40 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 13. október 2016 • 40. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Fengu poka með lyklum

Kísilverin hulin að hluta með gróðri

●●Keflavíkurflugvöllur mikið aðdráttarafl, ● segir Kjartan Eiríksson

Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum og gróðurbeltum við verksmiðjur í Helguvík. Kísilver United Silicon reis þar á árinu og er hæsti punktur byggingarinnar 38 metrar. Byggingarnar eru sjáanlegar víða að á Suðurnesjum og hefur vakið athygli hve áberandi þær eru. Nú er unnið að gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjanesbæ og ekki ljóst hve mikið af áætlunum um gróður á iðnaðarsvæðinu komast í framkvæmd á næsta ári. Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum og gróðurbeltum til lengri tíma en það mun þó ekki koma í veg fyrir að verksmiðjurnar sjáist.

Hvað verður gert við tíu milljarða hagnað frá Ásbrú? ■■„Nú er ríkið að fá tíu milljarða hagnað af starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ætlar það að taka þá til sín í stóru hýtina eða skila arðinum þar sem hann varð til, hér á Suðurnesjum? Þetta er spurning sem stjórnmálamenn þurfa að svara núna fyrir kosningar,“ segir Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður háskólasamfélagsins Keilis á Ásbrú. Árni segir að Reykjanesbær hafi við brotthvarf Varnarliðsins og síðan uppbyggingu nýs samfélags á Ásbrú, lagt fram miklar fórnir og fjárfestingar, framlag sem hafi kostað bæjarfélagið mikla peninga. „Við erum stolt hvernig til hefur tekist í þessari uppbyggingu en nú er kominn tími fyrir ríkið að skila til baka. Uppbygging á Ásbrú með margs konar atvinnuþróun, frumkvöðlastarfsemi, nýjum fyrirtækjum á sviði gagnavera, flugtækni og líftækni, hefur gengið vel. Framtíðarmöguleikarnir á Ásbrú eru einnig mjög miklir og það þarf að vinna frekari þróunarvinnu fyrir svæðið, efla löggsælu, heilsugæslu og fleiri innviði. Nú eru til fjármunir sem við höfum og á að nýta til frekari uppbyggingar hér. Það mun líka skila sér í margs konar ávinningi fyrir ríkið til framtíðar litið.“

Keflavíkurflugvöllur stærsti vinnustaður landsins 2018 ●●Gríðarleg fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli á næstu árum Um 6400 manns störfuðu í sumar hjá fyrirtækjum og stofnunum á eða við Keflavíkurflugvöll. Að jafnaði voru 3.200 starfsmenn í vinnu á degi hverjum. Á þessu ári urðu til 1.300 ný störf og gert er ráð fyrir um 1.100 nýjum störfum á næsta ári, 2017. Árið 2018 verður Keflavíkurflugvöllur orðinn stærsti vinnustaður á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu frá Isavia sem kynnt var í gær, þar sem lagt er mat á það hvaða þýðingu uppbygging Keflavíkurflugvallar hefur til framtíðar. Miðað við farþegaspá Isavia er síðan gert ráð fyrir að störfum fjölgi að meðaltali um 400-500 á ári til ársins 2040, og að það ár muni rúmlega 16.000 manns starfa á flugvellinum. Um 400-500 störf fylgja meðal stóru álveri en óklárað álver hefur staðið í Helguvík undanfarin ár. Það átti að hafa mjög jákvæð áhrif á erfitt atvinnuástand eftir bankahrun. „Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið og mikilvægt er að vandað verði til verka við þau stækkunaráform á flugvellinum sem nauðsynleg eru til þess að hann geti staðið undir vaxandi farþegafjölda á komandi árum,“ segir Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia. „Með gerð þessarar skýrslu vill Isavia kveikja umræðu um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og sýna ábyrgð í að draga fram bæði þá kosti og áskoranir áskoranir sem henni fylgja.“ Í ár stefnir í að heildarfjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll hafi vaxið um

Skipa starfshóp um sameiningu við Garð

37% á milli ára og á háönninni flugu 25 flugfélög til Keflavíkur, miðað við 11 árið 2010. Á allra næstu árum er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti, en þó ekki jafn miklum hlutfallslega og undanfarin ár. Eftir árið 2025 er

FÍTON / SÍA

Árni Sigfússon, Kjartan Þór Eiríksson og Magnús Gunnarsson fyrir um áratug síðan þegar umbreyting herstöðvar í vísindasamfélag var kynnt fjölmiðlafólki.

Þær byggingar sem þegar hafa risið í Helguvík eru aðeins upphafið að uppbyggingu stóriðju þar. Um þessar mundir er fyrsti áfangi kísilvers United Silicon tilbúinn og gangi áætlanir eftir verður þremur ofnum bætt við á næsta áratug. Þá verður verksmiðjan sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þá er ekki allt upptalið því áætlað er að árið 2018 muni annað kísilver, í eigu Thorsil, rísa í Helguvík. Hæsti punktur þeirrar verksmiðju verður um 45 metrar og skorsteinarnir allt að 50 metrar. Til samanburðar má geta að turn Hallgrímskirkju er 74,5 metrar á hæð.

„Ég hef oft sagt bæði í gríni og alvöru að við fengum bara afhendan poka af lyklum og sagt: „gerið eitthvað við þetta. Nú tíu árum síðar erum við að ljúka við að selja allar byggingar á Ásbrú. Það stefnir í a ð f y r i r árs l ok verðum við búin að selja allar þær byggingar sem við vorum að höndla með,“ segir Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar nú þegar tíu ár eru síðan félagið var stofnað í kjölfar brotthvarfs Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kjartan segir að mörg venjuleg fyrirtæki vilji nýta sér nálægðina við flugvöllinn. „Svo við sjáum mikil tækifæri í því landsvæði sem við erum að höndla með. Við höfum til umsýslu um 50 ferkílómetra af landi. Til að setja það í samhengi þá er það svæði sem fólk þekkir sem „vallarsvæðið“ um einn ferkílómetri. Þetta er gríðarlega mikið og verðmætt land. Það er mikilvægt að samstaða verði um hvernig hægt sé að þróa og stuðla að enn frekari hagvexti hér á svæðinu. Annað sem vert er að benda á varðandi mörg þessara svæða erlendis sem við bárum okkar verkefni saman við er að þar hafa þjóðir skilgreint þessi nærsvæði flugvalla sem vél fyrir hagvöxt. Þeir hafa nýtt flugvöllinn og nærsvæði hans til að knýja hagvöxt í landinu. Ég held að margir átti sig ekki á því hversu mikil tækifæri felast í vel tengdum flugvelli eins og okkar og taka því jafnvel sem sjálfgefnu.“ Kjartan er í ítarlegu viðtali hjá VF og rifjar upp hvernig gengið hefur að búa til nýtt samfélag á Ásbrú. Sjá bls. 12.

einföld reiknivél á ebox.is

spáð um 3% vexti í farþegafjölda á ári hverju, og eru þar taldir bæði þeir sem koma inn í landið og þeir sem millilenda hér á landi á leið sinni til annarra landa. Frá árinu 2011 til 2015 hafa gjaldeyristekjur tvöfaldast.

■■Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag að skipa starfshóp til að vinna að könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar við sveitarfélagið Garð. Tillaga um málið kom frá bæjarráði Sandgerðisbæjar. Ætlunin er að könnunin verði grundvöllur að samráði við íbúa Sandgerðis um málið. Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, hefur verið falið að gera tillögu að starfsreglum fyrir hópinn í samstarfi við bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Best nýttu hótelherbergin á Suðurnesjum Nýting hótelerbergja var best á Suðurnesjum í ágúst eða um 96,3%. Einnig var yfir 90% nýting á höfuðborgarsvæðinu (93,6%) og á Austurlandi (93,3%). Gistinætur á hótelum í ágúst voru 433.000 sem er 24% aukning miðað við ágúst 2015. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Hagstofunni fyrir gistinætur hótela sem eru opin allt árið. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%. Flestar gistinætur á hótelum í ágúst voru á höfuðborgarsvæðinu eða 232.800 sem er 22% aukning miðað

við ágúst 2015. Um 54% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 68.500. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru: Bandaríkjamenn með 96.000, Þjóðverjar með 79.600 og Bretar með 40.300 gistinætur. Á tólf mánaða tímabili frá september 2015 til ágúst 2016 voru gistinætur á hótelum 3.389.000 sem er 29% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Búddahof opnað á Suðurnesjum ■■Búddahof var á dögunum opnað við Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Hofið er á vegum Wat Buddha Ísland. Í hofinu er boðið upp á kennslu í hugleiðslu daglega frá klukkan 18 til 19 og eru allir hjartanlega velkomnir. Hofið var formlega opnað á dögunum með hátíðlegri athöfn. Fjöldi fólks mætti og gerði sér glaðan dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Vilja setja 100 milljónir í aukna landamæravörslu ■■Gert er ráð fyrir hundrað milljóna framlagi til Lögreglunnar á Suðurnesjum í breytingartillögum við fjáraukalög vegna aukinnar landamæravörslu. Frá þessu var greint á vef RÚV. Auka á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Áætlað er að þeim fjölgi um 30 prósent á árinu, miðað við í fyrra.

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER 2016

Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon, með logandi kyndla sem voru notaðir til að kveikja upp í bræðsluofni kísilversins. VF-mynd: hilmarbragi

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, frá föstudeginum 14. október fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.

Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs fer fram á skrifstofu sýslumannsins, að Víkurbraut 25, neðri hæð. Aðeins er opið virka daga frá kl. 8:30-13:00. Dagana 24.- 28. október frá kl. 8:30 til 18:00. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar

Kveikt upp í kísilveri með kyndlum Byrjað er að kynda upp í bræðsluofni kísilvers United Silicon í Helguvík. Eldur var kveiktur í ofninum rétt fyrir hádegi á þriðjudag en eldurinn þarf að loga í 60 klukkustundir áður en bræðsla á kísli hefst í kísilverinu. Það þýðir að ofninn verður tilbúinn seint í kvöld. Eldurinn sem kveiktur var á þriðjudagsmorgun er til að herða kísilofninn en í eldinum verður brennt timbur sem safnast hefur upp á framkvæmdatímanum í Helguvík. Notaðir voru kyndlar og grillvökvi til að kveikja upp í ofninum en þegar framleiðsla fer í gang á næstu dögum þá verður elds-

neytið annað og m.a. hleypt rafmagni á ofninn. Í þessari viku hefur verið unnið að prófun á búnaði kísilversins en framleiðsla hefst á næstu dögum. Bygging kísilversins hefur tafist á lokametrunum, eins og kunnugt er af fréttum. Í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta, sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30, fer Magnús Garðarsson framkvæmdastjóri United Silicon yfir vinnuna síðustu mánuði og hver næstu skref eru. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að tafir á byggingu kísilversins eru 60 sólarhringar.


Stórglæsileg HJÁ BERNHARD REYKJANESBÆ • LAUGARDAG MILLI KL. 10:00 OG 15:00 Auk þess að sýna nýjan HR-V sem farið hefur sigurför um allan heim, verðum við með alla línuna frá Honda á staðnum. Það verður því líf og fjör hjá okkur í Bernhard Reykjanesbæ á stórglæsilegri sölusýningu laugardaginn 15. október milli kl. 11:00 og 16:00. Komdu og prófaðu það nýjasta frá Honda. Léttar veitingar á boðstólnum.

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


markhönnun ehf

Helgin byrjar hjá okkur Fallegir bitar

-

-34%

-13%

NAUTA RIB-EYE Í HEILU - LÍTIL STK, FROSIN ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

KENGÚRU FILLET FROSIÐ ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

Kengúru fillet á tilboði!

1.979

3.478

-23%

Cordon bleu NAUTAHAKK - 500 G ÁÐUR: 898 KR/PK KR PK

-35%

Fljótlegt og þægilegt

691

CORDON BLEU - 350 G ÁÐUR: 898 KR/PK KR PK

584 NÝTT Í

NÝTT Í

DALOON MINI KÍNARÚLLUR M. NAUTAKJÖTI - 400 G ÁÐUR: 599 KR/PK KR PK

GRÍSAKÓTILETTUR Í RASPI ÁÐUR: 1.798 KR/KG KR KG

499

1.349

-28%

-30%

-20% BAD DOG - 250 ML ORKUDRYKKUR ÁÐUR: 179 KR/STK KR STK

129

Leyfðu þér smá...

FINDUS WORLD SELECTION 4 TEGUNDIR - 380 G ÁÐUR: 599 KR/PK KR PK

239

-20% KEA KINDAKÆFA GAMALDAGS - 200 G ÁÐUR: 359 KR/PK KR PK

SMARTIES POKI - 125 G ÁÐUR: 299 KR/PK KR PK

497

251

Þessi gamla góða

MATUR & MÖRK SÓSUR 3 TEGUNDIR - 300 ML ÁÐUR: 298 KR/PK KR PK

238

-20%

-20% COOP RANCHERS CUT 4 TEGUNDIR - 175 G ÁÐUR: 399 KR/PK KR PK

359

PRINGLES - 40 G ORIGINAL, SOURCREAM & BBQ ÁÐUR: 99 KR/PK KR PK

79

KIT KAT CHUNKY - 4 PK 4 X 40 G ÁÐUR: 349 KR/PK KR PK

279

Tilboðin gilda 13. – 16. október 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

C BBQ Á

-2


Íslenskt lambakjöt í miklu úrvali

-32% LAMBALÆRI - FROSIÐ ÁÐUR: 1.394 KR/KG KR KG

1.296

LAMBALUND ÁÐUR: 5.824 KR/KG KR KG

3.960

-20%

SIN

-20%

478

1.278

Frískandi goji safi

1.582

KJÚKLINGABORGARAR M. BRAUÐI - 2 STK ÁÐUR: 598 KR/PK KR PK

Indverskir kalkúnastrimlar

-40% INDVERSKIR KALKÚNASTRIMLAR ÁÐUR: 3.298 KR/KG KR KG

CAFESSO KAFFIPÚÐAR F. DOLCE GUSTO VÉLAR KR PK

1.979

789

CTION

K

KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR - 900 G, FROSNAR ÁÐUR: 1.798 KR/PK KR PK

PÍTUBUFF M. BRAUÐI 6 X 60 G ÁÐUR: 1.598 KR/PK KR PK

Ferskt vínber

-20%

-32%

COOP KARTÖFLUR RÖSTI - 600 G ÁÐUR: 498 KR/PK KR PK

399

325

-50%

-20% COOP KARTÖFLUR BBQ/KRULLU - 600 G ÁÐUR: 579 KR/PK KR PK

FLÓRIDANA GOJISAFI - 1 L ÁÐUR: 369 KR/STK KR STK

CADBURY LUXURY COOKIES - 150 G ÁÐUR: 199 KR/PK KR PK

399

159

-20%

Spennandi nýjungar í boostið!

