19 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

VIKULEGUR SJÓNVARPSÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM

JENNÝ FLUGKONA SÉRA ERLA #ASKGUDMUNDUR LÍF&FRIÐUR ... OG SITTHVAÐ FLEIRA Í ÞÆTTI VIKUNNAR

Auglýsingasíminn er 421 0001

g r 700 innslö Þú finnur yfi ta á YouTube kurfrét Sjónvarps Ví

Sjónvarp Víkurfrétta

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

MIÐ VIKUDAGUR 13 . MAÍ 2 0 15 • 19. TÖ LUBL A Ð • 36. Á RGA NGU R XXHundruð manna tóku þátt í táknrænum mótmælum í Reykjanesbæ síðdegis í gær og kröfðust þess að fá íbúakosningu um breytt deiliskipulag í Helguvík. Fjöldi hestamanna á hrossum sínum fóru fyrir mótmælareið og göngu frá Grófinni og að ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs, var afhent krafa göngunnar. Flestir báru rykgrímur, sem eru táknrænar fyrir þá mengun sem íbúarnir óttast frá stóriðjuverum í Helguvík. Myndina tók Hilmar Bragi í mótmælagöngunni í gær.

Hestar og menn mótmæltu Helguvíkurmengun

Gunnar Eyjólfsson formaður hestamannafélagsins Mána afhenti Friðjóni Einarsyni formanni bæjarráðs mótmælin.

Aukin eftirspurn eftir fasteignum á Ásbrú -Kadeco þróar líftækniklasa á Ásbrú. Algalíf stækkar og fleiri líftæknifyrirtæki á leiðinni

T

öluverð aukning er í eftirspurn eftir fasteignum á Ásbrú, segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur horft til þess að bjóða fólki og fyrirtækjum aðstöðu sem þeim stendur jafnvel ekki til boða á höfuðborgarsvæðinu. „Fasteignamarkaðurinn hér er lengur í gang en á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum að það er að byrja ákveðinn þrýstingur,“ segir Kjartan. Líftæknismiðja Algalíf hóf starfsemi á Ásbrú fyrir tæpu ári og nú eru að hefjast framkvæmdir við að þrefalda framleiðslugetu Algalíf. Í verksmiðjunni eru ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus

Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. „Við sjáum mikla möguleika í þessari starfsemi og frekari þróun líftækniklasa hér á Ásbrú og í nálægðinni við flugvöllinn. Þar horfum við til þess að fyrirtækin flytja þekkingu inn og út úr landinu ásamt afurðum og hráefni. Við höfum kortlagt þetta á undanförnum árum og eigum í viðræðum við nokkur önnur sambærileg fyrirtæki um að staðsetja sig hér. Við sjáum ákveðin tækifæri í því að byggja upp líftækniklasa hér á komandi árum,“ segir Kjartan. Á árlegum opnum degi á Ásbrú, sem haldinn verður á morgun í Atlantic Studios, verður sérstaklega vakin athygli á tæknisamfélaginu á Ásbrú. Þar eru t.a.m. fjögur af

fimm gagnaverum landsins og það stærsta, Verne Global, stækkar hratt. „Ásbrú er langstærsta gagnaverasvæði landsins. Þar eru fjögur af fimm gagnaverum sem rekin eru í landinu og gagnaverin sjá mikið virði í þeirri staðsetningu að vera á Ásbrú við hlið flugvallarins. Með hverju fyrirtæki sem kemur myndast sterkari grundvöllur fyrir næsta fyrirtæki að koma og staðsetja sig. Það er orðin til þekking á svæðinu, þjónustuaðilar, verktakar og fleiri vita hverjar þarfirnar eru og svo myndast grundvöllur sem styrkir heildarverkefnið,“ segir Kjartan Þór Eiríksson. Nánar um líftækni og gagnaver í blaðauka um Ásbrú sem fylgir Víkurfréttum í dag.

FÍTON / SÍA

BLAÐAUKI UM ÁSBRÚ einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

XBlaðauki X um Ásbrú fylgir Víkurfréttum í dag. Þar er uppbyggingu á Ásbrú gerð skil á tíu síðum. Á morgun, uppstigningardag, verður opinn dagur á Ásbrú. Boðið verður til karnivals í kvikmyndaverinu Atlantic Studios þar sem tæknisamfélaginu á Ásbrú eru gerð sérstök skil. Blaðaukann um Ásbrú má sjá með því að snúa Víkurfréttum á hvolf.


2

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

NJARÐVÍKURSKÓLI

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

ÍÞRÓTTAKENNARI ÓSKAST Íþróttakennara vantar til afleysinga næsta skólaár v/fæðingarorlofs frá 15. ágúst til 17. janúar 2016. Um er að ræða íþróttakennslu í 1. – 10. bekk. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, í síma 4203000/8632426 eða í gegnum tölvupóst: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig eru að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Karlar jafnt sem konum eru hvött til að sækja um starfið. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is.

LÉTTUR FÖSTUDAGUR Léttur föstudagur á Nesvöllum 15. maí kl 14:00. Eldeyjarkórinn kemur fram. Allir hjartanlega velkomnir.

MATJURTAGARÐAR Matjurtagarðar Reykjanesbæjar eru staðsettir í Gróf (gömlu góðu) og einnig neðan við Seljudal í Innri Njarðvík. Hægt er að panta sér reit fyrir 2015 í síma 420-3200 hjá Þjónustumiðstöð. Árgjaldið er 3.000 kr.

HLJÓMAHÖLL

STARFSMAÐUR Í MÓTTÖKU Hljómahöll óskar eftir því að ráða starfsmann í móttöku Hljómahallar & Rokksafns Íslands. Starfshlutfall er 70% og unnið er á 2-2-3 vöktum frá 10:00 til 18:00. Umsóknarfrestur er er til og með 29. maí nk. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunarog hæfniskröfur, verksvið og ábyrgð. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar, tomas@hljomaholl.is.

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

S

Lífið í örkinni á uppstigningardag

öngleikurinn Líf og friður verður frumsýndur í Kirkjulundi í Keflavíkurkirkju á uppstigningardag. 35 börn úr 4. - 10. bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæ munu syngja, spila og leika um lífið í Örkinni í Nóaflóðinu. Um er að ræða lið í aldarafmælisdagskrá kirkjunnar. „Dýrin eru stödd saman í örkinni og ótrúlega þreytt á endalausri rigningu og volæði og vilja komast eitthvað annað. Það hlýtur að vera einhvers staðar ljós í myrkrinu. Og það kemur í ljós í restina,“ segja leikstjórarnir Íris Dröfn Halldórsdóttir og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, kennarar við Myllubakkaskóla. Vel hafi gengið að vinna með krökkunum undanfarna þrjá mánuði. „Þetta eru frábær börn og gaman

Halldór Gylfason píanónemandi, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í Stapa, Hljómahöll, laugardaginn 16. maí kl.16:00. Guðríður Eva Halldórsdóttir píanónemandi, heldur framhaldsprófs- og burtfarartónleika í Bergi, Hljómahöll, miðvikudaginn 20. maí kl.19:30.

VORTÓNLEIKAR OG SKÓLASLIT Almennir vortónleikar skólans verða dagana 15. - 20. maí. Skólaslit verða í Stapa miðvikudaginn 27. maí kl. 18:00. Nánari upplýsingar á vef skólans, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is, á Fésbókarsíðu skólans og á skrifstofunni í síma 420-1400. Skólastjóri

Sex sýningar verða á söngleiknum frá 14. - 20. maí í Kirkjulundi og allir eru velkomnir og kostar aðeins 500 kr. inn. Krakkarnir verða í sviðsljósinu í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Spyrjið Guðmund!

FRAMHALDSPRÓFS- OG BURTFARARTÓNLEIKAR

Aðgangur á báða tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

að sjá þessa snillinga blómstra. Þau eru öll full af orku og fjöri. Við erum búin að þjálfa þau markvisst upp í að vera örugg en þau eru líka bara svo klár. Þau hafa gaman að svona hlutum. Það er líka aðeins búið að æsa þau upp og þau hafa tekið áskorunum. Það má ekki gleyma því að það má gera kröfur til barna. Við hrósum þeim og gagnrýnum þau líka. Þau taka gagnrýninni og gera betur.“

„Þetta er frábært verkefni og mjög skemmtilegt. Það eru alla vega næg tækifæri til að kynna Reykjanesið sem ferðamannastað,“ sagði Guðmundur Steinarsson knattspyrnukappi og íþróttafræðingur en hann er andlit Reykjaness í markaðsherferðinni #AskGudmundur sem er hluti af herferðinni „Inspired by Iceland“. Guðmundur fór mikinn í hlutverkinu í vikunni og sat fyrir og svaraði spurningum sem bárust. Hann var í Bláa lóninu, úti á Reykjanesi, við Elvörp, Garðskaga og víðar um svæðið.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

20% afsláttur af buxum

20%

afsláttur

af öllum dömu-, barna og herrabuxum.

Frábært úrval! Dömustærðir frá 34-48 - Herrastærðir frá S-XXXL Nettó Reykjanesbæ - Tilboðin gilda 14. – 17. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Vodafone Ísland og Síminn:

Setja upp tengibúnað hjá Verne Global gagnaverinu

V

odafone Ísland og Síminn hafa samið við Verne Global gagnaverið á Ásbrú um uppsetningu tengibúnaðar sem útvíkkar netkerfi þeirra í gagnaveri Verne á Ásbrú. Þessar tengingar á svæði Verne Global bjóða bæði íslenskum og erlendum fyrirtækjum sem stunda viðskipti á Íslandi upp á fleiri tengimöguleika. „Uppsetning tenginga Vodafone í gagnaveri Verne Global er hluti af stefnu okkar um að efla gagnaflutningsþjónustu okkar enn frekar til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu tengdri örum vexti gagnavera á Íslandi," segir Stefán Sigurðsson , forstjóri Vodafone á Íslandi." „Síminn hefur í rúma öld rekið helsta fjarskiptakerfi landsins og getur því boðið viðskiptavinum Verne Global upp á öruggar og áreiðanlegar tengingar innanlands,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. „Síminn hefur ávallt boðið nýjustu tækni á hverjum tíma. Við hjá Símanum tökum spennt þátt í uppbyggingu gagnavers Verne Global á Íslandi.“ „Fyrirsjáanlegur orkukostnaður, fjölbreyttir stækkunarmöguleikar

og öruggar tengingar eru þættir sem fyrirtæki horfa til þegar skoðaðar eru staðsetningar á ofurtölvum (HPC), „ofurgögnum (Big Data)“ og skýjalausnum fyrir tölvukerfi,“ segir Dominic Ward, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Verne Global.

„Verne Global getur mætt öllum þessum kröfum með fjölbreyttum viðskiptalausnum sem taka til heildsölu, smásölu og sértækum lausnum fyrir fyrirtæki. Tengingar sem Vodafone og Síminn bjóða í gagnaveri Verne Global tryggja viðskiptavinum aðgang að öflugum tengingum sem uppfylla þeirra kröfur.“ Verne Global eru frumkvöðlar í uppbyggingu og þróun á orkusparandi gagnaverum með aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal viðskiptavina Verne Global eru fyrirtæki eins og BMW Group, RMS og CCP. Vöxtur Verne Global hefur verið stöðugur frá því fyrirtækið hóf starfsemi á Ásbrú, en í janúar var til að mynda greint frá því að hlutafé félagsins hefði verið aukið um 98 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna.

VIKAN Á VEFNUM Jóhann D Bianco Erum í Amaziing Race í bænum með vinnunni, fáum X mörg stig fyrir mynd med frægum einstakling, heeeeld ég hafi unnið keppnina..! Channing Tatum baby

Gylfi Jón Gylfason Krían komin. 10 fugla hópur sem kom hratt og ákveðið úr vesturátt, yfir Hafurbjarnarstaðaland og í átt að Garðskaga. Eigum við ekki að segja að vorið sé þá loksins komið. Fannar Gunnólfsson Molde völlurinn er alltaf klár #moldefk #nike #fótboltaást @ Aker Stadi

Hanna Björg Konráðsdóttir Búin að leita þessi lifandi ósköp eftir uppskriftinni að kökunni hans Sigmundar Davíðs. Getur einhver bent mér á uppskriftina af þessari köku sem er svo góð að öll staðfesta og einurð hverfur sem dögg fyrir sólu???? Kiko Insa If this is red card.. my mum is Queen of England! Thank you mate. #Pepsideildin2015

liðið......

Agnar Mar Gunnarsson Keflavík að taka upp veskið og hreinsa upp njarðvíkur-

Kristinn G. Friðriks Ég áskil mér réttinum að löðrunga landa mína sem dirfast að taka selfie með ChaCha Tatum! Varið ykkur bara!


Atvinnustarfsemi í Helguvík í sátt við umhverfið Í umræðum um fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu í Helguvík hefur verið lýst áhyggjum af því að loftgæði kunni að skerðast meira en viðunandi sé. Af því tilefni teljum við rétt að halda eftirfarandi atriðum til haga: • Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteins­ díoxíðs frá fyrirhugaðri atvinnustarfsemi í Helguvík verði neðan allra viðmiðunarmarka, hvort heldur sem litið er til klukkustundar­ eða sólar­ hringsgilda eða ársmeðaltals. Er þá miðað við starfsemi undir fullum afköstum í verksmiðju Thorsil, United Silicon og fyrirhuguðu álveri Norðuráls. • Samkvæmt reglugerð skal styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningar­ svæðisins vera undir 20 míkrógrömmum á rúmmetra andrúmslofts að meðal­ tali á ári. Loftdreifilíkön sýna að ársmeðaltalsstyrkur brennisteinsdíoxíðs frá Thorsil verður aðeins 1 míkrógramm á rúmmetra andrúmslofts við mörk íbúabyggðar, næst iðnaðarsvæðinu í Helguvík og enn lægra í bænum sjálfum. • Loftdreifilíkönin gera ráð fyrir að samanlagt ársmeðaltal brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum Thorsil, United Silicon og Norðuráls verði aðeins 5 míkró­ grömm á rúmmetra við mörk íbúabyggðar. Til samaburðar má nefna að sam­ kvæmt síritandi mæli sem staðsettur er við Dalsmára í Kópavogi, á milli íþróttasvæðis Breiðabliks og Smáralindar, hefur styrkur brennisteinsdíoxíðs verið á milli 2 og 20 míkrógrömm á rúmmetra síðustu þrjá mánuði. Niðurstöður síritans má sjá á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is. • Thorsil leggur ríka áherslu á að allir þættir starfseminnar standist afar strangar umhverfiskröfur sem gerðar eru hér á landi. Óháðum fagaðila verður falið að fylgjast með og mæla umhverfisáhrif starfseminnar, þar með talið að fylgjast með loftgæðum á svæðinu. • Allur vélbúnaður verksmiðju Thorsil verður nýr og af bestu fáanlegri gerð. Það á ekki síst við um búnað mengunar­ og hreinsivirkja sem ætlað er að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfseminnar. • Tekið skal fram að enginn flúor er í hráefnum fyrirhugaðrar starfsemi Thorsil og því verður enginn flúor í útblæstri frá verksmiðjunni. Með skipulagi Helguvíkur sem atvinnusvæðis og með þeim undirbúningi og innviðum sem þar hefur verið fjárfest í, hefur Reykjanesbær markvisst unnið að því að laða til sín atvinnufyrirtæki sem hafa takmörkuð og ásættanleg umhverfisáhrif. Thorsil valdi Helguvík vegna jákvæðra viðhorfa bæjaryfirvalda, traustra innviða á svæðinu, aðgangs að hæfu vinnuafli og vel staðsettrar hafnarlóðar fyrir starfsemina. Thorsil er íslenskt fyrirtæki alfarið í eigu íslenskra aðila, sem verða mun veruleg lyftistöng í atvinnumálum á Suðurnesjum. Thorsil mun hafa jákvæð áhrif á rekstur Reykjanesbæjar vegna beinna og óbeinna tekna sem skapast vegna starfseminnar. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði yfir 700 milljónum króna á ári fyrstu tíu árin, eingöngu vegna starfsemi Thorsil og starfa sem fyrirtækið skapar. Fyrirtækið mun veita á annað hundrað manns örugg, varanleg og vel launuð störf í framleiðslu á umhverfisvænni afurð sem stendur frammi fyrir stöðugt vaxandi eftirspurn á heimsmarkaði.


