utan úr bæ, fyrirtæki, stofnanir. Allt frá þaulreyndum vísindamönnum sem vanir eru að stíga á stokk á þennan hátt til kennslustunda í hinum ýmsu verk- og tæknigreinum og skuggaleikhúss nemenda. Öllu er „blastað í botn“ ef svo má að orði komast með það að markmiði að vekja athygli á þeim óendanlegu möguleikum sem felast í verk-, tækniog vísindanámi sem og atvinnumöguleikum í þessum greinum. Mikil áhersla er lögð á upplifun gesta, „hands-on“ viðfangsefni þar sem gestir geta prófa og upplifað. Ýmsir áhugasamir ein­ staklingar úr samfélaginu og frumkvöðlar koma sífellt sterkar inn á Tæknidaginn, eru í raun í bakvarðasveit dagsins. Tæknidagurinn er svo sannarlega kominn til að vaxa og dafna og gestum fjölgar með hverju ári. Hann er orðinn viðburður sem þátttakendur sem og gestir hlakka til að sækja. Sannkallaður fjölskyldudagur. Mikið er um að vera sem höfðar til barna og eru mörg hver ekki tilbúin til að fara heima í dagslok. Vonandi verður afraksturinn sá að við sjáum þessa ungu gesti skila sér vel inn í verk-, tækni- og vísindanám í framtíðinni. Eitt af markmiðum Tæknidagsins er að sá þeim fræjum hjá börnum, strax á leikskólaaldri, að vísindi, tækni og verkmenntir séu skemmtileg og spennandi viðfangsefni og með því áhugi þeirra á að hasla sér völl á þessu sviði vonandi efldur.

Facebook síða Tæknidagsins: 11


SNYRTIFRÆÐI

margt mjög áhugavert Útskriftarhópur snyrtifræðinemenda í FB er hress og hlakkar til vorsins þegar lang­ þráðum draumi er náð, en þá útskrifast þær af snyrtifræðibraut. Þær koma héðan og þaðan og eru orðnar góðar vinkonur. Stúlkurnar eru á ýmsum aldri og hafa marg­víslegan bakgrunn. Ein lauk stúdents­ prófi fyrir mörgum árum og stundaði nám í Háskóla Íslands áður en hún ákvað að skrá sig í snyrtifræði í FB. Önnur bjó í Noregi og ákvað að flytjast aftur heim og fara í snyrtifræðina. Þriðja kemur frá Vest­ mannaeyjum, ætlaði fyrst í annað nám, en skráði sig svo í snyrtifræði og sér alls ekki eftir því. Fjórða hafði flakkað um í tveimur framhaldsskólum en fann sig ekki fyrr en í snyrtifræðinni. Stúlkurnar koma því úr ýmsum áttum. Spurðar hvenær þær hafi fengið áhuga á snyrtifræðinni komu margvísleg svör. Nokkrar þeirra sögðu að áhuginn hafi vaknað um það leyti sem þær voru í 8. bekk þegar margar stúlkur byrji að mála sig. Þá hafði naglastúss haft áhrif, t.d. það að prófa gervineglur. Svo hafi eitt leitt af öðru.

12

En hvað er áhugaverðast í náminu?

Svarið við því er að stúlkunum þykir margt mjög áhugavert og gagnlegt. Flestar nefndu andlitsmerðferðir, förðun, líkamsnudd, heit­steinanudd, vax o.fl. Svo eru ýmsir aðrir áfangar sem eru gagnlegir eins og t.d. sölutækni, heilbrigðisfræði og líffæra- og lífeðlisfræði. Þar læri þær allt um manns­ líkamann sem er nauðsynlegt fyrir snyrti­ fræðinga. Þær segja nám í snyrtifræði sé miklu faglegra og í raun erfiðara en margir átti sig á. Þær hafi a.m.k. haldið að það væri minna mál að læra snyrtifræði. Þær segja hópinn einstaklega skemmtilegan og þær eru allar orðnar góðar vinkonur. Annað væri varla hægt þar sem þær eru í tvö ár alltaf saman í tímum. Nokkrar ljúka stúdents­prófi samhliða náminu í snyrti­fræði. Eftir útskrift í vor tekur við 10 mánaða samningur á snyrti­stofu og að því loknu er það sveins­ prófið. Þær kvíða engu framtíðinni hvað varðar vinnu, en margt spennandi kemur til greina fyrir snyrti­fræðinga. Þannig fari mögulega einhverjar að vinna á snyrtistofu eða stofni snyrtistofu, aðrar fari að vinna hjá heildsölufyrirtækjum og enn aðrar fara að vinna innan heilbrigðisgeirans.


ÖLL STÖRF ERU KVENNASTÖRF #kvennastarf AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

13


14


Kvikmyndahátíð

framhaldsskólanna

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF var haldin í þriðja sinn í Bíó Paradís þann 11. og 12. febrúar 2017. Að þessu sinni komu nemendur í Borgarholtsskóla til samstarfs við nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla (FÁ). Hátíðin hefur þann tilgang að efla sköpun ungmenna og búa til vettvang fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á kvikmyndagerð. Þar gefst þeim tækifæri til að sýna áhorfendum sín verk og skoða verk annarra. Í ár var hátíðin veglegri en nokkru sinni, þá aðalega hvað varðar fjölbreytni kvikmynda, gæði þeirra og frá hversu mörgum framhaldsskólum innsendar myndir komu. Hátíðin var sýnilegri í samfélaginu og vonandi hlýtur hún fastan sess í félagslífi ungs fólks. Stuttmyndir hátíðarinnnar keppa um vegleg verðlaun. Verðlaun eru veitt fyrir bestu stuttmyndina, bestu tækniútfærslu og bestan leik. Jafnframt eru veitt áhorfendaverðlaun. Verðlaun eru vegleg að vanda. Þeir sem gáfu verðlaun að þessu sinni voru Kvikmyndaskóli Íslands, Kukl, Landsbanki Íslands, Smárabíó og RIFF. Ávallt er fengið fagfólk kvikmyndagerðarmanna og leikara í dómnefnd og kemur engin sem starfar við hátíðina nálægt því vali. KHF er skipulögð af framhaldsskólanemendum fyrir nemendur unga sem aldna. Fjölmargir þeirra koma að hátíðinni en hátíðarstjórar að þessu sinni voru Íris Irma Ernisdóttir frá Borgar­holtsskóla og Sindri Snorrason frá FÁ. Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var fyrst haldin árið 2015. Það ár var hún haldin í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla en árið eftir var hún færð í Bíó Paradís og er stefnan sú að halda hana þar í framtíðinni.

Nemendur í FÁ stofnuðu hátíðina, en hugmyndin varð til í áfanga sem fjallar um viðburðastjórnun, þ.e. uppsetningu og skipulag viðburða. Nemendur í þessum áfanga skipuleggja allt sjálfir hvað varðar hátíðina, fjármagna hana, hanna plakat, setja upp veglega sýningarskrá og heimasíðu, filmfestival.is. Nemendur setja einnig upp alla dagskrána og keyra hátíðina með sýningu kvikmyndanna, viðtölum við þá sem gerðu myndirnar og svo hátíðargesti. Það berast stuttmyndir víðsvegar af landinu á hátíðina og stefnt er að því að sem flestir framhaldsskólar taki þátt í viðburðinum. Framhaldskólanemendur eru hvattir til að senda inn stuttmyndir og vera þannig virkir þátttakendur í skemmtilegum viðburði. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir ungt kvikmyndaáhugafólk til að koma sér á framfæri með því að senda inn eigin mynd hvort sem hún er heimagerð eða skólaverkefni. Einnig geta þátttakendur sótt sér innblástur í framtíðarverkefni með því að horfa á stuttmyndir annarra nemenda. Verðlaunin gefa þessu unga fólki tækifæri til að hefja nýtt verkefni þar sem verðlaunin eru tækjaleiga, ráðgjöf og peningagjafir. Þekktir heiðursgestir í kvikmyndageiranum hafa ávallt sótt hátíðina, m.a. Ragnar Bragason, Jón Gnarr og Eva Sigurðardóttir. Í ár voru það vel þekktar konur í kvikmyndagerð, þær voru: Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður og formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður Leikskálda- og handritshöfunda. Hún er einnig aðalhöfundur Fanga sem nýverið voru sýndir á RÚV. Einblínt var á konur í kvikmyndagerð þetta árið. Hátíðin er styrkt m.a. af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Menntaog menningarmálaráðuneytinu. Jafnframt studdu að þessu sinni við hátíðina ýmis fyrirtæki eins og Epal, Kvikmyndaskóli Íslands, Kukl, Landsbanki Íslands, Desæna og Gallerí Fold ásamt nokkrum smærri aðilum.

15


SMÍÐAÐI GÍTAR í nýsköpunaráfanga Jóhann Pétur Jónsson er 16 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann er á Nýsköpunarbraut skólans og líkar mjög vel. Í kennslutímum er hann m.a. að smíða rafmagnsgítar í Fab Lab smiðju skólans.

byrjað að teikna gítarinn þegar hann var enn í grunnskóla og útfært síðan enn betur í nýsköpunaráfanga hjá tónlistarmanninnum Benna Hemm Hemm. Hann hafi síðan fullkomnað verkið í Illu­ strator tölvuteikniforriti.

Jóhann Pétur er úr Bústaðahverfinu og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Hann byrjaði í FB á Nýsköpunarbraut í haust og líkar mjög vel. Hann er í ýmsum áföngum sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlafræði, en einnig er hann í listgreinum og almennum áföngum. Hann fer í vor til Eistlands þar sem hann tekur þátt í vikulöngum frumkvöðlabúðum.

Aðspurður segir hann að einna erfiðast hafi verið að finna góða viðartegund í gítarinn. Hann ákvað að nota ask, en það er sami viður og Fender notar í sína gítara. Askinn hafi hann fengið í Efnissölunni á aðeins 7 þúsund krónur og þar hafi verið aðilar sem hafi leiðbeint honum. Síðan á eftir að kaupa pickup og eitt og annað til þess að gítarinn verði fullkominn.

Með tilkomu Fab Lab Reykjavík í skólanum breytist öll aðstaða og er hreint frábær, en Fab Labi var reyndar það sem hafði mest áhrif á að Jóhann Pétur valdi FB. Jóhann Pétur er mikill tónlistaráhugamaður og hlustar á margvíslega tónlist, s.s. Foo Fighters, Muse, Black Key, Green Day og fleiri. Hann byrjaði sjálfur að spila á gítar fyrir ári síðan og hefur æft stíft síðan. Hann æfir og spilar með skólahljómsveitinni Whalers, en sú sveit er skipuð bæði nemendum og starfsmönnum skólans. Hann er þó einnig að hugsa um að stofna sína eigin hljómsveit.

Þegar Jóhann Pétur hafði teiknað gítarinn þurfti hann að fræsa hann út í Fab Lab og hann segir það hafa verið eitt það erfiðasta að stilla fræsivélina rétt. Það hafi þó tekist og hann sé mjög ánægður með afraksturinn og búinn að fá gítar í hendurnar eins og hann vildi hafa hann. Síðan á Jóhann Pétur eftir að lakka gítarinn og ætlar hann að hafa hann bláan og hvítan. Allir „alvöru gítarleikarar“ nota hljóðeffekta og Jóhann Pétur er búinn að búa til einn slíkan í laserskeranum í Fab Lab.

Jóhann Pétur dreymdi um að eignast flottan rafmagnsgítar og hvað er betri leið en að teikna hann sjálfur og smíða? Hann segist hafa

16

Jóhann Pétur segist hafa hug á að fara í Listaháskólann eftir framhaldsskólann og námið í FB; bæði á nýsköpunarbraut og myndlistarbraut sé góður undirbúningur fyrir það.