GRÆN VÍNBER FRÁ BANDARÍKJUNUM ÁÐUR: 898 KR/KG KR KG

449

NÝTT Í

OKKAR SKÚFFUKAKA M. KÓKOS ÁÐUR: 749 KR/PK KR PK

599

ANGLAMARK SMOOTHIE - 90 G GRÆNN/RAUÐUR/HVÍTUR ÁÐUR: 179 KR/PK KR PK

149

GRANATEPLAKJARNAR - 250 G ÁÐUR: 398 KR/PK KR PK

RIFSBER - 300 G ÁÐUR: 259 KR/PK KR PK

358 233

CROPS KIRSUBER - 1 KG ÁÐUR: 959 KR/PK KR PK

863

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

RISASTÓRI KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Nýjustu fréttir frá ört vaxandi Keflavíkurflugvelli sem sagt var frá á fundi Isavia í vikunni eru vægast sagt magnaðar. Þúsundir nýrra starfa verða til á næstu árum og árið 2018, eftir tvö ár, verður Keflavíkurflugvöllur orðinn stærsti vinnustaður á Íslandi. Við erum að tala um yfir 400 ný störf á ári, næsta aldarfjórðunginn. Suðurnesjamenn fögnuðu áætlunum um byggingu álvers í lok góðæris og á miklum erfiðleikatímum fljótlega eftir bankahrun horfðu menn til þess að álver gæti bjargað Suðurnesjunum. Um og yfir 400 störf verða til í meðalstóru álveri. Við erum að tala um að næstu 25 árin verði fjöldi nýrra starfa á ári álíka og ef það væri byggt eitt álver á ári. Árið 2040 er gert ráð fyrir að um 16 þúsund manns starfi á flugvellinum eða hjá fyrirtækjum sem tengjast fluginu við völlinn. Svipaður fjöldi og allir bæjarbúar Reykjanesbæjar í dag. En hvernig á að manna öll þessi störf á næstu árum? Þetta er eiginlega of gott til að vera satt en þó þetta sé spá þá er hún gerð af sérfræðingum og við gerð hennar er meðal annars notast við áætlanir flugfélaganna sem eru langt fram í tímann. Í sumar flugu 25 flugfélög til og frá Keflavík. Þessi aukning á undanförnum árum hefur gert það að verkum að gjaldeyristekjur Íslands hafa tvöfaldast frá árinu 2011 til 2015. Þó svo að talað sé um að hægt sé að gera framtíðaráætlanir út frá spám þá er aldrei hægt að útiloka einhverjar hamfarir sem geti haft áhrif, líkt og gerðist um árið í árás á tvíburaturnana í Bandaríkjunum. Það hafði veruleg áhrif á ferðagleði fólks um allan heim í einhvern tíma. Sá sem þetta ritar er nýkominn frá skosku borginni Aberdeen. Hún hefur lengi verið þekkt fyrir gríðarlega sterka stöðu í atvinnuþáttum tengdum olíurekstri. Verðfall olíunnar hefur að undanförnu haft mjög neikvæð áhrif á margt, til dæmis rekstur veitingastaða og hótela í borginni sem hafa þurft að fara í greiningarvinnu vegna þessara breyttu aðstæðna. Verð á hótelgistingu hefur til dæmis lækkað mikið í kjölfarið. Þá hafa veitingastaðir gert ráðstafanir, meðal annars lækkað verð, allt til að örva viðskiptin hjá heimamönnum og nýjum ferðamönnum. En aftur hingað heim. Í ljósi þess að ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin er það svolítið sérstakt að það þurfti banaslys og í kjölfarið þrýsting áhugahóps á Suðurnesjum, til að stjórnmálamenn setji það ofar á listann að klára tvöföldun Reykjanesbrautar til flugstöðvarinnar. Það gekk þó eftir í vikunni þegar ný samgönguáætlun var samþykkt. Talandi um stjórnmálamenn, þá eru þeir í eldlínunni þessa dagana, það er stutt í kosningar. Enginn sást þó á fundi Isavia sem haldinn var í Reykjavík í vikunni, þar sem þessi stórtíðindi um magnaða framtíð Keflavíkurflugvallar voru kynnt. Þeir fá það erfiða verkefni að svara því fyrir kosningar hvað þeir ætli síðan að gera við tíu milljarða hagnað af rekstri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, sem er að ljúka við sölu á öllum eignum ríkisins á Ásbrú. Eignum sem það fékk gefins frá Varnarliðinu. Fráfarandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir við VF að það hljóti að vera eðlilegt að þessir peningar fari til ráðstöfunar til áframhaldandi uppbyggingar á Suðurnesjum. Reykjanesbær hefur þurft að kosta ýmsu til á undanförnum árum í uppbyggingu samfélags á Ásbrú, til dæmis með skólum og annarri þjónustu. Hér verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst og það verður líka spennandi að sjá hvernig stjórnmálamenn munu taka á þessu máli. Munu þingmenn svæðisins og frambjóðendur fylgja því eftir?

BREYTTUR OPNUNARTÍMI SKEMMTISTAÐA Í REYKJANESBÆ!

Reykjanesbær og lögregla í samstarfi við veitingamenn kynna nýjan opnunartíma frá og með 1. desember 2016 . Veitingastöðum er óheimilt að hafa opið lengur en til kl. 04.00. Ekki verði hleypt inn á staðinn eftir kl. 03:30 og að allir gestir hafi yfirgefið veitingastaðinn kl. 04:00. Þá skal áfengissölu lokið kl. 03:30. Þau sem eru beðin um skilríki eru minnt á að sýna gild skilríki, sem eru eingöngu ökuskírteini eða vegabréf.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Eyþór Ingi sigraði í Smásagnasamkeppni Kennarasambandsins. Um hundrað sögur bárust í flokki 5. til 7. bekkjar. Á myndinni er hann í bókasafninu í Holtaskóla. VF-mynd/dagnyhulda

Smásaga Eyþórs Inga

í fyrsta sæti ●●Ungur rithöfundur í Holtaskóla samdi sögu um kennara sem flytur út á land Eyþór Ingi Brynjarsson, 11 ára nemandi í 6. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ, vann til verðlauna í sínum aldursflokki í smásagnasamkeppni Kennarasambandsins. Verðlaunin voru veitt á Alþjóðadegi kennara, 5. október síðastliðinn. Sagan sem Eyþór Ingi samdi heitir Nýi kennarinn í Litlahól. Þetta var í annað sinn sem Kennarasambandið í samstarfi við Heimili og skóla efna til keppni af þessu tagi í tilefni af Alþjóðadegi kennara. Eyþór Ingi segir það hafa komið sér á óvart að hafa unnið smásagnakeppnina. Þegar kennarinn kallaði hann afsíðis til að segja honum tíðindin hélt hann að kennarinn væri að fara að skamma hann. „Svo var ég mjög feginn að heyra að ég hefði unnið í keppninni. Fyrst mátti ég ekki segja neinum nema fjölskyldunni,“ segir

hann. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt að halda tíðindunum leyndum fyrir vinum sínum segir hann það ekki hafa verið neitt mál. Þemað í keppninni var „kennarinn minn“ og fjallar smásaga Eyþórs um kennara í Reykjavík sem flytur út á land í lítið bæjarfélag því hún vildi kenna fámennum bekk. „Þar kunnu krakkarnir ekki að lesa og voru pirraðir og reiðir. Hún kenndi þeim vísindi og lestur. Í tónlistartímum lét hún þau syngja upp orð og stafrófið og þannig lærðu þau að lesa.“ Kennarinn eignast tvíbura í sögunni og þá vandast málin því sá sem leysir hana af er ekki góður kennari. Þá ákveða krakkarnir að taka til sinna ráða. Eyþór Ingi hefur gaman af því að lesa og heldur mest upp á Syrpu, bækur um Andrés Önd og félaga. Hann æfir fótbolta og tekur þátt í Skapandi starfi

hjá kirkjunni þar sem mikið er um söng, dans og leiklist. Mjög góð þátttaka var í smásagnakeppninni en tæplega tvö hundruð smásögur bárust frá börnum og ungmennum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Keppt var í fimm flokkum; leikskólar, 1. til 4. bekkur grunnskóla, 5. til 7. bekkur grunnskóla, 8. til 10. bekkur grunnskóla og í flokki framhaldsskóla. Flestar sögur bárust í flokki 5. til 7. bekkja grunnskóla eða um eitt hundrað sögur. Verðlaunasögurnar verða birtar í Skólavörðunni. Dómnefnd skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK. Verðlaunahafarnir fengu Kindle-lestölvu auk blóma og viðurkenningarskjals.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


1.279 kr. 900 g

ES Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

498 kr. kg

1.279 kr. 700 g

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

GOTT VERÐ Í BÓNUS

Rose Kjúklingalæri Frosin, úrbeinuð, 700 g

1L 1.698 kr. kg Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

NÝTT Í BÓNUS

198 kr. pk.

Heima Basmati Hrísgrjón Í suðupokum, 5x100 g

259

98

PP Hvítlauksbrauð 10 sneiðar, frosið

Trönuberjasafi, 1 l Eplasafi, 1 l

kr. 1 l

kr. pk.

LED LJÓSAPERUR

98

kr. 65 g Olw Popcorn Sjávarsalt, 65 g

NÝTT Í BÓNUS

98

kr. 63 g Nissin Núðlusúpa 63 g

98

398 kr. stk.

498

Ceres Hvítöl Danskt, 330 ml

Attralux Ljósapera LED, E27, 5,5W=40W.

Attralux Ljósapera LED, E27, 8W=60W.

398 kr. stk.

398

Attralux Ljósapera LED, E27, 3,2W=25W.

Attralux Ljósapera LED, GU10, 4,7W=50W.

kr. 330 ml

98 kr. stk.

Mars, Snickers, Bounty eða Twix

kr. stk.

kr. stk.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 16. október eða meðan birgðir endast


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

SNJÖLL ÖPP HULDU:

Syngur með ókunnugum í appinu Sing Hulda Matthíasdóttir er 21 árs úr Garðinum en er Skúli Mogensen hjá Wow sagði á fundi Heklunnar í fyrra að Suðurnesin yrðu eftirsóttari landshlutinn á næstu árum.

Eru fleiri sætar stelpur á ballinu? Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun standa fyrir hádegisfundi þann 27. október þar sem fjallað verður um verðmætasköpun í atvinnulífinu og skoðuð þau tækifæri sem búa á Suðurnesjum. Á haustfundi Heklunnar á sama tíma í fyrra var Skúli Mogensen, forstjóri Wow með stór orð um Suðurnesin og framtíðarmöguleika svæðins, - og líkti því að „Suðurnesin væru sætasta stelpan á ballinu“. Það er óhætt að segja að það hafi verið orð að sönnu. Að sögn Bjarkar Guðjónsdóttur verkefnastjóra Heklunnar hefur mikill viðsnúningur orðið á atvinnulífinu á Suðurnesjum á stuttum tíma. „Nú glímum við við það lúxusvandamál að hér vantar fólk í vinnu og þar á ferðaþjónustan stóran þátt en líkja má Flugstöð Leifs Eiríkssonar við stóriðju okkar Suðurnesjamanna“.

Að sögn Bjarkar er ferðaþjónustan kærkomin en þó dugi ekki að setja öll eggin í sömu körfuna og því verði atvinnumálin skoðuð í sinni víðustu mynd og fengið sjónarhorn fjölbreyttra fyrirlesara sem fjalla munu um efnið. Þeir eru Grímur Sæmundsen formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF) og forstjóri Bláa Lónsins hf., Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og formaður stjórnar Vodafone og varaformaður stjórnar HS veitna og dr. Anna Karlsdóttir sérfræðingur hjá Nordregio. Ari Eldjárn uppistandari mun slá á létta strengi á fundinum en fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Heklunnar og SSS. Fundurinn verður haldinn í Bergi, Hljómahöll og er öllum opinn. Skráning er hafin á heklan.is.

búsett í Reykjavík þar sem hún stundar atvinnuflugnám við Flugskóla Íslands. Hulda eyðir nánast öllum sínum tíma í námið þessa dagana en reynir að finna tíma til að hitta vinina og hreyfa sig en auk þess finnst Huldu gaman að syngja og notar til þess appið Sing.

Uber

Þegar ég kynntist Uber komst ég að því að það er mjög auðveld leið til að komast leiðar sinnar! Þetta er mjög hentugt, þú velur hvar og hvenær bílstjórinn sækir þig og sérð þar hvað þú borgar fyrirfram. Maður getur fylgst með bílstjóranum á korti hvar hann er staddur á leiðinni til manns.

Waze

Waze er leiðsögu- og kortaapp sem tekur mið af umferð og hjálpar manni að komast sem fljótast á áfangastað. Þar sem ég er nýflutt til Reykjavíkur kemur þetta app sér mjög vel til að finna stystu leiðirnar á áfangastaði eða næstu búðir og bensínstöðvar.

Facetime

Airports

Þar er hægt ná sér í upplýsingar um flestalla flugvelli í heiminum. Þar færðu til dæmis upplýsingar um flugbrautir, hver lengd og breidd hennar er og úr hvernig efni hún er. Getur einnig skoðað veðurspá fyrir völlinn og núverandi veður og hvaða tegundir af aðflugi er hægt að nota.

Sing

Við vinkonurnar notum Facetime óspart þar sem við erum allar frekar uppteknar í skóla og vinnu. Þar sem við hittumst minna en í sumar þá er meiri „nánd“ í því en að spjalla á samfélagsmiðlunum. Gerum ótrúlegustu hluti saman þar. Mæli með þessu appi fyrir fólk eins og mig sem finnst gaman að syngja lög „karaoke“. Einfaldlega velur lagið þitt, tengir heyrnatól við símann og syngur ein eða með öðru fólki sem er líka með aðgang.

Afþreying Oscar Puerto:

BÆTT LÍÐAN BETRI STJÓRN

6 vikna námskeið út frá hugrænni atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 26. október og stendur yfir í 6 vikur, tvo tíma í senn kl. 13:30 - 15:30 í húsnæði Sálfræðistofu Suðurnesja Hafnargötu 51-55 efri hæð. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einstaklingsverkefnum undir handleiðslu sálfræðinga. Meðal annars verður farið yfir tengsl hugsana og tilfinninga, helstu kvíðaraskanir, áhrif virkni á líðan, þróun grunnviðhorfa og hvernig takast má á við óttann á kerfisbundin hátt. Verð á námskeiðið er 35.000 kr. Við vekjum athygli á því að sum stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Skráning og upplýsingar má fá með því að senda póst á salsud@salsud.is

Hulda Sævarsdóttir Sálfræðingur hulda@salsud.is sími: 898 6846

Sigurður Þ. Þorsteinsson Sálfræðingur sigurdur@salsud.is sími: 847 6015

Sálfræðistofa Suðurnesja Hafnargata 51-55

MATILDE BAND SYNGJA Á SPÆNSKU, FRÖNSKU OG ENSKU Oscar Puerto er þrítugur tölvunarfræðingur, fæddur og uppalinn í höfuðborg Hondúras, Tegucigalpa. Oscar hefur búið í Reykjanesbæ frá árinu 2012 og stundar nú mastersnám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Oscar les mikið af bókum um sjálfseflingu og gagnlega hugsun en honum finnst fólk nú til dags skorta sjálfstraust. Hvað sjónvarpsþætti varðar þá er hann að horfa í annað skipti á Narcos seríurnar. Bókin

Þessa dagana les ég mikið af bókum um sjálfseflingu og gagnlega hugsun. Ég hef nýlega lokið við að lesa bækurnar Grit: The Power of Passion and Perseverance eftir Angelu Duckworth og Quantum Memory Power eftir Dominic O’Brien. Þetta eru ekki gamanbækur en trúðu mér, þær efla sjálfstraust manns til muna, sem mér finnst fólk nú til dags skorta.

Þættirnir

Ég er að horfa á þættina Narcos í annað skipti. Það hafa verið framleiddir margir þættir um Pablo Escobar og fíkniefnastríðið í Kólumbíu en SuðurAmerísk sjónvarpsgerð er rosalega dramatísk. Þessi Netflix

VF.IS

þáttaröð er mun vandaðri og fagmannlegri framleiðsla þrátt fyrir að leikarinn sem leikur Escobar tali ekki góða spænsku því hann er Brasilíumaður. Önnur þáttaröð sem ég mæli með heitir Easy og er um sex vini í Chicago og líf þeirra í nútímasamfélagi.

Tónlistin

Nýlega uppgötvaði ég breska söngkonu sem heitir Lianne La Havas. Hún lítur út dálítið eins og Beyoncé en tónlist þeirra er gjörólík. Platan hennar, Blood, er mjög góð. Ég hlusta líka á nokkrar Latínamerískar hljómsveitir, þar á meðal mexíkönsku sveitina Matilde Band. Þeir syngja á þrem tungumálum, spænsku, frönsku og ensku og spila popp blandaða jazztónlist. Mæli með.