6

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Of seint!

Páll Ketilsson skrifar

Það er óneitanlega sérstök staða sem íbúar Reykjanesbæjar standa frammi fyrir þessa dagana. Eftir að hafa staðið í áróðursbaráttu fyrir álveri og aukinni stóriðjustarfsemi í Helguvík til hjálpar atvinnulífinu er hópur fólks núna á móti stóriðju. Fjölmenn mótmælaganga gegn kísilveri Thorsils var farin síðastliðinn þriðjudag. Hestamenn í Hestamannafélaginu Mána leiddu gönguna en þeir hafa miklar áhyggjur af mengun frá stóriðjuverum í Helguvík. Nýverið var sagt frá reynslu bónda í Hvalfirði sem telur að flúormengun frá álverinu í Grundartanga sé ástæða þess að tólf hross hafa drepist. Það hefur þó ekki fengist staðfest og hefur verið kvartað undan ónógum rannsóknum. Það hafa runnið tvær grímur á marga bæjarbúa sem hafa áhyggjur af loftmengun frá stóriðjuverum í Helguvík. Sá sem þetta ritar er einn af þeim. Staðan er þó einfaldlega þannig að það er of seint. Áhyggjurnar hefðu þurft að koma fyrr, t.d. þegar aðalskipulag var samþykkt sem gerir ráð fyrir verksmiðjustarfsemi í Helguvík. Það hafa líka verið tækifæri eftir það, t.d. þegar starfsleyfi álvers og kísilsvers United Silicon voru kynnt á opnum fundum. Þar mættu nánast engir. Málefni með næsta kísilveri eru því miður líka komin of langt. Viðkomandi aðilar sem hafa gert samninga um starfsemi þarna hafa eytt milljónum og eflaust hundruðum milljóna í undirbúning vegna byggingar verksmiðjanna. Ef svo færi að málefni Thorsils kísilversins færu í íbúakosningu og niðurstaðan þar yrði sú að íbúar væru á móti því að kisilverið færi í gang, gæti það þýtt skaðabótakröfu á hendur Reykjanesbæ. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir fyrra kísilverið (United Silicon), það er komið með öll leyfi og framkvæmdir hafnar. Bæði kísilverin hafa gert milljarða sölusamninga til margra ára. Þeir sem eru á móti þessu vöknuðu því miður of seint. Það sem íbúar geta hins vegar gert núna og í framtíðinni er að þrýsta á að stíft eftirlit verði haft með mengun frá stóriðjuverunum í Helguvík. Og að það eftirlit verði mun virkara en verið hefur í álverinu í Hvalfirði. Það er þó engan veginn sanngjarnt að setja bæjarstjórn Reykjanesbæjar í þá stöðu að fara að stoppa þetta af núna eftir margra ára undirbúning. Reykjanesbær þarf að halda haus í svona máli því umræða um svona getur líka haft slæm áhrif á framtíðina. Fjölmörg fyrirtæki eru í alvarlegri skoðun að hefja rekstur í Helguvík. Það yrði ekki gott til afspurnar og mjög ótrúverðugt fyrir bæjarfélagið ef málefni kísilversins færu í hnút. Það má heldur ekki gleyma því að Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós og telur að mengun verði innan marka. Nú þegar samningaviðræður milli atvinnurekenda og launaþegasamtaka standa sem hæst má minna á það að aukin atvinnutækifæri á svæðinu ættu alltaf að hífa kaup fólks upp. Samkeppni um starfsfólk gerir það. Bygging kísilveranna í Helguvík mun búa til mörg hundruð störf á byggingartímanum og einnig fjölmörg eftir að þeim framkvæmdum lýkur. Tómu húsin og íbúðirnar á Suðurnesjum munu fá nýja íbúa. Fyrirtækin á svæðinu munu fá meiri viðskipti frá fleiri íbúum sem hafa betri launuð störf. Milljarðarnir sem kostað var til uppbyggingar innviða til að taka á móti fólki og atvinnustarfsfemi koma til baka með fleiri fyrirtækjum sem hefja starfsemi og með fleiri atvinnutækifærum. Öðruvísi munu skuldir Reykjanesbæjar til dæmis ekki lækka. Öðruvísi munu hæstu gjöld á íbúa sveitarfélaga á Íslandi ekki lækka. Fólkið mun á endanum borga skuldirnar. Því fleiri sem búa til tekjur til bæjarfélagsins - þeim auðveldara verður það verk.

Steypugljái á stéttina í sumar

-viðtal

pósturu pket@vf.is

Nýkjörinn sóknarprestur Keflavíkurkirkju vill heyra skoðanir sóknarbarna sinna:

„Segið það við mig“ „Tilfinningin er mjög sérstök og dálítið óraunveruleg ennþá. Í huganum er ég ennþá bara litla stúlkan í sunnudagaskólanum á kirkjubekk í Keflavíkurkirkju. Nú er ábyrgðin mín - að halda utan um fólkið og starfið,“ segir Erla Guðmundsdóttir en rétt tæpir þúsund sóknarbörn í Keflavíkursókn mættu á kjörstað og kusu ungu konuna sem næsta sóknarprest. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í Keflavíkurkirkju og þykir það við hæfi á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. „Ég kom hingað fyrir níu árum og hef starfað með góðu fólki; prestunum tveimur, Sigfúsi og Skúla, organistanum Arnóri og rekstrarstjóranum Þórunni. Nú er bara að halda áfram því sem við höfum verið að byggja upp síðustu árin. Jafnframt tek ég til mín það sem ég hef heyrt síðustu vikur í þessu ferðalagi sem „kosningabaráttan“ hefur verið; hvað ég og kirkjan getum gert betur. Mitt er að hlusta og hugleiða hvernig á að halda áfram.“ Uppbyggjandi gagnrýni til góðs Eðlilega hafa sóknarbörn skoðanir og Erla segist gjarnan vilja heyra þær. „Segið það við mig, látið mig vita og okkur sem berum saman ábyrgð á safnaðarstarfinu. Við getum ekki breytt, bætt og styrkt okkur öðruvísi. Oftast hafa skilaboðin komið með öðrum leiðum sem fólk vill koma á framfæri. Ef

gagnrýnin er jákvæð og uppbyggjandi er hún vissulega til góðs. Hana þarf ég.“

Langt í frá keppnismanneskja Svo kom á daginn að Erla var ein í kjöri og það fór hljótt um kosningabaráttuna. „Ég er langt í frá Bent var á löglega keppnismanneskja, ég er frekar og lýðræðislega leið persónan með 'takk fyrir þáttAðspurð hvort erfitt hafi verið að tökuna'-spjaldið. Fólkið í kringum vera ein í kjöri segir Erla það hafa mig sagði við mig að ég yrði að fá verið sérstakt ferli. „Þegar Skúli gott kjör og styrk inn í starfið. Ég fékk embætti í Neskirkju kom upp er því mjög þakklát fyrir þessi tæp orðrómur um hvort ég fengi ekki þúsund sem gengu á kjörstað því starf sóknarprests en það var vissu- það er ekkert sjálfgefið. Það var dásamleg stund hér í Kirkjulundi þegar formlega var tilkynnt að ég hefði náð kjöri,“ segir Erla, sem jafnframt er fyrsta konan sem gegnir starfi sóknarprests í Keflavíkurkirkju. „Já, þetta eru sérstök tímamót af því að kirkjan er að hefja nýtt árhundrað. Svo er það með karlana sem voru á undan. Ég get vel Erla Guð- lært af þeim og ég á enn mundsdóttir sóknarprestinn að sem er nýr sóknarer farinn. Ég kvíði þessu prestur í Keflavíkur- ekki, ég er með svo gott sókn. fólk í kringum mig, góða sóknarnefnd og sjálfboðaliðana alla.“ lega ekki þannig. Ég er ekki með Nýr prestur hafi einlæga trú í hjarta doktorspróf og þetta er opinber Nýr prestur verður kjörinn við stjórnsýsla og það ber að ráða þann hlið Erlu á næstu vikum og hún er sem er hæfastur varðandi menntun spurð um hvernig það gangi. „Það og reynslu.“ Skúli hafi þá benti ferli er að fara í gang og þau sjö sem sóknarbörnum á að þetta væri lög- sóttu um preststöðuna koma í viðleg leið sem hægt væri að fara - að tal hjá valnefnd. Það leggst bara vel kalla til almennrar prestkosningar. í mig. Þetta eru allt frambærilegir „Sú varð raunin og yndislegt fólk einstaklingar og einn þeirra hlýtur sem stóð að baki því. Ég átti ekki svo prestvígslu í sumar ásamt mér. von á að fólk myndi ganga í hús og Ég vona að sá eða sú sem kemur styðja kirkjuna sína á þennan hátt. verði einstaklingur sem vill vinna Allir sem skrifuðu undir voru ekk- af krafti og heilum hug fyrir Keflaert endilega að styðja mig heldur víkurkirkju og samfélagið hér. Og lýðræðislegu leiðina sem var farin.“ hafi einlæga trú í hjarta,“ segir Erla að lokum.

Starfsmaður á dekkjaverkstæði Við óskum eftir drífandi og metnaðarfullum starfsmanni

Superseal og Clear Guard steypugjái Steypugljáinn sem endist! Reykjavík Reykjanesbæ

Hæfniskröfur:

• Almenn dekkjaþjónusta • Smáviðgerðir

• • • •

Reynsla af dekkjaþjónustu Þekking á bílum Frumkvæði, eldmóður og vinnusemi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar B. Gröndal í síma 420 3333. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á tölvutæku formi til ragnarb@benni.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí n.k.

Nesdekk / Njarðarbraut 9 / 260 Reykjanesbæ / 420 3333 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

vf.is

SÍMI 421 0000

Starfssvið:

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Markhönnun ehf

Barnadagar í Nettó!

Kræsingar & kostakjör

Pam pe 4 te rs bley 1.19 gundir jur

r öru ur v nt tt

8 kr /pk

e Av afslá

10%

Lífrænt

Ang la vör mark 3 f ur

yrir

Lífrænt

r

u ör

sv r2 ll e yri E f

2

3

Lífrænt

r ru ö v e r2

ll ri Ho fy

3

Nes tle &G vör erber ur 3

fyri

r2

Nuk &M 10% vörur AM a

fslá

ttur

vörur o b i l a K fyrir 2

3

*ekki er afsl. af barnamjólk

Tilboðin gilda 14. – 17. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Fjör á barnahátíð í Reykjanesbæ F

jölmargir mættu á Barnahátíð í Reykjanesbæ sem haldin var 7.-10. maí. Margt var til skemmtunar og fjöldi aðila tóku þátt. Fjölbreyttir viðburðir og sýningar voru í boði víða um bæinn. Þar má nefna listasmiðjur, uppblásið snjóhús þar sem hægt var að sýsla með leikföng og býttað. Fiskasýning var við smábátahöfnina, barnaspurningakeppni og kraftakeppni var einnig í boði. Skessan bauð í lummur og Gunni og Ævar vísindamaður lásu fyrir börnin, frítt var í bíó og barnaópera var á vegum ÓP hópsins, svo fátt eitt sé nefnt. Hilmar Bragi og Guðlaug María Lewis tóku meðfylgjandi myndir.

ALLT FYRIR SÆLUREITINN

20% afsláttur af garðáburði

Blákorn 5 kg.

Sólboði

1.192 kr.

999 kr.

Fullt verð: 1.490 kr.

Fullt verð : 1.490 kr.


9

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagur 13. maí 2015

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Sigvaldi Arnar Lárusson undirbýr Umhyggju-göngu:

Selur auglýsingar á fylgdarbílinn

S

Kvöddu eftir 189 ára starf

N

okkrir af framkvæmdastjórum Reykjanesbæjar kvöddu formlega um nýliðin mánaðamót eftir samtals 189 ára starf. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri hætti eftir 18 ára starf hjá Reykjanesbæ. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri eftir 44 ára starf, Hjörtur Zakaríasson bæjarritari eftir 29 ára starf, Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs, sem lætur af störfum um næstu mánaðarmót eftir 40 ára starf og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, eftir 28 ára starf. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kvaddi þá formlega og færði þeim þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa. Við sama tækifæri voru nýir framkvæmdastjórar boðnir velkomnir. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri í Merkinesi, einum af sölum Hljómahallar.

igvaldi Arnar Lárusson undirbýr sin-g nú af kappi fyrir Umhyggju-gönguna sem hann mun leggja upp í í byrjun júní. Sigvaldi mun fara gangandi milli Keflavíkur og Hofsóss. Hann áætlar að leggja af stað kl. 9 þann 5. júní frá lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík. „Ég vonast til að sem flestir komi og hefji gönguna með mér og einnig langar mig til að hvetja gönguhópa til að koma og slást í för með mér, alla vega uppi á Reykjanesbraut,“ segir Sigvaldi í samtali við Víkurfréttir. Sigvaldi verður með húsbíl frá Geysi og verður hann merktur af skiltagerd.is. „Ég ætla að selja fyrirtækjum auglýsingapláss á bílnum og er þetta díll ársins þar sem kaup-

andinn ræður verðinu, en allur ágóði af auglýsingatekjum rennur að sjálfsögðu óskiptur í söfnunina“. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og kaupa auglýsingu á bílnum verða að hafa samband fyrir 20. maí við Sigvalda Arnar Lárusson.

