Veidislod 3 tbl 2011

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

3.

2011


Infinity

NÝJA NORSKA STÓRFISKASTÖNGIN FRÁ HENRIK MORTENSEN

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410


frá ritstjórn Komiði sælir lesendur góðir og bestu þakkir fyrir frábærar undirtektir. Heimsóknir og lestur þessa blaðs hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við reynum að halda áfram á líkri braut með þó þeim vinkli að næsta blað sé betra en það síðasta o.s.frv. Efni þessa 3.tölublaðs VEIÐISLÓÐAR er margvíslegt að venju, en lesendur munu kannski taka eftir því að ljósmyndun er nokkur þungamiðja. Það stafar af því að við erum sammála Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara, sem skrifar pistil hér í blaðið, þess efnis að myndavél sé nú nánast ófrávíkjanlegur fylgihlutur hvers veiðimanns, hvort heldur er til að skrá minnistæða fiska, atvik og/eða íslenska náttúru í öllu sínu sumarveldi. Annars erum við að upplifa athyglisvert sumar núna, veiðin tók seint við sér, en hefur glæðst upp á síðkastið. Við sjáum hvað setur með það, en það verða alltaf góðar stundir á bökkum vatnanna hvort sem fiskur er að rokveiðast eða ekki. Við erum með netfang, ritstjorn@votnogveidi.is og þangað skuluð þið endilega senda ábendingar og hugmyndir. Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

35 vatnasvæði aðeins kr. 6000 00000

www.veidikortid.is



efnið 6

Stiklað á stóru Samantekt frá opnunm laxveiðiáa í júlímánuði.

10 Veiðistaðurinn Reykjadalsá í Reykjadal í Suður Þingeyjarsýslu, ásamt Eyvindarlæk. 20 Veiðistaðurinn Straumarnir í Hvítá eru einhver magnaðasti laxveiðistaður landsins.. 26 Fluguboxið Við rifjum upp eina sem heillaði laxinn í gamla daga. Vulturine Blue Elver! 30 Fluguboxið Sigurður Héðinn hefur lengi lúrt á nokkrum eðal leynivopnum. 38 Ljósmyndun Myndavélar ættu að teljast til grunnbúnaðar stangaveiðimanna.

40 Vöðluskór Lárus Gunnsteinsson heldur áfram að leiða okkur á góða staði um eðli og viðhald búnaðar.

70 Ljósmyndun Örn Óskarsson hefur um árabil verið heillaður af Veiðivötnum á Landmannaafrétti.

42 Viðtal Veiðiheimur, þar sem fiskarnir synda. Þrjú ungmenni, Einar Guðnason, Rut Valgeirsdóttir og Börkur Smári Kristinsson hafa stofnað fluguveiðiskóla.

86 Strandveiði Reynir Friðriksson veiðir háf á sunnlensku söndunum og skellir þeim á grillið!

52 Útivist Guðmundur Ingi Hauksson leiðir okkur inn í undraheim köfunar, heim þyngdarleysis og þrívíddar. 62 Fjölskylduveiði Meðalfellsvatn hefur allt til brunns að bera. 66 Fjölskylduveiði Baulárvallavatn heillar þá sem þangað koma til veiða.

90 Einu sinni var Hér rifjar Jóhannes Kristjánsson á Akureyri upp ótrúlegar uppákomur af bökkum Laxár í Aðaldal. 94 Villibráðareldhúsið Hér er lauflétt silungauppskrift sem við fengum frá hörkukokki. 96 Lífríkið Við ræðum við Jóhann Óla Hilmarsson fuglaljósmyndara sem var að endurútgefa Fuglavísinn.

100 Veiðisagan Jón Eyfjörð Friðriksson leiðir okkur inn í heim óbyggðaveiða. Að fara á heiðar með flugustöng, góðan búnað, plan og gps tæki er veiðiskapur sem heillar marga. 104 Græjur og fleira Hér kennir ýmissa grasa að venju. Byrjar á frásögn af skemmtilegri veiðistaðagetraun Veiðihornsins, sagt frá „flík“ sem fæst í Vesturröst sem er bakpoki og veiðivesti í senn, sagt frá sérhannaðri veiðitösku sem gæti leyst af hólmi hefðbundnu veiðivestin, fæst líka í Vesturröst. Þá er sagt frá risaflugubar Veiðihornsins og sýnd nokkur sýnishorn af þeim kokteilum sem þar er að finna ...


stiklað á STÓRU

Björn K.Rúnarsson með hrikalegan stórlax úr Vatnsdalsá.

6

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Segja má að sunnanlands og vestan hafi sumarið loksins haldið innreið sína í júlí. Norðan heiða og austan hélt áfram að vera rysjótt vor með stöku góðum dögum innan um. Laxinn lét bíða eftir sér víðast hvar, þó ekki á Norðaustur- og Austurlandi. Annars staðar fór laxveiðin afar hægt af stað og var beinlínis slök víða. Stórlax hélt veiðinni uppi, en við stórstrauminn um miðjan júlí varð afgerandi breyting. Lax fór að ganga, mikið af því smálax.

7


kurá stóru stik floklað Sumir voru farnir á taugum, en aðrir sögðu eðlilegt að gefa laxinum 1-2 vikur miðað við meðal árferði til að skila sér. Þegar þetta er ritað, komið fram undir lok júlí, þá virðist sem svo að bjartsýni megi ríkja eitthvað fram eftri sumri. En aðeins tíminn leiðir í ljós hvernig þetta fer. Á silungaslóðum var veiði furðu góð á kuldasvæðum eins og í Suður Þingeyjarsýslu og á Landmannaafrétti. Þegar leið á júlí var þó kvartað undan slælegri töku í Veiðivötnum vegna þess að fiskur var allur að komast í æti. Það rættist þó úr. Sömuleiðis á Skagaheiði og Arnarvatnsheiði svo eitthvað sé tínt til. En það væri skrök að segja að þetta hafi verið fínasta veiði. Þetta var hark í kuldatíð, en fór batnandi er leið á mánuðinn. Hvernig sem þetta endar allt saman, þá munu við vertíðarlok margar veiðisögur verða sagðar frá sumrinu 2011. Lítum svo á myndsjá fyrir síðasta mánuðinn...

Garðar K.Vilhjálmsson með glæsilegan lax í opnun Svartár. Mynd Páll Ketilsson.

8

Vigfús Orrason með tuttugu pundara í opnun Selár.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

1 Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir með glæsilegan 104 cm lax úr Laxá í Aðaldal. Mynd Þorgeir Frímann Óðinsson. 2 Mikið var um stórlaxa í opnun Breiðdalsár. Mynd frá www.strengir.is 3 Stefán Jón Hafstein með 7 punda urriða úr Ónefndavatni í Veiðivötnum. 4 Nils Folmar Jörgensen veiddi 103 cm lax á Hrauni í Laxá í Aðaldal. 5 Lochy Porter veiddi þennan rígvæna urriða í Geirastaðaskurði í Laxá í Mývatns­ sveit. Mynd Bjarni Höskuldsson.

Jóhanna Malen veiddi þennan flotta lax í Norðfjarðará.


1

2

3

4

5


Urriða landað í Stórulaugarpolli. Myndir með þessarri grein tók Einar Falur.

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


veiðistaðurinn

Reykjadalsá og Eyvindarlækur

Hér er bæði, magn og gæði Reykjadalsá ásamt Eyvindarlæk í Reykjadal í Suður Þingeyjarsýslu hefur það til brunns að bera sem margan veiðimanninn gleður. Ef að laxinn tekur ekki, þá er hún full af urriða. Sumir fara meira að segja í hana gagngert til að veiða urriða, t.d. franskir þurrflugukarlar sem þyrpast í hana um hásumarið og hverfa frá hyljum ef að laxar ætla að gera sér dælt við flugurnar. Það er því alltaf veiðivon, afburðagóð veiðivon. Og ekki spillir Reykjadalurinn, gróðurinn, fuglalífið og fjölbreytileiki árinnar. Stundum er talað um magn fremur en gæði eða gæði umfram magn. Hér er bæði, magn og gæði. Aðaldalur sem Laxá í Aðaldal er kennd við deilist til suðurs í tvo dali, sem heita Laxárdalur og Reykjadalur. Um dalina renna Laxá og Reykjadalsá sem sameinast stuttu fyrir neðan virkjanirnar sem loka minni Laxárdals. Sá hluti Reykjadalsár sem nær frá Vestmannsvatni og norður að ósi við Laxá er nefndur Eyvindarlækur. Benedikt Helgason leiðsögumaður og veiðimaður er öllum hnútum kunnur við Reykjuna. Hér er lýsing hans á ánni og svæðum hennar.

Reykjadalsá á upptök sín að hluta til í Másvatni upp á Mývatnsheiði en að hluta til sunnar á heiðunum við rætur Reykjadals. Alls er veiðisvæði árinnar um 35 km á lengd og er það veitt með 6 stöngum. Það er því óhætt að segja að það sé rúmt um veiðimenn og nánast ómögulegt að fara yfir allt veiðisvæðið í þriggja daga veiðitúr svo vel sé. Nýtt veiðihús sem rúmar 8-12 manns var byggt við ánna árið 2004 og er almennt mjög vel af því látið.

11


1 2

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Reykjadalsá og Eyvindarlækur Stangveiðar hafa verið stundaðar í Reykjadalsá í marga áratugi. Sennilega hefur hún náð 1000 löxum þegar best lét en hefur undanfarin ár verið á bilinu 100-200 laxar. En það er ekki bara lax sem menn eru á höttunum eftir í Reykjadalsá. Þar veiðast ár hvert þúsundir urriða sem gefur ákveðna hugmynd um hversu frjósöm áin er. Mikið af þessum urriða er að sönnu smáfiskur en urriðar allt að 8 pundum hafa þó fengist í ánni. Á neðsta svæði árinnar (svæði 1) þar sem hún er lygnust má einnig finna nokkuð af bleikju. Árið 2003 tók Pétur Pétursson ána á leigu og skyldaði sleppingar á laxi eins hann gerði í Vatnsdalsá árið 1997. Það er von manna að með þessu fyrirkomulagi fái laxastofn árinnar möguleika á að ná fyrri hæðum. Það er rétt að minna veiðimenn sem halda til veiða í Reykjadal í fyrsta sinn, á að þar gildir að létta búnaðinn sinn eins og kostur er. Stangir fyrir línur 3-5 eiga þarna vel við og fáir veiðistaðir bera annað en flotlínu. Þokkalegt kort af ánni má finna á vefnum www.vatnsdalsa.is.

Veiðisvæði 1 Dæmigerð mynd fyrir neðsta hluta árinnar áður en hún fellur í Vestmannsvatn, hæg, lygn og djúp....allt fullt af urriða og laxi. 2 Rétt ofan við Laugar fellur áin í grunnu gróðursæli gili. Þar er veiðivon í öllum strengjum og pollum.

Það er ákveðin hefð fyrir því að skipta ánni upp í þrjú veiðisvæði. Svæði 1, nær frá ósnum við Laxá til norðurs að brú yfir ánna hjá Ökrum til suðurs. Svæði 2 nær svo upp að ræsi á þjóðvegi 1 innarlega í Reykjadal en þar fyrir ofan tekur við gil sem tilheyrir svæði 3. Það svæði endar í fossi ca. 2 km sunnan við bæinn Stafn, sem blasir við frá þjóðvegi eitt þegar ekið er upp á heiðina inn úr dalnum í átt að Mývatni. Hér á eftir verður farið stuttulega yfir nokkra af helstu veiðistöðum árinnar en

þessi lýsing er engan veginn tæmandi. Byrjað verður að lýsa veiðistöðum á efsta svæðinu (svæði 3) en þaðan verður áin stikuð í átt að ósnum við Laxá. Almennt má segja að silungur veiðist hvar sem er í ánni.

Svæði 3 - Gilið „Þegar lagt er af stað til veiða í gilinu þá keyra menn oft upp á Mývatnsheiðina og svo inn afleggjarann að Víðum og ganga þaðan annað hvort upp eða niður gilið. Þá getur það verið skynsamlegt ef menn hafa tvo bíla til umráða að skilja annan eftir upp á heiði við Víðar eða jafnvel hinu megin við ána við bæinn Stafn og veiða sig niður gilið í áttina að hinum bílnum eða öfugt allt eftir því hvað hentar mönnum. Undirritaður hefur haft það fyrir sið að leggja bílnum á stæðinu við gömlu brúna á þjóðvegi eitt og ganga upp gilið. Þá má veiða ánna andstreymis hvort heldur sem er að reynt er við lax eða silung. Sama leið er þá gengin til baka niður gilið að loknum veiðum en það er allt niður í móti og til þess að gera auðvelt yfirferðar. Á þennan hátt losnar maður við að príla upp úr gilinu en á köflum er það bratt og því þarf að velja uppgöngustaði af varkárni. Gilið er mjög spennandi veiðisvæði þar sem skiptast á grunnar breiður og pollar þar sem víða er hægt að finna fisk. Þegar kemur fram á sumarið þá getur áin verið orðin vatnslítil og óveiðileg en fiskur er alltaf í verulegu magni á þessu svæði. Hér hafa Evrópskir þurrfluguveiðimenn oft sett í ævintýralega veiði og reyndar er mælt með þeirri veiðiaðferð í Reykjadal í litlu vatni. Þegar fljótandi agni er beitt við þessi skilyrði þá breytist áin skyndilega í eitt stórt veiðisvæði því

13


veiðistaðurinn hvergi er hætta á að festa í botni. Þá kemst maður að því að fiskur liggur á ótrúlegustu stöðum. Allir speglar fyrir framan og aftan steina sem standa upp úr vatninu eru líklegir til að geyma fisk.

Svæði 2-Dalurinn Efsti veiðstaðurinn sem eitthvað kveður að er við sjálf svæðamörkin, en það er hylurinn fyrir neðan ræsið yfir þjóðveg eitt. Þessi staður lætur lítið yfir sér en þar getur legið slæðingur af laxi þegar kemur fram í ágúst. Menn geta valið að veiða sig annað hvort upp ánna og þá inn og í gegnum rörið, en þetta er allt vætt ef ekki er mikið í ánni. Þá er einnig hægt að fara hefðbundna leið að þessu og byrja fyrir ofan rörið og veiða sig þá leiðina í gegn. Hér er hægt að mæla með stuttum stöngum til þess að hafa pláss til þess að athafna sig þegar farið er í gegnum rörið. Næsti staður sem vert er að reyna er Bjargstrengur sem er ca. 100 m neðan við ræsið en staðinn er líka auðvelt að finna frá þjóðveginum, því hann er beint fyrir neðan kjarrið sem vex í hlíðinni hjá eyðibýlinu sem þarna blasir við. Bjargstrengur er vandveiddur því straumurinn í honum hentar illa fyrir flugu sem kastað er andstreymis. Þegar staðurinn er hins vegar veiddur forstreymis þá blasir veiðimaður við fiskinum. Ef sú leið er valin er hægt að mæla með að menn haldi sig vel fyrir ofan staðinn og veiði langt niður fyrir sig. Um það bil 1 km fyrir neðan Bjargstreng er frægur staður sem heitir því sérstaka nafni Syðsta-lág. Það er næsta víst að ef lax er farinn að ganga upp fyrir Laugar að þá er lax á þessum stað. Það eru mýmörg dæmi þess að menn hafi kastað á

14

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

þennan stað heilum og hálfum fluguboxum án þess að verða varir einungis til þess að hlusta á veiðifélagana segja sögur af því að þeir hafi landað þar fiski stuttu seinna. Það eru staðir á leiðinni niður í Fosspollana sem vert er að kasta á sérstaklega ef gott vatn er í ánni. Beygjurnar fyrir neðan Syðstu-lág geta verið stútfullar af urriða en færri sögum fer þó af laxveiði á þessum stöðum. Stóri Fosspollur sem er ca. 2 km neðan við Syðstu-lág er einn af aðal stöðunum í ánni. Þar má finna lax allt tímabilið og urriði er þar einnig. Það virðist gilda einu hvort kastað er í Fosspollinn ofan frá klöppunum eða frá eyrinni sem lokar fossbreiðunni. Báðar þessar aðferðir gefa veiði. Oft liggur fiskur alveg undir hvítfissinu en þetta á sérstaklega við þegar lítið vatn er í ánni. Þá er ágætt að kasta agninu andstreymis upp á klappirnar og draga rólega fram af ef menn ætla að reyna við þessa fiska. Ekki vanmeta hvaða áhrif kúluhaus af hentugri þyngd getur haft þarna. Rétt fyrir ofan Stóra Fosspoll eru staðir sem kallast Efri Fosspollur og Breiða en fyrir neðan Stóra Fosspoll er fallegur veiðistaður sem kallast Bjarghylur. Allir þessir staðir geyma urriða og stöku lax. Ullarpollur er ca. 1 km fyrir neðan Foss­ pollana en þetta er stór staður á mælikvarða Reykjadalsár. Til þess að komast að staðnum þarf að keyra niður tún á móts við yfirgefna byggingu á austurbakka árinnar.

1 Margir veiðistaða Reykjadalsár eru stórfallegir, eins og þessi rétt neðan við þjóðveginn.

Á leiðinni niður að Laugum má finna fullt af stöðum sem geyma urriða en lax er helst að finna í Fjóspolli á móts við bæinn Hjalla og svo Stórulaugarpolli spölkorn fyrir neðan Laugar. Á árum áður þá var Stórulaugarpollur einn af

2 Fallegur strengur neðan við Stóra Fosspoll, hér er alltaf urriði og oft lax líka.


1 2


1 2

3

4

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Reykjadalsá og Eyvindarlækur aðalstöðum árinnar. Þó staðurinn sé vissulega veiðilegur í dag þá virðist hann vera orðinn það grunnur að hann heldur illa laxi en áður fyrr var þetta djúpur dammur. Það veiðast þó yfirleitt einhverjir laxar þarna á hverju sumri og því vel þess virði að kíkja þangað, þó ekki væri nema til þess að renna eftir urriða í strengjunum fyrir ofan veiðistaðinn. Nokkru fyrir neðan Laugar er að finna tvo staði sem kallast Illakelda og Halldórshylur. Þarna er áin orðin tiltölulega lygn og frekar óspennandi til veiða en af einhverjum ástæðum þá safnast yfirleitt á þessa tvo staði mikið magn af laxi þegar líða tekur á tímabilið. Stundum er svo mikið af honum að þeir liggja á öllu svæðinu á milli veiðistaðanna. Þegar þannig árar þá er líka að hægt að finna lax á svæðinu fyrir ofan Illukeldu. Illakelda og Halldórshylur eru að öllu jöfnu þeir staðir ásamt Stóra Fosspolli sem gefa flesta laxa ár hvert. En þessir hyljir henta ekki smekk allra. Menn annað hvort elska þá eða hata, en það er engu logið um magnið af fiski á þessum stöðum. Á þessu svæði er enn fremur mikið af urriða og oft á skrítnum stöðum, eins og uppi í harðalandi á grunnu vatni.

