32 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 2 0. ÁGÚST 2 0 15 • 3 2 . TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar:

Allar kennarastöður mannaðar

T

ónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur tekist að manna allar stöður kennara fyrir komandi skólaár. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, var ekki bjartsýnn á vormánuðum með að halda í kennarahópinn sem kemur utan Suðurnesja, þar sem Reykjanesbær hætti að greiða ferðastyrki til kennara, hvort sem það væri endurgreiðsla rútugjalds eða andvirði rútufargjalds upp í eldsneyti. Í samtali við Víkurfréttir nú í vikunni sagði Haraldur að ræst hafi ágætlega úr stöðunni sem var í vor og fyrr í sumar og nú sé búið að ráða kennara í allar stöður við skólann fyrir komandi vetur. Af 44 kennurum skólans koma 26 af höfuðborgarsvæðinu.

Féllust í faðma í ræðustóli bæjarstjórnar

- Anna Lóa í leyfi frá bæjarstjórn og Guðbrandur verður forseti

Ö

HALDIÐ Á TUNGLI M

það hafi alls ekki verið á sinni áætlun að verða forseti bæjarstjórnar þetta kjörtímabil. Hann sagðist ætla að leggja sig fram um að standa sig í nýju embætti. Guðbrandur sagði um Önnu Lóu að hún hafi verið forseti allrar bæjarstjórnarinnar og að samstarfið við hana hafi verið alveg einstakt. „Missir okkar er gróði annarra,“ sagði Guðbrandur og kallaði svo Önnu Lóu til sín og vildi fá „pontuknús“ þar sem þau féllust í faðma í ræðustóli bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

forsíðumynd vikunnar eftir Marínó Má Magnússon

arínó Már Magnússon á forsíðumynd Víkurfrétta að þessu sinni. Það eru lesendur fésbókarsíðu Víkurfrétta sem gáfu myndinni flest atkvæði í kosningu á milli þriggja mynda um það hver yrði forsíðumynd vikunnar. Í öðru sæti varð mynd af folandi og meri sem Hallur Metúsalem

FÍTON / SÍA

nnu Lóu Ólafsdóttur, bæjarfulltrúa Beinnar leiðar, hefur verið veitt ársleyfi frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar og lausn sem forseti bæjarstjórnar. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar síðdegis á þriðjudag. Anna Lóa er að flytja norður á Akureyri þar sem hún tekur að sér starf fyrir Símey, Símenntun Eyjafjarðar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, var í gær kjörinn nýr forseti bæjarstjórnar með öllum greiddum atkvæðum. Hann sagði í ræðustóli að

einföld reiknivél á ebox.is

Hallsson tók og í þriðja sæti varð mynd Guðmundar Árnasonar sem sýndi gröfu og flugvélar og er nokkuð táknræn mynd fyrir atvinnulífið hér suður með sjó um þessar mundir. Marínó Már Magnússon er að gera mjög góða hluti sem áhugaljósmyndari en Víkurfréttir voru einmitt með viðtal við hann nú í

sumar þar sem sjá mátti nokkur af verkum hans. Víkurfréttir þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í forsíðuleiknum okkar nú tvö blöð í röð. Nú tökum við pásu á forsíðuleiknum og gefum ljósmyndurum Víkurfrétta tækifæri á að láta ljós sitt skína í næstu blöðum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Guðbrandur og Anna Lóa féllust í faðma í ræðustóli. Kjartan Már bæjarstjóri fylgist brosandi með. VF-mynd: Hilmar Bragi

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Verið tímanlega með auglýsingar í Ljósanæturblað Víkurfrétta 3. september.


2

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

LJÓSANÓTT

SKRÁÐU ÞINN VIÐBURÐ!

eina) nudaginn 23.

-fréttir

Tvær milljónir til Umhyggju S

Dagskrá Ljósanætur er að finna á vefsíðunni ljosanott. is. Þátttakendur skrá sína viðburði sjálfir inn á vefinn og þannig tekur dagskráin smám saman á sig mynd. Til að viðburðurinn birtist einnig í prentaðri dagskrá, þarf að skrá hann á ljosanott.is, í síðasta lagi, sunnudaginn 23. ágúst.

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

LEIÐSÖGN

- SÍÐASTA SÝNINGARHELGI

pósturu vf@vf.is

- Sigvaldi Arnar gekk frá Keflavík til Hofsóss og safnaði fjárframlögum

igvaldi Arnar Lárusson hefur afrekað að safna yfir tveimur milljónum króna fyrir Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum. Sigvaldi fór gangandi fyrr í sumar frá Keflavík til Hofsóss fyrir málstaðinn. Þó svo gangan sé afstaðin fyrir þó nokkru síðan þá hefur söfnunin haldið áfram eða þar til um nýliðna helgi. Þá var settur endapunktur. Aðeins vantaði nokkra þúsundkalla upp á að tveggja milljóna markinu væri náð þegar Sigvaldi boðaði sitt helsta aðstoðar- og stuðningsfólk í lokahóf til að fagna árangrinum. Þar opnaði fólk hins vegar veskin og upphæðin fór í tvær milljónir og 17 þúsund krónum betur. Söfnunarféð verður afhent Umhyggju í þessari viku. 150.000 krónur af upphæðinni fóru þó í sérstakt verkefni á Suðurnesjum. Einstaklingur gaf þá upphæð til verkefnisins en setti fram þá ósk að fjármununum yrði varið á Suðurnesjum.

Sigvaldi Arnar afhenti þeim Rut og Chad fárstuðning upp á 150.000 krónur en peningarnir bárust í söfnun Sigvalda Arnars fyrir Umhyggju á dögunum með þeim orðum að þeim yrði varið í verkefni á Suðurnesjum. Í aftari röð eru Stefán litli, Chad, Rut, Þór, Tinna Rut, Sigvaldi og Alexander. Í fremri röð eru þær systur Helena og Emilía.

„Ég ákvað því að hafa samband við Rut Þorsteinsdóttur og Chad Keilen en þau eiga tvær langveikar

stelpur, þær Helenu og Emilíu,“ segir Sigvaldi Arnar um hvernig þeim peningum var varið.

Bónus opnar í gamla Félagsbíói -Verslunin mun opna með haustinu

Sunnudaginn 23. ágúst kl. 14:00 verður Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og sýningarstjóri, með leiðsögn um sýninguna HULDUFLEY, skipa- og bátamyndir Kjarvals. Skip skipuðu sérstakan sess í verkum Kjarvals og því fróðlegt að heyra Aðalstein gera grein fyrir honum. Leiðsögnin fer fram í sýningarsal Listasafnsins í Duus safnahúsum. Síðasta sýningarhelgi sýninganna HULDUFLEY og KLAUSTURSAUMUR OG FILMUPRJÓN - Textíll í höndum kvenna í Gryfju. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

ATVINNA

LEIKSKÓLAKENNARAR Leikskólinn Holt óskar eftir Leikskólakennum og/eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða reynslu af starfi með börnum í tvær 100% stöður, frá 1.september 2015. Umsóknarfrestur er til 1.september 2015 Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um starfið og menntunar- og hæfniskröfur. Nánari upplýsingar veitir Kristín Helgadóttir leikskólastjóri s.4203175 / 8966104 eða kristin.helgadottir@leikskolinnholt.is

Á meðfylgjandi mynd má sjá Eirík G. Guðmundsson þjóðskjalavörð afhenda Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra Sandgerðisbæjar úrskurðinn.

Sandgerðisbær fyrsta sveitarfélagið í rafræna skjalavörslu

Þ

jóðskjalasafn Íslands hefur veitt Sandgerðisbæ heimild til að hefja rafræna skjalavörslu og skila gögnum á rafrænu formi til safnsins til langtímavarðveislu. Sandgerðisbær er fyrsta sveitarfélagið hérlendis sem fær slíka heimild. Um er að ræða heimild til að afhenda gögn á rafrænu formi úr skjalavörslukerfi bæjarins. Sandgerðisbær mun því hætta að prenta út gögn úr kerfinu til varðveislu og varðveita gögnin eingöngu á rafrænu formi. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Sandgerðisbæjar og Þjóðskjalasafns unnið að málinu í góðu samstarfi. Fyrsta afhending á rafrænum gögnum Sandgerðisbæjar verður árið 2017. Sandgerðisbær er afhendingarskyldur til Þjóðskjalasafns þar sem sveitarfélagið er ekki aðili að héraðsskjalasafni. „Sandgerðisbær leggur áherslu á faglega stjórnsýslu og liður í því er rafræn skráning skjala og mála sem til vinnslu eru hjá bæjarfélaginu. Rafræn skjalastjórnun auðveldar yfirsýn og rekjanleika mála, þjónusta við bæjarbúa og viðskiptavini verður áreiðanlegri. Um leið verður

umtalsverður sparnaður á pappír og geymsluplássi“, segir Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði. Þjóðskjalasafn setti árið 2009 fyrst reglur um rafræn opinber gögn og skil á þeim. Síðan hafa stofnanir og embætti ríkisins tilkynnt alls 146 gagnakerfi til safnsins og fjöld ríkisstofnana fengið heimild til rafrænnar skjalavörslu. Þjóðskjalasafn hefur fengið til varðveislu alls 17 afhendingar á rafrænum gögnum og á næstu árum munu rafræn gögn í safnkosti Þjóðskjalasafns margfaldast. Að sögn Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, eru enn fjölmörg gagnakerfi hjá hjá hinu opinbera sem sem eftir á að tilkynna safninu svo hægt sé að tryggja varðveislu og aðgengi að upplýsingum í þeim til framtíðar: „Stofnanir ríkisins ráða yfir nokkrum gagnakerfum og aðeins brot af þeim hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns. Það er ánægjulegt að fyrsta sveitarfélagið hafi nú hafið rafræna skjalavörslu og er von til þess að sporganga Sandgerðisbæjar verði sveitarfélögum og stofnunum ríkisins til eftirbreytni.“

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

XXBónus mun opna nýja verslun í húsnæði því sem áður hýsti Félagsbíó í gamla miðbæ Keflavíkur. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, staðfesti það í samtali við Víkurfréttir. Sá orðrómur er búinn að vera þrálátur í allt vor og sumar að Bónus sé á leiðinni í gamla Félagsbíó og nú hefur Guðmundur loksins tekið af allan vafa þess efnis. „Já ég get staðfest það að Bónus mun opna nýja búð í miðbæ Reykjanesbæjar. Þessi nýja búð verður frekar lítil en hún mun verða með allt það helsta sem við bjóðum uppá fyrir okkar viðskiptavini. Við teljum þessa staðsetningu, gamla Félagsbíó, vera ákjósanlega fyrir búð af þessari stærð. Að sjálfsögðu verður sama góða Bónusverðið í nýju búðinni og öllum öðrum búðum okkar,“ sagði Guðmundur. Guðmundur tók það fram að Bónusverslunin á Fitjum verði rekin áfram með óbreyttu sniði meðfram nýju búðinni. Ekki er ennþá ljóst, að sögn Guðmundar, hvenær verslunin muni opna en stefnt er að því að hún opni núna með haustinu. Ljóst er að margir muni fagna því að sjá líf í gamla Félagsbíói sem staðið hefur tómt núna í nokkuð mörg ár.