SAUMAÐ TIL GÓÐS Fjölbrautaskóla Suðurnesja var veittur styrkur úr Sprotasjóði til þess að undir­búa endurvinnsluáfanga í textíl. Ákveðið var að eitt af markmiðum hans væri að vinna verkefni og gefa til góðgerðarmála. Verkefnið ætti að taka fjórar til fimm vikur. Áfanginn hefur tvisvar verið kenndur og í fyrra skiptið voru saumuð ungbarnasængurver og náttföt en í seinna skiptið saumuðu nemendur herraslaufur. Sængurverin og náttfötin voru gefin til Fjölskylduhjálpar í Reykjanesbæ og voru ætluð ungum foreldrum. Í seinni áfan­ganum saumuðu nem­endur herraslaufur og seldu. Ágóð­inn varð 200.000 kr. og rann til Krabba­meinsfélags Suðurnesja. Í báðum þessum verkefnum flokkuðu nemendur notaðan textíl og völdu úr efni til þess að vinna með. Nemendum var raðað á stöðvar og unnu í hálftíma í einu á hverri stöð og þurftu að prófa allar stöðvarnar. Síðasta stöðin var gæðaprófun þar sem nemendur báru ábyrgð á að skoða og tryggja að útkoman stæðist kröfur. Liður í þessum áfanga er að kynna sér starfsemi þess félags sem fær afrakstur­ inn. Fyrri hópurinn heimsótti Fjölskylduhjálpina þar sem tekið var á móti gjöfunum sem nemendur saumuðu. Stuttu síðar komu tveir starfs­menn Fjölskylduhjálparinnar í skólann og ræddu við nemendur um starfsemina. Seinni hópurinn fékk heim­sókn frá Krabbameinsfélagi Suður­nesja og kynningu á starfseminni um leið og þeir afhentu ágóðann af slaufusölunni. Nemendum var afhent viðurkenningarskjal fyrir gjöfina. Niðurstaðan var skemmtileg, nem­endum var ekki sama hvað þeir létu frá sér og voru oft strangir í gæða­skoðuninni. Þeim fannst til­breyting í stöðvavinnunni og fannst ótrúlegt hvað hægt var að gera með nánast engum tilkostnaði. Kynn­ingarnar sem nemendur fengu frá félög­unum gáfu þeim góða innsýn í starfsemi félag­anna og aðstæður þeirra sem félögin styðja. Nemendur fengu mynd af sér í bæjarblaðinu Víkurfréttum sem var viðurkenning fyrir þau. Ætlunin er að kenna áfangann aðra hverja önn á textílbraut skólans en einnig getur hann verið valáfangi.

VARIST EFTIRLÍKINGAR Veist þú hver byggir húsið þitt? Vertu viss um að framtíðarheimilið sé byggt af fagmönnum með iðnréttindi áður en þú ráðstafar aleigunni.

Að vera félagsmaður í Byggiðn - félagi byggingamanna er ódýr en öflug aðild að sterkum sjúkrasjóði, orlofshúsum og tryggir samstöðu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í réttindamálum byggingariðnaðarmanna.

Málsvari byggiðnaðarmanna 17


LIFANDI NÁM Vendikennsla

Vélstjórn er nám sem er boðið upp á í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Markmið námsins er að veita nemendum faglega grunnþekkingu og verklega færni til þess að kunna að stjórna vélbúnaði skipa eða framleiðslufyrirtækja. Ívar Valbergsson hefur verið að kenna í vélstjórninni undanfarin ár og þegar hann byrjaði fannst honum vanta nýjungar í kennsluna. Hann fór því úr hefðbundnum fyrirlestrum í kennslu og fór að nota kennsluaðferðina „Lifandi nám -Vendikennsla“ (Flipped learning).

sýnt fram á aukinn metnað og áhuga nemanda og lærdómurinn verður öðruvísi og skemmtilegri. Ívar notar líka ýmis konar öpp sem nemendur geta nýtt í náminu eða um 40 öpp. Nemendur nota því símana sína mikið og er síminn orðinn ómissandi þáttur í kennslustundum. Skólinn útvegar ipad fyrir þá nemendur sem eiga ekki síma.

Nemendur í vélstjórninni eru ekki bara að grúska í vélum og fletta bókum, heldur fer námið líka fram í sýndarveruleika þar sem tekist Lifandi nám - Vendikennsla er kennsluaðferð sem opnar nýjar dyr er á við raunhæf verkefni og vandamál í kennslustundum. Ívar í kennslu og gerir skólastofuna að opnu og öflugu námsumhverfi er með þrjár gerðir af vélhermum sem hann notar í kennslunni. þar sem nemandinn verður virkasti þátttakandinn og felur í sér Nemendur geta ræst vélhermi upp frá grunni og æft sig í honum. Ívar að hefðbundinni kennslu er snúið við. Nemendur geta horft á getur þjálfað nemendur í streituálagi með því að setja upp bilanir kynningar og samtímis leyst verkefni í vélherminum og fengið þá til þess að með öflugum kennslubúnaði og takast á við þær. Hann hefur til dæmis kennslugögnum. Kennslugögnin eru sett upp æfingu þar sem kviknar eldur Ég kenni aldrei nemendum mínum, í vélarúminu og nemendur þurfa að það góð að þau myndu nýtast vel í fjarkennslu en að Ívars mati er eitt ég bý til aðstæður svo þeir geti lært. slökkva hann. Þetta eru mjög raunhæf lykilatriðið að nemendur hafa hvorn verkefni í vélherminum sem samsvara Albert Einstein 1879-1955 annan til að ræða við um verkefnin vélabúnaði í skipum. Þetta verður til og ef allt þrýtur hafa þau kennarann þess að nemendur verða mun öruggari sem veitir öryggi. Með þessu er verið með það sem þeir eru að gera. að gera nemendur sjálfstæðari í námi. Jafnframt er verið að færa heimavinnuna í kennslustundina og kennslustundina á netið. Þar Nemendur eru mjög ánægðir með kennsluna í vélstjórn og margir af leiðandi geta nemendur unnið á sínum hraða í kennslustundum. þeirra mæta fyrr í kennslustundir til þess að læra, fara seinna úr Þeir geta verið að vinna í ólíkum verkefnum og þurfa ekki að vera þeim og eru jafnvel að læra í frímínútum í kennslustofunni. Auk á sama stað í námsefninu og heldur ekki í sama áfanga og það þess eru sumir nemendur sem koma í vélstjórnarstofuna þegar hefur reynst vel að hafa yngri og eldri nemendur í stofunni. Oftar kennslustundum er lokið til þess að læra. Ívar er mjög ánægður en ekki eru þeir eldri að hjálpa þeim yngri. Með vendikennslu getur með þetta allt saman og hvetur aðra kennara til þess að prófa kennarinn sinnt nemendum sem þurfa meiri aðstoð í kennslustund vendikennslu - þeir sem eru áhugasamir um vendinám geta haft betur og þá fá þeir einstaklingsmiðaða kennslu. Þetta hefur samband við Ívar á ivar@fss.is

18


VERKEFNASTÝRT NÁM Undanfarin ár hefur Tækniskólinn unnið að þróun á verkefnastýrðri kennslu og er markmið að allir skólar Tækniskólans bjóði upp á verkefnastýrt nám innan örfárra ára. Í Raftækniskólunum hefur kennsla verið að sveigjast í þessa átt undanfarin fimm ár. En hvað er verið að tala um? Gríðarleg þróun á sér stað í upplýsingatækni sem sér ekki fyrir endann á. Nemendur geta flett öllu upp á netinu og viðgerðarmenn raftækja geta flett nánast öllum búnaði upp á netinu og séð hvað þarf að gera út frá bilanaeinkennum.

Skólastarfið er líka að breytast

Ný kynslóð ungmenna kemur bráðlega inn í framhaldsskólana, nemar sem hafa tileinkað sér upplýsingatækni til fulls og eru fimir og fljótir að vinna sér í haginn með þeirri tækni. Þekkt er sú staðreynd að fyrirlestrarformið skilar mjög litlu í námi og nemendur muna fátt af því sem kennari talar um í klukkutíma fyrirlestri. Hins vegar ef nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á verkefnum, hvort sem það er á blaði, í tölvu eða verklegt þá situr það mun betur eftir. Verkefnastýrt nám miðar að því að fækka fyrirlestrum og stytta og hafa þá jafnframt í boði á netinu. Námið fer fram með verkefnavinnu, leysa verkefni, bilanagreina og smíða samhliða leiðbeiningum kennara. Jafnframt gerir þetta nemendum kleift að fara áfram á sínum hraða og þurfa ekki að fylgja öðrum nemendum.

Nemandi ræður ferðinni

Fyrir unglinga sem þegar búa að reynslu af afmörkuðum þáttum námsins er þetta kjörið. Þá þarf ekki að hanga lengi yfir verkefnum sem eru lítið krefjandi heldur taka þau með krafti og þegar áfanga er lokið er farið yfir í næsta áfanga. Þannig má stytta skóladvölina. Verkefnastýrt nám hentar mörgum en gerir þá kröfu til nemenda að þeir skipuleggi nám sitt vel. Þetta er ekki auðvelt en ávinningurinn er meira frelsi og mögulega hraðari námsframvinda. Þessi kennslu­ aðferð hefur þegar gefið af sér mun hærri einkunnir en áður tíðkuðust í sveinsprófi í rafeindavirkjun. Til dæmis kláruðu þrír nemendur sveinspróf haustið 2016 , allir með tíur í þremur áföngum. Rafvirkjanám í Raftækniskólanum í Hafnarfirði er alfarið orðið verkefnastýrt. Nemendur mæta þar í fyrirlestra á auglýstum tímum en þess á milli ráða þeir sér og geta unnið í opnum stofum fram eftir degi. Sumir kjósa að skipuleggja námið út frá vinnu á meðan aðrir keppast við að klára á skemmri tíma en brautaruppbygging segir til um.

Verkefnastýrt nám skemmtilegra

Margur myndi draga þá ályktun að nemendur kæmust upp með ódýr vinnubrögð og afritanir en svo er ekki. Nemendur þurfa að skila öllum verkefnum sem liggja fyrir í hverjum áfanga og það er ekki tekið við þeim nema þau uppfylli þau skilyrði sem námsáætlun segir til um. Námsmatið er svokallað leiðsagnamat og segir meira um hæfni nemandans en einkunn. Í náinni framtíð mun rafræn ferilbók halda utan um allt nám nemenda og geta þeir og kennarar sem meistarar sett inn leiðsagnamat og merkt við verkefni og áfanga sem nemendur hafa lokið. Verkefnastýrt nám er í þróun og kannski erfitt að finna módel sem hentar öllum faggreinum og horfa verður til þess að það eru örar breytingar í upplýsingatækni og aðgengi að góðu námsefni er alltaf að aukast. Trú kennara og skólatjóra Raftækniskóla Tækniskólans er að verkefnastýrt nám sé framtíðin og geri skólann að skemmtilegra vinnuumhverfi og líflegri vinnustað en þekkist í hefðbundnu áfangakerfi.

Þú finnur Tækniskólann á Facebook 19


RJÚFUM HEFÐIRNAR

– FÖRUM NÝJAR LEIÐIR Verkefnið tekur til nokkurra fyrirtækja og stofnana á Akureyri. Öll skóla­stig taka þátt í því; leikskólinn Lundarsel, Oddeyrar­skóli, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Háskólinn á Akureyri. Einnig taka Öldrunarstofnanir Akureyrar þátt og sömuleiðis Slippurinn Akureyri.

Í vetur hefur VMA tekið þátt í verkefninu Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir sem hefur að markmiði að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk karla og kvenna. Verkefnið, sem er stýrt af Jafnréttisstofu, hófst sl. haust og lýkur á næsta ári. Helstu áherslur í verkefninu er að stuðla að jafnrétti kynjanna í mennt­un, starfs­ þjálfun og ráð­gjöf, brjóta upp kynbundnar staðal­myndir í náms- og starfsvali, vekja áhuga kvenna á hefðbundnum karla­ störf­um og vekja áhuga karla á hefð­ bundnum kvennastörfum.

20

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, segir að í verkefninu beini skólinn fyrst og fremst sjónum að því annars vegar að fjölga stúlkum í tækninámi og hins vegar að fjölga strákum í hár­snyrti­iðn og á sjúkraliðabraut. Skólameistari bendir á að til fjölda ára hafi yfir­gnæfandi meirihluti nemenda VMA á nokkrum verk­náms­ brautum verið strákar, t.d. í byggingadeild, málmiðnaðardeild, raf­iðnaðarbraut og vélstjórn, en síðan snúist dæmið alveg við í hársnyrtiiðn og á sjúkra­ liðabraut. Áætlað er að verkefninu ljúki haustið 2018 með málþingi, þar sem dregnar verða saman niðurstöður og árangurinn metinn.