1 Kvöldstemning við Eyvindarlæk 2 Í Gilinu. 3 Nettur Reykju-urriði. 4 Nærri Brúarhyl. Dæmigerð fyrir efri hluta árinnar neðan þó við gilið.

Þegar menn hafa lokið veiðum í Halldórshyl þá er sjálfsagt að eyða nokkrum köstum í Ármótin þar sem Seljadalsáin rennur út í Reykjadalsá. Sá hylur gefur stundum lax en eins má dunda sér við silungsveiðar á stöðunum þar fyrir neðan en þar eykst hraðinn á vatninu á stuttum kafla. Rennsli á fluguna er flestum að skapi sem hafa eytt tíma við reyna að gefa flugunni líf í Halldórshyl og Illukeldu.

Svæði 1-Flatlendið Svæðið frá Ármótum og niður að Pálmholti er ekki mikið stundað en þar er engu að síður töluvert af silungi. Þessu ræður að einhverju leyti lakara aðgengi að ánni en víðast annars staðar en sjálfsagt líka að áin þykir ekki eins spennandi á þessum hluta vegna þess hversu straumurinn er hægur. Við bæinn Pálmholt rétt sunnan við Vestmannsvatn er að finna nokkra staði í ánni sem geyma mikið af silungi og alltaf eitthvað af laxi. Þetta eru staðirnir: Kúavað, Pálmholtshylur og Mayershorn. Þar sem rennur út úr Vestmannsvatni til norðurs er staður sem nefnist Strákabryggja. Þarna er áin lygn en örlítið brot í straumnum myndar þarna fantagóðan veiðistað. Lax liggur þarna bæði fyrir ofan brotið en eins í straumröstinni fyrir neðan það. Þarna er að öllu jöfnu líka góð urriðaveiði. Reyndar er tímanum ágætlega varið í að veiða sig með straumflugu niður að næsta stað fyrir neðan sem heitir Skurðbrot. Sá staður gefur stundum lax en á leiðinni þangað er líklegt að þokkalegur veiðimaður setji í töluvert af silungi. Í framhaldi af þessu þá rennur áinn í gegnum tvö vötn á þessu svæði. Þau heita Sýrnesvatn og Mýrlaugsstaðavatn. Áin er lítið stunduð í kringum vötnin og ræður þar mestu erfitt aðgengi, en það er helst að menn reyni staðina í kringum brúna á afleggjaranum að Laxárvirkjun. Fyrir ofan brúnna fellur áin sitt hvoru megin við hólma. Fyrir neðan hólmann og að brúnni er oft svo mikið af urriða að áin hreinlega sýður þegar fluga er komin á kreik. Oftast er þetta þó smáfiskur en einn og einn vænni leynist þar innan um.

17


veiðistaðurinn

Kastað á uppitöku!

Fyrir neðan brúnna og niður að ósnum við Laxá minnir áin helst á síki með takmörkuðum straumi. Á vorin er nokkuð algengt að menn eyði tíma sínum í að veiða sig niður að Laxá en vegalendin er kannski rúmur kílómeter. Um þennan hluta af ánni segja kunnugir að finna megi væna urriða á vorin.“ Þar með lýkur lýsingu Benedikts á Reykjadalsá, en hana má einnig finna á vef leigutakans, www.vatnsdalsa.is . Ritstjóri vill ekki skilja við ána án þess að leggja nokkur orð í belg. Ég hef nokkrum sinnum veitt í henni í júnímánuði, stundum mokað upp fiski og farið í að veiða „viðunandi“. Oft væna fiska í bland við þá smærri, 2-3 punda og það er

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

frábær skemmtun með léttum græjum. Þetta er ein af eftirlætisám undirritaðs og sums staðar er hún svo falleg að menn gætu orðið orðlausir. Eins og t.d. í gilinu ofan við Laugar, þar sem áin fellur í fossum og flúðum í gegnum og fram hjá gömlum stíflumannvirkjum. Vörðuð hvönn og blómskrúði og vænir urriðar tifandi í strengjunum. Eða í gilinu ofan við þjóðveginn. Eða í Bjargstreng beint fyrir neðan þjóðveginn, þar sem skógurinn nánast lafir fram af bjarginu og virðist einungis eiga eftir að falla ofan í ána!


VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN

Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng. Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda!

Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst. 99 ROD SERIES - Verð 99.990,Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur. VXP ROD SERIES - Verð 74.990,Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður. FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng. VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

19


1 2

3

4

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


veiðistaðurinn

Straumar

Hér er stundum allt í keng, vakt eftir vakt!

1 Hér sést aðalveiðisvæðið, Bugt og Strenghorn. 2 Einn dæmigerður úr Straumunum, 5 punda á Snældu! 3 Komið ofan í strenginn neðan við Strenghorn. 4 Veiðihúsið gamla og góða. Myndir gg og Herdís Ben.

Straumarnir eru í Hvítá og eru þar sem Norðurá og Gljúfurá renna sameiginlega í hana, mynda tæra rönd sem nær mislangt niður með Hvítá, eftir því hversu mikið vatn er í ánum sem mynda þetta veiðisvæði. Þar heitir Straumaklöpp þar sem árnar mætast, mikið dýpi þar, síðan kemur vík neðan við þessa klöpp og þar úti er kallað Bugt. Neðst í víkinni er stór steinn á bakkanum og þar byrjar áin að brotna upp í streng með fallegu V-laga broti. Þetta er kallað Strenghorn. Þetta er afar stutt svæði, Bugt og Strenghorn nánast sami veiðistaðurinn og hér veiðist yfir 90 prósent af Straumalaxinum. SVFR er með Straumana á leigu og þarna er leyft að veiða á tvær stangir. Leyfunum fylgir aðgangur að einstaklega hlýlegu veiðihúsi sem að hluta til er eitt elsta veiðihús landsins. Það hefur verið lappað mikið upp á það og byggt við það, en það heldur gamla útlitinu og er afar skemmtilegt þar sem það stendur við gróskumikla skógrækt örskammt frá veiðistaðnum. Við hlið þess er rúmgott aukahús ef að mannmargar fjölskyldur vilja leigja daga þarna.

Sumir eru ekki fyrir svona veiðisvæði, segja að það vanti fjölbreytni, en það er líka afar heillandi, að rölta niður að á á tveimur mínútum og rölta svo upp í kofa í kaffi. Ræsa aldrei bílinn á meðan veiðitúrinn stendur yfir. Og það má kannski segja að það vanti fjölbreytni í veiðistaði í Straumunum. En á móti kemur, og mörgum þykir það jafna leikinn talsvert, að það er enginn skortur á laxi. Þarna fer allur Norðurár, Gljúfurár og Þverárlax fram hjá. Líklega stoppar

21


veiðistaðurinn Þverárlaxinn ekki, en Norðurárlaxinn og Gljúfurárlaxinn gerir það. Þarna er stundum lítið líf að sjá , það gætir sjávarfalla upp á Straumaklöpp, það getur því allt orðið bandvitlaust á svipstundu ef að laxar koma inn á svæðið. Heyrst hefur að allur lax sem veiðist í Straumunum sé lúsugur og það er eflaust margt til í því. En veiðisvæðið er vissulega stutt þó það sé líka langt. Það nær talsvert niðurúr og þar fyrir neðan eru svokallaðar Ferjukotseyrar sem Lax-á er með á leigu. Það er mun lakara svæði, en samt setja menn oft í fisk þar. Straumaklöppin sjálf er ekki sérlega góður veiðistaður. Hyldjúp breiða, en stundum setja menn þar í lax eða sjóbirting sem talsvert er af í Straumunum. Þetta eru sjálf ármótin og þeir sem veiða frá Flóðatanga eru mjög hrifnir af því að veiða hér. Þeir hörðustu ganga frekar langt, vaða Hvítána langleiðina að sjálfum skilunum og kasta upp í land hjá Straumamönnum. Eflaust yrðu oft árekstrar ef Straumaklöppin væri ekki jafn slakur veiðistaður Straumamegin og raun ber vitni. En um það bil í miðri Bugtinni byrjar að vera alvöru veiðivon og hún verður meiri og meiri eftir því sem neðar dregur. Menn þurfa að vaða þarna aðeins út til að ná út í skilin og eftir því sem vaðið er neðar, þoka menn sér smátt og smátt til lands, uns það er hrein firra annað en að standa uppi á þurru. Þá er komið niður undir Strenghornið. Þar er stór steinn á þurru í vatnsborðinu og út af og upp af honum eru tökumið...einnig niður með. Þarna er þetta fallega V-laga brot. Þetta er skammt frá landi og þarna er oft haugur af laxi og auðvlet að hitsa

22

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

þetta ef menn eru þannig stemmdir. Þetta er frábær hits-staður. Einnig má þverkasta og draga fluguna hratt, eða hafa það gamla hefðbundna þverkastið með þungri flugu eða sökktaum, eða bæði. Þá er takan hæg og þung, ella hröð og geggjuð. Menn bara velja. Allt agn er leyfilegt í Straumunum, þannig að sumir hafa gaman að því að vaða út ofan við miðja bugt, þverkasta maðki fyrst, en langrenna síðan er neðar dregur, enda er heitasti veiðistaðurinn á Strenghorninu mjög nálægt landi. Spón má reyna þarna en varast ætti að þrákasta með honum. Nokkur köst í lok vakta ætti að duga, því laxinn rýkur með látum í spóninn ef hann er til staðar, ella styggist hann bara ef menn taka upp á því að þrákasta. Straumarnir byrja yfirleitt að gefa vel þegar lítið er eftir af júní. Það er eins og tveggja ára júnílaxinn stoppi minna þarna heldur en smálaxinn sem seinna kemur. Þó koma oftast skot í júní og júnímánuður í fyrra, 2010, var frábær, enda laxinn óvenjulega snemma á ferðinni. En þó að þorrinn af laxinum í Straumunum sé smálax, þá er hann þarna að veiðast á svæði þar sem sjávarfalla gætir. Hann er grálúsugur og fullur af orku, ekkert farinn að takast á við fossa og flúðir. Þetta er örasti nýrenningur sem að menn komast í tæri við. Enda er veiðin iðulega ævintýraleg þegar skilyrðin eru hagstæð. En menn ættu að nýta sér hversu afslappaður og einfaldur veiðistaður Straumarnir eru, líta upp úr ánni af og til og virða fyrir sér fallegan fjallahring Borgarfjaðrar og njóta fuglasinfóníunnar, sem er óvenjulega fjölskrúðug. Einhverju sinni taldi ritstjóri nærri 40 tegundir fugla í einni og sömu veiði-


Straumar

ferðinni. Þar á meðal voru rjúpa, lómur, brandugla, brandönd og starri, sem var með óðal í klettunum við skógræktina. Eitt skiptið sem ritstjóri veiddi í Straumunum verpti brandönd undir verönd hússins, beint fyrir neðan útidyrnar. Ef lagst var á pallinn og kíkt á milli spýtna, mátti sjá kolluna stara reiðilega á móti. Brandöndin er stór og litskrúðugur fugl og mjög sérstakt að hún skuli velja sér svona varpstað. Tvisvar á sólarhring kom steggurinn gangandi, lét holtið við húsið skýla sér og gægðist síðan að húsinu. Það var eins og kollan skynjaði karlinn, því hún spratt af eggjunum um leið og hann sást gægjast, smaug undan pallinum og síðan sást til þeirra fljúga til hafs. Þau fóru sem sagt tvisvar út að borða saman á sólarhring þrátt fyrir verkefnið undir pallinum.

Þá varð þarna eitt sinn mergjaður atburður sem tengdist einum af vængjuðu nágrönnunum. Skólabróðir einn gamall sagði þessa sögu er hann veiddi eitt sinn í Straumunum: Í miðdegishléinu sat allt fólkið úti á verönd í góðu veðri og borðaði hádegismatinn. Stangir voru hér og þar, hallað upp að húsveggjum. Ein kaststöng lá upp að vegg verandarinnar við norðurgafinn og Devon sem var á línunni, fremur stór og brúnn, hafði losnað frá lykkjunni sem hann hafði verið festur við. Þar vingsaði hann sem sagt. Skyndilega varð uppi fótur og fit á veröndinni þegar smyrill kom með miklum fyrirgangi og gerði harða hríð að Devoninum, renndi sér hvað eftir annað á hann, sló til hans með klónum og reyndu að klófesta hann. Devoninn fór að sveiflast til og frá

Hér er Bugt og Strenghorn. Baula og fleira af fjallahringnum í baksýn.

23


veiðistaðurinn Öðru sinni sátum við úti á verönd að kvöldlagi við lok veiðidags og spjölluðum saman. Sumarnóttin nálgaðist, björt og heillandi. Skyndilega sáum við hreyfingu innan við tíu metra frá okkur, beint framundan veiðihúsinu. Rjúpa laumaðist þar milli þúfna. Síðan ekkert. Eftir stutta stund gengum við varlega þangað sem síðast sást til rjúpunnar og í fyrstu var ekkert að sjá. En það var vegna þess hversu samlit móanum hún var. Þarna lá hún á eggjum sínum og svo gæf að hún hreyfði sig ekki þótt við krypum tvö við hlið hennar. Næsta morgun var síðan karrinn í leirbaði ekki þrjá metra frá mér er ég sat og horfði yfir Strenghornið. Hvers vegna karrarnir fara í leirbað skal ósagt látið, en kenning er til um að þeir séu að reyna að dempa hvíta litinn sem þeir sitja uppi með og gerir þá afar sýnilega fálkanum.

Einn úr Bugtinni.

24

við þessar aðfarir og færðist smyrillinn bara í aukana og linnti ekki látunum fyrr en að einhver í hópnum áttaði sig og greip stöngina áður en ránfuglinn færi sér að voða. En málinu var ekki þar með lokið, því smyrillinn var kominn í slíkan vígahug að hann réðist í staðinn að veiðimanninum sem hafði gripið stöngina og enduðu þessi viðskipti með þeim hætti að veiðimennirnir á veröndinni ruddust allir inn í hús með snarvitlausan smyrilinn á hælunum!

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

En aftur að laxinum, en þó að mest af laxinum sem veiðist í Straumunum sé smár, þá var svo ekki hér fyrr á árum þegar stærri laxar voru fleiri. Þá veiddi t.d. Garðar heitinn Svavarsson eitt árið tvo laxa sama daginn sem voru annars vegar 20 og hins vegar 29 pund. Þegar Garðar var að kljást við þann stærri var hann undir lokin kominn eitthvað niður með á og búinn að vaða út á svarta sandeyri þar sem hann náði að stranda laxinum. Tókust þeir þar á kapparnir og gekk svo mikið á að laxinn jós svörtum sandi yfir Garðar. Leist áhorfandi börnum hans ekki betur á gang mála en svo að þau hlupu grátandi upp í veiðihús og sögðu mömmu sinni að laxinn væri að drepa pabba! Garðar veiddi fleiri stórlaxa í Straumunum, m.a. 24 og 25 punda, þannig að þá var –öldin sannarlega önnur


Norðlingafljót Borgarfirði Laxveiði í einni bestu á landsins! Meðalveiði: 1.053 laxar á 5-6 stangir á ári, árin 2006-2009 Verð: 14.000-69.000 kr. á hv. stangardag Fyrirkomulag: 2ja daga „holl“ hádegi til hádegis Leyfilegt agn: Fluga og maðkur Gisting: 2ja manna herbergi með uppábúnum rúmum, 12.000 kr. á sólarhring Tímabil: 18. júlí til 30. september

www.nordlingafljot.com Jóhannes B. Sigmarsson S: 771 6353, icehunt@simnet.is


Vulturine Blue Elver með stuttum væng og löngum. Báðar magnaðar.

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


fluguboxið

Ein gömul og góð sem gaman væri að dusta rykið af Það eru margar laxaflugurnar sem voru og hétu eitt sinn í íslenskum ám, en hafa síðan meira og minna horfið af sviðinu með tilkomu alls konar nútímalegri flugna sem við hirðum ekki um að nefna. Í síðasta tölublaði minntum við á Night Hawk, sem á þó enn sína áhangendur hér á landi. Ef að Vulturine Blue Elver á sér enn vildarvini, þá þekkjum við a.m.k. ekki til þeirra. VBE er þó kyngimögnuð fluga og líklega önnur tveggja sem reyndar hafa verið hér á landi sem áttu að svipa til álalirfa á leið frá Þanghafinu. Hin flugan var auðvitað Black Sheep Haraldar Stefánssonar. Og raunar er fátt skylt með þessum flugum, Vulturine Blue Elver og Black Sheep, utan að báðar eru upprunalega hnýttar með mjög langa vængi. Þá er langa hvíta gammafjöðrin í væng VBE sem gefur henni álalirfu-„lúkkið“. Blái liturinn er að öðru leyti drottnandi í flugunni sem gefur hafinu vissa skírskotun. Blátt í laxaflugum hefur að auki reynst fádæma vel í íslenskum laxveiðiám og þegar langa hvíta röndin bætist við, þá má heita með ólíkindum að svo fáir kasti lengur þessari flugu. Ritstjóri er ekkert gamalmenni, en samt var farið að fjara unda VBE á

mínum yngri árum í laxveiðinni. Fáir að nota hana, en þó voru algjörir toppveiðimenn á borð við látnu meistarana Garðar H.Svavarsson og Rafn Hafnfjörð að hvetja mig til að eignast hana og reyna hana. Hún væri mögnuð fluga og í hópi eftirlæta þeirra. Garðar gaf mér meira að segja tvö eintök sem ég tímdi aldrei að nota í mörg ár. Ein þeirra, númer 6, gaf mér seinna þrjá laxa í beit í Eyrarhyl í Gljúfurá í Borgarfirði, en þegar fjórði laxinn hristi sig af, tók fyrir tökuna. Flugan sú er ekki hæf til ljósmyndunar eftir atburðinn, en hér getur að líta hina og athyglisvert er að hún er hnýtt með stuttan væng. VBE er að upplagi „long tail“ fluga. Í Eyrarhylnum var flugan veidd hægt og djúpt í þessu tilviki, en virkar án vafa hraðar og ofar.