GRINDVÍKINGAR FÁ EKKI SÆSTRENG XXNýr sæstengur sem til stóð að tæki land við Grindavík mun ekki liggja til Íslands. Nýir aðilar hafa komið að verkefninu um lagningu sæstengs milli Írlands og Bandaríkjanna. Hætt hefur verið við áform um að leggja strenginn til Íslands en búnaður til þess verður þó til staðar. Um er að ræða áform um sama streng og kennd­ur var við Emer­ald Express. Nú ber verk­efnið heitið AEConn­ect og samn­ing­ur­inn er á milli írsks og banda­rísks fyr­ir­tæk­is. Kostnaður við lagn­ingu strengs­ins er áætlaður um 40 millj­arðar króna, samkvæmt því sem fram kemur í frétt á mbl.is.

420 4000 Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali

Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður

10 0%

YF IR TA K

A

studlaberg.is

Þórsvellir 4 – 230 Keflavík

Hafdalur 7 – 260 Njarðvík

Snyrtilegt 187 fm einbýlishús þar af 25m bílskúr. Um 100m sólpallur með heitum potti. Eigandinn skoðar skipti á minni eign í Reykjanesbæ. 2

2

41.500.000,-

Kirkjubraut 6 – 260 Njarðvík

Um 212m2 einbýlishús í botnlangagötu. Garðskáli með heitum potti er um 42m2. Bílskúrinn er rúmgóður og er um 50m2.

29.500.000,-

Um 194m2 fimm herbergja einbýlishús. Bílskúrinn er fullbúinn samtals 49m2. Glæsileg staðsetning í botnlangagötu.

44.000.000,-

Nónvarða 9 – 230 Keflavík Snyrtilegt 184m2 einbýli á flottum stað í Keflavík. Bílskúrinn er 45m2, upphituð ca 12m2 geymsla fyrir aftan skúr. Herbergin eru 4 og stór afgirt verönd fyrir aftan hús.

38.000.000,-

Norðfjörðsgata 6 – 230 Keflavík

Glæsilegt 151m2 einbýlishús í gamla bænum. Eignin stendur á eignarlóð og er geymsluskúr á lóð. Eignin er mikið endurnýjuð.

38.990.000,-

Háteigur 14 – 230 Keflavík

119m2 4ja herbergja íbúð þar af 26m2 bílskúr. Skemmtilegt útsýni úr íbúð yfir Keflavík. Sér inngangur og stutt er í skóla og verslun.

21.000.000,-

Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is


10

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Skólar í Reykjanesbæ sameinuðist á árlegri Hæfileikahátíð:

Þau Hulda Sævarsdóttir og Sigurður Þ. Þorsteinsson sálfræðingar á Sálfræðistofu Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi

Troðfullur Stapi af hæfileikum A

llir grunnskólar Reykjanesbæjar ásamt Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballett og Danskompaníi tóku þátt í Hæfileikahátíð grunnskólanna sem haldin var í Stapa sl. föstudag. Hver skóli sýndi eitt atriði og var mismunandi hvaða aldurshópar sýndu. Öllum 5. og 6. bekkingum í Reykjansbæ var boðíð á hátíðina, sem var hluti af Barnahátíð.

Sálfræðistofa Suðurnesja opnar í Reykjanesbæ

S

álfræðistofa Suðurnesja opnaði að Hafnargötu 51-55 í liðinni viku. Sálfræðistofa Suðurnesja var stofnuð af sálfræðingunum Huldu Sævarsdóttur og Sigurði Þ. Þorsteinssyni. Stofan er sú eina sinnar tegundar á Suðurnesjum. Hulda og Sigurður hafa áralanga reynslu af sálfræðistörfum bæði sjálfstætt og fyrir Reykjanesbæ og aðrar stofnanir. Stofan býður upp á fjölþætta þjónustu, s.s. meðferð, ráðgjöf og greiningar fyrir börn og fullorðna. Stofan getur einnig boðið upp á hópameðferðir og fræðslu, fyrir hópa og/eða fyrirtæki. Að sögn Huldu og Sigurðar er einnig vilji til að fá fleiri starfsstéttir til að vinna á stofunni til að geta veitt sem heildstæðustu þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Telja þau þörf fyrir slíkt úrræði svo ekki þurfi að leita út fyrir svæðið að þjónustu. Með þeim á stofunni starfar einnig Hafdís Kjartansdóttir sálfræðingur.

Sönghópur Suðurnesja með tónleika Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

XXFyrstu Vortónleikar Sönghóps Suðurnesja verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju, sunnudaginn 17.mars kl.17. Stjórnandi er Magnús Kjartansson. Einsöngvarari er Guðmundur Hermannsson. Undirleikarar ásamt Magnúsi eru Sólmundur Friðriksson, bassi og Sigurður Björn Lúðvíksson, gítar. Lofað verður léttum og skemmtilegum lögum og fögnum við komu sumarsins og viljum við fá sem flesta til að njóta þess með okkur, segir í tilkynningu frá sönghópnum.

MANNAUÐS- OG GÆÐASTJÓRI REYKJANESBÆJAR Reykjanesbær óskar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf mannauðs- og gæðastjóra. Mannauðs- og gæðastjóri leiðir daglegan rekstur, uppbyggingu og þróun mannauðs- og gæðamála innan sveitarfélagsins. Um er að ræða spennandi starf á miklum uppbyggingartímum hjá sveitarfélaginu. Helstu verkþættir:

Menntunar og hæfniskröfur:

- Ábyrgð á þróun og eftirfylgni starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi

- Ábyrgð á stefnumótun í gæðamálum; mótun gæðastefnu og undirbúningur gæða- og umbótastarfs.

- Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu

- Ábyrgð á helstu mannauðsferlum – þróun þeirra, innleiðingu, þjálfun og umbótum. - Ráðgjöf, efling og stuðningur við stjórnendur á öllum stigum sveitarfélagsins.

- Yfirgripsmikil reynsla af mannauðs- og/eða gæðamálum - Reynsla og hæfni til að innleiða breytingar og stjórna þeim - Framúrskarandi samskiptahæfni - Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi - Sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp

- Aðkoma að launasetningu og málum er tengjast starfsmati. - Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild. Umsóknarfrestur er til og með 25. maí n.k. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar um starfið veitir Jakobína H. Árnadóttir, starfsþróunarstjóri, jakobina.h.arnadottir@reykjanesbaer.is.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

nóg til í nettó af KjúKlingum, hamborgurum & haKKi !

lambalærisneiðar

lambafille

grillsagað/frosið

fersKt

-30% 1.259

3.982

ÁðUr 1.798 Kr/Kg

ÁðUr 4.798 Kr/Kg

þorsKbitar

raUðsprettUflöK

898

880

ÁðUr 998 Kr/Kg

ÁðUr 1.035 Kr/Kg

hentugir í fiskréttinn!

smÁir

KornbraUð

HVítlaUKsbraUð 2 stK, x-tra

fransKar Kart.

500 gr

1 Kg, x-tra

-34% 296

198

-25% 299

ÁðUr 449 Kr/stK

ÁðUr 238 Kr/pK

ÁðUr 399 Kr/pK

opnunartímar nettó 14. maí

Kjörís/íssósUr 3teg

295 Kr/stK

ódýrt

Kjörís/mjúKís 1 l, 3teg

459 ÁðUr 569 Kr/stK

Akureyri Borgarnes Egilsstaðir Grandi Grindavík Hverafold

10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00 Opið 24 klst. 10:00 - 18:00 10:00 - 18:00

Uppstigningardag Höfn 10:00 - 18:00 Kópavogur 10:00 - 18:00 Mjódd Opið 24 klst. Reykjanesbær 10:00 - 18:00 Selfoss 10:00 - 20:00

Tilboðin gilda 13. maí – 17. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


12

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Allir nemendur skólahóps Hjallatúns fengu hlutverk í metnaðarfullri útskriftarsýningu:

500 manns sáu Tár úr steini

S

kólahópur leikskólans Hjallatúns sýndi á dögunum leikritið Tár úr steini. Myndast hefur venja í leikskólanum að setja upp leikrit fyrir útskriftarnemendur. Sýningarnar eru fjórar til fimm og allir fá mikilvæg hlutverk. Víkurfréttir litu við á sýningu. „Það hefur myndast hefði í mörg ár að skólahópur, nemendurnir sem eru að klára, setji upp leikrit þar sem þau bjóða börnum í öllum hinum níu leikskólum í Reykjanesbæ að koma. Þetta hafa því verið um 4-5 leiksýningar. Ein er generalprufan fyrir leikskólann hér, tvær fyrir leikskólabörn (fimm skólar annan daginn og fjórir hinn).

Svo er það yngsta deild Holtaskóla og svo foreldrar á útskriftardaginn. Yfir hundrað manns sem koma á hverja sýningu,“ segja Ingibjörg Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Hjallatúns og Íris Hilmarsdóttir, deildarstjóri yfir skólahóp í leikskólanum. 24 nemendur hópnum að þessu sinni. Byggir mikið á söngvum Unnið er með þennan hóp nemenda í málgreind allan veturinn þar sem lögð er áhersla á orðaforða. „Þar er notuð orðaspjallsaðferðin sem allir leikskólar í Reykjanesbæ tileinka sér. Áherslan er á orðaforða til að auka lesskilning. Þau eru

búin að vera að stúdera þessa bók í kjölinn í vetur,“ segir Ingibjörg og bætir við að nauðsynlegt sé að búa til hlutverk svo að allir verði með. „Það er verið að leika hús, dranga, sól og annað. Við bætum við fleiri tröllum og svona og byggjum þetta mikið upp á söngvum og það er ekkert smá mikið sem reynir á þar. Hjallatún fékk hvatningaverðlaun í fyrra fyrir að standa að svona sýningum. „Við ákváðum að fyrir verðlaunaféð yrðu keyptar og settar upp z-brautir og tjöld til að leikmyndir yrðu aðeins betri. Okkur langar með tímanum að geta líka keypt hljóðkerfi,“ segja Ingibjörg og Íris að lokum.

-aðsent

pósturu vf@vf.is

Heilsa íbúa og dýra verði ekki lögð undir í lýðheilsutilraun A

ðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands 2015 tekur undir þær áhyggjur sem fram hafa komið hjá íbúum í Reykjanesbæ undanfarið vegna þeirrar miklu stóriðjuvæðingar sem stendur fyrir dyrum í Helguvík, örskammt frá íbúabyggð og helstu frístundasvæðum bæjarins. Hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má vera yfir viðmiðunarmörkum

og telur NSVE það algjörlega ábyrgðarlaust af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ ætli þau sér að heimila byggingu tveggja kísilmálmverksmiðja sem staðsettar eru aðeins 1km frá Mánagrund og 1,4km frá íbúabyggð. Í nýlegu áliti Skipulagsstofnunar og fylgigögnum vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil koma fram fjölmörg vafaatriði um loftdreifingu og mengun. Meðal annars bendir Veðurstofan á að vindsvið líkankeyrslna hafi ekki

Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

Matthildar Magnúsdóttur,

Hlévangi, síðast til heimilis að Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hlévangs, dvalarheimilis aldraðra Keflavík.

Ásthildur M. Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Jónína María Kristjánsdóttir, Þröstur Kristjánsson, Kristján Lars Kristjánsson, Friðleifur Kristjánsson, börn og barnabörn.

Magnús Jónsson, Jóhanna Óladóttir,

Erla Finnsdóttir, Stefanía Ósk Þórisdóttir,

verið sannreynt á nokkurn hátt, spár um dreifingu mengunarefna sé ekki byggðar á traustum gögnum og vinnslu dreifingarkortanna sé ábótavant. Einnig er athyglisvert að lesa nýlegt svar skýrsluhöfundar í Víkurfréttum þar sem hann segir spurningu um afdráttarlausar upplýsingar um loftgæði í íbúabyggð Reykjanesbæjar „ekki hægt að svara af mikilli nákvæmni“. Í sérfræðiáliti sem Skipulagsstofnun styðst við í áliti sínu er síðan lagt til að spárnar verði sannreyndar með vöktun eftir að rekstur hefst, „með hliðsjón af reynslunni frá Grundartanga“. Samkvæmt þessu er lagt til að bæjarbúar verði gerðir að þáttak-

endum í lýðheilsutilraun stóriðjunnar í Helguvík, sem er vitaskuld algjörlega óásættanlegt. Með þessu væri einfaldlega verið að taka of mikla áhættu þar sem heilsa fólks og dýra væri lögð undir en verksmiðjunar fengju að njóta vafans. Á það verður ekki fallist. Að lokum skal bent á að réttur almennings til heilbrigðs umhverfis er varin í umhverfislöggjöfinni, einnig í alþjóðlegri umhverfisslöggjöf. Jafnframt er kveðið á um þennan rétt í íslensku stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Stjórn NSVE.

Landsbankinn áfram í flugstöðinni - Uppsagnir dregnar til baka

XXIsavia og Landsbankinn hafa komist að samkomulagi um að Landsbankinn sinni áfram fjármálaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar til útboð hefur farið fram. Um leið hafa allar uppsagnir starfsmanna verið dregnar til baka en ákvörðun um uppsögn 12 starfsmanna flugstöðinni frá og með 1. febrúar sl., var varúðarráðstöfun af hálfu bankans vegna óvissu um framhald starfseminnar þar. Landsbankinn hefur rekið afgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt frá opnun og hyggst taka þátt í útboði Isavia um fjármálaþjónustu þegar það fer fram, segir í tilkynningu frá bankanum.

Bæjarstjórn Voga:

Peningaverðlaun til þeirra sem ljúka námi XXBæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga fagnar nýjum og breyttum reglum um Mennta-, menningar- og afreksmannasjóð sveitarfélagsins, þar sem helstu breytingar eru að auk þess að veita peningaviðurkenningar ungmennum sem klára hálft framhaldsskólanám verða nú einnig veittar peningaviðurkenningar þeim ungmennum í Vogum sem ljúka framhaldsskólanámi. Áfram verða peningaverðlaun veitt þremur efstu nemendum Stóru-Vogaskóla við útskrift auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í menningum og listum. Þá hefur bæjarstjórn samþykkt ákvörðun bæjarráðs að leggja til að afrekssjóður íþróttamanna og menntasjóður verði sameinaður í einn sjóð, Mennta-, menningar- og afrekssjóð Sveitarfélagsins Voga.


13

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagur 13. maí 2015

-fs-ingur

vikunnar

GOTT Á PALLINN

Ég get ekki hætt að versla föt Lovísa Ýr Andradóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Á hvaða braut ertu?

Listnámsbraut

Hvaðan ertu og aldur?

Ég er úr Keflavík og er 97 mdl Helsti kostur FS?

Félagslífið og próflausu áfangarnir Áhugamál?

Leiklist, dans og tónlist Hvað hræðistu mest?

Skordýr t.d. Köngulær og firðildi Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Sigurður Smári, hann er svo góður leikari

Lavor háþrýstidæla STM 160 • • • • • • • •

Hver er fyndnastur í skólanum?

Þorvaldur íslenskukennari, það kemur alltaf einhvað fyndið uppúr honum Hvað sástu síðast í bíó?