Í NÝJUM FÖTUM...FYLGSTU MEÐ Í... SPJALDTÖLVUNNI TÖLVUNNI

SNJALLSÍMANUM


Sjónvarp Víkurfrétta • fimmtudagskvöld kl. 21:30 • ÍNN og vf.is

! o e d i Ki suv

Skógarkettir

VARNARLIÐ OG KÍSILVER

Við höldum áfram umfjöllun okkar um brottför Varnarliðsins í þætti vikunnar frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Í þættinum tökum við einnig hús á norskum skógarköttum sem eru ræktaðir í Grindavík og þá fylgjumst við með tímamótum í iðnaðarsögu Suðurnesja en byrjað var að kynda ofn kísilvers United Silicon í Helguvík. Við ræðum m.a. við framkvæmdastjóra kísilversins sem nú er að hefja framleiðslu.

t g e l u Sög f a i f n e ! m u n Velli Allt efni Sjónvarps Víkurfrétta er í háskerpu á vf.is


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Isavia styrkir verkefni víða um land Starfsfólk óskast í Krónuna Fitjum – Fullt starf Óskum eftir starfsfólki í almenn störf. Vinnutími er frá 8-16:20 alla virka daga með möguleika á helgarvinnu. Starfslýsing

Hæfniskröfur

• Áfyllingar

• Sjálfstæð og skipulögð

• Afgreiðsla

• Frágangur • Framstillingar

• Ábyrgur einstaklingur vinnubrögð

Isavia veitti fjölda verkefna um land allt styrki í haustúthlutun styrktarsjóðs Isavia á dögunum. Meðal verkefna voru fræðsluefnið Viltu vera memm sem dreift var í alla leikskóla í Reykjanesbæ og Future Fiction, ráðstefna um tækifæri og möguleika á Miðnesheiði eftir að starfsemi herstöðvarinnar var lögð niður. Eftirfarandi verkefni hlutu styrki: - Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna - Parkinson samtökin á Íslandi - Aðalheiður Sigurðardóttir – Ég er Unik, fyrirlestrar um einhverfu - Afrika Lole – styrkur til þess að halda Fest Afrika - Harpa Lúthersdóttir og Leikskólar Rekjanesbæjar – fræðsluefni um einelti undir heitinu Viltu vera memm.

Efninu var dreift til allra leikskóla í Reykjanesbæ. - Skátafélagið Heiðabúar – styrkur til kaupa á búnaði - Future fiction – styrkur til ráðstefnuhalds Ásbrú. Markmið er að fjalla um möguleika og tækifæri eftir að starfssemi herstöðvarinnar á miðnesheiði var lögð niður. - Héraðssamband Vestfirðinga – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga - Héraðssamband Bolungarvíkur – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga - Íþróttabandalag Akureyrar – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga - Ungmenna- og íþróttasamband Egilsstaða – styrkur til íþróttastarfs barna og unglinga

• Góðir samskiptahæfileikar

• Ábyrgð á afgreiðslukassa

og þjónustulund

• Önnur störf sem yfirmaður

• Hreint sakavottorð

felur starfsmanni

Helgarvaktstjóri óskast í Krónuna Fitjum Vinnutími er önnur hver helgi frá 16-21. Möguleiki á aukavöktum ef áhugi er fyrir hendi. Starfslýsing

• Þjónusta við viðskiptavini • Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Vinna við undirbúning og framkvæmd vikutilboða • Vera staðgengill verslunar-

Hæfniskröfur

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook og Excel • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund • Hreint sakavottorð • Aldurstakmark er 18 ára

stjóra í fjarveru hans • Almenn verslunarstörf

Sótt er um störfin á www.kronan.is

Nánari upplýsingar gefur Bjarni Víðir verslunarstjóri í netfanginu bjarniv@kronan.is

Umsóknarfrestur er til 23. okt. 2016

Krónan er matvörukeðja í sókn sem telur átján lágvöruverðsverslanir. Markmið Krónunnar hefur ávallt verið að veita virka samkeppni í verði og vöruúrvali auk þess að leggja áherslu á ferskleika í kjöti, ávöxtum og grænmeti.

Fjölbreyttur hópur mætti á Lingua Café og tók þátt í spjalli og ýmsum uppákomum.

Lingua Café hefst á ný ●●Fólk hittist á kaffihúsi og æfir sig í tungumálum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Café Petite hófu síðasta vor samstarf um að halda Lingua Café eitt kvöld í viku og í þessari viku hófst starfið á ný. Á Lingua Café fær fólk tækifæri til að þjálfa kunnáttu sína í ýmsum tungumálum. Góð þátttaka var í vor og að sögn Sveindísar Valdimarsdóttur, verkefnastjóra íslenskunámskeiða hjá MSS, gengu Lingua Café kvöldin í vor ljómandi vel og mættu á milli átta og tuttugu og fimm manns. Íslenskan var vinsælasta tungumálið en einnig var töluð spænska, enska og pólska. „Það var afar blandaður hópur fólks sem mætti í kaffi og tók þátt í spjalli og ýmsum uppákomum og margir sem eru nýfluttir til landsins komu einmitt með það að markmiði að kynnast nýju fólki og held ég að það hafi skapast vin-

skapur með mörgum þátttakendum,“ segir hún. Haldið var orðabingó og fólk vann ýmis verkefni saman til að læra tungumál betur. Þau verkefni voru öll á íslensku og héldu Sveindís og aðrir kennarar utan um þau. Lingua Café er alþjóðlegt verkefni og eru sams konar kvöld haldin í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Allir eru hjartanlega velkomnir, jafnt íslenskt fólk sem erlent. Sveindís hvetur alla sem áhuga hafa á því að þjálfa sig í einhverju ákveðnu tungumáli að koma og láta á það reyna hvort ekki náist í spjallhóp á því máli því mikilvægt sé að hafa sem mesta fjölbreytni í hópnum. Fyrsta Lingua Café vetrarins var haldið í gær, miðvikudag, og verða þau haldin hvern miðvikudag og standa frá klukkan 20:00 til 21:30.

Krónan er í eigu Festi hf. sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja. Sjá nánar á: www.festi.is

Íslenska var vinsælasta tungumálið í fyrra en einnig var töluð spænska, enska og pólska.


fimmtudagur 13. október 2016

11

VÍKURFRÉTTIR

Þrýstingur Stopp-hópsins skilar árangri

Mun bjartara er í Reykjaneshöll og lýsingin jafnari í öllum salnum.

●●Framkvæmdir við Reykjanesbraut ● á Fitjum í samgönguáætlun „Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Stekk að Rósaselstorgi er nú komin á 2. fasa langtímaáætlunar og byrjar hönnun og undirbúningur í vetur. Einnig er komið í gang að til bráðabirgða verði sett tvö hringtorg fyrir ofan Aðalgötu og Þjóðbraut og hef ég heyrt því fleygt að því verði lokið fyrir næsta vor ásamt því að tengja Hafnaveg við hringtorgið við Stekk,“ sagði Guðbergur Reynisson úr Reykjanesbrautarhópnum Stopp hingað og ekki lengra, á Facebook síðu sinni í gær. Samgönguáætlun 2015-2018 með framkvæmdum á Reykjanesbraut var samþykkt á Alþingi í morgun. „Við í Stopp hópnum lögðum af stað í júlí með þessar tvær kröfur og höfum náð þessu í gegn. Athugið að ekkert af þessu var inni í neinum áætlunum áður en við lögðum af stað, við getum því klappað okkur á bakið fyrir það,“ segir Guðbergur.

Guðbergur segir að þetta ekki hefði verið hægt nema með ötulli aðstoð innanríkisráðherra, viðskiptaráðherra, Umhverfis- og samgöngunefndar, þingmanna, þeirra 16.500 aðila í Facebook hópnum Stopp hingað og ekki lengra sem hafa staðið bak við þingmenn Alþingis og síðast en ekki síst Vilhjálms Árnasonar alþingismanns sem hefur talað fyrir málstaðnum. „Ég er ótrúlega ánægður með alla sem hafa lagt okkur lið og vona að næsta skref, sem er fjármögnun samgönguáætlunar, verði létt og löðurmannlegt verk enda snýr þessi samgönguáætlun að öllu landinu en ekki bara að Reykjanesbraut. Þannig að þrýstingi léttir ekki fyrr en verkinu er lokið. Við erum ekki búin en komin langt áleiðis,“ segir Guðbergur að lokum.

Spara 68% orku með nýrri lýsingu í Reykjaneshöll ■■Reykjaneshöll mun spara um 68% af þeirri raforku sem höllin keypti áður og notaði í raflýsingu í húsinu. Nú hefur eldri lýsingu verið skipt út og í stað hennar sett upp LED-lýsing í Reykjaneshöllina. Nýja lýsingin notar notar aðeins um þriðjung af því rafmagni sem áður þurfti og því mun stofnkostnaður vegna nýju ljósanna borga sig á fjórum árum. Það var Meinert Jóhannes Nilssen, 94 ára göngugarpur, sem kveikti formlega á nýju ljósunum í Reykjaneshöll sl. föstudagsmorgun eftir að gönguhópur eldri borgara hafði tekið morgunhringina sína í Reykjaneshöllinni. Þeir sem þekkja til í Reykjaneshöllinni sjá að nýja lýsingin er mun betri en sú sem hefur verið skipt út og hefur verið frá því Reykjaneshöll opnaði árið 2000. Mun bjartara er í húsinu og lýsingin jafnari en áður. Fleiri mannvirki Reykjanesbæjar verða LED-lýst á næstunni.

Meinert Jóhannes Nilssen kveikti á nýju lýsingunni í morgun. VF-myndir: hilmarbragi

AUGLÝSING VEGNA KJÖRS TIL ALÞINGIS 29. OKTÓBER 2016 Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ. Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kjörs til Alþingis sem fram fer þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420-4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Nærsvæði flugvalla eru vélar fyrir hagvöxt Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, fékk afhentan poka með lyklum fyrir tíu árum. Ungur Keflvíkingur tók við stöðu framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, fyrir 10 árum síðan. Verkefnið sem hann var að fara að stýra var mjög sérstakt, þ.e. að gera gamla herstöð og landsvæði hennar að einhverju til hagsbóta fyrir samfélagið. Nýta þúsundir fermetra bygginga sem áður hýstu margvíslega starfsemi Varnarliðsins í hálfa öld og koma þeim í verð. Byggja í raun upp nýtt samfélag. Það hefur svo sannarlega tekist og nú er stutt í það að bankareikningur félagsins sýni 10 milljaðra í plús. Ótrúlegt en satt. Kjartan jánkar því þegar við spyrjum hann að því hvort þetta hafi ekki verið sérstakt verkefni sem hann fékk í fangið fyrir áratug síðan. Við spyrjum hann líka síðar í viðtalinu hvernig eigi að ráðstafa tug milljarða. „Þetta var mjög sérstakt verkefni. Og reyndar er það algjörlega einstakt í íslenskri sögu að svona stórt þróunarverkefni hafi verið unnið, en það er líka mjög sérstakt á heimsmælikvarða. Það er merkileg staðreynd að hér bjuggu um 2800 manns þegar tilkynnt er að loka eigi stöðinni. Samfélagið fer niður í engan íbúa og svo aftur upp í tvö þúsund á innan við 6 mánuðum. Svo þetta er mjög merkilegt fyrir margra hluta sakir.“ Hvaða formúlu fenguð þið með í farteskinu? Þetta var svo sem ekki mikið skilgreint þegar við tókum við þessu, auðvitað voru margir með ýmsar hugmyndir um hvernig væri hægt að nýta eignirnar sem hér voru og byggja svæðið upp að nýju. En ég hef oft sagt bæði í gríni og alvöru að við fengum bara afhendan poka af lyklum og sagt: „gerið eitthvað við þetta.“ Svo við höfðum ansi frjálsar hendur með hvaða leiðir yrðu farnar. En þar sem bæði hafði verið unnin ákveðin greiningarvinna á t.a.m. lokun herstöðva áður en við

komum að borðinu og niðurstaðan úr þeirri vinnu var nokkurn veginn sú að þeim mun stærra hlutfall af einkaaðilum sem þú næðir í fjárfestingar inn á svæðið, fyrirtæki og slíkt, þeim mun betur tækist til í þróuninni. Og það er grundvallar lærdómurinn sem við tökum frá því. Því til viðbótar förum við í okkar greiningar á því hverjir möguleikarnir væru með þetta svæði út frá sambærilegum svæðum annars staðar. Þar vorum við ekki mikið að velta fyrir okkur lokun herstöðva heldur miklu frekar því hver lykillinn væri hjá öðrum svæðum, með sambærileg tækifæri til vaxtar, þar sem tekist hafði hvað best til. Þar er flugvöllurinn ákveðinn lykilpunktur. Þannig að við höfum verið að stilla upp okkar módeli í samræmi við tillögur sem erlendir ráðgjafar unnu fyrir okkur á sínum tíma og er sambærilegt við það sem unnið hefur verið við Schiphol flugvöll í Amsterdam. Þar er þróunarfélag í líkingu við þetta sem grípur þau tækifæri sem flugvellinum fylgja og byggja upp út frá því. Hver eru stærstu atriðin sem þú gætir nefnt? Það er fjölmargt sem hefur verið gert og þetta snerist ekki aðeins um atvinnuþróun heldur líka um að styðja við samfélag sem var ansi laskað á þessum tíma. Margir höfðu misst atvinnu sína, mörg fyrirtæki hér á svæðinu horfðu fram á minnkandi viðskipti. Margt af því sem við þurftum inn í þróunina okkar þurftum við að fara í að greina og byggja upp. Ef við horfum á hvað er ólíkt við að gera verkefni hér miðað við ef það hefði verið jafn stórt verkefni nær höfuðborgarsvæðinu, þar er ýmislegt í þeirri grunnþjónustu sem þú þarft að nýta, til að mynda rannsóknarstofnanir, skólar og fleira sem er til staðar. Líklegasta leiðin ef þú hefðir verið innan borgarmarkanna hefði verið að nýta

En hvað á að gera við tíu milljarða hagnað af Ásbrú? þá þekkingu sem Háskóli Íslands hafði og tengja sig vel við það. Hérna þurfti að fara meira handvirkt í að búa þessa hluti til. Þar af leiðandi var fyrsta verkefni okkar að leita eftir samstarfi við Háskóla Íslands. Það er ákveðinn grundvöllur í þessarri þróun hér og eitt af því sem við lærðum af þessum verkefnum erlendis. Það er ákveðin undirstaða undir efnahagsþróun að hafa svona akademískar tengingar. Stofnun Keilis er eitt fyrsta þróunarverkefnið okkar og ýmsir aðrir þættir sem við höfum byggt upp. Reykjanesbær kemur fljótlega hér inn með alla þá þjónustu sem nauðsynleg er, bæði leikskóla og grunnskóla. Allir þessir undirstöðuþættir sem nauðsynlegir eru til að búa til samfélag, eru klárlega stærstu atriðin sem skipta máli í þróuninni. Svo myndi ég segja að þessir meginpóstar sem við höfum valið varðandi atvinnuþróun hafa gengið mjög vel. Við sjáum til dæmis að gagnaversiðnaðurinn blómstrar hér á svæðinu. Hann er hvergi stærri á landinu. Þetta er ekki vegna þess að þetta hafi allt dottið af himnum

ofan. Þetta er aðferðarfræði sem við skilgreindum og fellur innan ramma þeirra fyrirtækja sem við vorum að leitast eftir og höfum eytt púðri í að nálgast og markaðssetja svæðið gagnvart. Svo erum við að horfa á líftækniiðnað eins og fyrirtækið Algalíf sem hefur komið sér fyrir hér fyrir sem fellur líka innan þess ramma sem var skilgreindur á sínum tíma. Svo ég myndi segja að fjölmargt í þeirri aðferðafræði sem við lögðum upp með í byrjun hafi gengið eftir. Það er klárt að lagður hefur verið góður grunnur að framtíðaruppbyggingu á svæðinu með þessum póstum.

Ég held að margir átti sig ekki á því hversu mikil tækifæri felast í vel tengdum flugvelli eins og okkar og taka því jafnvel sem sjálfgefnu

Þið hafið fengið marga stóra aðila ásamt smærri aðilum. Við sjáum að þetta eru ekki einhverjar bólur, þetta eru fyrirtæki sem virðast hafa góða framtíðar möguleika. Já og ég held að það séu margir sem átta sig ekki á því hve stórt þetta er í umfangi og hefur skipt samfélagið hér miklu máli á undanförnum árum. Sem dæmi er stærsta gagnaversverkefnið hér tugmilljarða króna fjárfesting sem stendur þarna eftir erfið ár á svæðinu. Þarna var fyrirtæki að byggja sig upp á erfiðum tímum og kaupa þjónustu af fyrirtækjum á svæðinu og skapa atvinnu. Það hefur skipt miklu máli í að halda samfélaginu hér á floti betur en annars hefði verið.

