15 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 14. apríl 2016 • 15. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Rekstrarafkoma í Garði í góðum plús

Ræddu framtíð Líknarsjóðs n Framtíð Líknarsjóðs Ytri-Njarðvíkurkirkju var meðal þess sem rætt var á aðalsafnaðarfundi sóknarinnar um síðustu helgi. Fjárreiður Líknarsjóðsins hafa verið til athugunar hjá Kirkjuráði eftir að Kvenfélag Njarðvíkur kvartaði þangað því matarkort sem félagið gaf sjóðnum virtust ekki skila sér til bágstaddra. Í bréfi sóknarprests Njarðvíkurprestakalls, Baldurs Rafns Sigurðssonar, til sóknarbarna, sem birt var í Víkurfréttum þann 30. janúar síðastliðinn kom fram að kort frá Kvenfélaginu hafi verið 100 talsins og hvert að upphæð 20.000 krónur. Í bréfinu kom fram að upphæðin hafi í sumum tilvikum þótt of há og þeim því skipt út þannig að fyrir hvert kort fengust fjögur kort að verðmæti 5.000 krónur. Á aðalsafnaðarfundinum lagði fulltrúi kvenfélagsins fram fyrirspurn um það hver hefði ákveðið að skipta kortunum og kom fram í svari prestsins að það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun. Þá var rætt um framtíð líknarsjóðsins og voru þær hugmyndir ræddar að breyta fyrirkomulagi hans, annað hvort með því að mynda stjórn um sjóðinn eða að leggja hann niður. Í dag hefur sóknarpresturinn umsjón með sjóðnum.

MÖRG HANDTÖK Í SKIPASMÍÐASTÖÐINNI Skipasmíðastöð Njarðvíkur iðar af lífi. Þar er mikið að gera og skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum njóta þar viðhalds um þessar mundir. Myndin var tekin síðdegis í gær þegar unnið var við björgunarskip í skipasmíðastöðinni og við hliðina beið Skvetta sem mun örugglega eiga eftir að gleðja einhverja veiðimenn í sjóstangaveiði í sumar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Uppbygging skyggir á loftvarnakerfið l Skoða að hækka kúluna á ratstjárstöðinni á Miðnesheiði

Til skoðunar er að hækka kúluna á Miðnesheiði sem hýsir ratsjár- og fjarskiptastöð NATO. Að sögn Jóns B. Guðnasonar, framkvæmdastjóra Landhelgisgæslu Íslands í Keflavík, er ástæðan sú að nýjar og háar byggingar sem rísa munu á Keflavíkurflugvelli munu skyggja á geisla frá ratsjárstöðinni. „Í ljósi allra þeirra breytinga sem eru að verða á svæðinu umhverfis flugstöðina, samaber nýtt „master plan“ sem Isavia hefur kynnt, þá er þetta meðal þess sem til skoðunar er. Hærri byggingar á

svæðinu munu skyggja á sjónsvið stöðvarinnar, þar með talið á ratsjárgeislann,“ segir hann. Kúlan stendur á stálgrind við stöðvarbygginguna og hafa frumathuganir verið gerðar á því með hvaða hætti farsælast er að hækka kúluna. Þær eru nú til nánari skoðunar en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir enn sem komið er. Ratsjár- og fjarskiptastöðin á Miðnesheiði er ein af fjórum stöðvum NATO hér á landi og eru stöðvarnar mikilvægar varðandi öryggis- og varnarmál

Íslands og Atlantshafsbandalagsins. Þessu til viðbótar gegna stöðvarnar mikilvægu hlutverki í flugleiðsögu og flugöryggi hér á landi. Að sögn Jóns er ljóst að framtíðaráætlanir varðandi uppbyggingu á svæðinu við flugstöðina munu hafa áhrif á rekstur stöðvarinnar. Stöðvarnar eru hluti af loftrýmiseftirlitskerfi Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tengjast þær stjórnstöð NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Kerfið er rekið af Landhelgisgæslu Íslands fyrir hönd íslenska ríkisins.

Hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap á Stapanum n Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap þeirra sem virða ekki reglur sem gilda á jarðvegstipp á Stapanum. Þrátt fyrir að eingöngu megi losa þar ómengaðan jarðveg eins og grjót, möl, sand, mold og leir, steypubrot, hellur og steypt rör og garðaúrgang eins og túnþökur, trjágreinar, gras og matjurtaog blómaleyfar, þá eru alltof margir sem fara þangað með bílfarma af rusli ýmis konar og henda á svæðinu. // 2

n Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af þessu.