Ein á gólfinu í Slippnum! Það er gömul saga og ný að í sumum verknámsdeildum eru konur í miklum meirihluta en í öðrum eru karlar í meirihluta. Gott dæmi um deildir í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem konur eru í yfirgnæfandi meirihluta eru hársnyrtiiðn og sjúkraliðabraut en karlar eru í miklum meirihluta í rafiðnaðardeild, á málmiðnaðarbraut, í bifvélavirkjun, bygginga- og mannvirkjadeild og vélstjórn. Þetta er fjarri því að vera einsdæmi í VMA, þessi skipting kynjanna á námsbrautir er vel þekkt í öðrum framhaldsskólum. Þrátt fyrir allt er það nú alltaf svo að nokkrir nemendur sigla á móti straumnum, ef svo má segja. Ein þeirra fjögurra kvenna sem stunda nú nám í vélstjórn í VMA er Guðrún Ösp Ólafsdóttir. Hún rifjar upp að á sínum tíma hafi hún byrjað skólagöngu sína á náttúrufræðibraut í VMA. Síðan hafi hún farið í grunndeild málmiðnaðar og ætlað sér að fara í bifvélavirkjun en snúist hugur og farið í vélstjórn.Hún stefnir að því að ljúka svokölluðum B-réttindum í vélstjórn fyrir lok þessa árs. Guðrún Ösp segir erfitt að segja til um af hverju ákveðnar námsgreinar í framhaldsskóla, eins og vélstjórn, höfði ekki til stúlkna í jafn ríkum mæli og stráka. „En ég held að þessar greinar liggi almennt einfaldlega ekki á áhugasviði kvenna og ég þekki fáar konur sem hafa farið þessa leið,“ segir Guðrún Ösp. Hún segist sannarlega ekki hafa séð eftir því að hafa farið þessa leið í námi, það hafi gefið sér mikið. Samhliða náminu í VMA er hún á samningi í vélvirkjun í Slippnum Akureyri og er langt komin með hann. Er raunar eina konan í hópi yfir hundrað starfsmanna sem „vinna á gólfinu“ í Slippnum. En það truflar Guðrúnu Ösp síður en svo og hún heldur sínu striki.

Guðrún Ösp Ólafsdóttir

stundar nám í vélstjórn í VMA

Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 5757 600 • fossberg@fossberg.is • www.fossberg.is

21


Sjöunda Fab Lab smiðjan opnuð í húsakynnum VMA Í febrúar sl. hófst starfsemi Fab Lab smiðju í Eyjafirði og er hún staðsett í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri. Smiðjan er öllum opin til notkunar en óneitanlega er staðsetning hennar í húsakynnum VMA afar mikilvæg fyrir fjölbreytt nám á bæði verk- og bóknámsbrautum skólans.

á listnámsbraut VMA hef ég verið að gera ýmsar tilraunir með að tengja saman þessa stafrænu smiðju við t.d. bæði textíl- og skúlptúráfanga. Það er mikilvægt að hafa smiðjuna hér í skólanum og í því felast mörg tækifæri. Það er okkar að nýta þau“ segir Helga Björg.

Að þessari nýju Fab Lab smiðju, sem er sú sjöunda hér á landi, standa auk VMA, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Akureyrarbær. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Fab Lab eða stafrænar smiðjur nokkuð framandi en þær gefa óteljandi möguleika í hönnun og stafrænni prentun á ýmsum hlutum.

Hún segir ekkert óeðlilegt að það taki dálítinn tíma fyrir bæði kennara og ekki síður nemendur að átta sig á því hvað Fab Lab hafi upp á að bjóða. „Hins vegar er það svo að stór hluti af ungu fólki er tækniþenkjandi og veit hvernig er unnt að finna upplýsingar og leita lausna í gegnum vefinn. Og það á bæði við um stráka og stelpur – ekki síst eru stelpur farnar að láta meira að sér kveða í tæknigeiranum þegar komið er í nám á háskólastigi.

Helga Björg Jónasardóttir, kennari á listnámsbraut VMA og vöru­ hönnuður, hefur tengt kennslu sína við Fab Lab smiðjuna og hún fer ekki leynt með að smiðjan sé einn af mikilvægum þáttum í að auka áhuga nemenda af báðum kynjum á tækninámi. „Fab Lab smiðjan er mikilvægt verkfæri, ef svo má segja, til þess að tengjast námi í mismunandi deildum Verkmenntaskólans. Tækjabúnaður smiðjunnar býður upp á að gera „prótótýpur“ af hlutum sem síðan er unnt að smíða stærri inn á sjálfum verknámsbrautunum, til dæmis í byggingadeildinni eða málm­ iðnaðardeildinni. Möguleikarnir eru endalausir. Í kennslu minni

22

Hins vegar mætti áhugi stúlkna á tækninámi aukast frá því sem nú er á framhaldsskólastigi og að mínu mati er Fab Lab smiðja einmitt til þess fallin að ýta undir slíkan áhuga. Ég er þegar byrjuð að kenna nemendum mínum á listnámsbraut út frá notkun tækjabúnaðarins í Fab Lab smiðjunni og þeim finnst afar spennandi og áhugavert að sjá hvað hún býður upp á,“ segir Helga Björg og bætir við að Fab Lab smiðjan muni vonandi vekja áhuga t.d. grunnskólanema, sem komi til með að vinna í þessari nýju smiðju í VMA, á verk- og tækninámi.


Ísafjörður

Sauðárkrókur

Akureyri

Neskaupsstaður

Höfn Reykjavík

Vestmannaeyjar

Fab Lab starfsstöðvar

Eykur áhuga á tækninámi -

segir Helga Björg Jónasardóttir, kennari og vöruhönnuður

23


Í MK er frábært félagslíf og nóg um að vera. Nemenda­félagið er öflugt og það er alltaf eitthvað í gangi hjá nefndum innan félagsins. Alls eru 13 nefndir við skólann og þær sinna margvíslegum verk­ efnum en um fram allt er lögð áhersla á að hafa gaman og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagslífið er fjölbreytt og það er mjög góður andi í skólanum. Stjórn nemendafélagsins sem kosin er af nemendum ár hvert, sér til þess að allir séu með í við­burðum. Þar má nefna skemmtilega atburði eins og Tyllidaga sem eru þemadagar á haustönn en þá er námið brotið upp. Nemendur geta þessa daga valið úr fjölmörgu skemmtilegu til að gera á skólatíma s.s. fara í bíó, spila, hlusta á skemmtilega fyrirlestra, spila borðtennis, tefla og haldin hafa verið sundlaugarpartý og ostakvöld svo fátt eitt sé nefnt. Tyllidögunum lýkur alltaf með balli þar sem nemendur skemmta sér saman í dansi og gleðin er í hámarki. Stjórnin skipuleggur einnig önnur frábær böll líkt og ný­nemaball og myrkramessuball. Nú síðast var myrkra­messuballið haldið í Reiðhöllinni Víðidal og þemað var Neon. Árshátíðin er hin glæsi­ legasta og í ár mun hún vera sú stærsta upphafi. Þá erum við svo heppin að okkar frábæru nemar í Hótel-og matvælaskólanum elda og þjóna okkur til borðs, en í skólanum er frábær grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er góður grunnur fyrir frekara nám í þessum greinum. Urpið, söngkeppni MK, er haldin árlega á vorönn þar sem áhuga­samir nemendur fá tækifæri til að spreyta sig og fyrir þátt­takendur og þá sem í salnum sitja er þetta frábær skemmtun. Sigurvegrarinn tekur þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MK. Mikll metnaður er í keppninni í ár en forkeppnin fór fram í Gamla Bíó, þann 28. febrúar síðastliðinn. Sauðkindin, leikfélag MK, sér um að setja upp leik­sýningu ár hvert og allir áhugasamir fá að sjálfsögðu að vera með. Við í MK höfum á síðustu árum sett upp sýningarnar Mamma Mia, Börrlesk, Frægð, Dýrin í Hálsaskógi og í mars á þessu ári verður verkið Hrói Höttur frumsýnt.

24


NM80530 ENNEMM / SÍA /

FRAMTÍÐIN ER BJÖRT

BL býður upp á spennandi starfsnám fyrir BIFVÉLAVIRKJA, BÍLASMIÐI og BÍLAMÁLARA

HAGNÝTT NÁM FYRIR ÁHUGASAMA BL býður áhugasömum einstaklingum upp á starfsnám sem snýr að áhugasviði ungs fólks sem vill vinna við að þjónusta bíla. Bifreiðaumboðið BL greiðir allan námskostnað viðkomandi nemanda svo sem skólagjöld, bækur og annað sem á beinan hátt tengist náminu yfir allan námstímann. Þeir sem standast vissar kröfur eiga möguleika á námssamningi sem síðar endar með sveinsprófi hjá BL. Á námstímanum úthlutar BL nemandanum „starfsfóstra“ sem sinnir reglulegum samskiptum við nemanda, foreldra eða kennara eftir atvikum. Starfsfóstri hefur milligöngu um sumarvinnu nemanda hjá BL. Umsóknir skulu berast á http://www.bl.is/um-okkur/saekja-um-vinnu Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra BL í síma 525 8081 – anna.lara.gudfinnsdottir@bl.is BL ehf. Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

25


Mikilvægi vinnustaðanáms og starfsmenntunar verður seint dregið í efa. Nám sem stundað er í nánum tengslum við atvinnulífið og við raunverulegar aðstæður veitir nemendum tækifæri á að átta sig á áhuga sínum, styrkleikum og veikleikum þegar kemur að þeirri starfsgrein sem þeir stefna á í framtíðinni. Í vinnustaðanámi fá nemendur aukna innsýn í störfin og það sem krafist er af þeim þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Vinnustaðanám erlendis gefur ungu fólki tækifæri til að gera nám sitt enn fjölbreyttara og öflugra með því að kynnast því hvernig fólk annars staðar í heiminum tekst á við sambærileg störf. Ávinningurinn er ekki eingöngu faglegur heldur getur dvölin einnig aukið persónulegan þroska einstaklingsins til dæmis sjálfstæði, víðsýni, menningarlæsi, sjálfsþekkingu og aðlögunarhæfni. Á þessari önn fara þrír nemendur utan í vinnustaðanám í fjórar vikur. Tveir nemendur fara í Reggio Emila skóla í Portúgal og einn nemandi fer á frístundaheimili í Horsens í Danmörku. Allir eiga nemendurnir sameiginlegt að vera í félagsmálaog tómstundanámi og hafa lokið vinnustaðanámi með góðum árangri á Íslandi. Bæði nemendur og kennarar hafa unnið hörðum höndum að því að þetta verði að veruleika og eiga nemendurnir hrós skilið fyrir sinn hluta af undirbúningsvinnunni. Verkefnið heldur áfram næstu annir þar sem metnaðarfullum og námsfúsum nemendum stendur til boða að sækja um að fara utan í vinnustaðanám í fjórar vikur. Þau lönd sem nú þegar eru tilbúin í samstarf eru Portúgal, Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Þessi listi er þó ekki tæmandi þar sem öll lönd innan Evrópusambandsins koma einnig til greina.

26

Í ÚTLÖNDUM Í 4 VIKUR

Heimurinn er alltaf að minnka og samhliða því verða alþjóða­samskipti og -samstarf stærri og stærri hluti af náms- og starfsumhverfi framhaldskólanna. Fyrir 15 árum þótti líklega mörgum það fjarlægur draumur að taka hluta af starfsnámi sínu á framhaldsskólastigi erlendis. Styrkir frá stofnunum eins og Rannís og Erasmus+ og aukin vitund í samfélaginu um mikilvægi alþjóðasamstarfs hefur gert nemendum í félagsmála- og tómstundanámi, leikskólaliðanámi og félagsliðanámi í Borgarholtsskóla mögulegt að sækja hluta af starfsnámi sínu til skóla og stofnanna utan landssteinanna.


Það er talið hollt að hleypa heimdraganum og halda út í heim og kynna sér aðstæður þar og bera saman við það sem maður þekkir heima. Fjarlægðin gerir fjöllin blá en skerpa um leið útlínur þeirra og oft sjást hlutirnir betur úr fjarlægð en þegar þeir eru beint fyrir framan nefið á manni. Þær Elisabeth Tanja Gabrielludóttir og Agnes Linda Þorgeirsdóttir eru meðal þeirra sjúkraliðanema sem hafa farið til Danmerkur í starfsþjálfun. Haft var sambandi.

Á næstunni eru þær Birna María Guðlaugsdóttir og Giedre Rudzionyte á leið til Danmerkur í starfsþjálfun. Vonandi verða þær eins ánægðar með þá reynslu og þær Elisabeth Tanja og Agnes Linda.

STARFSÞJÁLFUN Í DANMÖRKU

Á Sjúkraliðabraut FÁ eru að jafnaði 100 – 150 nemendur, ýmist í sjúkraliðanámi eða í framhaldsnámi í hinum ýmsu greinum sjúkraliðastarfsins. Hluti af þekkingarleitinni er að fara utan til starfsþjálfunar og hafa alls 6 nemar farið til starfsþjálfunar í Danmörku og núna ætla tvær í viðbót að fara þangað í apríl.