Margt stórt á Vellinum Sundlaugin á gamla varnarsvæðinu er stór og mikil og eitt stórra mannvirkja sem hafa ekki verið tekin í notkun. Íþróttahús Bandaríkjamanna á Vellinum komst hins vegar fljótlega í fulla notkun en Sporthúsið hefur verið með öfluga starfsemi þar í nokkur ár.

Þetta hefur gerst hægt og hljótt og mesta atvinnuleysi sögunnar á Suðurnesjum hefur orðið að engu. Hér hafa orðið til mörg hundruð framtíðarstörf og ferðaþjónustan kemur einnig gríðarlega sterk þar inn. Já, það er alveg klárt að ferðaþjónustan er líka mjög stór partur af þeim tækifærum sem eru hér. Hún hefur vaxið miklu hraðar en okkar væntingar og flestra stóðu til. En þetta er samt einn þeirra pósta sem við kortlögðum í byrjun. Það er mjög rökrétt að þau fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu og flugiðnaðinum komi sér fyrir á nærsvæðum flugvallarins. Og það er það sem hefur gerst. Mörg þessara fyrirtækja hafa nú komið sér enn betur fyrir hér á svæðinu en áður hefur verið.

Hverjar eru nýjustu fréttirnar hjá ykkur? Er verið að selja síðustu eignirnar? Já, það hefur gengið mjög vel að selja byggingar. Markaðurinn hefur tekið gríðarlega mikið við sér undanfarið ár. Það má segja að fyrsta árið hafi okkur gengið mjög vel að selja, svo skall kreppan á og fasteignamarkaðurinn hefur síðan þá verið að miklu leyti frosinn. Þó hann hafi verið farinn ágætlega af stað á höfuðborgarsvæðinu þá er ekki lengra en um það bil ár frá því hann fór af stað af einhverju viti á þessu svæði. Við höfum fundið fyrir því og það stefnir í að fyrir árslok verðum við búin að selja allar þær byggingar sem við vorum að höndla með. Er þá einhver framtíð hjá þróunarfélaginu? Það er klárlega framtíð. Öll okkar hugmyndafræði og þetta módel sem við höfum verið að reka hefur gengið út á að nýta og horfa á möguleika svæðisins til þróunar. Fyrst og fremst höfum við verið að horfa á landþróun en það hefur verið ákveðinn bónus að hafa byggingar til að bjóða þeim aðilum sem við erum að draga inn á svæðið. Þetta eru mikið af venjulegum fyrirtækjum sem vilja nýta sér nálægðina við flugvöllinn. Svo við sjáum mikil tækifæri í því landsvæði sem við erum að höndla með. Við höfum til umsýslu um 50 ferkílómetra af landi. Til að setja það í samhengi þá er það svæði sem fólk þekkir sem „vallarsvæðið“ um einn ferkílómetri. Þetta er gríðarlega mikið og verðmætt land. Það er mikilvægt að samstaða verði um hvernig hægt sé að þróa og stuðla að enn frekari hagvexti hér á svæðinu. Annað sem vert er að benda á varðandi mörg þessara svæða erlendis sem við bárum okkar verkefni saman við er að þar hafa þjóðir skilgreint þessi nærsvæði flugvalla sem vél fyrir hagvöxt. Þeir hafa nýtt flugvöllinn og nærsvæði hans til að knýja hagvöxt í landinu. Ég held að margir átti sig ekki á því hversu mikil tækifæri felast í vel tengdum flugvelli eins og okkar og taka því jafnvel sem sjálfgefnu. En það


fimmtudagur 13. október 2016

VÍKURFRÉTTIR

Gaddavírinn Varnarliðsmenn gengu oft í kringum gaddavírs girðingu sem var í kringum Völlinn og tóku upp rusl sem hafði endað í henni. Hér má sjá mynd af tveimur Könum við slík störf. Finna mátti göt á stöku stað á girðingunni. Sögur herma að þar hafi verið vinsælt að fara með varning í gegn sem keyptur hafði verið á Vellinum. Talað er um að þúsundir áfengislítra og kalkúnar sem og annað góss hafi komið þar í gegn.

Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco. VF-mynd/pket.

13

Slökkt á Kananum Kanaútvarpið varð snemma vinsælt á Suðurnesjum og víðar. Það var auðvitað slökkt á því eins og svo mörgu öðru við brotthvarf hersins. Hér má sjá inn í stúdíóið, Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður og Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður voru viðstaddir síðustu útsendinguna. Rúnar sagði oft í viðtölum á sínum magnaða tónlistarferli að Kanaútvarpið og vera Varnarliðsins hafi haft mikil áhrif á hann og marga aðra í tónlist.

Hliðin að Vellinum Aðalhlið Keflavíkurflugvallar var ekki mjög gamalt þegar Varnarliðið ákvað að fara af landi brott. Aðalhliðið og Grænáshliðið vekja upp minningar hjá mörgum Íslendingum. Hér er mynd af Aðalhliðinu.

Kalkúnar flugu út Það vakti athygli í „gamla daga“ hvað mörg heimili í Keflavík og Njarðvík voru með ameríska kalkúna í jólamatinn í mörg ár. Hér má sjá mynd inni í matvöruverslun Varnarliðsins skömmu áður en henni var lokað.

Vatnstankurinn Vatnstankurinn á Vellinum hefur alla tíð vakið mikla athygli. Næsta bygging við hann hýsti meðal annars „Kommeseríið“ sem var verslun Varnarliðsins. Þær byggingar sem og fleiri nýjar, hýsa nú stærsta gagnaverið á Ásbrú, Verne Global. Í baksýn má greina einbreiða Reykjanesbrautina en kafli inn að Fitjum var opnaður sem tvöfaldur árið 2008. Þessi mynd er tekin 2006. Síðasti borgarinn Veitingastaðir Varnarliðsins voru vinsælir meðal Bandaríkjamanna sem og Íslendinga. Suðurnesjamenn fengu líklega fyrstir Íslendinga pizzur og alvöru hamborgara í Viking eða Wendy’s en þar er Langbest núna til húsa. Hér er mynd innan úr Wendy’s skömmu fyrir lokun.

er algjörlega ljóst að fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi yrði tilverugrundvöllur þess miklu flóknari ef aðeins væru ein til tvær flugtengingar úr að velja eins og gjarnan er tilfellið hjá 300.000 manna samfélögum úti í heimi. Í okkar 300.000 manna samfélagi erum við hins vegar með upp undir 80 flugtengingar sem skapar svo miklu stærri tækifæri en samfélagið okkar segir til um. Að vinna úr þessum tækifærum myndi ég segja að sé framtíðarverkefnið. Nú þegar þið eruð á lokastigi að selja síðustu eignirnar, eru komnar einhverjar tölur? Hvað verður mikið eftir af peningum? Okkar upphaflegu áætlanir gerðu ráð fyrir því að ríkið væri að halda á um 10 milljörðum í nettóhagnað úr verkefninu. En nú hefur verið burðast með verkefnið í langan tíma sem var erfiður og mikið fjármagn farið í rekstur en eins og þetta lítur út í dag

Herþoturnar (1778) (1746) Herþoturnar voru mál málanna hjá Bandaríkjaher og þegar þær voru sendar til annarra verkefna þótti ekki stætt að vera með frekari hersækna starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þær áttu að verja landið á tímum kalda stríðsins. Hér tekur ein F-15 á loft skömmu áður en þær fóru allar til annarra verkefna hjá Bandaríkjamönnum. Á hinni myndinni veifar flugmaður kveðju til ljósmyndara Víkurfrétta. Líklega með orðunum: Takk fyrir okkur og bless, eða …Thank you and see you maybe later! Hvað gerum við nú? Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Árni Sigfússon, þáverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjkar, sitja í þungum þönkum yfir erfiðum tíðindum.

þá erum við nokkurn veginn að enda á þeim stað sem við ráðgerðum. Að ríkið muni halda á um 10 milljörðum í nettóhagnað þegar búið verður að greiða fyrir allan kostnað í tengslum við þróun verkefnisins. Hefur þú skoðanir á því hvernig eigi að ráðstafa þessum peningum? Já, en auðvitað er þetta viðfangsefni pólitíkusa að taka ákvörðun um það og ríkisfjármálin virka þannig að þar er ákveðið ferli í því hvernig peningum er útdeilt. Þessir peningar sem við höfum skilað til ríkissjóðs renna auðvitað bara þar inn. En ég myndi segja að það séu gríðarlegir hagsmunir fyrir ríkið að skoða þau tækifæri sem eru hér framundan og að eitthvað af þeim peningum sem ríkið er að innleysa yrði mjög vel varið í frekari uppbyggingu hér á svæðinu. Því það myndi þýða enn meiri tekjur fyrir ríkissjóð á komandi árum. Eins og ég nefndi áðan þá er alveg ljóst að

margar þjóðir hafa verið að nýta þessi svæði og flugvöllinn sem vélar fyrir hagvöxt en það þarf líka að fjárfesta í vélinni. Ef það væri gert þá er algerlega klárt að það myndi skila ríkissjóði enn frekari ábata í tengslum við þau verkefni sem hér myndu verða til. Og þá erum við ekki endilega að tala um móralska þáttinn, að það væri eðlilegt að ríkið kæmi til móts við samfélag sem hefði orðið fyrir þessu áfalli? Nei, fólk getur auðvitað haft þá skoðun og hún á fyllilega rétt á sér. En ég horfi frekar á þetta þannig að það séu sameiginlegir hagsmunir ríkis og sveitafélaganna hér á svæðinu að halda áfram þessari uppbyggingu. Halda áfram að draga inn starfsemi því tækifærin sem við höfum til að byggja í kringum vel staðsettan flugvöll eru ekki síðri hér en víða annars staðar í heiminum þar sem þessi uppbygging er af fullum krafti.

Fundur með starfsmönnum Fréttir um brottför Varnarliðsins var mikið áfall fyrir marga íslenska starfsmenn þess. Hér má sjá nokkra þeirra á fundi í sal Fjölbrautaskólans. Áhyggusvipurinn leynir sér ekki.

Blokkirnar Hér má sjá skemmtilega mynd úr lofti yfir hluta Keflavíkurflugvallar. Fremst er bygging sem oft er nefnd 831 en hún er í mikilli notkun ennþá. Fyrir miðri mynd framarlega er gamla flugstöðin og þar fyrir aftan má sjá margir íbúðablokkir. Bæjarkjarnar Keflavíkur og Njarðvíkur í baksýn.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Kísilver United Silicon í Helguvík. Myndin er tekin af Reykjanesbraut fyrir ofan Reykjanesbæ. Hæsti punktur þess er 38 metrar. VF-mynd/hilmarbragi

Ásýnd stóriðjunnar í Helguvík ●●Einn fjórði hluti af fyrra kísilverinu tilbúinn ●●Leiðsögumaður segir stóriðju hafa áhrif á ímynd Reykjanessins enda landslagið og ásýnd svæðisins dýrmæt ●●Til skoðunar að hylja hluta bygginganna með gróðri Kísilver United Silicon í Helguvík reis á árinu og var kveikt upp í fyrsta ofni þess í vikunni. Hæsti punktur bygginganna sem tilheyra kísilverinu er 38 metra hár og eru þær sjáanlegar víða að. Þær byggingar United Silicon sem þegar hafa verið reistar eru aðeins byrjunin á uppbyggingu stóriðju í Helguvík. Þegar byggingu á verksmiðju United Silicon verður lokið verða þar fjórir brennsluofnar og bygging utan um hvern þeirra. Búið er að taka einn ofn í notkun núna í fyrsta áfanga. Gangi áætlanir eftir verður þremur ofnum bætt við á næsta áratug með tilheyrandi byggingum og verður verksmiðjan þá sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ, þá eru uppi hugmyndir um að reyna að draga úr ásýnd bygginganna eins og hægt er, til dæmis með gróðri. Þær hugmyndir velta hins vegar á fjármagni. Nú er unnið að gerð fjárhagsáætlunar hjá bæjarfélaginu og ekki ljóst hve mikið af áætlunum um gróður á iðnaðarsvæðinu komast í framkvæmd á næsta ári. Gert er ráð fyrir jarðvegsmönum og gróðurbeltum til lengri tíma en það mun þó ekki koma í veg fyrir að verksmiðjurnar sjáist.

45 metra hátt kísilver árið 2018

Á teikniborðinu er einnig kísilver í eigu Thorsil sem áætlað er að rísi í Helguvík árið 2018. Það verður staðsett á lóð við hliðina á kísilveri United Silicon, nær sveitarfélaginu Garði. Nú er unnið að fjármögnun á framkvæmdinni og samkvæmt fréttum á

dögunum er ráðgert að henni ljúki síðar í þessum mánuði. Í maí síðastliðnum var undirritaður samningur við Landsvirkjun um rafmagn til kísilversins. Kísilver Thorsil mun rísa á 15 hektara lóð. Í matsskýrslu Mannvits síðan í febrúar 2015 kemur fram að hæð bygginganna verði allt að 45 metrar og skorsteinar allt að 52 metrar. Til samanburðar má geta að Hallgrímskirkjuturn er 74,5 metrar. Í matsskýrslu Mannvits segir einnig að byggingarnar verði mest áberandi frá nyrðri hluta byggðar í Reykjanesbæ, það er frá götunum Heiðarbakka, Heiðarenda og Heiðarbergi en það er næsta byggð við kísilverið og er í um 1,6 kílómetra fjarlægð frá lóðarmörkum versins. Þá segir í skýrslunni að áhrif frá Garðskagavegi og þar um kring séu þau talin verulega neikvæð vegna nálægðar. Áhrif frá Vogum eru talin óveruleg vegna fjarlægðar en frá Njarðvík nokkuð neikvæð. Áhrifin eru öll talin bein og varanleg en þó afturkræf í þeim skilningi að hægt er að taka verksmiðjuna niður síðar. Það hvað er sjónmengun er huglægt mat, sem lýsir neikvæðum áhrifum mannvirkja á umhverfi sitt. Í lögum um náttúruvernd segir að hönnun vega, virkjana, verksmiðja og annarra mannvirkja skuli þess gætt að þau falli sem best að svipmóti lands. Í kísilverunum er unninn kísill úr kvarsi. Hann er notaður til framleiðslu á ýmsum vörum, svo sem tannkremi, sjampói, dekkjum, ýmsum kíttiefnum og sólarrafhlöðum. dagnyhulda@vf.is

Á myndinni má sjá byggingar sem tilheyra kísilveri United Silicon. Lágreista hvíta húsið lengst til vinstri er fiskibræðsla. Auða svæðið nær á myndinni er lóð undir kísilver Thorsil. Mynd/elg

Hallgrímskirkja

Thorsil skorsteinar

Thorsil Kísilver United Silicon Kísilver

74,5 metrar

53 metrar

45 metrar

38 metrar


fimmtudagur 13. október 2016

15

VÍKURFRÉTTIR

Sér kísilverið varla frá Berginu Johan D. Jónsson, leiðsögumaður og fyrrum formaður Ferðamálasamtaka Reykjaness og fyrrum ferðamálafulltrúi Reykjanesbæjar. VF-mynd/hilmarbragi

