22 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 2. júní 2016 • 22. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Fyrsti Keflavíkursigurinn á þessari öld

■■Hin 16 ára Anita Lind Daníelsdóttir fagnar hér sigurmarki sínu gegn Grindavík ásamt liðsfélögum sínum í ungu og efnilegu Keflavikurliði. Keflvíkingar höfðu fram að þessum 1-0 sigri ekki unnið Grindavík í deildarleik á þessari öld. Nánar er fjallað um leikinn í blaðinu ásamt umfjöllun um sama Suðurnesjaslaginn í karlaboltanum.

MESTA AUKNING GISTINÁTTA Á SUÐURNESJUM Aukning gistinátta erlendra ferðamanna, í þeirri uppsveiflu sem nú er, hefur hvergi á landinu verið meiri en á Suðurnesjum. Þetta kom fram í erindi Gústafs Steingrímssonar, sérfræðings í Hagfræðideild Landsbankans, á fundi bankans í Reykjanesbæ í síðustu viku. Fundurinn bar yfirskriftina: Hvar liggja fjárfestingartækifæri á Íslandi? Á tímabilinu 2010 til 2015 var aukning gistinátta erlendra ferðamanna á Suðurnesjum 245 prósent. Landsmeðaltal aukningar á tímabilinu var 161 prósent og er því ljóst að aukning á Suðurnesjum er langt umfram það. Næst mest var aukningin á Vesturlandi, eða 234 prósent. Minnst var aukningin á Austurlandi, 138 prósent.

FÍTON / SÍA

einföld reiknivél á ebox.is

Kristján varð internetstjarna á svipstundu

●●Kóreskir ferðamenn ánægðir með úrlausn sinna mála sem tók rúmlega þrjá klukkutíma // 16

Herbergjum fjölgaði um allt land á milli áranna 2014 og 2015 en mest var aukningin á Vesturlandi, 96 prósent. Næst mest var aukningin á Suðurnesjum eða 95 prósent. Til samanburðar hefur erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgað um 175 prósent svo nýting herbergjanna hefur batnað töluvert. Að sögn Gústafs hefur herbergjanýting yfirleitt verið best á höfuðborgarsvæðinu og þannig er staðan enn. Hvað nýtingu varðar, koma Suðurnesin vel út og best af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og skiptir nálægð við alþjóðaflugvöllinn miklu máli í því samhengi.

Með blik í auga Fjölgar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði haldið í sjötta sinn ■■Um áramót voru 119 umsækjendur á biðlista í Reykjanesbæ eftir félagslegu leiguhúsnæði, þar á bakvið voru 93 börn. Í apríllok 2016 voru 125 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 95 börn. Farið var yfir málið á síðasta fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar. Ekki kemur fram í gögnum frá fundi ráðsins hvernig bregðast skuli við stöðunni. Þá var á fundinum rætt um húsnæðismál umsækjenda með fíkni- og geðvanda og felur velferðarráð sviðsstjóra að ræða við Hjálpræðisherinn og Rauða kross Íslands.

Hvunndagshetjan

■■Með blik í auga verður sett á svið í sjötta sinn á komandi Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þessi viðburður hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar upphaf Ljósanætur á hverju ári og jafnframt sem lokaviðburður hátíðarinnar. Með blik í auga VI verður eins og undanfarin ár með þrjár sýningar. Annars vegar eina sýningu á miðvikudeginum fyrir Ljósanótt og svo tvær sunnudagssýningar í lok Ljósanætur. Ekki verður upplýst strax hvaða söngvarar taka þátt í uppfærslunni, annað en að þeir eru úr íslenska tónlistarlandsliðinu.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Tónlistarkennari í 53 ár Ragnheiður Skúladóttir lét af störfum sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ á dögunum eftir yfir hálfrar aldar starf. // 12-13

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!


2

VÍKURFRÉTTIR

Endurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna ●●Íbúar í Reykjanesbæ verða varir við aukna flugumferð yfir byggð

Framkvæmdir hafnar við endurnýjun norður-suðurbrautar Keflavíkurflugvallar.

Vf-mynd: Hilmar Bragi

Fram kvæmdir við endur nýjun norður-suður flugbrautar Keflavíkurflugvallar hófst á mánudag og verður flugbrautin lokuð í sumar á meðan framkvæmdir standa yfir. Á meðan framkvæmdir standa yfir mun umferð flugvallarins að mestu leyti fara um austur-vestur flugbrautina. Íbúar í grennd við aðflugslínu austur-vestur flugbrautarinnar gætu því orðið varir við aukna flugumferð yfir sín hverfi. Nýlega hefur Isavia yfirfarið alla flugferla í kringum Keflavíkurflugvöll og

gert sérstakar breytingar á þeim sem miða að því að draga eins og kostur er úr hljóðmengun í íbúabyggð í nágrenni flugvallarins. ÍAV átti hagstæðasta tilboð í endurgerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna en tilboð Ístak var rúmir 6,1 milljarður. Kostnaðaráætlun er rúmir 5,2 milljarðar. Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum: Flugbraut 01/19 verður endurgerð sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sum-

arið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagns- og flugbrautaljósakerfi. Einnig verður flugleiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður. Sumarið 2017 verður austur-vestur brautin svo endurnýjuð og þá mun megnið af flugumferðinni fara um norður-suður brautina. Norður-suður brautin er sú braut sem er mest notuð að jafnaði, meðal annars vegna þess að flugumferð um hana skapar minna ónæði í íbúabyggð.

fimmtudagur 2. júní 2016

38% útsölustaða brutu tóbaksvarnarlög Verslanir, söluturnar og aðrir útsölustaðir á Suðurnesjum standa sig flestir betur en áður þegar kemur að því að koma í veg fyrir að ungmenni undir 18 ára kaupi sígarettur hjá þeim. Hins vegar féllu allt of margir á prófinu þegar kom að sölu neftóbaks til sama aldurshóps. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar könnunar sem Samsuð, Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, framkvæmdu 26. maí sl., en á vegum þeirra voru sendir 14-16 ára unglingar á 24 útsölustaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Samkvæmt 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá 2002 kemur skýrt fram að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Einnig kemur fram í sömu grein að þeir einir sem orðnir eru 18 ára megi selja tóbak, en aldur sölumanna er ekki kannaður í þessari könnun. Alls seldu aðeins fjórir útsölustaðir af 24 eða 17%, ungmennum undir lögaldri sígarettur, sem er með því besta sem mælst hefur í sambærilegum könnunum undanfarin ár. Í könnun fyrir ári síðan voru 33% útsölustaða sem féllu á prófinu. Að þessu sinni voru 14-16 ára unglingarnir sem fóru inn í útsölustaðina

að þessu sinni jafnframt beðnir að kaupa neftóbak. Alls seldu níu útsölustaðir af 24 nefbók til ungmennanna eða hvorki meira né minna en 38%, sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta er samskonar niðurstaða og fyrir ári síðan. Í kjölfar heimsóknar ungmennis í verslun fór fulltrúi Samsuð inn í verslun, skilaði vöru og tilkynnti verslunarstjóra/eiganda verslunar að könnun hafi farið fram og að starfsfólk verslunarinnar hafi annað hvort gerst brotlegt á reglugerðum um sölu tóbaks til ungmenna eða staðið sig vel og farið að reglum í einu og öllu. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks fer heilbrigðisnefnd hvers landsvæðis með leyfisveitingar og eftirlit á smásölu tóbaks, en niðurstöður reglulegra kannanna Samsuð á sölu tóbaks til ungmenna í grunnskólum, leiða líkur að því að eftirlit með þeirri smásölu sé verulega ábótavant, sérstaklega þegar kemur að munntóbaki. „Við skorum á Heilbrigðisnefnd Suðurnesja að gera gangskör í að verslunareigendur fari að lögum og reglum um smásölu tóbaks og neftóbaks. Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á og líklegt er að framhald verði á tóbakssölukönnunum á vegum Samsuð,“ segir í tilkynningu samtakanna.

STÖRF HJÁ IGS Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf í farþegaafgreiðslu, hlaðdeild og flugvélaræstingu. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa að geta unnið út september og vera tilbúnir að sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur FARÞEGAAFGREIÐSLA:

HLAÐDEILD:

FLUGVÉLARÆSTING:

Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta

Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslenska og/eða enskukunnátta

Lágmarksaldur 18 ár á árinu, almenn ökuréttindi, íslenska og/ eða enskukunnátta

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 10. júní.

Delta hefur flug til Minneapolis Flugfélagið Delta hóf á föstudag flug á milli Keflavíkurflugvallar og Minneapolis. Flugfélagið mun bjóða upp á dagleg flug á milli áfangastaðanna fram til 6. september, en þetta er annar áfangastaður Delta frá Keflavíkurflugvelli. Með fluginu til Minneapolis flýgur Delta til New York JFK. Delta hóf flug til Íslands árið 2011 og flaug þá fimm sinnum í viku, en nú eru flugin orðin 15 í hverri viku.

Flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hefur fjölgað til muna á síðustu árum. Í ár fljúga 11 félög þangað yfir allt árið, þar á meðal Delta, en þau voru aðeins tvö árið 2005, og í sumar verða flugfélögin 25 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að sumarið 2009 lentu flugvélar frá sjö flugfélögum í reglubundnu flugi á Keflavíkurflugvelli. Isavia bauð farþegum upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.


RAGNHEIÐUR SARA SIGMUNDSDÓTTIR EVRÓPUMEISTARI Í CROSSFIT 2016. TIL HAMINGJU.


4

fimmtudagur 2. júní 2016

markhönnun ehf

VÍKURFRÉTTIR

LAMBAPRIME Í SÍTRÓNUSMJÖRI

-25%

2.474 ÁÐUR 3.298 KR/KG

-20% KJÚKLINGALEGGIR BBQ

798

FR

OS IÐ

ÁÐUR 998 KR/KG

-20%

GRÍSAHNAKKI Í KÓRIANDER OG PAPRIKU

2.559

-20%

FERSKT LAMBAINNLÆRI

3.358 ÁÐUR 4.198 KR/KG

ÁÐUR 3.199 KR/KG

LAMBAKJÖTSÚTSALA

-20% Lambalæri stutt 2 stk saman 1.198 kr/kg Verð áður: 1.498 kr/kg

NESTLE BARNAMATUR

Lambabógur (Kylfa) 2 stk saman 798 kr/kg Verð áður: 998 kr/kg

Lambahryggur1.778 kr/kg Verð áður: 2.279 kr/kg

Lambalæri langt í poka 1.255 kr/kg Verð áður: 1.394 kr/kg

Lambalundir 3.974 kr/kg Verð áður: 5.298 kr/kg

Dilkasvið 1 stk frosið 397 kr/kg Verð áður: 559 kr/kg

Lambalæri sagað 1.278 kr/kg Verð áður: 1.598 kr/kg

-23%

EMERGE ORKUDRYKKUR 2 TEGUNDIR

99 ÁÐUR 129 KR/STK

Tilboðin gilda 2. – 5. juní 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-20%

LÆRISNEIÐAR BLANDAÐAR

2.288 ÁÐUR 2.860 KR/KG

-20%

%

R

R

LAMBALÆRI BLÁBERJA

NETTÓ KJÚKLINGALEGGIR

1.486

695

ÁÐUR 1.598 KR/KG

ÁÐUR 869 KR/KG

JARÐARBER 250 G

-50%

249

-30%

ÁÐUR 498 KR/PK

GOURMET HAMBORGARAR M/ BRAUÐI 4X90 G

979 ÁÐUR 1.398 KR/PK

BAKE OFF -30%

-20%

TRADIZIONALE PIZZA DIAVOLA/SALAME

TRADIZIONALE PIZZA SPECIALE

PIZZASTYKKI SALAMI

PIZZASTYKKI MARGARITA

499

499

272

311

ÁÐUR 699 KR/STK

ÁÐUR 620 KR/STK

ÁÐUR 389 KR/STK

ÁÐUR 389 KR/STK

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

Líf og fjör á Sjóaranum síkáta Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í ársbyrjun og verður mikið lagt í hátíðina í ár. Barnadagskráin er í öndvegi en búið er ráða Villa og Góa, Gunna og Felix, Einar Mikael, íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Sigga sæta, Gogga Mega, Sirkus Ísland, Pílu pínu, brúðubílinn og fleiri. Þá verða leiktæki og hoppukastalar alla helgina, paintball og lazertag, vatnaboltar, gokart, dorgveiðikeppni, skemmtisigling, sjópulsa í höfninni, krakkakeyrsla á mótorhjólum, andlitsmálning, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fiskasafn með lifandi sjávardýrum í fiskabúrum á bryggjunni á sunnudeginum en það er sam-

starfsverkefni Sjóarans síkáta, Hafró í Grindavík, Gunna kafara og sjávarúvegsfyrirtækjanna í Grindavík. Var þetta gert í fyrsta skipti í fyrra og sló algjörlega í gegn. Einnig hafa frystitogarar Þorbjarnar safnað saman ýmsum furðufiskum og verða þeir til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sullubúr verður fyrir krakkana þar sem þau geta komist í tæri við krabba, skeljar og minni fisktegundir. Óhætt er að segja að landslið skemmtikrafta verði á Sjóaranum síkáta í ár. Á meðal þeirra sem búið er að bóka á Sjóarann síkáta er Páll Óskar sem kemur fram bæði á Bryggjuballi og verður með Palla-ball í íþróttahús-

Strandblakvöllur vígður á Sjóaranum inu. Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir munu skemmta saman ásamt hljómsveit á bryggjuballinum og heimamaðurinn Ellert Heiðar Jóhannsson sem sló í gegn í The Voice treður upp ásamt hljómsveit sinni. Ingó Veðurguð sér um brekkusöng eins og honum einum er lagið. Þá verður keppnin Sterkasti maður á Íslandi á sínum stað og er met þátttaka í ár. Þá mun hópur tónlistarfólks í Grindavík standa fyrir klassískri rokkhátíð í íþróttahúsinu. Alls koma fram 15 flytjendur, sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum

en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni. Björgunarsveitin Þorbjörn kemur að skipulagningu og gæslu á hátíðinni með öflugum hætti að vanda og er í lykilhlutverki á hátíðinni. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Um 25 þúsund gestir voru á hátíðinni í fyrra.