27


fluguboxið Garðar og Rafn töluðu alltaf um Vulturine Blue Elver, en í flugubiblíu Jóns Inga Ágústssonar er talað um tvær nauðalíkar flugur, Elver og Blue Elver. Segir og að Elver gangi stundum undir nafninu Blue Elver og Ransome´s Elver, eftir höfundi sínum Arthur Ransome. Þetta eru líkar flugur og líklega er Blue Elver sú sem meistararnir kölluðu Vulturine Blue Elver. Vulturine höfðar til gamms sem lagði til hvítu fjaðrirnar í væng flugunnar. Gammur þessi gerðist afar sjaldgæfur og allt annað en réttdræpur. Sumir sögðu að hann hefði dáið út og aðrir að hann hefði farið tæpt. Jón Ingi segir í bók sinni að hvíta fjöðrin komi nú úr „gammhænu“. Það þarf ekki annað en að líta á VBE til að átta sig á því að þetta er mögnuð laxafluga, sérstaklega „rétta“ útfærslan með langa vængnum. Skemmtileg veiðisaga tengd flugunni er höfð eftir Rafni heitnum Hafnfjörð í nýlegu tölublaði Áróðs, fréttabréfi Ármanna. Gefum Rafni orðið: -Ég veiði minn fyrsta lax í Selá árið 1969 og það var svolítið ævintýri. Gústaf, Oddur og Vífill höfðu verið þarna í viku og ekki fengið neinn lax. Vífill kemur þá og bauð mér að veiða á þeirra svæði. Við tjölduðum við lítinn læk í túninu á Leifsstöðum. Frá bænum og tjaldinu var stutt að labba að Leifsstaðahyl, og þar kemur hlaupandi Oddur, sonur Vífils, sem þá var sjö ára. Ég kasta þarna minni uppáhaldsflugu, Vulturine Blue Elver númer 6 – og það er lax á í fyrsta kasti. Ég landa honum og rota. Drengurinn hoppar af ánægju og við setjumst á stein og dáumst að laxinum um stund. „Ætlarðu ekki að kasta aftur?“, spyr strákurinn. ‚Eg geri það og annar tók

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Vulturine Blue Elver strax. Þá rétti ég drengnum stöngina og segi: „Þú verður að veiða þennan.“ Þetta var svo skemmtilegt að ég gleymi því því aldrei. Strákur tekur við stönginni, setur á öxlina, snýr frá ánni og hleypur í átt að bænum, og laxinn fleytti kerlingar á ánni og langt upp á land, þar sem drengurinn kastar sér á hann. Þegar við höfðum rotað laxinn tók stráksi hann í fangið og bar heim. Þar tóku fagnandi á móti honum faðir og afi.“ Og þar sem við erum að rifja upp afrek gömlu meistaranna með Vulturine Blue Elver, þá er líka skráð veiðisaga eftir Garðar H. Svavarsson í bókinni Varstu að fá ´ann sem kom út árið 1983. Garðar segir frá atviki úr Flóku í Borgarfirði: -Daginn eftir fór ég í veiðistað sem heitir Rangur, og er örskammt fyrir ofan neðri brúna. Birgir fór í Hundsfoss að eiga við lax sem hann vissi af þar. En ég fékk fljótlega fisk í Rang á Vulturine Blue Elver númer 6, og það gekk alveg voðalega illa að eiga við hann. Í klukkustund gat ég varla haggað honum og ég hélt lengi vel að hann væri í góðri aðstöðu á bak við stein eða eitthvað þvíumlíkt. Það kom á daginn að svo var ekki og ég gat ekki fundið aðra skýringu en að straumlagið væri honum svona óvenjulega hagstætt. Í heila klukkustund gat ég varla hreyft hann af fermetranum sínum þótt ég togaði af öllum kröftum. Svo náði ég honum, þetta var 17 punda, nýrunninn og alveg stórfallegur hængur. Stærsti laxinn úr Flóku það sumar.“ Af þessu má ráða að VBE er sterk fluga og verðskuldar það ekki að falla í gleymskunar dá meðal veiðimanna. Þetta er ein þeirra gömlu flugna sem ber að halda á lofti.


Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal

BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS

29


kur xið flug flokubo

Sigurður Héðinn alias Siggi Haugur afhjúpar leynivopnin

Hef farið með þessar flugur eins og mannsmorð Sigurður Héðinn heitir einn slyngasti fluguhnýtari og fluguhönnuður landsins. Sumir þekkja hann líka undir nafninu Siggi Haugur og er hann þar kenndur við fluguna Haug sem er geysilega veiðin fluga sem hann hannaði um árið. Það er mikill fengur að því fyrir stangaveiðimenn, einkum þá sem stunda meira laxveiðina, þegar hann ákveður að sýna nokkrar magnaðar flugur sem einungis hann sjálfur og nánir vinir hafa fengið að nota síðustu árin. Þetta eru túpuútgáfa af Haug og síðan flugurnar Von, Gosi, Hrútur og Skuggi. Sigurður er með fastsettar skoðanir á hlutunum og fer aldrei undan í flæmingi með þær. Alltaf talað tæpitungulaust og það fyrsta sem hann segir okkur, í sömu andrá og hann samþykkir að sýna lesendum Veiðislóðar flugurnar, að hann sé ekkert hrifinn af því að gera það. Tilfellið sé nefnilega að margir hnýtarar víla ekki fyrir sér að brjóta höfundarrétt á kollegum sínum. Taka sömu fluguna, breyta henni lítillega og skýra upp á nýtt. Það sé kannski eðlilegt upp að vissu marki því margar flugur séu líkar og hnýtarar margir hverjir sérvitrir. En þegar augljóslega sé verið að stæla annars hönnun, nýtt nafn skjóti upp kollinum og viðkomandi selji þær flugur sem eigin

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

hönnun, þá sé nóg komið. En hvað þessar flugur varðar, jú þetta gæti gerst með þær, en „ég hef farið með þessar flugur eins og mannsmorð síðustu árin, en það er bara kominn tími á að fleiri fái að sjá þær,“ segir Sigurður og getur þess einnig að hann sýni aldrei flugur eða mæli með þeim, nema að hann sé sjálfur ánægður með þær og hafi veitt á þær. „Ef ég get ekki veitt á tilteknar flugur, þá fer ég ekki að mæla með því aðrir noti þær flugur. Það er því margt sem hefur farið í ruslakistuna, en þessar flugur eiga það þó sammerkt, að þær hafa verið reyndar ítrekað og þær veiða, og veiða vel. Þetta er bara mín fílósófía og ég er ánægður með hana,“ segir Sigurður.


Ljósmyndir: Heimir Óskarsson

Túpu-Haugur Ef við byrjum á túpuútgáfunni af Haug, þá hefur hún verið til frá árinu 2000. Bara ekki til sýnis, nema löxum í tilteknum ám. Sigurður á 11,2 kg fisk af Nesveiðunum í Laxá í Aðaldal fyrir níu árum síðan sem hann veiddi á túpuHaug. Það er athyglisvert með Hauginn, segir Sigurður, að hún var upprunalega hönnuð sem bjartviðrisfluga, en virkar

þó aldrei betur heldur en í mígandi rigningu og þungbúnu veðri. Eins og sjá má af myndinni, þá er flugan foráttuveiðileg. Þegar við sátum kvöldstund með Sigurði vegna þessa pistils, þá hafði hann nýverið heyrt frá vini sínum sem var að ljúka sinni fyrstu vakt í Straumunum. Hann var með túpuHaug og var búinn að landa 9 löxum! Þannig að já, þær veiða.

31


Von Von er eina flugan úr smiðju Sigurðar sem hefur kvenkyns nafn. „Ég ákvað snemma að skýra allar mínar flugur karlkyns nöfnum. Fannst bara of mikið af kvenkyns nöfnum í fluguflórunni. Vildi jafna þetta aðeins út. Þessi undantekning er þannig til komin að ég setti hana í samkeppni Krabbameinsfélagsins árið 2006/7 um veiðilegustu fluguna. Hilmar Hansson vann þá keppni með Krabbaflugunni, en nafnið Von skírskotar til krabbameinssjúkra, að þeir eigi von. Græni liturinn er mjög

32

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

mikilvægur í Von og í aðalatriðum er hún græn útgáfa af Haug. Það er komin bullandi reynsla á þessa flugu og hún veiðir gríðarlega vel við vissar aðstæður, t.d. þegar grænn litarkeimur er á ánum. Á Von sést annað sérkenni sem loðir við mínar flugur. Það er rauði hausinn. Mér fannst mikið til koma spænska fluguhnýtingarmeistarans Bella Martinez sem hnýtti allar sínar flugur með brúnum haus. Mér finnst hausinn á flugunum vera afar mikilvægur og ákvað að hafa þetta svona.


Gosi Burðarlitir Gosa eru hvítt, silfur og appelsínugult skegg, auk rauða haussins. Þessi fluga var hnýtt fyrir mann sem átti fertugsafmæli árið 2006. Sá átti forláta Harley Davidson mótorhjól og litirnir eru hinir sömu og eru í merki HD framleiðandans. Kappinn ætlaði síðan að kaupa mikið af flugunni, gerði það síðan ekki og þá breytti Sigurður nafni hennar í Gosa. En fyrir hét hún Harley. Það er sama með Gosa og aðrar flugur í þessum pistli, það er komin reynsla á hana og hún er afar gjöful.

33


Hrútur Gult er áberandi í fluguni Hrúti og hún er einkum gjöful og góð í björtu veðri. Það er búið að reyna Hrút vandlega eins og aðrar flugur og hún reynist vel. „Mér finnst Hrútur skemmtilegt nafn á flugu“, segir Sigurður!

34

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Skuggi Loks er það Skuggi, sem Sigurður segir fullum fetum að sé ekkert annað en hans eigin prívat íslenska útgáfa af Sunray Shadow. „Ég býst við að þessi fluga eigi eftir að gera allt vitlaust og menn spyrji sig og hneykslist á því hvernig ég vogi mér að senda frá mér svona flugu. Það eru komnar alls konar útgáfur af þessari flugu og fullt af nöfnum. Ef við tökum fyrir upprunalegu Sunray Shadow, þá er hún hönnun Ray Brooks og heitir í raun Sun

Ray, með tveimur orðum. Þegar ég hef veitt á þessa flugu hef ég gjarnan bókað með skammstöfun, SRS. Ég er ekkert að fela hver fyrirmyndin er, þetta er bara persónuleg útfærsla og Skugganafnið er skírskotun í Shadow. Auk þess finnst mér Skuggi vera flott nafn á flugu,“ segir Sigurður.

35


fluguboxið

Sigurður notar langa tauma með flotlínunni, ekki undir 12 fetum. Hann hefur þá kóníska, sem auðveldar að þeir rétti rétt úr sér í kastinu. Sem er lykilatriði, sérstaklega þegar veitt er í yfirborðinu við viðkvæmar aðstæður eins og oft eru, í vatnsleysi, sólskini osfrv.

Fleiri pælingar Sigurður Héðinn hefur verið leiðsögumaður veiðimanna í meira en tuttugu ár. Hann hefur því marga fjöruna sopið og er geysilega öflugur veiðimaður. Hann segir að yfirborðsveiði sé toppurinn hjá sér og hafi lengi verið. Hvort heldur hann „hitsar“, strippar eða veiðir með öðrum hætti, það er yfirborðstakan sem gefur honum mest. Hann byrjar alltaf með því að hitsa og flugan er alltaf smá. Með túpum notar hann helst einkrækjur sem hann vill gjarnan hafa aðeins sveigðar. Það er skemmtileg lógík í einkrækjunotkuninni. Það er ekki einungis að það er auðveldara að sleppa laxi af einkrækju, ef það á að sleppa yfirleitt, heldur er það þannig að þegar lax grípur einkrækju, en hún festist ekki, þá verður laxinn fyrir algerri lágmarks styggð og getur komið aftur og aftur og gripið fluguna, sem oftar en ekki leiðir til þess að hann festir sig fyrir rest.

36

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Flugur Sigurðar eru hugsaðar í „low water“ stílnum sem var afar vinsæll með tilkomu hárflugna fyrir einhverjum áratugum. Þær flugur voru miklu minna klæddar heldur en gömlu fjaðrabrýnin. Þetta má sjá á því hversu langt frá öngulbugnum búkklæðning flugnanna endar. Nettur hausinn er einnig í þessum stíl, en Sigurður segir fluguhausinn algert lykilatriði, því flugan sem fangar veiðimanninn fyrst, fangar laxinn síðan í framhaldinu og fallegur haus á flugu gefur yfirbragð stílhreinleika sem lokkar menn til að velja sér viðkomandi flugur. Loks segir Sigurður að eina vitið sé að nota Kamasan öngla. „Þeir eru dýrir, en þeir eru lang flottastir og bestir í þetta,“ látum við vera lokaorð Sigurðar Héðins, Sigga Haug. Og ef menn eru að velta fyrir sér hvar flugur Sigurðar fást, þá hefur Haugurinn verið hnýttur af ýmsum og seldur í búðum víða. Hinar flugurnar, þær sem hér eru kynntar, eru ekki í veiðibúðunum. Menn verða að nálgast þær beint frá meistaranum sjálfum.


- fjöldi veiðsvæða um land allt

Söluvefur sem aldrei sefur Bestu verðin - Sértilboð í hverri viku

37


ljósmyndun

Einar Falur Ingólfsson

Myndavélin hluti af grunnbúnaði veiðimannsins Í dag er óhætt að segja að myndavél megi teljast til grunnbúnaðar stangveiði­ mannsins. Ekki bara vegna þess hvað færst hefur í vöxt að veiðimenn sleppi veiddum fiskum, en þá er vitaskuld nauð­ synlegt að eiga ljósmynd af aflanum – góða ljósmynd!, heldur eru vandaðar ljósmyndir hluti af góðum minningum um veiðiferðir. Minningum sem gaman er að deila með öðrum.

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Ekki er nóg að taka myndavélina með í veiði ef hún er ekki til taks á bakkanum þegar fiskinum hefur verið landað; heyrst hefur af veiðimönnum sem gleyma vélinni í bílnum eða í veiðihúsinu þegar draumafiskurinn gefur sig loksins. Þess vegna er gott að vera með myndavél sem ekki fer mikið fyrir, vél sem rennur í vasa á flíspeysu eða veiðivesti, og er því til alltaf taks þegar á þarf að halda. Framboð af myndavélum er mikið, og kröfur veiðimanna mismiklar, en grunnkrafan ætti einfaldlega að vera sú að myndavélin skili af sér skírum ljósmyndum í fullnægjandi gæðum. Að mínu mati skila margir símar til að mynda alls ekki boðlegum myndum, ekki einu sinni fyrir netupplausn. Sjálfur kýs ég því raunverulega myndavél – eða síma sem er líka raunveruleg myndavél. Veiðimyndir eru nefnilega alls ekki bara af fiskum, heldur eru þetta myndir af landslagi og náttúru, myndir af stemningunni á bakkanum – það nennir enginn a horfa á myndir sem eru ekki boðlegar tæknilega. Hvort sem menn nota sjálfvirkan ham á vélunum eða vilja stilla þær sjálfir, þá þurfa þeir að kunna á þau atriði þegar á hólminn er komið. Það er svekkjandi að klúðra góðu myndefni vegna þess að menn lærðu ekki á tækin áður en þeir fóru að nota þau.


Veiðislóð

Hvernig myndavélin er annars, er undir efnum og aðstæðum veiðimannsins komið. Vatnsheld eða ekki, stór eða lítil, með skiptanlegum linsum eða föstum linsum, það skiptir ekki máli; svo lengi sem vélin er frambærileg tæknilega þá er það undir veiðimaninum, eða ljósmyndaranum, komið hvernig hann rammar myndir sínar inn og hvort þær verði vel lukkaðar. En hvað á þá að hafa í huga? Að myndramminn sé áhugaverður og allt sé innan hans sem þar á að vera. Að það sé líf í myndinni, umhverfið, að fjöll og á eða vatn sé rammað inn á fallegan og áhugaverðan hátt. Myndir af veiðimönnum að togast á við fiska eru oft

áhugaverðari en myndir af fiskunum sjálfum, og þá er um að gera að ná því á mynd þegar kastað er, einbeitingunni, sveigju stangarinar þegar fiskurinn hefur tekið, viðbrögðum veiðifélaganna sem samgleðjast; allt segir þetta söguna. Auðvitað þarf síðan að mynda fiskana, og þá þarf að láta veiðimennina halda fallega á þeim, snúa þeim þannig að þeir komi sem best út á myndinni, að veiðimaður og fiskar njóti sín. Og ekki mynda blóðuga fiska, eða fiska í plasti. Það hefur enginn áhuga á slíku – þótt aflinn kunni að bragðast vel þegar heim er komið.

Einar Falur að störfum við Þverá, myndefnið er Gunnar Gíslason og ungur sonur hans með fyrsta laxinn úr ánni 2008. Mynd gg.

39


vöðluskór

Eitt og annað um hirðingu vöðluskóa Vöðluskór verða að vera traustir og góðir, þægilegir og sterkir og umfram allt þá mega þeir ekki vera orðnir svo slitnir að innan að þeir eyðileggi vöðlusokkana. Þeir nudda neoprenið að vísu smátt og smátt, en séu þeir orðnir úr sér gengnir þá gefur neoprenið eftir mun hraðar og þá er kominn aukinn kostnaður og leiðindi og vosbúð sem geta stafað af lekum vöðlum.