Ásýndin er dýrmæt á Reykjanesi ■■„Ásýndin er eitt af því sem við á Reykjanesi eigum mikil tækifæri í. Það er landslagið og við þurfum að vernda það,“ segir Johan D. Jónsson, leiðsögumaður, fyrrum ferðamálafulltrúi Suðurnesja og fyrrum formaður Ferðamálasamtaka Reykjaness. Hann segir Helguvíkina hafa verið huggulegan stað áður fyrr en svo verið breytt í hafnarmannvirki. „Núna er Bergið svolítið að missa tilgang sinn sem útivistarstaður. Þegar fólk er komið upp á það blasa við álver, kísilver og bræðsla,“ segir hann. Uppbyggingin í Helguvík hefur átt sér langan aðdraganda. Aðspurður um mögulegan lærdóm af því ferli segir Johan auðvelt að skilja ástæður þess að farið var í að fá stóriðjufyrirtæki til að hefja rekstur í Reykjanesbæ. „Ef við hefðum ekki misst kvótann þá hefðum við aldrei velt þessu fyrir okkur. Þá væri hérna blómstrandi fiskiðnaður, bátaútgerð og skemmtilegheit sem væntanlega allir gætu sætt sig við.“ Hann segir að á sínum tíma hafi mikill asi hlaupið í fólk, verið var að leggja niður mörg hundruð störf á varnarsvæðinu og við blasti atvinnuleysi. „Það var að sjálfsögðu ekki gott en nú, aðeins tíu árum síðar, sem er ekki langur tími í þróun eins sveitarfélags, þá þarf að flytja inn verkafólk í stórum stíl. Fasteignamarkaðurinn er í blóma og flest annað hér þó að fjármál Reykjanesbæjar séu á vinnslustigi. Margt hefur farið til betri vegar síðan fyrir áratug. Það má ekki hlaupa í svona björgunaraðgerðir heldur þarf að horfa á heildina þannig að uppbyggingin verði jöfn og án umhverfis- og ásýndarvandamála.“ Johan segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvort ásýndin á Bergið nú hafi áhrif á ferðamennskuna en fjöldi ferðamanna sækir Reykjanesbæ heim dag hvern. „Ímyndin af svæðinu sem slík dettur aðeins niður. Hér erum við með svæði sem heitir Reykjanes Geopark og er á skrá Unesco sem merkir að hér ætli fólk að byggja upp á umhverfisvænan og faglegan hátt. Þá skiptir máli að unnið sé úr afurðum sem fást af svæðinu og að unnið sé með landslaginu og fólkinu sem vill koma og skoða. Þá stingur svona uppbygging stóriðju dálítið í stúf.“

■■Magnús Óskar Ingvarsson býr við Bergveginn á Berginu í næsta nágrenni við kísilverið. Byggingar kísilversins eru þó ekki áberandi þaðan. Aðspurður um ásýnd bygginganna segir hann þær ekki trufla sig. „Frá mínum bæjardyrum séð er bara aldeilis í lagi með þetta. Héðan rétt grillir í toppinn á byggingunni. Ég horfi aldrei þangað og verð ekki neitt var við kísilverið.“ Að hans mati er í lagi að byggja slíkar byggingar nálægt íbúabyggð sé þörf fyrir þær. „Þetta skapar atvinnu og hana vantar alltaf og um að gera að bæta úr því.“

Magnús Óskar Ingvarsson, íbúi á Berginu. VF-mynd/dagnyhulda

Gestir á Soho velta kísilverinu fyrir sér ■■Á veitingastaðnum Soho við Hrannargötu í Reykjanesbæ er gott útsýni út á sjó, á Bergið og til Helguvíkur. Að sögn Arnar Garðarssonar veitingamanns spyrja gestirnir mikið um verksmiðjubyggingarnar. „Flestir tala um að vilja ekki hafa byggingarnar þarna en sumum finnst þær falla inn í umhverfið. Ég vona að mönin sem er þarna fyrir verði stækkuð og að hún nái að hylja kísilverið.“

Örn Garðarsson, veitingamaður á Soho.

Fyrirhugað er að fyrri áfangi kísilvers Thorsil af tveimur verði tilbúinn árið 2018. Þessi mynd er úr matsskýrslu Mannvits um framkvæmdina og sýnir mögulega ásýnd kísilversins frá Hólmsbergskirkjugarði. Á myndinni eru ekki manir eða annar gróður sem væri hægt að setja þar til að gera bygginguna minna áberandi.

Páll Valur Björnsson þingmaður

Þórunn Pétursdóttir landgræðsluvistfræðingur

Lovísa Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi

1. sæti Suðurkjördæmi

2. sæti Suðurkjördæmi

3. sæti Suðurkjördæmi

Vilt þú almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni?

KJÓSTU BJARTA FRAMTÍÐ

MEIRI BJARTA FRAMTÍÐ MINNA FÚSK

xA


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Þolinmæði og agi mikilvægustu eiginleikarnir ●●Grindavíkurmærin og söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir byrjaði sex ára gömul að syngja með kirkjukórnum l Lét ekki lesblindu stöðva sig í náminu Söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir byrjaði sex ára gömul að syngja með kirkjukórnum í Grindavík og þóttist þá syngja eftir texta í sálmabókinni. Síðar í þessum mánuði lýkur hún masternámi frá Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Þegar eru nokkur spennandi verkefni á dagskránni hjá Bertu eftir útskrift, þar á meðal þátttaka í söngvarakeppni í Scala óperunni og tónleikar í Salnum í Kópavogi 5. janúar. Síðan í barnæsku hefur Berta Dröfn verið syngjandi og segist hafa verið hávært barn. Aðeins sex ára gömul byrjaði hún að syngja með kirkjukórnum í Grindavík, enda lá það beint við þar sem móðir hennar, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, var prestur í Grindavík. „Ég og vinkona mín vorum yngstar í kórnum og vissum ekki einu sinni hvernig við ættum að snúa sálmabókinni sem við þóttumst vera að syngja upp úr,“ segir Berta. Fyrstu tónlistarkennararnir voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu kirkjukórnum og söng Berta með honum alla grunnskólagönguna og fékk þar mörg tækifæri til að syngja einsöng. Síðar söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttur og sótti einkatíma til hennar. Síðan nam hún söng við Söngskólann í Reykjavík og hefur sótt námskeið víða. Berta er núna að ljúka masternámi frá tónlistarháskóla á Ítalíu og að stíga fyrstu skrefin sem söngkona á erlendri grund. Í byrjun sumars fór hún á vegum skólans til Toscana héraðsins og söng tónlist eftir Brahms undir handleiðslu þýskra söngþjálfara. Tónleikarnir og æfingar fóru fram í höll í Montepulicino og segir Berta það hafa verið ævintýralega upplifun. Hún hefur einnig sungið í kastala í Prissiano, litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum, meðal annars með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano. Útskriftartónleikar Bertu frá skólanum verða 27. október og er undirbúningur í fullum gangi. Hún skilaði mastersritgerðinni á dögunum, 90 blaðsíðna riti á ítölsku og náði í henni að sameina öll sín helstu áhugamál; sönglist, sviðslist, tónlist, listasögu, barokk og ítalskt tungumál.

Fékk aðstoð í grunnskóla vegna lesblindu

Strax að loknu stúdentsprófi flutti Berta til Flórens og lauk diplómanámi í fatahönnun. Þar varð hún ástfangin af landi og þjóð. Í framhaldinu lauk hún BA prófi í ítölsku og listfræði frá

Háskóla Íslands. Eftir það hefur hún starfað sem ítölskumælandi leiðsögumaður á Íslandi og var því nokkuð vel undirbúin fyrir mastersnámið. Það að skrifa langa ritgerð á ítölsku var þó eitthvað sem hana hefði aldrei grunað í æsku að hún ætti eftir að gera því hún er lesblind. Í Grunnskólanum í Grindavík sótti hún alla þá námsaðstoð sem í boði var, sótti aukatíma í lestri og fékk aðstoð við heimanámið bæði í skólanum og heima við. Fjölskyldan og kennarar studdu vel við Bertu sem er þeim þakklát fyrir þolinmæðina því að sjálf sá hún ekki alltaf tilganginn með því að læra að lesa. Á tímabili í grunnskóla var æðsti draumurinn að eiga sjoppu svo hún þyrfti aldrei framar að greiða fyrir nammi. Þegar Berta lauk grunnskóla notaði hún lesgleraugu með dökk fjólubláu gleri og litaðar glærur við lesturinn. Námsefnið fékk hún sent frá Blindrabókasafninu og prófin voru ýmist lesin upp fyrir hana eða spiluð af snældu. „Í menntaskóla var ég orðin nokkuð sjálfbjarga við lesturinn og búin að þróa með mér lærdómsaðferðir sem virka fyrir mig. Í dag hrjáir lesblindan mig ekki neitt og ég er meir að segja farin að lesa mér til gamans,“ segir hún. Eftir menntaskóla hefur Berta ekki nýtt sér neina aðstoð við námið og fór í gegnum mastersnámið án aðstoðar við lesturinn. Hún er aðeins lengur að lesa en gengur og gerist en það gengur vel. Hún segir þolinmæði og aga mikilvægustu eiginleikana, bæði þegar kemur að lesblindu og raddþjálfun.

Syngur í keppni í Scala óperunni

Skólinn á Ítalíu var að sögn Bertu flókinn til að byrja með. Hún var þá eini Íslendingurinn og þekkti engan. Fyrirkomulagið í skólanum er þannig að hver nemandi setur saman sinn námsferil. Svo fylgjast nemendur með skilaboðum frá prófessorum á risastórri korktöflu við inngang skólans. „Skilaboðin eru um það hvenær kúrsar hefjast, hvaða netföng prófessorar eru með og svo framvegis. Mér fannst þetta alveg hrikalega flókið

fyrst enda góðu vön úr tæknivæddum heimi á Íslandi þar sem nemendur fylgjast með allri sinni námsframvindu á vefnum.“ Berta valdi þennan tónlistarháskóla sérstaklega vegna eins kennara, Sabinu von Walther, sem er þekkt ljóðasöngkona. Nokkur spennandi verkefni eru framundan hjá Bertu eftir útskrift í október. Í nóvember tekur hún þátt í söngvarakeppni í Scala óperunni í Mílanó og segir það hrikalega spennandi tækifæri að fá að syngja í einu frægasta óperuhúsi í heimi. Margir keppendur taka þátt í mismunandi greinum og tekur Berta þátt í ljóða- og oratoríukeppninni. Hún segir slíkar keppnir mikilvægar í þessum bransa til að sýna sig, koma sér á framfæri og mynda tengsl. Sigurvegararnir fá peningaverðlaun og tækifæri til að koma víða fram á tónleikum. Einnig er á dagskránni að syngja Messu eftir Mozart á tónleikum á Ítalíu, óperettuna Kátu ekkjuna og á einsöngstónleikum með sönglögum eftir Tosti.

„Í dag hrjáir lesblindan mig ekki neitt og ég er meir að segja farin að lesa mér til gamans“ Berta Dröfn er með lesblindu og notaði lesgleraugu með fjólubláu gleri og litaðar glærur við lestur í grunnskóla. Í gegnum tíðina hefur hún þróað með sér aðferðir til að lesa án hjálpar og skilaði á dögunum 90 blaðsíðna mastersritgerð á ítölsku. Mynd/SólnýPálsdóttir


fimmtudagur 13. október 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

Geri mitt besta til að virkja starf og fræðslu fyrir ungmenni ●●á Suðurnesjunum og koma skoðunum þeirra til skila ● segir Júlíus Viggó Ólafsson í Ungmennaráði Samfés Júlíus Viggó Ólafsson er 15 ára Sandgerðingur sem nýlega var kjörinn aðalmaður í Ungmennaráð Samfés. Í ráðinu er Júlíus fulltrúi Suðurnesja og hann telur mikilvægt að koma skoðunum ungs fólks til skila út í samfélagið og til stjórnvalda. Ungmennaráðið er þó ekki eina áhugamál Júlíusar en honum er margt til lista lagt og hefur mörg áhugamál. Þar á meðal eru tónlist, söngur, vísindi, mannkynssagan, skriftir, skáldsögur og kvikmyndir, heimspeki, pólitík og að teikna. Hann sér fyrir sér að gera eitthvað skapandi í framtíðinni og verða leikstjóri eða tölvuleikjasmiður. Og jafnvel gefa út bók. Allt eins gæti hann endað í pólitíkinni en hún rennur í blóðinu. Hvað gerið þið í ungmennaráðinu og hvað þýðir þetta fyrir þig að hafa verið kosinn fulltrúi Suðurnesja? Ungmennaráð Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) er vettvangur þar sem unglingar á aldrinum 13 til 16 ára geta haft áhrif á samfélagið og gert það að betri stað fyrir ungmenni og aðra. Ungmennaráðið sér um alls kyns fræðslu sem snertir líf unglinga í dag. Ráðið er samansett af átján aðalmönnum af öllu landinu sem kosnir eru til tveggja ára og níu varamönnum sem kosnir eru til eins árs og hlaupa í skarðið ef aðalmaður kemst ekki. Ungmennaráðið fundar á sex vikna fresti. Fyrir tveimur árum var ég kosinn sem varamaður en varð aðalmaður

þegar fulltrúi hætti í ráðinu og næsta árið á eftir var ég aftur kosinn sem varamaður og sat nokkra fundi. Ég bý þess vegna yfir mikilli reynslu um þau verkefni sem ungmennaráðið er að vinna að. Þar sem ég hef nú verið kosinn aðalmaður í kjördæmi Suðurnesja og Kragans er ég tilbúinn að taka á mig meiri ábyrgð og taka að mér stærra hlutverk í ráðinu. Einnig ætla ég að gera mitt besta til að virkja starf og fræðslu fyrir ungmenni á Suðurnesjunum og koma skoðunum ungmenna á svæðinu til skila. Hverju vilt þú koma í gegn? Það er mikilvægt fyrir mig að vera fulltrúi unglinga á Suðurnesjunum og sjá til þess að skoðunum þeirra sé komið til skila í ungmennaráðinu og í samfélaginu yfir höfuð. Sömuleiðis eru önnur málefni sem verið er að vinna að í ráðinu. Þar á meðal að benda stjórnvöldum og Menntamálaráðuneyti á það að ítrekað sé verið að brjóta á réttindum barna og á 12. grein Barnasáttmálans sem fjallar um að samráð skuli hafa við börn þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á líf og umhverfi barna. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. Sem dæmi má nefna þær breytingar sem gerðar voru á skólakerfinu án þess að ræða við þá sem breytingin varðar, sem sagt ungmenni. Einnig erum við í ráðinu að taka saman niðurstöður frá landsþingi ungs fólks sem Samfés stendur fyrir og var haldið 2. október. Þar komu saman hátt í 400

ungmenni af landinu öllu og ræddu skoðanir sínar á mismunandi málefnum til dæmis vinnumarkaðinum, réttindum ungmenna, andlega heilsu ungs fólks og þá þjónustu sem þeim er veitt. Niðurstöður frá landsþinginu verða birtar síðar þegar búið er að vinna úr þeim. Ályktun frá landsþingi ungs fólks um fyrrnefndar breytingar á skólakerfinu verður send Menntamálaráðuneyti á næstu dögum. Af hverju bauðstu þig fram? Eins og ég hef komið inn á þá er ég búinn að vera hluti af Ungmennaráðinnu í þónokkurn tíma og vil halda áfram að leggja mitt af mörkum við störf og verkefni þess. Svo finnst mér einnig afskaplega skemmtilegt að vera í ungmennaráðinu og á marga góða vini þar. Fyrir hverju ertu spenntastur? Ég er spenntur fyrir því að vinna að mikilvægum verkefnum á vegum ungmennaráðsins og Samfés og að fræðslu fyrir ungmenni á landinu. Ég hef mikinn áhuga á því að koma röddum ungmenna til skila í samfélaginnu eins og til dæmis til Menntamálaráðaneytis, Alþingis og ríkistjórnarinnar. Einnig er áhugavert ungmennaskiptaverkefni í gangi þar sem við erum að vinna með ungmennaráði frá Clare á Írlandi sem ég er mjög spenntur fyrir. Svo er ég líka bara mjög spenntur fyrir því að vinna með frábæra fólkinu í ráðinu, bæði því sem ég nú þegar þekki og því sem verið var að kjósa inn í fyrsta skipti.

Júlíus Viggó Ólafsson er aðalmaður í Ungmennaráði Samfés.