■■Ungmennaráð Grindavíkur ætlar að vígja formlega strandblakvöll í nýja ungmennagarðinum í Grindavík á Sjóaranum síkáta. Blásið verður til grillveislu og fyrsta strandblakmótsins í Grindavík þegar ungmennagarðurinn verður vígður laugardaginn 4. júní klukkan 20:00. Um er að ræða löglegan keppnisvöll með öryggissvæði í kring. Jafnframt verður tekin í notkun kósýróla við vígslu ungmennagarðsins. Strandblakvöllurinn er hluti af ungmennagarðinum sem er hluti af skólalóð grunnskólans. Ungmennaráð hefur unnið að ungmennagarðinum síðastliðið ár, meðal annars er búið að setja þar aparólu, grillskýli og kósýskýli. Nú bætist við strandblakvöllur og kósýróla og í næsta áfanga er gert ráð fyrir trampólínkörfuboltavelli.

Forseti Íslands flytur hátíðarræðuna

Rokkið lifir á Sjóaranum síkáta

HAFNARGÖTU 35 REYKJANESBÆ

Formerkt nafnahandklæði Stærð 1.0 x.50 Áður kr. 1990,- Nú á opnunnar tilboði kr. 990,-

Einnig bjóðum við merkingar í handklæði sem áður kostuðu kr. 1850.- á kr 1000.Verið velkomin að líta inn, margt að sjá.

Reynum að halda okkur við að vera með minnst

80% af vöruúrvali okkar íslenskt

Risa rokktónleikar verða á Sjóaranum síkáta í Grindavík fimmtudaginn 2. júní næstkomandi klukkan 21:00 í íþróttahúsinu, í tilefni af 20 ára afmæli Sjóarans síkáta. Þar verður þakið sprengt af húsinu en alls koma fram 15 flytjendur, sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk (e. Progressive Rock), sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni. Þessi hópur var með tónleika í Menningarvikunni fyrr á árinu í Grindavíkurkirkju og sló í gegn. Nú verður blásið í alla herlúðra og blásið til enn stærri og kraftmeiri rokkveislu. Hugmyndin kviknaði hjá Sveini Ara Guðjónsyni, Sólnýju Pálsdóttur og syni þeirra Guðjóni eftir að þau fóru í tónlistarsiglingu í Karabíska hafinu á síðasta ári þar sem stór hópur tónlistarfólks víðsvegar að úr heiminum kom saman í þessum tilgangi. Undirbúningur fyrir þá tónleika fór fram

í gegnum veraldarvefinn og þegar á svið var komið voru flestir að sjást í fyrsta skipti. Fékk fjölskyldan þá hugmynd eftir ferðina byggja á svipaðri hugmyndafræði og safna saman tónlistarfóki til að halda uppi heiðri þessarar tónlistarstefnu. Tónlistin er oft og tíðum krefjandi og óvenjuleg, en lögin voru valin með því markmiði að hver sem er sem hefur áhuga á tónlist geti haft gaman að. Flutt verða lög sem flestir þekkja í bland við nokkrar „faldar perlur”. Lögin eru fjölbreytt og hópur flytjenda eftir því. Hljómsveitarstjóri er Guðjón Sveinsson. Þeir sem koma fram eru: Söngur: Bergur Ingólfsson, Bjarni Halldór Kristjánsson, Ellert Jóhannsson, Helgi Jónsson, Páll Jóhannesson, Sólný I. Pálsdóttir, Tómas Guðmundsson og Urður Bergsdóttir. Gítar: Bjarni Halldór Kristjánsson og Guðjón Sveinsson. Hljómborð: Gísli Þór Ingólfsson og Kristján Kristmannsson. Saxófónn: Kristján Kristmannsson. Þverflauta: Telma Sif Reynisdóttir. Bassi: Sveinn Ari Guðjónsson og Þorsteinn Ý. Ásgeirsson. Trommur: Einar Merlin Cortez og Hreiðar Júlíusson. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

■■Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, flytur hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadagsins, sunnudaginn 5. júní n.k. Þetta verður væntanlega ein af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur af störfum í sumar.

Sjóarinn á samfélagsmiðlum ■■Athygli er vakin á því að dagskrá Sjóarans síkáta er hægt að nálgast í nýja Grindavíkurappinu. Hátíðin er einnig á Snapchat: sjoarinnsikati. Þar munu fulltrúar Sjóarans síkáta sjá um stýra Sapchat aðganginum, meðal annars frá lita-hverfunum fjórum, ungmennaráði og ýmsum fleiri. Sjóarinn síkáti er einnig á Instagram, og er fólk hvatt til að nota #sjoarinnsikati og skella inn myndum. Þá er Sjóarinn síkáti á Facebook í gegnum síðu Grindavíkurbæjar. Heimasíða Sjóarans síkáta er www.sjoarinnsikati.is.

Forseti Íslands á Sjóaranum síkáta ■■Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Grindavík sunnudaginn 5. júní næstkomandi á Sjóaranum síkáta. Hátíðarræðan verður væntanlega ein af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur af störfum í sumar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


1Ís0len0sk%t

4stk

10

Pylsa + brauð

Pylsur

70

80 g

ungnautakjöt

579 kr. 2x140 g

598

kr/stk.

kr. 4x80 g

549 kr. 2x120 g

Íslandsnaut Ungnautaborgarar 2x140 g, 2x120 g eða 4x80 g

359 kr. pk.

169

Bónus Vínarpylsur 485 g,10 stk.

Bónus Pylsubrauð 260 g, 5 stk.

kr. pk.

SPARAÐU MEÐ BÓNUS

1,35kg

167 kr. 4 stk.

167 kr. 4 stk.

kr. 200 g

Bónus Hamborgarabrauð Án sesamfræja

Bónus Hamborgarabrauð Með sesamfræjum

ES Steiktur Laukur 200 g

95

359

safi

Brún og Vistvæn g stjörnueg

159 kr. 500 ml

kr. 250 ml

Gatorade Cool Blue 500 ml

Floridana Heilsusafi 250 ml

59

Líka ti

Heinz Tómatsósa 1,35 kg

12 egg

59

598 kr. 816 g

kr. 250 ml

ES Orkudrykkur 250 ml, 2 teg.

Stjörnu Brúnegg 12 stór egg, 816 g Verð áður 698 kr.

Frosinn gur lambahryg

1.998 kr. kg

rykkuurs Orkuldsy kurla

kr. 1,35 kg

100%

2015 slátrun

298 kr. kg

KS Lambahryggur Frosinn, hálfur (lundapartur)

KS Lambahjörtu KS Lambalifur Frosin

698 kr. kg

KS Lambasúpukjöt Haustslátrun 2015

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 5. júní eða meðan birgðir endast


HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Verið velkomin á sumarsýningu HEKLU Reykjanesbæ, laugardaginn 4. júní milli kl. 12 og 16. Á staðnum verður fjölbreytt úrval bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Blöðrudýrameistarar frá Sirkus Íslands mæta á svæðið og í boði verða léttar veitingar. Eigendum HEKLU bíla býðst að koma við og fá nett þrif fyrir bílinn án endurgjalds. Hlökkum til að sjá þig!


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

VANTAR TIL KAUPS 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Í REYKJANESBÆ Hafið samband við Harald A. Haraldsson löggiltan fasteignasala hjá ALLT fasteignum Hafnarfirði, í síma: 778-7500.

Dúxinn stefnir á flugnám ●●Bjarki Jóhannsson útskrifaðist með 9,18 í lokaeinkunn

ATVINNA Víðhlíð í Grindavík HSS Afleysingar með möguleika á framtíðarstöðu. Sjúkraliðar og einstaklingar með áhuga á umönnunarstörfum.

Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða sjúkraliða og einstaklinga með áhuga á umönnunarstörfum til starfa á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum. Helstu verkefni og ábyrgð Starfsmenn í Víðihlíð bera ábyrgð á allri ummönnun skjólstæðinga í samráði við hjúkrunarfræðinga á deildinni. Sjúkraliðar í Víðihlíð sinna einnig allri heimahjúkrun í Grindavík. Hæfniskröfur - Sjúkraliðaleyfi fyrir starf sjúkraliða. - Faglegur metnaður og vandvirkni. - Jákvætt og hlýtt viðmót. - Góð samskiptahæfni. - Sjálfstæði í vinnubrögðum. - Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf. - Starfsreynsla er æskileg. Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf með möguleika á framtíðarráðningu. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Starfshlutfall 50-90% Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2016

Hinn 18 ára Bjarki Jóhannsson var hlaðinn verðlaunum við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem fram fór á dögunum. Bjarki dúxaði enda með glæsibrag þar sem hann var með 9,18 í lokaeinkunn á stúdentsprófi. Hann bjóst ekki alveg við þessum góða árangri og átti ekki von á að hann yrði dúx. Þrátt fyrir hógværðina þá stóð hann sig bara ansi vel. Á þremur árum í FS náði Bjarki 20 sinnum á fá tíu í einkunn. Bjarni ólst upp á Eskifirði og fluttist til Reykjanesbæjar eftir að grunnskólagöngu lauk árið 2013. Bjarki hefur þegar byrjað að feta framabrautina en hann lauk í fyrra einkaflugmannsnámi. Hann stefnir statt og stöðugt að því að verða atvinnuflugmaður enda hefur það verið draumur hans síðan hann var smá polli. Stútendsprófið tók Bjarki á þremur árum samhliða einkaflugmannsnáminu. Eina önnina tók hann 41 einingu þá í fluginu og FS. Þá var lítill tími fyrir annað en námið að sögn Bjarka. Hann hefur alltaf átt gott með að læra og hlaut á sínum tíma viðurkenningu fyrir námsárangur þegar hann kláraði grunnskóla. Hann á auðvelt með að muna hlutina. Hann er fljótur að læra hlutina þannig að hann þarf ekki að liggja lengi yfir bókunum. Hann er hvað sterkastur í raungreinum en

viðurkennir sjálfur að íslenskuna megi bæta. Bjarki lærði á píanó og gítar á sínum yngri árum auk þess sem hann æfði fótbolta. Nú er það hins vegar flugið sem er aðaláhugamálið. „Það er skrítið að vera búinn með skólann en samt góð tilfinning,“ segir Bjarki léttur í spjalli við blaðamann Víkurfrétta. Hann er þegar kominn í sumarvinnu en hann verður starfsmaður á bílaleigu í Flugstöðinni í sumar. Næsta haust er svo stefnan tekin rakleiðis á atvinnuflugmanninn og varð flugakademía Keilis fyrir valinu. „Ég byrja bara strax í haust og ætla reyna að klára eins fljótt og hægt er svo ég komist í vinnu sem flugmaður sem fyrst,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera gríðarlega sterkur námsmaður þá heillar háskólalífið Bjarka ekki. Hann segist ekki sjá það fyrir sér og stefnir ótrauður á flugið.

Mikill stuðningur frá fjölskyldunni

Útskriftarveislan var vegleg og komu fjölmargir ættingjar að austan og fögnuðu áfanganum með Bjarka. Amma og afi voru einstaklega stolt af stráknum en Bjarki segir að afi sinn hafi verið duglegur að spyrja hann um námið. „Mamma og pabbi voru alltaf að fylgjast með lærdómnum mínum og að passa upp á að ég lærði heima og svona. Síðan var afi sem býr

ATVINNA Vantar röska einstaklinga í bílaþvott og önnur tilfallandi verkefni. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi og eru bæði dagvaktir og næturvaktir í boði. Umsóknir sendist á andrew@procar.is

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is.

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

á Eskifirði alltaf að fylgjast með mér. Hann hringdi oft og spurði hvernig mér gengi í skólanum. Hann táraðist held ég gamli maðurinn þegar ég fékk öll verðlaunin. Svo í veislunni styrktu þau amma mig með mjög veglegri gjöf sem mun nýtast vel í flugnáminu. Þannig að fjölskyldan á miklar þakkir fyrir stuðninginn og á stóran part í þessu,“ segir Bjarki.

Hefði viljað vera busaður

Þrátt fyrir að hafa fyrst haft áhuga á því að stunda nám í Menntaskólanum í Reykjavík eða í Verslunarskólanum ákvað Bjarki að velja FS. Bjarka líkaði lífið mjög vel í FS. „Þetta var bara geggjað gaman. Félagslífið er búið að þróast mjög mikið síðan ég byrjaði,“ en Bjarki tók virkan þátt í því öllu saman. Í vetur var hann fyrirliði græna liðsins í starfshlaupinu ásamt Gunnari Degi Jónssyni. „Við lögðum gríðarlega vinnu í þetta sem skilaði sér því við unnum hlaupið en þetta var í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem græna liðið vann.“ Árgangur Bjarka var sá fyrsti í FS sem fór ekki í gegnum hina alræmdu busavígslu. Bjarka þótti leitt að missa af því. „Það var leiðinlegt að missa af busuninni, ég hefði viljað vera busaður. Það hefði gefið mér góðar minningar,“ segir dúxinn að lokum.

Hestur fældist vegna torfæruhjóls ■■Kona féll af hestbaki við Mánagrundarsvæðið í gærdag þegar hestur hennar fældist. Óhappið bar að með þeim hætti að konan var á ferð á hrossi sínu eftir reiðstíg þegar torfæruhjóli var ekið á mikilli ferð fram hjá þeim. Hesturinn fældist sem fyrr sagði með ofangreindum afleiðingum. Konan fann fyrir eymslum í baki og hálsi eftir byltuna og ætlaði að leita sér læknisaðstoðar ef þörf krefði.

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJAL TÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!