Lárus Gunnsteinsson, einn af okkar fremstu sérfræðingum í vöðlum og hirðingu þeirra og aukahluta, tók saman eftirfarandi pistil um vöðluskóna og eins í pistli Lárusar í síðasta blaði um Gore Tex, þá eru hér ýmsir punktar sem mikið gagn era ð fyrir veiðimenn. Svona ekta „gott að vita” efni. Lárus skrifar: -Skórnir, bæði á vöðlunum og þeir sem eru notaðir á sokkavöðlur, eru eilítið vandmeðfarnari en vöðlurnar sjálfar en þeir þurfa góða umhirðu ef þeir eiga að endast eitthvað. Svo sem í leðurskó á alltaf að setja skóspennur og haldast þeir þá beinir en ekki krumpaðir. Einnig kiprar leðrið sig þegar það þornar. Einnig að láta gera við þá áður en saumar rakna upp svo þeir fyllist ekki af sandi.

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Þá er nauðsynlegt að skoða skóna vel að innan því ef það eru göt eða slit þá getur það skaðað vöðlurnar mjög fljótt. Nauðsynlegt er að þvo skóna mjög vel og oft því leður springur. Ekki bara við vatnið, heldur er það skíturinn sem þornar í mettaða vatninu og harðnar þá leðrið og springur. Sama gildir um filset gerviefni. Loks er gott er að skipta um innri sólana (leppana) annað slagið og hafa með sér auka reimar.


Lรกrus Gunnsteinsson

41


42

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


viðtal

Þar sem fiskarnir synda Veiðiheimur, „það sem fiskarnir synda” heitir skemmtilegur fluguveiðiskóli sem rekinn er af þremur ungmennum. Skólastjóri er Einar Guðnason en auk hans kenna við skólann Rut Valgeirsdóttir og Börkur Smári Kristinsson. Þrátt fyrir ungan aldur, 20 til 22 ára, eru þau þrautreyndir stangaveiðimenn og er látið afar vel af námskeiðum þeirra, hvort heldur eru fyrir börn og unglinga eða eldri.

43


viðtal Einar sagði í samtali við Veiðislóð að markmiðið með námskeiðunum væri að þátttakendur stæðu uppi albúnir til að veiða á eigin spýtur, hvort heldur væri í stöðu- eða straumvatni. „Ekkert kemur í staðinn fyrir reynsluna, en fólk þarf að vita hvert næsta skref er þegar að vatnsbakka er komið,” segir Einar. Sem dæmi um hvað felst í hinum ýmsum námskeiðum Veiðiheims, má nefna fluguveiði af öllum toga, fluguhnýtingar, fluguköst með einhendum og tvíhendum, ráðgjöf við allan búnað og veiðigræjur, umhirðu veiðibúnaðar, öryggi í veiði, lestur á vatni og veiðistöðum, frágangur og meðferð afla, fiskalíffræði, flökun og eldun. Námskeiðin fyrir yngra fólkið miðast við 18 ára aldurinn, en eldra fólkið allt þar fyrir ofan. Hópurinn hefur aðstöðu í gömlu hlöðunni við Elliðavatnsbæinn. En hvernig byrjaði þessi skóli? Einar segir: „Þetta byrjaði á því að ég var að hjálpa vinahópum, fólki sem ég þekkti, svona prívat og persónulega. Tók það í tíma og fór yfir í fluguveiðar. Ég fann þá að fyrir marga getur verið erfitt að byrja. Menn þekkja engan og vita ekki hvernig best er að koma sér af stað. Þar með var hugmyndin komin og svo gerðist allt eiginlega fáránlega hratt. Þetta var í fyrrasumar að við suðum saman fyrstu námskeiðin, auglýstum þau á föstudegi og næsta miðvikudag var þetta farið í gang. Þetta braut ísinn og fékk fínar viðtökur þannig að við bættum við námskeiðin og fjölguðum þeim. Höfðum þau líka fyrir eldri. “ Finnið þið ekki fyrir því að fólki finnst þið helst til ung til að geta kennt öðrum? „Jújú, það hefur örugglega komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en það

44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

kemur fljótt fram að við höfum mikla reynslu og talsvert vit á því sem við erum að tala um, þannig að allt slíkt hverfur um leið. Sjálfur hef ég gædað í laxveiði í þó nokkur ár og veitt á flugu frá því að ég var 12-13 ára.” Segðu okkur meira…. þið eruð líka farin að bjóða með í veiðitúra…. „Já, við leggjum þetta þannig upp að við nefnum dagsetningar og hvert við ætlum og þeim er frjálst að koma með sem hafa sótt námskeiðin okkar. Verða bara að koma sér sjálf, en njóta leiðsagnar okkar og aðstoðar. Við erum með ferðir t.d. á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði. Seinna ætlum við svo í lax og sjóbirting, en þá er fjöldinn takmarkaður í samræmi við leyfilegan stangarfjölda. Þetta hefur mælst vel fyrir og kemur inn á þetta atriði sem ég nefndi áðan, að margir byrjendur þekkja engann sem er að veiða og félagsskapur í veiði er mikilvægur.” En meira um þig sem veiðimann? „Foreldrar mínir giftu sig þegar ég var fimm ára gamall og amma mín gaf mér þá kaststöng, svo ég yrði ekki útundan í gjafaflóðinu. Næstu árin var ég að veiða af klettum og klöppum í sjónum á Kjalarnesi og fékk oft sjóbirting. Á unglingsárunum var enginn jafnaldranna að veiða, en ég var alveg heillaður af þessu öllu saman og fékk flugugræjur. Fór með þær í Elliðavatn og allt fór í hönk og flækju og ég var farinn heim eftir fimm mínútur! Ég lét það hins vegar ekki stoppa mig, fór í Þingvallavatn þar sem murtan var á alveg stanslaust og maður fékk tilfinningu og sjálfstraust. Síðan var það Þjórsá og Reyðarvatn og svo koll af kolli, reynslan hlóðst upp. Maður lærði meira og meira


Veiðiheimur og samhliða varð þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra.“ Hvað er skemmtilegast í fluguveiðinni? „Það er öll yfirborðsveiðin. Ég er mikið í vatnaveiði á vorin og fram á sumarið og fer síðan í leiðsögumennsku. Síðan aftur í eigin veiðiskap þegar líður á. Í silungsveiði er það þurrfluguveiðin sem er toppurinn. Fyrsti silungurinn sem ég veiddi á þurrflugu er líklega sá minnistæðasti, ekki aðeins vegna þess hvað takan var eftirminnileg heldur líka vegna þess hversu fallegur fiskurinn var. Þetta var í Elliðavatni og urriðinn var ekki stór, varla meira en pundið, en litamynstrið hans var svo fallegt að ég hef varla séð annað eins síðan. Aðal þurrflugan í silunginn er Black Gnat og stærðin er númer 12. Við köllum hana El Classico. Í laxveiðinni er það sama sagan, en þar er það hitsveiðin sem stendur upp úr. Að sjá fiskinn koma og taka í yfirborðinu…það er ekkert sem slær það út. Þess vegan byrja ég alltaf með léttum búnaði og smáum flugum. Hitsa first og svo kemur annað á eftir. Ef það er hægt að fá tökurnar í yfirborðinu þá verður maður að reyna það first til að hámarka skemmtunina.” Einar og Rut eru par, rétt að það komi fram áður en skoðuð er síðasta spurningin á Einar. En hún er um eftirminnilegasta fiskinn sem hann hefur „veitt”. Gæsalappirnar eru vegna þess að eftirminnilegasti fiskur Einars er Maríulax Rutar. „Sá atburður var ótrúlegur. Hún setti í laxinn í Seiðkatli í Elliðaánum og þarna eru flúðir og fossar og laxinn lét sig vaða niður eftir. Æddi niður úr hverjum pyttinum af öðrum með okkur á eftir

og það spruttu nokkrar laxar úr hverri holu á leiðinni. Laxinn kom svo á land í Stórhyl eftir mikinn eltingarleik. Þetta var ekki stærsti laxinn, en öll atburðarrásin var svo mögnuð, adrenalínið á fullu….” Einar segir okkur síðan að lokum að nú um mitt sumarið séu allir að veiða, en með síðsumrinu byrji Veiðiheimur aftur með ný námskeið. Slóðin til þessara hressu krakka er www.veidiheimur.is

45


46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


47


viðtal þangað til að ég kynntist Einari. Hann fór að taka mig fyrir, kenna mér að veiða, kasta, hnýta og allan pakkann. Mér finnst ég hafa verið lengi að ná þessu, að læra köstin og gera hlutina sómasamlega. En í dag er ég nokkuð góð í þessu og ég er löngu komin með veiðidellu. Er vel smituð af þessu,” segir Rut. En hvað er skemmtilegast við veiði? „Skemmtilegast? Jah, mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt ef að það veiðist ekkert. Mér finnst frábært að fara í veiði og veiða eitthvað. Það er þannig séð keppnisskap í mér en sannast sagna þá er þó aðalatriðið líklega útiveran og að vera að sýsla við þetta samhliða.“

Rut. Þekkt er að konur taka veiðiskap allt öðrum tökum heldur en karlar og það er skemmtilegt að ræða veiðiskap við Rut Valgeirsdóttur. Kannski ekki holdgervingur íslenskra fluguveiðimanna, 22 ára fimleikaþjálfari, háskólanemi og kona. En þetta er líka til sem betur fer og hún er aukinheldur kennari í fluguveiðiskólanum Veiðiheim. Þar tekur hún til hendinni á öllum sviðum, líkt og Einar og Börkur. „Ég fór í útilegur með fjölskyldunni þegar ég var bara barn og var að veiða með flotholti og svoleiðis. Var kannski sex ára, en ég man ekkert mikið eftir þessu! En svo hvarf þetta úr lífi mínu

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Það segir á vefsíðunni ykkar að þú unir þér best í einhverjum afdal þar sem þú getur kastað þurrflugu að sjóbleikju….er það málið? „Við erum mikið í vatnaveiði á vorin og fram á sumar og svo erum við í alls konar tilfallandi veiði. Þetta með þurrfluguna og bleikjuna, já það er málið. Við höfum farið út á Vestfirði og keypt leyfi beint af bændum í litlum fallegum afdalaám. Það er sjóbleikja í öllum þessum sprænum þarna fyrir vestan og þar höfum við lent í þessum aðstæðum að geta veitt sjóbleikju á þurrflugu. Ég er hrifnust af því af því sem ég hef upplifað í veiði. Það er ótrúlega skemmtilegt.” Þú ert þá meira fyrir netta veiðiskapinn? „Ég hef mest gaman af því að veiða í litlar fallegar flugur. Ég vil hafa þær fallegar. Ég er ekkert voðalega spennt fyrir stórum flugum sem er festast í botni eða eru að flækjast í taumnum. Ég vil hafa þetta nett og fallegt,” segir Rut Valgeirsdóttir, fluguveiðikennari.


Veiðiheimur

Börkur. Börkur heitir fullu nafni Börkur Smári Kristinsson og er stúdent sem er á leið í HÍ. Hann er og frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR. Bara rétt ríflega tvítugur. Saga hans er þessi: „Ég var um 15 ára þegar ég skráði mig í fluguhnýtingarnámskeið í grunnskólanum mínum. Ég hafði fengið flugustöng í fermingargjöf, þannig að áhuginn var fyrir hendi. Það er skemmst frá að segja að ég féll alveg fyrir þessu og áður en ég vissi var ég farinn að hjóla upp í Vífilstaðavatn á hverju kvöldi. Það er hins vegar líka skemmst frá að segja að það var ekkert að ganga upp hjá mér þar, sama hvað ég reyndi. En ég vissi af Einari, hann var tveimur árum eldri og hann kom endrum og sinnum í fluguhnýtingatímana. Hann átti heima stutt frá mér á þessum tíma og svo kom bara að því að ég bankaði upp á hjá honum og spurði hann hvort hann vildi koma að veiða með mér. Síðan höfum við veitt mikið saman og ég lærði gríðarlega mikið af honum. Á þessum tíma missti ég allan áhuga á því að veiða á neitt nema flugu,” segir Börkur.

En hver er Börkur sem veiðimaður? „Ég telst líklega alveg púra silungsveiðimaður. Ég læt það kannski eftir mér einu sinni á sumri að fara í laxveiði, en það er þá bara Elliðaárnar í hálfan dag. Maður er jú bara fátækur námsmaður. Sennilega er dýrasta veiðileyfi sem ég hef keypt á silungasvæðið í Miðfjarðará. En vötnin í nágrenni Reykjavíkur eru mikilvæg á vorin og framan af sumri. Síðan fer ég mikið á Arnarvatnsheiðina, sérstaklega að norðan. Þar er fjölskyldan með ákveðin svæði sem við höfum fundið með dugnaði og löngum göngum. Við förum upp eftir og löbbum, kannski 20 kílómetra á einum degi. Þannig finnur maður lítt og ósnortnar slóðir, það er fátt sem gefur mér meira í veiði en svoleiðis.”

49


viðtal

En einhver skemmtileg augnablik úr veiðinni? „Já, t.d. Maríulaxinn minn. Þá fór ég í Elliðaárnar með Einari og þetta gekk eitthvað illa og ég gat ekki sett í fisk. Þá setti hann maðk í Sjávarfossinn og óðar var kominn lax á. Hann rétti mér stöngina, ég átti að þreyta þó ég hefði ekki sett í laxinn. Nema hvað, ég var óvanur og laxinn var stór, 8-9 punda nýgenginn og hann óð niður alla strengi og við þurftum að elta hann. Við vorum komnir undir brýrnar fyrir neðan þegar við áttuðum okkur á því að við vorum ekki með háf. Einar var þá kominn út í, adrenalínið alveg að ganga frá honum og ég ætlaði að kippa laxinum upp úr. Einar var þá einmitt búinn að grípa laxinn og línan fór í sundur við þessi læti, laxinn hentist upp á land, en Einar datt í ána. Ég gleymi því aldrei, augnablikunum þegar laxinn var að berjast upp á bakkanum og Einar að klöngrast upp úr ánni, þetta var svo magnað moment að það gleymist aldrei. Annars er ég bara ungur í þessu og á margt eftir. Annað atvik get ég nefnt sem er kannski skemmtilegra þegar

50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

skoðað er í stærra samhengi. Þannig er mál vexti að fjölskyldan mín fer gjarnan í langa göngutúra upp á Arnarvatnsheiði. Ein laxveiðiáin sem þar byrjar er okkur sérstaklega kær. Þegar ég var 16 ára fórum við upp eftir og ég var mmmm…hvað getum við sagt, „veiðigraður” á þeim tíma. Ég æddi á undan öllum og þegar við fórum að veiða okkur niður ána, var ég langt á undan hinum og landaði hverjum 3-4 punda urriðanum á eftir öðrum. Svo komu þau á eftir mér og fengu ekki neitt. Ég var í skýjunum, en þau voru ekki alveg eins hress. Ég er viss um að margir geta sagt svipaða sögu. Ég lærði held ég mikið á þessu, maður á að taka tillit til annarra veiðimanna og gleðjast yfir afla annarra. Allt of margir líta á stangaveiði sem keppni og miða allt við að veiða sem mest. Þetta er rangt, menn læra að njóta þessa miklu meira og betur þegar þeir átta sig á því að þetta snýst ekki um keppni. Ég hef upplifað það að menn breytast. Það sem áður snérist um magn, þá er nú aðalmálið að einn fallegur fiskur er bara nóg til að dagurinn er góður.”


NJ@RANGA.DK

Matseรฐill dagsins


útisvist

„Þetta er allt önnur veröld, veröld þyngdarleysis og þrívíddar“

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Mynd: Guðmundur Ingi Hauksson

Köfun á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Víða eru hér frábærir köfunarmöguleikar og margir sem læra köfun fyllast þrá að gera og sjá meira og taka upp á því að kafa erlendis. Einn slíkur er Guðmundur Ingi Hauksson. Við mæltum okkur mót við Inga. Okkur langaði til að fræðast um köfun og athuga jafnvel hvort að sportið gæti með einhverjum hætti tengst veiðiskap. Það reyndist að vísu dálítið langsótt, en þó ... 53


1 2

3

5

4


1 Bátarnir eru engin smásmíði, enda eru þeir á sjó í heila viku. 2 Áður en kafað er að skipsflaki er flakið kynnt og sýnt. 4 Guðmundur Ingi. 3 Kominn í gallann. 5 Hoppað í sjóinn.