Af hverju er þetta ráð mikilvægt fyrir ungt fólk? Ungmennaráðið er mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til þess að koma skoðunum þeirra til skila í samfélaginu. Að læra á formlegar boðleiðir til þess og að koma fram. Ungmennaráðið vinnur að bættri stöðu unglinga og fræðslu til þeirra um málefni sem þau varðar og er jafningjafræðsla um „sexting” nýlegt dæmi um það. Ungmennaráðið er mjög uppbyggjandi

vettvangur fyrir þá sem þar eru fulltrúar þar sem þekking þeirra og reynsla vex og þau fá góða þjálfun fyrir krefjandi verkefni í framtíðinni. Ég vil endilega hvetja alla þá sem hafa áhuga til að sækja um að vera fulltrúar þeirra félagsmiðstöðvar á næsta landsmóti til að hafa áhrif. Sömuleiðis er hægt að hafa samband við ungmennaráðið á Facebook og á netfanginu ungmennarad@samfes.is. Helstu skilaboðin mín til ungmenna eru að það er svo mikilvægt að taka þátt og vera virkur.

Vinstri græn opna kosningaskrifstofu Við opnum kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 31, laugardaginn 15. október kl. 14. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mætir á svæðið og Gunnar Þórðarson flytur nokkur lög.

ALLIR ! NIR VELKOM

Hlökkum til að sjá þig.

Hverjum treystir þú?


18

VÍKURFRÉTTIR

Af hverju Viðreisn? Því hún stendur fyrir breytingar og almannahag. Það er gaman og gefandi að hafa áhrif til góðra verka og undanfarin ár hef ég einbeitt mér að því að vinna í þágu minnar heimabyggðar, með góðum árangri. Sveitarstjórnarmál hafa freistað mín og ég hef gaman af starfi mínu sem b æ j ar f u l lt r ú i í G r i n d av í k . Ég hafði engin áform um að leggja lóð mín á vogarskálar þeirra sem buðu fram til þings. EinfaldKristín María lega vegna þess Birgisdóttir að ekkert þeirra 5. sæti á lista Við framboða sem reisnar í Suðurkjördæmi skrifar þar var heillaði mig - fyrr en Viðreisn kom fram. Stjórnmálaafl sem er reiðubúið að leggja sig fram í mikilvægar kerfisbreytingar sem

Þetta er Björt framtíð

munu skila sér verulega til almennings í landinu. Stjórnmálaflokkar og stjórnvöld eiga alltaf að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. Þetta ein af grunnstefnum Viðreisnar, en þau eru fjölmörg stefnumálin. Eitt þeirra eru nýjar leiðir í kvótakerfinu. Leiðir sem kollvarpa engu en skila auknum auðlindatekjum til þeirra sem auðlindina eiga - þjóðarinnar. Umræðan um auðlindir landsins og nýtingu þeirra hefur verið mikið í umræðunni. Viðreisn ætlar að beita sér fyrir markaðslausn í sjávarútvegi. Það er stefna okkar að auka tekjur ríkisins af sjávarauðlindinni með því að fara svokallaða markaðsleið. Hluti (3-5%) þess heildarkvóta sem úthlutað er ár hvert er boðinn upp árlega á markaðsvirði. Við trúum því að með þeirri leið sé ekki verið að ógna rekstrargrundvelli þeirra fyrirtækja sem stunda sjávarútveginn en sanngjarnt markaðsverð fyrir þann kvóta sem færi á uppboð myndi skila sér til þjóðarinnar. Það verði ekki í höndum

stjórnvalda að ákveða hversu hátt auðlindagjaldið ætti að vera, heldur markaðarins. Því yrði einfaldlega skipt út fyrir tekjurnar af uppboðskvótanum. Nýtingartími þessa uppboðskvóta yrði sá sami og þeirra sem hafa afnot á núverandi kvóta. Það hefur í gegnum tíðina mikið verið rætt um sanngirni þess hvernig kvótanum var úthlutað fyrir þremur áratugum þegar kvótakerfið var sett á. Það er ekki sanngjarnt að færa óréttlæti af einum stað yfir á annan. Þessa lausn tel ég vera best til þess fallna til að sætta málefnin er varða sjávarauðlindina og þær tekjur sem af henni skapast. Kosningar til Alþingis eru handan við hornið. Einhverjar þær mikilvægustu og þýðingarmestu í sögunni. Það verður kosið um kerfisbreytingar í þágu þjóðarinnar. Það verður kosið um almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. Fyrir þeim breytingum mun Viðreisn standa.

Tölum um ferðaþjónustuna á Suðurnesjum Umfang ferðaþjónustunnar á Reykjanesi er að mörgu leyti mjög sérstakt. Hvergi er fleiri ferðamenn að finna, enda eiga langflestir þeirra leið um alþjóðaflugvöllinn. Hvergi er jafn stórt hlutfall íbúa sem starfar við ferðaþjónustuna. Einn mest sótti ferðamannastaður landsins er staðsettur á Reykjanesi. Sá hópur ferðamanna sem sækir sveitarfélögin á Suðurnesjum heim sérstaklega til að njóta þar afþreyingar, upplifa bæjarlífið eða dvelja er þó aðeins brot af heildinni. Þeim fer samt fjölgandi, eins og sjá má af úrvali hótela, afþreyingar og fjölbreyttri flóru veitingastaða. Það sem skiptir íbúa og fyrirtæki á Suðurnesjum mestu máli þegar kemur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein er velgengni hennar í heild sinni, hvernig henni vegnar um allt land. Neikvæð umræða vegna lélegra aðstæðna dregur atvinnugreinina niður. Vondir vegir, átroðningur á ferðamannastöðum og léleg salernisaðstaða við þjóðveginn stefnir uppgangi ferðaþjónustunnar í hættu. Ferðamannastaðir og innviðir eru almannagæði sem heyra undir ríkisvaldið. Óverulegum fjármunum hefur verið varið til að mæta auknu álagi

vegna ferðamanna. Sem dæmi má nefna að 60 ár eru síðan jafn lágt hlutfall af vergri landsframleiðslu fór til vegakerfisins. Þá hafa úrbætur á vinsælum ferðamannastöðum tafist árum saman. Til að upplýsa stjórnmálamennina um stöðu ferðaþjónustunnar og eiga samtal við þá um aðgerðir, standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir fundi með oddvitum stjórnmálaflokkanna. Fundurinn í kjördæmi Suðurnesjamanna - Suðurkjördæmi - verður haldinn á Hótel Selfossi mánudaginn 17. október næstkomandi klukkan 20. Allir eru velkomnir og einnig verður bein útsending frá fundinum á vefsíðu SAF og upptaka af honum verður sýnd á sjónvarpsstöðinni N4.

Nauðsynlegar aðgerðir

Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá ferðaþjónustunni og atvinnugreinin býr sig undir að taka við meira en tveimur milljónum ferðamanna á næsta ári miðað við áætlanir. Þessi aukning skapar álag sem þarf að bregðast við. Bæta þarf vegakerfið, fjölga bílastæðum, leggja göngustíga, fjölga salernum, auka öryggi, fjarlægja sorp

skipa meirihluta í hverju þeirra. Það hlýtur að vera vegna þess að kröfur og hugmyndir þorra ungs fólks eru raunhæfar og nauðsynlegar og vegna þess að allir skilja hverjir skipa framtíðina umfram þá sem eldri eru. Samgöngur, menntamál, heilbrigðismál, stoðkerfi skóla, heimavistir... umræðulistinn var langur. Í mínum umræðuhópi vorum við tveir karlar á efra aldursbili og sammála þeim yngri. Tvennt vil ég taka út fyrir sviga og hnykkja á: Bætt háhraðatenging í allar byggðir Suðurlands og margbætt vinnuaðstaða þeirra sem fara í framhaldsnám eða hafa lokið því. Hið fyrra er líflína sveitabyggða jafnt sem bæja. Tæknivæðing, námsmöguleikar og atvinna heima fyrir er háð stafræna kerfinu og hröðum samskiptum. Uppbygging þessara innviða og vegakerfisins verður að vera í verulegum forgangi. Vinnuaðstaða í dreifbýli

Fjölbreytt og spennandi Ísland

Björt Framtíð er málsvari fjölbreytni, á öllum sviðum. Byggjum upp ferðaþjónustuna, skapandi greinar, rannsóknir og þróun, grænan iðnað og alls konar nýsköpun. Eflum skólastarf og menningarPáll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar lífið og gerum Ísland að framtíðar skrifar. skemmtilegri stað til að vera á, uppfullum af tækifærum. Leyfum fólki að flytja til okkar og gerast nýir Íslendingar. Fáum unga fólkið heim. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í traustu, opnu og alþjóðlegu samfélagi.

Engin manneskja er útundan

Stöndum mannréttindavaktina, alltaf, fyrir börn, fyrir fatlað fólk, fyrir innflytjendur, fyrir konur, fyrir karla, fyrir ríka, fyrir fátæka. Hjálpum þeim mest sem virkilega þurfa aðstoð, til þess að lifa sjálfstæðu lífi, til þess að öðlast þak yfir höfuðið, til þess að ala upp börnin sín. Endurreisum heilbrigðiskerfið, með stórbættri heilsugæslu um land

allt, öldrunarþjónustu, lýðheilsu og forvörnum, nýjum Landspítala, betra gæðaeftirliti og miklu, miklu minni greiðsluþátttöku sjúklinga.

Ábyrg langtímahugsun

Verndum umhverfið, björgum jörðinni, verum græn. Hugsum fram í tímann. Frestum ekki vandamálum. Innviðir Íslands eru að drabbast niður, vegirnir, skólarnir, spítalarnir. Samt er góðæri. Í stað þess að fjárfesta í innviðum hefur verið bruðlað með fé. Í stað þess að afla tekna af auðlindum okkar til samfélagslegra verkefna, eru þær færðar fáum á spottprís. Þannig gerir Björt framtíð ekki. Við búum í haginn.

Yfirveguð stjórnmál

Tölum saman, segjum satt. Virðum hvort annað. Góð mál verða betri ef fleiri koma að þeim. Skoðanir, þekking og kunnátta fólks með alls konar bakgrunn og menntun eru fjársjóður. Upplýsingar eru gull. Björt framtíð þorir að leiða hin stærstu og erfiðustu deilumál til lykta með gögnum, rannsóknum, opnu samtali og lýðræðislegum aðferðum. Við höfum okkar sannfæringu og stöndum á henni. En við höfum líka kjark til að hlusta á aðra. Ekki kjósa ekki neitt. Kjóstu Bjarta framtíð X-A

Stórvirki

Þá er bara að ræða málið

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifa.

og þar fram eftir götunum. Á sama tíma þarf að bæta skipulag og stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna, bæði innan svæða, milli landshluta og innan ársins. Ríkið hefur mörg þessara verkefni á sínum herðum meðan önnur liggja nær sveitarfélögunum. Þetta og margt fleira verður tekið fyrir á fundinum með oddvitum flokkanna. Stóra spurningin er þessi: ætla stjórnmálin að sitja hjá eða taka virkan þátt í að tryggja þau tækifæri sem í ferðaþjónustunni felast þannig að hún geti áfram verið þessi styrka stoð velmegunar í þjóðfélaginu.

Ungir og aldir - góð blanda? Ég sat hluta af ráðstefnu ungmennaráða í Suðurkjördæmi um daginn og hafði bæði gagn og gaman af. Skilvirkni, kurteisi, málefnafesta og persónulegar sögur um vandræði vegna niðurskurðar í helstu geir um s amfélagsins sitja eftir sem einkenni þessa fundar. Þarna var líka í fyrsta sinn safnað Ari Trausti saman fullGuðmundsson trúum þessa 1. sæti á lista VG í nýmælis sem Suðurkjördæmi skrifar. ungmennaráð eru. Nú fylgja fleiri landsvæði eftir! Ráðin ná árangri innan bæjarfélaganna og gildir einu hvaða flokkar

fimmtudagur 13. október 2016

og minni bæjum er, þessu til viðbótar, háð vilja fyrirtækja til að dreifa vinnu sem unnt er að sinna í fjarvist og stefnu stjórnvalda um að flytja hluta starfsemi sveitarfélaga og ríkisstofnana út fyrir veggi í miðlægum skrifstofum eða höfuðborginni. Enn fremur er rétt að koma upp fleiri skóladeildum (bæði á verkmenntunar- og bókmenntunarstigi) sem víðast, ásamt háskólasetrum sem geta bæði boðið upp á rannsóknaaðstöðu og fjarnám, jafnvel undir handleiðslu. Treysti kjósendur Vinstri-grænum til þessa munum við sem skipum lista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi ekki gugna eða bregðast traustinu svo lengi sem stætt er í því samningaferli er næsta samsteypustjórn mun ganga í gegnum áður en hún leggur úr vör. Raunsæi og stefna jöfnuðar og jafnréttis eiga alltaf við.

Það er við hæfi að taka eftir því meðan sá lifir, sem framið hefur stórvirki, sem við vitum öll um, en áttum okkur ekki á mikilfengleika átaks þessa manns, verði sýnd viðeigandi virðing. Ég er að tala um Grím Karlsson. Bátasafnið hans og það sem fylgir, er eins mikilvæg söfnun sögu tuttugustu aldar og söfnun Árna Magnússonar á handritum. Vil ég af því tilefni gera sjósóknurum orð, að koma því til leiðar að gerð verði alvöru heimildar-

mynd um Grím og safn hans og farið um eins og í Stiklum Ómars Ragnarssonar, til að setja saman sjósóknarsögu Íslands meðan minni er til meðal lifandi fólks. Það er enn til efni, sem á tveimur áratugum fer forgörðum ef ekki er gengið eftir og því safnað og skráð. Þið þekkið menn, sem þekkja menn, sem ýta á menn, sem láta menn gera. Þorsteinn Hákonarson

„Okkar ráðherra“ Löngum hefur verið eftirsótt að „eiga ráðherra“ það er að ráðherra í ríkisstjórn tilheyri byggðalaginu okkar. Við Suðurnesjamenn höfum misst ágæta ráðherra og núna er það Ragnheiður Elín Árnadóttir sem hættir í stjórnmálum. Hún hefur staðið með byggðalaginu okkar eftir bestu getu og örugglega látið gott af sér leiða okkur til hagsbóta. Um tíma áttum við annan ágætan ráðherra, Oddnýju Harðardóttur, sem líkt og Ragnheiður Elín kunni á öll mál hér á svæðinu og studdi mörg góð mál. Í ríkisstjórn hverju sinni eru 7-11 ráðherrar og ekki þarf að reikna mikið til að sjá að líkur á að sami f lokkur skipi tvo ráðherra úr sama kjördæmi eru einungis fyrir hendi í ReykjavíkurkjörUnnur G. Kristjáns- dæmunum. Í dóttir, jafnaðarkona og kosningunum sem verða nú kennari skrifar.

í mánaðarlokin eru nokkrir Suðurnesjamenn og konur ofarlega á framboðslistum. Páll Valur Björnsson er efstur á lista BF en líkur á að hann nái kjöri eru litlar. Silja Dögg Gunnarsdóttir er næst á eftir núverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins á B-listanum. Hún verður varla ráðherra. Líkur á að 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson verði ráðherra eru sömuleiðis mjög litlar. Enginn Suðurnesjamaður er ofarlega á lista Pírata og hjá Vg er Dagný Alda Steinsdóttir í fjórða sæti. Ég á ekki von á að Dögun eða flokkur fólksins nái manni á þing í Suðurkjördæmi. Niðurstaðan af þessari skoðun á mögulegum ráðherra frá Suðurnesjum er því einföld, Oddný Harðardóttir er eini möguleikinn. Hún er formaður Samfylkingarinnar, hefur reynslu og verður ráðherra ef Samfylkingin sest í ríkisstjórn. Ég hvet fólk til að fylkja sér um jafnaðarstefnuna og Oddnýju í komandi kosningum.

www.vf.is

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001


fimmtudagur 13. október 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

Trúverðugleiki og sanngirni í sjávarútvegi kringum 23,20 kr. á hvert þorskígildis kíló þá barmaði útgerðin sér svo yfir íþyngjandi álögum að í látunum hélt þjóðin að sjávarútvegurinn væri að fara á hausinn út af veiðigjöldum. Sam keppni á markaði e ða fákeppni í skjóli einokunar Útgerðin leigir sem sé frá sér aflaheimildir á tíu sinnum hærra verði en hún telur að hún sé sjálf aflögufær um að greiða. Eru þeir sem leigja kvótann í dag betur stæðar útgerðir en almennt gerist? Hver er skýringin á þessum tvöföldu skilaboðum? Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar rætt er um að veiðiheimildir fari á uppboð. Hræðslan við breytingar og að veiðigjaldið hækki óhóflega. Hræðslan við samkeppni á jafnréttisgrundvelli, við nýtt fólk með nýjar hugmyndir, hræðslan við frjálsan markað. Besti sjávarútvegur í heimi er hræddur. Þessar breytingar þýða jú að þeir sem hafa áður starfað hjá útgerðinni eigi möguleika á sjálfstæðum rekstri, sjómenn geti loksins fengið það frelsi að sækja sjóinn á sínum forsendum, að einokunin í sjávarútvegi renni sitt skeið á enda. En svarið við upphaflegu spurningunni er alveg klárt: Ef útgerðin hefur ráð á að leigja til sín kvóta á markaði í dag, þá hefur hún ráð á að leigja hann á markaði á morgun.