Elisabeth Tanja segist hafa gripið tækifærið sem hún fékk til að stunda starfsþjálfun í Danmörku og er þakklát fyrir það tækifæri. Þar vann hún á hjúkrunarheimili þar sem hún kynntist aðstæðum sem hún telur sig ekki geta fundið á Íslandi. Aukabónus var að fá að æfa sig í dönskunni og ná betri tökum á því máli. Hún lætur vel af vinnufélögum sínum sem hún kynntist þar og eflaust eiga þau kynni eftir að vara í langan tíma ef ekki alla ævi. Og henni standa allar dyr opnar þar í landi, henni var boðin sumarvinna að lokinni starfsþjálfun og henni sagt að hún gæti fengið vinnu hvenær sem henni þóknaðist í framtíðinni. En hvað sem verður, þá segir Elisabeth Tanja að starfsþjálfunin hafi gert námið mun skemmtilegra og var góð tilbreyting. Agnes Linda átti ekki eins auðvelt með að fara en lét sig samt ekki muna um það að stökkva frá eiginmanni og fjórum börnum til þess að stunda fimm vikna starfs­þjálfun og hún iðrast einskis! Agnes Linda vann á Alzheimerdeild sem hýsti tólf skjólstæðinga. Þar sá hún um að aðstoða fólkið á fætur á morgnana, útbúa morgunmat og elda í hádeginu. Einnig brá hún sér af bæ og fylgdi skjólstæðingum sínum í búðir og á alls konar uppákomur eins og t.d. bingó, flóamarkaði og kökuboð. Það má því segja að Agnes Linda hafi haft í nógu að snúast! Og svo lærði hún dönskuna betur en kannski að rúsínan í pylsuendanum hafi verið sú að læra að gera smörrebröd. Agnes Linda og maðurinn hennar hafa hugleitt að flytja til útlanda og þessi reynsla hennar gaf henni innsýn í þá möguleika sem þeim bjóðast í þeim efnum. „Þessi tími var mjög lærdómsríkur og skemmtilegur. Ég mæli svo sannarlega með því að fara í starfsþjálfun til Danmerkur“ segir Agnes Linda.

27


STELPUR

Í TRÉIÐN

Tvær 17 ára stúlkur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA), þær Úflheiður Embla Ásgeirsdóttir og Katarína Stefánsdóttir, eru báðar á tréiðnaðarbraut í skólanum. Grunnnámið á tréiðngreinabrautinni veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. Okkur lék forvitni á að heyra hvernig gengi og tókum þær tali á meðan þær tóku sér stutta pásu frá vélunum og timbrinu.

Hvernig er að vera stelpa á hefðbundinni strákabraut? Katarína: Bara gaman! Úlfheiður: Það er ekkert öðruvísi svona verklega séð, kannski bara það að fólk tekur meira eftir manni.

Úlfheiður: Það er sérstaklega skemmtilegt og gagnlegt að fá að vinna með eldra fólki sem er fullt af reynslu og þekkingu og sem miðlar því til yngri kynslóðarinnar. Kennararnir okkar, Sigurgeir og Steinn eru frábærir og vinnufélagarnir líka. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa og leiðbeina.

Hvað eruð þið að fást við? Katarína: Ég er í húsgagnasmíði og er núna að laga gömul húsgögn. Svo er ég einnig að hanna mín eigin húsgögn og fæ vonandi að smíða þau í framhaldinu. Það er keppni fram undan sem ég er að æfa mig fyrir.

Hvað vakti áhuga ykkar á tréiðngreinabrautinni? Katarína: Mig langar að verða einhverskonar arkitekt í fram­ tíðinni og þetta nám hentar mér betur en náttúrufræði- eða félagsfræðibraut hvað það varðar.Svo finnst mér þetta líka bara gaman þannig að ég ákvað bara að láta slag standa.

Úlfheiður: Ég er í húsamíði. Við erum að smíða hús sem á að vera gestahús hjá sumarbústaðaeigendum. Þar tökum við skipulega hvern verkþátt fyrir sig. Á síðustu önn vorum við t.d. að smíða hurðir og glugga með opnanlegum fögum. Í bóklega hlutanum erum við m.a. í fagteikningu sem er mjög svipuð iðnteikningu. Þetta er annars mjög fjölbreytilegt. Á fyrstu önnunum áttum við t.d. að smíða tröppur og koll. Ég gerði þá reyndar líka skemil þar sem ég var aðeins á undan hinum með kollinn.

Úlfheiður: Hjá mér var þetta satt að segja skyndiákvörðun sem ég tók á fyrsta deginum mínum í FVA. Ég hafði alltaf ætlað að verða læknir og þar af leiðandi á leiðinni á náttúrufræðibraut. Ég hafði sett stefnuna á MR og komst inn en vegna ófyrirséðra aðstæðna gat ég ekki lengur hugsað mér að verða læknir eða búa langt í burtu frá fjölskyldu minni og ákvað því að fara í FVA.

Hafið þið upplifað einhverja kynjafordóma í námi ykkar og starfi? Katarína: Nei, ekki í skólanum, en maður finnur kannski aðeins fyrir því utan skólans. Það eru alltaf einhverjir gamaldags en ég held að þeir séu að verða í miklum minnihluta og vonandi alveg að hverfa. Úlfheiður: Ég held að flestum vinum okkar þyki þetta bara fínt. Og eldri kynslóðin virðist yfir það heila vera ánægð með þessa kynjaþróun. Það er einstaka gamall karl sem segir að þetta sé vitleysa og um daginn þegar við vorum nokkur saman að smíða kofann þá spurði einn sem var að kíkja hvort stelpurnar gætu eitthvað í þessu. Annars hef ég ekki fundið neitt nema almennilegheit í vinnunni, t.d. hjá Eiríki í Borgarnesi þar sem ég var að vinna í jólafríinu. Hafið þið kynnst skemmtilegu fólki í tréiðninni? Katarína: Já, fullt af fólki með allskonar bakgrunn og á öllum aldri. Fjölbreytileikinn er mjög skemmtilegur og lærdómsríkur, bæði í skólanum og vinnunni.

28

Hafið þið alltaf haft þennan áhuga? Katarína: Já. Frá því að ég var lítil hefur mér alltaf fundist skemmti­ legast að gera eitthvað í höndunum, hvort heldur sem það er að sauma, prjóna, teikna, mála eða smíða. Úlfheiður: Ég er ekki viss. En væntanlega hef ég orðið fyrir um­hverfisáhrifum; iðnaðarstörf hafa alltaf verið í kringum mig: systir mín er vélvirki, pabbi minn er múrari, frænka mín er rafvirki og svo eru allir mágar mínir í hinum og þessum iðngreinum. Hvað með framtíðaráform í námi og starfi? Katarína: Ég lýk vonandi sveinsprófi og eftir það langar mig að læra innanhúsarkitektúr. Úlfheiður: Ég er ekki með neitt lokað, ég ætla mér allavega fyrst að útskrifast og taka sveinspróf en svo er ég einnig að taka tæknistúdentinn með tréiðnnáminu og ætla mér að útskrifast sem stúdent einni önn á eftir trésmiðnum. Svo mun leiðin væntanlega liggja í háskólann en ég er ekki ennþá með á hreinu hvað ég ætla læra þar.


Fáið þið auðveldari verkefni eða öðruvísi kennslu en strákarnir ? Katarína: Nei, alls ekki. Kennararnir okkar hafa aldrei komið neitt öðruvísi fram við okkur stelpurnar en strákana. Úlfheiður: Það fá allir sömu verkefnin í grunninn. Reyndar held ég að kennslan sé eitthvað einstaklingsmiðuð en alls ekki kynjabundin. Væri þægilegra að hafa fleiri stelpur? Katarína: Það er ekkert leiðinlegt að vera svona fáar en það væri alveg gaman að vera fleiri. Úlfheiður: Ég hugsa að það myndi ekki breyta miklu þar sem það eru hvort sem er allir að vinna með öllum og allir að fá svipaða kennslu. Hafið þið lokið við einhver stór verkefni sem munu gagnast ykkur í framtíðinni? Katarína: Taflborðið sem ég smíðaði á fyrstu önn er í miklu uppá­ haldi hjá mér og einnig hillueiningin frá síðustu önn. Þegar ég var að smíða hana lærði ég svo margar mismunandi samsetningar og aðferðir. Úlfheiður: Það var mjög lærdómsríkt að smíða hurðirnar og gluggana í húsasmíðinni. Ég held reyndar að allt sem við höfum verið að fást við í húsamíðinni komi að gagni, bæði í vinnu og í einkalífi. Finnið þið fyrir tískuálagi? Katarína: Upp að vissu marki, já. Við getum ekki verið of fínt klæddar fyrir tímana á verkstæðinu, en svo er alltaf þessi klæða­ burðarpressa í samfélaginu. Ég fengi til dæmis án efa einhverjar athugasemdir ef ég mætti í vinnubuxunum í hádegismat. Og svo fæ ég líka augngotur ef ég fer í þeim út í búð eða eitthvað þess háttar.

Úlfheiður: Ég held að það sé ekkert öðruvísi tískuálag fyrir stelpu á tré og stelpu á náttúrufræðibraut fyrir utan það að stelpa á tré er náttúrulega í iðnaðarfötum á meðan hún er inni á verkstæðinu. Ég reyni samt alltaf að skipta um föt áður en ég fer í aðra tíma, ef ég er ekki í of mikilli tímaþröng. Er mikið álag að vera á iðnbraut? Katarína: Nei, ekkert meira en það er að vera á einhverri annarri braut, þetta er bara nám sem gerir kröfur eins og annað nám. Úlfheiður: Ég myndi segja að það væri alveg álag en bara öðruvísi álag heldur en í almennu bóknámi. Það er yfirleitt ekki mikið heimanám nema náttúrulega í bóklegum fögum en við erum til dæmis stundum með verk sem þarf að klára fyrir einhvern tíma og þá er álag að ná að klára á réttum tíma ef við erum orðin eitthvað tæp á því. Hvað er skemmtilegast? Katarína: Það er góð samstaða í hópnum og kennararnir fínir. Svo finnst mér líka sérstaklega gaman að smíða eitthvað sem ég hef hannað sjálf og fæ að taka með mér heim. Úlfheiður: Það er mjög frískandi að vera í verklegum tímum og fín tilbreyting frá þessu bóklega. Þegar maður er upptekinn við einhverja vinnu eru tímarnir ekki lengi að líða. Viljið þið hafa einhver sameiginleg lokaorð? Báðar: Já. Iðnnám er skemmtilegt og heldur öllum möguleikum opnum fyrir framhaldsnám. Maður lærir líka svo margt hagnýtt sem á örugglega eftir að gagnast manni í einkalífinu, t.d. þegar kemur að því að eignast eigið þak yfir höfuðið. Þá er ekki verra að hafa fengið þjálfun í verklagni, skipulagningu, áætlanagerð o.fl. Við getum með góðri samvisku mælt með þessu námi fyrir stelpur ekki síður en stráka.

29


BESTA STARTIÐ Iðn- og tækninám er frábær grunnur, hvort sem þig langar að komast snemma á vinnumarkað með alþjóleg starfsréttindi, eða stefnir á krefjandi háskólanám. Svo má klára stúdentspróf samhliða öllum iðngreinum. Að loknu iðn- og tækninámi er engin endastöð, aðeins óteljandi möguleikar.

Theodóra Mjöll Skúlad., rithöfundur og vöruhönnuður, lauk námi í hárgreiðslu

Magnús Scheving, stofnandi Latabæar, er menntaður húsasmiður

Glowie, söngkona, stundaði nám í hárgreiðslu

Guðni Valur Guðnason, kringlukastari og ólympíufari, er menntaður rafvirki

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, lauk 1. og 2. stigi í skipstjórn

30

Coco Viktorsson, búningahönnuður Páls Óskars, er menntaður klæðskeri

Hrefna Sætran, kokkur og sjónvarpskona, er matreiðslumeistari

ikætriryfragnikkeÞ iðanðimlám í inkætlév go Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu er menntaður félagsliði

Sigríður Beinteinsd., söngkona, lærði veggsi.nnideh • 0012 965 imíS • ruðröfjranfaH 122 • 4 allehájG og dúklagningar

Emmsjé Gauti, tónlistarmaður, lauk námi í grafískri miðlun


Þekkingarfyrirtæki ikætriryfragnikkeÞ í málmiðnaði iðanðimlám í og véltækni inkætlév go Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is

si.nnideh • 0012 965 imíS • ruðröfjranfaH 122 • 4 allehájG

31


n a l s n n e k a l ó k Grunns

a l ó k s s t l o h r a g r í Bo

Málm- og véliðngreinar eru kenndar í Borgarholtsskóla. Að jafnaði stunda um 150 nemendur nám á brautunum fjórum en þær eru stálsmíði, rennismíði, blikksmíði og vélvirkjun. Auk hinnar hefðbundnu framhaldsskólakennslu hefur nem­ endum í 9.-10. bekk í grunnskólunum verið boðið að læra málmsuðu og fleiri greinar sem tengjast málmiðnum. Námið er hluti af vali viðkomandi grunnskóla. Nemendur læra grunnatriði í teikningalestri, beygja og sjóða málma, og fást við spóntöku í rennibekk ásamt því að öryggismálum eru gerð góð skil. Oft raðast nemendur úr mismunandi skólum saman í hópa og ná þeir því að kynnast jafnöldrum sínum úr öðrum hverfum. Nemendur eru yfirleitt átta vikur á hverju námskeiði og geta þeir tekið allt að fjögur mismunandi námskeið, samtals fimm framhaldsskólaeiningar. Stúlkum fer fjölgandi og síðustu tvo vetur hafa þær verið um 15% af nemendunum.