OPIÐ TIL 21:00 Í ÖLLUM VERSLUNUM UM LAND ALLT Á FIMMTUDAG Sumarblómin komin í Húsasmiðjuna Reykjanesbæ

E E R F X A T

M AF ÖLLU MUM Ó L B R A SUM AG TIL FÖSTUD DAGS R A G U A L

*Gildir ekki af vörum í timbursölu, Weber grillum, KitchenAid, tilboðsvörum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“

Byggjum á betra verði

525 3000

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

í Húsasmiðjunni aðeins fimmtudaginn 2. júní

w w w. h u s a . i s


12

VÍKURFRÉTTIR

ÞOLINMÆÐIN KOM MEÐ ALDRINUM

Ragnheiður Skúladóttir lét af störfum sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ á dögunum eftir yfir hálfrar aldar starf. Hún segir píanókennslu krefjast mikillar þolinmæði sem hún öðlaðist með reynslunni. „Þetta er mömmu að þakka, hún sendi mig í tónlistarnám á sínum tíma,“ segir píanókennarinn Ragnheiður Skúladóttir sem lét af störfum við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í síðustu viku eftir 53 ára farsælt starf. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Ragnheiði á heimili hennar í Reykjanesbæ. Stofan var eitt blómahaf því að daginn áður voru skólaslit tónlistarskólans þar sem Ragnheiður var formlega kvödd. Ragnheiður er 73 ára gömul og byrjaði tvítug að kenna hjá Tónlistarskóla Keflavíkur. Við skólaslit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sagði Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri skólans, að þrátt fyrir að Ragnheiður væri orðin 73 ára væri hún eitt af fáum dæmum um kennara sem eru með mjög langan starfsaldur en samt enn með brennandi áhuga á kennslunni. Í ræðu hans kom fram að Ragnheiður væri enn að pæla í kennsluefni, kennsluaðferðum, karakter nemendanna og nálgunina við þá í kennslunni. Hún segir að starfið hafi alltaf verið skemmtilegt. „Ég er orðin þetta fullorðin en hef þó ekki fundið fyrir neinum leiða. Ég er þó búin að kenna nóg núna,“ segir Ragnheiður sem gjarna lætur nemendur spila á píanó fjórhent og sexhent. „Það er voða skemmtilegt en krefjandi. Ég hef líka verið dugleg að sækja námskeið og lært heilmikið af því.“ Hún viðurkennir þó að í byrjun, fyrir rúmri hálfri öld, hafi ekki alltaf verið gaman að vera píanókennari. „Þegar ég byrjaði fannst mér þetta ekki mjög gaman en svo með tímanum varð þetta skemmtilegra og skemmtilegra. Í fyrstu tók ég það nærri mér ef nemendurnir voru ekki áhugasamir um píanónámið. Svo lærði ég að þau eru misjöfn eins og þau eru mörg og að maður þarf að meta það hvað maður getur látið þau spila. Maður verður líka þolinmóðari með árunum.“

Er ekki ómissandi

Eftir öll kennsluárin hefur Ragnheiður misst tölu á því hversu mörgum nemendum hún hefur kennt. „Ég veit þó að þetta hafa verið afskaplega skemmtilegir krakkar og ég hef reynt að ná góðri tengingu við þau. Það er virkilega gaman þegar þau sýna áhuga. Sum hafa stundað námið í stuttan tíma en önnur í mörg ár og þá gleymir maður þeim ekki.“ Ragnheiður var deildarstjóri píanódeildar Tónlistarskólans í Reykjanesbæ þar til hún varð sjötug. Ragnheiður segir það hafa glatt sig mikið þegar hún var beðin að halda kennslu áfram þrátt fyrir að vera orðin sjötug. Þá minnkaði hún við sig starfshlutfallið og segir

Ég ætla að halda áfram að lifa lífinu. Ég á börn og barnabörn og hef gaman af því að vera til

það hafa verið mikil forréttindi að fá að sinna starfinu aðeins lengur. Ung stúlka sem var nemandi Ragnheiðar var ekki sátt á dögunum við það að kennarinn ætlaði bara að hætta sí svona. „Hún spurði mig af hverju ég væri að hætta og ég svaraði að ég væri orðin svo gömul. Þá sagði hún bara: Og hvað með það?,“ segir Ragnheiður og hlær. „Þau fá góða kennara í staðinn fyrir mig. Maður verður að læra að maður er ekki ómissandi.“

Lærði á Mánagötunni og í Ungó

Ragnheiður fæddist að Vallargötu 19 í Keflavík og ólst þar upp. Móðir hennar var mikill tónlistarunnandi og sendi dóttur sína 10 ára gamla í píanónám. Ragnheiður segir að stundum hafi verið erfitt í náminu, sérstaklega þegar hún fékk skammir frá kennurum. „Þá vildi ég helst aldrei fara í tíma aftur. Það koma svona tímabil hjá flestum í tónlistarnámi. Ég hef haft það fyrir reglu sem kennari að breyta þá um verkefni og finna alltaf eitthvað grípandi og skemmtilegt til að halda krökkunum við efnið.“ Fyrst sótti Ragnheiður tíma hjá Vigdísi Jakobsdóttur. „Hún var alveg yndisleg og bjó á Mánagötunni. Mamma lagði mikla áherslu á að ég væri kurteis við Vigdísi svo að ég kallaði hana alltaf frú Vigdísi. Mér leið svo vel hjá henni að ég fæ hlýja tilfinningu þegar ég geng götuna hennar enn þann dag í dag.“ Þegar Ragnheiður var 14 ára var Tónlistarskóli Keflavíkur stofnaður og þá hóf hún nám þar. „Fyrst var skólinn uppi á lofti í Ungó. Það var svo kalt þar að kennarinn okkar, hann Ragnar Björnsson, sat þar í úlpu og með húfu og vettlinga,“ rifjar Ragnheiður upp.

Tók börnin með í vinnuna

Aðeins 16 ára gömul byrjaði Ragnheiður að spila undir hjá Karlakór Keflavíkur. 19 ára gömul giftist hún eiginmanni sínum Sævari Helgasyni og stuttu síðar fæddist elsta barnið, Sigurður. „Þá spilaði ég aðeins minna. Það voru engar dagmömmur á þeim tíma og mamma mín var látin.“ Síðar fæddust yngri börnin, Jóhann Smári

Ragnheiður Skúladóttir tekur við nafnbótinni Listamaður Reykjanesbæjar árið 2009.

árið 1966 og Sigrún árið 1974. Þá voru tímarnir breyttir og leikskólar komnir til sögunnar. Ragnheiður tók börnin oft með sér á kóræfingar og í önnur verkefni. „Ég man eftir því að Sigrún sat stundum undir flyglinum hjá mér og söng svo annan bassa í Karlakór Keflavíkur eins og pabbi hennar,“ segir Ragnheiður og brosir. Börnin þrjú hafa öll lagt tónlistina fyrir sig. Sigurður er tónskáld, söngvari og skólastjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavík, Jóhann Smári er óperusöngvari og söngkennari. Sigrún lærði á básúnu og píanó og býr í London þar sem hún stýrir mastersnámi í skapandi tónlistarmiðlun við Guildhall tónlistarháskólann. Barnabörnin eru orðin átta og hafa öll, sem aldur eiga til, lagt stund á tónlistarnám. Tengdabörnin eru öll líka tónlistarfólk, sum voru það áður en þau komu inn í fjölskylduna á meðan önnur sáu sér ekki annað fært en að kynnast tónlistinni að eigin reynslu til þess að getað tekið þátt í umræðum í matarboðum. Aðspurð um hvað taki við núna þegar starfsferlinum er lokið segir Ragnheiður margt vera á dagskránni. „Ég ætla að halda áfram að lifa lífinu. Ég á börn og barnabörn og hef gaman af því að vera til. Mér finnst mjög skemmtilegt að ganga úti. Svo heimsæki ég dóttur mína og fjölskyldu hennar einu sinni til tvisvar sinnum á ári til London. Ég hef þó grínast með það að kannski mæti ég bara í tónlistarskólann næsta haust, svona af gömlum vana.“ Ragnheiður hefur helgað alla starfsævina píanókennslu og undirleik með sólistum og kórum, en ekki spilað mikið sjálf undanfarin misseri. Hún segir aldrei að vita nema breyting verði á því núna. Tónlistin hefur gefið Ragnheiði mikið og aðspurð um það hvað sé svo heillandi við það að vinna að tónlist sækir hún bók eftir Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup, uppi í hillu og les tilvitnun í danska heimspekinginn Sören Kirkegaard. „Þangað sem geislar sólar ná ekki, geta tónarnir náð.“

fimmtudagur 2. júní 2016


fimmtudagur 2. júní 2016

VÍKURFRÉTTIR

13


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

LESANDI VIKUNNAR

„ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ VELJA UPPÁHALDS BÓK, ÞÆR ERU SVO MARGAR“ Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Lesandi vikunnar verður birtur í Víkurfréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í afgreiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn Fyrsti lesandi vikunnar er Dagný Maggýjar en hún hefur lesið mikið frá barnsaldri. Dagný er verkefnastýra hjá Heklunni. Dagný sat fyrir svörum hjá starfskonu Bókasafns Reykjanesbæjar.

FJÖLBREYTT STÖRF ERTU AÐ LEITA AÐ GÓÐU FRAMTÍÐARSTARFI EÐA TÍMABUNDNU STARFI Í NOKKRAR VIKUR?

ÖRYGGISVÖRÐUR Í GAGNAVERI VERNE Á ÁSBRÚ Framtíðarstarf. Gagnaver Verne Global leggur áherslu á hreint og gott umhverfi og hátt þjónustustig. Starfsaðstaða er mjög góð. Securitas og Verne stefna að því að gagnaverið verði leiðandi í öryggismálum á Íslandi. Flott framtíðarstarf, en til greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi. ÖRYGGISVERÐIR – MIKIL VINNA Í BOÐI STRAX Erum með nokkur verkefni sem krefjast mikillar vinnu í nokkrar vikur eða mánuði í sumar og haust. Ef þig vantar vinnu í stuttan tíma, sumarvinnu eða lengur, hafðu þá samband við okkur. Eins erum við líka að leita að framtíðarstarfsmönnum. Upplýsingar gefur skarphedinn@securitas.is TÆKNIMAÐUR Uppsetning og viðhald öryggiskerfa. Alhliða lagnavinna. Menntun sem að nýtist í starfi t.d. sveinspróf í rafvirkjun. Til greina kemur að hefja störf eftir sumarleyfi. IÐNVERKAMAÐUR / AÐSTOÐARMAÐUR IÐNAÐARMANNA Erum að standsetja nýja útibúið okkar og viljum ráða duglegan starfskraft til að aðstoða iðnaðarmenn og ýmis almenn störf. Sumarvinna, lágmarksaldur 18 ár.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef okkar: www.securitas.rada.is en einnig er sótt um störfin þar. Umsóknarfrestur er til 8. júní nk.

Hvaða bók ertu að lesa núna?

Á bryggjunni úr bókaflokknum Rauða serían. Ég hef aldrei lesið neitt úr Rauðu seríunni en ákvað að gefa því tækifæri einn daginn þegar ég fann ekkert bitastætt í bókasafninu.

Hvernig bækur lestu helst?

Fræðibækur, ævisögur, ljóðabækur og krimma!

SECURITAS REYKJANESI

HAFNARGÖTU 60, 230 REYKJANESBÆ, S. 580 7000

Hver er þín eftirlætisbók?

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Hver er þinn uppáhalds rithöfundur?

Dagbók góðrar grannkonu eftir Doris Lessing Dalalíf, sérstaklega karlmenn.

Hvar finnst þér best að lesa? Alls staðar, nema í bíl

Það er ekki hægt að velja uppáhalds bók, þær eru svo margar.

Hallgrímur Helgason ber höfuð og herðar yfir alla að mínu mati – og svo er hann líka frændi minn.

FIMM SNJÖLL ÖPP ÖRVARS:

Domino’s appið

nauðsynlegt fyrir fjölskylduna Í snjallsímanum má gera ýmislegt ganglegt. Svo má líka nýta tækið í eitthvað skemmtilegt eða til þess að drepa tíma. Keflvíkingurinn Örvar Þór Sigurðsson sem starfar sem grafískur hönnuður hjá Kosmos & Kaos, notar nokkur góð snjallforrit í símanum sínum bæði til gagns og gamans. Hér deildir hann nokkrum góðum með lesendum Víkurfrétta.

Slack

Yr.no

Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti. Um Securitas: Securitas er stærsta öryggisfyrirtæki landsins með tæplega 500 starfsmenn þar af ríflega 50 á Reykjanesi. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu . Útibúið okkar er á Hafnargötu 60 en munum síðsumars flytja starfsemina á Iðavelli 13.

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Dominos

NBA

Þetta er mikið notað af Kosmos og Kaos í samskipti á milli starfsmanna og skráarflutninga. Hægt er að stofna spjallrásir eða senda skilaboð beint á milli starfsmanna. Mæli með þessu. Hvort sem þú ert að skoða veður fyrir eitthvað skemmtilegt eins og næsta golfhring eða eitthvað mökk leiðinlegt eins og að veiða fisk þá er þetta appið fyrir þig. Allavega áreiðanlegasta veður app sem ég hef prófað. Ég að sjálfsögðu borða ekkert svona óhollt en þegar makinn eða börnin þurfa eitthvað svona þá er þetta mjög þægilegt.

Fyrir körfuboltaáhugafólk er þetta alger nauðsyn. Versla League pass og þá er hægt að horfa á leiki í beinni og aftur í tímann sem og allskonar fróðleik um NBA.

Engum blöðrum sleppt á Ljósanótt ●●Leita að umhverfisvænum leiðum Talsvert hefur verið deilt um þá athöfn þegar blöðrum er sleppt til himins við setningu Ljósanætur ár hvert í Reykjanesbæ. Nú hefur Reykjanesbær ákveðið að framvegis verði blöðrum ekki sleppt heldur verið fundin umhverfisvænni leið til þess að gera setningu hátíðarinnar sjónræna. Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar skýrði frá þessu á síðasta fundi fræðsluráðs.

Leikir – Stack, BBTan og Color switch

Ef maður er að bíða einhverstaðar á tannlæknastofu eða eitthvað álíka þá er nauðsynlegt að grípa í stuttan leik og þessir hafa enst lengst í símanum hjá mér. High score Stack -195

BBTan – 214

Color Switch - 59

„Versla League pass og þá er hægt að horfa á leiki í beinni og aftur í tímann sem og allskonar fróðleik um NBA“


Saman í lífsins ólgusjó

www.tm.is

„Þá voru bara hörkutól á togurum“ 1963 - Halldór Georg Magnússon fór í sinn fyrsta túr þegar hann var 16 ára. Þá munstraði hann sig á nýsköpunartogarann Ask RE. 1966 - Eftir að Aski RE er lagt fer Halldór á togarann Sigurð RE. Hann varði allri sinni sjómannstíð á togurum, meðal annars á Karlsefni, Dagstjörnunni, Guðmundi Jónssyni og Ásgeiri. 1981 - Halldór ræður sig til útgerðarfélagsins Ögurvíkur. Hann stundaði sjósókn á skipum Ögurvíkur í hartnær 32 ár. 2013 - Halldór kemur í land eftir 50 gjöful ár á sjónum. Hans síðasti túr var á frystitogaranum Frera RE sem var upphaflega einn af hinum svonefndu Spánartogurum.