Ég sá Avengers

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Það vantar betri og meira úrval af mat Hver er þinn helsti galli?

Ég get ekki hætt að versla föt Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Facbook, Snapchat og Instagram Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Hafa frí allan daginn eftir böll

160 bar Max 8,5 lítrar/mín. 2500W Pallabursti 8 metra slanga Turbo stútur Slanga fyrir stíflulosun Þvottabursti

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

27.990 2.690 8953.295 Landora tréolía

Ég nota „ja okei“ rosalega oft þegar ég er að tala við einhvern

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.

Bio Kleen pallahreinsir 5 lítrar kr.

4.390

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Mako penslasett

590

Mér finnst það bara frekar gott Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Ég er ekki alveg búin að ákveða mig

Made by Lavor

Hver er best klædd/ur í FS?

Ég er ekki viss, það eru svo margir sem klæða sig vel

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Eftirlætis Kennari:

Flíkin:

Fag í skólanum:

Skyndibiti:

Íris Jónsdóttir

Ég er með fíkn fyrir að versla

Myndlist er í uppáhaldi hjá mér Sjónvarpsþættir:

Empire og vampire diaries Kvikmynd:

Ég hef alltaf elskað myndina Prinsessan og froskurinn

Hljómsveit/tónlistarmaður:

Rihanna og Beyonce Leikari:

Ég er ekki með einhvern sérstakan sem er i uppáhaldi Vefsíður:

Hamborgari Hvaða tónlist/ lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Vorferð félags eldri borgara á Suðurnesjum verður farin 10. - 13. júní 2015. Verð á ferðinni er kr. 33.000,-

Byrjunar lagið i Lion King

Innifalið í verði: Súpa á Gukstaðamýri, gisting á Öngulstöðum ásamt morgun- og kvöldverði.

Snapchat og Facebook

-ung

Skoða mig um í stelpuklefanum Hvað gerirðu eftir skóla?

Kíki heim, fæ mér að borða eða kíki á rúntinn með félögum og undirbý mig síðan fyrir æfingar Hver eru áhugamál þín?

Aðallega körfubolti og fótbolti Uppáhalds fag í skólanum?

Klárlega samfélagsfræði hjá henni Mörthu Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Ernu, 846 7334, Vogum, Lydíu, 423 7604, Sandgerði, Brynja, 722 7177, Garðinum, Bjarney, 421 1961, 822 1962, Reukjanesbæ. Rútan fer frá Auðarstofu Garði kl. 8:00. Miðhúsum Sandgerði kl. 8:30. Nesvöllum RNB kl. 9:00.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

Hver er frægastur í símanum þínum?

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Heiðarskóla?

Eitthvað sem tengist flugi Brenton Birmingham Hef ekki hitt neinn sérstaklega frægan Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann?

Hvað er uppáhalds appið þitt?

Skoða mig um í stelpuklefanum Snapchat og 1010

Mjög afslappaður

Á það til að fara yfir strikið Hvað er skemmtilegast við Kennararnir

Hvaða lag myndi lýsa þér best?

All i do is win

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?

How I Met Your Mother

Besta: Bíómynd?

Transformers trilogy Sjónvarpsþáttur?

How i met your mother Hljómsveit?

Eminem

Tónlistarmaður/

Matur?

Allt hjá mömmu og ömmu Drykkur?

Kók og vatn

Fatabúð?

H&M

Vefsíða?

Karfan.is Bók?

Mitt

Geymið auglýsinguna

Þorbergur Jónsson

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Geirmundur Valtýsson, betur þekktur sem Skagfirska sveiflan Að geta flogið

Pantanir teknar frá 14. maí til 20. maí, hafið samband við

eigið Harmageddón Leikari/Leikkona?

Matthew McConaughey

-

smáauglýsingar ÞJÓNUSTA

RÚMDÝNUHREINSUN. Hrein rúmdýna án ryks, lyktar og bletta. Kem á staðinn og hreinsa. s. 7808319

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu

alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Afmæli

Sæmundur Þ. Einarss on raf virkjameistari og trillukall með meiru verður 70 ára 18. maí nk. Þessi merkismaður hefur alið manninn í Njarðvík frá fæðingu og er flestum kunnur í okkar litla samfélagi. Hann hefur eftir bestu getu reynt að halda heimilistækjum samborgaranna gangandi í fjölda mörg ár en hin síðari ár hefur trillusjómennskan átt hug hans allan. Elsku pabbi, tengdó og afi. Til hamingju með daginn og árin 70. Kær afmæliskveðja frá börnunum þínum fjórum og þeirra fjölskyldum


14

miðvikudagur 13. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu siddi@vf.is

ÞJÁLFARAHORNIÐ // HELGI RAFN GUÐMUNDSSON

Léttu á þér! Ein algengasta ástæða þess að fólk fer í ræktina er til að brenna fitu. Það eru ótal aðferðir notaðar við það að létta sig á þennan hátt og hér verður farið stuttlega yfir hvað er líklegt til árangurs. Hitaeining = hitaeining? Almennt séð er þetta lögmálið: Ef þú borðar færri hitaeiningar en þú brennir þá léttistu. Það ber þó að taka með þeim fyrirvara að það er ekki endilega hvaða magn hitaeininga þú borðar heldur er það frekar hvernig líkaminn vinnur úr þeim hitaeiningum sem þú færð, þ.e. efnaskiptum. Alls kyns hlutir hafa áhrif á efnaskiptin t.d. kyn, aldur, vöðvamassi, streita, melting, veikindi, erfðir og fæðsamsetning. Einnig munu ákveðnar fæðutegundir og gæði þeirra hafa áhrif á hvernig líkaminn meltir og nýtir hitaeiningarnar. Það er t.a.m. minni líkur á að auka líkamsfitu á því að borða trefjaríkan mat heldur en kolvetnaríkan og matur sem inniheldur mikið af trefjum er mun skárri heldur en einhver sem inniheldur mikið af sykri. Það þarf þó ekki að flækja þetta um of heldur er gullna reglan við það að létta sig að hreyfa sig vel og borða hollan mat. Að blanda saman minni hitaeininganeyslu og auknum æfingum veldur þyngdar-

tapi. Þegar kjörþyngd hefur verið náð þá þarf að halda hreyfingu og neyslu í hollu jafnvægi til að viðhalda þeirri þyngd. Hraði og ákefð Á síðustu árum hafa mikið af rannsóknum bent til þess að æfingar gerðar með hárri ákefð hafa mikil áhrif á fitutap. Það snýr gegn því sem áður var trúað að „fitubrennsluákefðin“ væri lág og í langan tíma smbr. langhlaup eða rólegt eróbik. Báðar aðferðir virka, en sú aðferð sem hefur rutt sér til rúms síðustu ár er svokölluð háákefðar- skorpuþjálfun (e. HIIT). Það er þjálfun þar sem æfingar eru gerðar af mikilli ákefð (og/eða hraða) í stuttan tíma t.d. 10-40 sekúndur. Hvílt er svo í svipaðan eða styttri tíma og gert aðra (eða sömu) æfingu. Dæmi um þetta er svokölluð Tabata aðferð sem er nefnt eftir japanska vísindamanninum Izumi Tabata sem rannsakaði aðferð við að bæta afkastagetu skautahlaupara. Í rannsóknum hans komst hann að því að þeir skautahlauparar sem gerðu 20 sekúndna spretti á hjóli með 10 sekúndna pásu á milli í 8-12 umferðir bættu sig meira en þeir sem

vf.is

tóku lengri lotur. Síðan þá hafa rannsóknir einnig bent til þess að þjálfun með hárri ákefð auki efnaskiptin og hraði fitutapi. Það ber þó að varast að gera mikið af æfingum sem reyna um of á stoðkerfið eins og t.d. hopp. Styrktarþjálfun hefur einnig jákvæð áhrif á efnaskiptin og fitubruna. Setja það saman Vel samsett hreyfing skal innhalda styrktarþjálfun, háákefðarþjálfun en líka lágákefðarþjálfun, slökun og teygjur. Til að brenna fitu er gott að stunda háákefðarþjálfun. Vel samsett mataræði inniheldur fæðuflokkana 6 eins og fæðuhringurinn klassíski bendir til. Gæði matarins skiptir máli, ekki bara hitaeiningarnar.

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttafræðingur Yfirþjálfari taekwondo deildar Keflavíkur Superform þjálfari í Sporthúsinu

FERSKAR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR WWW.VF.IS

Nýr yfirþjálfari hópfimleika til Keflavíkur

F

imleikadeild Keflavíkur hefur ráðið til sín nýjan yfirþjálfara til að sinna starfi hópfimleikaþjálfara hjá félaginu. Nýi yfirþjálfarinn heitir Jóhanna Runólfsdóttir en hún á sjálf að baki fimleikaferil þar sem hún hefur keppt fyrir fimleikadeild Selfoss ásamt því að hafa sinnt þjálfarastörfum hjá bæði Selfossi og Stjörnunni. Jóhanna er menntaður íþróttafræðingur og hefur auk þess dómararéttindi í hópfimleikum. Það var Gunnlaugur Kárason, formaður fimleikadeildar Keflavíkur, sem undirritaði samninginn við Jóhönnu á dögunum en ljóst er að fimleikadeild Keflavíkur ætlar sér að byggja ofan á þann frábæra árangur sem deildin náði í vetur.

Stigalausir Keflvíkingar í Pepsi-deildinni í knattspyrnu mæta Blikum í 3. umferð á sunnudag:

Ekkert panik hjá okkur -segir Jóhann B. Guðmundsson

XX„Það er ekkert panik í gangi hjá okkur. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið okkur í hag þá hafa leikirnir ekki verið alslæmir. FH leikurinn hefði auðveldlega getað dottið okkar megin en við hefðum þurft að nýta betur þá möguleika sem við fengum,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Pepsi-deildarliðs Keflvíkinga en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum tímabilsins, fyrst gegn Víkingi en síðan gegn FH á útivelli. „Núna ætlum við okkur að halda áfram að bæta okkar leik og byrja að safna stigum. Við eigum Breiðablik heima á sunnudaginn, þeir eru með hörkulið en við teljum okkur ekki síðri. Það verður gaman að kljást við þá. Leikirnir gegn Blikum á síðustu árum hafa verið skemmtilegir með fullt af mörkum. Ég vona að Keflvíkingar fjölmenni á sunnudaginn“.

Frá undirritun styrktarsamningsins í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Einar Hannesson frá Landsbankanum og Sigurbjörg Róbertsdóttir frá sundráði ÍRB ásamt sundfólki ÍRB.

Sundráð ÍRB og Landsbankinn endurnýja samstarfssamning

L

andsbankinn hefur verið aðalbakhjarl Sundráðs ÍRB allt frá árinu 2011. Um helgina skrifuðu Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ, og Sigurbjörg Róbertsdóttir, formaður ÍRB, undir nýjan samstarfssamning til næstu tveggja ára. Landsbankinn mun því áfram styðja vel við sundfólk Reykjanesbæjar en Sunddeild Keflavíkur og Sunddeild UMFN starfa saman að sundmálum undir merkjum Sundráðs ÍRB. Á hverju ári heldur Sundráð ÍRB svokallað Landsbankamót í sundi. Mótið er eitt það stærsta á land-

inu ár hvert. Þangað koma yfir 500 keppendur og mótið hefur áunnið sér sess sem eitt fjölmennasta og skemmtilegasta mót ársins. Það var því vel við hæfi að endurnýja samkomulag milli aðila á þeirri stund. „Landsbankinn er gríðarlega stoltur af því að tengjast starfi Sundráðs ÍRB en eins og allir vita þá er ungmenna- og uppbyggingarstarfs deildarinnar með miklum sóma“ segir Einar. „stuðningur Landsbankans skiptir sköpum fyrir starf Sundráðsins og styrkir stoðirnar undir það afreksstarf sem hér er unnið,“ sagði Sigurbjörg.

Nýir leikmenn til Keflavíkur og þjálfaramál klár XXKeflvíkingar hafa samið við einn efnilegasta körfuknattleiksmann Njarðvíkinga, Magnús Má Traustason. Hann er annar leikmaðurinn úr röðum Njarðvíkinga til að ganga í raðir Keflavíkur að undanförnu. Á dögunum samdi Ágúst Orrason einnig við Keflvíkinga. Magnús Már verður nítján ára síðar á árinu en hann varð m.a. bikarmeistari með unglingaflokki Njarðvíkinga í vetur. Magnús er 19 ára og 195 sm. á hæð og þykir mikið efni. Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur hafa gengið frá ráðningu þjálfara. Þeir Sigurður Ingimundarson og Einar Einarsson munu þjálfa Keflavíkurliðið á næsta tímabili. Stórskyttan Magnús Gunnarsson hefur gengið aftur til liðsins. Þær Margrét Sturlaugsdóttir og Marín Karlsdóttir munu þjálfa kvennalið Keflavíkur.


FYLGIRIT MEÐ VÍKURFRÉTTUM MIÐVIKUDAGINN 13. MAÍ 2015

fréttablað í maí 2015

VÍSINDALEGAR ÁHERSLUR Í KARNIVALINU Í ÁR

Karnival á opnum degi á Ásbrú á uppstigningardag „Svakalegur kraftur í öllu hér,“ segir Unnsteinn verkefnastjóri Opna dagsins á Ásbrú Opinn dagur á Ásbrú á morgun, fimmtudaginn 14. maí kl. 13-16

F

lestir kannast við gamla karnivalið, fjölskylduskemmtun Varnarliðsins, sem var á Keflavíkurflugvelli þegar herinn var þar. Ætlunin er að endurvekja þessa stemningu og bjóða heim eins og þá var gert, með aðeins meiri vísindalegri áherslu í ár. „Á síðustu árum hefur þetta meira snúist um að kynna starfsemina sem er á svæðinu og að vera með fjölskylduskemmtun í gangi líka. Það sem er frábrugðið í ár frá því sem áður var er að settur hefur verið meiri kraftur í að fá fyrirtæki til að vera með kynningu og það verður eins mikið eins og hægt er inni í Atlantic Studios,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, verkefnastjóri karnivalsins. Áherslan hafi þróast í þá átt að tengast meira því sem gerist á svæðinu. „Núna verður vísindaþema. Fjöldinn allur af frumkvöðlafyrirtækjum er á svæðinu og þau eru flest, ef ekki öll, svo vísindatengd. Þess vegna erum við að breyta þessu í nokkurs konar vísi að vísindasafni í þrjá klukkutíma.

Hraðlestin brunar Undirbúningur að hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur gengur vel.