Koparsuður

Í koparsuðu hita nemendur málm upp í 800-1000° með logsuðutæki. Þegar málmurinn er kominn í fljótandi form binst hann saman. Nemendur gera alls konar fígúrur eftir eigin höfði með því að koparsjóða og logsjóða saman málma. Nemendur hafa t.d. komið með myndir af íþróttamönnum og reynt að láta fígúruna vera í sömu stellingum. Þeir hafa einnig gert pennastatíf og ýmis önnur skemmtileg verkefni.

Plötuvinna

Nemendur vinna ýmis verkefni úr málmi, smíða stand fyrir snjallsíma og spjaldtölvur eftir eigin hugmyndum og verk­ færakassa eftir teikningum. Einnig geta nemendur valið á milli þess að smíða nokkra litla hluti, t.d skóhorn og kökuhníf sem er tilvalin jólagjöf.

Rafmagnsvinna

Nemendur mæla mótstöður og kynnast samræmdum lita­ kóða fyrir mótstöður og þétta. Þeir læra að lóða saman víranet og setja saman litla lögn sem kveikir á ljósi eða hefur einhverja aðra virkni. Þeir fara einnig í bilanaleit með Ohm-mælum.

Rennismíði

Nemendur vinna á tölvustýrðum vélum (CNC). Þeir hanna sína eigin kertastjaka og fá hjálp við að forrita CNC vélar í samræmi við hönnunina. Kertastjakarnir eru skrúfaðir saman á plötu sem nemendur fræsa og ákveða hvað er skrifað á hana. Sumir setja nöfnin sín en aðrir nöfn foreldra eða afa og ömmu og gefa viðkomandi kertastjakann. Aðrir hafa einnig sett nöfn á lagi eða eitthvað sem þeim finnst eiga við þau sjálf á plötuna. Í almennri rennismíði kynnast nemendur því hvernig á að renna öxul niður, kynnast mikilli spóntöku og hvernig eigi að vinna eftir teikningu. Þeir læra einnig að snitta öxul (búa til skrúfgang). Stundum hafa nemendur komið með verkefni að heiman til að renna og fræsa. Einu sinni smíðaði nemandi varahlut í snjósleðann sinn sem hefði kostað mikið í umboðinu.

Tölvuviðgerðir

Nemendur taka í sundur gamlar tölvur og taka allan kopar úr þeim til endurvinnslu. Nemendur fá tækifæri til að sjá hvernig tölvur eru settar saman án þess að eyðileggja sínar eigin. Þeir bræða koparinn í deiglu með logsuðutæki. Eftir það er hægt að endurnýta hann í eitthvað annað.

32


Verknámsvika Verkmenntaskóla Austurlands og Fjarðabyggðar Stjórnvöld hafa undanfarið lagt mikla áherslu á mikilvægi verk- og iðnáms. Er það fagnaðarefni enda liggja þar mörg náms- og atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. Fyrir utan það hversu þjóðhagslega hagkvæmt það er að ungt fólk sæki í auknum mæli í nám og störf í þessum geira. Í þessari grein verður farið yfir eitt verkefni sem miðaði að því að auka áhuga ungs fólks á iðngreinum. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) var bryddað upp á merkilegri nýjung árið 2013. Um var að ræða samvinnu­­­­­­verkefni Vinnuskóla Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austur­ lands um kynningu á verknámi fyrir grunnskólanemendur. Nemendur sem ljúka 9. bekk grunnskóla í Fjarðabyggð að vori og skráðir eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar, taka fyrstu vinnuvikuna í VA og fá 4 tíma á dag í eina viku í verknámsvikunni. Vinnan/námið hefur farið fram í hópum í fimm deildum skólans, málm-, tré-, hár-, raf- og Fab Lab deildum undir leiðsögn kennara. Þar hafa nemendur skapað ýmsa hluti s.s. ostabakka úr tré, klukku, límmiða, nafnspjöld, hljóðgjafa og snaga úr málmi sem þeir fengu svo að eiga til minninga. Í háriðndeildinni er unnið með ýmsar greiðslur auk þess sem unglingarnir kynnast starfsumhverfi greinarinnar. Lokadagur vikunnar er svo uppskerudagur með ýmis konar fræðslu t.d kynning á skólanum og starfsemi hans ásamt fræðslu um mismunandi störf og ólíkar leiðir að þeim. Í lok dags er foreldrum og velunnurum boðið í heimsókn þar sem afrakstur vikunnar er til sýnis. Hugmyndin að verkefninu fékkst í námsferð starfsfólks skólans til Svíþjóðar árið 2012. Farið var í viðræður við Fjarðabyggð um verkefnið og varð það úr að VA skipulagði verkefnið, hélt utan um það og lagði til húsnæðið. Kennarar skólans sáu um kennsluna og allt sem að henni snéri. Sveitarfélagið Fjarðabyggð greiddi nemendum Vinnu­ skólans laun og skipulagði ferðir þeirra en þess má geta að Fjarðabyggð er víðfemt sveitarfélag sem nær frá Stöðvarfirði til Mjóafjarðar og telur 6 byggðarkjarna. Því þurftu sumir að taka daginn snemma þessa viku. Þáttur stuðningsaðila (fyrirtækja í sveitarfélaginu) var einnig mjög mikilvægur í verkefninu enda greiddu þeir laun kennara, efniskostnað og ferðalög nemendanna til og frá skólanum. Fjarðabyggð og Austurland allt er mjög öflugt atvinnusvæði ekki síst m.t.t. starfa í iðnaði. Er það von greinarhöfundar og þeirra sem að þessu verkefni standa að það skili sér í meiri aðsókn í iðn- og tækninám á komandi árum. Verknámsvikan verður nú haldin í fimmta sinn og hefur verið mikil ánægja með hana hjá öllum sem að henni koma. Grunnskólanemendurnir hafa m.a. haft þetta að segja um verknámsvikuna: „Þetta er búið að vera mjög gaman, fengum að prófa ýmislegt fróðlegt sem getur gagnast okkur vonandi í vali á námi.“ „Kennararnir voru mjög skemmtilegir og hjálpsamir. Við lærðum mikið án þess eiginlega að vita af því.“ „Maður fær að gera skapandi hluti og vinna með allskyns ný tæki. Okkur er sýnt hvernig verknámið er og kynntur alveg nýr möguleiki fyrir manni.“ „Það var rosalega gaman að vinna með nýju fólki og kynnast því betur og á öðruvísi hátt. Gott að fá að prófa nám sem maður íhugar að fara í seinna.“

33


ð i f í l s g a l é F

hefur gefið mér svo óteljandi margt! Öflugt félagslíf er hverjum skóla mikilvægt, enda litar það hið daglega amstur í náminu og gefur því nýjar víddir. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem er stærsti framhaldsskóli utan höfuðborgarsvæðisins, er eins og vera ber öflugt félagslíf, þar sem ekki síst leiklistin er í hávegum höfð. Á haustönn setti Leikfélag VMA upp söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsinu á Akureyri og hlaut frábæra dóma og viðtökur og núna á vorönn var settur á svið í skólanum einþáttungurinn „Mér er fokking drullusama“ þar sem kemur við sögu framhaldsskólaneminn Sveinn sem er í óreglu, ofbeldishneigður og lendir oftar en ekki upp á kant við kennara sína. Brugðið er upp svipmynd af augnbliki í lífi Sveins þegar hann lendir í baráttu við sína innri rödd, djöfulinn og samviskuna. Verkið skrifaði Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri VMA, sem heldur traustum höndum utan um félagslífið í VMA ásamt stjórn nemendafélagsins, og Jóhanna G. Birnudóttir – Jokka. Sindri Snær Konráðsson, nemandi á listnámsbraut VMA, situr í stjórn nemendafélagsins Þórdunu og hann hefur heldur betur komið við sögu í ýmsum af stærstu uppákomum í félagslífinu í skólanum í vetur. Hann lék aðalhlutverkið í Litlu hryllingsbúðinni, var í öðru burðarhlutverkinu í „Mér er fokking drullusama“ og hefur einnig látið til sín taka í söngnum. Þannig sigraði hann Sturtuhausinn - söngkeppni VMA í janúar, þegar hann söng lag Radiohead, Exit Music. Og einnig tók Sindri Snær þátt í Voice Ísland í vetur og stóð sig mjög vel. Félagsstörf taka því drjúgan tíma hjá Sindra – til hliðar við námið.

Mikilvæg viðbót við lífið í kennslustofunni

Sindri Snær segir félagslífið skipta sig miklu máli og hann sjái ekki eftir þeim tíma sem í það fer. Og hann vill leggja sitt af mörkum til þess að félagslífið sé sem öflugast í skólanum, því það skipti svo sannarlega miklu máli við að gera góðan og fjölbreyttan skóla betri. Sindri Snær segist einnig hafa tekið þátt í uppfærslu á Leikfélags VMA í fyrra á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, „Bjart með köflum“ og því hafi hann fengið ágætis sviðsreynslu. Hann segir að félagslífið sé af ýmsum toga í skólanum en segja má að leiklistin sé einn af stærri þáttum félagslífsins í VMA og það sama má segja um Söngkeppni VMA, sem mikið er lagt í með því m.a. að hafa hana í Menningarhúsinu Hofi. Og þá er árshátíðin að sjálfsögðu stór viðburður, en hún var haldin 24. febrúar sl. Þar var landslið skemmtikrafta saman komið; Auddi, Steindi Jr., Páll Óskar, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. „Þátttakan í félagslífinu hefur gefið mér svo ótal margt. Ég hef oft hugsað með mér að nú ætti ég að einbeita mér meira að náminu en félagslífið togar mig alltaf út í ný verkefni. Félagslífið er stærri hluti af skólalífinu í framhaldsskólum en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það er mikilvæg viðbót við hið daglega líf í kennslustofunni og brýtur upp hversdaginn í skólanum. Auðvitað fer mikill tími í þetta alltsaman en ég á eftir að muna vel eftir þessari vinnu þegar ég geri upp framhaldsskólaárin. Félagslífið hefur þroskað mig heilmikið og kennt mér margt nýtt,“ segir Sindri Snær Konráðsson.

34


„Ekki vera hræddar við að prufa etthvað nýtt, sýnið kjark og ef fólk lítur á þig sem „öðruvísi stelpuna“ þá er ekkert að því.“

JUST DO IT

Linda Petrea Georgsdóttir er sextán ára nemi á vélstjórnarbraut í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Henni þykir það mjög gaman og segir að það sé mikið nýtt sem hún upplifir og megnið af því er verklegt, sem að hennar mati er æðislegt. En Linda er eina stelpan á vélstjórnarbrautinni í FÍV. „Það er svo lítil kynning á vélstjórnarbrautinni í grunnskóla, fólk hugsar yfirleitt bara um vélstjóra á bát þegar það hugsar um vélstjórnarbraut og áttar sig ekki á hversu mikla möguleika brautin gefur í framtíðinni. Svo finnst fólki þessi braut vera “strákabraut” og stelpur kannski óöruggar með það að fara í verklegt nám.” Faðir Lindu, Georg Ögmundsson, kynnti hana fyrir þessaari braut og ræddu þau saman um hvað væri best fyrir hana og komust að því að vélstjórnarbrautin hentaði henni bara afskaplega vel. Lindu finnst námið áhugavert og sér ekki eftir ákvörðuninni að prufa þetta krefjandi nám sem byggir mikið á stærðfræði og verklegum æfingum, sem Linda segir vera styrkleika sína. Það skemmtilegasta að mati Lindu er að skoða vélarnar, tæta þær í sundur, starta þeim, smíða allskonar hluti í rennibekk og að

36

sjálfsögðu stærðfræðin eða vélfræði þar sem stærðfræðikunnáttan nýtist henni vel. Svo segist hún elska einkahúmorinn á þessari braut með yndislegu samnemendum sínum. Sem eina stelpan á brautinni mætti gera ráð fyrir að hún passi ekki inn í hópinn, en það virðist alls ekki vera málið. Linda heldur stíft í við samnemendur sína og stendur í efri hluta þeirra ef horft er á námsárangurinn, sem sínir að ef það er nægur áhugi fyrir náminu eru stelpur alls ekki verri en strákar á þessu námssviði. Möguleikarnir eru nánast endalausir þegar kemur að notagildi námsins í heild sinni og sér Linda sig starfa í einhverju þessu tengt eftir útskrift. Valkvíðinn er mikill vegna fjölbreyttra valkosta sem notast við gráðu í iðngreinum og stefnir Linda á að klára námið fyrst og skoða svo hvað henti henni best í framtíðinni. Til að láta iðnnám höfða meira til stelpna telur Linda ekki skaða að byrja snemma að fræða stelpur meira um iðnnám, notagildi þess og þau tækifæri sem það veitir í framtíðinni. Hægt væri að senda konur sem starfa í iðngreinum í grunnskóla landsins með fyrirlestra, eða jafnvel fara á verkstæði eða aðra álíka vinnustaði í þeim tilgangi að fræða um og sýna mismunandi þætti iðnnáms.