Í 60 ár hefur saga TM verið samofin sögu sjósóknara og sjávarútvegs

Árið 1956 urðu tímamót í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Þetta ár var TM stofnað af aðilum sem tengdust sjávarútvegi sterkum böndum. Félagið er í dag leiðandi á sviði vátryggingaþjónustu fyrir sjávarútveginn og hefur sérhæft sig í lausnum sem tryggja hagsmuni atvinnugreinarinnar, jafnt á sjó sem landi. Hjá TM starfar sérstakt teymi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði vátrygginga.


16

VÍKURFRÉTTIR

ÍBÚAFUNDUR Í HLJÓMAHÖLL Reykjanesbær kynnir vinnslutillögur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024 í Merkinesi, Hljómahöll miðvikudaginn 8. júní kl. 17:00 - 19:00. Kynningin er skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðal annars verður farið yfir þéttingu byggðar, atvinnusvæði og samgöngur. Í framhaldi verður endanleg tillaga unnin og auglýst eftir athugasemdum. Gefinn verður sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

við erum að leita að þér! TILVALIÐ FYRIR NÁMSFÓLK - BYKO

SUMAR- OG AFLEYSINGASTÖRF Í VERSLUN

fimmtudagur 2. júní 2016

Hvunndagshetjan Kristján varð internetstjarna á svipstundu ●●Kóreskir ferðamenn ánægðir með úrlausn sinna ● mála sem tók rúmlega þrjá klukkutíma Par frá Kóreu sem missti af vél sinni frá Keflavíkurflugvelli á dögunum var himinlifandi með aðstoð sem þau fengu frá Kristjáni Þór Karlssyni, þjónustufulltrúa eignaumsýslu hjá Isavia. Seungsoo Shin, annar ferðamannanna, skrifaði færslu og birti á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar þar sem fram kom að þau hafi misskilið hvenær vélin þeirra átti að fara í loftið, ekki verið með pening sé síma og að þau hafi ekki fundið starfsmann frá flugfélaginu sínu. „Þetta leit ekki vel út en þá kom Kristján til sögunnar. Við sögðum honum söguna okkar og hann hjálpaði okkur og fann upplýsingar um betra flug þó að hann hafi ekki þurft þess. Hann var mjög almennilegur allan tímann og gerði sitt vesta fyrir okkur í heila þrjá klukkutíma. Hann var bjargvætturinn okkar og ég vil þakka honum fyrir fyrir. Ég veit ekki hvernig þetta hefði verið hefði hann ekki hjálpað okkur,“ segir í færslu Seungsoo Shin. Færslan fór eins og eldur um sinu netheima, en yfir 5000 netverjar lýstu yfir ánægju með færsluna og rúmlega 500 manns deildu póstinum. „Stór hluti af vinnutímanum fer í eitthvað í líkingu við þetta tilvik, þó að

þau sé kannski ekki alveg eins en þá er þetta nokkuð algengt,“ segir Kristján í spjalli við Víkurfréttir. Hann segir ferðamenn lenda í alls kyns hrakningum á sambandi við flug sín, bæði hér á landi og erlendis. „Þá er maður til aðstoðar og gefur fólki tækifæri til að komast í samband á réttan stað. Það kemur líka fyrir að fólk hafi týnt öllum sínum skilríkjum og þá komum við þeim í samband við þeirra sendiráð ef slíkt er ekki á landinu. Það er því ýmislegt sem til fellur,“ segir Kristján og bendir á að við úrlausn á máli ferðamannanna frá Kóreu hafi hann notið góðrar aðstoðar frá fleiri starfsmönnum flugvallarins. Fréttir af sívaxandi ferðamannastraumi hafa vart farið fram hjá neinum og er áætlað að á þessu ári komi um 1,7 milljón erlendra ferðamanna til Íslands. Kristján segir starfsmenn Keflavíkurflugvallar finna vel fyrir aukningunni og að með fleiri

ferðamönum komi upp fleiri atvik sem greiða þarf úr. Kristján segir allan gang á því hvort fólk sé jafn þakklátt fyrir hjálpina og ferðamennirnir frá Kóreu. Stundum fái starfsfólkið skammir þrátt fyrir að hafa varið löngum tíma í úrlausn mála, sem jafnvel fóru úrskeiðis á öðrum flugvöllum. „Maður tekur því líka. Fólk í þjónustustörfum þarf að geta tekið sorg og gleði.“ Kristján hefur starfað hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli frá vorinu 2006 og er því að fara að vinna sitt ellefta sumar þar. Áður var hann hinu megin á heiðinni, hjá varnarliðinu. Þar var hann í tuttugu ár með tíu ára hléi þegar hann var grunnskólakennari á Raufarhöfn. „Ég tók ársleyfi árið 1981 en snéri þó ekki til baka fyrr en 1991. Ég fékk ársleyfinu alltaf framlengt. Ég ætlaði bara að hvíla mig á varnarliðinu í eitt ár en svo teygðist á því.“

Við leitum að hressum og duglegum einstaklingum á öllum aldri í afleysingar um helgar og í fjölbreytt sumarstörf 2016. Störf í verslun fela í sér almenna afgreiðslu og ráðgjöf til viðskiptavina. Nauðsynlegt er að hafa ríka þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera stundvís, jákvæður og heiðarlegur. Umsókn skal senda á verslunarstjóra BYKO á Suðurnesjum, Írisi Sigtryggsdóttur, á netfangið iris@byko.is

fagmennska - dugnaður - lipurð - traust

Airport Keflavik - Iceland

Hotel Aurora Star

Airport Hótel Aurora óskar eftir að ráða starfsfólk í móttöku Starfsmaður verður að tala góða íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur einnig reynsla af sambærilegum störfum. Unnið er á vöktum Framtíðarstarf fyrir hæfan starfskraft Getum einnig við bætt við okkur þernum og aðstoð við morgunverð í sumarafleysingar. Umsóknir skal senda á hotelairport@hotelairport.is Umsóknarfrestur til 13. júní.

Aurora Star Hotel ehf Blikavelli 2 - 235 Keflavík Airport sími 595 1900 - www.hotelairport.is

Ökumenn ýmist í símanum eða á ofsahraða Sjö hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þar var á ferðinni ökumaður um tvítugt. Annar hinna átta ók sviptur ökuréttindum. Þá voru átta ökumenn til viðbótar staðnir að því að tala í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar og fimm óku á nagladekkjum. Loks hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur.


Þekking í þína þágu

Langar þig í nám? — Menntastoðir hefjast 10. ágúst n.k.

Markmið Menntastoða Að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms. Að auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.

Helstu námsgreinar eru

Menntastoðir – með vinnu Dreifinám Menntastoða tekur um 10 mánuði og telur til 50 eininga. Kennt er einn virkan dag í viku frá kl. 15:00 og tvo laugardaga í mánuði.

• Upplýsingatækni

Menntastoðir – fullt nám Námið er kennt á 6 mánuði og er metið til allt að 55 eininga. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10.

• Námstækni

• Stærðfræði • Íslenska

• Enska • Danska

Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu. Kennsla í menntastoðum hefst 10. ágúst n.k.

Skráning í síma 421 7500 eða á mss.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

Breytingar vegna Yfir 500 þátttakendur í hópbreiðþotna slysaæfingu á Keflavíkurflugvelli Á vef Isavia kemur fram að nýja kerfið hafi rúmlega tvöfalda flokkunargetu á við það gamla og nauðsynleg viðbót við núverandi kerfi. Í nýjum sal er auk þess mun betri vinnuaðstaða fyrir starfsfólk og nú verður unnt að þjónusta farangursgáma sem notaðir eru í breiðþotur. Framkvæmdir við nýjan sal hófust í nóvember á síðasta ári, stuttu eftir að flugfélögin höfðu tilkynnt um þá ákvörðun að taka breiðþoturnar í notkun. Nýbyggingin sem hýsir salinn er 3.000 fermetrar að stærð en þar af er nýi salurinn 2.100 fermetrar.

Stærri vélar hafa bæst í flota Icelandair og WOW air að undanförnu og er því verið að gera breytingar á farangursflokkunarkerfi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Frá þessu er greint á vefnum Turisti.is. Icelandair tók í vor í notkun Boeing 767 breiðþotur með sætum fyrir 262 farþega og WOW Air mun á næstu dögum taka í notkun enn stærri Airbus 330 þotur. Vegna þessa er verið að stækka farangurssal flugstöðvarinnar og hefur því hægt á afköstum og þessa vikuna eru farþegar beðnir um að mæta í flugstöðina þremur tímum fyrir brottför.

Yfir 500 manns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Æfingin er ein stærsta hópslysaæfing sem haldin hefur verið á Íslandi og eru æfingar sem þessar mjög mikilvægar heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um flugslys eða önnur hópslys er að ræða. Isavia heldur utan um skipulag æfinganna en mikill fjöldi annarra viðbragðsaðila kemur að þeim, svo sem starfsmenn Keflavíkurflugvallar, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsmenn sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk fjölda annarra. Flugslysaæfingar sem þessar eru að jafnaði haldnar á um fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem

Okkar ástkæri frændi,

Guðmundur Snorrason, Þórustíg 15, Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. maí sl. Útförin fer fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju, mánudaginn 6. júní kl. 11:00. Frændsystkini og nánustu aðstandendur.

VIÐBURÐIR FJÖLMENNINGARDAGUR/MULTICULTURAL DAY

Fjölbreytt dagskrá í Bókasafni Reykjanesbæjar 4. júní kl. 12:00. OPNUN SUMARSÝNINGA

Laugardaginn 4. júní kl. 14:00 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Duus Safnahúsum; Mannfélagið og Sögur úr bænum - stiklað á stóru. DAGSKRÁ SJÓMANNADAGS

Sjómannamessa á vegum Ytri-Njarðvíkurkirkju og dagskrá í Duus Safnahúsum 5. júní kl. 11:00. Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/upplysingatorg/ dagatal-og-vidburdir. Allir velkomnir.

Steypugljái á stéttina í sumar

Superseal og Clear Guard steypugjái Steypugljáinn sem endist! Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

starfrækt er áætlunarflug og hefur Isavia haldið yfir 40 flugslysaæfingar frá árinu 1996. Sett var á svið flugslys þar sem þota með 150 einstaklinga um borð lenti utan vallar vestan við suðurenda norðursuður flugbrautarinnar. Vettvangurinn var gerður mjög raunverulegur en kveikt var í bílflökum til þess að líkja eftir flugvélabúk, sjúklingar voru farðaðir og allt gert til þess að gera hann sem líkastan raunverulegu slysi. Æfingin gekk vel en að henni lokinni munu allir þættir hennar verða rýndir og farið yfir þau atriði sem mætti bæta. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni. Nánar verður fjallað um æfinguna í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 21:30. Þátturinn verður einnig á vf.is í háskerpu.


fimmtudagur 2. júní 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

ÍÞRÓTTIR ENGLAND ER HJARTA FÓTBOLTANS ●●Hinn 16 ára Stefan Ljubicic úr Keflavík samdi við 1. deildarlið Brighton

Stefan Alexander Ljubicic mun á næstunni yfirgefa æskuslóðirnar í Keflavík og halda til Brighton á Englandi. Þar hefur hann samið við lið Brighton Hove Albion sem leikur í næst efstu deild Englands. Stefan er aðeins 16 ára en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og æft með meistaraflokki Keflavíkur undanfarin tvö ár. Hann lék þrjá leiki í Pepsi-deildinni í fyrra og hefur verið í hópnum í byrjun tímabils í 1. deildinni. Eftir frábæra frammistöðu með 17 ára liði Íslands þar sem Stefan á að baki átta leiki, þá fór hann að vekja athygli liða á Bretlandseyjum. Fyrir utan Brighton fór Stefan á reynslu til skoska stórliðsins Celtic og enska liðsins Norwich. „Mér leist best á Brighton. Þeir eru með nýja akademíu og hugsa vel um mann innan vallar sem utan. Mér leið vel þar,“ segir Stefan sem heldur utan eftir mánuð. „Þetta verður bara ævintýri, vona ég. Það verður erfitt en ég elska fótbolta mest í heiminum og stefni á að ná langt,“ segir framherjinn ungi sem verður 17 ára í október. „England finnst mér vera hjarta fótboltans. Það vilja allir leikmenn koma til Englands,“ bætir hann við.

Stefan fór á reynslu hjá Brighton þar sem leikið var gegn sterku unglingaliði Chelsea þar sem Keflvíkingurinn skoraði mark og lék afar vel. Strax eftir þann leik var honum boðið að koma til liðsins. Brighton er spennandi borg að sögn Stefans, en hún er á Suður Englandi í um 20 til 30 mínútna fjarlægð frá London. Áður en ákvörðun var tekin þá ráðfærði Stefan sig við nokkra aðila. Hann ræddi meðal annars við Keflvíkinginn Samúel Kára Friðjónsson sem leikið hefur með Reading á Englandi frá unglingsaldri. „Hann sagði mér að þetta geti verið erfitt þar sem maður er fjarri vinum og fjölskyldu. Þetta getur líka verið magnað. Maður verður leiður á einhverjum tímapunkti. Maður þarf bara að vera sterkur og njóta.“ Lið Brighton var nálægt því að komast upp í úrvalsdeild nú í vor en það féll úr keppni í útsláttarkeppni á síðustu stundu.

Var efnilegur í körfubolta

Stefan var góður í körfuboltanum á sínum tíma en hætti fyrir rúmlega tveimur árum. Hann ætlaði sér þó alltaf að velja fótboltann sem hann segir hafa verið rétta ákvörðun. Hann er hávaxinn svona miðað við fótboltamann, enda 193 cm á hæð. Hann

Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

Elías á skotskónum í norska boltanum Daníel Leó kom inn á sem varamaður í Suðurnesjaslag

Aðspurður um fyrirmynd í fótboltanum þá nefnir Stefan Svíann Zlatan Ibrahimovic. Hann er einmitt stór framherji sem býr yfir mikilli tækni, þannig að Stefan er frekar líkur Svíanum sterka á velli.

gnæfir orðið yfir fjölskylduna sína. „Þetta er frekar furðulegt. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, það er enginn stór í fjölskyldunni.“ Stefan á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en hann er sonur Zoran Ljubicic sem gerði það gott sem leikmaður og síðar þjálfari hjá Keflavík. Nú er Stefan framherji en hann getur einnig leikið í holunni svokölluðu fyrir aftan framherjana. Áður fyrr lék hann á miðjunni í varnarsinnuðu hlutverki. „Pabbi færði mig framar og kenndi mér stöðuna. Það gekk vel og ég fór að skora mörk. Ég á honum margt að þakka. Hann og Haukur þjálfari hafa kennt mér mikið og þakka ég þeim óendanlega fyrir.“ Stefan er sjálfur metnaðarfullur og hefur lagt hart að sér til þess að verða góður leikmaður. „Ég æfi eitthvað á hverjum degi. Ef það er ekki æfing þá fer ég bara út í fótbolta eða fer niður á völl og fer að skjóta. Það er leyndarmálið, aukaæfingar.“ Bojan eldri bróðir Stefans er leikmaður í meistaraflokki Keflavíkur eins og Stefan. Það kemst því lítið annað að en fótbolti á heimilinu. „Fótbolti er það eina sem er í sjónvarpinu og við erum alltaf að tala um fótbolta heima,“ segir Stefan að lokum.