Við báðum Inga fyrst um að útlista fyrir okkur hvernig áhugasamir en þekkingarlausir einstaklingar gætu komið sér af stað í köfun. „Það eru nokkrir aðilar hér á landi sem halda námskeið og hafa þeir til þess alþjóðleg kennsluréttindi. Þetta er sport sem verður að lærast áður en menn geta steypt sér í það. Menn byrja á því að fá sér það sem heitir „open water“ réttindi og fá þá alþjóðlegt skírteini sem menn geta sýnt alls staðar. Það er hægt að fara á slík námskeið í flestum löndum, en mér finnst það sérstaklega sniðugt að gera það hér á landi. Taka námskeiðið við þær krefjandi aðstæður sem hér finnast, frekar en eitthvað hraðsoðnara á skyndinámskeiðum í hlýrri löndum. Það getur hljómað spennandi, menn í sumum tilvikum hreinlega að kafa í sundskýlunni og í verra falli þunnum blautbúningi, en menn græða meira og læra meira á því að taka námskeiðin hér heima. Það er vatnskuldinn sem gerir það að verkum að köfun hér á landi er jafn krefjandi og raun ber vitni. Hér á landi gætum við aldrei verið í þunnum blautbúningum. Hér dugar ekki annað en þykkur þurrgalli sem hefur svo mikinn flotkraft að menn verða að þyngja hann með blýi. Þá erum við komnir með ansi þungan köfunarbúning.“ En segðu okkur meira frá námskeiðunum...hvað er verið að læra, hversu lengi og hvað kostar þetta? „Við erum að tala um grunnnámskeið sem kostar að ég held á bilinu 60 til 70 þúsund í dag. Það er bóklegt og verklegt nám í þessu og allur búnaður er útvegaður ef menn eiga ekki sinn eiginn. Meðal þess sem kennt er, má nefna að farið er yfir þær hættur sem bíða kafara og hvernig eigi að

bera kennsl á þær og varast þær. T.d. köfunarveikina. Farið yfir hvers ber að varast. Þá er þrýstingsfræðin mikilvæg og mönnum er t.d. kennt hvernig vaxandi dýpt eykur notkun súrefnis. Súrefnisþörfin t.d. á metersdýpi er 1 athmosphere, en tvöfaldast á 10 metrum, þrefaldast á 20 metrum og þannig koll af kolli. Það má segja að köfun niður á 18 metra dýpi er þægileg og afslöppuð. Sólarljósið er t.d. í lagi og þrýstingurinn lítill. Fari menn dýpra, eykst þrýstingur og ljós tapast. Þá geta menn ekki lengur bara skotið sér úr kafi, heldur þarf að trappa sig upp eftir lögmáli sem kennt er og menn geta síðan ástundað sjálfir með útreikningum á drjúgstórum köfunartölvuskermi sem festur er við annan úlnliðinn. Þetta allt og miklu fleira er í bóklega þættinum. Þar er og kaflapróf í öllu og síðan lokapróf. Síðan er verklegi þátturinn. Þá byrja menn í sundlaug þar sem farið er yfir öll helstu mál. Annar fasinn er að kafa í bergvatni. Loks er þriðja þrepið sjóköfun, en þar eru aðstæðar gerólíkar því sem menn kynnast annars staðar og iðulega mjög skert skyggni miðað við bergvatnið. Lengd námskeiða fer nokkuð eftir óskum og þörfum þeirra sem taka þátt hverju sinni.“ Þetta hljómar allt saman dýrt, hvað heldurðu að startpakkinn kosti í dag, þ.e.a.s. námskeiðið og nauðsynlegur búnaður? „Það er með þetta eins og annað, að það kostar talsvert að byrja. Ég gæti trúað því að startpakkinn allur gæti verið 300þúsund krónur, námskeið og búnaður. Hins vegar er það kostur við köfun, líkt og t.d. kajakróður, að eftir startkostnaðinn þá er þetta tiltölulega lítið, öfugt t.d. við stangaveiðina þar sem startpakkinn getur líka verið

55


útivist talsvert dýr og síðan þarf að viðhalda áhugamálinu með veiðileyfum á hverju sumri, sem sum hver eru líka ansi dýr. Annars er lang best að leita nákvæmra upplýsinga hjá þeim aðilum sem kenna þetta.“ Hvað er það við köfun sem heillar svo mjög? „Þetta er allt önnur veröld, veröld þyngdarleysis og þrívíddar. Algjör slow motion veröld. Maður nýtur þess mjög, en síðan fer maður og kannar meira. Maður fer t.d. að kafa að næturlagi. Það er alveg magnað, þá verða t.d. fiskar hreyfingarlausir þegar maður setur ljósbjarmann á þá. Þetta hef ég gert og það er alveg magnað að fara alveg upp að þeim. Ég hef heyrt af köfurum sem tóku með sér poka í djúpið og tóku sér í soðið. Næturköfun býður líka upp á fleira, ég get t.d. nefnt að kafa ofan í Silfru á Þingvöllum á heiðskíru stjörnubjörtu vetrarkvöldi og liggja á 15 metra dýpi og horfa upp í himininn! Margir sem læra að kafa á Íslandi vilja meira eftir því sem sportið grípur þá meira. Þá er að fara til útlanda og kafa. Sjálfur hef ég farið til Egyptalands nokkrum sinnum og kafað í Rauðahafið. Þá er farið á stórum bátum sem eru á sjó í heila viku og farið á nýjan stað á hverjum degi. Þarna eru kóralrif um allt og skipsflök út um allt. Allt er þetta vandlega kortlagt og það er gífurlega vinsælt og spennandi að kafa að þessum flökum. Í þeim og í kring um þau eru sérstök samfélög í lífríkinu, smáfiskatorfur sem leita sér skjóls í flökunum og ránfiskar sem elta þá þangað. Og utan um allt kóralar og sjávargróður. Ótrúleg litadýrð í dulúðlegu umhverfi. Einnig þarna er magnað að kafa að nóttu til. Þarna er t.d. mjög

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

kræfur ránfiskur sem heitir Lionfish, ótrvíræður kóngur í ríki sínu, með baneitrað spjót. Hann hefur tekið upp á því að elta kafara í næturköfun og nýta sér þegar smáfiskarnir frjósa í ljósbjarmanum. Það má segja að menn séu að mata kvikindið, en þetta er skemmtilegt samspil manns og fisks. Síðan er annað sem fljótlega sækir á menn í köfun og það er ljósmyndun. Það er ekki hægt annað en að reyna að fanga þessa furðuveröld og það er mjög krefjandi að taka góðar myndir í undirdjúpunum. Náttúrulegir litir hverfa þegar neðar dregur og á 30 metrum er ekkert nema blái liturinn eftir. Þá þarf lýsingu til að ná litunum aftur inn, en þá lýsast líka upp alls konar agnir í djúpinu sem gerir þetta tæknilega örðugt, en um leið ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Ljósmyndun með köfun er líkt og í veiðiskapnum, þ.e.a.s. breytir venjulegri útivist í útivist með tilgangi. Síðan má við þetta bæta, að köfun er einfaldlega skemmtileg viðbót í fríum fólks erlendis. Hafi það skírteinið, má nálgast allan búnað og koma sér á spennandi slóðir.“ Þú nefndir köfun að skipsflökum, það er meira af svoleiðis sérdeildum í köfun ekki satt? „Jú, einmitt. Flakaköfun er mjög vinsæl. Önnur er hellaköfun, en bæði flaka- og hellaköfun útheimta meiri varkárni heldur en almenn opin köfun, því það er vandasamara að bjarga sér ef eitthvað kemur upp á. Og það sem helst getur komið uppá er að menn verði „narkaðir“ eins og það er kallað og er dregið af narkósis. Þá geta menn orðið ringlaðir ef þeir fara ekki niður fyrir 18 metrana eftir settum reglum. Að vera á 10 til 18 metrum er tiltölulega hættu-

Sýnishorn af dulúð og litadýrð undirdjúpanna. Myndir: Guðmundur Ingi Hauksson


57


Þetta er einstök upplifun og ekki algengt að fá svona vinalega heimsókn í undirdjúpunum. Mynd: Guðmundur Ingi Hauksson

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


59


útivist laust, en þegar niður fyrir það er komið aukast allar hættur verulega og þá er nauðsynlegt að menn séu með kollinn skýrann. Þau slys sem verða í köfun tengjast narkósis meira og minna.“ Það er alltaf talað um Silfru á Þingvöllum, en hvað með aðra góða staði hér á landi? „Silfra er geysilega vinsæl og er með 99 prósent tærleika. Silfra er auglýst um heim allann sem einn besti og flottasti köfunarstaðurinn í heimi. En það er víðar hægt að kafa á skemmtilegum stöðum. Það er t.d. vinsælt að kafa að El Grillo í Seyðisfirði. Hann liggur ansi djúpt og fyrir kemur að menn sjá varla grilla í hann. Svo er líka vinsælt að kafa niður að Strýtunni í Eyjafirði, en þar hefur jarðhiti hlaðið upp fallegri kísilstrýtu. Þá erum við félagarnir alltaf á leiðinni að kafa í Ísafjarðardjúpi. Það er allt annar sjór þar heldur en sunnar með landinu. Þetta er ekki Golfsstraumssjór heldur Íshafssjór og tærleikinn er því miklu meiri. Maður sér vel niður á tuttugu metra dýpi þar og örugglega frábær skemmtun að kafa á þeim slóðum. Þá hef ég aðeins prófað Breiðafjörðinn og þar er enn ein útfærslan, svokölluð straumköfun. Algengt að menn vippi sér úr bát á tilteknum stað og fylgi straumunum. En það er gott að vera þar með kunnugum því straumarnir á milli eyjanna geta verið varasamir. Þeir fara í allar áttir og niður líka. Það getur verið eins og í klósetti og þá sogast menn bara niður. Kunnugleiki er því nauðsynlegur á þeim bænum.“

60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

VIDEO

Vídeó Inga frá köfun í Silfru á Þingvöllum. Smelltu á myndina og fylgdu slóðinni til að horfa á myndbandið.

VIDEO

Vídeó Inga frá köfun í Rauðahafinu að skipsflaki. Smelltu á myndina og fylgdu slóðinni til að horfa á myndbandið.


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Tungulækur, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is


fjölskylduveiði

Hægt að setja í allan kokteilinn í Meðalfellsvatni Meðalfellsvatn er mörgum hugleikið. Það er stutt frá lang fjölmennasta þéttbýliskjarna landsins á Suðvesturhorninu. Er opið öllum á meðan olnbogarými leyfir og er fullt af fiski. Það er ekki þar með sagt að allir veiði, silungurinn er dyntóttur á stundum, en svo er alltaf möguleikinn fyrir hendi að setja í lax eða sjóbirting. Og ekki spillir að handhafar Veiðikortsins mega bleyta þar færi.

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Loftmynd af Me冒alfellsvatni. Mynd Einar Falur Ing贸lfsson.

63


fjölskylduveiði Meðalfellsvatnið er því frábær kostur fyrir dag eða dagspart. Það er í Kjós, sem er eðli málsins samkvæmt, í Kjósarsýslu. Stæðilegt og fallegt stöðuvatn. Úr því fellur Bugða sem er allgóð laxveiðiá og fylgir útleigu Laxár í Kjós sem bugða fellur í svo til neðst í Laxárdalnum. Meðalfellsvatn er opnað um leið og möguleiki er á því, en þó er miðað við 1.apríl. Stundum er æði kuldalegt ennþá í Kjósinni svo snemma vors og ísinn jafnvel ekki farinn af vatninu. Hörðustu kapparnir hafa sést verið að kasta í vakir frá harðalandi, en lítið veitt. Þegar ísa leysir gerast hlutirnir hins vegar hratt og þess má geta að allra síðustu árin hefur komið í ljós að sjóbirtingur notar vatnið nokkuð til að hafa vetursetu. Það kom mönnum dálítið í opna skjöldu, því Bugða er ekki þekkt fyrir sjóbirtingsgöngur. Laxá er það hins vegar, en þessi fiskur þarf þá að ganga úr Laxá, um Bugðu til vatnsins eftir að hrygningartíma lýkur. Kyndugt ferðalag í sjálfu sér, en staðreyndirnar tala sínu máli...birtingurinn finnst í vatninu á vorin. Hann getur verið ansi vænn og veiðst hafa 6 til 8 punda fiskar. Oftast eru það þó þunnir fiskar sem hrygndu haustið áður og holdafarið eftir því. Þykja slíkir fiskar ekki heppilegir til átu og sama segir um hoplaxa sem oft veiðast í vatninu snemma vors. Þeir eru horaðir og lítt fýsilegir sem hráefni til manneldis. Mikið er af smárri bleikju í vatninu. Eitt sinn var reynt að grysja hana, en tókst ekki. Mestur slægur fyrir veiðimenn er þó í urriðanum. Er hann af ýmsum stærðum, mest rétt innan við og um pundið en stundum koma stærri fiskar, 1,5, 2 punda og jafnvel einn og einn stærri. Þessir fiskar eru að taka ýmislegt. Maðkur sem liggur úti undir

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Meðalfellsvatn flotholti getur gefið, einnig spónn. Fluguveiðimenn veiða líka og nota ýmist algengar púpur eða straumflugur. Veiðivon er víða í Meðalfellsvatni. Veiðimenn standa víða og allir geta veitt. Þó eru jafnan ákveðnir staðir sem gefa betur og er það helst þar sem sprænur renna í vatnið. Tvær slíkar skipta mestu máli, Sandá og Flekkudalsá og á myndinni geta menn séð hvar þær er að finna. Vesturlega að norðanverðu blasa og stórir steinar við úti í vatninu. Þeir munu heita Hljóðasteinar og þykir veiðilegt að kasta að þeim. Stundum, þegar lax er kominn í vatnið, stekkur hann mikið með norðurlandinu. Ekki síst nærri Hljóðasteinum. Ekki er leyfilegt að fara nærri ósi Bugðu og eru þar veiðimörk sem ber að virða. Mikið er hins vegar af urriða í ofanverðri Bugðu, en það er önnur saga. Þá er afar vinsælt hjá mörgum fastagestum vatnsins að veiða af báti. Kemur þá vel út að draga spón hægt á eftri bátnum, eða kasta flugunni. Bátsverjar setja oft í lax og fræg er saga þegar ónefnd veiðikona sat á þóftu og dró spón aftan í báti. Þegar hún eitt sinn kippti spæninum upp úr vatninu og bjóst til að kasta aftur, sýndist henni hún sjá silfrað leiftur í vatnsborðinu þar sem spónninn hafði skotist upp úr. Sekúndubroti síðar kom síðan vænn lax svífandi úr djúpinu og lenti við fætur veiðikonunnar í botni bátsins. Einn allra feigasti lax landsins, a.m.k. það árið. Skipti engum togum að konan var snögg að ganga frá laxinum, sem reyndist vera heil 14 pund.


Sjón er sögu ríkari! Polarized veiðigleraugu með gulgrænum lit úr ekta gleri Fánleg í þínum styrk og fleiri litum

Gleraugað • Bláu húsin við Faxafen • 108 Reykjavík • Sími 568 1800 • gleraugad.is


fjölskylduveiði

Dulúðlegt og firnagott urriðavatn Ástæðan fyrir því að mælt er með vötnum en ekki straumvötnum þegar við fjöllum um fjölskylduvæna veiði er sú að yngri kynslóðin og aðrir sem minna kunna eiga hægara með að athafna sig og læra að þekkja til veiðitækja sinna. Svo er vatnaveiðin margfalt ódýrari í flestum tilvikum heldur en straumvatnsveiðin. Ef að allur hópurinn á að geta tekið þátt í gleðinni þá henta vötnin einfaldlega betur. Okkur hefur verið nokkuð tíðrætt um vötn Veiðikortsins í þessum umfjöllunum í fyrstu blöðunum og við höldum því áfram, einfaldlega vegna þess að fjárhagslega er Veiðikortið svo hagstætt. 6000 krónur fyrir aðgang að ríflega 30 vötnum um land allt segir alla söguna. Við ætlum aðeins að skoða Baulárvallavatn. Það er á Snæfellnesi, skammt vestan við Vatnaleiðina, sem er nýjasti vegurinn yfir fjallaskörð Snæfellsnes. Sú leið var afar umdeild á sínum tíma, en eins og oftast áður, höfðu vegagerðarmenn og stjórnvöld sitt fram. Vatnið er 160 km frá Reykjavík og því létt verk að sækja það sem dagsferð frá höfuðborginni. Komi menn að sunnan er ekið út á nesið, að Vegamótaskálanum og þar hefst Vatnaleiðin. Komi menn að austan, verður að aka Skógarströndina í átt að Stykkishólmi, fram hjá afleggjaranum að Hólminum og von ráðar er þá komið að Vatnaleiðinni að norðanverðu. Vatnaleiðin liggur fast við austurbakka vatnsins, þannig að aðgengi er betra en nokkru sinni fyrr.

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Baulárvalalvatn er nokkuð djúpt á köflum, mest mælt dýpi er 47 metrar og víða er það grængolandi, grunnt aðeins frá landi og svo snardýpkar. Það er líka talsvert stórt vatn, mælt 1,6 ferkílómetri að stærð. Vatnaá rennur í vatni úr vestri, hún er komin frá öðru mögnuðu silungsveiðivatni í fjallasölunum þar efra, Hraunsfjarðarvatni. Baulá rennur úr vatninu, hún er stutt og fljót að slá sér saman við Straumfjarðará. Straumfjarðará er mjög góð laxveiðiá, en það er önnur saga. Veiðikortshafar mega veiða frá norðurbakka Vatnaár og allar götur að útfallinu í Straumfjarðarár. Það er drjúgur bakki, nóg pláss og veiðivon mikil. Veiðimenn mega slá tjöldum, ætli þeir að stoppa lengur en bara daginn. Aðstaða er þó engin þó að góð tjaldstæði séu hér og þar.


Baulárvallavatn

Og þá er það veiðin. Mikið er af urriða í vatninu og reynslan hefur sýnt að talsvert af honum er af góðri stærð af vatnafiski að vera. Erum við þá að tala um 1 til 3 punda fiska og fyrir kemur að menn fái stærri. Talið er að veiðivon sé nánast hvar sem er, en þó er ós Vatnaár vinsæll, urriði er alltaf hrifinn af straumvatni og renni vatn þá má reikna með urriða nærri. Sama er að segja um útfall Straumfjarðarár, þar þykir gott að veiða. En urriðinn er dyntóttur. Þó nóg sé af honum er engan vegin gefið að hann veiðist. Stundum standa menn lengi og það er ekkert nema þolinmæðin sem gildir. Allt í einu fer hann að gefa sig. Oft er það þegar halla tekur degi eða þegar skyggja tekur. Kenningin er hin sama og víða þar sem urriði byggir djúp stöðuvötn, að hann haldi sig djúpt að deginum en fari á stjá þegar rökkva tekur, elti þá seiði og hornsíli inn á grynnra vatn. Þetta ver vel þekkt. En dyntóttur já, heldur betur. Eitt sinn sagði okkur veiðimaður ótrúlega sögu frá Baulárvallavatni. Hann var þar við

annan mann og voru þeir báðir með maðk á flotholti, með langan taum og sökku til að halda beitunni niðri. Þeir voru ekkert að flýta sér, sátu með stangir sínar og spjölluðu um daginn og veginn. Allt í einu fór fiskur loks að taka... en aðeins hjá öðrum þeirra. Hrinan gaf þeim veiðikappa tólf urriða, 1 til 5 punda, en félaginn varð ekki var!

„Það er dulúðleg náttúrufegurð við Baulárvallavatn. Mynd veidikortid.is

Beituveiði virkar vel í vatninu, einnig spónveiði og þeir sem hafa reynt fluguna hafa margir hverjir fengið fínan afla, enda engin ástæða til þess að fluga virki ekki á sama tíma og annað agn gefur veiði. Þeir fluguveiðimenn sem við höfum heyrt af, hafa mest megnis verið með litaglaðar straumflugur. Nefndar hafa verið Black Ghost, svartur Nobbler og sjóbirtingsflugan Flæðarmús, bæði í rauðu og svörtu útgáfunni. Einn þekkjum við sem fékk eitt sinn fimm eða sex væna urriða á svarta Hólmfríði.