Fagmenn

til SjóS og landS Kynntu þér málið á www.vm.is

VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna

-

Stórhöfða 25

-

110 Reykjavík

-

575 9800

Landsfélag í vél- og málmtækni

37


Frumkvöðull ÚR SKAGAFIRÐI

Á hverjum tíma eru til einstaklingar sem hafa kjark til að fara sínar eigin leiðir, brjóta upp gamlar hefðir og ryðja leiðina fyrir aðra. Einn slíkra einstaklinga er ung kona fædd árið 1992. Þessi kona heitir Helga og er dóttir Sigurbjörns Björnssonar, bifvélavirkja og fram­haldsskólakennara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en samhliða því er hann slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og Báru Jónsdóttur, hárgreiðslumeistara. Helga er harðdugleg og fylgin sér. Hún hefur á sér orð fyrir að ganga ákveðið til verka og gefa samstarfsfólki sínu ekkert eftir. Saga hennar, þó ung sé, er um margt merkileg. Það sem er e.t.v. merkilegast á hennar ferli er að hún er fyrsta konan í 38 ára sögu FNV til að brautskrást frá rafiðnadeild skólans. Þá var hún fyrsta konan í sögu skólans til að ljúka sveinprófi í rafiðn árið 2015. Að lokinni brautskráningu vorið 2013 réð hún sig til starfa sem nemi hjá Tengli ehf á Sauðárkróki og varð þar með fyrsta konan sem ráðin var hjá fyrirtækinu sem ravirkjanemi og síðar meir rafvirki. Haustið 2016 réð Helga sig til starfa hjá RARIK í Skagafirði og varð þar með fyrsta konan í 70 ára sögu RARIK til þess að fá fastráðningu í vinnuflokki.

Vinnuflokkar RARIK hafa m.a. þann starfa að leggja út í allskyns óveður og gera við háspennulínur sem hafa slitnað vegna veðurs og ísingar. Þessar ferðir eru oft hinar mestu svaðilfarir undir mikil pressu á vinnuflokknum um að framkvæma viðgerð á sem stystum tíma. „Þegar ég er spurð hvort þetta starf sé ekki karlmannsstarf þá svara ég því að í mínum huga eru engin karla- eða kvennastörf. Þetta er einfaldlega spurning um áhugasvið hvers og eins óháð kynferði. Það á enginn að láta staðalímyndir starfa standa í vegi fyrir starfsvali í samræmi við eigin óskir og áhuga. Mér hefur alltaf þótt gaman að vera skítug og vinna með höndunum. Mér líkar mjög vel að vinna með körlum og þeir hafa tekið mér fagnandi sem jafningja og ég geng í öll sömu störf og þeir. Þeir hefðu ekkert móti því að fleiri konur bættust í þeirra raðir“. „Ég vil að lokum hvetja alla, bæði karla og konur, til þess að fylgja eigin sannfæringu þegar kemur að náms- og starfsvali, og láta ekki aðra segja sér hvað sé við hæfi og hvað ekki. Ég hef notið þess að foreldrar mínir hafa ætíð stutt mig í því að fylgja sannfæringu minni og það er ómetanlegt veganesti út í lífið“.

Aðspurð um hvort hún hafi einhvern tíma mætt fordómum í sinn garð vegna náms- og starfs­vals svarar hún. „Nei, það hefur ekki komið neinum á óvart að ég fetaði þessa leið. Það var einna helst að einhverjir hafa furðað sig á því að bifvélavirkjunin hafi ekki orðið fyrir valinu frekar en rafvirkjunin. Ég má þó til að segja frá fysta vinnudeginum mínum hjá RARIK í haust. Þá var ég send út í Fljót með tveimur karlkyns vinnufélögum þar sem við fórum í þrjár háspennustöðvar og gengum frá háspennustrengjum. Öðrum vinnufélaga mínum tókst í eitt skiptið að missa strenginn í andlitið á mér og í tvö skipti hafnaði strengurinn á öðrum handleggnum. Ég slasaðist ekkert við þessar hremmingar og hlógum við dátt að þessu, en eina skýringin á þessum atvikum var að hann væri bara óvanur því að vinna með konu sér við hlið“.

„Það hefur ekki komið neinum á óvart að ég fetaði þessa leið“ 39


Má bjóða þér að læra stærðfræði?

Engin kennslubók, engin próf, engin töflukennsla Khan Academy kennsla í K2 í Tækniskólanum

Þetta hljómar ef til vill of gott til að vera satt eða of skrítið til að geta gengið upp, sérstaklega þegar við erum að tala um stærð­ fræði­nám. Hvernig er hægt að læra stærðfræði án þess að fá töflukennslu? Hvernig veit kennarinn hvort nemendur kunna eitthvað í stærðfræði? Bíddu, er kennarinn bara í fríi. Við erum að horfa til framtíðar. Vinna kennarans breytist frá því að smala öllum saman á sama hraða í gegnum námsefnið, yfir í að vera verkstjóri sem mætir nemendum þar sem þeir eru. Slíkt námsumhverfi er sniðið að nemandanum og kennarinn hefur í nógu að snúast því hann þarf að þekkja allt efni áfangans, eða réttara sagt áfanganna því stundum er nemendahópurinn í 2-4 áföngum í sömu lotunni.

Kennt í lotum og auðvelt að fá aukahjálp

K2 er tækni- og vísindaleið innan Tækniskólans, sem er þriggja ára stúdentsleið. Þar er boðið upp á fjölbreytilegt og krefjandi nám, allt kennt í lotum í stað þess að dreifa áföngum yfir heila önn. Stærðfræði er kennd í sjö lotum, stundum tvær á einni önn og boðið upp á áttunda stærðfræðiáfangann fyrir þá sem klára fyrr. Nemendur vinna stærðfræðina í Khan Academy umhverfinu (sjá www.khanacademy.org). Umhverfið býður upp á mikið frelsi fyrir nemendur. Hver og einn vinnur á sínum hraða og kennarinn hefur algera yfirsýn yfir hvernig nemendum gengur. Ef kennarinn sér að nokkrir eru fastir á sama stað getur hann aðstoðað þá sérstaklega og þar kemur eina töflukennslan, ef þess er óskað.Ekki er þar með sagt að stærðfræðin sé gefins. Til að fá góða einkunn þarf nemandinn að halda sér að verki og vanda vinnu sína. Farið er tölvuvert dýpra í stærðfræðina í Khan Academy sé tekið mið af þeirri stærðfræði sem almennt er í boði á Íslandi. Auðvitað er þetta ekki algilt en þeir nemendur sem hafa farið í gegnum Khan hafa mjög öflugan stærðfræðigrunn. Annað sem gerir Khan eftirsóknarvert er að inn á síðu þeirra er að finna þúsundir mynd­ banda (á ensku) þar sem efnið er kennt. Ef nemandinn þekkir engan sem getur hjálpað í stærðfræði þá er alltaf hægt að nálgast þekkinguna inn á Khan.

40

En ef enskukunnáttan er ekki góð þá er það ekki vandamál því komin er síða á khan.tskoli.com þar sem verið er að setja inn íslenskað efni sem tengist Khan. Khan sparar ekki bara bókapening, tússblek eða pappír. Ef nemandi er slakur í einhverju sem hann missti af í grunnskóla, eða hefur aldrei skilið almennilega, þá er gervigreind Khan síðunnar fljót að finna undirliggjandi vandamál. Dæmi er um að Khan hafi bakkað með framhaldsskólanemanda niður í fjórða bekkjar stærðfræði og þá komið í ljós að nemandinn hafði ekki skilning á mínustölum. Vandamálið hafði svo elt hann alla tíð og stærðfræðin því verið mjög flókin. Þegar búið var að vinna með þetta vandamál jókst áhugi nemandans og hann kláraði þrjá stærðfræðiáfanga með hæstu einkunn.

Aðferð sem mætir nemandanum þar sem hann er staddur

Annað sem gervigreind Khan Academy gerir er að skynja hversu sterkur notandinn er í stærðfræði. Ef viðkomandi er mjög öflugur er hann settur í svokölluð „Mastery challenges“ og getur klárað stærð­fræðina hraðar en aðrir. Einnig er nemandinn settur í upp­rifjun á efni sem hann á að kunna, það kemur í veg fyrir að nemandinn gleymi. Þeir sem ná ekki áfanganum halda áfram með hann í næstu lotu og geymast allar upplýsingar. Til dæmis ef nemandi klárar 30% í Khan þá byrjar hann með 30% þegar næsta lota hefst og þarf ekki að fara aftur yfir efni sem hann þegar kann. Það er ekki spurning, Khan Academy leiðin opnar marga möguleika og breytir hugmyndum okkar um alda gamla kennsluhætti.

Þú finnur okkur á Facebook! K2 - www.facebook.com/Ktveir


ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM VINNUMARKAÐINN EN HEFUR ALDREI NENNT AÐ SPYRJA UM!

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM VINNUMARKAÐINN EN HEFUR ALDREI NENNT AÐ SPYRJA UM!

VR KYNNIR

VR KYNNIR WWW.VR.IS S K R Á Ð U

Þ I G

N Ú N A

S K R Á Ð U

Þ I G

N Ú N A

WWW.VR.IS

8

41


42

# KVENNASTARF


FÉLAGSLÍFIÐ Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur upp á að bjóða líflegt og skemmtilegt félagslíf sem nem­enda­félag skólans sér um. Á skólaárinu eru haldnir fjölmargir viðburðir fyrir nemendur skól­ ans. Helstu viðburðirnir eru menningarkvöld, leikrit, árshátíð, söngkeppni, ný­nemadagur og margt fleira. Menningarkvöldið er haldið í byrjun skólaárs og einkennist af skemmtun og fjölbreytileika. Það nýtur mikilla vinsælda meðal nem­enda og bæjarbúa. Þar er m.a. boðið upp á keppni í líkams­ málningu og „Drag show“ auk uppistands, dans- og tónlistaratriða. Undir lok haustannar er sett upp leiksýning sem allir nemendur geta tekið þátt í á einhvern hátt. Fjöldi nemenda kemur að upp­ setningu leikritsins sem skilar sér í góðri skemmtun til áhorf­enda. Nemendur sjá ekki aðeins um að leika, syngja og dansa á sviði, heldur sjá þeir einnig um sviðsmynd, förðun, miðasölu og aðstoð við leikstjórn. Þá er leikmyndin smíðuð af nemendum á tréiðnaðarbraut. Nemendafélagið reynir alltaf að finna upp á nýjum viðburðum og er lokakvöld leiklistarhópsins nýr viðburður þar sem allir þeir sem komu að leikritinu eiga saman góða kvöldstund. Árshátíð skólans er yfirleitt haldin í mars. Þá koma nemendur og kennarar skólans saman og njóta góðrar skemmtunar í skemmti­ legum félagsskap og borða gómsætan mat. Skemmti­legir kynnar sjá um að halda stemningunni uppi allt kvöldið. Síðan fara fram krýningar þar sem helstu titlarnir eru frú FNV, herra FNV, bók­ námari FNV, verknámari FNV, húmoristi FNV, kennari FNV o.fl. Árshátíðin er lokaatriði opinna daga sem haldnir eru frá miðviku­­ degi til föstudags. Á opnum dögum fer engin hefð­bundin kennsla fram í skólanum heldur skrá nemendur sig á námskeið, fyrirlestra og í ferðir. Þeir safna límmiðum fyrir þátttöku, hafa gaman af og fá síðan einingu ef þeir ná tilskildum miðafjölda. Á opnum dögum er um margt að velja, t.d. eru ferðir á skíðasvæðið í Tinda­stól, tölvu­leikjalan, golfnámskeið, reið­námskeið, nagla­ skreytinga­námskeið, fjár­málafyrirlestur, brjóst­sykurs­gerð, íþrótta­ mót, smíða­námskeið og margt fleira. Þá geta nem­endur tekið þátt í skreytinga­nefnd fyrir árshátíðina. Hver og einn nemandi getur því skipulagt sína eigin dagskrá, skemmt sér á fjölbreyttum námskeiðum, fengið einingu fyrir vikið og að lokum notið sín á árshátíðinni um kvöldið. Á vorönn er haldin söngkeppni í skólanum. Keppendur æfa sig vel með hljómsveit sem er skipuð nemendum skólans. Allir eru velkomnir á söngkeppnina. Tónlistarfólk úr bænum er fengið til þess að dæma keppnina og sigurvegarar hljóta veglega vinninga. Það er ávallt tekið vel á móti nýnemum í skólanum og nemenda­ félagið sér um að halda nýnemadag til þess að þjappa hópnum saman og bjóða þá velkomna. Hann er haldinn í fyrstu viku skóla­ ársins. Þá er farið í skemmtilega ferð og nýnemarnir virkjaðir í leiki og fleiri uppátæki. Þá er boðið upp á heimsóknir til vinaskóla sem eru víða um land. Auk hefðbundnu viðburðanna eru haldnir minni viðburðir inn á milli yfir skólaárið. Þeir eru t.d. djúpa laugin, metakvöld, karla- og konukvöld, reykvíski draumurinn, hrekkjavökuball, „rave“ ball, bílaratleikir o.fl. Einnig eru fjölmargir íþróttaviðburðir á borð við fótbolta-, körfubolta-, bandý- og blakmót.