■■Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði fyrra mark Valerenga í 2-2 jafntefli gegn Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Var þetta annað mark Elíasar á leiktíðinni. Í liði Aalesund leikur Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, en hann kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks. Aalesund er í 12. sæti deildarinnar en Valerenga í því 13. eftir tíu umferðir.

Sandgerðingar stigalausir í 3. deild ■■Það gengur hvorki né rekur hjá Reynismönnum í 3. deild karla í fótbolta. Þeir töpuðu 2-4 á heimavelli sínum gegn Kára um liðna helgi. Þorsteinn Þorsteinsson og Birkir Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir Sandgerðinga í leiknum. Sandgerðingar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni og hafa fengið á sig þrjú mörk, að meðaltali, í leik.

Ragnheiður Sara Evrópumeistari annað árið í röð ●●Fer á heimsleikana í Los Angeles í sumar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði um helgina Evrópumeistaratitli í Crossfit annað árið í röð. Njarðvíkingurinn Sara átti í harðri keppni við löndu sína Annie Mist Þórisdóttir en að lokum stóð Sara uppi sem sigurvegari. Hún leiddi allt mótið og vann að lokum tíu stiga sigur, hlaut 650 stig á meðan Annie hlaut 640 stig. Sara sigraði tvær greinar, varð tvisvar í öðru sæti og í því þriðja, en í einni grein hafnaði hún í fimmta sæti. Um hundrað félagar Söru úr Crossfit Suðurnes komu saman í Sporthúsinu á Ásbrú til þess að fylgjast með henni í lokagreinunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að Sara hefði sigrað. Fjölskylda Söru og aðrir Suðurnesjamenn fjölmenntu einnig til Madrid til þess að hvetja hana til dáða.

Rúmlega 100 æfingafélagar Söru hjá Crossfit Suðurnes mættu í Sporthúsið til þess að fylgjast með sinni konu.


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

Draumamark Anitu og afdrifarík mistök í tvöföldum Suðurnesjaslag ■■Það var óneitanlega sérstakt að Keflavík og Grindavík mættust í 1. deild, bæði karla og kvenna, núna með tveggja daga millibili á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikir milli þessara Suðurnesjarisa í fótboltanum eru alltaf fjörugir og baráttan alltaf örlítið meiri en í öðrum leikjum. Að þessu sinni voru það Keflvíkingar sem komu sigurreifir úr báðum viðureignum. Karlalið Keflavíkur hafði 2-0 sigur að þessu sinni þar sem stór mistök Grindvíkinga reyndust dýrkeypt. Kvennaleikurinn var stál í stál þar sem úrslitin réðust með sannkölluðu draumamarki hinnar 16 ára Anitu Lindar Daníelsdóttur í blálokin.

Gjafmildi Grindvíkinga færði Keflvíkingum sigur í Suðurnesjaslag ●●Grindvíkingar af toppnum ●●Stigi munar á Suðurnesjaliðunum Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á grönnum sínum úr Grindavík í 1. deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram í Bítlabænum og unnu heimamenn 2-0 sigur með mörkum frá Magnúsi Þóri Matthíassyni og Sigurbergi Elissyni. Það er hægt að tala um óskabyrjun Keflvíkinga en að sama skapi um martröð fyrir Grindvíkinga. Gestirnir færðu Keflvíkingum þá mark á silfurfati þegar Hlynur Hlöðversson markvörður þeirra sendi aukaspyrnu beint fyrir fætur Magnúsar Matthíassonar sem skoraði auðveldlega í autt markið strax á 2. mínútu. Klaufalegt hjá Grindvíkingum sem þó voru sterkari aðilinn framan af leik. Þeir héldu boltanum vel en komust lítið áleiðis gegn vel skipulagðri vörn Keflvíkinga sem lágu aftarlega á vellinum og sóttu hratt þegar færi gafst. „Þeir gerðu bara engin mistök í dag. Það skilur á milli þar sem við gerum tvö mjög afdrifarík mistök í leiknum. Það er eitthvað sem við verðum að læra af. Við gerum okkar hluti ágætlega en það er lítið sem við getum gert í þessu. Við vorum ekki alveg nógu beittir og stundum slitnir í varnarleiknum. Þannig að það eru nokkrir litlir hlutir sem við þurfum að vinna í

á æfingasvæðinu,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, miðjumaður Grindvíkinga, í leikslok. „Það vantaði kannski smiðshöggið í sókninni, þessa síðustu sendingu. Það var mikið um pústra í leiknum en það er við því að búast enda er þetta Grindavík-Keflavík,“ bætir hann við. Grindvíkingar höfðu verið á mikilli siglingu og unnið þrjá fyrstu leiki sína í 1. deild auk þess að vera komnir í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. „Lið sem ætlar sér að gera eitthvað þarf að koma sterkt til baka þegar það lendir í mótlæti, við munum bara halda áfram.“ Það var ekki mikið um hættuleg færi í fyrri hálfleik og liðin voru að fikra sig áfram. Sóknarleikur beggja liða var ekkert sérstaklega beittur og því má auðveldlega tala um miðjumoð. Í síðari hálfleik breyttist ekki mikið í leiknum. Grindvíkingar fengu mikið af hornspyrnum og nokkrum aukaspyrnum sem nýttust ekki nægilega vel. Það var svo á 66. mínútu sem Keflvíkingar fengu aðra gjöf frá Grindvíkingum. Þá var Magnús Matthíasson á leið út úr teig Grindvíkinga eftir hornspyrnu, þegar Hlynur markvörður virðist fella hann. Dómarinn benti á punktinn og vítaspyrna niðurstaðan.

Barátta í teignum. Það er alltaf sérstök stemmning í leikjum Keflvíkinga og Grindvíkinga.

Sigurbergur Elisson steig upp og sendi boltann rakleiðis í netið. Keflvíkingar því komnir í kjörstöðu og á brattan að sækja fyrir Grindvíkinga. Talsverður hiti færðist í leikinn eftir seinna markið en menn héldu þó haus. Keflvíkingar lönduðu sigrinum og eru því enn ósigraðir í 1. deildinni. Miðjumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson í Keflavíkurliðinu var maður leiksins að margra mati enda kom ekki margt framhjá honum á miðjunni. „Þetta var mjög svo gott. Sérstaklega það að halda hreinu og ég var hriklega ánægður með hvað við vorum agaðir og með fókus allan leikinn.“ Keflvíkingar voru ekki að standa undir væntingum að margra mati áður en kom að leiknum gegn Grindavík. „Ég veit ekki hvort þetta var léttir. Mér fannst ekki vera komin einhver pressa

á okkur. Það er bara gott að vinna og að halda hreinu,“ sagði jaxlinn Jónas og bætti við. „Ég er í rauninni bara mjög sáttur við hvernig þetta hefur byrjað. Ég meina, við erum ekki búnir að tapa leik. Við erum að finna taktinn og hvernig okkur líður best. Þegar við erum þéttir og beitum skyndisóknum þá erum við mjög öflugir. Ég geri mér þó grein fyrir að við munum stjórna fullt af leikjum í sumar. Þegar við erum með boltann þá opnumst við dálítið en við erum að vinna í því að vera þéttari og skynsamari þegar við missum boltann.“ Jónas virðist í fantaformi svona í upphafi sumars. Hann skoraði í sínum fyrsta heimaleik eftir langa útlegð erlendis og í Vesturbænum. „Það þarf bara að láta vita að maður sé kominn heim, það er bara þannig. Það var mjög ljúft.

Ég hef aldrei verið betri. Ég er bara eins og rauðvínið, verð bara betri með aldrinum,“ segir Jónas sem er 33 ára. Svarið var svo stutt og laggott þegar Jónas var spurður út í það hvort hann yrði mættur í Keflavíkurbúning í Pepsi deildina næsta sumar. „Já“ Grindvíkingar sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn fóru niður í 2. sæti með ósigrinum og hafa níu stig. Keflvíkingar eru nú aðeins einu stigi á eftir þeim gulklæddu í 3. sæti með átta stig. Keflvíkingar sækja KA-menn heim á laugardaginn á Akureyri en að margra mati fara þar tvö sterkustu lið 1. deildarinnar. Grindvíkingar fá Leikni R. í heimsókn í kvöld, fimmtudag, en oft hefur verið talað um að þessi tvö lið muni veita hinum ofangreindu hvað mesta samkeppni í baráttunni um sæti í Pepsi deildinni.

Undramark í blálokin réði úrslitum í grannaslagnum ●●Ungt Keflavíkurlið byrjar af krafti

Ekkert gefið eftir um baráttuna um boltan.

Eftir mikinn baráttuleik þá var það draumamark frá hinni 16 ára gömlu Anitu Lind Daníelsdóttur sem tryggði Keflvíkingum sigur gegn grönnum sínum frá Grindavík þegar liðin áttust við í 1. deild kvenna. Niðurstaðan varð 1-0 en markið kom í uppbótartíma þar sem Anita lét vaða af löngu færi og boltinn small í slánni og inn. Rosaleg negla í samskeytin sem markvörður Grindvíkinga réði ekkert við. „Þetta var geðveikt. Ég er að fara grenja hérna, sko,“ sagði markaskorarinn og hló í viðtali við Víkurfréttir nokkrum augnablikum eftir markið magnaða. „Ég hugsaði bara um að klára þetta, hitta rammann. Þetta er draumamark og gaman að skora svona,“ bætti Anita við. Keflvíkingum hefur ekki gengið mjög vel gegn grönnum sínum undanfarin tímabil. „Við höfum ekki náð að vinna þetta lið sem þær eru með núna. Þetta er allt annað lið en á undirbúningstímabilinu og ég er rosalega ánægð með þennan sigur. Þessi sigur hafði heldur betur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta var erfiður leikur enda eru þær drullugóðar. Við erum þó með góða hlaupagetu og erum duglegar, það skilar okkur sigrum.“ Keflavíkur-

konur hafa byrjað mótið vel og hafa ekki ennþá tapað leik. „Þessi byrjun okkar er fín. Ég var pínu stressuð fyrir þennan leik enda gegn Grindavík, en maður þarf að halda kúlinu,“ sagði unglingalandsliðsmaðurinn Anita sem er ein af mörgum efnilegum stelpum í liði Keflvíkinga. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en heimakonur í Keflavík voru ívið sprækari. Taflið snerist svo við í síðari hálfleik og Grindvíkingar réðu ferðinni og áttu fleiri færi. Þær voru nokkrum sinnum nærri því að skora en Sarah Magdalene Story í marki Keflvíkinga átti frábæran dag og varði oft og tíðum meistaralega. Grindvíkingar náðu næstum að komast framhjá henni en skot sem rataði yfir hana hafnaði í slánni og Keflvíkingar sluppu með skrekkinn. Þegar allt virtist svo stefna í jafntefli fengu Keflvíkingar skyndisókn á 93. mínútu. Anita Lind vann þá boltann á eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett. Þegar hún var við það að nálgast vítateiginn þá lét hún vaða með sínum öfluga vinstri fæti. Boltinn sveif fallega og hafnaði eins og áður segir í samskeytunum. Sannkallað draumamark og Keflvíkingar ærðust

af fögnuði. Keflvíkingar hafa nú unnið báða leiki sína og eru í efsta sæti Briðils 1. deildar. Guðmundur Valur Sigurðsson, þjálfari Grindvíkinga, var skiljanlega ekki sáttur í leikslok. „Mér fannst við vera mun sterkari í seinni hálfleik og áttum fullt af tækifærum til þess að klára en nýttum það ekki og fengum þetta því bara beint í andlitið, sem er súrt. Þetta var frábært skot hjá henni.“ Grindvíkingar höfðu unnið 9-0 sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins en Keflvíkingar komu þeim gulklæddu aftur á jörðina. „Ég held að þetta séu bara tvö ágætis lið. Mér finnst við hefðum átt að hirða sigurinn en svona er fótboltinn. Við höldum ótrauðar áfram en þetta drepur okkur ekki. Við stefnum ótrauðar á að vera að berjast um sæti í efstu deild. Það eru óvenju margar stelpur sem eru að æfa og spila með meistaraflokki Grindavíkur. Kvennaboltinn er í toppmálum þar eins og undanfarin ár.“ Suðurnesjaliðin leika bæði á útivelli í kvöld, fimmtudag. Grindvíkingar heimsækja Hauka á meðan Keflvíkingar leika gegn Aftureldingu.


fimmtudagur 2. júní 2016

Fikrar sig upp einherjalistann ●●Þrisvar sinnum farið holu í höggi á par fjögur holu

Þarf sjö draumahögg til viðbótar

Þegar maður fer holu í höggi þá kemst maður í svokallaðan einherjaklúbb. Samkvæmt skráningu klúbbsins þá eru 46 kylfingar á landinu sem hafa þrisvar farið holu í höggi. Sá sem hefur verið iðnastur við kolann hefur níu sinnum afrekað að fara holu í höggi. „Ég á bara sjö eftir til þess að bæta það,“ segir Hólmar og hlær. Aðeins 22 kylfingar hafa farið oftar en þrisvar sinnum holu í höggi. Hólmar fór núna síðast holu í höggi á fjórðu holu á Húsatóftavelli í Grindavík. „Það var hliðarvindur og ég tek upp „dræverinn“ eins og vanalega á þessari holu. Ég hugsaði með mér að

GARÐAÚÐUN Úðum gegn: Lir fum og lús í trjám,

Kylfingurinn Hólmar Árnason fór í þriðja sinn á ævinni holu í höggi á dögunum. Ekki nóg með að það sé magnað afrek, þá er það enn merkilegra að Hólmar hefur slegið draumahöggin öll á par fjögur holum, en það er mjög sjaldgæft því þær eru yfirleitt of langar til þess. Í lang flestum tilfellum fara kylfingar holu í höggi á par þrír holum. Hólmar, sem er með 4,1 í forgjöf, hefur stundað golf síðan hann var sex ára, eða í 22 ár. Hann ól manninn í Grindavík en er núna búsettur í Vogunum. Árni faðir hans dró hann á völinn á sínum tíma. „Pabbi kenndi mér allt sem ég kann. Hann var hörkukylfingur þegar hann var yngri,“ segir Hólmar sem fór fyrst holu í höggi í hitteðfyrra á par fjögur holu. Síðar það sumar þá endurtók hann leikinn á sömu holunni en um er að ræða áttundu holu í Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. „Það var nákvæmlega sama kylfa og sama höggið. En sitt hvort vitnið. Í síðara skiptið þá sagði ég við manninn sem var með mér, sem var nýbyrjaður í golfi, nú ætla ég að fara holu í höggi því ég þarf að fá nýtt vitni. Svo bara fór boltinn ofan í,“ segir kylfingurinn léttur í bragði. Hólmar segir það allt öðruvísi tilfinningu en að hann hafði haldið að fara holu í höggi. „Þetta er af svo löngu færi að maður hefur ekki séð boltann fara í holuna. Maður er ennþá að bíða eftir því að sjá boltann fara ofan í á par þrjú holu. Þetta er þó ótrúlega gaman.“

21

VÍKURFRÉTTIR

roðamaur, kóngulóm, illgresi í grasflötum og fl. Fullgild réttindi og mikil reynsla! co/ Björn Víkingur og Elín Garðaúðun Suðurnesja ehf. netfang: bvikingur@visir.is

LAUS STÖRF LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL VELFERÐARSVIÐ FRÆÐSLUSVIÐ LEIKSKÓLINN HOLT ÍÞRÓTTAMANNVIRKI MYLLUBAKKASKÓLI HEIÐARSKÓLI

Holu Hólmar gæti verið ágætis viðurnefni. Þrjú draumahögg.