Þjóðarsáttmála um læsi fagnað XXBæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þjóðarsáttmála um læsi, að öll börn lesi sér til gagns við útskrift úr grunnskóla.

Bæjarráðið fagnar því að þetta verkefni sem Reykjanesbæjar hefur verið í forystu um verði nú unnið á landsvísu. Bæjarráð samþykkir þjóðarsáttmálann og felur bæjarstjóra að undirrita hann, segir í fundargerð bæjarráðs frá því í síðustu viku.


Markhönnun ehf

kræsingar & kostakjör

-21%

KjúKlingabringur 900 gr

1.391 ÁÐur 1.761 Kr/pK

KjúKlingabringa

-21%

1.883 ÁÐur 2.384 Kr/Kg

magnpoKi

698 ÁÐur 895 Kr/Kg

brómber

-30%

bbQ leggir

-22%

appelsínumarinering

jarÐarber

125 gr

-30%

384

ÁÐur 549 Kr/pK

250 gr

335 ÁÐur 479 Kr/pK

rifsber

-30%

125 gr

349

2 fyrir 1

spelt brauÐ

myllan - 500 gr

389 Kr/stK

a j r be dagar

ÁÐur 498 Kr/pK blÁber

-30%

hindber

125 gr

125 gr

-30%

349 ÁÐur 498 Kr/pK

349

blÁber

-30%

ÁÐur 498 Kr/pK

driscolls -510 gr

895 ÁÐur 1.279 Kr/pK

narslblöndur

-22%

50 gr

179 ÁÐur 229 Kr/pK

næringarstyKKi

-21%

4 teg.- 35 gr

149 ÁÐur 189 Kr/stK

Heilnæmir naslpokar & næringarstykki í skólanestið

dit valg smoothie.

-20%

600 g - gulur/rauÐur

479 ÁÐur 599 Kr/pK

Tilboðin gilda 20. ágúst – 23. ágúst 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


! r é þ r i t f e r a k – ós www.kronan.is

r a n p o Krónan esbæ n a j k y e íR

Krónan Reykjanesbæ óskar eftir þér! Krónan er með fjölbreytt vöruúrval og hefur verið í stórsókn á markaðnum. Í verslununum er grænmetis- og ávaxtatorg og lífrænar deildir. Framboð í kjöti og fiski er ríkulegt og í stærri Krónuverslununum er kjötpökkun á staðnum. Sömuleiðis eru ilmandi nýbökuð brauð á boðstólum á hverjum degi. Í vetur opnar Krónan nýja verslun í Reykjanesbæ og því auglýsum við eftir starfsfólki.

ð r o b t ö j k t g e l i s Glæ ! m u n ð a t s á

n u k k ö p t ö j k

t n æ r f í L

og hollt!

n æ r g g o Ávextir

! i l a v r ú u l í mik


i r æ f i k æ t Atvinnu Verslunarstjóri

Starfslýsing:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Innkaup og sala • Stjórnun starfsfólks í versluninni • Ábyrgð á ráðningum og tímaskráningum • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Ábyrgð og eftirlit með birgðum og rýrnun • Samþykkt reikninga • Þátttaka í áætlanagerð og framkvæmd áætlana

• Menntun í viðskiptafræði eða verslunarstjórnun er kostur • Reynsla af matvörumarkaði er kostur • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

Vaktstjóri Starfslýsing:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Þjónusta við viðskiptavini • Verkstjórn og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Vera staðgengill verslunarstjóra í fjarveru hans

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

Kjötstjóri Starfslýsing:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Verkstjórn í kjötdeild • Kjötpökkun • Umsjón pantana • Verðmerkingar og áfyllingar • Gæðaeftirlit

• Menntun eða góð reynsla í kjötiðn er skilyrði • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulögð vinnubrögð • Tölvufærni

Lagerstjóri Starfslýsing:

Hæfniskröfur:

• Vörumóttaka • Samþykkt reikninga

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

Almenn afgreiðsla Starfslýsing:

Hæfniskröfur:

• Þjónusta við viðskiptavini

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

i t e m n græ

Sótt er um störfin á www.kronan.is Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2015

n i m o k l e v Verið a verslun!

g e l i s æ l g g o í nýja

Nýbaka!ð

á staðnum


6

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR RITSTJÓRNARPISTILL vf.is

HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Haustið tekur við ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN:

Það er ennþá hásumar hér á Suðurnesjum. Það má hins vegar segja að haustið sé að koma því skólarnir eru að byrja og þar með kemst líf margra aftur í fastar skorður. Nú er ekkert hægt að vaka frameftir því nú þarf að vakna tímanlega í skólann.

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Friðrik K. Jónsson, frikki@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is UMBROT OG HÖNNUN: Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006

AFGREIÐSLA: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is PRENTVINNSLA: Landsprent UPPLAG: 9000 eintök. DREIFING: Íslandspóstur DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: www.vf.is og kylfingur.is

Grunnskólarnir á Suðurnesjum verða settir á morgun og mánudag. Nú gerist það í fyrsta skipti að öll grunnskólabörn eru fædd á 21. öldinni, börnin í 10. bekk eru aldamótaárgangurinn 2000.

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Þegar skólarnir byrja verða einnig talsverðar breytingar á vinnumarkaði. Framhaldsskólanemar setjast á skólabekk og störf þeirra losna. Það var augljóst þegar Víkurfréttum var flett í síðustu viku að það er mikla atvinnu að hafa á Suðurnesjum. Fjölmörg fyrirtæki auglýstu eftir fólki til starfa og þegar flett var í gegnum auglýsingarnar er ljóst að um tugi starfa er að ræða. Og í þessari viku eru enn fleiri störf auglýst. Vekur þar mesta athygli auglýsing Krónunnar sem boðar

opnun verslunar í Reykjanesbæ á komandi vetri. Það eru heldur betur að verða breytingar í verslun í Reykjanesbæ. Krónan stillir sér upp andspænis Bónus á Fitjum og hann fer í útrás og opnar verslun í miðbæ Keflavíkur. Þrátt fyrir að verslunum fjölgi og neytendur fagni þá hefur kakan lítið stækkað, nema jú að ferðamönnum hefur fjölgað í lágvöruverðsverslunum. Talandi um haustið. Vogamenn héldu sína uppskeruhátíð með fjölskyldudögum um síðustu helgi í ágætis veðri. Sandgerðisdagar hefjast á mánudag og ná hámarki um aðra helgi og þá er Ljósanótt framundan í Reykjanesbæ. Þá hafa Suðurnesjamenn verið duglegir að sækja bæjarhátíðir um allt land. Þannig sá undirritaður fjölmörg andlit frá Suðurnesjum á Fiskideginum mikla á Dalvík á dögunum, á blómstrandi dögum í Hveragerði og lengi mætti telja. Höldum áfram að njóta sumarsins meðan það varir, tökum haustinu fagnandi og sýnum varúð í umferðinni nú þegar ungir vegfarendur eru komnir á stjá eldsnemma að morgni á leið til skóla.

Undirbúningur Ljósanætur gengur vel

Heimamenn í helstu hlutverkum -Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi

U

ndirbúningur Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar sem fram fer dagana 3. - 6. september gengur vel og eru flestir stóru viðburðirnir tilbúnir eða langt komnir að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. „Heimafólk er að venju í öllum helstu hlutverkum en stór hópur fólks kemur að undirbúningnum eins og venjulega og eru þar á ferðinni bæði íbúarnir sjálfir, ýmis félagasamtök og stofnanir og svo auðvitað starfsmenn Reykjanesbæjar en framkvæmd hátíðarinnar er á ábyrgð bæjarfélagsins”. Fjárframlag bæjarfélagsins til hátíðarhaldanna hefur verið lækkað en að sögn Valgerðar er vonast eftir að fyrirtæki í bænum bregðist við því með auknu framlagi og viðbrögð lofi góðu. „Við þjófstörtum að venju á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötu og frumsýningu sýningar Með blik í auga í Andrews leikhúsinu sem í ár kallast Lög unga fólksins en þar munu ýmsir stórsöngvarar halda áfram að rekja fyrir okkur tónlistarsögu Íslendinga en sýningin verður einnig á sunnudeginum. Á fimmtudeginum er hátíðin sett við Myllubakkaskóla með aðstoð barna úr leik- og grunnskólum bæjarins og seinni partinn opna svo flestar listsýningarnar en bæjarbúum öllum er boðið í Duus Safnahús þar sem opnaðar verða fjórar nýjar sýningar. Þar ber hæst ljósmyndasýningin Andlit bæjarins sem er samstarfsverkefni Listasafnsins og Ljósops og í Gryfjunni sýnir ungur hönnuður héðan úr bænum verk sín. Í Stofunni í Bryggjuhúsinu verður finnskur textíllistamaður og í Bíósalnum verður sýning í tilefni 100 ára afmælis Keflavíkurkirkju,” segir Valgerður og hvetur aðra sýnendur

myndlistar til þess að setja upplýsingar sem fyrst inn á vef Ljósanætur; ljosanott.is. „Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus og þar býður Skólamatur upp á sína árlegu Ljósanætursúpu. Þá er nglingaball í svipuðum dúr og í fyrra í undirbúningi. Áhugaverð nýjung verður svo í boði síðar þetta kvöld þegar íbúar í gamla bænum bjóða til heimatónleika og

verða þeir kynntir betur síðar en þetta er einmitt skemmtilegt dæmi um sjálfsprottin verkefni íbúa bæjarins.” Laugardagurinn er venju stærsti dagur Ljósanætur og verður árgangagangan á sínum stað að sögn Valgerðar sem og vegleg tónlistardagskrá á sviði um kvöldið. „Um kvöldið fáum við að heyra valda kafla úr sýningunni Sveitapiltsins draumur, Rúnar Júl 70 ára sem færri en vildu sáu í Stapa í vor. Einnig koma fram keflvísku böndin Kolrassa krókríðandi og Sígull og tónlistarmaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Eftir flugeldasýninguna, sem er í boði HS Orku eins og áður, mun Jónas Sig og ritvélarnar leika nokkur lög áður en fjölskyldufólkið tygjar sig heim og hinir koma sér á djammið í veitingahúsunum en búast má við góðri dagskrá hjá þeim að venju.” Á sunnudeginum verða öll sölutjöld enn opin sem og sýningar þannig að fólk hefur tima til að njóta í rólegheitunum þess sem það missti af í fjörinu á laugardeginum. Þá er að sögn Valgerðar í undirbúningi skemmtilegur leynilegur viðburður í Höfnunum á vegum íbúa sem verður kynntur nánar síðar. Undirbúningsnefndin hvetur alla þá sem ætla að vera með viðburð á Ljósanótt að koma honum sem fyrst inn á vef Ljósanætur og alls ekki síðar en 23. ágúst en þá munu Víkurfréttir taka þaðan allar upplýsingar í dagskrárbækling sem blaðið gefur út. „Svo er bara að vera kátur og hlakka til að fjölskyldan geti skemmt sér saman á Ljósanótt”, sagði Valgerður að lokum.


markhonnun.is

www.KSK.IS

10%

þú getur unnið

afsláttur af matvöru

20.-23. áGúst

250.000kr skráðu gjafabréf netfangið þitt & þú kemst í lukkupott

30% afsláttur af sérvöru

20.-23. áGúst - ÁR

A A f m ælI

-

Í tilefni 70 ára afmælis KSK efnum við til afsláttardaga og leiks í Nettó Njarðvík og Nettó Grindavík. Allir félagsmenn fá 10% afslátt af matvöru og 30% afslátt af sérvöru dagana 20.-23. ágúst.