67


fjölskylduveiði Baulárvallavatn er fallegt fjallavatn. Fjalllendi Snæfellsnes er tilkomumikið á þessum slóðum og skammt undan eru tvö önnur stórgóð veiðivötn sem við fjöllum eflaust um fyrr en seinna, Hraunsfjarðarvatn og Selvallavatn. Menn geta rekist þarna á refi, rjúpu, himbrima og haförn. Kannski eitthvað dularfyllra og óútskýrnalegt líka? Allt um það, þá er til mergjuð þjóðsaga frá þessum slóðum, saga sem skráð er í þjóðsagnasöfn. Sagt er að þarna megi einhvers staðar sjá enn móta fyrir tóttum að bænum Baulárvöllum. Það var harðbýlt kot og ábúendur efnalitlir smábændur. Vetur einn fór allt á kaf í snjó og vistir þraut, auk þess sem hætta var talin á að eld myndi skorta. Afréð bóndi því að brjótast til byggða í suðurátt og freista þess að bjarga fjölskyldu sinni. Eftir sat eiginkonan og börnin og gerðu þau lítið annað en að hírast í kotinu vegna veðurs. En kvöld eitt heyrðu þau gríðarlegt hark og læti úti fyrir. Urðu þau felmtri slegin og ekki dró úr þegar eitthvað sem úti var tók að berja og djöflast á útidyrahurðinni. Móðir og börn földu sig lafhrædd inni í bæ og loks linnti látnum. Þau þorðu sig þó hvergi að hræra lengi vel, en daginn eftir kom bóndi heim og með honum fólk . Brá mönnum við aðkomuna, en miklar skemmdir voru á útidyrahurð þó að hún hafi haldið. Og undrun manna varð enn meiri þegar sjá mátti feiknastór spor, eins og eftir stóra hlemma, sem traðkað höfðu snjóinn allt um kring. Og spor þessi komu frá og héldu aftur til opinni vök í Baulárvallavatni. Ábúendur vildu fyrir enga muni vera þarna lengur og brugðu þau búi og héldu til byggða með aðkomufólkinu.

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Þarna er sem sagt skrímslasaga á ferð og svæðið er þekkt fyrir þær fleiri, því skráðar hafa verið sagnir af ókennilegum, stórum dýrum á sundi í Hraunsfjarðarvatni. Skrímsli leynast greinilega víða í íslenskum stöðuvötnum. Baulárvallavatn er því skemmtilegur kostur. Veiði hefst þar á vorin þegar ísa leysir og stendur veiðin út september. Vatnið gefur veiði alla vertíðina sem er að sjálfsögðu mikill kostur. Að öðru leyti þurfa handhafar Veiðikortsins að kynna sér hvaða reglur kunni að gilda um veiði í vatninu. Klikkjum hér út með nokkrum færslum af vef Veiðikortsins, www. veidikortid.is þar sem veiðifólk segir í nokkrum orðum frá reynslu sinni: Hrafnhildur, 9.ágúst 2010: Var þarna í gær og fékk ekki nema einn urriða, ansi vænann reyndar. „Dóri“, 19.júlí 2010: Fór þangað fyrir tveimur vikum og fékk fjóra væna urriða og missti þrjá. Fínt vatn! Kristinn Guðmundsson, 29.júní 2009: Fór að kvöldi 14 maí, var smá strekkingur en datt í dúna lognum miðnætti svo ég tjaldaði. Um morguninn náði ég í einn vænann 3-4 punda og einn 2 punda um hádegi.Þeir voru feitir og gómsætir


Baulárvallavatn SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIG HJÁ VEIÐIMANNINUM. VEIÐIBÚÐ ALLRA LANDSMANNA Á NETINU.

VEIDIMADURINN.IS

Gore-tex gerir gæfumuninn. Gore-tex öndunarfilman ber höfuð og herðar yfir aðrar öndunarfilmur bæði hvað varðar vatnsheldni og útöndun. Simms notar Gore-tex Performance-Shell og Gore-tex Pro-Shell í vöðlur og jakka. Engar málamiðlanir. Simms er málið

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI! 69


Litlisjór í forgrunni og Hraunvötn í fjarska.

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


ljósmyndun

Veiðivötn í öllu sínu veldi Ljósmyndagalleríið að þessu sinni er frá Erni Óskarssyni, líffræðingi og framhaldsskólakennara á Selfossi. Örn hefur lengi ljósmyndað ís­ lenska náttútu og hann hefur enn fremur gengið veg veiðigyðjunnar, með sérstaklega sterk tengsl inn í Veiðivötn á Landmannaafrétti. Enda eru myndirnar í þessu galleríi allar teknar þar og má því segja að í fyrsta skipti sé ljósmyndagallerí Veiðislóðar með ákveðið tema, sem er Veiðivötn, landslag, fiskar, fuglar og stemningar. Örn segir: „Náttúruljósmyndun hefur fylgt mér frá því ég eignaðist mína fyrstu myndavél upp úr 1970. Fyrstu árin tók ég einkum svart­ hvítar myndir sem ég framkallaði sjálfur. Fljótlega fór ég að taka litmyndir samhliða þeim svarthvítu, bæði skyggnur og á negatívur. Árið 1999 eignaðist ég mína fyrstu digitalvél og frá árinu 2001 hef ég eingöngu tekið myndir á slíkar vélar. Síðustu árin hef ég einkum fengist við að ljósmynda fugla, en fólk, landslag og plöntur hafa fylgt með. Myndirnar sem hér birtast eru teknar á Nikon D70 og Nikon D90 myndavélar. Ég nota bæði Nikkor og Sigma linsur. Veiðivötn á Landmannaafrétti hef ég heimsótt árlega frá árinu 1969. Fyrst voru þetta veiðiferðir en nú í seinni tíð hefur náttúruskoðun og ljósmyndun tekið æ meiri tíma. Stundum má ég ekki vera að því að veiða. Einkum er það fuglalífið sem heillar ásamt stórkostlegri og fjöl­ breytilegri náttúru svæðisins. Þó svo ferðirnar í Veiðivötn séu að nálgast annað hundraðið sé ég ávallt eitthvað nýtt og spennandi í hverri ferð.“

71


Veiðimenn við veiðar í Snjóöldupolli.


73


Kvรถld viรฐ Litlasjรณ.


Kirkjuhólmakvísl á miðnætti.

75


Júlímorgun við Tjaldvatn.


77


Veiðivatnaurriðinn getur orðið stórvaxinn. Árlega veiðast 10-12 punda urriðar á stöng og þeir eru til mun stærri. Hér er Anna Rut Arnardóttir með 9 punda urriða sem hún veiddi í Hraunvötnum.

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Falleg bleikjuveiði úr Snjóölduvatni.

79


Óðinshanar eru kvikir og skemmtilegir vaðfuglar. Þeir eru algengir á Veiðivatnasvæðinu.


81


Himbrimi er einn af einkennisfuglum í Veiðivatna. Á svæðinu eru 10-15 varppör. Þessi styggi fugl hefur aðlagast návist manna vel í Veiðivötnum og því er óvíða betra að skoða hann í návígi.


83


Tjaldvatn og Langavatn.

Fossvatnakvísl bugðast um sanda í kvöldroðanum.

84

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


85


Háfur búinn að hremma beituna.

86

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


strandveiði

Reynir Friðriksson

Reynir Friðriksson veiðir háf á sunnlensku söndunum og skellir honum á grillið Reynir Friðriksson stundar nám í sjávarútvegsfræðum á vetrum og veiðir og leiðsegir á sumrum. Hann er einkum leiðsögumaður hjá Lax-á við Ytri Rangá, en eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir þegar hann á sjálfur frístundir, er að stunda strandveiði. Hann segist stunda slíka veiði um allt land, eftir því hvar hann er á ferðinni hverju sinni, vinsælt svæði er þó bæði í grennd við Keflavík og í Geldinganesi á Reykjavíkursvæðinu. En eitthvert almesta fjörið er þó á sunnlensku söndunum þar sem Reynir veiðir háf, 90 til 100 cm háfa, sem eins og kunnugt er, eru af hákarlaætt. Við ræddum við Reyni um þennan athyglisverða veiðiskap. „Háfurinn kemur upp að suðurströndinni í maimánuði í stórum torfum og best er að veiða hann á sandströndunum á Suðurlandi. Háfurinn veiðist um alla suðurströndina, allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði. Á vestanverðum hlutanum er þetta bara háfur, en austar, þegar nær dregur Vík geta fleiri kvikindi komið á krókinn, menn hafa t.d. veitt hlýra, lýsu, kola og þorsk,“ sagði Reynir fyrst er við viðruðum við hann þessa óvenjulegu bráð. En hvað með búnaðiinn? „Ég veiði hann stundum á þessar stóru sterku strandveiðigræjur. Það eru tæki sem maður er að kasta hundrað metra

með. Skemmtillegra með háfinn er þó að nota bara venjulegar kastsstangir, 8-9 feta, eins og maður notar í laxinn, því það þarf ekki svo rosalega löng köst fyrir háfinn. Það duga kannski 40 metrar, hann kemur það nærri ströndinni í ætisleit. Hann er á eftir sandsíli og trönusíli og bara öllu sem hann ræður við.“ Hvað tekur hann? „Ég hef verið að taka hann aðallega á makríl. Aðalmálið er beita, fiskur. Ég hef ekki reynt annað, en langar til að reyna að fá hann á spón. Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé hægt, þetta er mikið rándýr sem er einmitt að elta sílin upp undir fjöruna.“

87


Háfurinn kemur bröltandi upp í sandfjöruna. Þetta er eins og lítill hákarl...enda er þetta einmitt það, sem sagt lítill hákarl.

88

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


strandveiði

Reynir Friðriksson Er ekki stórhættulegt að losa úr þessum dýrum? „Jah, það er allavega ekki mælt með því að vaðið sé upp í kjaftinn á þeim. Það eru rosalgar tennurnar í þeim svo mikið er víst. Ég hef verið með 0.60 línu og þeir hafa klippt hana í sundur eins og tvinna. Best reynist að vera með vírtaum eða það sem við köllum O-króka. Þeir ná í hálfhring. Eru það sem menn nota á lúðulínur. Þeir eru það stórir að háfurinn festir þá aðallega í kjaftvikin og þá er auðvelt að húkka úr þeim án þess að ganga frá fingrunum á sér.“

Viðmælandi okkar, Reynir Friðriksson búinn að landa einum vænum.

En hvað er þetta stór fiskur....og er eitthvað varið í að veiða hann? „Þetta eru stórir fiskar, algengt svona 90 til 95 cm. Ég veit stærst um 112 cm. Þyngdin er minni heldur en hjá laxi miðað við lengd, 105 til 110 cm háfur er svona ábilinu 6 til 7 kíló, eða 12 til 14 pund. Þeir eru miklu rennilegri á búkinn heldur en laxinn. Og þetta eru sterkir fiskar. Þeir eru ekki sérlega spretthraðir, þumbast meira og geta haldið vel út. Það er alveg vel tekið á því. Svo er annað sem gerir þessa veiði svo heillandi og það er umhverfið sem veitt er í. Þetta er niðri á söndum og það eru selir og mikið fuglalíf. Súlur að kasta sér í sjóinn, þrumandi brimalda. Alveg magnað!“ Er þetta um allan sjó og algerlega á vísan að róa? „Þetta er bara eins og önnur veiði, það gerist kannski ekkert um tíma, en svo koma skot þegar menn hitta á að göngur eru að fara fram hjá. Þá getur maður tekið nokkra í beit.“

Hvaða gagn er síðan að svona afla, er þetta étið? „Já, það er nú eitt af því sem er svo heillandi við þetta. Þetta er nefnilega stórgóður fiskur að éta og með þeim hollustu sem völ er á, því það er svo mikið af Omegasýrum í honum. Meira heldur en í laxi. Mér finnst mjög skemmtilegt að skella háf á grillið. Þá geri ég það helst þannig að ég flaka fiskinn. Það þarf ekki að beinhreinsa því þetta er brjóskfiskur. Ég sneiði hann niður í bita, pensla hann með hvítlauksbættri ólífuolíu. Krydda líka með salti, pipar, basilíkum og steinselju, og renni upp á spjót með grænmeti. Þetta er stífur fiskur, líkt og skötuselur, þannig að hann tollir vel og hruflast lítið. Með á spjótið fer t.d. laukur og paprika og meðlæti er gjarnan grillaðar sneiðar af sætum kartöflum. Þær pensla ég með ólífolíu sem er krydduð með salti, pipar og hvítlauk. Fersk sumarsalat passar síðan ágætlega með þessu öllu saman og þetta er magnaður réttur. Og svo eru þessir fiskar svo drjúgir, að eitt flak dugar í mat handa 5-6 manns,“ segir Reynir.

89


einu sinni var úr samtali við Jóhannes Kristjánsson á Akureyri um stóra laxa og fleira í Laxá í Aðaldal

„Ertu ekki að ljúga?“ Einu sinni var Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari á Akureyri einn öflugasti veiðimaður Laxár í Aðaldal og enginn lax var óhultur fyrir honum. Til fjölda ára veiddi hann helst með syni sínum, Kristjáni, sem einnig lærði til bílaviðgerða. Vorið 1983 var tekið viðtal við þá feðga saman fyrir bókina Varstu að fá’ann? Og fóru þeir þá mikinn í frásögnum sínum af eftirminnilegum glímum og dögum á bökkum Laxár í Aðaldal. Eins og nærri má geta snérist spjallið meira og minna um stóra laxa og þar sem drottningin norðan heiða virðist hafa verið að rétta sig við sem stórlaxaá allra síðustu sumrin, væri ekki úr vegi að rifja upp nokkur brot úr umræddu viðtali. Til þess höfum við leyfi skrásetjara viðtalsins sem er enginn annar en sá hinn sami og ritstýrir þessu vefblaði. Þetta verður ekki viðtalið í heild, heldur valdir kaflar héðan og þaðan. Jóhannes: Eins og ég sagði áðan, þá missi ég oft stærstu laxana nú orðið. Þann 11.-14.júlí 1980 var ég til dæmis að veiðum og það gekk afar vel. Ég fékk 30 laxa, þar af 20 á flugu, 7 á maðk og 3 á spón. Þetta voru óvanalega jafn stórir fiskar, vógu samtals 354 pund, en enginn var stærri en 18 pund. Tveir 5 pundarar skemmdu meðalvigtina. En mér gekk þó ekki allt í haginn, því að annann daginn missti ég tvo gríðarstóra fiska. Ég var við Hagabakka og hafði fengið þrjár fallegar hrygnur, 11, 13 og 13 punda á Blue Charm númer 8, er feiknar bolti

90

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

kom á hjá mér. Ég sá hann vel og giska á að hann hafi verið 27-30 pund. Ég mátti elta hann niður undir þinghúsin við Hólmavað og alltaf fór hann niður með hinum bakkanum. Laxinn snéri við þegar þangað var komið, synti aftur upp eftir, upp undir brúna, fór þar fyrir festu, sleit og tók alla línuna mína með sér. Ég renndi á ný og setti nær samstundis í annan geysistóran, en þó aðeins minni en áður, þessi var svona 22-24 pund. Hann dró mig sömu leið og lék mig næstum jafn grátt, en lét sér þó nægja að slíta tauminn. Þá hætti ég þarna, en samt var þetta góður eftirmiðdagur, ég fékk sjö stórar hrygnur. Stundum náði maður þeim stóru og dagur einn fyrir mörgum árum verður lengi í minnum hafður. Það var 22. júlí 1952 og ég átti veiðileyfi fyrir neðan Æðarfossa. Kristján, vinur minn á Hólmavaði, hringdi í mig daginn áður og sagði mér að það væri engin veiði og slæmar horfur, en ef ég vildi þá mætti


Jóhannes Kristjánsson frá Akureyri þeir misstu fiskinn fram af flúðinni kallaði Benedikt til mín hvort ég væri með gogg. Ég var með gogg og kastaði honum til Benedikts, en um leið krossbölvaði hann hástöfum. „Þetta er kolmóauður urriðahundur, ekkert nema lengdin,“ kallaði hann. Ég hló og gerði grín að þeim um leið og ég kastaði spæninum á ská upp fyrir mig „upp á Stífluna“. Það skipti engum togum, að stórlax greip spóninn. Hann bylti sér og ég sá að þetta myndi vera einn af þeim stóru, en síðan þaut hann niður að Stíflunni og fram hjá þeim Benedikt og Agli. Ég kallaði til þeirra og sagðist vera með rosafisk á og mig vantaði bátinn. „Ertu ekki að ljúga?,“ kallaði Benedikt, en sá svo sem var. Bátinn komu þeir með og fiskinum landaði ég yst í Hrúthólmanum með aðstoð þeirra eftir hálfa aðra klukkustund. Við gengum síðan að Hólmavaði og héldum á stórfiskinum á milli okkar. Er til okkar sást frá bænum, kom fólkið út á hlað. Þar sagði Kristján að það myndi víst hafa verið ég sem hefði veitt þennan fisk, hann var alveg klár á því. Þetta var 30 punda lax.