Fólk verður svo bara að gefa okkur séns því við munum hafa þetta enn flottara á næsta ári.“ Ævar vísindamaður aðalnúmerið Ævar vísindamaður verður aðalnúmerið á karnivalinu og hann verður á svæðinu allan tímann. „Hann verður með aðstoðarmenn úr Keili. Svo fengum við leikmyndahönnuðinn Lindu Mjöll í lið með okkur og nú er búið að byggja allt upp frá grunni. Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum,“ segir Unnsteinn. Fengnir hafi verið ellefu sjálfboðaliðar frá samtökunum Seeds til að vinna með þeim, auk smiða og annnarra. „Gríðarlegur metnaður.“ Valdís, Gói og Jóhanna Ruth Eins og áður segir verður fjöldi fyrirtækja og frjálsra samtaka með kynningu á svæðinu. Sem dæmi má taka ísbúðina Valdísi, en hún mun frumsýna nýjan sölubás. „Keilir tekur sér gott pláss í ár. Flugherinn bandaríski kemur og

mun sýna eitthvað af græjunum sínum. Gói, Guðjón Davíð Karlsson, kemur líka og sigurvegari Samfés, Jóhanna Ruth Luna Jose, mun taka lagið. Við erum mjög ánægð að fá hana því hún á pottþétt eftir að ná langt í söngnum,“ segir Unnsteinn. Ótrúleg uppbygging Unnsteinn kemur úr Reykjavík og er örlítið tengdur Suðurnesjum í gegnum ættingja, þ.á.m. nafna sinn og afa sem var lögreglumaður í Keflavík. „Ég finn sem utanbæjarmaður að það er ekki bara kraftur í því sem býr í jarðveginum hérna. Það er svakalegur kraftur í fólkinu og fyrirtækjunum sem eru hérna á Ásbrúarsvæðinu. Það upplifi ég svo sterkt þegar ég vinn að þessari hátíð. Það eru ótrúlegir hlutir að gerast hérna og mér finnst þetta svo magnað á hverju ári. Þetta svæði nýtur ekki þess sannmælis sem það á skilið. Uppbyggingin er ótrúleg og ég er ánægður að fá að vera með.“

Möguleikar í þróun líftækniklasa á Ásbrú Fókus Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hefur frá fyrsta degi verið á tæknitengda uppbyggingu á Ásbrú og markmiðið sé að laða að tæknifyrirtæki sem sjái virði í staðsetningu við alþjóðaflugvöllinn og þeim grundvelli sem skapaður hefur verið á undanförnum árum.

Gagnaverin rísa á Ásbrú Ásbrú er langstærsta gagnaverasvæði landsins en fjögur af fimm gagnaverum landsins eru á Ásbrú í Reykjanesbæ.


2

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

FRÉTTABLAÐ UM ÁSBRÚ Í MAÍ 2015 Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Umsjón með útgáfu og dreifing: Víkurfréttir ehf. Umsjón með texta: Hilmar Bragi Bárðarson Olga Björt Þórðardóttir Blaðinu er dreift með Víkurfréttum inn á öll heimili og í fyrirtæki á Suðurnesjum. Efni blaðsins verður einnig aðgengilegt á vf.is.

Nýtt merki fyrir Ásbrú Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kynnir um þessar mundir nýtt merki fyrir Ásbrú. Í samtali við blaðið segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, að hlutirnir séu að fara í gang að nýju á Ásbrú eftir efnahagskreppunar í landinu. „Við erum að skoða okkar upphaflegu markmið en ég held að það séu engar stórar breytingar í okkar stefnu. Hún hefur þrátt fyrir erfiða tíma staðist tímans tönn. Við höfum náð árangri með gagnaverin og við höfum náð árangri með líftækniiðnaðinn. Við erum að ná árangri í tengslum við ferðaþjónustuna. Hér eru hótel, gististaðir og bílaleigur með sína starfsemi. Okkar fyrsta stóra verkefni, Keilir, gengur einnig vel. Við erum nú að fara að kynna nýja ásýnd og nýtt merki fyrir Ásbrú. Við erum einnig að skoða þróun byggðar og svæðisins í heild. Hér eru spennandi byggingalóðir fyrir ýmsa þjónustu og aðra þróun svæðisins. Það eru mikil tækifæri í framtíðinni og nú snýst þetta m.a. um hvernig má grípa þau og þróa svæðið áfram,“ sagði Kjartan Þór.

Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Ásbrú er langstærsta gagnaverasvæði landsins – Verne Global stækkar og sækist eftir byggingalandi Í gagnaversiðnaðinum er gríðarlegur uppgangur í heiminum í dag. Gagnaverin eru gott dæmi um tæknitengda uppbyggingu og fjárfestingin í tengslum við þann iðnað er gríðarleg. Fjárfesting í mannvirkjum er mikil og eins eru mikil verðmæti í þeim búnaði sem er verið að koma upp. Það er mismunandi hvernig gagnaverin eru. Sum þeirra soga til sín meiri þjónustu en önnur á uppbyggingartímanum og þegar verið er að setja upp búnað þeirra. „Ásbrú er langstærsta gagnaverasvæði landsins. Þar eru fjögur af fimm gagnaverum sem rekin eru í landinu og gagnaverin sjá mikið virði í þeirri staðsetningu að vera á Ásbrú við hlið flugvallarins. Með hverju fyrirtæki sem kemur myndast sterkari grundvöllur fyrir

næsta fyrirtæki að koma og staðsetja sig. Það er orðin til þekking á svæðinu, þjónustuaðilar, verktakar og fleiri vita hverjar þarfirnar eru og svo myndast grundvöllur sem styrkir heildarverkefnið,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. „Verne Global er stærsta gagnaversverkefni landsins og það er gríðarlegur vöxtur hjá þeim núna. Verkefni sem nú þegar eru komin inn hjá þeim eru mjög flott. Eitt sem t.a.m. hefur verið fjallað um er að BMW framkvæmir nokkuð stóran hluta af hönnun nýju rafbílanna sinna i3 og i8 í stórtölvum hjá Verne á Ásbrú“. BMW er að reyna að gera hönnun og framleiðslu rafbílanna sem umhverfisvænasta og það að stað-

setja tölvurnar sem þurfa mikið afl í reikniaðgerðir hér á Ásbrú og nýta græna orku skiptir BMW miklu máli. Verne er með 13 milljarða króna sem verða nýttir í uppbyggingu á næsta áfanga gagnaversins á Ásbrú. Fyrirtækið er að byrja innréttingu á næsta húsi við núverandi gangaver og er jafnframt í viðræðum við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um stærri lóð undir starfsemi sína og möguleika til að vaxa enn frekar. „Það er mikill vöxtur framundan hjá Verne og það mun gerast mjög hratt,“ segir Kjartan Þór. Orkutengingar inn á Ásbrú eru mjög góðar nú þegar en nú er einnig unnið að því að skoða frekari tengingar til að tryggja afhendingaröryggi orku á svæð-

Mjölnir, gagnaver Advania á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Vöktun gagnavera skapar störf á Ásbrú Gagnaver sem hafa risið á Ásbrú kalla eftir ýmis konar þjónustu af svæðinu. Dæmi um fyrirtæki sem þurft hefur að fjölga við sig starfsmönnum vegna þessa er Securitas á Reykjanesi. Securitas veitir gagnaveri Verne á Ásbrú í megindráttum tvennskonar þjónustu. Annars vegar eru það öryggisverðir sem ganga vaktir allan sólarhringinn. Starf öryggisvarðarins er sambland af öryggisvörslu og þjónustuhlutverki. Gagnaverið skapar í dag störf fimm öryggisvarða sem Kristinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Securitas á Reykjanesi, segir mjög góð og verðmæt störf. Gerðar eru miklar kröfur til öryggisvarða hjá Verne og Kristinn segir það áskorun að standa undir þeim kröfum. Securitas á Reykjanesi veitir einnig tækniþjónustu ýmis konar vegna öryggiskerfa gagnaversins. Þessi þjónusta er ekki samfelld en tengist stöðugum vexti

gagnaversins. Áætla má að þetta séu um tvö stöðugildi tæknimanna á ársgrundvelli. Kristinn segir skemmtilega ögrandi að takast á við verkefni fyrir gagnaverin á Ásbrú, en Securitas vinnur fyrir öll gagnaverin á Ásbrú.

Kristinn Óskarsson

inu. Gagnaverin eru orkufrek og jafnframt nýta fyrirtæki eins og Algalíf mikla raforku í sínu framleiðsluferli.

Síminn og Vodafone tengjast gagnaveri Verne Global Vodafone Ísland og Síminn hafa samið við gagnaver Verne Global á Ásbrú um uppsetningu tengibúnaðar sem útvíkkar netkerfi þeirra í gagnaveri Verne á Ásbrú. Þessar tengingar á svæði Verne Global bjóða bæði íslenskum og erlendum fyrirtækjum sem stunda viðskipti á Íslandi upp á fleiri tengimöguleika. „Fyrirsjáanlegur orkukostnaður, f j ölbre ytt ir st æk kunarmöguleikar og öruggar tengingar eru þættir sem fyrirtæki horfa til þegar skoðaðar eru staðsetningar á ofurtölvum (HPC), „ofurgögnum (Big Data)“ og skýjalausnum fyrir tölvukerfi,“ segir Dominic Ward, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Verne Global. „Verne Global getur mætt öllum þessum kröfum með fjölbreyttum viðskiptalausnum sem taka til heildsölu, smásölu og sértækum lausnum fyrir fyrirtæki. Tengingar sem Vodafone og Síminn bjóða í gagnaveri Verne Global tryggja viðskiptavinum aðgang að öflugum tengingum sem uppfylla þeirra kröfur.“ Verne Global eru frumkvöðlar í uppbyggingu og þróun á orkusparandi gagnaverum með aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal viðskiptavina Verne Global eru fyrirtæki eins og BMW Group, RMS og CCP. Vöxtur Verne Global hefur verið stöðugur frá því fyrirtækið hóf starfsemi á Ásbrú, en í janúar var til að mynda greint frá því að hlutafé félagsins hefði verið aukið um 98 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna.


3

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI KADECO

Algalíf fjölgar starfsmönnum

Miklir möguleikar í frekari þróun líftækniklasa á Ásbrú – Algalíf þrefaldar verksmiðju sína og hefur mikla stækkunarmöguleika „Við sjáum töluverða aukningu í eftirspurn eftir fasteignum á Ásbrú. Fasteignamarkaðurinn hér er lengur í gang en á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum að það er að byrja ákveðinn þrýstingur. Við höfum horft til þess að bjóða fólki og fyrirtækjum aðstöðu sem þeim stendur jafnvel ekki til boða á höfuðborgarsvæðinu. Þar höfum við m.a. horft til líftæknifyrirtækja sem þurfa mikið pláss, hvort sem þau eru í einhverri ræktun eða annarri framleiðslu. Líftæknismiðja Algalíf er gott dæmi um það. Nú er einmitt verið að undirbúa þreföldun á þeirri verksmiðju sem þeir fóru af stað með, þannig að það er gríðarleg stækkun og allt að ganga samkvæmt þeirri áætlun sem þeir lögðu upp með,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Líftæknismiðja Algalíf er að stækka innan veggja þeirra 4500 fermetra af húsnæði sem fyrirtækið leigir af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, KADECO. Kjartan segir að Algalíf hafi mikla möguleika til stækkunar og byggingaland fyrir allt að 20.000 fermetra húsnæði sem er við hlið núverandi aðstöðu fyrirtækisins. „Við sjáum mikla möguleika í þessari starfsemi og frekari þróun líftækniklasa hér á Ásbrú og í nálægðinni við flugvöllinn. Þar horfum við til þess að fyrirtækin eru að flytja þekkingu inn og út úr landinu ásamt afurðum og hráefni. Við höfum kortlagt þetta á undanförnum árum og erum í dag í viðræðum við nokkur önnur sambærileg fyrirtæki um að staðsetja sig hér. Við sjáum ákveðin tækifæri í því að byggja upp líftækniklasa hér á komandi árum,“ segir Kjartan. Laða að tæknifyrirtæki Fókus Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, hefur frá fyrsta degi verið á tæknitengda uppbyggingu á Ásbrú og markmiðið sé að laða að tæknifyrirtæki sem sjái virði í staðsetningu við al-

Líftæknismiðja Algalíf er í 4500 fermetra húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ.

þjóðaflugvöllinn og þeim grundvelli sem skapaður hefur verið á undanförnum árum. „Fyrsta þróunarverkefni okkar var Keilir og honum var ætlað að vera ákveðinn grundvöllur undir þá atvinnuþróun sem ætti sér stað. Það hefur algjörlega gengið eftir og við sjáum að þau fyrirtæki sem koma, Algalíf og fleiri, gera samninga við Keili um nýtingu á aðstöðu og aðgang að þekkingu. Þau koma með nemendaverkefni inn í skólann, nýta nemendur og veita þeim jafnframt tækifæri til raunhæfra og ögrandi verkefna. Við erum einnig að sjá nemendur sem útskrifast úr tæknifræðináminu koma sér fyrir á svæðinu. Við erum sérstaklega að huga að því að bjóða þeim ákveðinn grundvöll hér, þannig að þeir geti í framhaldi þróað sína þekkingu, fengið vinnu hjá fyrirtækjum á svæðinu eða stofnað sín eigin og unnið t.a.m. í frumkvöðlasetrinu í Eldey eða annarri aðstöðu sem við getum útvegað. Við horfum á gríðarleg tækifæri til lengri tíma litið í uppbyggingu á tæknitengdri atvinnustarfsemi,“ segir Kjartan Þór. Ólíkt því sem margir halda að fyrirtæki í ákveðinni starfsemi vilji ekki fá önnur sambærileg nálægt sér, þá er það misskilningur. Þau vilja í nær öllum tilfellum fá fleiri sambærileg fyrirtæki á svæðið. Eitt af sjónarmiðunum er að það dregur að stærri hóp starfmanna og starfsöryggi verður meira. Ef starfsmenn finna sig ekki í starfi hjá einu fyrirtæki, getur það átt möguleika á því hjá öðru í sambærilegri starfsemi á svæðinu. Það heldur fyrirtækjum líka á tán-

um að gera eitthvað spennandi og að laða til sín fólk. Við höfum einmitt heyrt það hjá fyrirtækjum hér á Ásbrú að þau vilja að það sé samkeppni um starfsfólkið, að það geti deilt þekkingu sinni með öðrum og að það sé að starfa hjá fyrirtækjum vegna þess að það hafi virkilegan áhuga á viðfangsefninu. „Það versta sem þú getur gert vísindamanni er að hann hafi ekki örvun til að takast á við viðfangsefnið“. - Fyrirtæki eins og Algalíf er með mörg sérhæfð störf sem jafnvel krefjast mikillar menntunar. Er þetta fólk að setjast að hér á svæðinu? „Já, að einhverjum hluta. Við sjáum að svona verkefni mun taka einhver ár. Það er mikil ákvörðun að taka upp fjölskylduna og flytja inn á eitthvað ákveðið svæði og hefur mikið að gera með starfsöryggi. Það er því skiljanlegt að fólk taki ekki þau skref strax. Við sjáum það að á 5-10 árum þegar fyrirtækin eru orðin sterkari og

Úr örþörungarækt Algalíf á Ásbrú.

fleiri á svæðinu, þá muni fólk taka þá ákvörðun að flytja inn á svæðið og festa rætur hér í auknu mæli. Það er nokkur fjöldi starfsmanna þeirra fyrirtækja sem hér starfa búinn að koma sér og sínum fyrir á svæðinu“. - Þið bjóðið fyrirtækjum sem setjast að hér á Ásbrú góð búsetuúrræði fyrir starfsfólk. „Það er eitt af því sem við horfum til, að skapa nýja eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu. Aukin atvinnustarfsemi hér á Ásbrú hefur áhrif á íbúðamarkaðinn á svæðinu öllu. Við finnum fyrir auknum áhuga fyrirtækja á að koma á Ásbrú til að nýta atvinnueignir og okkur hefur gengið vel að koma iðnaðartengdum eignum í not. Það er einnig mikil ásókn í þjónustuhúsnæði ýmis konar. Samhliða því finnum við aukna eftirspurn eftir nýtingu á íbúðum á svæðinu. Þrátt fyrir erfiða tíma á landinu hefur verið töluverður vöxtur á þessu svæði í atvinnustarfsemi og þjónustu“.