Færri þiggja fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur

n Nýjar byggingar á Keflavíkurflugvelli munu skyggja á ratsjárgeisla stöðvarinnar á Miðnesheiði. VF-mynd: Dagný Hulda

FÍTON / SÍA

n Rekstrarafkoma síðasta árs er jákvæð um 36,5 milljónir króna hjá Sveitarfélaginu Garði. Fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins fór fram í bæjarstjórn Garðs í síðustu viku. Í reikningunum kemur fram að langtímaskuldir eru alls 61 milljónir króna, en skuldir og skuldbindingar með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru alls 363,7 milljónir króna. Handbært fé jókst á árinu 2015 um 46,4 milljónir króna. Bæjarstjórn lýsti á fundinum ánægju með þann árangur í rekstri sveitarfélagsins sem birtist í ársreikningnum og fagnar þeim mikilvæga áfanga að sveitarfélagið standist nú að fullu fjármálareglur sveitarstjórnarlaga, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Niðurstöður ársreikningsins eru mjög ánægjulegar og góðar. Reikningurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið uppfyllir nú að fullu fjármálareglur sveitarstjórnarlaga, bæjarstjórn hefur þar með náð þessu mikilvæga markmiði og það tveimur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, í vikulegum pistli sem hann skrifar á vef Sveitarfélagsins Garðs. Samþykkt var samhljóða á fundinum að vísa ársreikningi 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

n Þeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðsto ð og húsa l eigub ætur frá Reykjanesbæ. Samkvæmt fundargerð fundar Velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku kemur fram að í janúar 2016 hafi bæjarfélagið greitt 12.960.157 krónur til framfærslu til 116 einstaklinga eða fjölskyldna. Í janúar í fyrra voru greiddar 19.710.118 krónur til 182 einstaklinga eða fjölskyldna. Í janúar á þessu ári voru greiddar 27.506.221 krónur í húsaleigubætur. Til samanburðar var upphæðin í janúar í fyrra 31.230.417 krónur. Í febrúar á þessu ári var upphæðin 30.383.838 krónur. Árið 2015 voru í sama mánuði greiddar 33.604.709 krónur í húsaleigubætur.


2

VÍKURFRÉTTIR

TVÆR LEIKSKÓLASTJÓRASTÖÐUR

fimmtudagur 14. apríl 2016

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, við skilti sem segir til um hvað má losa og hvað má ekki losa á svæðinu.

LAUSAR TIL UMSÓKNAR

Leikskólinn Heiðarsel. Reykjanesbær auglýsir starf leikskólastjóra við leikskólann Heiðarsel laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Heiðarsel er heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Í skólanum eru fjórar deildir með um það bil 100 börnum á aldrinum tveggja til sex ára. Leikskólinn Tjarnarsel. Einnig er laust starf leikskólastjóra í leikskólanum Tjarnarseli frá og með 1. ágúst 2016. Áhersluþættir Tjarnarsels eru vettvangsferðir, umhverfismennt, útinám, mál og læsi ásamt efniviði til listsköpunar. Leikskólinn hefur fjórum sinnum tekið við Grænfánanum. Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir leiðtogahæfni og hafa víðtæka þekkingu á leikskólastarfinu. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Frekar upplýsingar um leikskólastjórastöðurnar veitir Kristín Helgadóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, kristin.helgadottir@reykjanesbaer.is. Umsóknum í báðar stöður skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausar-stodur, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur til umsækjenda og skil umsóknar.

STÖRF Í VINNUSKÓLA Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla sumarið 2016 fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 08:00 til 16:00, hádegismatur 12:00 - 13:00. Ekki er unnið á föstudögum í sumar. Umsóknum skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Einnig er bent á upplýsingasíður Vinnuskólans, www.vinnuskolinn.wordpress.com og Facebook: Vinnuskóli Reykjanesbæjar.

FYRIRLESTUR UM STRÍÐSÁRIN Í DUUS SAFNAHÚSUM

Hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap ●●Loka jarðvegstipp með læstu hliði

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap þeirra sem virða ekki reglur sem gilda á jarðvegstipp á Stapanum. Þrátt fyrir að eingöngu megi losa þar ómengaðan jarðveg eins og grjót, möl, sand, mold og leir, steypubrot, hellur og steypt rör og garðaúrgang eins og túnþökur, trjágreinar, gras og matjurta- og blómaleyfar, þá eru alltof margir sem fara þangað með bílfarma af rusli ýmis konar og henda á svæðinu. Heilu eldhúsinnréttingarnar og sófasettin hafa endað í tippinum sem og annað sorp sem síðan fýkur um allan Stapann og yfir byggðina í Innri Njarðvík. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir að nú sé nóg komið. Nú er ekki lengur hægt að hafa svæðið opið og því hefur verið ákveðið að setja upp læst hlið að svæðinu. Verktakar sem þurfa að losna við jarðvegsútgang þurfa því að nálgast lykil að hliðinu hjá Reykjanesbæ.