43


Mikil aðsókn kvenna í matvælanám

Í gegnum tíðina hefur það aukist að konur sæki í samningsbundið iðnnám í matvælagreinum í Hótel- og matvælaskólanum í MK. Nú er staðan þannig að rúm 31% nemenda í matvælanáminu eru konur og eru þær í námi í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Þær Rósa Borg Guðmundsdóttir sem er framreiðslunemi á Lava í Bláa Lóninu og Íris Jana Ásgeirsdóttir sem er matreiðslunemi hjá Fiskfélaginu eru að útskrifast sem sveinar í vor, höfðu þetta að segja um ástæðu þess að þær völdu nám í framreiðslu og matreiðslu.

Hvað varð til þess að þú fórst að læra matreiðslu?

Ég hef alltaf ætlað mér í þetta nám. Mamma sagði að ég hafi sagt henni þegar ég var þriggja ára að þetta ætlaði ég að verða. Síðan fylgdist ég vel með ömmu þegar hún var að elda hádegissteikina á sunnudögum. Á fyrsta árinu í framhaldsskóla fór ég í grunndeildina í VMA. Mátti ekki koma suður þar sem ég var 15 ára og gat ekki farið að leigja ein í bænum. Mamma sendi mig á heimavist á Akureyri. Svo er ég búin að vera að hoppa á milli verknáms og bóknáms og er komin langleiðina með að klára stúdentspróf sem ég ætla að ljúka næsta haust. Í vor útskrifast ég sem matreiðslumaður frá skólanum en náminu lýkur ekki þar. Ég stefni á að halda áfram að starfa og læra á Fiskfélaginu. Í framtíðinni ætla ég að fara eitthvert erlendis að vinna til að víkka sjóndeildarhringinn. Einhvern daginn ætla ég síðan að fara í meistaranám í matreiðslu.

44

Hvað varð til þess að þú fórst að læra framleiðslu?

Ég fór að vinna á hóteli eftir stúdentspróf og fékk áhuga á vínum, kokteilum og starfinu í heild. Í framhaldi af því fór ég að vinna í Bláa Lóninu og komst á námssamning í framreiðslu. Þegar ég lýk sveinsprófi í vor langar mig að sjá eitthvað nýtt. Ég er að fara að vinna í Marshallhúsinu á Grandagarði en sá staður opnar í vor. Einnig hef ég hug á að sækja um meistaranámið strax til þess að fá meistararéttindi í framreiðslu.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 7 - 0 3 6 0

Kynntu þér Fagfólkið á www.si.is

Fjölbreyttur iðnaður – gott líf

Óteljandi snertifletir Fimmti hver Íslendingur á vinnumarkaði hefur atvinnu af iðnaði. Hjá aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins starfar fagfólk á öllum sviðum sem gegnir veigamiklu hlutverki í að viðhalda öflugu samfélagi.

www.si.is

45


46


R U Ð A K K RO

rafvirki

María Rós Arnfinnsdóttir er 20 ára Hafnar­fjarðarmær sem stundar nám í rafvirkjun í Fjölbrauta­ skólanum í Breiðholti. Hún æfir líka skotfimi og leikur á gítar í framsækinni rokkhljómsveit. María Rós er nýnemi í FB, en hún hafði áður verið í öðrum framhaldsskóla. Ástæðuna fyrir því að hafa valið rafvirkjun segir María Rós að þetta sé fyrst og fremst praktískt nám sem geti gefið góða tekjumöguleika. Rafvirkjun sé líka langt frá venjulegri skrifstofuvinnu sem hún hefur ekki áhuga á. Áfangarnir sem María Rós er í þessa önn eru m.a. rafeindatækni, mælingar, rafmagnsfræði og stýringar sem henni finnst mjög áhugaverðar. Hún segir bæði samnemendur og kennara brautarinnar vera mjög fína og öll aðstaða til fyrirmyndar. María Rós stefnir á útskrift eftir eitt og hálft til tvö ár. Þá taki hún sveinspróf og fari svo að vinna fulla vinnu eftir það. Næsta verkefni er þó undirbúningur fyrir ferð til Kaupmannahafnar, en tvær stúlkur í rafvirkjun í FB munu dvelja þar á Erasmus-styrk í þrjár vikur í starfsþjálfun í tækniskóla. María Rós er reyndar í vinnu með skóla. Hún vinnur af og til hjá Rafholti sem hún segir mjög gott fyrirtæki og að þær séu tvær stelpurnar sem vinni þar. Hjá fyrirtækinu sé hún aðallega í stýringum og töflusmíði. Hún vonast til að geta haldið áfram að vinna þar eftir að námi lýkur. María Rós vinnur líka á Íslenska rokkbarnum á kvöldin og um helgar. Þar vinnur hún sem rótari og ljósamaður og það er ekki amalegt að hafa einhvern í slíku starfi sem hefur þekkingu á rafmagni og hefur gaman af tónlist, en tónlistin skipar líka stóran sess í huga Maríu Rósar. Hún leikur á gítar í hljómsveitinni Vertigo sem er búin að vera starfandi í eitt og hálft ár. Hún segir þetta vera bara svona venjulega rokkhljómsveit sem spili frumsamið efni. Loks má geta að María Rós er nýlega byrjuð að æfa skotfimi, en hún mætir á æfingar hjá Skotfélagi Kópavogs.

47


Hársnyrting er litríkt og lokkandi fag

Í Handverksskóla Tækniskólans er í boði hársnyrtibraut, þar sem nemendur finna farveg fyrir áhuga sinn á sköpun, tísku, útliti og mannlegum samskiptum. Námið er gefandi byrjun á skemmtilegu framtíðarstarfi þar sem tækifærin og möguleikarnir eru óþrjótandi .

innanhúss til að finna efnilegasta keppnisfólkið til að fara erlendis. Einnig tekur skólinn þátt í Íslandsmóti iðngreina sem haldið er á hverju ári og sigurvegari í þeirri keppni á möguleika á að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni eða heimsmeistarakeppni erlendis.

Námið getur hafist að loknum grunnskóla þó eldri nemendur séu einnig velkomnir. Þeir sem hafa lokið almennum áföngum brautarinnar í öðrum skólum fá þá metna og gefst kostur á að fara í hraðferð í fyrri hluta námsins.

Frábærir kennarar - fagþekking og nýjungar

Almennir áfangar brautarinnar eru teknir í upphafi námstímans ásamt verklegum grunnáföngum en seinni hluti námsins ein­­kennist af verklegum áföngum í skóla og vinnustaðanámi sem fléttast inn í skólatímann og gefur nemendum tækifæri til að yfirfæra faglega þekkingu á raunveruleg viðfangsefni við starfstengdar aðstæður. Verklegu áfangarnir eru verkefnastýrðir og það gefur nemendum kost á að flýta fyrir sér með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum. Starfsþjálfun er einnig hluti af náminu þar sem nemandi vinnur í eitt ár hjá meistara til að efla færni, reynslu og leikni í þjónustu við viðskiptavini auk þess að þjálfast í hraða og faglegum vinnubrögðum. Heildarnámstíminn er 3-4 ár.

Mikil samheldni einkennir nemendur í hársnyrtináminu. Verkleg kennsla fer öll fram á sama svæðinu og iðulega er opið inn í stofurnar og virkar hvetjandi að sjá hvað aðrir nemendur eru að skapa og stemningin er oft mikil. Ýmsir áfangar tvinnast inn í aðra þannig að flæði myndast á milli þeirra. Kennarar hársnyrtibrautar hafa breiða fagþekkingu og mikla kennslufærni og reynslu. Hársnyrtibrautin er heppin og fær oft til sín góða gestakennara úr atvinnulífinu sem koma með ferskan blæ inn í kennsluna auk þess sem gott samstarf er við meistara og stofur sem taka þátt í að kenna nemendum í vinnustaðanáminu.

Starfsþjálfun í útlöndum og alþjóðlegar keppnir

Á námstímanum er hægt að sækja um styrki til starfsþjálfunar erlendis sem hefur verið vinsælt hjá nemendum. Íslenskir hár­ snyrtinemar hafa getið sér gott orð á Norðurlöndunum þar sem þeir hafa verið á samningi og eru sérstaklega eftirsóttir í Noregi. Handverksskólinn er meðlimur í alþjóðlegum félagasamtökum skóla sem kenna hársnyrtingu og standa fyrir keppni erlendis á hverju ári. Nemendur Tækniskólans hafa náð góðum árangri í þessum keppnum í gegnum tíðina. Þátttakendur eru valdir á grunni ástundunar og frammistöðu í skólanum og iðulega er haldin keppni

48

Þú finnur okkur líka á Facebook! www.facebook.com/handverksskolinn


Glæsilegar útskriftarsýningar Í lok námsins setja nemendur á lokaönn upp útskriftarsýningu sem þeir skipuleggja sjálfir og sýna þar um fjögur módel hver. Mikil samvinna er við aðrar starfsstéttir og deildir innan skólans sem og utan þar sem að mörgu þarf að hyggja við uppsetningu svo stórrar sýningar. Nemendur á fyrri stigum námsins aðstoða útskriftarefnin og myndast á sama tíma tilhlökkun og hugmyndir fyrir sýningar framtíðarinnar. Þetta eru hinar glæsilegustu sýningar og húsfyllir í hvert sinn af áhugasömu fólki sem vill fylgjast með því sem útskriftarefnin hafa fram að færa áður en þau hefja næsta kafla sem fagmenn í þessu stórskemmtilega, skapandi og gefandi starfi.

Símenntun í iðnaði

Hugaðu að þinni símenntun og kynntu þér fjölbreytt námskeið sem í boði eru. • Náms- og starfsráðgjöf • Námssamningar og sveinspróf • Tölvunámskeið • Tölvustudd hönnun / Auto Cad • Bygginga- og mannvirkjasvið • Bílgreinasvið • Matvæla- og veitingasvið • Málm- og véltæknisvið • Prent- og miðlunarsvið

www.idan.is49


EDDAN

Skapandi nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Þ

að hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Eddu hátíðin, uppskeruhátíð í íslenskum kvikmynda og sjónvarpsheimi var haldin 26. febrúar sl. Á hátíðinni var forláta verðlaunagripur afhentur þeim sem hafa skarað framúr á þessu sviði. Færri vita að verðlaunagripurinn sem gengur undir nafni Eddan var smíðaður af kennurum og nemendum við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en alls komu um 30 nemendur að smíðinni.

Þess má geta að við smíði Eddunnar fengust nemendur jafnframt við gerð gæðahandbókar í kringum smíðina sem nýtist þeim í námi þeirra. Það er ekki á hverjum degi sem eitt og sama verkefnið útheimtir bæði þekkingu á ævafornu handverki og nútíma tölvutækni.

Eddan er hönnuð af Árna Páli Jóhannssyni og smíðuð, eins og áður er getið, í málmiðna- og vélstjórnardeild skólans. Auk verð­ launagripsins sjálfs sá tréiðnadeild skólans um smíði forláta kassa utan um gripina.