ég ætlaði að ná eins nálægt flötinni eins og ég gæti með því að með því að slá hann í „slæsi“. Ég gerði það og hann fer eftir brautinni og tekur eitt skopp fyrir neðan flöt og svo rúllar hann ofan í.“ Þarna var Hólmar að spila með ókunnugum manni sem hafði aldrei séð neitt þessu líkt. „Við gengum upp að holunni og hann missti eiginlega andlitið. Það var ekki svo með mig, enda vanur maður,“ bætir Hólmar við og hlær. Völlurinn í Grindavík er frábær um þessar mundir að sögn Hólmars sem reyndar spilar mest á Kálfatjarnarvelli í Vogum. Hólmar varð fyrir taugameiðslum þegar hann skarst á hendi í vinnuslysi fyrir þremur árum. „Ég er nú bara heppinn að geta spilað golf að einhverju ráði eftir það,“ segir Hólmar sem nær ekki að spila mikið þegar

hitastigið fer að lækka en það hefur áhrif á taugarnar. Hann hefur þó náð öllum þremur draumahöggunum eftir að hann meiddist þannig að það virðist ekki mikið há honum. Hólmar segist eiga nóg inni og býst við því að verða bara betri spilari með árunum. Hann stefnir ótrauður að því að fikra sig enn hærra upp einherjalistann. „Það er ekkert annað í boði en að ná því. Maður er kominn með þrennuna. Eina sem ég á eftir í golfinu er að fara holu í höggi á par þrjú holu. Ég er búinn að gera allt annað.“ Hólmar hefur afrekað það að fá albatross á par fimm holu, sem þýðir að maður fer á tveimur höggum, eða þremur undir pari. Það afrekaði hann á gömlu annarri brautinni í Grindavík, sem nú er 13. braut. Það má segja að sé eiginlega meira afrek en að fara holu í höggi!

Margvísleg störf Störf með fötluðum Sálfræðingur Leikskólakennari Margvísleg störf Skólaliðar Deildarstjóri

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/ stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara 25. júní 2016 verður sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík. Reykjanesbær: ■ Alla virka daga frá 1. júní til 24. júní frá kl. 08:30 til 19:00. ■ Laugardagana 4. og 11. júní frá kl. 10:00 til 12:00 og laugardaginn 18. júní og á kjördag 25. júní, frá kl. 10:00 til 14:00. Zuzanna Korpak

Kinga Korpak

Korpak systur í öðru sæti á heimavelli Það eru fleiri sem sem eru að gera það gott í golfinu á Suðurnesjum. Korpak systurnar, þær Zuzanna og Kinga, nældu báðar í silfurverðlaun á Íslandsbankamótinu sem fram fór um liðna helgi á þeirra heimavelli, Hólmsvelli í Leirunni. Zuzanna hafnaði í öðru sæti í flokki 15 til 16 ára. Hún leiddi mótið eftir

fyrsta keppnisdag en varð að gera sér annað sætið að góðu eftir sopennandi keppni á öðrum degi. Hún lék hringina tvo á 87 og 84 höggum. Yngri systirin Kinga endaði einnig í öðru sæti í flokki 13 til 14 ára eftir harða keppni. Hún lék hringina tvo á 85 og 80 höggum.

Grindavík: ■ Alla virka daga frá 2. maí til 19. júní frá kl. 08:30 til 13:00. ■ Dagana 20. til 24. júní frá kl. 08:30 til 18:00. Sérstök athygli er vakin á að nú verður einnig unnt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu sveitarfélagsins Garðs að Sunnubraut 4, Garði sem hér greinir. Garður: ■ Mánudaga til fimmtudaga frá 6. júní til 23. júní frá kl. 09:30 til 15:00. ■ Föstudaga frá 11. júní til 24. júní frá kl. 09:30 til 12:30. Kjósendur skulu framvísa skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 20. til 22. júní nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 31. maí 2016 Ásdís Ármannsdóttir


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR

STEVEN GERRARD ER FYRIRMYNDIN Fótboltasnillingur vikunnar er Garðbúinn Tómas Freyr Jónsson. Tómas er 12 ára og spilar með 5. flokki Reynis/Víðis. Tómas stefnir á að komast sem lengst í boltanum en atvinnumennskan heillar sérstaklega. Liverpool er hans lið á Englandi og Steven Gerrard er fyrirmyndin í boltanum. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? 8 ár.

Góður árangur Keflvíkinga á Stjörnustríðsmóti í blaki Blakdeild Keflavíkur tók þátt í öldungamóti Blaksambands Íslands sem haldið var dagana 5. til 7. maí síðastliðinn. í Garðabæ sem að þessu sinni bar heitið Stjörnustríð. Á mótinu voru 158 lið eða um 1500 þátttakendur af öllu landinu og var þetta stærsta og fjölmennasta öldungamótið til þessa. Keppendur á þessum mótum verða að hafa náð 30 ára aldri til að geta keppt og má segja að þau séu nokkurs konar uppskeruhátíð eldri blakara í landinu. Keppt var í sex karladeildum og tíu kvennadeildum. Blakdeild Keflavíkur átti þrjú lið á þessu móti, tvö karlalið og eitt kvennalið. Annað karlaliðið keppti í 4. deild og hitt, skipað nýliðum í blaki, keppti í 6. deild. Kvennaliðið var í síðan í 8. deild a. Nýliðarnir stóðu sig mjög vel miðað við að þeir voru að taka þátt í sínu allra fyrsta blakmóti og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það

hve vel þeim gekk að stríða hinum liðunum en þeir munu koma reynslunni ríkari til leiks að ári. Kvennaliðið og 4. deildar karlaliðið, sem eru skipuð reyndum blökurum, náði þeim flotta árangri að sigra alla sína leiki og stóðu efst í sínum deildum og munu því keppa í næstu deildum fyrir ofan að ári. Bæði lið léku mjög vel í mótinu. Kvennaliðið fór í gegnum sína leiki með miklum yfirburðum og má með sanni segja að þær hafi borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Karlaliðið náði að bæta upp fyrir slakt gengi í síðasta móti og sló vart feilspor að þessu sinni. „Við vitum að það er eitthvað af blakáhugafólki hér á Suðurnesjum og við viljum hvetja það fólk sem hefur áhuga á að koma og æfa með okkur að fylgjast með okkur á Facbook og einnig á heimasíðu Keflavíkur,“ segir í tilkynningu frá keflvísku blakfólki.

Hvaða stöðu spilar þú? Ég er miðjumaður. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Komast eins langt og ég get. Vonandi verða atvinnumaður. Hversu oft æfir þú á viku? 5 sinnum í viku. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Lionel Messi hjá Barcelona.

Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Já. Liverpool - QPR á Anfield á síðustu leiktíð. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 34 sinnum. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Liverpool.

Fyrsta tap Þróttara ■■Þróttarar frá Vogum þurftu að sætta sig við fyrsta tap sitt í 3. deild karla þegar þeir léku á útivelli gegn Einherja á Vopnafirði um helgina. Lokatölur leiksins urðu 3-2 þar sem Kristinn Aron Hjartarson og Aron Elfar Jónsson skoruðu mörk Þróttara. Vogamenn eru í fjórða sæti d e i l d a r i n n a r, hafa unnið tvo leiki og tapað einum.

Kynning á iHealth snjalltækjum í Lyfju Reykjanesbæ Framúrskarandi tækni og hönnun sem gerir þér kleift að fylgjast með grunnþáttum góðrar heilsu; hreyfingu, svefni, þyngd, blóð- þrýstingi og glúkósa (blóðsykri). Öll iHealth heilsutækin tengjast snjallsímanum og birta gögn á myndrænan hátt í iHealth heilsuappinu. Auðvelt að deila niðurstöðum með heilbrigðisstarfsfólki, vinum og fjölskyldumeðlimum. Fyrir iPhone og Android síma. Katrín hjúkrunarfræðingur hjá Eirbergi, dreifingaraðila iHealth kynnir blóðsykursmæla og tengdar vörur föstudaginn 3. júní, milli kl. 15-18

lyfja.is

Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Steven Gerrard er fyrirmyndin.

Víðismenn halda hreinu á toppnum ■■Víðismenn eru með fullt hús stiga og hafa ekki ennþá fengið á sig mark í 3. deildinni í fótbolta. Þeir unnu um helgina 4-0 sigur á liði KFR á heimavelli sínum og hafa því unnið þrjá fyrstu leikina sína í deildinni auk þess að vera eina 3. deildarliðið í 16 liða úrslitum í bikarkeppni. Staðan í hálfleik í gær var 2-0 fyrir heimamenn en mörkin skoruðu þeir Helgi Þór Jónsson og Milan Tasic. Helgi bætti svo við marki í síðari hálfleik en það var Tómas Jónsson sem skoraði fjórða markið undir lok leiks.


SamSUNgSEtRiD.iS

Fögnum íþróttasumrinu með nýrri árgerð, 2016-17

65” Samsung KS9005T SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

55” Samsung KS8005T SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

Þetta merki er eingöngu notað fyrir vörur sem uppfylla efri mæligildi mynd- og hljóðgæða. Hátt dynamic svið (HDR), hámarks styrkleiki ljóss, svarti liturinn og breið litapalletta er þess á meðal. Einnig er merkið staðfesting á betri hljómgæðum. Framfarir í upplausn, skerpu, birtu, lit og hljóði hafa verið hraðar, en með þessu merki ættu flestir að sjá hvar mestu gæðin eru.

55” Samsung KS7005 SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

FYRiR HEimiliN Í laNDiNU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900


24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

Viðreisn Samfélagsins Í Reykjanesbæ þann 16. apríl var haldinn kynningarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, sem hyggst bjóða fram á landsvísu til næstu Alþingiskosninga. Frjálslyndi og almannahagsmunir eru rauði þráðurinn í stefnu Viðreisnar - almannahagsmunir séu ætíð teknir fram yfir sérhagsmuni. Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir frelsi, jafnrétti, réttlátu samfélagi, vestrænni samvinnu, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Hún berst gegn mismunun og vill nýta markaðslausnir í stað sérhagsmunavörslu stjórnmála- og embættismanna.

Frjálslyndi

Fagmennska

Ferksleiki

Mótun þessa afls hefur nú staðið í rúm tvö ár. Þar hefur gott fólk úr öllum áttum komið að starfinu. Þá hefur álit sérfræðinga á helstu málefnum samfélagsins myndað grundvöll stefnumála Viðreisnar. Því það er ekki nóg að koma með hugmynd eða ávarpa eitthvað ákveðið vandamál, heldur þarf einnig að koma með útfærslu á hugmyndinni og leið til að leysa vandamálið. Í því skyni er samvinna innan stjórnmála mjög mikilvæg. Öll vinnum við að sama markmiði; að bæta lífskjör íbúa samfélagsins.

Best er að lýsa Viðreisn sem fersku og nýju umbótaafli. Nú er einmitt samhljómur og einlægur vilji meðal almennings að auka heiðarleika og gegnsæi í stjórnmálum. Þá er einmitt tímabært að afl eins og Viðreisn svari kallinu, þar sem það afl mun berjast fyrir auknum heiðarleika og breyttum háttum í íslenskum stjórnmálum. Þetta afl samræmist best hinu nútímalega, frjóa og víðsýna frjálslyndi, sem nauðsynlegt er þjóðinni til að taka skref inn í nútíðina og uppræta sérhagsmunagæslu afturhaldsafla. Mikilvægt er að þingið spegli samfélagið í heild sinni og að allir hópar hafi fulltrúa við borðið. Því samfélagið er ekki einungis fyrir einstaka hópa Það er fyrir okkur öll. Virkja þarf ungt fólk og nauðsynlegt er að rödd þess heyrist. Þessi hópur á að fá að taka virkan þátt í mótun samfélagsins, ekki síst hvað varðar menntamál, velferðarmál og húsnæðismál. Þar að auki er ferskleiki mjög nauðsynlegur samfélaginu, þar sem það þarf að vera opið fyrir breytingum og nýjum tíðaranda.

Framtíðin

Sv e it a r s tj ór n a r k o s n i n g a r n a r í Reykjanesbæ árið 2014 voru mér mjög hugleiknar. Þar hafði ég ýmislegt um stöðuna að segja. Þá stóðu íbúar frammi fyrir ákveðnu vandamáli, þá var fjárhagsstaðan slæm og útlitið svart. Nú standa landsmenn fyrir vandamáli af allt öðrum toga. Þetta vandamál er ekki fjárhagslegs eðlis. Nú er um siðferði og stjórnarhætti að ræða. Skortur á samvinnu veldur stjórnarkreppu í samfélaginu og siðferðisbrestur í stjórnmálum veldur því að almenningur sér ekki birtuna fyrir skýjum sérhagsmunaafla. Hin hefðbundna hentistefna á að víkja fyrir umbótahugsjónum. Hvað hentar hag stjórnmálamanns hverju sinni á ekki að ráða för í stefnumótun, heldur hugsjónir með það markmið að bæta samfélagið. Þá á flokkshollustan að víkja fyrir gagnrýnni hugsun. Að lokum þarf siðferðisbresturinn og hagsmunagæslan að víkja fyrir réttlætiskennd og manngæsku. Þá fyrst sjáum við viðreisn samfélagsins. Bjarni Halldór Janusson, á meðal stofnenda og situr í stjórn Viðreisnar.