Algalíf hefur lokið við uppsetningu fyrsta áfanga líftæknismiðju sinnar á Ásbrú sem er um þriðjungur af áætlaðri stærð verksmiðjunnar. Þar hefur framleiðsla staðið yfir frá síðasta sumri en fyrsta uppskera var í júní í fyrra. Í verksmiðjunni eru ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn. Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalíf, sagði í samtali við blaðið að allt hafi gengið samkvæmt áætlunum og nú sé verið að vinna að frekari stækkun líftæknismiðjunnar. Gert sé ráð fyrir að eftir ár verði líftæknismiðjan þar sem Astaxanthin er framleitt fullbyggð. Algalíf er einnig að hefja framleiðslu á öðru einföldu efni til hliðar við Astaxanthin-framleiðsluna. Það mun skapa 2-3 störf hjá Algalíf. Algalíf leitar nú að húsnæði við sjó á Suðurnesjum til að fara í enn frekari þörungarækt með samstarfsaðila sínum. Nauðsynlegt er að vera við sjó, þar sem saltvatn er notað við þá framleiðslu. Þar er Algalíf í samstarfi við breska fjárfesta. Vilji er til þess að sú framleiðsla verði á Suðurnesjum því nálægð við líftæknismiðju Algalíf á Ásbrú skiptir miklu máli. Í dag starfa tuttugu manns hjá Algalíf. Helmingur þeirra starfa eru hátæknistörf og helmingur framleiðslustörf. Störfum mun fjölga umtalsvert á næstu mánuðum en gert er ráð fyrir að starfsmenn Algalíf verði orðnir 35 fyrir lok þessa árs.




6 Hakkit, Tæknismiðja í Eldey Í Eldey frumkvöðlasetri má finna Hakkit sem er tæknismiðja með það að markmiði að efla nýsköpun, tæknilæsi og skapa umgjörð um skapandi verkefni fyrir almenning. Hakkit er fyrir alla þá sem vilja nýta sér tækni og opin hugbúnað hvort sem það eru vöruhönnuðir, sprotafyrirtæki, frumkvöðlar, fyrirtæki í nýsköpun, hönnuðir, nemendur eða almenningur. „Við viljum kalla þetta samfélagslegan bílskúr,“ segja þeir félagar Hafliði Ásgeirsson og Xabier Þór Tejero Landa sem hafa unnið að verkefninu samhliða tæknifræðinámi sínu hjá Keili en flestir sem koma að verkefninu vinna að því í sjálfboðastarfi. „Okkur fannst vanta svona aðstöðu hér á svæðið og Hakkit er í takt við þann nýsköpunaranda sem ríkir hér á Ásbrú. Hér eru við að búa til samfélag þar sem nemendur, frumkvöðlar og aðrir skapandi einstaklingar geta þróað sínar hugmyndir smáar sem stórar og þú færð aðstoð til þess frá leiðbeinendum sem eru á staðnum“. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í Eldey hafa nýtt sér aðstöðuna á staðnum til vöruþróunar og vann fyrirtækið Mekano ehf. m.a. þar frumgerðina að verkefni sínu sem komst til úrslita í Gullegginu og hefur nú verið tilnefnt til norrænna nýsköpunarverðlauna. Þá hefur Hakkit verði nýtt í stærðfræðikennslu í Keili með notkun þrívíddarprentara og undirbúnings vegna þátttöku í nýsköpunarkeppnum svo eitthvað sé nefnt. Tæknismiðjan byggir að hluta til á reynslu Fablab á Íslandi en þó enn frekar á grunni Hackerspace/Hakkasmiðja sem líta má á sem samfélagslega vinnustofu, tilraunastofu og eða verkstæði „garage“ þar sem einstaklingar með mismunandi þekkingu og hæfileika geta samnýtt, búið til og skiptst á hlutum, þekkingu og hugmyndum. Áhersla er lögð á endurvinnslu og grænt umhverfi þar sem unnið er með „ónýt“ tæki og búnað og þeim fundin ný hlutverk í stað förgunar – á skapandi hátt. Margir hafa gefið smiðjunni gömul rafmagnstæki, tölvur og fleira sem hægt er að gefa nýtt hlutverk – eða taka í sundur í rannsóknarskyni fyrir unga áhugasama tæknifræðinga framtíðarinnar. Hakkit er samstarfsverkefni Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Keilis og Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja. Netfang: hakkit@heklan.is

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

ELDEY FRUMKVÖÐLASETUR

Úrvals aðstaða fyrir frumkvöðla Frumkvöðlasetrið Eldey á Ásbrú er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins og þjónustar frumkvöðla og sprotafyrirtæki, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Þar býðst aðstaða á góðu verði fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Í dag starfa 25 fyrirtæki í húsinu að fjölbreyttum verkefnum en segja má að starfsmenn í húsinu séu um 50 en þar er unnið allan sólarhringinn. Meðal fyrirtækja í Eldey má nefna Geosilica sem framleiðir hágæða kísilríkar heilsuvörur úr affallsvatni jarðvarmavirkjana, AwareGo sem sérhæfir sig í tölvu-

öryggi fyrirtækja, Valorku sem er leiðandi í nýtingu sjávarfallaorku, kvikmyndafélagið Steinboga, flugvirkjabúðir Keilis og svo fjölda hönnunarfyrirtækja sem vakið hafa mikla athygli. Allir sem vinna að nýsköpun og þróun nýrra viðskiptahugmynda geta sótt um aðstöðu í húsinu hvort sem það er skrifborð og stóll í opnu rými, skrifstofa eða vinnusmiðja. Þeir sem starfa í húsinu geta jafnframt nýtt sér sameiginlega fundaraðstöðu í húsinu og það öfluga tengslanet sem þar býr. Þá stendur Eldey reglulega fyrir ýmsum viðburðum í samstarfi við sprotafyrirtæki og frumkvöðla í húsinu sem miða að því að kynna fjölbreytta nýsköpun á Suðurnesjum.

Aðstaðan og þjónustan í Eldey skiptir sköpum GeoSilica Iceland ehf hefur það markmið að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr affallsvatni jarðvarmavirkjana á Íslandi, til að stuðla að bættri heilsu fólks. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni, ásamt Agnir ehf, út frá lokaverkefnum Fidu og Burkna í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands. Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica en það er hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku. Nú þegar hefur geoSilica hafist handa við að þróa nýja vöru til að auka vöruúrval fyrirtækisins og mæta enn frekar kísilþörf einstaklinga. „Það gleður okkur mjög eftir stanslausa rannsóknar og þróunarvinnu í rúm tvö ár að sjá loksins afraksturinn og ennþá betra er að sjá hve fólk tek-

ur henni vel,“ segir Fidu Abu Libdeh. Kísilsteinefnið er selt í apótekum og heilsuverslunum um land allt, auk þess að vera að koma inná útvalda ferðamannastaði með sumrinu. Í dag er fjöldi þessara sölustaða orðinn 45. – Hvaða máli skiptir það fyrir ykkur að vera með aðstöðu í Eldey? „Það skiptir gríðarlegu máli fyrir sprotafyrirtæki að fá allan þann stuðning sem það getur fengið á fyrstu starfsárum sínum. Aðstaðan og þjónustan sem við höfum fengið í Eldey hefur skipt fyrirtækið sköpum á marga vegu síðan það var stofnað. Bæði Kadeco og Heklan hafa sýnt okkur ótrúlegan stuðning í gegnum þennan tíma“. Í dag starfa sex manns hjá geoSilica og vonast eigendur fyrirtækisins til að þeim eigi eftir að fjölga enn fekar.

Fidu Abu Libdeh með framleiðslu geoSilica.

FJÖLTENGISHÖNNUÐURINN SEM VARÐ Í 2. SÆTI UM GULLEGGIÐ

Reif í sundur videótæki sex ára

Tæknifræðingurinn og frumkvöðullinn Sigurður Örn Hreindal Hannesson útskrifaðist úr tæknifræðináminu frá Keili seinasta sumar sem Mekatróník hátæknifræðingur. Hann lenti í 2. sæti í frumkvöðlakeppninni Gullegginu og ætlar að beita sér fyrir því að efla kynningarstarf í tæknifræði og frumkvöðlastarfsemi á Suðurnesjum. Víkurfréttir heyrðu í Sigurði og spurðu hann út í námið og drauma sem hann hefur látið rætast. „Ég flutti á Ásbrú þegar ég var í viðskiptafræði í HÍ og fékk nóg af þeirri grein. Ég var í raun með meiri áhuga á vélum og rafmagni og það var bara á svæðinu beint fyrir framan mig í Eldey,“ segir Sigurður Örn. Mekatronik fræðin hjá Keili eru blanda af véla- og tæknifræði og Sigurður rifjar upp að hafa snemma fengið áhuga á slíku. „Ég var örugglega svona sex þegar ég prófaði að rífa í sundur videótæki og fikta í litlum rafíhlutum. Ég bjó til 10 klukkutíma videóspólu þegar slíkar spólur voru 4 tímar að lengd og 8 tímar á ‘longplay’. Ég bjó bara til mína eigin úr nokkrum spólum.“

Lifandi vísindi og Nýjasta tækni og vísindi Eftir það fékk Sigurður enga sérstaka kennslu í áhugamálum sínum fyrr en hann kom í Keili. „Þá byrjaði maður að læra hvað maður hafði verið að gera með fiktinu öll árin. Ég hafði verið áskrifandi að Lifandi vísindum, á marga bunka af þeim. Man líka vel eftir Nýjustu tækni og vísindum í sjónvarpinu,“ segir Sigurður, sem lenti í öðru sæti í frumkvöðlakeppninni

Gullegginu í ár, með hönnun sína fjöltengið. „Hugmyndin kom til mín þegar ég fékk nýja skrifstofu í Eldey og þar voru bara tveir tenglar fyrir raftækin mín og ég var með fulla skúffu af alls kona fjöltengjum. Það var alveg sama hvernig ég púslaði þessu saman, það kom alltaf klaufalega út; alltof margar snúrur og passaði ekki. Ég ákvað að hanna eitthvað fyrir sjálfan

mig sem virkaði fyrir mig. Svo braut ég þetta niður í einingar og þá var þetta orðið einstaklingsmiðað og nýttist fyrir alla.“ Hætti að mæta í skólann Spurður um hvað hafi komið til þess að hann vakti athygli á fjöltenginu. „Ég fékk hugmyndina 1. janúar og átti skissu sem ég teiknaði upp á og merkti með dagsetningu. Ég var reyndar í viðbótarnámi í Keili eftir að ég útskrifaðist, tók nokkra áfanga í orku- og umhverfistæknifræði líka. Svo var greinilega of mikið að gera hjá mér í kringum þessa hugmynd að ég hætti að mæta í skólann og gat ekki mætt meira. Ég ákvað því að senda viðskiptaáætlun í Gulleggið og komst áfram. Í framhaldi af því fór ég að gera almennilegar hannanir og teikningar og lenti í öðru sæti.“ Margir til í að aðstoða Aðal hindranir í svona nýsköpun segir Sigurður vera að fá fjármagn. „Ég hef verið að vinna launalaust að þessu. Aðalatriðið er að fá fjármagn og skipuleggja tímann. Það tekur langan tíma að koma svona verkefni í gang. Ekki gefast þó upp - halda áfram þar til árangri er náð.“ Aftur á móti segir Sigurður að auðveldara hafi verið en hann bjóst við að fá aðra til að taka þátt, samstarfsaðila og slíkt. „Maður á bara að taka upp símann og hringja í fólk. Það virðast allir reiðubúnir að aðstoða á einhvern hátt. Ekki sitja með hugmynd í maganum og láta engan vita. Fólk getur hjálpað við að koma hlutnum í gang,“ segir Sigurður að endingu.


7

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

Hraðlestin brunar Undirbúning ur að hr aðl est mi l li Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur gengur vel að sögn Runólfs Ágústssonar, verkefnastjóra hjá Ráðgjöf og verkefnastjórnun sem stýrir framkvæmd verkefnisins. „Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár en þetta er langhlaup. Í síðustu viku kláruðum við fundi með bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem málið varðar um skipulagsmál. Næsta skrefið á þeim vettvangi eru fundir með bæjarráðum seinnihlutann í maí og byrjun júní. Síðan taka við kynningar með þingmönnum og áframhaldandi viðræður við ráðuneyti innanríkis og fjármála en nauðsynlegt er að ramma inn verkefnið hvað varðar löggjöf og skipulagsmál áður en samstarfsaðilar þess stofna sérstakt hlutafélag um málið í haust,“ segir Runólfur.