Eddan og geymslukassinn eru í raun birtingarháttur þess fjöl­ breytta og skapandi starfs sem fram fer innan FNV og þeirrar miklu þekkingar og leikni sem er að finna hjá nemendum og kennurum skólans. Framfarir framtíðarinnar byggja á sköpunarmætti og tækniframförum og þau samfélög verða ofan á sem best hlúa að þessum greinum.

Við smíði Eddunar var stuðst við handverk og nýjustu hátækni í tölvustýrðum iðnvélum en skólinn býr yfir tveimur Haas tölvu­ stýrðum rennibekkjum og einum yfirfræsara af sömu tegund. Við smíði kassans var stuðst við ævaforna eldsmíði við smíði lama, handfanga og læsinga og við smíði kassans var stuðst við göfugt handverk, tölvustýrðar iðnvélar og nútíma FabLab tækni. Bæði verðlaunagripirnir og kassinn endurspegla þá miklu þekkingu og þann fjölbreytta tækjakost sem nemendur skólans hafa aðgang að í iðnnámsdeildum skólans.

Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er lögð áhersla á skapandi nám af ýmsu tagi. Má í því sambandi nefna nám á Ný­sköpunar- og tæknibraut, kvikmyndabraut, FabLab smiðju og nám í tölvuleikjafræðum með áherslu á sýndarveruleika. En það er ekki aðeins á þessum sviðum sem skapandi nám fer fram. Í verknámsdeildum skólans fer einnig fram mikið skapandi starf og segja má að verknámsdeildirnar séu í raun verkfæri fyrir nem­ endur sem þar stunda nám og þá nemendur annarra deilda sem vilja koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

50


IDNADARMANNAFELAGID I REYKJAVIK

GRAFÍA Stéttarfélag í prentog miðlunargreinum

Hálfsíða.qxp_Layout 1 20.2.2017 09:02 Page 2

Það er nóg að gera hjá

RAFVIRKJUM Rafvirkjun er fjölbreytt starf sem hentar báðum kynjum jafnt. Það er þægileg innivinna eða krefjandi og skemmtileg útivinna. Starfsöryggi er mikið og útlit fyrir aukningu raforkunotenda og nýja spennandi notkunarmöguleika. Hvernig væri að kynna sér nám í rafvirkjun?

Við stöndum með #kvennastarf!

FÉLAG ÍSLENSKRA RAFVIRKJA

51


LÍF & FJÖR

Starfshlaup FS er árlegur viðburður í skólanum og án efa einn af hápunktum skólalífsins í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Markmiðið með starfshlaupinu er að keppa í öllum námsgreinum skólans, bæði í bóklegum og verklegum greinum. Allir nemendur og kennarar skólans sameinast í þessari skemmti­ legu og fjölbreyttu keppni, ýmist sem keppendur, stuðningsmenn eða starfsmenn. Nemendum skólans er skipt upp í 5-6 lið, þar sem hvert lið hefur 2-3 fyrirliða og einn kennara sem lukkudýr. Fyrirliðar í starfshlaupi eru útskriftarnemendur. Fyrirliðar sjá um að fá til sín stuðningsmenn og keppendur fyrir hinar ýmsu greinar ásamt því að halda utan um allt skipulag liðsins.

Starfshlaupið hefst með undankeppnum sem haldnar eru 1x í viku, fjórum vikum fyrir aðal starfshlaupsdaginn, en hann er haldinn síðasta föstudag fyrir páskafrí. Á starfshlaupsdeginum byrjar dagurinn með því að liðin sameinast á vissum svæðum í skólanum og efla andann með því að klæðast keppnislit sínum og hafa gaman. Þá er næst farið í íþróttahúsið og marsera liðin þar í takt við tónlist og hvatningaróp. Þar er einnig keppt í nokkrum íþróttagreinum eins og badminton, körfuhittni, reipitogi, stultukeppni og þrautabraut. Þegar þrautabrautin hefst, er sjálft starfshlaups-boðhlaupið hafið, þar sem keppt er í hinum ýmsu námsgreinum í kapp við klukkuna. Markmiðið er að leysa verkefnin sem best af hendi, ásamt því að nota sem stystan tíma til þess. Eftir að boðhlaupi lýkur, þá safnast nemendur saman á sal skólans, þar sem keppt er á sviði í m.a. kappáti kennara, dansi og óvæntri uppákomu. Liðin safna stigum í öllum þessum keppnum. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær pizzuveislu á sal skólans að hlaupinu loknu ásamt því að fyrirliðar fá nöfn sín grafin á bikar sem geymdur er í skólanum. Það er mikil stemming í kringum starfshlaupið, nemendur og starfsfólk skólans leggja mikið á sig til að allt gangi sem best. Þetta hefur verið frábær skemmtun til margra ára og mun vonandi verða það áfram. Allir fara glaðir inn í páskafrí eftir að hafa tekið þátt í þessum viðburði.

52


VIÐ FÖRUM TIL ÚTLANDA Skemmti- og fróðleiksferð til Västerås í Svíþjóð dagana 1.-7. febrúar 2017

Á hverju skólaári býðst nýnemum Menntaskólans í Kópavogi að taka þátt í nemendaskiptaverkefni sem er einstakt tækifæri til að kynnast öðrum menningum. Verkefnið er styrkt af Nordplus og nemendur fá einingar fyrir þátttöku sína. Þetta er fjórða árið sem skólinn tekur þátt í slíku verkefni. Í ár heimsóttum við Rudbeckianska menntaskólann í Västerås í Svíþjóð, en áður höfðum við unnið með skólum í Noregi og Eistlandi. Verkefnið felst í því að heimsækja menntaskóla erlendis og vinna ýmis samstarfsverkefni í skólanum, ásamt því að fá margvíslega fræðslu og skoðunarferðir. Íslensku nemendurnir gistu hjá þeim sænsku og voru í fullu fæði. Síðan snýst þetta við þegar erlendu nemendurnir heimsækja Ísland. Á daginn var skipulögð dagskrá með sænsku nemendunum og á kvöldin höfðu nemendur frjálsan tíma. Dagskráin fólst m.a. í fræðilegum skoðunarferðum og fengu nemendur t.d. leiðsögn með þekktum listamanni um eitt af stóru listasöfnunum þar í bæ. Rudbeckianska skólinn er sá elsti og virtasti í Västerås og var stofnaður árið 1623. Skólinn var upphaflega prestaskóli og á skólalóðinni er miðaldakirkja sem við fengum að skoða ásamt skólafangelsi, sem hýsti óþekka nemendur, presta og kennara fram til ársins 1800. Einn af hápunktum ferðarinnar var þegar okkur var boðið í móttöku í Ráðhús Västerås þar sem móttökustjórinn bauð nemendum

upp á veitingar og leiðsögn um húsið. Síðan fengu þeir að ganga upp í 65 metra háan klukkuturn og njóta útsýnisins yfir borgina. Leiðsögumenn fóru með nemendum um nærliggjandi umhverfi og voru með ýmsan fróðleik. Eitt kvöldið var nemendum boðið í „Kokpunkten“ sem er stærsti vatnsskemmtigarður Svíþjóðar en hann er innandyra. Hann vakti mikla lukku og nemendur skemmtu sér konunglega í ýmsum vatnsrennibrautum. Tekinn var einn dagur í vettvangsferð til Stokkhólms og þá var byrjað á að skoða Náttúrufræðisafn ríkisins. Þá var farið á Vasa safnið sem hýsir hið fræga konunglega herskip Gústafs Vasa sem sökk í jómfrúarferð sinni árið 1628 en var dregið upp á yfirborðið árið 1961. Þá hafði skipið legið í sjónum í 333 ár. Merkilegt er að 98% af skipinu er upprunalegt og hefur því varðveist ótrúlega vel. Eftir hádegi fengu nemendur frjálsan tíma til að skoða Stokkhólm og versla áður en farið var heim um kvöldmatarleytið. Síðasta kvöldið var öllum nemendum boðið í pítsuveislu á Pizza Hut og eyddu nemendur kvöldinu saman. Á sama tíma og nemendur MK voru í heimsókn þá voru þar einnig nemendur frá Frakklandi, Ísrael og Kína. Fréttamenn bæjarins mættu því á svæðið og tóku hópmynd sem birtist í blöðum og sjónvarpi. Að fá tækifæri til að heimsækja aðra skóla er frábær leið til að kynnast nemendum í öðrum löndum og sjá hvað þau eru að bralla. Þetta var einstök upplifun fyrir nemendur MK.

53


NÝTT VERKNÁMSHÚS við Fjölbrautaskóla Suðurlands

Í FSu hefur verið verknám um margra ára skeið en fyrir stofnun skólans var Iðnskóli Selfoss til. Við skólann hefur verið boðið upp á grunnnám í verkgreinum raf-, málm-, bíl- og bygginga- og mannvirkjagreinum sem og fullnaðarnám í húsasmíði.

aukin og kennt fullt nám í rafvirkjun frá og með hausti 2018. Á næsta skólaári verður nemendum í 10. bekkjum grunnskóla í nærumhverfi skólans boðið uppá valáfanga í iðnnámi með að markmiði að kynna þeim námið og örva áhuga á því.

Verkgreinanámi hefur verið sinnt af miklum metnaði og fag­ þekkingu þrátt fyrir ófullnægjandi aðstöðu til kennslunnar. Lengi hefur verið beðið eftir bættri aðstöðu fyrir verknámskennsluna sem uppfyllir skilyrði um tækjabúnað og aðstöðu í takt við breytta tíma. Með nýju verknámshúsi sem tekið hefur verið í notkun í þrepum á þessu skólaári hafa orðið vatnaskil. Í nýjum Hamri, sem er nafn nýrrar byggingar, er aðstaða öll til fyrirmyndar, hátt til lofts og vítt til veggja. Þessar vikurnar berast ný tæki í húsið þrátt fyrir að lengi virtist sem ekki fengist fjármagn til kaupa á nýjum búnaði.

Eins og oft hefur verið talað um þarf að auka veg iðn- og verkgreina á landsvísu og hvetja ungmenni í auknu mæli til náms í verknámi. Þess sér víða merki um þessar mundir með kynningarátaki sem nú er í gangi m.a. með útgáfu þessa rits. Við getum sagt að það sé verið að gera svo um munar á Suðurlandi með tilkomu þessa glæsilega húss sem nú er risið á Selfossi.

Við fáum fullbúinn fimmása yfirfræsara, þrívíddar prentara, CNC rennibekki, fullkomna rafsuðu og málmsmíðiaðstöðu, fullbúnar tölvur með forritun í tölvuteikningu, aðstöðu fyrir háriðn, ýmiskonar stýribúnað fyrir kennslu í rafiðnum og fleiri ný og fullkomin tæki. Stefnan er tekin á að fullkenna vélvirkjun strax á næsta ári og hefja kennslu í háriðn. Þá verður rafiðnkennslan

54

Það má ekki vanmeta þær góðu gjafir sem skólanum hafa þegar borist undanfarna mánuði, en velunnarar skólans og fyrirtæki á Suðurlandi hafa lagt sitt að mörkum við að tryggja að sem best takist til að fullbúa skólann fullkomnum kennslubúnaði og erum við mjög þakklát fyrir það. Það skal tekið fram hér að einnig er kennt sjúkraliðanám, nám í hestafræðum og grunnnám ferða- og matvælagreina sem opnar möguleika á að fara í framhald í þjóna-, kokka- og bakaraiðnum í MK eða í VMA.


Þínir hagsmunir hafa forgang - tryggðu öryggi fjölskyldunnar • Sjúkrasjóður tryggir 90% af launum í veikindum og slysum • Styrkir til sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, gleraugnakaupa ofl. • Öflug endurmenntun og fjölbreyttir fræðslustyrkir • 30 glæsileg sumarhús víða um land • Hús á Flórída og tilboðsferðir til sólarlanda • Fjölmörg tilboð og afslættir

Öflugt stéttarfélag – aukin þjónusta

Félag iðn- og tæknigreina er stéttar- og fagfélag fyrir starfsfólk í eftirtöldum greinum: • Málm-, véltækni-, framleiðslugreinum og vélstjórn

• Farartækja- og flutningsgreinum (bílgreinum)

• Bygginga- og mannvirkjagreinum

• Þjónustugreinum (snyrtifræði, hársnyrtiiðn)

• Náttúrunýtingu (garðyrkju) • Hönnun, listum, handverki • Tækniteiknun

55


# KVENNASTARF 56

2020-blaðið  

13 iðn- og verkmenntaskólar landsins stóðu að útgáfu þessa blaðs.

2020-blaðið  

13 iðn- og verkmenntaskólar landsins stóðu að útgáfu þessa blaðs.

Advertisement