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

Elísabet Ýr Norðdahl og Stefanía María Aradóttir. VF-mynd/dhe

Sá fallegt, autt húsnæði og ákvað að opna verslun Stefánía María Aradóttir flutti í íbúð á Ásbrú í febrúar síðastliðnum en fyrir bjuggu þar tvær dætur hennar og sonur eiginmannsins. Stuttu eftir að hún flutti tók hún rúnt niður Hafnargötuna í Keflavík og sá þá autt verslunarhúsnæði við Hafnargötu 35 sem hún hreifst af og ákvað að opna þar verslunina SA Iceland Design. „Ég ólst upp í Neskaupstað og stofuglugginn hérna í versluninni minnti mig á æskuheimilið en þar var einmitt svona gluggi. Þetta fór því þannig að ég ákvað að opna hér verslun, eiginlega bara fyrir tilviljun,“ segir Stefanía. Fyrir rekur hún Saumastofu Íslands í Reykjavík og tekur því á móti fatn-

aði, fortjöldum og öðru í viðgerð í versluninni við Hafnargötu. Í SA Iceland Design eru á boðstólum flíkur sem Stefanína hannaði og eru saumaðar hjá Saumastofu Íslands, bróderuð handklæði, rúmföt og ýmsar vörur sem höfða til ferðamanna. Í versluninni er tekið á móti almennum viðgerðum á fatnaði frá Cintamani. Búið er að opna verslunina og segir Stefanía marga viðskiptavini hafa litið við, bæði ferðamenn og heimamenn. Formleg opnun verður svo um næstu mánaðamót og verða þá ýmis opnunartilboð.

Subway leitar að hressum og duglegum starfsmanni í næturvinnu á veitingastaðinn sinn að Fitjum í Njarðvík. Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára, hafa góða þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vera röskur, stundvís og reglusamur. Við getum einnig bætt við okkur fólki í vaktarvinnu. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á mannauðsstjóra með helstu upplýsingum: ingibjorg@subway.is Subway is looking for a good and energetic worker at the company‘s restaurant in Fitjar, Njarðvík. The applicant needs to be service motivated, polite, punctual and be able to work shift work. Applicant must speak Icelandic our English, if he speaks both languages that is even better. Intrested applicants please send an application to the Human resource manager with all necessary iformation: ingibjorg@subway.is Subway poszukuje bardzo dobrych i energicznych osob do pracy w Fitjar, Njarðvik. Osoba ubiegajaca sie o prace powinna byc zmotywowana do obslugi klijenta , uprzejma , punktualna oraz gotowa do pracy w systemie zmianowym . Wymagany jezyk islandzki albo jezyk angielski . Zainteresowanych prosze o przeslanie aplikacji ze wszystkimi informacjami do Kierownika Do Spraw Personalnych: ingibjorg@subway.is SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragð-góðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla ströngustu skilyrði um ferskleika og gæði.


PANTONE 485

C0 / M100 / Y100 / K0


26

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. júní 2016

Heimildarmynd um Vistsporið #Eitthvað annað #áburðarverksmiðja nei takk sýnd í Andrews Theatre Guðmundur Bjarni Sigurðsson skrifar

Heimildarmyndin Maðurinn sem minnkaði Vistsporið sitt verður sýnd í Andrew´s Theater á fimmtudag í næstu viku, 9. júní, klukkan 17:00. Fyrirtækið Bros bræður framleiddi myndina en það er í eigu bræðranna Sigurðar E. og Magnús ar B. Jóhannessona úr Keflavík. Sigurður er í aðalhlutverki í myndinni og fjallar hún um baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Í myndinni er fylgst með honum reyna eftir fremsta megni að ná neyslu sinni inn fyrir mörk sjálfbærni eins og þau eru skilgreind af aðferðafræði Vistsporsmælinga. Baráttan knýr hann til að svara spurningum um alla sína hegðun, eins og til dæmis um það hvað hann borðar, hvernig hann ferðast, hvernig hann býr, hvað hann kaupir inn, hvaða þjónustu hann notar og hvernig hann skilar frá sér sorpinu sem neysla hans veldur. Í ferlinu lærir

Sigurður að fátt í íslensku samfélagi styður slíka baráttu og hann finnur fljótt að það er hægara sagt en gert að ná neyslunni inn fyrir sjálfbærnimörkin. Myndin er létt og skemmtileg og var tekin upp í and a D o g me 95 stílsins, þar sem áhersla er lögð á að koma sögunni til skila án þess að láta tæknina kæfa verkefnið. Myndin verður sýnd í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Allir eru velkomnir og frítt er inn. Að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um málefni myndarinnar og vistsporið. Í pallborði verða Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Sigurður Jóhannesson, einn framleiðenda myndarinnar og doktorsnemi í umhverfisfræði við HÍ, verður einnig í pallborðinu, ásamt fulltrúa frá Isavia.

Opinn dagur í Kirkjugörðum Keflavíkur Þriðjudaginn 14. júní kl. 16:00 - 18:00. Kirkjugarðurinn við Aðalgötu og Hólmsbergsgarður. Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði eftir veturinn og ræða við starfsfólk garðana. Boðið upp á kaffi og kleinur. Kirkjugarðanefnd.

STOFNFUNDUR

VINÁTTUFÉLAGS BALDURS KE Stofnundur vináttufélags Baldurs KE 97 verður haldinn í Víkinni, Krossmóa 4, 4. hæð, á sjómannadaginn 5. júní kl. 13:00. Meðal hlutverka félagsins verður að tryggja varðveislu skipsins sem sýningargrips á Byggðasafni Reykjanesbæjar og að standa vörð um sögu þess og útgerðar á Suðurnesjum. Undirbúningsnefndin.

Það vita það kannski ekki allir en í Reykjanesbæ er blómstrandi upplýsingatæknigeiri. Ég fór á stúfana fyrir ekki svo löngu og vildi halda tækni- og hönnunarhitting hérna á svæðinu. Það kom mér strax á óvart hversu mörg stöndug fyrirtæki eru staðsett hér, fannst eins og ég ætti að vita þetta verandi hluti af hópnum. Það eru ótal h ön nu n ar f y r i r t æ k i á svæðinu að hanna ótal hluti. Tæknifyrirtækin (forritun ýmis Guðmundur konar) eru ekki færri. Bjarni Ég get í fljótu bragði Sigurðsson talið upp fjögur fyrirtæki á Suðurnesjum sem hanna, forrita og viðhalda vefjum fyrir stærri og minni fyrirtæki hérna á svæðinu, út um allt land og allan heim. Þá eru ekki talin með þau fyrirtæki sem koma að sérhæfðari lausnum. Og það er mikið að gera hjá öllum. Gleymum heldur ekki þeim fjölmörgu sem búsettir eru hér en sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu: Hérna búa margir grafískir hönnuðir, vefhönnuðir, forritarar, vefforitarar, verkefnastjórar og stjórnendur í upplýsingatæknistörfum. Hér er sem sagt alvöru upplýsingatæknigeiri. Hjá Kosmos & Kaos var aldrei spurning um annað en að hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Það vantaði sárlega eitthvað móralskt gott hingað á þeim tíma (árið 2010) og við kappkostuðum við hafa eins mikla starfsemi hér og mögulegt var. Versla heima, tala svæðið upp við hvert tækifæri, ráða fólk af svæðinu til starfa eða flytja það hingað.

Fyrir skemmstu ákvað Reykjanesbær, stærsta sveitarfélagið á svæðinu, að færa alla vinnu við sína vefi úr heimabyggð og norður í Eyjafjörð. Tvö fyrirtæki í Reykjanesbæ hafa um árabil byggt upp og þjónustað veflausnir sveitarfélagsins. Norðan heiða er nú unnið að því afrita sjö ára gamlar hönnunaráherslur þessara heimafyrirtækja fyrir nýja vefi. Við reyndar stöndum hvorki né föllum með viðskiptum okkar við sveitarfélagið, en hvað er verið að pæla? Við vitum hver staða Reykjanesbæjar er og hún gefur fullt tilefni til hagkvæmni í rekstri. Veflausnir eru hluti af þeirri hagkvæmni. Verkkaupi leggur út dágóða fjárhæð fyrir verkinu en ef vel er að verki staði hlýst ákveðin rekstrarleg hagkvæmni af góðum lausnum. Og hvað sparast með þeim gjörningi að flytja veflausnirnar til Eyjafjarðar? Ef litið er á stóra samhengið þarf að muna ansi miklu á tilboðum til að það borgi sig að færa þessi viðskipti úr heimabyggð. Hönnunar- og UT (upplýsingatækni) fyrirtækin á Suðurnesjum borga sína skatta og skyldur hér. Fyrirtæki í sama geira í Eyjafirðinum borga sitt til samfélagsins þar. Í ljósi þess að UT geirinn er sá hraðast vaxandi í heiminum er óhætt að líta á stuðning við uppbyggingu hönnunarog UT fyrirtækja á landsbyggðinni sem fjárfestingu. Fjárfestingu í fjölbreytni í atvinnusköpun, í þekkingu, í búsetu, í nýsköpun og fleiru. Fjárfestingu gegn spekileka. Reykjanesbær hefur nú stigið stórt skref í að fjárfesta ekki í þessari þróun í sinni heimabyggð. Reyndar er staðan þannig að aðeins fá fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á

Suðurnesjum kaupa sínar upplýsingatæknilausnir í heimabyggð, þrátt fyrir gríðarlega sterkan og vel samkeppnishæfan markað hér. Á sama tíma er kappkostað við að fá fólk til að versla heima. Talað er fjálglega um þörf fyrir uppbyggingu þekkingarsamfélags á Suðurnesjum, aukna fjölbreytni í atvinnustarfssemi og svo framvegis, en eins og flestir vita hefur Reykjanesbær meðal annars farið flatt á því að setja öll sín egg í eina körfu. Hvar liggur svo stuðningur Reykjanesbæjar við fjölbreytta atvinnustarfsemi? Hann sést kannski einna best í eftirgjöf opinberra gjalda og greiðslufrestunum þeirra vegna mengandi „áburðarverksmiðja” í Helguvík. Fyrir nokkru sat ég fund með ungu fólki af Suðurnesjum þar sem þau voru spurð að því við hvað þau vildu starfa í framtíðinni. Í þessum flotta hópi var fólk sem gekk um með drauma um að verða læknar, lögfræðingar, forritarar, hagfræðingar, hjúkrunarfræðingar o.fl. Ekkert þeirra, ekki eitt, talaði um að það ætti sér þann draum að vinna í „áburðarverksmiðjunum” í Helguvík. Reykjanesbær hefur nú stigið stórt skref í átt að einhæfara atvinnulífi fyrir ungt fólk með stóra drauma. Þetta unga fólk mun, ef fram heldur sem horfir, þurfa að sækja vinnu í Reykjavík eða, guð hjálpi okkur, flytja norður í Eyjafjörð. Akureyri er samt fallegur bær, ekki misskilja mig. Guðmundur Bjarni Sigurðsson Frumkvöðull, vefhönnuður og eigandi Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ, sem aldrei hefur farið fram á afslátt á opinberum gjöldum til sinnar heimabyggðar.

Hagræðing í rekstri Reykjanesbæjar Svanhildur Eiríksdóttir svarar Guðmundi Bjarna Sigurðssyni hjá Kosmos & Kaos Guðmundur Bjarni Sigurðsson eigandi Kosmos & Kaos gagnrýnir vinnubrögð og ákvörðun Reykjanesbæjar varðandi hönnun nýs upplýsingavefjar í aðsendri grein á vef Víkurfrétta 28. maí síðastliðinn í grein, sem ber heitið, „Eitthvað annað – áburðarverksmiðja nei takk“. Í greininni segir Guðmundur: „Við vitum hver staða Reykjanesbæjar er og hún gefur fullt tilefni til hagkvæmni í rekstri. Svanhildur Veflausnir eru hluti Eiríksdóttir af þeirri hagkvæmni. Verkkaupi leggur út dágóða fjárhæð fyrir verkinu en ef vel er að verki staði hlýst ákveðin rekstrarleg hagkvæmni af góðum lausnum. Og hvað sparast með þeim gjörningi að flytja veflausnirnar til Eyjafjarðar? Ef litið er á stóra samhengið þarf að muna ansi miklu á tilboðum til að

það borgi sig að færa þessi viðskipti úr heimabyggð.“

Allir gátu framkvæmt verkið og því var lægstbjóðandi valinn

Fyrr á þessu ári gerði Reykjanesbæjar verðkönnun hjá sex hugbúnaðarfyrirtækjum, fimm tóku þátt. Það voru Advania, Dacoda, Hugsmiðjan, Kosmos & Kaos og Stefna hugbúnaðarhús. Eftir vandlega skoðun og ígrundun var ákveðið að ganga til samstarfs við Stefnu. Tilboð Stefnu hugbúnaðarhúss var lægst, næstlægsta tilboð átti Dacoda, þriðja lægsta tilboð átti Hugsmiðjan, fjórða lægsta tilboðið átti Kosmos & Kaos og fimmta lægsta tilboð átti Advania. Þar sem nokkrir aðilar óskuðu trúnaðar á tilboðum sínum, þá eru verð ekki uppgefin, enda var óskað eftir trúnaði í útboðsgögnum og má færa rök fyrir því að það gangi í báðar áttir. Fyrirtækið Sjá ehf. sá um óháða ráðgjöf varðandi kröfulýsingu/útboðs-

ERU SKATTAMÁLIN Í ÓLAGI? Bókhald Þarftu hjálp við að koma bókhaldinu í réttan farveg. Tek að mér almenna bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga með rekstur. Allar frekari upplýsingar gefnar í síma 869-2112 eða á kefbokhald@gmail.com.