TAkTu þáTT í neTfAngAleiknum okkAr Þú Gætir dottið Í luKKupottiNN oG uNNið: Til Að TAkA þáTT:

Gjafabréf í Nettó

ertu félagsmaður? Farðu þá inn á www.ksk.is og skráðu netfangið þitt. Þeir sem þegar hafa skráð netfang eru sjálkrafa með í lukkupottinum. Viltu alltaf afslátt og afsláttarkjör? Þá þarftu bara að gerast félagsmaður. Þú ferð inn á www.ksk.is, sækir um félagsmannakort og skráir líka netfangið þitt. Þú getur þá nýtt þér afmælisafsláttinn dagana 20. - 23. ágúst í Nettó Njarðvík og Nettó Grindavík, þannig dettur þú í afmælislukkupottinn og færð hér eftir alltaf 2% afslátt við kassann og regluleg sértilboð.

að upphæð

www.netto.is Grindavík · Reykjanesbær


8

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

ATVINNA

pósturu vf@vf.is

Útskriftarhópurinn sem var útskrifaður frá Háskólabrú Keilis sl. föstudag.

AÞ-Þrif leitar að einstaklingum í vinnu. Einungis íslensku- eða enskumælandi einstaklingar koma til greina. Ákjósanlegur aldur er 20–40 ára. Gerðar eru kröfur um bílpróf og hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á bjarki@ath-thrif.is merkt „Atvinna“

Skeiðarási 12 210 Garðabæ

ATVINNA

ÚTKÖLL - AUKAVINNA Starfskraftur óskast til að ræstistarfa

Vantar þig aukavinnu ?

Okkur hjá Allt hreint vantar fólk á lista sem hefur áhuga á aukavinnu allir tímar í boði. Kröfur: Íslenskukunnátta æskileg og ökuréttindi skilyrði.

1.278 nemendur útskrifast úr Háskólabrú

H

áskólabrú Keilis útskrifaði 22 nemendur úr Verk- og raunvísindadeild skólans við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 14. ágúst. Með útskriftinni hafa 134 nemendur lokið námi í Háskólabrú Keilis á þessu ári, 72 úr fjarnámi og 62 úr staðnámi. Samtals hafa 1.278 nemendur útskrifast úr Háskólabrú frá upphafi og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, fluttu ávarp. Dúx var Ásbjörn Hall Sigurpálsson með 9,16

í meðaleinkunn. Fékk hann spjaldtölvu frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Sigurpáll Hólmar Jóhannesson flutti ræðu útskriftarnema. Í allt hafa 2.365 nemendur útskrifast frá Keili síðan skólinn hóf starfsemi árið 2007. Fjöldi umsókna hefur borist um nám fyrir haustið 2015 og er mikil aukning meðal nemenda í atvinnuflugmannsnám í Flugakademíu Keilis auk þess sem fjöldi umsókna hafa borist í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og einkaþjálfaranám Íþróttaakademíu Keilis. Sem fyrr eru flestir umsækjendur um nám í Háskólabrú Keilis, en að jafnaði stunda hátt í tvö hundruð einstaklingar staðnám og fjarnám í Háskólabrú á ári hverju.

Umsóknum skal skila á heimasíðu Allt hreint www.allthreint.is undir liðnum „Atvinna í boði“

www.allthreint.is // Holtsgötu 56, 260 // Sími 421 2000

Heima í gamla bænum

SKÓLASETNING Stóru-Vogaskóli - Vogum Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst í Tjarnarsal 1.-5.bekkur. bekkur mæti kl. 10:00 og 6.-10. bekkur mæti kl. 11:00. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma með börnum sínum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. Skólastjórnendur

-nýr viðburður á Ljósanótt

XXÍbúar í gamla bænum í Keflavík bjóða gestum heim í stofu á Ljósanótt þar sem fram koma ungir tónlistarmenn af Suðurnesjum. Fjórar hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum föstudaginn 4. september. Þær eru: Æla, Trílógía, Gálan og SíGull. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið á milli tónleika eða gengið um og upplifað brot af því helsta. Miðasala fer fram á tix.is og er miðaverð kr. 1500. Gestir munu fá armbönd sem gilda á alla tónleikana. Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Ölgerðin, K. Steinarsson og Kosmos&Kaos.

Bókhald, virðisaukaskattskil, launaútreikningur, gerð ársreiknings og skattframtals Veitum faglega þjónustu

apal@apal.is ı Sími 535 0220

Hjólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju

B

oðið verður upp á hjólbörutónleika í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt þar sem tekið verður á móti óskalögum gesta úr sal og léttleikinn í fyrirrúmi. Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Kjartan Már Kjartansson munu flytja lög af rúmlega 100 laga lista, sem rúmast í einum

hjólbörum, og verður efnisskráin þannig til á staðnum. Þeir sjá sjálfir um kynningar og verður eflaust slegið á létta strengi og fróðlegt að sjá hvaða lög fá flest atkvæði tónleikagesta. Tónleikarnir hefjast kl. 18.00 fimmtudaginn 3. september og er miðaverð kr. 1500. Miðasala hefst við innganginn kl. 17:30.

Innanríkisráðuneytið skoðaði fasteignaviðskipti í Garði - bæjarfulltrúar ekki vanhæfir í viðskiptunum

XXBæjarfulltrúarnir Gísli R. Heiðarsson og Einar Jón Pálsson voru ekki vanhæfir þegar Sveitarfélagið Garður keypti fasteignirnar Heiðartún 2b og 2c í Garði árið 2014. Þetta er niðurstaða Innanríkisráðuneytisins sem tók málið til skoðunar eftir að Jónína Holm bæjarfulltrúi hafði vakið athygli ráðuneytisins á meintu vanhæfi bæjarfulltrúanna. Erindi frá Innanríkisráðuneyti dags. 29. júní 2015 var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðs þann 23. júlí sl. Ráðuneytið hefur aflað gagna og upplýsinga og tekið málið til umfjöllunar. Niðurstaða ráðuneytisins er að engin gögn liggi fyrir sem benda til þess að bæjarfulltrúarnir hafi átt slíkra hagsmuna að gæta við kaupin að leitt hafi til vanhæfis þeirra. Hefur ráðuneytið ekki forsendur til að gera athugasemdir við aðkomu þeirra að málinu. Ráðuneytið beinir því til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs að hún gæti að því að fylgt sé málsmeðferðarreglum sveitarstjórnarlaga ef upp kemur vafi um hæfi sveitarstjórnarmanns eða annars nefndarmanns í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Að öðru leyti mun ráðuneytið ekki aðhafast frekar í þessu máli, segir í erindi Innanríkisráðuneytisins.


ÞAÐ SPÁIR

Verð

1.999 kr Pakkinn

Verð áður 2.745 kr

GÓÐU VERÐI! Verð

35%

659 kr Pakkinn

Verð áður 938 kr

AFSLÁTTUR

Verð

299 kr

10 stk í pakka

Verð

Verð

999 kr

199 kr

Verð áður 1.839 kr

Verð áður 359 kr

Verð

229 kr

2 stk í pakka

Verð

999 kr Verð áður 2.249 kr

Verð

449 kr stk

Verð

Verð áður 549 kr

999 kr

Til í: Rauðu Bláu Svörtu

stk

Verð áður 1.229 kr

Austurstræti Austurstræti 18 18

Hafnarfirði - Strandgötu - Strandgötu 31 31 Álfabakka Álfabakka 14b,14b, Mjódd Mjódd Hafnarfirði

Kringlunni norður norður Skólavörðustíg Skólavörðustíg 11 11 Kringlunni

Keflavík Keflavík - Sólvallagötu - Sólvallagötu 2 2

Ísafirði Ísafirði - Hafnarstræti - Hafnarstræti 2 2 Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum - Bárustíg - Bárustíg 2 2

Laugavegi Laugavegi 77 77

Kringlunni Kringlunni suður suður

Flugstöð LeifsLeifs Eiríkssonar Eiríkssonar Akureyri Akureyri - Hafnarstræti - Hafnarstræti 91-93 91-93Flugstöð

Hallarmúla Hallarmúla 4 4

Smáralind Smáralind

Akranesi Akranesi - Dalbraut - Dalbraut 1 1

540 2000 540 2000 | penninn@penninn.is | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Verð gildir frá 19 ágúst til og með 26 ágúst. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl.




12

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Nágrannavarsla við tólf götur í Reykjanesbæ

N

ágrannavörslu hefur verið komið upp v ið Birkidal í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annar og fylgjast með híbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Nágrannavarsla er nú við tólf götur í Reykjanesbæ. Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverkefni umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Sigmundur Eyþórsson starfsmaður umhverfs-

sviðs afhenti íbúum við Birkidal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var einnig komið fyrir á staurum við Birkidal. Íbúar og nágrannar, í Reykjanesbæ, sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Reykjanesbæ í síma 421 6700 eða á usk@ reykjanesbaer.is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með nágrannavörslu.

Eiríkur Hermannsson vinnur útvarpsþætti um menningu og mannlíf á Suðurnesjum

Drengjalúðrasveit, ameríski herinn og síldarveiðar í Faxaflóa E

Sigmundur Eyþórsson frá Reykjanesbæ afhenti bæjarbúum við Birkidal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir.