VF.IS

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER 2016 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá miðvikudeginum 19. október fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, Sunnubraut 4. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs. Kosið er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs

TÖLVUNNI

FYLGSTU MEÐ Í...

Í NÝJUM FÖTUM

SNJALLSÍMANUM

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur.

VA R Ð S TJ Ó R I Í F L U G V E R N D A R D E I L D Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Helstu verkefni eru stjórnun flugverndarstarfsmanna ásamt daglegri skipulagningu vakta. Umsjón og eftirlit á skráningum á vöktum, ásamt því að tryggja að framkvæmd flugverndar sé samkvæmt verklagi og þjónustumarkmiðum Isavia. Hæfniskröfur: • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund • Reynsla af flugvernd • Reynsla af stjórnun nauðsynleg • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna vel undir álagi • Geta til að stjórna jafningjum og leiða breytingar Almennt er þess krafist að allir umsækjendur búi yfir færni til að tjá sig á íslensku og ensku, auk almennrar tölvuþekkingar. Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

STA R F S STÖ Ð : K E F L AV ÍK U RFL U G VÖ L L U R

UMSÓKNAR FR ESTUR : 27. OKTÓBER 201 6

SPJALDTÖLVUNNI

16-2719 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Ein fyrsta spurningin sem við fáum þegar við tölum um að leigja út veiðiheimildir, er hversu hátt það verð ætti að vera. Til að svara spurningunni er fróðlegt að bera saman kvótamarkaðsverð kvótahafa sem nú er starfræktur, við verðlagningu í gegnum veiðigjöld. Núverandi leiguverð á þorskkvóta er lægst 175 krónur á kílóið og hæst 2 3 0 k r ó n u r. 12% af úthlutuðu hei ldarÞórólfur Júlían Dagsson aflamarki var 3. sæti á lista Pírata leigt út á síðasta í Suðurkjördæmi fiskveiði ári og skilaði 9 miljörðum króna til handhafa kvótans sem kjósa að leigja hann frá sér. Í núverandi kerfi borga útgerðarfélögin veiðigjald sem hefur breyst verulega frá ári til árs, allt frá því það var sett á. Það virðist handahófskennt hversu há þau eru ákvörðuð enda enginn rökstuðningur eða forsendur sem fylgja ákvörðun veiðigjalda. Fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 hljóðar veiðigjaldið upp á 9,50 kr. á hvert þorskígildis kíló. Þegar þetta gjald var í

Arnar starfar við flugvernd á Keflavíkurflugvelli. Hann er hluti af góðu ferðalagi.

UMSÓKNIR ISAVIA.IS /ATVI NNA


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Húsasmiður - Húsasmíðameistari Anton ehf. byggingafélag óskar að ráða húsasmið eða húsasmíðameistara. Verkefni eru nýbyggingar á Suðurnesjum og viðhald á vegum fasteignafélags. Fjölbreytt starf, við smíði, innkaup, skipulagningu verka og samskipti við verktaka. Leitum að manni með frumkvæði, jákvæðni og gott verkvit. Umsóknir óskast sendar á santon@mi.is

LAUS STÖRF BJÖRGIN AKURSKÓLI NJARÐVÍKURSKÓLI VELFERÐARSVIÐ LEIKSKÓLINN HOLT

Ráðgjafar Skólaliðar Myndmenntakennari Liðveisla Leikskólakennari/starfsmaður

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR ÞAKKIR Í LOK HEILSU- OG FORVARNARVIKU Við þökkum kærlega fyrir þátttöku í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 2016. Allar ábendingar varðandi vikuna eru vel þegnar á netfangið heilsuvika@reykjanesbaer.is

Guðbjörg heldur mest upp á rauðhærða fressa. Á myndinni er hún einmitt með einum slíkum. VF-mynd/hilmarbragi

Með ástríðu fyrir köttum ●●Guðbjörg Hermannsdóttir ræktar norska skógarketti ● og er með sjö slíka á heimilinu

Guðbjörg Hermannsdóttir eignaðist sinn fyrsta kött fyrir tíu árum síðan, norskan skógarkött. Kötturinn heillaði hana upp úr skónum og síðar hóf hún ræktun á norskum skógarköttum og ræktar nú í samstarfi við vinkonu sína. Við hjá Víkurfréttum kíktum til Guðbjargar í Grindavík á dögunum og hittum kettina sjö sem hún er með á heimilinu núna. „Þetta vindur upp á sig og áður en maður veit af er maður kominn með tíu ketti,“ segir hún og hlær. Það er mikil vinna í kringum gotin og Guðbjörg segir mesta fjörið þegar kettlingarnir ná sex vikna aldri og hlaupa og leika sér daginn út og inn á milli þess er þeir hvíla sig. Þá þarf að venja kettlinga á að gera þarfir sínar í sand og ýmislegt fleira. „Þetta er samt ekkert mál þegar maður er með svona mikla ástríðu fyrir köttum. Þá finnur

maður ekkert fyrir þessu þó að aðrir á heimilinu geri það kannski.“ Nýlega eignaðist læða hjá Guðbjörgu fimm kettlinga og hafa þrír verið seldir. Norskir skógarkettir eru seldir á 100.000 til 120.000 krónur. Guðbjörg segir norska skógarketti afskaplega fjöruga, sjálfstæða, félagslynda og mikið fyrir að klifra. Sjálf hefur hún alltaf verið hrifnust af rauðum fressum og á einmitt einn þannig sem vegur hvorki meira né minna en níu kíló. Guðbjörg flutti fyrr á árinu inn læðu frá Spáni og segir það hafa verið fína afsökun fyrir því að skella sér í sólina. Innflutningnum fylgdi þó mikill kostnaður og pappírsvinna. „Ætli ég finnist ekki heima með 30 köttum þegar ég verð orðin gömul. Ég veit ekki hvað það er, það er bara

VIÐBURÐIR Í VETRARFRÍI Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskólanna. Hægt verður að fara í ratleik úr sögunni um Diddu og dauða köttinn, horfa á bíómyndina, gera hrekkjavökugrímur og auðvitað lesa. Tilboð af barnamatseðli í Ráðhúskaffi þessa daga. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu bókasafnsins sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

„Ætli ég finnist ekki heima með 30 köttum þegar ég verð orðin gömul“

eitthvað við ketti sem hefur alla tíð heillað mig.“ Guðbjörg er formaður félagsins Kynjakatta. Á dögunum hélt félagið haustsýningu sína í Reiðhöllinni í Grindavík og segir Guðbjörg hafa gengið vonum framar og margir gestir komið í höllina. Fjölmargir ræktendur voru á staðnum og fræddu gesti um eiginleika hverrar tegundar. „Hjá okkur voru góðir dómarar frá Svíþjóð og Hollandi og kettirnir okkar fengu góða dóma. Það er talað um hvað kettirnir okkar eru í háum standard.“ Á sýningum eru kettir meðal annars dæmdir út frá höfuðlagi, lögun augna, lengd skotts, geðslagi og fleiru. Næst á döfinni hjá félaginu er að halda kynningar fyrir kattareigendur, til að mynda um tannheilsu og aðra umhirðu.


fimmtudagur 13. október 2016

21

VÍKURFRÉTTIR

Elskulegur eiginmaður minn,

Magnús Bjarni Guðmundsson,

Hafnagötu 12 Höfnum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 14. október kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Kirkjuvogskirkju, Kt: 690169-0299 Banki: 542-14-405665.

Hluti af undirbúningsnefnd afhenti Þorvarði, forstöðumanni Fjölsmiðjunnar, gjöfina íklædd appelsínugulu bolunum sem vöktu mikla athygli á Ljósanótt. Á myndinni eru frá vinstri Guðrún Sigríður Gísladóttir, Margrét Guðleifsdóttir, Ólafur Thordersen, Þorvarður Guðmundsson, Hrönn Auður Gestsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir.

Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Þorsteinsdóttir.

Fimmtugir gefa Fjölsmiðjunni Árgangur 1966 færði nýverið Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum 123.000 krónur að gjöf sem söfnuðust í afmælispartýi á Ljósanótt. Árgangur 1966 úr Keflavík, Njarðvík, Garði, Sandgerði og Vogum, sem er fimmtugur á árinu, kom saman, gladdist, rifjaði upp gamla danstakta á föstudagskvöldinu og mætti svo ferskur og mjög appelsínugulur í ár-

gangagönguna, hápunkt Ljósanætur og hlýddi á Árelíu Eydísi flytja ræðu dagsins. Ábyrg og öguð fjármálastjórn undirbúningsnefndarinnar gerði það að verkum að góður afgangur var, 123.000 krónur, og ákveðið var að láta aurinn renna til Fjölsmiðjunar á Suðurnesjum. Í Fjölsmiðjunni, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum

16-24 ára, er verið að vinna þarft verk og gott sem mikilvægt er að styrkja eins og kostur er. Það er von 1966 árgangsins að með þessu skapist sú hefð að fimmtugsárgangurinn styrki verðugt verkefni hverju sinni á Ljósanótt og boltanum því hér með varpað til 1967 árgangsins.

Guðmundur einn í Kaos Guðmundur Bjarni Sigurðsson, stofnandi og hönnunarstjóri vefhönnunarstofunnar Kosmos & Kaos, hefur nú keypt alla hluti í fyrirtækinu. Seljendur eru bandaríska vefstofan UENO LLC og Kristján Gunnarsson, sem var annar stofnenda fyrirtækisins.

Keflvíkingurinn Guðmundur Bjarni Sigurðsson er nú einn eigandi fyrirtækisins Kosmos & Kaos.

Frá upphafi hefur Kosmos & Kaos vakið athygli jafnt innanlands sem utan, fyrir oft og tíðum framúrstefnulega vefhönnun og góða forritun. Fyrirtækið hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja í ýmsum málefnum, svo sem samfélagslegri ábyrgð og lýðræðislegri ákvörðunartöku starfsfólks. Hópur viðskiptavina er afar fjölbreyttur, allt frá einyrkjum til fjármálastofnana, en líkt og aðrir hefur Kosmos & Kaos fundið vel fyrir stækkun ferðamannaiðnaðarins og hefur síðustu misseri unnið fjölmarga vefi og sérlausnir á því sviði. Meðal viðskiptavina má nefna Gagnaveitu Reykjavíkur, Arion banka, Sjóvá, Orkuveituna, Nordic Visitor og Vodafone. Þjónusta við samstarfsaðila og viðskiptavini mun ekki raskast við breytingarnar, að sögn Guðmundar, þótt markmið slíkra breytinga sé ávallt að gera enn betur. Starfsstöðvar fyrirtækisins munu áfram vera á sama stað við Hafnargötu í Reykjanesbæ og Hólmaslóð í Reykjavík. Inga Birna Ragnarsdóttir mun halda áfram sem framkvæmdastjóri. Kristján Gunnarsson segist yfirgefa fyrirtækið sáttur, en með söknuði þó. „Viðskilnaðurinn og salan á mínum hlut í félaginu er gerður í mesta bróðerni við Guðmund sem mun halda

SMÁAUGLÝSINGAR Óskast

3ja manna fjölskylda,(miðaldra par og 12 ára barn). Óska eftir íbúðarhúsnæði í Vogum Vatnsleysuströnd eða annarstaðar á Suðurnesjum. Kostur ef bílskúr fylgir. Róleg, reglusöm og skilvís. Upplýsingar í síma 771 1295, Einar.

Verið velkomin

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskaðs eiginmanns míns og okkar yndislega föður,

Péturs Péturssonar,

osteópata og matreiðslumeistara, Háholti 12, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við blóðlækningadeild LSH, D-deild HSS, heimahjúkrun og Oddfellow á Suðurnesjum fyrir þá aðstöðu sem þeir hafa skapað fyrir líknandi meðferð á HSS. Margrét Þórarinsdóttir, Tara Lynd Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Baldvin Þeyr Pétursson.

áfram að gera fínt fyrir Internetið, með því góða starfsfólki sem starfar hjá Kosmos & Kaos.“

Guðmundur segir bjarta tíma framundan hjá fyrirtækinu.

„Kosmos & Kaos mun halda áfram á þeirri braut sem við mörkuðum við stofnun þess og vefa góða og metnaðarfulla vefi með okkar frábæra starfsfólki. Nú síðast bættist í hópinn Arnór Heiðar Sigurðsson, sem kemur til okkar hokinn af reynslu í vefbransanum úr suðupottinum í San Fransisco, þar sem hann hefur starfað í fimm ár. Hann verður forritunarstjóri hjá okkur. Framtíðin er því björt og þessar breytingar gera okkur kleyft að fara fersk fram á veg, um leið og við byggjum á okkar góða starfi.“

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,

Matthías Grindvík Guðmundsson

fæddur 02.03.1948, Norðurvör 2, Grindavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 9. október 2016. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 19. október kl 14:00. Sigríður Berta Grétarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER 2016

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá og með miðvikudeginum 19. október og fram að kjördegi, á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sandgerðisbæjar

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 13. október 2016

Gunnar Þorvarðarson kveikir á nýju keppnislýsingunni. VF-myndir: hilmarbragi

Ný keppnislýsing í Ljónagryfjuna Ný keppnislýsing hefur verið sett upp í Ljónagryfjunni í íþróttahúsi Njarðvíkur. Það kom í hlut Gunnars Þorvarðarsonar, fyrrverandi fyrirliða körfuknattleiksliðs UMFN að kveikja á lýsingunni fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik á föstudag. Gunnar hefur starfað í íþróttahúsi Njarðvíkur um langa hríð. Yfirleitt hefur Gunnar þurft að slökkva ljósin þegar hann fer. Það var því nokkuð sérstök tilfinning að síðasta verkið væri að kveikja ljósin áður en hann færi.

Nýja keppnislýsingin eru LED-ljós sem koma í stað fluor-ljósa. Mun bjartara er í Ljónagryfjunni með nýju ljósunum og á sama tíma mun Reykjanesbær spara umtalsverða fjármuni í orkukaupum, enda nota LED-ljós mun minni orku en eldri lýsing. Fyrr sama dag var ný lýsing tekin í notkun í Reykjaneshöllinni. Þar gera menn ráð fyrir orkusparnaði upp á 2,5 milljónir króna á ári með nýjum ljósum og að breytingin borgi sig upp á um fjórum árum. Þá er gert ráð fyrir að ljósin endist í 20 ár en líftími LEDljósa er mun meiri en á eldri tækni.

Elskar þú kaffi?