ANNA KARÍN JÓNSDÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - VIÐURKENNDUR BÓKARI

lýsingu ásamt því að sjá um útboðið sjálft og samskipti við bjóðendur. Á heimasíðu þess; www.sja.is, segir m.a.; „Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum á vefnum og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjá hefur sérhæft sig í að prófa vefi og viðmót með notendum í því skyni að kasta ljósi á notendavandamál svo fyrirtæki geti betur bætt úr þeim.“ Við mat við val á samstarfsaðila segir í útboðsgögnum: „2.3 Mat við val á samstarfsaðila Við mat á bjóðanda er eftirfarandi lagt til grundvallar, athugið að röð atriða endurspeglar ekki vægi við mat: 1. Þjónusta bjóðanda 2. Verð 3. Starfsmenn sem koma að verkinu og reynsla þeirra 4. Verk- og tímaáætlun bjóðanda 5. Leyfis og uppfærslumál bjóðanda 6. Viðmót kerfis; bakendi og framendi. 7. Fjöldi vefsíðna í kerfinu á Íslandi 8. Fjöldi nýrra notenda sl. 2 ár

Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.“

Mat umsjónaraðila verðkönnunarinnar þ.e. Sjá ehf., var það að allir aðilar gætu framkvæmt verkið, en jafnframt var lægstbjóðandi sterkur á fleiri sviðum en verðinu s.s. þjónustu, verk- og tímaáætlun, viðmóti, fjölda vefja/nýrra notanda og því var niðurstaðan að lægstbjóðandi var valinn. Tvö lægstu tilboðin voru í samræmi við kostnaðaráætlun, en önnur mun hærri og má í því sambandi nefna að tilboð Kosmos & Kaos var rúm 80% yfir kostnaðaráætlun. Svanhildur Eiríksdóttir verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Reykjanesbæ


fimmtudagur 2. júní 2016

27

VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR Óska eftir Par óskar eftir að taka á leigu stórt herbergi, stúdíóíbúð eða litla íbúð á Suðurnesjum. Upplýsingar í símum 783-1249 eða 849-0132 eða eða með tölvupósti á anitaosk95@gmail.com

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SKYGGNILÝSINGARFUNDUR Þórhallur Guðmundsson verður með opinn fund þriðjudaginn 7. júní kl. 20:30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík.

Vildi græða upp allan Reykjanesskagann Gunnhildur Ása Sigurðardóttir rekur gróðrarstöð í Sandgerði. Á góðviðrisdögum þegar mest er að gera hafa komið hátt í þúsund viðskiptavinir og gestir, bæði af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. „Ég byrjaði með ræktun hérna fyrir utan því ég ætlaði að bjarga Reykjanesskaganum. Svo fór ég að selja eina og eina plöntu og þetta vatt upp á sig,“ segir Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Glitbrár í Sandgerði. Hún ólst upp í Sandgerði en flutti í nokkur ár til Noregs á níunda áratugnum. Þegar hún kom til baka fannst henni alveg vanta tré og gróður á Suðurnesjum og byrjaði því, eins og áður sagði, að fikta við ræktun sjálf. Ræktunin er á landi Bárugerðis við Stafnesveg 22 í Sandgerði þar sem Gunnhildur ólst upp. Ásamt því að reka gróðrarstöðina reka Gunnhildur og eiginmaður hennar, Geir Sigurðsson, Blómastofuna Glitbrá við Hafnargötu 25 í Reykjanesbæ. Gunnhildi tókst að smita eiginmanninn af gróðuráhuganum og tekur hann til hendinni við ræktunina meðfram störfum hjá HS Veitum. Núna er háannatími í gróðrastöðinni enda sumarið skollið á. Á góðviðrisdögum þegar mest er að gera hafa komið hátt í þúsund viðskiptavinir og gestir. Flestir þeirra eru af Suðurnesjum en Gunnhildur segir líka marga koma höfuðborgarsvæðinu. „Fólki finnst alveg jafn skemmtilegt að koma hingað eins og að fara til Hveragerðis,“ segir hún. Þær plöntur sem eru vinsælastar eru þær sem eru í blóma á hverjum tíma. „Núna eru kirsuberjatrén vinsælust því þau eru búin að vera að

Aðgangseyrir 2000 kr. Húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

www.vf.is

blómstra. Eftir um það bil hálfan mánuð verður það geislasópurinn því að þá verður hann eitt gult blómahaf. Svo þegar kvistirnir og topparnir byrja að blómstra verða þeir vinsælastir.“ Stjúpan og hádegisblómið eru svo alltaf vinsælustu sumarblómin.

Undirbúa sumarið allt árið

Þó svo að mest sé að gera yfir sumartímann stendur undirbúningur yfir allt árið í gróðrarstöðinni. Gunnhildur er með tvo hektara af landi og um 900 fermetra undir gleri og plasti. Hún segir þetta þó bara sýnishorn af gróðrarstöð. „Þetta þykir pínulítið hjá mér en er samt alveg nógu stórt því þetta er mikil vinna.“ Það þarf að ganga frá öllu fyrir veturinn og því lýkur í lok nóvember. Svo hefst undirbúningurinn fyrir sumarið og sáning í janúar. Það er því frí í gróðarstöðinni í desember fyrir utan eftirlit en þá er mesti annatíminn á blómastofunni í Reykjanesbæ. Gunnhildur ræktar hluta blómanna sem þar eru seld, meðal annars öll sumarblómin og eitthvað af meðlætinu, eins og hún kallar þetta grænu stráin og fleira sem er með afskornum blómum í vöndum. Hún gerir sér þó vonir um að geta ræktað meira fyrir blómastofuna í framtíðinni. Gróðrastöðin Glitbrá er við Stafnesveg í Sandgerði, nokkrum tugum metra frá ströndinni. Aðspurð um það hvernig sé að vera með gróðrastöð í

rokinu og seltunni segir Gunnhildur það ganga upp og ofan. „Þetta er náttúrulega bilun. Þetta er ekki burðug bygging og það getur orðið ansi hvasst og margar andvökunætur yfir vetrartímann. Þetta hús er þó búið að standa í 14 ár. Á veturna förum við hjónin svo bara og skiptum um gler í staðinn fyrir það sem brotnar.“

Margar sterkar plöntur

Þegar verið er að planta trjám segir Gunnhildur að mjög mikilvægt sé að byrja á því að búa til skjól með sterkum plöntum. „Þá er mjög gott að nota einhverja víðitegund, eins og jörfavíði, brekkuvíði, grásteinavíði, þorláksvíði og viðju. Svo hafa fjallarifsið og mispillinn verið að koma vel út því þeir

þola seltuna ágætlega.“ Gunnhildur segir reyniviðinn og keisaraöspina líka mjög sterkar trjátegundir, sem og íslenska birkið og þá sérstaklega yrkið Embla. „Svo þegar skjólið er komið, þá er hægt að gera allt mögulegt inni í garðinum.“ Vilji fólk gróðursetja gullregn mælir Gunnhildur með fjallagullregni sem blómstrar á sautjánda til tuttugasta aldursári. Garðagullregnið blómstrar fyrr en er viðkvæmara en þrífst, að sögn Gunnhildar, mjög vel í skjólgóðum görðum. „Svo eru berjarifsið og hansarósin sterkustu plöntur sem hægt er að fá. Hansarósin þolið mikið og hana þarf ekki að hugsa mikið um.“ Gunnhildur segir mjög sniðugt að blanda saman nokkrum tegundum

af trjám í beð og skjólbelti. „Það geta alltaf komið upp sjúkdómar í einhverri tegund eins og gerðist með gljávíðinn og hreggstaðavíðinn á sínum tíma þegar upp kom ryðsveppur sem ekki varð ráðið við. Sumir rifu hann úr beðunum en aðrir vilja bíða og sjá til.“ Gunnhildur segir að eftir að ryðsveppurinn kom upp sé fólk tilbúnara að hafa beðin blönduð. „Það er svo gott því þá missir maður ekki allt skjólið ef sjúkdómur kemur upp. Öll skjólbelti á landinu eru núna þannig að það eru þrjár til fimm tegundir notaðar til að gera það þétt ef eitthvað skyldi koma upp á.“ Veðrið leikur stórt hlutverk í gróðrarstöðinni og hefur áhrif bæði á afkomu plantanna og viðskiptin. Aðspurð um veðrið í sumar kveðst Gunnhildur fullviss um að það verði gott. „Ég er alveg viss um að þetta verður glimrandi sumar sem við erum að fá. Ég hef það mjög sterkt á tilfinningunni.“

Á veturna förum við hjónin svo bara og skiptum um gler í staðinn fyrir það sem brotnar


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Er algjört kaos á tölvumálunum hjá Reykjanesbæ?

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Hekla blæs til sóknar á Suðurnesjum ●●16% bílaflota Suðurnesjamanna frá Heklu ●●Efla verkstæðisþjónustu í Reykjanesbæ Hekla hefur ákveðið að blása til sóknar á Suðurnesjum með því að efla og styrkja enn frekar starfsemi fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Á Suðurnesjum eru hátt í 10 prósent einkabílamarkaðarins á landinu og segja forsvarsmenn Heklu því til mikils að vinna að reka öfluga starfsstöð í Reykjanesbæ, bæði hvað varðar sölu bíla og ekki síður í þjónustu við bíla Heklu. Sigurður P. Sigmundsson hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Heklu í Reykjanesbæ. Hann verður ábyrgur

fyrir daglegum rekstri starfseminnar í Reykjanesbæ og mun leiða sókn Heklu á ný mið og afla frekari viðskipta bæði í sölu nýrra bíla og þjónustu. Rekstur Heklu í Reykjanesbæ hefur verið á höndum einkaaðila í mörg ár en um áramótin 2014-15 tók Hekla alfarið við rekstrinum. Um síðustu áramót var svo tekin ákvörðun um að efla reksturinn í Reykjanesbæ enn frekar. Unnið hefur verið að því síðustu mánuði að styrkja verkstæðið svo það geti boðið betri þjónustu. Allur búnaður verkstæðisins hefur verið

Bílasala og þjónustuverkstæði Heklu í Reykjanesbæ.

endurnýjaður eða yfirfarinn og verkfærakosturinn efldur. Sigurður P. segir að eigendur bíla frá Heklu séu farnir að sækja meira í þjónustu hjá verkstæðinu en áður. Á verkstæðinu verða starfandi fimm bifvélavirkjar en voru lengi vel þrír. Þá er þjónusturáðgjafi sem einnig selur varahluti en aukin tækifæri eru í sölu varahluta. Sigurður P. segir að nú sé unnið að sóknaráætlun hjá Heklu fyrir Suðurnes og að stefnt sé á að bjóða hér góða þjónustu. Undanfarna mánuði hefur náðst góður árangur í viðsnúningi á rekstri Heklu í Reykjanesbæ og áfram verður byggt undir það. Þá segir Sigurður P. að enn séu ónýtt sóknarfæri í sölumálum og þá sé stefnan að vera sýnilegri á svæðinu. Bílaeign Suðurnesjamanna er mikil. Á Suðurnesjum í heild eru um 15.000 bílar. Af þeim eru 11.500 árgerð 2000 og yngri. Af bílaflota Suðurnesjamanna eru um 2300 bílar frá Heklu og þar af 1800 yngri en árgerð 2000. Hekla er því með um 16 prósent af bílaflotanum á Suðurnesjum. „Það er því til mikils að vinna að fá þessa eigendur með bílana sína í þjónustu til okkar hér í Reykjanesbæ,“ segir Sigurður P.

Sigurður P. Sigmundsson, nýr rekstrarstjóri Heklu í Reykjanesbæ í sýningarsal Heklu við Njarðarbraut. VF-myndir: Hilmar Bragi

Hekla í Reykjanesbæ býður til stórsýningar á nýjum bílum á laugardaginn þar sem sýnt verður allt það nýjasta í bílum frá Heklu. Mikil aukning hefur verið í sölu nýrra bíla bæði á þessu ári og einnig í fyrra og allar spár gera ráð fyrir aukningu í sölu nýrra bíla næstu tvö til þrjú árin. Auk sýningar á bílum verður Heklubílaeigendum boðið upp á létt þrif á bílum sínum. Mikil umsvif eru hjá Heklu í sölu bíla til bílaleigufyrirtækja og hjá Heklu í Reykjnesbæ hefur verið sett upp 360 fermetra tjald á lóð fyrirtækisins þar sem í sumar verða standsettir um 700 bílaleigubílar fyrir bílaleigur á Keflavíkurflugvelli. Hekla afgreiðir í ár um 1400 bíla til bílaleiga og helmingur þeirra er afgreiddur í gegnum Heklu í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að

standsetning bílanna muni standa yfir fram í júlí. Hingað eru bílarnir fluttir á bílaflutningabílum og fara svo í gegnum standsetningarferlið í starfsstöðinni í Reykjanesbæ og eru að lokum þrifnir áður en þeir eru afhentir bílaleigunum. Þessi vinna útheimtir sex til sjö störf þannig að hjá Heklu í Reykjanesbæ eru í dag 14 til 15 starfsmenn að staðaldri. Sigurð P. kannast margir við úr afreksíþróttum. Hann er þekktur hlaupari, afreksíþróttamaður og reyndur þjálfari afrekshlaupara. Hann er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun og er búsettur í Hafnarfirði. Hann segir lítið mál að keyra til Reykjanesbæjar, enda styttra hingað í tíma en að fara inn í höfðuborgina á álagstímum á morgnana.

t

EM TILBOÐ TILBOÐ

189.995 VERÐ ÁÐUR 249.995 Philips 55PUS7150 55" 3D Android LED sjónvarp með Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn. Pixel Precise Ultra HD. Micro Dimming Pro. 800 Hz Perfect Motion Rate. Natural Motion. Quad Core örgjörvi. Ambilight 3 bakljós. Cloud TV / Cloud Explorer / Dropbox. Multiroom TV. Android 5.0. Google Play store. Wi-Fi 2x2. NETFLIX 4K. Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari. Gervihnattamóttakari. 3 x USB. 4 x HDMI. Apple / Android síma- / spjaldtölvu app. Easy 3D - 4 gleraugu fylgja.

40”

49”

55”

65”

FULL HD SJÓNVARP

SMART VIERA LED 4K ULTRA HD

SMART IPS ULTRA HD

SMART ANDROID LED

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

69.995

169.995

179.995

269.995

VERÐ ÁÐUR 79.995

VERÐ ÁÐUR 189.995

VERÐ ÁÐUR 229.995

VERÐ ÁÐUR 369.995

12 MÁNAÐA VAXTALAUSAR GREIÐSLUR

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.