TAEKWONDODEILD KEFLAVÍKUR

SKRÁNING HAFIN Á HAUSTÖNN

Allar upplýsingar og skráning eru inn á heimasíðu deildarinnar www.keflavik.is/taekwondo

Frábærar æfingar fyrir allan aldur Sjálfsvörn - Styrkur - Liðleiki - Agi Æfingar hefjast í öllum flokkum 1. september. Taekwondodeild Keflavíkur

iríkur Hermannsson sagnfræðingur og fyrrum fræðslustjóri Reykjanesbæjar vinnur nú að gerð útvarpsþátta sem tengjast menningu og mannlífi á Suðurnesjum á seinni hluta 20. aldar og hlaut til þess styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í vor. Að sögn Eiríks var markmið hans ekki endilega að gera útvarpsþætti en verkefnið hafi þróast á þann veg. „Upphaflega snerist verkefnið um varðveislu munnlegrar sögu og spratt út frá námskeiði um samtíðarsögu sem ég sótti fyrir tveimur árum. Þar kynntist ég kenningum um minni og minningar sem kveikti áhuga minn á þessari hlið sagnfræðinnar. Ég setti mig í samband við Miðstöð um munnlega sögu sem er hluti af Landsbókasafni Íslands og hljóðritaði nokkur viðtöl við fólk sem ég þekkti vel og yfirleitt um málefni sem ég taldi mig þekkja ágætlega. Þá gerði ég mér betur grein fyrir því hvað það getur verið flókið að skrá upplifun, reynslu og endurminningar með þessum hætti. Fólk segir sína sögu eins og það man hana en minnið og hugurinn er svo margbrotinn. Það hefur hver sitt sjónarhorn og fólk upplifir sömu viðburði með misjöfnum hætti. Hugurinn velur svo úr það sem hver vill muna og hvað gleymist og inn í það getur spilað svo margt.“ Eiríkur tók sem drengur þátt í starfi Drengjalúðrasveitar Keflavíkur en hún starfaði á árunum 1961-1965.

Magnús Jón Kjartansson næstur fr. h, Jan Eriksen, Júlíus Baldursson, Sigurður Björgvinsson, Siguróli Geirsson, Tómas Jónsson, Eiríkur Hermannsson og fjærst Guðmundur Jónsson með þverflautu.

Hann hefur lokið við upptöku á útvarpsþætti um sveitina sem hann kallar Strákar með lúðra og verður hann væntanlega fluttur í haust á Rás1 í þætti sem nefnist Fólk og fræði. „Ég grúskaði í fundargerðum bæjarstjórnar og fræðsluráðs frá þessum árum og hljóðritaði síðan viðtöl við nokkra menn sem höfðu komið að þessu máli með einhverjum hætti og þetta er merkileg saga.“ Þá er Eiríkur með frumdrög og hugmyndir að nokkrum þáttum til viðbótar sem byggja á sama grunni og hafa yfirheitið Ómur frá liðnum tíma. „Þar má nefna efni sem varðar samskipti við ameríska herinn og her-

-

smáauglýsingar TIL LEIGU

GERÐASKÓLI Í GARÐI Skólasetning Gerðaskóla fer fram föstudaginn 21. ágúst kl. 9:30. Hefst hún með samveru í Miðgarði og í framhaldi munu nemendur og foreldrar fara með umsjónarkennurum í heimastofu.

stöðina sem er gríðarlegur akkur. En í augnablikinu ég hef mestan hug á að rifja upp síldveiðar í Faxaflóa á 6. og. 7. áratug 20. aldar og Keflavík sem síldarbæ. Sá tími er að gleymast og fennir fljótt í sporin, jafnvel þótt atburðirnir séu nálægt í tíma. Mér finnst ástæða til að varðveita þá sögu og vona að hún þyki áhugaverð. Ég man eftir þessu sem strákpolli, tunnuskipum og síldarsöltun en það væri gaman að tala við sjómenn og síldarstúlkur sem komu að þessu á sínum tíma.“ Að sögn Eiríks er allt óráðið um útsendingu „ég veit í rauninni ekkert um hvort nokkur hefur áhuga á að senda svona efni út en ég mun reyna að koma þessu frá mér með einhverjum hætti.“

3 svefnherbergi með stofu, eldhús og baðherbergi í tvíbýli (jarðhæð) leigist bæði án húsgagna eða með húsgögnum frá 1. sept í Ytri-Njarðvík. Langtímaleiga. Sími: 6994613

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Nemendur 1. bekkjar mæta í samtöl sama dag hjá Guðrúnu umsjónarkennara samkvæmt tímasetningum sem sendar hafa verið heim. Við hlökkum til að sjá ykkur og ítrekum að foreldrar, vinir og velunnarar skólans eru velkomnir á skólasetninguna.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

www.vf.is


Þekking í þína þágu

Langar þig í nám?

Grunnmenntaskólinn Langar þig í nám t.d. í Menntastoðum en finnst þú ekki hafa nægan grunn? Þá er Grunnmenntaskólinn góð byrjun fyrir þig. Námið hentar þér ef þú þarft meiri grunn eða mjög langt er liðið frá því þú varst síðast í skóla. Áhersla er lögð á íslensku, stærðfræði, ensku og tölvunotkun. Námið byggist á verkefnavinnu og verklegum æfingum í stað hefðbundinna prófa.

Skrifstofuskólinn Vinnur þú á skrifstofu eða dreymir þig um að vinna á skrifstofu? Þá er Skrifstofuskólinn málið. Námið styrkir þig og þjálfar í algengustu verkefnum sem skrifstofufólk sinnir. Hægt er að taka námið með vinnu, kennt seinnipart dags. Helstu námsgreinar eru bókhald, bæði tölvu- og handfært, tölvu og upplýsingatækni s.s. Word og Excel og verslunarreikningur.

Í haust verða einnig í boði margar námsgreinar á framhaldsskólastigi sem hægt er að taka stakar eða sem hluta af námi í t.d. Félagsliðabrú eða Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú: » Félagsfræði 103.

Hefst 31. ágúst n.k.

» Samskipti og samstarf 103.

Hefst 31. ágúst n.k.

» Sálfræðin 203.

Hefst 2. september n.k.

» Öldrun 103.

Hefst 2. september n.k.

» Siðfræði 102.

Hefst 9. nóvember n.k.

» Fötlun og samvélag 103.

Hefst 9. nóvember n.k.

M74. st. 2015

Minnum á náms- og starfsráðgjöf hjá MSS Nánari upplýsingar og skráning er á mss.is og í síma 421 7500


14

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

Högni Kristinsson,

Leigubílstjóri, Framnesvegi 17 Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 15:00. Ásdís Sigmundsdóttir, Jóhannes Högnason, Sigrún Högnadóttir, og fjölskyldur.

ATVINNA Laust starf í 50% stöðu sem sölumaður í verslun okkar Ormsson Reykjanebæ.

Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sé með ríka þjónustulund. Mikilvægt að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn í síma 421-1535. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á hafsteinn@ormsson.is.

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia afhendir fulltrúa Reynismanna í Sandgerði styrk. Með honum voru Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar og Þröstur Söring framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar. VF-myndir/pket.

Isavia afhenti styrki til 21 aðila á Suðurnesjum

I

Hafnargötu 25 // 230 Reykjanesbæ

Kynningarfundur Kynningarfundur Nes vegna starfsársins 2015-2016 verður haldin mánudaginn 24. ágúst í Myllubakkaskóla kl 19.00. Farið verður yfir hvað íþróttagreinar og keppnisferðir verða í boði og þjálfarar kynntir. Hvetjum sem flesta til að mæta.

Nes er íþróttafélag fyrir börn og fullorðna með sérþarfir, en þar er möguleiki á að komast í frábæran félagsskap og æfa íþróttir á jafningjagrundvelli.

ATVINNA

savia úhlutaði í gær styrkjum úr samfélagssjóði félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2015. Fjölmargar umsóknir um styrki bárust til sjóðsins vegna ýmissa góðgerðarmálefna á þessu ári og úthlutaði fyrirtækið alls 4.755.000 krónum til 21 verkefnis. Verkefnin sem hlutu styrk eru fjölbreytt og tengjast til að mynda forvarnarstarfi, líknar- og góðgerðarmálum og umhverfisvernd. Úthlutunin fór fram í skrifstofum Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þau verkefni sem hlutu styrki fyrir fyrri hluta árs 2015 eru eftirfarandi: · Ásbrú, styrkur vegna gróðursetningar á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll. · Hollvinasamtök Sólvangs, styrkur til tækjakaupa. · Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki, vegna starfrækslu sumarbúða fyrir börn og unglinga með sykursýki. · Karlakór Keflavíkur, styrkur vegna Kötlumótsins sem haldið er í Reykjanesbæ þar sem um 700 kór-

félagar víðsvegar af landinu koma saman. · Viktor Ingi Elíasson, vegna þátttöku á Norrænu barna og unglingamóti fatlaðra. · Sigvaldi Arnar Lárusson Lögreglumaður, vegna göngu hans frá Keflavík til Hofsóss í sumar til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. · Berent Karl Hafsteinsson, umferðarforvarnir í grunnskólum á Suðurnesjum. · Minnisvarði um þá sem fórust með Liberator Hot Stuff herflugvélinni sem fórst í seinni heimstyrjöldinni á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. · Styrkir fyrir barna- og unglingastarf allra íþróttafélaga á Suðurnesjum, þ.e. félögum í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, í Garði, Sandgerði, Vogum og Grindavík · Félag Heyrnarlausra: Framleiðsla á þáttunum Tinna Táknmálsálfur. Stuðningur við fjölda samfélagsmálefna - Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia: „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að styrkja þessi góðu mál-

efni og ég er sannfærður um að styrkirnir komi að góðum notum og nýtist þar sem þeirra er þörf. Við hjá Isavia styðjum við bakið á hinum ýmsu samfélagslegu málefnum í gegnum styrktarsjóði okkar. Auk fyrrgreindra styrkja er megin fjárhagsstuðningur fyrirtækisins til björgunarsveita um allt land í gegnum Styrktarsjóð Isavia hjá Landsbjörgu. Þá eru staðsettir söfnunarbaukar fyrir 5 góðgerðarfélög í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem njóta góðs af fjárframlögum farþega í flugstöðinni. Auk þessa hefur Isavia verið með samstarfssamning við HR og HÍ um styrki til meistara- og doktorsverkefna.“ Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir jafnframt flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heiminum. Hjá móðurfélagi Isavia starfa um 850 manns. Auk þess starfa tæplega 160 manns hjá Fríhöfninni og um 50 hjá Tern, dótturfélögum Isavia.

Leiðsögn um sýninguna HULDUFLEY – skipa- og bátamyndir Kjarvals

S

Afgreiðslufólk óskast til starfa. Einnig óskum við eftir aðstoðarmanni í framleiðslu. Góður vinnutími. Einnig eru hlutastörf í boði.