ég koma til sín umkvöldið og renna „á Stífluna“. Ég fékk lánaðan vörubíl hjá Bifröst og lagði af stað, en það sprakk á leiðinni og mér seinkaði mikið við það. Ég man að klukkan var að ganga tíu þegar ég loksins kom að Hólmavaði. Kristján beið eftir mér, en Benedikt faðir hans, var niður við á með Agli Jónassyni skáldi. Þeir voru á báti úti á flúðinni og renndu maðki. Ég hugsaði mér að byrja með flugu en hætti við það og hnýtti á stóran „Albertsspón“. Ég var ekki byrjaður þegar þeir settu í fisk og ég man að um leið og

Daginn eftir fór ég svo niður fyrir Æðarfossa og með mér var Birgir Steingrímsson frá Húsavík, snjall veiðimaður. Hann fór í Stórafoss en ég í Kistukvísl. Þegar ég kom að Sóleyjarviki, sá ég bláma á nokkrum stórum löxum og var þó einn þeirra sýnu stærstur. Ég skreið eins og ánamaðkur og laumaði færinu út, en ekkert gerðist í fyrstu. Kíkti ég þá í pyttinn og sá þá að laxarnir voru allir farnir, utan sá stóri, sem enn lá þarna makindalega. Ég slengdi maðkinum út aftur og það var tekið í. Laxinn kjammsaði svo á beitunni og svo fór að lokum að ég stríkkaði á línunni og atgangurinn hófst. Hann var geysilega sterkur og eins og títt er á þessum slóðum, fór hann niður alla

91


einu sinni var Kvísl og fram í Kistuhyl. Ég var heppinn því venjulega taka þeir Kvíslina í einum rjúkandi spretti, en þessi seig rólega niður eftir og sparaði kraftana. Þarna niður frá er brú yfir miðkvíslina og allt niður að henni hafði laxinn tekið lífinu með ró. En þegar ég var að príla upp á brúna, breyttist átakið og laxinn þaut af stað. Það kom mér sannarlega vel að vera með 180 metra langa línu, því ekki veitti af þarna. Þetta varð einnig til þess að ég náði ekki til bátsins og laxinn flaug út á Kistuhyl. En það varð mér til happs, að Birgir kom til mín, sagðist hafa heyrt hvininn í hjólinu hjá mér! Hann sótti bátinn og síðan fórum við á eftir fiskinum, hann undir árum, en ég upptekinn við stöngina. Þetta tók óratíma og ég fór að hafa áhyggjur af því að skemma daginn fyrir Birgi. Ég sagði honum því að setja mig í land, það myndi vera óhætt úr þessu, en sjálfur skyldi hann reyna að veiða eitthvað. Eftir dálitlar fortölur féllst hann á þetta og fór. -Laxinn var farinn að róast en samt mátti ég ganga á eftir honum hálfan annan kílómetra norður allan sand í átt að ósnum. Alls var ég í tæpa þrjá tíma að ná þessum fiski, sem var 31 pund. Þessi afli var ekki síður fallegur er ég lagði við hlið laxins tvo 18 punda fiska sem ég hafði fengið fyrr um morguninn og annan tíu punda sem ég nappaði á síðustu mínútunni.

Metmorguninn Eins og ég gat um áður, var meðalþunginn talsvert hærri hér á árum áður og þegar ég get þess, minnist ég veiðidags sem ég átti með Steingrími heitnum í Nesi 28. ágúst 1951. Þann dag fékk ég fimm laxa, 21, 21, 22, 22 og 23 punda,

92

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

alla á maðk. Steingrímur fékk einn yfir 20 pund, annan 16 punda auk þess sem hann sleit úr tveimur fiskum. Annar þeirra var 25-30 pund, hinn eitthvað yfir 20 pund. Þrjá af þessum fiskum veiddi ég í Vitaðsgjafa, einn í Kirkjuhólmakvísl og einn í Eyjakvíslum.

Skringilega tekinn En ótrúlegustu söguna geta þeir sennilega sagt, þeir Jón Einarsson framkvæmdastjóri í Krossanesi og Bragi Eiríksson forstjóri Skreiðarsambandsins. Þeir voru saman að veiðum í Laxá og lönduðu stórum laxi. Sá kom á maðk, en þegar átti að leysa úr honum, hrukku félagarnir ansi mikið við, er þeir urðu þess varir, að línan lá ekki inn um munn fisksins, en þó sáu þeir öngulinn vel í koki hans. Enn meiri varð undrunin þegar þeir sá, að línan hafði farið inn um tálknlokið, hvernig sem það hefur eiginlega getað gerst.. Við gluggum kannski aftur síðar í fleiri frásagnir í viðtalinu við þá feðga, en eins og sjá má er Jóhannes í forsætinu, við eigum Kristján alveg eftir.


Norðlingafljót Borgarfirði Laxveiði í einni bestu á landsins! Meðalveiði: 1.053 laxar á 5-6 stangir á ári, árin 2006-2009 Verð: 14.000-69.000 kr. á hv. stangardag Fyrirkomulag: 2ja daga „holl“ hádegi til hádegis Leyfilegt agn: Fluga og maðkur Gisting: 2ja manna herbergi með uppábúnum rúmum, 12.000 kr. á sólarhring Tímabil: 18. júlí til 30. september

www.nordlingafljot.com Jóhannes B. Sigmarsson S: 771 6353, icehunt@simnet.is


villibráðareldhúsið

Skemmtileg og létt serimonía

Silungsconfit með tómatsalsa

En þessi réttur er þó aðeins að í aðalatriðum frá Ara. Hann nefndi steinselju og kóríander sem eru mjög afger­ andi krydd. Við prófuðum í staðinn dill og sítrónutimian með frábærum árangri. Þetta er því eins og svo oft, hægt og gerlegt á fleiri en eina vegu. Við stækkuðum líka tómatsalsa skammtinn þar sem að okkur fannst það gefa réttinum ferskari blæ, þ.e. að hafa meira af fersku með!

hráefni

aðferð

Silungaconfit:

Silungaconfit:

• Flak af silungi

Silungurinn er skorinn niður í bita og saltaður á báðum hliðum látinn standa inn í kæli í 20 mín. Silungurinn er þá skolaður og settur í eldfast mót og olíu hellt yfir þangað til hún flýtur yfir silunginn. Ofninn er hitaður í 140°C og silungurinn er eldaður í 20 mín (alls ekki meira) síðan tekin út og látinn kólna í olíunni. Svo er hann þerraður og létt grillaður á roðhliðinni einni og borinn fram með tómatsalsa

• Salt • Olía Tómatsalsa: • 3 stk plómutómatur • Steinselja - eða dill • Koriander - eða sítrónutimian • Ólifuolía • Salt og pipar

94

Satt að segja vitum við ekki hvort að Ari er enn innan­ búðarmaður á Argentínu, en það er ekki mál málanna, Argentína er frábær veitingastaður og gott að leita þar fanga þegar finna skal út frábæra rétti. Þegar við báðum Ara um þetta viðvik á sínum tíma létum við þess getið að einfaldir réttir væru málið, því oft er einfaldleikinn bestur. Hann var því sammála og sagði: „Þetta eru allt mjög auðveldar uppskriftir sem allir ættu að geta prófað.“

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Tómatsalsa Plómutómaturinn er afhýddur og kjarnhreinsaður. Skorinn niður í teninga, steinseljan og koriander er saxað niður og blandað saman við tómatinn. Ólífu­ olían er sett út í og smakkað til með salti og pipar.

Myndirnar tók Heimir Óskarsson

Áður en að allt treðst undir í frystikistunni væri ekki úr vegi að fara að grilla eitthvað af öllum þessum sil­ungi og laxi sem þar er að safnast upp. Og er ekki líka málið að prófa eitthvað nýtt? Það er fátt í matarflórunni sem hægt er að framreiða á jafn fjölbreyttan hátt og silungur og lax. Fyrir nokkrum misserum lét Ari Karlsson meistarakokkur, kenndur við Argen­tínu steikhús, okkur í té nokkrar girnilegar uppskriftir. Í huganum var silungur, en eins og oft vill verða má allt eins framreiða lax í staðinn án þess að spilla gæðum réttarins.


95


lífríkið

Nýr Fuglavísir

Þarf að breyta veiðireglum og veiðisiðferði Öll erum við hluti af lífríkinu og sum okkar eru duglegri en önnur við að kynna lífríkið fyrir fjöldanum. Jóhann Óli Hilmarsson er fuglaljósmyndari og hefur stundað þá sérgrein um árabil. Í nóvember 1999 kom út bókin Fuglavísir. Handhæg bók sem hjálpaði fólki að greina fugla sem fyrir augu ber í íslenskri náttúru. Ári seinna kom bókin úr á ensku og þýsku. Núna hefur komið út endurútgáfa, mikið uppfærð og stórbætt. En samt handhæg og þægileg. Eiguleg fyrir alla náttúruunnendur. Við ræddum við Jóhann Óla í tilefni þessa og spurðum hann fyrst hvers vegna hann hefði ráðist í endurgerð.

„Það var ákveðið á 10 ára afmælinu 2009 að endurútgefa bókina. Bókin hefur selst mjög vel, er reyndar metsölubók, salan er komin yfir 30.000 eintök á öllum tungumálum. En íslensk fuglafána er sífelldum breytingum undirorpin og því var ýmislegt orðið úrelt í gömlu bókinni. Einnig langaði mig til að bæta myndakostinn, sem reyndar endaði með því að ég skipti út nær öllum myndum nema myndunum af eggjunum, en bætti þar við nokkrum fuglategundunum. Það tók síðan hálftannað ár að koma nýju útgáfunni á koppinn.“

96

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Hvað er helst í bókinni sem var ekki í þeirri fyrri? „Ég bætti við 34 nýjum fuglum, sem ekki voru í þeirri fyrri, flækingsfuglum eða gestum, sem sjást næstum árlega. Auk þess hækkaði ég fáeina fugla í þann status að vera fullgildir íslenskir varpfuglar, það eru skógarsnípa, snæugla og glókollur. Nokkrar tegundir knýja þó dyra og bara fyrir tveimur vikum fundum við nokkrir félagar þrjú eyruglupör með unga í skóglendi á Suðurlandi og eru þau að öllum líkindum fleiri. Umfjöllun um eyruglu í bókinni er því strax


orðin úrelt. Krossnefur virðist líka vera að nema land, sömuleiðis fjallkjói, dvergmáfur og fleiri fuglar. Annars er mest allt nýtt í bókinni, nýtt umbrot, nýjar myndir, ný útbreiðslukort, nýjar töflur yfir dvalar- og varptíma, nýir kaflar um fæðu, búsvæði og sérkenni íslensku fánunnar, svo nokkuð sé nefnt. Auk þessara nýju fugla, sem ég nefndi áðan. Það er helst að meginhluti textans og eggjamyndirnar sem halda sér frá fyrri útgáfu.“

97


lífríkið Smávegis um feril þinn sem fuglaljósmyndara? „Ég er búinn að hafa áhuga á fuglum frá barnæsku og árið 1977 eignaðist ég fyrstu spegilvélina og aðdráttarlinsuna. Mig langaði til að teikna fugla, en gat það ekki og því varð ljósmyndun fyrir valinu. Þegar ég fór að mynda í fyrri útgáfu Fuglavísis árið 1997 fékk ég mér almennilegar græjur, góða myndavél með átófókus og stóra aðdráttarlinsu. Þá var teningnum endanlega kastað. Svo kom stafræna tæknin til sögunnar skömmu uppúr aldamótum og ég fékk mér mína fyrstu stafrænu vél árið 2003. En ég fer samt enn í filmusafnið og skanna eina og eina mynd, til að gleyma ekki tilfinningunni, sömuleiðis á ég mediumformat filmuvél, algjörlega basik apparat, sem ég nota einnig stöku sinnum ennþá til að taka landslagsmyndir. Því ég tek ekki eingöngu fuglamyndir, íslensk náttúra býður uppá svo margt og ég hef svoldið fiktað við plöntur, smádýr og lífríki fjörunnar.“

Hvað er að vera fuglaljósmyndari? „Að taka ljósmyndir af fuglum, liggur það ekki í augum uppi? Án gríns, þá segi ég oft að fuglaljósmyndari þurfi að uppfylla 5 skilyrði: þekkingu á fuglum, góðar græjur, skynbragð á myndbyggingu, virðingu fyrir viðfangsefninu og vænan slatta af þolinmæði. Ég þekki dæmi þess að atvinnulandslagsljósmyndarar hafi græjað sig upp og ætlað að fara að mynda fugla, en lítið orðið úr. Starfið krefst oft mikillar yfirlegu, langra og erfiðra ferðalaga, kulda og vosbúðar og jafnframt að vera við öllu búin, því stundum kemur ekkert útúr margra tíma eða jafnvel daga setu í felutjaldi. Það er þeim mun gleðilegra þegar góður árangur næst. Fyrir um 10 árum voru íslenskir fuglaljósmyndarar teljandi á fingrum annarrar handar, nú skipta þeir tugum, stafræna byltingin hefur gefið miklu fleiri kost á að stunda þessa gefandi og skemmtilegu iðju.“

Gulandarpar á flugi. Ljósmyndir: Jóhann Óli Hilmarsson

98

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


Kríur kljást.

Jóhann Óli Hilmarsson

Uppáhaldsfuglar að mynda? Þessu er ekki auðsvarað. Ég held að það sé sá fugl sem ég er að mynda hverju sinni. Ég hef lengi reynt að hafa líf í myndunum og jafnframt að einbeita mér ekki eingöngu að portrettmyndum, heldur fanga fuglinn í landslaginu, fylgja finnska skólanum svokallaða í fuglaljósmyndun. Félagi minn, listamaðurinn Jón Baldur Hlíðberg sem hefur teiknað íslenskt lífríki flestum mönnum betur, sagði einhverju sinni að ég hefði komið með aksjónina inní íslenska fuglaljósmyndun, mér hefur alltaf þótt vænt um þau orð.“

Maríuerla teygir úr sér.

Ertu álitinn sérvitringur? „Já tvímælalaust, en samt miklu minna nú en áður, eftir því sem þeim fjölgar sem stunda sömu iðju. Félagafjöldi Fuglaverndar, þar sem ég hef lengi verið innanbúðar, hefur tvöfaldast á fáum árum. Einnig hefur verið mikil vakning í fuglatengdri ferðaþjónustu að undaförnu ...“

Viðhorf landsmanna til fugla....breyst, versnað, batnað? „Viðhorfið er nú heldur að batna, eftir því sem meðvitund fólks um náttúruna eykst. Náttúran er okkar mesta auðlind til langs tíma litið. Besta nýtingin er að leyfa fólki að njóta hennar. Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu inní hausinn á þeim sem vilja leggja náttúruna undir sig með framkvæmdum og virkjunum. T.d. eru miðlunarlón virkjana oftast á fuglaríkum svæðum í hálendinu. Svo eru það þeir sem hafa einu ánægjuna af dauðum fuglum. Það þarf að breyta veiðireglum og veiðisiðferði núna þegar langvarandi hrun er í sjófuglastofnum. T.d. þurfa Vestamannaeyingar að venja sig á að snæða annað á þjóðhátíð en reyktan lunda. Ofveiði er sennilega stunduð á þeim stöðum þar sem lundi veiðist, menn græða stórum á að veiða lunda ofaní Eyjamenn. Þetta ætti að breytast verði komið á banni við sölu á villibráð, en það er mál sem við hjá Fuglavernd höfum lengi barist fyrir. Það kæmi sennilega í veg fyrir magnveiði á gæs og annarri rányrkju á fuglum, sem nú er stunduð. Magnveiðimennirnir eru svartir sauðir í hópi veiðimanna, sem langflestir umgangast náttúruna af virðingu, sbr. kjöroð Skotvís. Núverandi umhverfisráðherra er með bein í nefinu og það er unnið að endurskoðun Veiðiog friðunarlaganna, svo þarna gæti orðið breyting á. Loks eru það þeir sem skipa fuglum í góða fugla og vonda fugla. Ég geri fuglum ekki upp neinar slíkar skoðanir eða tilfinningar, fyrir mér eru þeir allir jafnir. Í náttúrunni gildir að eta eða vera etin, svangir fuglar leita sér að sjálfsögðu fanga sem víðast og geta þar af leiðandi gengið fram af viðkvæmu fólki.“

99


veiðisaga

Sko, þetta gátum við! Einn í okkar hópi leggur það í vana sinn að fara í langar óbyggðagöngur með stöng í hönd á hverju sumri. Hann er jafnan búinn að kortleggja hvert hann ætlar, merkja allt inn á GPS, athuga með slóða og landslag. Sjaldnast veit hann fyrir víst hvort að fiskur er þar sem hann ætlar. Oftar en ekki, uppgötvar hann þó hreinar veiðiparadísir. Og af því má ráða, að af þeim er nóg á Íslandi, miklu fleiri en nokkurn grunar. Það þarf bara að hafa áræði og nennu til að standa í þessu. Það verður ríkulega umbunað, því í viðbót við þau forréttindi að kasta fyrir heiðasilunga, oft rígvæna, sem hafa kannski aldrei séð agn áður, þá fá menn íslenskar óbyggðir og öræfi beint í æð í öllu sínu stórkostlega veldi. Gönguferð sumarsins er afstaðin og hún var mögnuð. Staðsetningin liggur milli

100 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

hluta. Það er viljandi gert, menn eiga einfaldllega að nota svona frásögn sem hvatningu til að gera eitthvað frumlegt sjálfir. Jón Eyfjörð tekur nú við: Landssvæðið er Norðurland og við erum langt frá mannabyggðum. Framundan er lítið ævintýri, dags gönguferð. Heiðin, með öllum sínum vötnum og


Jón Eyfjörð Friðriksson sprænum bíður okkar. Það er júní og veðrið er eins og best verður á kosið, norðan andvari og hiti um 12 °C. Við höldum af stað snemma morguns vopnaðir léttum flugustöngum en í vöðlum. Við vitum af mýrarflákum á leiðinni og erum búnir að skoða kort af svæðinu gaumgæfilega. Okkur er ekið upp að vatni og þaðan verður svo gengið 25 – 30 km. áður en við náum til mannabyggða seint um kvöld. Við höldum af stað og finnum útfall vatnsins. Þar er byrjað að veiða með litlum kúluhausum. Pheasant tail og Krókurinn eru reyndir en ekkert verður vart. Því er haldið niður með ánni/ læknum og kastað á leiðinni. Skömmu neðar er gripið í fluguna augnablik en svo er allt laust. Aftur er kastað á sama stein en ekkert gerist. Urriðinn kemur tvisvar og kíkir á flug-

una en tekur ekki. Nokkru neðar sjáum við 4 fiska saman í litlum hyl, nánast fyrsta hylnum í læknum/ánni. Þar er Króknum beitt og áður en langt um líður hefur fyrsti urriðinn tekið. Þetta er sterkur fiskur og hefur engan áhuga á að gefast upp. Hann syndir upp og niður hylinn og um það bil þegar losa á úr honum tekur hann ómakið af veiðimanninum og slítur sig lausan. Þetta var nokkuð stór fiskur, líklega um 50 cm langur. Staðnum gefin smá stund til að jafna sig og aftur er Króknum kastað. Flugan er varla lent þegar hún er tekin. Þessi fiskur reynist vera minni og mældur 44 cm, spikfeitur. Aftur er Krókurinn sendur í leiðangur um hylinn og eftir nokkur köst kemur stór urriði og tekur en losnar eftir nokkrar sekúndur. „Þessi var stór“, sagði félaginn, sem sat á bakkanum.