StarfsfÓLK ÓSkast

Laust starf verslunarstjóra á kaffihúsi Kaffitárs í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Verslunarstjóri Við erum að leita að áhugasömum og lífsglöðum kaffiunnanda í starf verslunarstjóra á kaffihúsum okkar Starfsmaður í vinnslusal í Þjóðminjasafni og í Safnahúsinu. Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf í vinnslusal, við Starfssvið blöndun, pökkun og merkingu á okkar úrvalskaffi. Verslunarstjóri er ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri kaffihúsanna og starfsmönnum þess. Vinnutími allabeggja virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hæfniskröfur Við leitum að einstakling sem er sjálfstæður í Starfsfólk í körfugerð vinnubrögðum, hugmyndaríkur, lipur í samskiptum Viðauðvitað leitum eftir starfsmönnum í körfugerð Kaffitárs og kaffiunnandi. Sambærileg starfsreynsla starfrækt er fyrirkaffihúsanna jólin. Starfið er felst í að pakka ersem æskileg. Starfsemi fjölbreytt, m.a. okkar rómuðu Miklargjafavöru, annir í sala veitinga ogjólagjafaeiningum. kaffidrykkja, kaffipakka, desember. og móttaka hópa. Líflegt og fjölbreytt listasýningar starfsumhverfi í þessum fallegu húsum er hýsa Vinnutími frá kl. 08:00 til 16:00 eða eftir samkomulagi. menningarverðmæti okkar íslendinga. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2016. Leitað er að hressum einstaklingum sem eru sjálfstæðir í vinnubrögðum, hugmyndaríkir Vinsamlegast leggið inn umsókn og ferilskráog á liprir í samskiptum. Vinsamlegast leggið inn umsókn heimasíðu Kaffitárs www.kaffitar.is - störf í boði.og ferilskrá á heimasíðu Kaffitárs www.kaffitar.is - störf Frekari í boði. upplýsingar veitir Sólrún Björk Guðmundsdóttir í síma 696-8804 eða á solrun@kaffitar.is Umsóknarfrestur er til 28. október. Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og Frekari upplýsingar veita Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. kristbjorg@kaffitar.is oghjarta Björn Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum okkarKjartansson til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum beint frá býli til að bjorn@kaffitar.is. stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.

kaffitar.is

leggur heiminn að vörum þér

Hörður átti stórleik gegn Njarðvík í fyrstu umferðinni. Hér treður hann boltanum í körfuna. VF-mynd/hilmarbragi.

„Stærstu stundirnar fyrir mig verða utan vallar” Hörður Axel Vilhjálmsson körfuknattleiksmaður mun spila í Dominos deildinni í vetur með Keflavík. Hörður hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2011 og spilað meðal annars í þýsku, spænsku og grísku deildinni. Hörður samdi í vor við Keflavík til fjögurra ára með klásúlu sem gerði honum kleift að semja við erlent lið ef tilboð bærist. Gríska liðið Rethymno Cretan Kings B.C. samdi við Hörð en rifti nýverið samningnum eftir að hafa skipt um þjálfara svo Hörður spilar heima í bláu í vetur. Víkurfréttir fengu Hörð í létt spjall. Hvernig standa þín mál? Muntu spila fyrir Keflavík í vetur? Mín mál eru öll að skýrast, ég er búinn að vera í mjög skringilegri stöðu seinustu mánuði sem maður er feginn að vera laus úr loksins. Ég og konan mín eigum líka von á okkar fyrsta barni þannig maður vill hafa hlutina eins pottþétta og þeir geta orðið. Það hefur sitt vægi í því að ég hef samið við Keflavík. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo ég spili ekki fyrir Keflavík í vetur. Það þyrfti að koma mjög gott tilboð að utan sem ég myndi þá skoða með mínum nánustu og svo í samráði við Keflavík. Hvernig var tilfinningin að spila fyrir Keflavík aftur? Tilfinningin að spila fyrir Keflavík var bæði frábær og mjög skrýtin á sama tíma, gaman að koma aftur og spila

fyrir fólkið sitt. En svo skrýtið líka að koma inn í liðið svona óvænt og detta beint inn í Njarðvík - Keflavík leik sem gerði þetta extra sérstakt. Hvernig og hvar æfðir þú í sumar? Ég æfði með landsliðinu í allt sumar, mest megnis í Reykjavík svo hef ég verið með Keflavík seinustu 2 vikur. Gunni Einars hugsar líka vel um mig þess á milli uppi í Sporthúsi og pískar mér út þar. Hvernig líst þér á Dominos deildina í vetur? Og hvaða væntingar gerir þú til þín og liðsins fyrir þetta tímabil? Deildin er mjög spennandi fyrir veturinn. Margir sterkir leikmenn að koma heim, allir í sitthvort liðið sem gerir þetta mjög áhugavert tímabil til að fylgjast með og taka þátt í.

Ég hef lítið hugsað út í væntingar og markmið liðsins hingað til enda nýbúinn að fá leyfið til þess að klæðast Keflavíkur treyjunni. Enda eru líka liðs markmið eitthvað sem liðið þarf að setjast niður og setja sér í sameiningu sem við munum hiklaust gera bráðlega. En svona fyrstu væntingar sem ég hef til liðsins eru að menn mæti á æfingar og leggi sig alla fram. Með samheldni og vinnusemi er hægt að yfirstíga ansi margar hindranir. Til sjálfs míns geri ég alltaf miklar kröfur, sem er bæði jákvætt og neikvætt. Ég geri væntingar til þess að ég bæti mig sem leikmann og miðli til annarra leikmanna því sem ég hef fram að færa til þess að þeir hagnist af. En stærstu stundirnar fyrir mig þetta tímabilið verða utan vallar.

Aðstoðarþjálfari FH tekur við Keflavíkurliðinu ■■Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla Keflavíkur til næstu þriggja ára. Guðlaugur hefur undanfarin fimm ár verið aðstoðarþjálfari hjá Íslandsmeisturum FH og þar áður hjá ÍR. Guðlaugi til aðstoðar verður Eysteinn Húni Hauksson sem kom til starfa hjá knattspyrnudeildinni síðastliðið haust og þekkir afar vel til félagsins sem fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari. Eins og kunnugt er hætti Þorvaldur Örlygsson þjálfun liðsins þegar honum var boðin full staða hjá KSÍ sem þjálfari yngri landsliða.

Jón Ben og Guðlaugur, nýr þjálfari Keflavíkur, handsala samning.


fimmtudagur 13. október 2016

23

VÍKURFRÉTTIR

Keflavík mun sterkari í Mustad höllinni en Njarðvík steinlá

■■Hjörtur Harðarson og Gunnar Einarsson munu þjálfa lið Keflavíkur í Dominos deild karla í körfubolta í vetur. Greint var frá þessu á karfan.is en í haust þurfti aðalþjálfari liðsins, Sigurður Ingimundarson að taka sér ótímabundið leyfi sökum heilsufarsástæðna. Hjörtur tók þá við liðinu sem átti að vera tímabundið en er nú staðfest að verði allt tímabilið. Hjörtur og Gunnar eru báðir vel kunnugir félaginu en báðir eiga þeir að baki fjölda leikja og titla með Keflavíkurliðinu.

Keflavík sigraði nágrannaslaginn og Clinch var hetja Grindvíkinga Keflavík sigraði granna sína frá Njarðvík í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta, 82-88 og Grindvíkingar sigruðu Þór Þorlákshöfn í spennuleik sem endaði með tveggja stiga mun, 73-71. Í Ljónagryfjunni voru Keflvíkingar sterkari aðilinn og leiddu meirihluta leiksins en Njarðvíkingar söxuðu reglulega vel á og sköpuðu spennu. Þó ekki nóg en leikurinn endaði með sex stiga sigri Keflvíkinga. Nýr Kani Keflvíkinga Amin Stevens spilaði vel, skilaði 33 stigum, 21 frákasti og 3 stoðsendingum og lofar góðu. Hörður Axel skoraði 16 stig og gaf 6 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Keflavík síðan 2011. Stigahæstir hjá Njarðvík voru Corbin Jackson með 21 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar og Snjólfur Stefánsson með 15 stig og 9 fráköst. Stefan Bonneau er enn að

jafna sig af meiðslum og spilaði aðeins í fyrri hálfleik. Lewis Clinch var hetja Grindvíkinga í Mustad höllinni en hann átti lokakörfuna sem tryggði Grindvíkingum sigur í leiknum. Hann átti góðan leik, skoraði 37 stig og tók 3 fráköst. Ólafur Ólafsson skilaði 15 stigum og tók 6 fráköst. Stigahæstur Þórsara var Tobin Carberry með 23 stig og 7 fráköst. Njarðvíkingurinn Magiej Baginski spilaði einnig vel fyrir Þór og var með 14 stig og 6 fráköst. Í kvöld tekur Grindavík á móti Haukum og Njarðvíkingar sækja Snæfell heim en báðir leikir hefjast kl. 19:15. Annað kvöld spilar Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni og hefst sá leikur kl. 20:00.

Suðurnesjamenn góðir í júdó ■■Haustmót Júdósambands Íslands yngri flokka fór fram í Mustad höll Grindvíkinga um helgina. Suðurnesjafólk var sigursælt á mótinu en Grindvíkingar og Njarðvíkingar áttu marga sigurvegara og voru glímumenn Þróttar í Vogum einnig báðir í verðlaunasætum. Meðal sigurvegara voru Tinna Einarsdóttir úr Grindavík í U13 blönduðum flokki drengja -57 en hún vann allar sínar glímur á ipponi, eða fullnaðarsigri. Ægir Már Baldvinsson úr Njarðvík sigraði í U21 flokki -73 en hann var að keppa tvo þyngdarflokka upp fyrir sig og barðist við andstæðinga rúmlega tíu kílógrömmum þyngri en hann. Í undanúrslitaviðureigninni sigraði hann á kasti en í úrslitaviðureigninni sigraði hann á fastataki. Heildarúrslit mótsins má finna á vf.is

Dran

gave

Suðu

llir

rvell

Iðavellir 13, 230 Reykjanesbær

Fiskislóð 11, 101 Reykjavík

iti

tale

Efs Iðav

ellir

Í næsta nágrenni við þig! Við höfum opnað að Iðavöllum 13, Reykjanesbæ.

Notaðu plássið heima til þess að stækka heimilið og geymdu hlutina hjá okkur.

Geymslur ehf. sími 555 3464 www.geymslur.is geymslur@geymslur.is

holt

ir

Aðal gata

VANTAR ÞIG MEIRA PLÁSS?

lt

ho

ug

Ba

Vatn s

r

Hjörtur og Gunnar þjálfa Keflavík í vetur

Nýr Keflavíkurkani, Amin Stevens, fór á kostum, hér skorar hann gegn UMFN.

velli

■■Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson hafa samið við knattspyrnudeild Njarðvíkur um þjálfun á meistaraflokksliði karla næsta tímabil. Þeir skrifuðu undir tveggja ára samning þess efnis á dögunum. Rafn og Snorri eiga báðir að baki hátt í 200 leiki með Njarðvík auk þess að hafa báðir þjálfað hjá félaginu. Njarðvík samdi einnig til tveggja ára við þá Andra Fannar Freysson, Stefán Birgi Jóhannesson og Styrmi Gauta Fjeldsted sem allir hafa gengt lykilhlutverki í liðinu undanfarin ár auk Óðins Jóhannsson sem stígur upp úr yngri flokkum.

Flug

Rafn og Snorri þjálfa Njarðvík

fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 8 fráköst, þar af 5 sóknarfráköst og gaf 3 stoðsendingar auk þess að hitta úr 7 af 8 vítum. Hjá Grindavík var Ashley Grimes með 19 stig og 9 fráköst og Petrúnella Skúladóttir með 14 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Snæfellingar fóru illa með Njarðvíkinga í Hólminum og voru greinilega staðráðnar í að ná sigri eftir að hafa tapað gegn nýliðum Skallagríms. Sterkust Njarðvíkinga var Carmen Tyson-Thomas með 38 stig, 14 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Snæfelli var Taylor Brown stigahæst með 27 stig auk 5 frákasta og 5 stoðsendinga.

Keflavík sigraði Grindavík nokkuð örugglega, 65-89 í annarri umferð Dominos deild kvenna í Mustad höll Grindvíkinga. Njarðvíkingar steinlágu gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 84-59. Í Grindavík var leikurinn frekar óspennandi ef frá er tekin rispa Grindvíkinga í öðrum leikhluta sem minnkaði muninn niður í 37-41 og stóðu leikar þannig í hálfleik. Keflvíkingar voru miklu grimmari og voru með yfirhöndina í hinum þremur leikhlutunum og sigruðu með rúmlega tuttugu stiga mun. Emelía Ósk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik

Fiskislóð 25, 101 Reykjavík

Tunguháls 8, 110 Reykjavík

Miðhraun 4, 210 Garðabær


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Er ekki hægt að nota álversbygginguna sem gróðrarstöð fyrir kísilverin?

LOKAORÐ Örvars Kristjánssonar

Að kjósa Það er óvanalegt að haustinu fylgi kosningar til Alþingis okkar Íslendinga. Það er þó sú skrítna staða sem uppi er núna. Með breyttum tímum fer nú kosningabaráttan að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum. Hvort það sé gott eða slæmt skal ósagt látið. Baráttan er gríðarlega hörð og það lofa allir öllu fögru. Hér á landi kjósum við flokka, við annaðhvort aðhyllumst stefnu hans og málefni, kjósum flokkinn af því við höfum alltaf gert það nú eða þá vegna þess að okkur finnst vera kominn tími á breytingar. Það er hægt að finna gott fólk á lista hjá nánast hverjum einasta flokki en líka algjöra drullusokka. Margir hafa talað fyrir því að gaman væri að geta valið fólk en ekki flokka, því er ég sammála. Ég myndi líka vilja fækka þingmönnum um helming og tvö- eða jafnvel þrefalda laun þeirra, draga okkar hæfasta og besta fólk að borðinu (sagt með fullri virðingu fyrir núverandi þingmönnum). Pólitískt ástand á Íslandi hefur verið undarlegt frá hruni, það eru breyttir tímar og virðing almennings er ekki mikil fyrir Alþingi. Fjöldi þeirra sem eru óákveðnir er mikill en ég vil hvetja fólk til þess að nýta þennan rétt okkar til að kjósa, fyrir honum var haft með blóði, svita og tárum. Hvort sem þú sért harðákveðinn eða þér lítist ekki á neinn flokkanna, finnist þú

ekki hafa neinn skýran valkost þá skaltu mæta og kjósa. Skila þá frekar auðu. Virða þennan rétt sem forfeður okkar börðust fyrir. Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá er kosið um flokka í þessum kosningum, það eru margir valkostir með ólík sjónarmið. Flokkarnir eru núna á fullu að keppast um atkvæði okkar og á þessum tíma ættu menn að geta vaðið í snittum, kökum, pizzum og mjöð. Ég var einu sinni í kjörklefanum að fara að setja x-ið mitt við flokk þann sem ég var búinn að ákveða að kjósa þegar ég hætti snögglega við því flokkurinn sem var fyrir neðan á kjörseðlinum hafði gert afar vel við mig í mat og drykk kvöldið fyrir kosningar. Það var vel þegið fyrir fátækan námsmann á þessum tíma. Þetta rifjaðist snögglega upp fyrir mér í miðri þynnkunni, kvöldið áður hafði verið algjörlega frábært. Ég hafði ekki samvisku í annað en að umbuna flokknum fyrir velvildina og breytti þarna ákvörðun minni inni í kjörklefanum. Nú til dags þarf meira en nokkra bjóra og grillaðan hamborgara til þess að ná í atkvæðið mitt en þarna gerði ég þó hið eina rétta og lét flokkinn dekra við mig fyrir kosningar því þeir gera það sjaldnast eftir þær.

Langar að verða hjúkrunarfræðingur eða grasalæknir Starfsgreinakynning var haldin á þriðjudag fyrir grunnskólanema í 8. og 10. bekk á Suðurnesjum. Kynningin í ár var hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og var markmið hennar að efla starfsfræðslu og menntun grunnskólanemenda auk þess að skerpa á framtíðarsýn ungs fólks. Kynningunni var sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna, meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi

að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Settir voru upp básar þar sem hinar ýmsu starsgreinar voru kynntar, nemendur gátu skoðað tæki og tól og spurt spurninga. Þekkingarsetur Suðurnesja sá um skipulagningu á viðburðinum fyrir SSS. Steina Björg, 13 ára nemandi í Holtaskóla er ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur eða grasalæknir í framtíðinni en hún

var á Starfsgreinakynningunni. „Mamma vinar míns er grasalæknir og þegar ég var oft heima hjá honum þá var hún með alls konar jurtir og var líka í oft sjónvarpinu. „Ég fékk þá áhuga á því“ segir Steina, aðspurð hvort hún hafi alltaf vitað hvað hana langaði að verða. „Ég hef mikinn áhuga á hjúkrunarfræði og læknisfræði því mig langar að geta hjálpað fólki. Svo ég hef aðeins byrjað að kynna mér þau störf.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.