Upplýsingar á staðnum Valgeirsbakarí Hólagötu 17

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

unnudaginn 23. ágúst kl. 14:00 verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri og listfræðingur með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, HULDUFLEY, þar sem er að finna úrval skipa- og bátamynda eftir Jóhannes Kjar val s em fengin hafa verið að að láni frá ýmsum aðilum, söfnum og einstaklingum. Þetta er jafnframt síðasta sýningarhelgin. Í texta Aðalsteins Ingólfssonar í sýningarskrá kemur fram að Kjarval málaði skip frá fyrstu tíð og sjálfur sagði hann að þau hefðu kveikt löngun hans til að tjá sig í myndum. Þannig koma skip og bátar oftar fyrir í verkum hans en flest önnur mannanna verk. Þau

tóku hins vegar margvíslegum breytingum á málaraferli hans og þróuðust frá því að vera eins konar skráning á útlitseinkennum togara og seglskipa yfir í stemmningsverk,

síðar í táknmyndir um vegferð mannsins og loks jafnvel myndir

með ívafi persónulegs uppgjörs við menn og málefni. Nóbelskáldið Halldór Laxness segir t.a.m. eftirfarandi árið 1938 um skipamynd eftir Kjarval: „Þetta skip er aðeins hugsað skip, sál úr skipi eða svipur skips, ef vill, erindi þess í myndinni er ekki eftirlíking hlutar, heldur hitt: að tengja hugmyndir skoðarans við ákveðin efni, sem listamaðurinn vill tjá á leynilegan, undirvitaðan hátt. Raunverulegt skip vakir síst af öllu fyrir listamanninum.“ Leiðsögnin fer fram í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum, Duusgötu 2-8, og er öllum opin. Duus safnahús eru opin alla daga frá kl. 12-17 og aðgangur er ókeypis.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 20. ágúst 2015

-mannlíf

i ð e l g g o Söngur m u g o V í i g e d á fjölskyldu Í

búar í Vogum héldu sína árlegu fjölskylduhátíð um síðustu helgi. Dagskráin stóð frá fimmtudegi til sunnudags en náði hámarki á laugardeginum og laugardagskvöldinu í Aragerði. Tónlistarflutningur var áberandi á fjölskylduhátíðinni. Bæjarbúar söfnuðust saman á fjörukambinum neðan við Stóru-Vogaskóla á föstudagskvöldinu þar sem brekkusöngmeistarinn Ingó Veðurguð hélt uppi söng og stemmningu við varðeld inn í nóttina.

pósturu vf@vf.is

Á laugardeginum var hátíðin tekin af fullu afli í Aragerði og um kvöldið voru þar tónleikar þar sem margir þjóðkunnir tónlistarmenn komu fram. Tónlistarveislan hélt svo áfram á sunnudeginum í Tjarnarsal grunnskólans í bland við aðra dagskrá víðsvegar um sveitarfélagið. Myndirnar voru teknar á laugardagskvöldinu í Aragerði. Svipmyndir frá söng við varðeldinn í fjörunni verða í Sjónvarpi Víkurfrétta.

Mikilvægt að ræða jákvæða líkamsmynd - vel heppnuð ráðstefna MSS og KSK í Hljómahöll „Okkar helsta markmið var að halda ráðstefnu um líkamsmynd og jákvæða líkamsmynd og skapa samtal við skólasamfélagið, sérstaklega hér á Suðurnesjum, og vekja athygli á þessu mikilvæga málefni fyrir okkur öll og það tókst svo sannarlega,“ segir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja stóðu fyrir ráðstefnu um jákvæða líkamsmynd í Hljómahöll í síðustu viku. Ráðstefnan var öllum opin en átti sérstakt erindi til fagfólks á öllum skólastigum, svo sem kennara, skólastjórnendur, námsráðgjafa, sálfræðinga, félags-

ráðgjafa, tómstundafulltrúa, þjálfara og annarra sem koma að uppeldi og vellíðan barna og unglinga. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Martin Persson frá University of West of England. Einnig talaði Sigrún Daníelsdóttir, höfundur bókarinnar Kroppurinn er kraftaverk, líkamsvirðing fyrir börn. Þá komu feðginin Hermann Jónsson og Selma Hermannsdóttir og ræddu m.a. samfélagsmiðla og jákvæða líkamsmynd. Selma hefur vakið mikla athygli eftir að hún kom fram opinberlega og ræddi áralangt einelti sem hún hefur mátt þola. Nánar er fjallað um ráðstefnuna og viðtal við Særúnu Rósu í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Martin Persson frá University of West of England.

Tónlistarfólk og dansarar skemmtu ráðstefnugestum á milli erinda.

Stapinn var þétt setinn á ráðstefnunni.

Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.


16

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

Árgangur 1955 - 60 ára Höfum ákveðið að hittast laugardaginn 5. september nk., sem er Ljósanæturhelgin kl. 11:00 á Flughótelinu í Keflavík og fá okkur súpu. Eftir borðhald förum við í árgangagönguna og sýnum okkur og sjáum aðra. Þeir sem ætla að mæta í súpuna verða að láta vita sem fyrst, ekki seinna en 30. ágúst í eftirfarandi netföng: hallatom@simnet.is og kristinsig@internet.is.

StarfSkraftur óSkaSt Samkaup Strax í reykjanesbæ leitar að starfskrafti í almenn verslunarstörf, 25 ára aldurstakmark og bílpróf skilyrði. Viðkomandi þarf að tala íslensku og er reynsla af verslunarstörfum kostur. Vinnutími 8-17 virka daga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Petra, verslunarstjóri, í síma 421-5408. Umsóknir berist fyrir 3. september á netfangið hringbraut@samkaupstrax.is Samkaup Strax Hringbraut 55 230 reykjanesbæ

KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR STÖRF VIÐ ÖRYGGISVÖRSLU Í TÆKNIDEILD ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Við leitum að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika og þægilega framkomu. Óskað er eftir starfsfólki í vaktavinnu, annars vegar dagog næturvaktir og hins vegar eingöngu næturvaktir á vaktakerfi 5-5-4. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið námskeiði í Flugverndarvitund.

HELSTU VERKEFNI: ■

Í starfinu felst meðal annars vopna- og öryggisleit, eftirlit og önnur verkefni

HÆFNISKRÖFUR: ■ ■ ■

Nánari upplýsingar veita:

Sævar Þorkell, netfang saevarj@its.is Steinunn Una, netfang: unasig@icelandair.is ■ Umsóknir óskast fylltar út á

www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 31. ágúst 2015.

Aldurstakmark 20 ár Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu. Almenn tölvukunnátta

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Viðskiptabann á Rússa kemur verst niður á sjávarbyggðum – Er bara einn þingmaður á móti?

N

ú hefur það gerst sem vofði yfir þeim þjóðum sem skrifuðu upp á viðskiptabann Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Rússland að Rússar hafa sett viðskiptabann á innflutning matvæla frá þeim þjóðum sem undanþegnar voru frá banninu fyrsta árið. Ísland er eitt þeirra ríkja. Í þessu máli er ekki aðeins verið að setja í stórhættu afkomu þess hluta sjávarútvegsins sem mestum hagnaði hefur skilað undanfarin ár. Heldur er hér verið að setja afkomu margra sjávarplássa og íbúa þeirra í algjört uppnám og skaða hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma. Og hvaða þjóðum erum við svo að fylgja? Við erum að fylgja þjóðunum sem ætluð að láta okkur hanga í sama gálganum og Grikkir hanga nú, með Icesave snöruna um hálsinn. Og til að þakka þessari leiðitömu þjóð leggur Evrópusambandið 18% refsitolla á makrílinnflutning frá Íslandi. Þetta er gert vegna þess að ekki hefur verið samið um hlutdeild Íslendinga í veiði úr sameiginlegum makrílstofninum, þar sem Íslendingar hafa verið beittir ofríki og ósanngirni. Svo því sé haldið til haga þá beita þessar þjóðir Íslendinga diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða okkar þó bæði Normenn og Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en við á hverju ári. Þessar þjóðir eru ekki mjög uppteknar af okkar hagsmunum og láta nægja að sparka í sinn minnsta bróður sem samt gengur áfram hnípinn aftastur í röðinni og hefur enga aðkomu að ákvörðunum viðskiptabannsins. Evrópuþjóðirnar settu viðskiptabann á hergögn, bankaviðskipti við tiltekna banka og frystingu eigna rússneskra auðmanna en ekkert af þessu eru viðkomandi Íslandi. Á sama tíma flæðir bæði gas og olía til Evrópu sem aldrei fyrr frá Rússlandi og svo bílar og tískufatnaður svo fátt eitt sé talið frá Evrópulöndunum til Rússlands. En Íslendingar leggja undir eina af þremur mikilvægustu stoðum atvinnulífsins í landinu, sjávarútveginn sem mun stórskaðast. Engin Evrópuþjóð eða Bandaríkin myndu ganga svo nærri eigin hagsmunum í viðskiptabanni á Rússa eða nokkur önnur þjóð eins og Íslendingar gera sjálfum sér með þátttöku í viðskiptabanninu. Svo hvers vegna ættum við að gera það? Við, sem erum rétt að stíga upp úr mestu efnahagskreppu sem riðið hefur yfir þessa þjóð og erum að rétta úr kútnum en setjum sjálfviljug þann árangur í uppnám. Tvískinnungur Íslendinga Sú afstaða einstaka Íslendinga eins og forseta ASI, að viðskiptabannið á Rússland sé ásættanlegt til skamms tíma vegna manréttindabrota Rússa á sér ekki stoð. Ég vil taka fram að ég mun aldrei skrifa upp á mannréttindabrot þeirra né nokkurra annarra þjóða. Viðskiptabannið mun engu breyta fyrir kúgaða þegna Rússlands eða annarra landa eins og hefur sýnt sig þegar litið er til reynslunnar. Ef við ætlum að beita aðrar þjóðir viðskiptaþvingunum vegan mannréttindabrota eins og við gerum