Togast á! Allar myndir Jón Eyfjörð

101


1 2

6

3

102 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

4

5


veiðisaga

Jón Eyfjörð Friðriksson Við höldum ferðinni áfram en fáum ekki mikið. Þarna var áin/lækurinn frekar breið og grýtt, lítið um hylji og urriðaóðölin smá. Einn og einn fiskur á stangli og allir voru þeir á bilinu 45 – 48 cm. Þegar neðar dregur breytist rennslið, verður hægara og jafnframt breytist landslagið, því nú rennur áin/lækurinn um gróin heiðarlönd í tiltölulega mjórri og djúpri rennu. Þarna fáum við nokkra væna urriða á stærðarbilinu 50 cm – 54 cm. Allir eru þessir fiskar vel haldnir. Því verður ekki neitað að þúfurnar, skorningarnir og mýrin eru byrjuð að segja til sín. Fæturnir hlýða þó ennþá og suðusúkkulaði og rúsínur bæta orkubúskapinn talsvert. Þá er vatnið bráðnauðsynlegt, því vökvatap á göngu sem þessari er umtalsvert og nauðsynlegt að drekka mikið af vatni.

1 Einn með sjálfum sér í óbyggðunum ...hvað er betra en það? 2 Víða voru veiðileg urriðaóðul. 3 Þeir eru sumir engin smásmíði, hálendisurriðarnir! 4 Oft er bleikja líka í óbyggðalækjunum. 5 Bústinn öræfaurriði. 6 Einn vígalegur.

Nokkru neðar kemur annar lækur saman við þann sem við eltum. Þar myndast falleg straumskil og nú er skipt um veiðiaðferð. Lítill hvítbleikur Nobbler er settur undir og taumurinn lengdur. Flugan lendir 15 – 20 metrum neðan við straumskilin og strippið er hægt, rétt undir yfirborðinu. Skyndilega sjáum við koma boða undan bakka og skömmu síðar er flugan negld, fiskurinn snýr við og vill aftur í bæli sitt. Þarna háðum við svo baráttu við úrillan urriða sem strikaði hvað eftir annað um alla breiðu með alla flugulínuna, alveg niður á undirlínu. Um síðir tekst þó að koma fiskinum að landi, mæla hann og gefa honum frelsið aftur. Þetta reyndist vera 56 cm. langur hængur og hann var búinn að leggja sig allan í baráttuna því það tók drykklanga stund að koma honum aftur á réttan kjöl. Það tók að kula aðeins þegar líða tók á daginn og við greikkuðum sporið,

svona eins og hægt var sökum þreytu. Við gerðumst vandfýsnir á veiðistaði, hættum að kasta á girnilega staka steina og einbeittum okkur að stærri veiðistöðum, sem fjölgaði sem neðar dró. Jafnframt því fórum við nú einnig að fá bleikju en hún var smærri en urriðinn. Við vorum farnir að grilla í áfangastaðinn þegar lygndi aftur og við fórum að sjá fiskinn vaka. Fyrst einn og einn og svo allt í einu var bara hringur við hring á yfirborðinu. Enn var skipt um veiðiaðferð. Þurrfluga. Nokkrar reyndar, s.s. Galdrahopper, Royal Coachman, Black Gnat en ekkert gerðist fyrr en agnarsmátt Héraeyra var hnýtt á 4 punda taum. Þá tók fyrsta bleikjan, ekki stór en bráðskemmtileg viðureignar. Henni gefið líf og aftur reynt. Önnur bleikja náðist, sýnu stærri. Þá var ágætt að halda ferðinni áfram. Loks, þegar líða tók á kvöld, náðum við áfangastað, sælir, glaðir en gersamlega úrvinda af þreytu. GPS tækið sýndi að við höfðum gengið 32 km. og verið ríflega 14 stundir að því. Veiðin var með ágætum, urriði og bleikja í bland en það var tilhugsunin um að komast í sturtu og heitan pott sem var öllu öðru sterkari og þegar við litum upp í heiðina hugsuðum við báðir, „Sko, þetta gátum við!“ Lokaorð: Það voru óðöl víða á leiðinni, misstór og misáhugaverð en þau áttu það sameiginlegt að þar bjuggu urriðar. Það er skylda að bera virðingu fyrir þeim. Það er líka mikilvægt að sleppa þeim fiskum sem veiðast vegna þess að þeir eiga það skilið og áin/lækurinn er þeirra. Við skulum ganga um þessar perlur af auðmýkt og virðingu og skilja ekkert eftir okkur nema sporin og ég lofa ykkur því að minningarnar líða ekkert fyrir það þótt ekki liggi dauðir fiskar í frystikistunni.

103


græjur ofl.

Sage One – Verðlaunagripur veiðistaðasamkeppni Veiðihornsins

Nýstárleg veiðistaðasamkeppni Veiðihornið bregður á leik í sumar í tilefni af því að um þessar mundir er að koma á markaðinn byltingarkennd flugustöng frá Sage. Stöngin sem hlotið hefur nafnið Sage One er nú þegar farin að sópa að sér verðlaunum en nú á dögunum var hún valin besta nýja flugustöngin á markaðnum. Sage One er væntanleg í Veiðihornið í ágústbyrjun. Af þessu tilefni hafa bílastæði við verslun Veiðihornsins í Síðumúla 8 verið merkt veiðistöðum úr nokkrum íslenskum laxveiðiám. Þátttakendur í veiðistaðaleik Veiðihornsins þurfa að nefna árnar sem veiðistaðirnir eru í, fylla út eyðublað í Veiðihorninu með nöfnum ánna og skila í kassa í versluninni. Nafn heppins vinningshafa sem hefur allar árnar réttar verður dregið úr potti og hlýtur sá hinn sami að launum splunkunýja Sage One einhendu. Aukaverðlaun verða veitt fyrir bestu veiðisöguna úr hverjum hyl. Aukaverðlaunin eru Bonnand flugubox með völdum laxaflugum sem ganga vel í viðkomandi á.

104 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011


græjur ofl.

Fyrir heiðarlöndin: Bakpoki og vesti í senn Eitt af því sem íslenskir stangaveiðimenn hafa verið að uppgötva hin allra síðustu ár, og sumir áttuðu sig á fyrir löngu, er hversu óendanlega skemmtilegt það er að elggja vel á sig til að komast í ó- eða lítt snortna veiði. Ganga á heiðar, að upptökum áa, að vötnum og fylgja sprænum sem renna í þau og úr. Slíkt útheimtir líkamlegt þol sem er á flestra færi að koma sér í (þó að sníði megi alltaf stakk eftir vexti), en einnig góðan og réttan búnað.

Í Vesturröst fæst þetta skemmtilega verkfæri sem er nýtt frá Airflo. Þetta er bæði léttur bakpoki og vesti með vasafjöld í senn. Ein stærð fyrir alla og stillanlegt á alla kanta eins og góður léttur bakpoki. Ingólfur í Vesturröst segir: „þarna er hægt að vera með allt á sér og veiða í senn. Gott þar sem þarf að ganga , t.d. við ár og vötn á heiðum. Þetta er frábær hönnun á góðu verði. Á vestishlutanum eru tveir vasar með innbyggðu foam fyrir flugur, tveir gormar fyrir klippur og fl. Og fjöldinn allur af hólfum og vösum fyrir útbúnaðinn , hugsað fyrir öllu.“

Taska í stað veiðivestis Veiðivestin eru kannski ekki á undanhaldi, en víst er að æ fleiri veiðimenn kjósa að létta aðeins á byrðinni þegar út í ána er komið. Orvis hefur brugðist við þessari vaxandi bylgju og framleitt það sem kallast á íslensku.... ja kallast hvað? Sling bag kalla þeir það á ensku og er sér hönnuð hliðartaska sem menn geta „slöngvað“ til og frá eftir því hvað er verið að stússa við í ánni hverju sinni. Taskan er nokkurs konar hliðartaska í ól og sérstaklega hönnuð til að þvælast ekki fyrir, en rúma margt á sama tíma.

VIDEO

Þessi taska fæst í Vesturröst og er ekki dýr. Hér er slóð að myndbandi sem sýnir kosti þessarar græju og má eiginlega segja að sjón sé sögu ríkari. Þarna rúmast mörg flugubox og taumarúllur og gert er ráð fyrir öllum helstu tækjum og tólum eins og klippum og svo framvegis. Það er meira að segja hugsað fyrir því að geta þurrkað flugur milli þess að þær eru notaðar.

Kynningarmyndband fyrir Orvis töskuna. Smelltu á myndina og fylgdu slóðinni til að horfa á.

105


græjur ofl.

Sýnishorn úr kokteilnum mikla Flugubarinn í Veiðihorninu er vissulega mikið augnayndi og mikill og magnaður „kokteill“ þar á ferð. Við báðum Jóhann Þorbjörnsson, (já, hann heitir ekki Jói í Veiðihorninu) að velja nokkur sýnishorn sem

hæfa árstímanum, en nú er hásumar, laxagöngur byrjaðar af krafti, betra seint en aldrei, og sjóbleikjuveiðar eru að komast á skrið. Og síðan stutt í haustið þegar sjóbirtingurinn bætist í pakkann.

Stærsti flugubarinn Nú í vorbyrjun var tekinn í notkun nýr flugubar í Veiðihorninu Síðumúla 8. Flugubarinn er hannaður eftir bandarískri fyrirmynd og aðlagaður því fluguúrvali sem við þekkjum og var barinn smíðaður af íslenskum hagleiksmönnum. Öllum flugum er haganlega komið fyrir í barnum, ýmist raðað í efri hillur barsins eða komið fyrir í hólfum í skúffum. Flugurnar eru allar vel merktar og geta veiðimenn þar af leiðandi bjargað sér sjálfir við að velja flugur í veiðiferðina eða notið aðstoðar vanra veiðimanna Veiðihornsins sem allir hafa áralanga reynslu af fluguveiði og leiðsögn í fjölmörgum ám landsins.

Óhætt er að segja að þessi einstaki flugubar Veiðihornsins hafi slegið í gegn í sumar enda skapast oft á tíðum skemmtileg stemning þar sem veiðimenn bera saman bækur sínar og segja veiðisögur á öllum tungumálum yfir rjúkandi kaffi eða ískaldri kók. Flugubarinn sem er tæpir 10 fermetrar geymir eitt mesta úrval landsins af vönduðum, vel hnýttum og veiðnum flugum á góðu verði en stór hluti úrvalsins er einnig fáanlegur í flugubúðinni á netinu, Flugan.is. Starfsfólk Veiðihornsins býður alla fluguveiðimenn velkomna á flugubarinn fyrir næstu veiðiferð hvort heldur sem haldið skal til veiða í silungsvötnum landsins eða laxám.

106 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Fyrst dró Jói fram Bismo, flugu sem Henrik Andersen bjó til. Hún er hér í þremur litaútgáfum. Jói segir: „Þetta er í sjálfu sér ekkert annað en enn ein útgáfan af Sunray, en það er aðeins meira í þessa lagt, hún er með augum og er efnismeiri heldur en hin hefðbundna Sunray. Þetta er feiknalega öflug fluga, ég heyrði að einn morguninn í Ytri Rangá um daginn hefðu 46 laxar komið á land, hver og einn einasti á þessa flugu. Hún er sérstaklega öflug í Rangánum, en við höfum heyrt veiðisögur af henni víða um land.“


græjur ofl.

Pool Fly. „Þessi fluga hefur ekki fengist hjá okkur um hríð, Skúli Kristinsson leiðsögumaður við Rangárnar hnýtir hana mikið og notar þar. En hún er góð alls staðar. Hún er þung og á eirlegg. Hún er sérstaklega skæð í lituðu vatni og gæti því komið sterk inn þegar haustar.“

Copper John og Latex systurnar: „Þetta eru með albestu vatnaflugum sem völ er á. Copper John er bara góður alls staðar, kannski sérstaklega í Hlíðarvatni og Latex systurnar eftir Birgi Arnarson eru ótrúlega magnaðar. Ég held að hann hafi vígt þær í stórbleikjunni í Köldukvísl forðum og síðan hafa þær ítrekað sannað gildi sitt bæði þar og miklu víðar.“

Dýrbítur – appelsínugulur/Rubber legs: „Dyrbíturinn er nú kominn appelsínugulur og hann er sérstaklega magnaður þegar hann er hnýttur með gúmmílöppum. Þetta er afar góð sjóbirtingsfluga og víst er að æ fleiri þekktar straumflugur verða hnýttar með gúmmílöppunum í framtíðinni. Í Argentínu nota menn víða nánast eingöngu strímera með gúmmílöppum, þær gæða flugurnar svo miklu lífi.“

Bleik og blá/Heimasæta: „Sjóbleikjutíminn er kominn á fullt og þessar flugur í straumflugubúningi eru vel þekktar og með allra bestu flugum sem menn kasta á sjóbleikju. Púpuútgáfurnar sem við erum með hérna eru komnar með mikla reynslu líka og eru ekki síður magnaðar.“

Tvívængjur: „Þessar flugur höfum við Óli verið að hanna í samvinnu síðustu misseri. Þessar fjórar eru með höfuðliti Black og Green Brahan, Skógá.is og Collie Dog. Það er komin nokkur reynsla á þær og þær veiða virkilega vel.“

107


græjur ofl.

Um skotlínur, kosti þeirra og galla Skotlínum má í raun skipta gróflega í tvo flokka. Annars vegar línur sem eru samsettar úr skothaus og rennilínu með lykkjum og hins vegar línur þar sem skothausinn er áfastur rennilínunni. Þær fyrrnefndu hafa óneitanlega þann kost að hægt er að skipta um haus á fljótlegan hátt, smella undir sökkhaus þegar svo ber undir og spara með því aukaspólur á fluguhjólin. Samsettu línurnar eru einkum vinsælar á tvíhendur en í seinni tíð eru heilu skotlínurnar orðnar vinsælli á einhendur. Vinsældir skotlína hafa aukist mikið meðal íslenskra fluguveiðimanna síðustu árin. En skyldu skotlínur vera nýjung? Svarið við því er nei. Áratugir eru síðan veiðimenn fóru að skera niður skothausa og hnýta við nælongirni í þeim tilgangi að geta kastað lengra en með hefðbundnum flugulínum. Undirritaður minnist eldri veiðimanna sem stunduðu Sogið í „gamla daga“ og beittu heimatilbúnum skotlínum óspart til að ná vel út þar sem þeir stóru lágu. Gallinn við heimatilbúnu skotlínurnar var helstur sá að nælongirnið sem notað var sem rennilína („running line“) var óþjált, átti til að flækjast og þegar það gerðist var úr vöndu að ráða. Þá er rétt að geta þess að í þá daga voru „línuvísindi“ ekki orðin eins þróuð og í dag. Menn prófuðu sig áfram með línuþyngdir, höfðu hausinn langan í fyrstu en klipptu hann niður, fet fyrir fet þar til passleg þyngd var fundin.

Það má segja að skotlínur hafi fyrst náð almennum vinsældum þegar línuframleiðendur fóru að framleiða rennilínur með mjúkum kjarna og plastkápu. Rennilínurnar eru fáanlegar í nokkrum sverleikum; þær grennstu fyrir léttari línur en sverari rennilínur henta þyngri tvíhendulínum. En hvað gerir skotlínur svona vinsælar? Svarið við því er einfalt. Það er auðveldara að kasta með skotlínum, sér í lagi þegar kasta þarf langt. Skotlínur henta því vel byrjendum og þeim sem ekki teljast góðir kastarar. Hvað gerir skotlínur svo frábrugðnar hefðbundnari línum? Belgur / haus skotlínunnar er styttri og þyngri en belgur / haus hefðbundinna lína. Þyngdin liggur á tiltölulega stuttum kafla línunnar. Þetta gerir það að verkum að auðveldara er að kasta skotlínum ekki síst fyrir byrjendur og óvana kastara. En eru þá einhverjir gallar við skotlínur? Svarið við því er já. Vegna eðlis skotlínunnar, þ.e. hve stuttur og sver belgurinn / hausinn er trufla þær meira og eru því síður heppilegur valkostur þegar veitt er við viðkvæmari aðstæður, t.d. í litlu vatni.

Um langt árabil hefur verið boðið upp á þá þjónustu í Veiðihorninu að vigta skothausa og skera niður í passlegar þyngdir fyrir viðskiptavini. Þetta var þó mikilvægara fyrir nokkrum árum þegar úrval og framboð af skothausum var af skornari skammti. Línuframleiðendur á borð við RIO bjóða nú svo gott úrval af heilum og samsettum skotlínum að þess gerist vart þörf að standa í vigtun lína nema í undantekningartilfellum.

108 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • júlí 2011

Veiðihornið hefur á boðstólum nokkrar gerðir skotlína. Vinsælustu skotlínurnar fyrir einhendur eru án efa Outbound frá Rio og HMT frá Scierra. Báðar eru þessar línur heilar, þ.e. með áfastri rennilínu („running line“). Línurnar eru þó gjörólíkar þar sem Rio Outbound hefur stuttan, sveran og þungan belg / haus líkt og ýmsar af skandinavískum skotlínum sem hafa verið hér á markaði um lengri og skemmri tíma enda framleiðir Rio þær margar hverjar. Rio framleiðir einnig HMT línuna fyrir Scierra en HMT línan er hönnuð af Íslandsvininum Henrik Mortensen. Hausinn eða belgurinn á Scierra HMT línunni er nokkuð frábrugðinn Outbound að því leitinu til að hann er talsvert lengri og grennri og leggst því betur á vatn. Scierra HMT er því heppilegri til veiða í glæru og litlu vatni, við viðkvæmar aðstæður.

Veiðimönnum skal bent á að vanda val sitt á flugulínum því vel samsettur búnaður stangar, hjóls og línu skipti sköpum til þess að ná góðum árangri. Svo viss erum við um ágæti Scierra HMT og Rio Outbound flugulína að við bjóðum viðskiptavinum okkar að skila þessum línum gegn endurgreiðslu uppfylli þær ekki væntingar þeirra. Úr fróðleikshorni Veiðihornsins Ólafur Vigfússon


Lystaukandi veislur Fermingar Árshátíðir Brúðkaup Fundir Afmæli Móttökur

veis luþ j ó n u st a Búðakór 1

203 Kópavogi

Sími 820 7085

lystauki@lystauki.is


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: ritstjorn@votnogveidi.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.