Áætlað er að rannsóknir, hönnun og mat á umhverfisáhrifum geti hafist árið 2016 en það ferli tekur tvö ár. Að því loknu tekur við sex ára framkvæmdatími. „Við höfum kynnt verkefnið fyrir erlendum fagaðilum og fengið afar jákvæð viðbrögð. Niðurstaða þeirrar rýningar er sú að arðsemi þess er meiri en við gerðum ráð fyrir og svo virðist sem að okkar áætlanir séu ekki bara raunhæfar, heldur of varkárar ef eitthvað er að mati þeirra sem til þekkja. Slíkt er gott enda höfum við viljað hafa kostnað rýmilega áætlaðan en tekjuáætlunina varfærna.“ Þegar er búið að fjárfesta fyrir rúmar 50 milljónir króna í verkefninu en gert er ráð fyrir að aðilar þess leggi sérstöku þróunarfélagi til 150 milljónir til viðbótar sem hlutafé við stofnun þess í haust. „Það eru sterkir aðilar sem standa á bak við þetta verkefni, þar má nefna Kadeco - Þróunarfélag

Keflavíkurflugvallar, Landsbankann, Verkfræðistofuna Eflu og Fasteignafélagið Reiti auk þeirra aðila sem kostuðu og létu vinna mat á arðsemi og samfélagslegum ávinningi á síðasta ári sem voru Reykjavíkurborg, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Ístak og Deloitte. „Samfélagsleg áhrif þessarar samgöngubótar verða gríðarleg hér á Suðurnesjum. Ferðatími milli flugvallarsvæðisins og miðborgar Reykjavíkur styttist í 15-17 mínútur sem færir samfélögin hér suðurfrá nær borginni sem því nemur. Erlend fordæmi um áhrif svona samgöngubóta sýna að með slíku verður til einn vinnu- og fasteignamarkaður. Það merkir að launastig hér mun að líkindum hækka verulega og fasteignaverð sömuleiðis. Margt mun breytast og eins og ætíð eru breytingar bæði jákvæðar og neikvæðar. Í þessu tilfelli er ég algerlega sannfærður um að framkvæmdin mun

skapa gríðarleg og fordæmalaus tækifæri fyrir Suðurnesjamenn,“ segir Runólfur. Kostnaður við verkefnið er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna sem aðallega verður fjármagnaður erlendis frá þótt innlendum fjárfestum verði einnig boðin aðild að verkefninu. „Þetta verkefni tekur því ekki fé frá öðrum brýnum samgönguverkefnum sem hið opinbera fjármagnar né raskar röðun á þeim framkvæmdum. Hér er um að ræða sjálfstæða viðbót sem mun auka erlenda fjárfestingu og styrkja íslenskt efnahagslíf. Verkfræðistofan Mannvit vann á síðasta ári mat á samfélagslegum áhrifum hraðlestarverkefnisins og metur það svo að hann sé 40-60 milljarðar króna núvirtur til 30 ára,“ segir Runólfur og bætir því að lokum við að hraðlest muni þar fyrir utan styrkja stöðu alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli verulega til framtíðar og þar með atvinnulíf á Suðurnesjum.

Runólfur Ágústsson

Hugmynd að útliti lestarstöðvar úr lokaverkefni Björns Reynissonar í arkitektúr við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Mynd: Björn Reynisson.

FERÐAÞJÓNUSTAN BLÓMSTRAR Á ÁSBRÚ

Ferðamenn dvelji lengur á Suðurnesjum – og sæki til miðborgar Reykjavíkur með nýrri hraðlest

Á Ásbrú eru rekin fjögur gistihús sem eru að ná til sín töluverðum fjölda ferðamanna og sá markaður hefur vaxið mikið. Vöxturinn í ferðamannai ðnaðinum hefur verið gríðarlegur á síðustu árum. Vaxtarmöguleikar í gistingu eru miklir á Ásbrú og það eru mikil tækifæri fyrir Suðurnes að taka stærri sneið af þeirri köku sem gisting ferðamanna er, segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. „Ferðaþjónusta er stór atvinnugrein á Suðurnesjum. Ef við horfum á Reykjanes í heild þá eru ofboðsleg tækifæri í ferðaþjónustu bæði í náttúru og tækifærum til afþreyingar. Hér eru tækifæri til að fá fólk til að dvelja lengur og staldra við og njóta þeirra gæða sem hér eru. Straumurinn hefur verið inn til höfuðborgarinnar á undanförnum árum en samt er nú minnihluti ferðamanna

að koma hingað til að sækja borgina sérstaklega heim. Þeir eru að koma til Íslands til að njóta þeirra gæða sem landið býður uppá. Uppbyggingin hefur verið þannig að allt fer til Reykjavíkur. Með betri tengingum við höfuðborgina opnast tækifæri til að fá fólk til að dvelja meira hér. Þau gæði sem eru á höfuðborgarsvæðinu séu þá bara aðgengileg á skjótari hátt,“ segir Kjartan Þór. „Fólk getur allt eins sótt Gullfoss og Geysi frá Suðurnesjum og farið um Suðurstrandarveginn og sótt inn til borgarinnar á veitingastaði eða menningartengda þætti eftir því sem að hentar. Við sjáum víða erlendis að með bættum tengingum við miðborgina þá geti fólk nýtt sér hótel og gistingu fjær miðborginni en átt auðvelt með að sækja þangað. - Hér vísar þú til hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar. Ferðaþjónustan á svæðinu óttast hana og vill meina að það verði bara brunað burt af svæðinu með ferðamennina. „Já, ég skil þennan ótta og það er algjörlega tilefni til að hlusta á þessar raddir. Það er enginn að loka augunum fyrir því að það geta orðið breytingar í þessu mynstri sem við höfum í dag. Við bendum á rannsóknir erlendis frá sem styðja ekki þennan ótta. Þær frekar sýna fram á tækifæri til að veita enn frekari þjónustu hér en var áður. Það ruglar fólk að horfa á fjarlægðir sem kílómetra. Í huga fólks eiga fjarlægðir frekar að vera tímatengdar. Hversu fljótt kemstu

í eða getur sótt einhver gæði? Ef þú ert kominn með lest sem gengur á milli þessa svæðis og miðborgarinnar á 15 mínútum, þá ertu jafnvel kominn með betra aðgengi að miðborginni en einhver sem staðsettur er í Grafarholti eða Hafnarfirði,“ segir Kjartan Þór. „Í dag fer stærstur hluti ferðamanna beint inn eftir en við horfum til þess að fá stærri hluta til að dvelja hér og ferðamenn geti sótt héðan í þá hluti sem þeir eru að sækja. Þeir geti tekið bílaleigubíl hér til að fara á Gullfoss og Geysi og þurfi ekki að fara til höfuðborgarinnar nema til að fara þangað dagsferð á söfn og út að borða og komið svo til baka til Suðurnesja. Hraðlestin virkar í báðar áttir og því er það tækifæri fyrir ferðaþjónustuna hér að toga til sín gesti sem velja það að gista í miðborginni og bjóða upp á ferðir út frá lestarstöðinni við flugstöðina hér. Við erum með aðila hér á Suðurnesjum sem hafa náð miklum árangri í uppbyggingu í tengslum við ferðaþjónustu. Ég hef ekki áhyggjur af þessum aðilum. Það geta auðvitað orðið tilfærslur á markaði en ég er sannfærður um að kakan mun stækka við þetta. Reynslan erlendis frá er einnig þannig að bílaleigurnar eru alltaf staðsettar við flugvellina og ég er ekki að sjá að þær muni flytja sig frá flugstöðinni hér og setja sig upp í Vatnsmýrinni á dýrasta byggingarlandi Íslands,“ segir Kjartan Þór.


8

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

SÁ TÆKIFÆRI Í VEÐRÁTTUNNI Á ÍSLANDI OG LAGÐI GRUNN AÐ SAMSTARFI TVEGGJA FLUGSKÓLA

„Vildu allt fyrir mig gera“ Þegar Jenný María Unnarsdóttir talaði um að ætla að fara í flugnám voru viðbrögðin oft á þá leið að hún fengi aldrei vinnu við það, ekkert væri að gera í þessu og að námið væri rándýrt. Þegar hún var svo komin lengra í náminu varð fólk mun jákvæðara. „Ég þurfti þó alveg virkilega að sýna fram á að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði mér. Fólkið mitt hefur þó alltaf stutt mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og allir hafa sýnt mér virkilega mikinn stuðning. Kærastinn minn hefur einnig staðið við bakið á mér eins og klettur þó að hann sé ekkert tengdur fluginu, “ segir Jenný María. Faðir hennar, Unnar Stefánsson, er flugvirki og móðir hennar, María Isabel Grace Fisher, var flugfreyja hjá Icelandair í 13 ár. „Við systkinin ólumst upp í þessum flugheimi og fórum mikið til útlanda í stað þess að ferðast innanlands. Við tvíburabróðir minn vorum búin að rífast dálítið um það hver ætti að verða flugmaðurinn í fjölskyldunni. Hann langaði alltaf að verða flugmaður en er svo flugveikur að hann getur það ekki. Ég er samt alltaf að hvetja hann til að láta á það reyna því sagt er að líkaminn aðlagist,“ segir Jenný María, en undir niðri langaði hana alltaf að læra flug. Hún segir að þau tvíburasystkinin séu ekki mjög lík en hafi mótað hvort annað mjög mikið. Veit hvað hún vill Jenný María segist vita hvað hún vill og gera það sem hún getur til að komast þangað sem fyrst. Ég fór á kynningu í FS árið 2010, nýbyrjuð í skólanum. „Á þeim aldri þegar maður er svona ósjálfstæðastur, allt svo stórt og nýtt.“ Hún var búin að týna vinkonum sínum á þemadögunum og gekk framhjá stofunni þar sem Keilir var með kynningu, en flugskólinn var stofnaður 2008. „Ég settist aftast og út í horn og þorði ekki að spyrja að neinu. Fyrir tilviljun rakst ég síðar á konu sem hafði staðið að kynningunni og þorði loks að spyrja nokkurra spurninga og hún bókaði mig í kynnisflug í framhaldi af því. Eftir kynninsflugið fann ég að þetta var eitthvað

sem ég ætlaði mér að gera í framtíðinni, það var á kristaltæru.“ Nemendurnir og starfsfólkið eru skólinn Jenný kláraði stúdentspróf frá FS á þremur árum og fór svo beint í flugnámið. „Ég hef verið mjög ánægð með námsferlið hjá Keili. Verklegi þátturinn dró mig að í fyrstu enda er skólinn með bestu kennsluvélar á landinu að mínu mati. Ég bý að því að hafa kynnst fólki hvaðanæva úr heiminum því að Íslendingar eru orðnir í minnihluta meðal nemenda hjá flugakademíunni.“ Hún segir námið snúast mikið um nemendurna og þeir, ásamt starfsfólkinu, geri skólann að því sem hann sé. „Mér fannst allir alltaf vera til í að reyna að gera sitt besta í að láta hlutina ganga upp. Það var ég ánægð með,“ segir Jenný María. Misjafnt sé hvers konar hugarfar fólk hafi með gagnvart námi. Jenný María segist hafa lagt sig fram við að vera kurteis og gefa eitthvað auka af sér og fékk það rúmlega til baka frá starfsfólki skólans. „Ég fékk til að mynda að taka þátt í skemmtilegum verkefnum á vegum skólans, kynningum, opnum dögum og öðru slíku. Einnig tók ég að mér það verkefni að flytja útskriftarræðu fyrir hönd bekkjarins. Það var sko sannarlega áskorun en engu að síður rosalega skemmtilegt.“

Einkaflugmannsnámið kláraði Jenný María á rúmlega hálfu ári og er að klára blindflugið (síðustu hluta af atvinnuflugmannsnáminu) á næstu vikum. „Þá verð ég í þeirri stöðu að geta farið í flugkennaranám og einnig get ég sótt um vinnu í haust hjá lágfargjaldaflugfélagi sem dæmi. Maður veit í rauninni ekki alveg hvað maður er að fara út í ef maður fer síðarnefndu leiðina vegna þess að maður getur verið látinn fljúga út úr fjölmörgum flugvöllum í Evrópu. Manni er bara úthlutað eitthverjum heimavelli þegar að því kemur. Hér heima er ég ekki með neinar skuldbindingar svo ég gæti auðveldlega haldið út í slíkt ævintýri og finnst það vera spennandi kostur vegna minna persónuaðstæðna og aldurs. Það er líka eflaust þroskandi að vinna fjarri heimalandinu. Maður kemur líklega víðsýnni heim, kann gott að meta og verður ánægðari fyrir vikið.“ Stuðlaði að samstarfi tveggja flugskóla Flugakademía Keilis og European American Aviation (EAA) í Flórída undirrituðu fyrir skömmu samstarfsyfirlýsingu sem auðveldar nemendum Keilis að sækja tímasöfnun í Bandaríkjunum og nemendum erlendis frá að koma í skírteinabreytingu hér á landi. Þetta samstarf varð til vegna þess

að Jenný María fór tvisvar til Flórída til að reyna að uppfylla flugtímafjölda sem þurfti til að hefja blindflugsnám. Veðrið á Íslandi gerði flugmönnum og flugnemum erfitt fyrir í vetur. „Ég hefði aldrei náð að ljúka við tímanna hér á landi vegna veðurs. Það var mjög þroskandi að fara þarna út og algjörlega treysta á sjálfa mig. Þetta er reynsla sem ég mæli hiklaust með fyrir hvern þann sem hefur kost á.“ Jenný María segist hafa varið hálfri önninni í að koma skírteinabreytingu í gegn í náminu og setja upp ferðina í heild sinni enda algjörlega að vaða út í djúpu laugina í fyrra skiptið. „Ég hef alltaf haft gaman af því að aðstoða aðra og þegar ég var í náminu var ég reiðubúin að svara fyrirspurnum í gegnum Facebook. Skólinn á Flórída er í eigu þýskra hjóna sem vildu allt fyrir mig gera.

Þetta gekk allt saman bara eins og í sögu. Ég nefndi svo við eigandann úti að sniðugt væri fyrir skólana tvo að fara í einhvers konar konar samstarf. EAA myndu fá að vita með u.þ.b. 2-3 mánaða fyrirvara hversu mörgum nemendum væri von á og á sama tíma myndi þetta létta á flota skólans hér heima og að sjálfsögðu gera nemendum kleift að fljúga marga tíma á stuttu tímabili vegna góðrar veðráttu. Hann ætlaði að skoða það.“ Fjölmargar fyrirspurnir Jenný hélt síðan heim á leið, ekki alveg búin með flugtímana sem þurfti til að byrja blindflug og ekki komin með vinnu. „Ég ákvað þá bara að gera kynningu í power point fyrir Keili um EAA og hvað samstarfið biði upp á. Ég var reglulega í sambandi við aðila frá Keili á þessu nokkurra mánaða tímabili á milli ferða til Florida


9

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

EFNT VERÐUR TIL BOLLAKÖKUKEPPNI Á ÁSBRÚARDEGINUM

Allir geta tekið þátt Bollakökukeppnin á Ásbrúardeginum er haldin á vegum bandaríska sendiráðsins sem tekur þátt í Opna deginum á Ásbrú. Chili og pie keppnir sendiráðsins hafa undanfarin ár alltaf vakið mikla lukku og er breytt út af vananum í ár með því að halda í fyrsta skipti bollakökukeppni. „Núna sáum við að best yrði að hafa eitthvað sem margir kunna að gera og þá getur líka fólk á öllum aldri tekið þátt. Bollakökur hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár, “ segir Anna Steinunn Jónasdóttir, sem hefur yfirumsjón með Opna deginum. Keppt verður í þremur flokkum: Best skreytta, frumlegasta og besta bollakakan. Hinn landsþekkti Jói Fel verður formaður dómnefndar, Guðrún Veiga (sem gaf út

Keppt er í þremur flokkum: Flottasta skreytingin, frumlegasta bollakakan og besta bollakakan. Jói Fel er formaður dómnefndar. Skráðu þig á keppni@asbru.is með nafni og símanúmeri og segðu hvernig bollaköku (cupcake) þú ætlar að koma með.