við Rússa hvarnast fljótt úr hópi viðskiptalanda okkar. Hvernig haga Kínverjar sér, en nýlega var samþykktur á Alþingi viðskiptasamningur við þá voldugu þjóð sem hefur fótumtroðið mannréttindi íbúa í Tíbet og hinsegin fólk í Kína býr við lítil eða engin mannréttindi. Bandaríkjamenn voru okkar tryggasta bandalagsþjóð til langs tíma og þar eiga Íslendingar mikla viðskiptahagsmuni. Er sú mikla þjóð alltaf ríðandi á hvítum hesti yfir akur mannréttinda víða um heim? Nígería sem er mikilvægur markaður í Afríku er ekki þekkt fyrir höfðinglega framkomu hers og lögreglu við þegna sína og ég spyr er það öðruvísi mannréttindabrot en hjá Rússum? Er engin tvískinnungur Íslendinga í þessu máli? Hundruð starfa í húfi Það eru fleiri hliðar á þessu mái. Við setningu laga um veiðigjöld á síðast þingi fannst vinstri blokkinni á Alþingi veiðigjöld á sjávarútveginn allt of lág og sérstaklega á uppsjávarveiðiflotann. Þrátt fyrir að gengið var mun nær þeim hluta útgerðarinnar með álagningu gjaldsins en öðrum. Ef marka má sameiginlega niðurstöðu Utanríkismálanefndar þá er þverpólitíkur stuðningur við það að kippa mikilvægasta markaði uppsjávarvinnslunnar úr sambandi með tekjumissi upp á tæplega 40 milljarða króna á sama tíma og þungbær veiðigjöld eru á uppsjávarveiðum. Ég velti fyrir mér hvort sá einbeitti vilji sé enn til staðar að hækka beri veiðigjöld á uppsjávarflotann þegar þing kemur saman aftur. Það væri þá í takt við þann tvískinnung að á sama tíma ræddi Utanríkismálanefnd um það hvernig ríkissjóður gæti komið að og styrkt útgerð uppsjávarskipa í þeim mikla tekjumissi sem útgerðin verður fyrir vegna viðskiptannsins. Ákvörðun sem við Íslendingar tókum sjálfir og ógnar atvinnulífi í sjávarplássum eins og á Höfn, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Vopnafirði og víðar um land. Er það svo að það sé meirihluti fyrir því á Alþingi Íslendinga að setja hundruði starfa í uppsjávarveiðum og vinnslu í hættu með því að standa að viðskiptabanni á Rússland sem eingöngu hefur þær afleiðingar að það hittur okkur sjálf sem þjóð beint í bakið og stórskaðar hagsmuni veiða og vinnslu, sveitarfélaga og íbúa þeirra sérstaklega. Það er mín skoðun að haldið hafi verið illa á þessu máli en lausn málsins er í okkar höndum. Hún fellst ekki í því að kasta frá okkur mörkuðum og hundruðum starfa og láta sér svo detta í hug að ríkið beri það tap. Hverslag eiginlega ráðdeild er þetta? Ef það er ekki verkefni þingmanna og Alþingis að vernda störfin í landinu og hagsmuni atvinnulífsins þá er starfið ekki beisið. Miðað við opinbera umræðu er ég eini þingmaðurinn á Alþingi Íslendinga sem hefur mótmælt opinberlega stuðningi okkar við Evrópusambandið og Bandaríkin í þessu máli og ég mun ekki kvika frá þeirri afstöðu Á þeim báti sem ég ræ í þessu máli er lang stærsti hluti þjóðarinnar í áhöfninni. Ásmundur Friðriksson alþingismaður.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 20. ágúst 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sveitarfélagið Vogar:

Suðurgata 2 og Vogagerði 17 verðlaunuð E

inn af föstum liðum Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum er að veita viðurkenningar fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi. Að þessu sinni voru tveir garðar í sveitarfélaginu verðlaunaðir af umhverfis- og skipulagsnefnd Voga. Fanney Ágústa Överby og Árni Bergþór Björnsson, Suðurgötu 2 fengu viðurkenningu fyrir fallegt

eldra hús sem er vel við haldið. Garðurinn er einkar smekklegur og er í góðu samræmi við stíl hússins. Júlía Halldóra Gunnarsdóttir og Helgi Ragnar Guðmundsson, Vogagerði 17 fengu viðurkenningu fyrir líflegan og skemmtilegan garð þar sem sköpunargáfa eigenda fær að blómstra bæjarbúum til yndisauka.

Reykjanesbær

Einstaklingum á fjárhagsaðstoð fækkar -Aukin krafa gerð um virkni og góðar aðstæður á vinnumarkaði

E

Bjóða upp á súpu í Krýsuvík -ört vaxandi ferðamannastaður XXNú geta ferðamenn gætt sér á súpu í Krýsuvík en staðurinn nýtur ört vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum og hefur Jónína Gunnarsdóttir fengið leyfi til þess að reka þar súpubílinn Farmer´s Soup til reynslu í tvo mánuði. Þetta kemur fram á mbl.is í dag en Jónína hafði áður verið með súpubílinn á Skólavörðuholti. Þeim hafði verið úthlutað plássi gegnt Hörpu í sumar en sala þar hafði reynst dræm þar sem staðsetningin var að þeirra sögn ekki eins góð. Þau gripu því tækifærið þegar þau fengu leyfi til þess að selja við Krýsuvík með stuttum fyrirvara.

Íbúarnir sjálfir stunda hraðakstur í sínu hverfi XXNíu einstaklingar voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Norðurvöllum í Keflavík á meðan könnun á umferðarhraða stóð yfir í götunni á tímabilinu 10. til 17. ágúst sl. Umferðargreinir var settur upp í viku og kom í ljós að meðalhraði þessa viku reyndist vera 42 km/klst, en hámarkshraði á Norðurvöllum er 30 km/ klst. Lögreglan á Suðurnesjum setti einnig upp verkefni þar sem farið var á mismunandi tímum á Norðurvelli þar sem hraði ökutækja var mældur eftir að upplýsingar úr umferðargreininum lágu fyrir. Samtals voru lögreglumenn við mælingar í ellefu og hálfa klukkustund. Á þessum tíma voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur en sex þeirra eru íbúar í hverfinu. Sá sem hraðast ók reyndist vera á 59 km/klst og reyndist það einnig vera íbúi í hverfinu. Lögregla segist í tilkynningu á fésbókarsíðu sinni oft fá tilkynningar um of hraðan akstur í íbúðagötum í umdæminu og oft eru það því miður íbúar sjálfir sem eru að aka þessar götur og virða ekki hraðatakmarkanir. „Nú skulum við öll leggjast á eitt og reyna að virða reglur um hámarkshraða. Nú fara skólarnir að byrja og út í umferðina flykkjast nú börn sem eru að stíga sín fyrstu spor í umferðinni. Förum varlega og höldum hraðanum niðri,“ segir lögreglan á Suðurnesjum.

ATVINNA Starfsfólk vantar í ferskfiskvinnslu Þorbjarnar hf í Grindavík. Upplýsingar í símum: 895 6272 Haddi eða 892 8205 Svana.

instaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjanesbæ hefur fækkað að undanförnu sem bæði má rekja til aukinnar atvinnuþátttöku og betri stöðu á vinnumarkaði en jafnframt voru gerðar breytingar á reglum og vinnulagi þar sem gerð er aukin krafa um virkni umsækjenda. Að sögn Heru Óskar Einarsdótttur framkvæmdastjóra Velferðarsviðs Reykjanesbæjar var markmiðið með breyttu verklagi að bæta þjónustu við umsækjendur um fjárhagsaðstoð með aukinni ráðgjöf og stuðningi. „Áhersla var lögð á betri greiningu í upphafi máls á þörfum og réttindum umsækjanda, styttri vinnslutíma umsókna, aukna eftirfylgni mála og aukna ábyrgð og þátttöku umsækjanda í úrlausn sinna mála með betri upplýsingagjöf og félagslegri ráðgjöf. Þá er lögð áhersla á að efla virkni og færni þeirra sem þiggja þjónustuna til sjálfshálpar hvort sem það er með atvinnuþátttöku eða framfærslu í gegnum það bótakerfi sem við á.“ Þróun fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins hafði verið með þeim hætti frá efnahagshruninu 2008 að sífellt fleiri íbúar þurftu að

reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins til framfærslu og var að sögn Heru Óskar aukningin orðin 50% á 5 ára tímabili. „Vaxandi málafjöldi, aukið álag á starfsmenn og minni tími til að veita nauðsynlega félagslega ráðgjöf og stuðning samhliða fjárhagsaðstoð, leiddi til þess að á árinu 2014 var endurskoðað skipulag og vinnulag í málum er varða fjárhagsaðstoð og félaglega ráðgjöf og komið á fót teymi innan ráðgjafar- og stoðdeildar velferðarsviðs sem vinnur sérstaklega með umsækjendum,” sagði Hera Ósk en heimilt er að skerða aðstoð ef umsækjandi sinnir ekki skilgreindri ábyrgð og skyldum. Öflugur vinnumarkaður sem skapar vinnufærum tækifæri til starfsþjálfunar, reynsluráðningar og atvinnuþátttöku er að sögn Heru mikilvægur. „Fjölgun starfa á okkar svæði hefur haft mjög jákvæð áhrif fyrir vinnufæra einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Með fjölgun atvinnutækifæra höfum við séð nú þegar fækkun aðstoðarþega í þeim hópi og vonum að framhald verði þar á. Þá eru nýtt fleiri úrræði og má þar nefna Fjölsmiðjuna og Stíg en því vil viðbótar var komið á nýju virkniúrræði í samstarfi við MSS þar sem

bílaleiga leitar eftir

áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, heilsusamlegan lífsstíl, áhugahvöt, virkni, fjármálalæsi, samfélagsvitund og þátttöku. „Við leggjum sérstaka áherslu á að úrræði veiti sem tíðasta eða daglega virkni fyrir þátttakendur en einstaklingar á fjárhagsaðstoð sem metnir eru óvinnufærir eða með skerta vinnufærni fá í kjölfar mats, einstaklingsbundna aðstoð til virkni, vinnu og sjálfsbjargar í stað hlutlauss fjárstyrks. Í þeim tilgangi að geta veitt hlutaðeigandi viðeigandi úrræði hefur samstarf við Virk starfsendurhæfingu verið eflt og fyrir liggur að tekið verður upp aukið samstarf við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að mæta enn betur þörfum þessa hóps,” sagði Hera Ósk en hún telur mikilvægt að fyrirbyggja neikvæð áhrif lágra tekna til lengri tíma og að félagsþjónustan geti brugðist hratt við og mætt hverjum umsækjenda með stuðningi og virknilausnum til framtíðar. „Við munum halda áfram að vinna út frá því markmiði að allir íbúar sveitarfélagsins geti séð sér og sínunm farboða án fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins en að sú aðstoð sé til staðar þegar þörf krefur.”

starfsfólki

Við leitum að hressu, skemmtilegu og metnaðargjörnu starfsfólki til að vinna með okkur í ört vaxandi fyrirtæki í þjónustu við ferðamenn. Viltu starfa á vinnustað þar sem þú virkilega skiptir máli en ert ekki einn af 100? Leitað er að starfsfólki í fullt starf og hlutastarf. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um. Útibússtjóri - Fullt starf Bifvélavirki - Fullt starf Afgreiðsla bílaleigubíla - Fullt starf og hlutastarf Þrif og umsjón bílaleigubíla - Fullt starf og hlutastarf Allar nánari upplýsingar má finna á:

STARF.FAIRCAR.IS Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2015. Umsókn skal senda á starf@faircar.is ásamt ferilskrá.