SÍA

Hindranir eru yfirstíganlegar Jenný María mun starfa við innritun hjá IGS í sumar, samhliða því að sjá um samstarf Keilis og skólans í Flórida. „Ég er því tengdari fluginu heldur en síðustu tvö sumur en þá vann ég hjá Landsbankanum. Ég fylgdist með mömmu og pabba hjá Icelandair og hef því alltaf sagt að þar ætli ég mér að enda einn daginn.“ Hún segir það alltof oft gerast að fólk geri ekki nákvæmlega það sem það vilji gera af einhverjum ástæðum. „Ég vil eindregið hvetja fólk að taka fyrsta skrefið í átt að draumum sínum eða markmiðum, sama hversu stórir draumarnir eða fjarlægur áfangastaðurinn virðist vera. Það er aldrei of snemmt eða of seint. Hindranirnar sem koma upp verða síðan allflestar yfirstíganlegar vegna þess að fólk hefur áhuga eða ástríðu fyrir því sem það er að gera hverju sinni.“

12 kökur af hverri gerð frá hverjum keppanda „Að allir geta tekið þátt og það má skrá sig í einn, tvo eða alla þrjá flokkana. Bollakökurnar eiga að sjálfsögðu að vera heimagerðar. Þátttakendur mæta með 12 bollakökur (í hverjum flokki) á milli kl. 12 og 13. Svo verður öllu stillt upp og dómnefndin smakkar. Þegar búið er að ráða ráðum sínum er fólki boðið að smakka líka á kökunum á meðan birgðir endast og veitt verða glæsileg verðlaun fyrir hvern flokk.“ Skráningu lýkur kl. 1200 þann 14. maí, keppnisdaginn sjálfan.

Bollakökukeppni á Opnum degi á Ásbrú.

PIPAR \ TBWA

enda langaði mig mikið að samstarfið yrði að veruleika. Í apríl fór ég aftur út, þá með fjölskyldunni og skólinn úti reddaði mér fjórum Keppt er í þremur flokkum: Flottasta skreytingin, flugtímum á dag svo sú ferð var frumlegasta bollakakan og besta bollakakan. því einnig frí meðfram fluginu.“ Jói Fel er formaður dómnefndar. Þarna var eigandi flugskólans úti kominn með allar upplýsingar Skráðu þig á keppni@asbru.is og skrifaði undir viljayfirlýsingu með nafni og símanúmeri og segðu um samstarf. Jenný var beðin um hvernig bollaköku (cupcake) þú ætlar að vera alveg yfir þessu máli sem að koma með. tengiliður á milli skólanna tveggja og aðstoð fyrir nemendur. „Ég ætlaði ekki að fá neitt fyrir þessa hugmynd en er mjög spennt að fá að halda utan um þetta verkefni. Það er yndislegt að fá að hjálpa til við að láta drauma annarra rætast. Nú þegar, er einn nemandi frá EAA búinn að bóka sig í bóklegt atvinnuflugmannsnám hjá Keili í samstarfi við skólann á Flórída og í skírteinabreytingu. Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir um þetta samstarf frá því að það var gert opinbert fyrir örfáum vikum.“ Spennandi verði að sjá hvernig samstarfið þróist enda frábært tækifæri fyrir nemendur Keilis.

bókina Nenni ekki að elda) og fulltrúi frá ameríska sendirráðinu verða í dómnefnd.

Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert . Kadeco býður ykkur velkomin á karnivalið 14. maí kl. 13–16 í Atlantic Studios.

AZAZO ER SPROTAFYRIRTÆKI Á ÁSBRÚ SEM ÁÐUR HÉT GAGNAVARSLAN

Ört stækkandi hópur viðskiptavina AZAZO er þekkingarfyrirtæki með Coredata hugbúnaðarlausnir, öflugt ráðgjafasvið auk skönnunar- og vörslusetrið Gagnavarslan á Ásbrú. Hjá fyrirtækinu starfa 50 manns í 6 löndum. „AZAZO nafnið var formlega tekið upp haustið 2014 en ástæðan fyrir nafnabreytingunni var fyrst og fremst sú að unnið er að auknum umsvifum fyrirtækisins á erlendri grundu. Nú þegar erum við með alþjóðlega viðskiptavini sem nota hugbúnaðarlausnina okkar CoreData ECM og einnig aðila sem varðveita gögn í vörslusetrinu okkar á Ásbrú,“ segir Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi fyrirtæksins. Heldur utan um öll fundargögn Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og er viðskiptavinahópur AZAZO ört stækkandi. „Meðal viðskiptavina okkar eru Hæstiréttur, SSS, N1, Johnson & Johnson, Kadeco, Icelandair, HS Orka og svo fjöldinn allur af fyrirtækjum og opinberum stofnunum, fjármálafyrirtæki, lífeyris-

sjóðir, orkufyrirtæki, sjávárútvegsfyrirtæki og ýmis fleiri,“ segir Brynja og bætir við að síðustu misseri hafi fyrirtækið lagt mikla áherslu á stjórnarvefgátt CoreData sem sé veflausn sem haldi utan um stjórnarfundi og öll tilheyrandi fundargögn, svo sem dagskrá, fundargerðir, ítarefni, verkefni og áætlanir. „Með notkun á stjórnarvefgáttinni þarf ekki lengur að senda fundargögn í tölvupósti eða á pappír. Stjórnarmenn skrá sig inn á vefnum og nálgast þar sín gögn í öruggu umhverfi.“ AZAZO var fyrst á Íslandi til að bjóða upp á rafrænar undirritanir í hugbúnaði sínum, en hægt er að undirrita skjöl inn í CoreData með löglega fullgildum hætti með því að nota rafræn skilríki í farsíma. Íslenska ríkið var fyrsta landið í heiminum til að undirrita ríkisreikning rafrænt og var það gert í Coredata hugbúnaði AZAZO. AZAZO hefur einnig vakið mikla athygli erlendis fyrir þessar lausnir og er nú þegar komin með samstarfsaðila erlendis.


10

ÁSBRÚ FRÉTTABLAÐ Í MAÍ 2015

Tæknifræðinám á vegum Háskóla Íslands á Suðurnesjum Keilir býður upp á þriggja og hálfs árs háskólanám í tæknifræði undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Námið hefur verið starfrækt í tæp sex ár og hafa um fimmtíu nemendur brautskráðst frá skólanum á þessum tíma. Á síðasta ári var tæknifræðinámið að fullu innleitt í kennsluskrá Háskóla Íslands, sem þýðir að nemendur eru skráði í háskólann og útskrfast með BSc gráðu af verkfræði- og raunvísindasviði, en námið fer hins vegar alfarið fram á vettvangi Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með náminu er leitast við að koma til móts við ákall atvinnulfísins eftir aukinni og fjölbreyttari tæknimenntun, en tæknifræði miðar að því að nýta þá tækniþekkingu sem er til staðar hverju sinni til þróunar á nýjum lausnum fyrir iðanað og atvinnulíf. Í náminu er mikil áhersla á verklega kennslu og verkefnavinnu. Auk hefðbundinna kennslustofa fyrir bóklegt nám og verklegar tilraunir, hafa nemendur aðgang að sérhæfðum rannsóknar- og tilraunastofum. Verkefnavinna nemenda fer fram í ört stækkandi og sérhæfðrar aðstöðu innan aðalbyggingar Keilis. Boðið er upp á tvær þverfaglegar námslínur í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Annars vegar er verið að fást við nýtingu vistvænnar, endurnýjanlegrar orku og aðferðir til að beisla, umbreyta, flytja og geyma orkuna. Hins vegar nýtingu rafeinda- og hugbúnaðarfræði samhliða hönnun á vélbúnaði til að búa til sjálfvirkan vélbúnað. Fjölbreytt verkefni tæknifræðinemenda Á undanförnum árum hefur tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis myndað öflug tengsl við atvinnulíf á Suðurnesjum og stöðug aukning er í aðkomu fyrirtækja að bæði verkefnalotum og lokaverkefnum nemenda. Verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt og tengst meðal annars orkuiðnaði, álframleiðslu, hátæknifyrirtækjum, umhverfiseftirliti og sprotafyrirtækjum á Ásbrúarsvæðinu. Einnig má nefna

AIRPORT INN OPNAÐI FYRIR ÁRI

Sjálfsafgreiðsluhótel

fjölmörg þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa komið til vegna aðkomu Keilis að sjávarklasanum á Suðurnesjum, svo sem aukinni sjálfvirkni í vinnslu og bættri nýtingu afurða. Í þekkingarsamfélaginu á Ásbrú hefur orðið til skapandi umhverfi frumkvöðla og fyrirtækja með áherslu á nýsköpun og tæknigreinar. Að loknu tæknifræðináminu býðst nemendum ódýr aðstaða í Eldey, einu glæsilegasta frumkvöðlasetri landsins, þar sem þeir geta þróað hugmyndir og komið sprotafyrirtækjum á legg. Sterk tengsl hafa því myndast milli tæknifræðinámsins og frumkvöðlasetursins, líkt og fyrirtæki eins og GeoSilica Iceland og Mekano bera vitni. Með aðstöðu í Eldey hefur skapast vettvangur fyrir nemendur tæknifræðinámsins til að tengja á lifandi hátt saman nám og starf í skapandi umhverfi frumkvöðla. Tæknifræðinám HÍ og Keilis eitt hagkvæmasta verk- og tæknifræðinám sem völ er á hér á landi. Engin skólagjöld eru í náminu og eru miklir atvinnumöguleikar í tækni- og hugverkagreinum. Kynntu þér námið á www.kit.is.

„Airport INN opnaði í maí 2014 og gekk fyrsta sumarið vonum framar. Við erum með opið frá 1. maí til 1. október en ætlum að sjá til seinna með meiri opnun,“ segir Friðrik Árnason, hótelstjóri. „Við erum með 90 herbergi sem eru tveggja manna, þriggja manna og fjölskylduherbergi. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Gestir hafa aðgang að setustofu þar sem er að finna sjónvarp, kaffivél og örbylgjuofn“. Hótelið er sjálfsafgreiðsluhótel sem virkar þannig að gestir bóka á netinu og greiðsla er tekin við bókun. Gestir fá sendan aðgangslykil til að komast inn í húsið. „Við að bjóða upp á svona þjónustu þá getum við boðið upp á mjög góð verð sem eiga sér enga hliðstæðu,“segir Friðrik. Airport INN er við Klettatröð á Ásbrú. Síminn er 456 4444 fyrir nánari upplýsingar. GOTT MATARÆÐI, HREYFING, HVÍLD, HEILSUMEÐFERÐ OG SLÖKUN Á HEILSUHÓTELI ÍSLANDS

Aukin lífsorka og gleði Að upplifa og nema hluti sem breyta lífinu með jákvæðum hætti eru markmið Heilsuhótels Íslands. Aukin lífsorka og gleði eru gæði sem flestir sækjast eftir. Góð heilsa byggir á góðu mataræði, hreyfingu, hvíld og slökun auk jákvæðni. Það eru verkefni Heilsuhótels Íslands. Boðið er upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð, góðan og hollan hádegisverð og ljúffengan og nærandi kvöldverð. Heilsumeðferðin sem notuð er hefur verið þróuð og notuð lengi. Í meðferðinni eru skapaðar þær aðstæður í líkamanum að hann hjálpar sér sjálfur sem auðveldar honum að vinna bug á óheilbrigði, sé það fyrir hendi. Áhugaverðasta námskeiðið á Heilsuhótelinu tekur tvær vikur. Dagskráin er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir, heilbrigð hreyfing (gönguferðir og létt leikfimi), sogæða- og bólgueyðandi nudd, gufuböð, hvíld og slökun. Einnig er boðið upp á einkaviðtöl þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins og markmið sett út frá því. B&B KEFLAVÍK AIRPORT ER STÆRSTI GISTISTAÐUR Á SUÐURNESJUM

Sækjum, keyrum og geymum bílinn frítt

Mest spennandi skólastofa á landinu andi aðstæður. Nemendur öðlast alþjóðleg réttindi til að starfa við ævintýraleiðsögn og hafa mikla möguleika á að vinna á fjölbreyttum starfsvettvangi víða um heim. Námið byggir að miklum hluta á verklegri kennslu í náttúru Íslands víðs vegar um landið auk fræðilegs hluta sem fer fram í Keili á Ásbrú. Kennarar og leiðbeinendur eru sérfræðingar á sínu sviði og koma ýmist frá íslenskum ferða-

þjónustuaðilum eða erlendum háskólum og stofnunum. Námið er góður grunnur að helstu þáttum afþreyingar- og ævintýraferðamennsku. Það hentar jafnt þeim sem hafa hug á að fara strax út á atvinnumarkaðinn sem og þeirra sem hyggja á áframhaldandi háskólanám í faginu. Nánari upplýsingar á www. adventurestudies.is

SNÚÐU VIÐ BLAÐINU!

Keilir og Thompson Rivers University (TRU) í Kanada bjóða upp á krefjandi og sérhæft leiðsögunám á háskólastigi í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate). Helmingur námstímans fer fram víðs vegar um í náttúru Íslands. Um er að ræða átta mánaða háskólanám (60 ECTS) sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefj-

B&B Keflavík airport er stærsti gististaður á Suðurnesjum með 103 herbergi. Þar eru margar stærðir herbergja frá eins manns uppí 6 manna herbergi. Öll herbergin eru með baðherbergi (sturtu) og það er nýjir 40" flatskjáir í öllum herbergjum. Herbergin eru stór og er ekkert þeirra undir 25m2. Á B&B Keflavík airport er sjónvarpshorn/setustofa þar sem gestir geta sest niður með „öllara“ og lesið bók eða horft á sjónvarp, t.d. leiki í enska boltanum eða einhver af stóru golfmótunum. Í setustofunni hafa gestir aðgang að tveimur tölvum sé þess þörf auk þess sem það er frítt Internet innfalið í gistingunni. Þá er gestum boðið upp á að vera ekið eða sóttir á flugvöllinn, þ.e. einstaklingar, og er það innifalið í herbergisverðinu. B&B er ekki með matsölu, aðra en morgunverð sem er innifalinn í verði, en gestum er bent á hina ýmsu veitingastaði í Keflavík. Hjá B&B geta gestir líka geymt bílinn sinn frítt meðan þeir eru erlendis. START HOSTEL BÝÐUR UPP Á HLJÓMFAGRAN SAL OG GÓÐA AÐSTÖÐU FYRIR HÓPA

Vinsæll hjá kórum og gönguhópum Hjá Start Hostel er boðið upp á gistingu fyrir 80 manns, allt í uppábúnum rúmum, í rúmgóðum tveggja, þriggja, fjögurra og fimm manna herbergjum. Staðurinn er tilvalinn fyrir einstaklinga eða fjölskyldur til að hvílast fyrir brottför eða eftir komu til landsins. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguhópa þar sem boðið er upp á gestaeldhús. Þá hafa kórar komið og gist nótt eða yfir helgi, því við erum með stóran sal sem hljómar einstaklega vel í.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.