18

fimmtudagur 20. ágúst 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir Golfkennari Golfklúbbs Grindavíkur

Frábært að Grindvíkingar eigi svona flottan golfvöll“ -segir Helgi Dan Steinsson, golfkennari klúbbsins „Húsatóftavöllur í Grindavík er einhver skemmtilegasti golfvöllur á landinu. Yfirleitt kemur hann vel undan vetri enda liggur hann við sjóinn. Það að Grindvíkingar skuli eiga svona golfvöll er algjörlega frábært. Þetta er lítið bæjarfélag með fáa klúbbmeðlimi en að mínu mati með einn besta og skemmtilegasta völl landsins,“ segir Helgi Dan Steinsson, golfkennari hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson tók í fyrravor við sem golfkennari við Golfklúbb Grindavíkur. Það var svo núna í sumar, á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, að hann útskrifaðist sem PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi og er því með full réttindi sem PGA kennari. Helgi hefur komið víða við á sínum golfferli, verið í landsliði Íslands ásamt því að vera sá sem oftast hefur orðið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, alls átta sinnum. Hann hefur einnig orðið klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur tvö síðastliðin ár. Þá á Helgi vallarmet af hvítum teigum í Vestmannaeyjum sem er 63 högg eða sjö undir pari. Það vallarmet setti Helgi árið 2002 þegar hann sigraði í móti á íslensku mótaröð þeirra bestu í Vestmannaeyjum. Byrjaði með ömmu og afa „ Ég byrjaði í golfi sex ára gamall því amma mín og afi voru á kafi í golfi. Þau gáfu mér fyrsta settið og tóku mig með sér á völlinn. Það er mikill lúxus á Akranesi að golfvöllurinn sé inni í bænum en ekki fyrir utan hann eins og víðast er. Golfvöllurinn er rétt hjá æskuheimilinu mínu og því var stutt að skreppa á völlinn til að æfa sig,“ sagði Helgi. Hann segir að áhuginn hafi magnaðist fljótt enda voru á þessum tíma margir strákar á svipuðum aldri og hann að æfa saman, m.a. hinn sexfaldi Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Emil Ólafsson sem einu sinni hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum. „Samheldnin var mikil, við æfðum saman og lékum saman fram á kvöld. Golfvöllurinn var okkar tölvuleikur og við kepptum í öllu.“ Helgi segir að hann hafi byrjað að keppa þegar hann var tólf til þrettán ára gamall og og hann og félagar hans hafi unnið nokkrar sveitakeppnir unglinga á þessum árum og honum hafi gengið vel. „Ég tel mig lánsaman að hafa valið golfið því ég fékk tækifæri á að ferðast mikið, sérstaklega innan Evrópu, og hef spilað golf mjög víða. Minnistæðast er auðvitað að hafa keppt á St. Andrews í Skotlandi og eftir það er alltaf gaman að horfa á Opna breska meistaramótið þar sem menn eru að spila á sama velli. Það skemmdi ekki fyrir að við fengum að leika lausum hala í klúbbhúsinu

sem að öllu jöfnu er ekki opið almenningi.“ Hvernig vildi það til að þú ert orðinn golfkennari í Grindavík? „Það vildi nú þannig til að ég var plataður í klúbbinn í Grindavík til að spila. Ég hafði nánast eingöngu spilað fyrir Golfklúbbinn Leyni, fyrir utan eitt til tvö ár í Golfklúbbi Suðurnesja og var byrjaður í PGA náminu þegar vinur minn úr Grindavík, Davíð Arthur, hálf plataði mig til að koma og spila með þeim. Ég hef ekki séð eftir því. Fljótlega bauðst mér svo að taka að mér golfkennslu við klúbbinn og hef gengt því starfi í um tvö ár núna.“

Helgi segir að stór hluti af náminu sé íþróttafræði og að inn í hana komi ýmis fög eins og líffræði, þjálfunarfræði, kennslufræði og sálfræði. Þá þurfa menn að kunna ýmislegt fyrir sér í golfi því að til þess að komast inn í skólann þurfa nemendur að uppfylla kröfur um ákveðna forgjöf og allir þurfa að skila inn ákveðnu skori til að geta útskrifast.

Nú hefur þú verið félagi í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sem og í Golfklúbbi Suðurnesja, hvernig finnst þér golfvöllurinn í Grindavík koma út í samanburði við þá golfvelli og aðra 18 holu velli á Íslandi? „Mjög vel,“ segir Helgi. „Golfvöllurinn í Grindavík er vissulega styttri en aðrir 18 holu golfvellir en á móti kemur að hann getur verið ansi erfiður, sérstaklega ef vindur blæs. Það er mikið um staðsetningargolf en hann býður upp á þann möguleika að taka áhættu og þú getur verið verðlaunaður fyrir það en hann er líka fljótur að refsa ef maður er ekki á boltanum.“ Hvernig líst þér á þær breytingar á golfvellinum sem stefnt er að? „Það hafa staðið yfir breytingar á golfvellinum í sumar sem eiga eftir að taka einhver tvö til þrjú ár. Völlurinn verður lengdur töluvert og inn koma skemmtilegar brautir og ég er nokkuð viss um að breytingarnar eiga eftir að gera góðan völl enn betri.“ Hvers vegna ákvaðst þú að fara út í að læra til PGA golfkennara? „Þetta er auðvitað eitthvað sem hefur blundað lengi í mér. Ég ætlaði alltaf að fara út í að læra þetta í kringum tvítugt en lét aldrei verða af því. Svo þegar byrjað var að kenna þetta hérlendis ákvað ég að láta slag standa. Þetta var eitthvað sem mig hafði alltaf langað að gera, þó það væri ekki nema til að geta kennt mínum eigin börnum golf. Svo kom auðvitað í ljós að þau hafa bara akkúrat engan áhuga á golfi,“ segir Helgi hlægjandi. „ En það getur verið fljótt að breytast, ég held alla vega í vonina.“ Er PGA námið erfitt og langt nám? „Þetta er þriggja ára nám og er kennt hjá PGA á Íslandi. Það er mikið um verkefnavinnu, bæði verklega og bóklega og því var þetta oft tímafrekt. Aðalfögin í skólanum eru golftækni og golfkennsla. Þá er einnig farið í golfsöguna, golfvallar umhirðu og golfvallargerð. Það er einnig farið í golfreglur, golfáhöldin og kylfuviðgerðir svo eitthvað sé nefnt.“

Helgi sigraði á meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur annað árið í röð í sumar.

Námið gaf nýja sýn á golfið Helgi segir að námið hafi gefið honum allt aðra sýn á golfið enda hafði hann aldrei kennt neinum. „Ég lærði ýmislegt bæði af kennurunum og samnemendum sem hefur nýst mér vel. Við vorum níu sem útskrifuðumst í sumar og útskriftarhópurinn var fjölbreyttur, samheldinn og skemmtilegur hópur sem leysti verkefni vel af hendi. Við byrjuðum til dæmis á verkefninu Stelpugolf. Stelpugolf er golfdagur sem við héldum fyrst vorið 2014. Dagurinn er ætlaður til að auka áhuga kvenna á golfíþróttinni. Við höfum haldið þetta á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og fengið til okkar um fimm hundruð stelpur á öllum aldri í stutta kennslu og kynningu.“ Golfið frábært fjölskyldusport Helgi segir að það sé engin hópur eða aldursflokkur framar öðrum sem sé skemmtilegast að kenna. Svo lengi sem nemendur eru áhugasamir, vilji læra og verða betri kylfingar, sé gaman að kenna því. „Það skemmtilega við golfíþróttina er að hana geta allir stundað og allir keppt við alla. Forgjöfin virkar þannig að byrjendur geta keppt við lengra komna og af-

Helgi púttar á mótaröðinni fyrir áratug síðan. Hann á glæsilegt vallarmet í Eyjum.

reksmenn geta keppt við þá sem eru styttra á veg komnir. Það gerir það að verkum að það geta allir farið saman á völlinn að spilað þó fólk sé á ólíkum aldri og ólíku getustigi. Golfið er þar af leiðandi frábært fjölskyldusport. Hvernig er aðstaða til æfinga í Grindavík? „Aðstaða til æfinga mætti vera betri en auðvitað verður maður að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að gera allt í einu. Í Grindavík er verið að vinna að því að klára golfvöllinn sem hefur nýlega verið stækkaður í átján holur og gera alla aðstöðu í kringum völlinn betri. Fyrir börn er íþróttastarfið í Grindavík til algjörrar fyrirmyndar og börnum hefur fyrir vikið gefist kostur á því að kynnast golfíþróttinni í meira mæli.“ Frábær íþróttastefna hjá Grindavíkurbæ Að sögn Helga hefur orðið mikil fjölgun í hópi yngstu kylfingana í Grindavík og segir hann að það sé sérstaklega gaman að kenna þeim. Krakkarnir séu mjög áhugasöm og viljug að læra og vegna frábærrar íþróttastefnu sem rekin er hjá Grindavíkurbæ séu þau oft að koma beint af fótboltaæfingum í takkaskóm á golfvöllinn. Helgi minnist á það að í sumar var í fyrsta skipti í langan tíma leikið í unglingaflokki í meistaramóti klúbbsins þar sem átta drengir spiluðu tuttugu og sjö holu golfmót á þremur dögum þar sem sá elsti var ellefu ára. „Þeir spiluðu frábærlega og ekki verður langt þar til við sjáum þessa stráka spila á unglingamótaröðum hérlendis,“ segir Helgi. Hefur þú lent í því að geta ekki kennt einhverjum og mælst til þess að viðkomandi selji settið og snúi sér að einhverju öðru? „Nei sem betur fer ekki. En fyrir suma er golfið erfiðara en aðra og einhverjir fara hægt af stað. Ef áhuginn er hins vegar fyrir hendi og fólk er duglegt að æfa þá eru þeim allir vegir færir.“ Búinn að leggja keppnisskónum að mestu Það hefur oft verið sagt að því meira sem golfkennarar kenni, því lélegri

verði þeir sjálfur í golfi og Helgi segir að það sé nokkuð til í því. „Núna er ég aðallega í þessu til að hafa gaman af þessu eins og flestir kylfingar. Ég hef lagt keppnisskónum að mestu, að undanskildu meistaramóti og sveitakeppni og hef frekar einbeitt mér að því að hjálpa öðrum að verða betri.“ Hver er svo uppáhaldsgolfvöllur golfkennarans? „Á Íslandi verður Garðavöllur á Akranesi alltaf uppáhalds enda hef ég komið að ýmsu þar. Ég vann á golfvellinum, lagði gras og sló völlinn. Það auðvitað vegur þungt. Aðrir vellir á Íslandi sem mér finnst skemmtilegir eru Grafarholtið, Vestmannaeyjar og Grindavík. Utanlands er það auðvitað St. Andrews þar sem maður fær söguna beint í æð. Legacy völlurinn í Sarasota á Flórída er líka frábær og ég mæli með því að fólk kíki á hann ef það á leið hjá.“ Markmiðið að koma fjölskyldunni í golf Ferðalög með fjölskyldunni bæði innanlands og utan eru helsta áhugamál Helga fyrir utan golfíþróttina og þá reynir hann að fylgjast með börnum sínum tveimur, þeim Ottó sem er tíu ára og Þórunni Elfu sem er sjö ára, í sínum íþróttagreinum. Þau æfa fótbolta og körfubolta með Njarðvík og eru mjög áhugasöm í sínum greinum, að sögn Helga. „Næst á dagskrá er að reyna að koma krökkunum og konunni minni henni Júlíu, af stað í golfinu enda held ég að ferðalögin verði mun skemmtilegri ef allir geta farið saman í golf,“ segir Helgi brosandi. Mjög björt framtíð hjá Golfklúbbi Grindavíkur Helgi er mjög bjartsýnn á framtíð Golfklúbbs Grindavíkur, enda margt mjög áhugavert þar í vændum. „Það er sannarlega björt framtíð hjá golfklúbbnum. Hér hefur verið unnið frábært starf síðastliðin ár. Frábær og flottur golfvöllur er óðum að verða enn betri, flatirnar hérna er með þeim bestu á landinu og kylfingarnir sem og allir þeir sem stjórna eru mjög áhugasamir þannig að ég er mjög bjartsýnn á framtíðina hér.“

Húsatóftavöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur í Grindavík.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 20. ágúst 2015

pósturu siddi@vf.is

Góð þátttaka í Strandarhlaupi Þróttar í Vogum

S

trandarhlaupið (áður Línuhlaup Þróttar Vogum) fór fram um nýliðna helgi. Þetta er þriðja árið í röð sem Strandarhlaupið var haldið og var metþátttaka en 56 hlauparar tóku þátt að þessu sinni Ungmennafélagið Þróttur vill þakka Landsneti, Sveitarfélaginu Vogum, Brooks, Intersport, hlaup. is og Nordic Deli sem gáfu öllum hlaupurum samlokur að hlaupi loknu kærlega fyrir þeirra aðstoð. Einnig þökkum við öllum þeim sjálfboðaliðum sem sinntu brautargæslu, tímagæslu og öðrum störfum fyrir þeirra aðstoð. Í

Línur farnar að skýrast í öllum deildum XXGrindvíkingar munu að öllum líkindum leika í 1. deild karla sumarið 2016 en tap liðsins gegn Þrótti Reykjavík í þarsíðustu umferð gerði það að verkum að Þróttarar geta litið nokkuð þægilega á Grindvíkinga í baksýnisspeglinum í baráttunni um annað sætið. Þrátt fyrir góðan 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á þriðjudagskvöldið eru Grindvíkingar enn 9 stigum frá öðru sæti deildarinnar, en enn eru tölfræðilegar líkur á því að bilið geti verið brúað. Á því verða líkurnar að teljast hverfandi þar sem að ansi mörg úrslit þurfa að detta réttum megin fyrir Grindvíkinga til að slíkt geti orðið að veruleika. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar þegar 5 umferðum er ólokið. Grindavík sækir HK heim á laugardag kl. 14.

kringum 18 sjálfboðaliðar voru að vinna í kringum hlaupið. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Hægt er að nálgast öll úrslitin inni á hlaup.is. Ungmennafélagið Þróttur þakkar öllum þeim 56 hlaupurum sem tóku þátt í Strandarhlaupinu. Sjáumst hress og kát aftur á næsta ári. Sigurvegarar helgarinnar voru: 5. km kvenna Kolbrún Georgsdóttir 23:53 5. km karla Þórólfur Ingi Þórsson 17:10 10.km kvenna Anna Konráðsdóttir 47:10 10.km karla Arnar Pétursson 35:19

Njarðvíkingar róa lífróður um sæti sitt í 2. deild karla en liðið fór feykivel af stað í sumar en brotlenti illa eftir að hafa verið slegnir út úr Borgunarbikarnum af Pepsí deildar liði Fylkis á dramatískan hátt. Eftir það fylgdi markaþurrð og eyðimerkurganga sem að hefur kostað liðið andvökunætur og er svo fyrir komið að Njarðvíkingar þurfa að berjast fyrir öllum stigum sem í boði eru ef liðið á að halda sæti sínu. Njarðvík tekur á móti KF á laugardaginn á Njarðtaksvellinum kl. 16. Saga Reynis og Víðis í 3. deildinni er saga ólíkra hlutskipta en Reynismenn eru búnir að vera mjög stöðugir í sumar á 80 ára afmælisári félagsins og eru með örlög sín í eigin höndum ef svo má segja. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar og á þrjú stig á Völsung sem situr í þriðja sætinu. Reynir heimsækir botnlið Álftanes á föstudag kl. 18:30. Víðismenn aftur á móti hófu mótið ekki fyrir alvöru fyrr en í enda júlí, en fram að því höfðu Víðismenn litið illa út og var ekki að sjá að þeir ætluðu sér neitt annað en farseðil í 4. deildina. Liðið samdi við 4 erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum og hafa nú ekki tapað í 6 leikjum í röð og eru á góðu skriði. Enn er heilmikil vinna framundan við að bjarga sér frá falli í 4. deild en liðið er að spila vel og þarf að nýta sér þann meðbyr sem er í seglunum fyrir. Víðir mætir Berserkjum í 6 stiga leik á föstudagskvöldið kl. 18:30 en leikið er á Nesfisksvellinum í Garði. Þróttarar eru efstir í c-riðli 4. deildar og hafa vart stigið feilspor í allt sumar. Tími Þróttara til að taka næsta skref er komið og þeir hafa sýnt að þeir vilja ekkert með 4. deildina hafa lengur. Liðið er taplaust, langefst og með 38 mörk í plús í markatölu sem að segir manni að liðið á klárlega heima í sterkari deild. Því miður fyrir Þróttara er lífið ekki svo einfalt en úrslitakeppni þarf til að skera úr um hvaða tvö lið fara upp í 3. deildina að ári en Þróttarar hafa áður þurft að sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa átt mjög gott tímabil. Þróttur leikur síðasta leik sinn í deildarkeppninni gegn liði Harðar Ísafirði á Vogabæjarvelli á sunnudag kl. 13. Keflvíkurkonur hafa átt virkilega erfitt uppdráttar í 1. deild kvenna í sumar og sitja á botni a-riðils með aðeins 1 stig. Liðið er að langmestu leyti skipað mjög ungum leikmönnum sem sumar hverjar eru að taka sín fyrstu spor í meistaraflokki og má segja að Keflvíkingar séu með þessu að fjárfesta í framtíð sinni í kvennaboltanum. Ljóst var að erfitt yrði fyrir liðið að valda usla í deildinni en stúlkurnar hafa lagt hart að sér og barist vel í sumar og munu koma sterkari til leiks ár ári, reynslunni ríkari. Keflavíkurkonur ljúka tímabilinu með því að sækja ÍA heim á Akranes á laugardaginn kl. 14. Grindavíkurkonur hafa átt stórgott sumar í b-riðli 1. deildar þar sem þær sitja á toppnum. Liðið lék í gærkvöldi og náðist ekki að koma þeim úrslitum með í blaðið af þeim sökum en með óhagstæðum úrslitum úr leik FH og Fjölnis gæti liðið hafa færst í 2. sæti riðilsins. Það breytir því þó ekki að Grindavík mun fara í umspil um laust sæti í Pepsí deild kvenna að ári og verður fróðlegt að sjá hvort að Suðurnesin eignist lið í deild þeirra bestu í kvennaboltanum. Tími er kominn til og verður að segjast að Grindavík á fullt erindi þangað en þær gulklæddu hafa sýnt flott tilþrif í sumar.

VERTU RÉTT GRÆJAÐUR Í SKÓLANN Í VETUR

CANON

LENOVO

HP

DELL

PIXMA MG5650

B50

ProBook 455

Inspiron 15

Verð 16.900 kr.

Verð 59.990 kr.

Verð 119.900 kr.

Verð 154.900 kr.

Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Litur: Svartur eða hvítur

Örgjörvi Intel Celeron N2840 2,162,58GHz dual core 1MB Minni 4GB (8GB mest) Skjár 15,6” HD m. myndavél Upplausn: 1366x768 punkta Diskur 500 GB Skjákort Intel HD

Örgjörvi AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz Minni 8GB (DDR3) 1600MHz Skjár 15,6” LED HD Anti-glare skjár Diskur 500GB Smart SATA

Örgjörvi Intel Core i7-5500U 5Gen (4M, allt að 3.30GHz) Minni 8GB 1600MHz DDR3L Skjár 15.6” HD WLED True-Life skjár Diskur 1TB harður diskur

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

REYKJANESBÆ


vf.is

FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST • 32. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

-mundi Bein leið norður hjá Önnu Lóu...

Hattagleði á púttvellinum

Þ

að var sannkölluð hattagleði á púttvellinum á Mánaflöt sl. föstudag í sól og stilltu veðri. Þar eru reglulega haldin púttmót á vegum Púttklúbbs Suðurnesja en nú var það ekki skorið sem gilti, heldur fegurð og frumleiki hattanna. Höggin voru talin í púttkeppninni en á sama tíma var dómnefnd að störfum sem valdi „Hattadrottningu“ og „Hattakóng“ dagsins. Að lokinni keppni buðu svo Eydís og Hafsteinn upp á kaffi og meðlæti.

Hattadrottningin 2015 var Hafdís Jóhannsdóttir en Hattakóngur 2015 er Jón Berg Halldórsson. Annars urðu úrslit Hattamóts 2015 þau að hjá körlum var Björn Þórðarson á 65 höggum, Hákon Þorvaldsson á 66 höggum og Hafsteinn Guðnason á 68 höggum. Hjá konunum var Hrefna Sigurðardóttir á 65 höggum, Unnur Þorsteinsdóttir á 67 höggum og Sigríður Óskarsdóttir á 68 höggum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á hattagleðinni miklu.

Nemakort á Suðurnesjum — komin í sölu

Nemendur með lögheimili á Suðurnesjum geta núna keypt sér Nemakort hjá Strætó. Kortið gildir eina önn innan svæðis á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Nemakortið kostar 82.000 kr. sem leggja þarf inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reikningsnúmer: 0142-26-11546 á kennitölu: 640479-0279. Svona gerir þú: - Fyrst leggur þú inn á reikning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. - Því næst sendir þú kvittun á netfangið verslun@straeto.is, ásamt nafni, kennitölu, ljósmynd og nafni skólans. - Innan 7 til 10 virkra daga færðu Nemakortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt. Nánari upplýsingar um Nemakort á Suðurnesjum veitir Þjónustuver Strætó í síma 540 2700.

Sendu kvittun á verslun@straeto.is og fáðu Nemakortið sent heim.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.