Mikið magn af rusli er á jarðvegstippnum. Þetta rusl á heima í Kölku en ekki í náttúrunni á Stapanum. VF-myndir: Hilmar Bragi

Guðlaugur Helgi segir að hliðið verði sett upp á næstu dögum og að þá þurfi jafnframt að hreinsa svæðið af því rusli sem þar hefur safnast upp.

Haraldur Axel ráðinn skólastjóri Heiðarskóla Páll B. Baldvinsson heldur fyrirlestur um bók sína „Stríðsárin 1938-1945“ í Bíósal Duus Safnahúsa í dag, fimmtudaginn 14. apríl kl. 17.30. Fyrirlesturinn er í boði Duus Safnahúsa, Bókasafn og Byggðasafns Reykjanesbæjar og Sögufélags Suðurnesja. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Bókasafn Reykjanesbæjar

SILKIÞRYKK NÁMSKEIÐ

Laugardaginn 16. apríl kl. 13.00 verður silkiþrykk námskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar á vegum Gillian Pokalo. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið í afgreiðslu safnsins eða gegnum heimasíðuna sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

Haraldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Var ráðning hans samþykkt einróma á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Haraldur lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennaraháskóla Íslands og hefur frá árinu 2013 stundað meistaranám við Háskóla Íslands í uppeldisog menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Hann á að baki farsæla reynslu af kennslu og stjórnun innan grunnskóla, en hann hefur verið aðstoðarskóla-

stjóri Heiðarskóla síðastliðin þrjú ár, en áður var hann deildarstjóri og kennari við skólann. Hann hefur auk þess áralanga reynslu af rekstrarstjórnun. Haraldur Axel mun taka við skólastjórastarfinu af Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur sem lætur af störfum 1. maí næstkomandi. Þrír sóttu um skólastjórastöðu Heiðarskóla. Umsækjendur vor u: Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Haraldur Axel Einarsson og Hólmfríður Árnadóttir.

Íbúakosningin kostaði 3 milljónir ■■Kostnaður Reykjanesbæjar vegna rafrænnar íbúakosningar um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík var 3.033.928 krónur. Auk þess greiddi Þjóðskrá kostnað við kosninguna. Íbúakosningin fór fram 24. nóvember til 4. desember síðastliðinn og tóku aðeins 8,71 prósent kosningabærra íbúa í Reykjanesbæ þátt í henni.

Niðurstaðan varð sú að 50,4 prósent voru hlynnt breytingu á deiliskipulagi í Helguvík en 48,3 prósent á móti. Fyrr á síðasta ári höfðu um 2800 íbúar Reykjanesbæjar skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík vegna byggingar á kísilveri Thorsil ehf. við Berghólabraut.

Bærinn hefur þurft að leggja í mikinn kostnað við hreinsun og hefur fjúkandi rusl skapað íbúum í Innri Njarðvík óþægindum.

Ók utan vegar og festi bíl sinn í Lambhagatjörn ■■Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning þess efnis að bifreið sæti föst í Lambhagatjörn. Í ljós kom að ökumaðurinn var búinn að stunda akstur utan vegar við tjörnina. Hann viðurkenndi brot sitt en kvaðst þó ekki hafa vitað að þarna mætti ekki vera á ferð á ökutækjum, þó að við veginn væri skilti sem bannar allan akstur utan vegar. Þá varð umferðaróhapp í umdæminu þar sem lítilli bifreið var ekið aftan á hópferðabifreið. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar fann til eymsla eftir atvikið og ætlaði sjálfur að leita læknis.

Tveir teknir með fölsuð skilríki ■■Tveir ferðamenn hafa á undanförnum dögum verið stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í báðum tilvikum var um breytifölsuð vegabréf að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum færði mennina á lögreglustöð, þar sem rætt var við þá, og eru mál þeirra komin í hefðbundið ferli.


OPEL BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU!

Frumsýning laugardaginn 16. apríl. Þessi margfaldi sigurvegari verður frumsýndur í Opel salnum, Tangarhöfða 8, Reykjavík og í sal Bílabúðar Benna, Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, laugardaginn 16.apríl á milli 12 og 16. Opel hefur varla haft undan að taka við verðlaunum og viðurkenningum, frá bílasérfræðinum jafnt sem neytendum, fyrir Opel Astra. Þar fer fremst í flokki titilinn Bíll ársins 2016 í Evrópu.

Ný Opel Astra.

Meira en þú átt að venjast.

Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Reykjanesbær Tangarhöfða 8 Njarðarbraut 9 590 2000 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


markhönnun ehf

-20% Stutt læri. Meira kjöt, minna af beinum

SS LAMBALÆRI

1.198 ÁÐUR 1.498 KR/KG

-50%

-15% NETTÓ KJÚKLINGABRINGUR

GOÐI GRÍSAHAKK

899

1.783

ÁÐUR 1.798 KR/KG

-17%

ÁÐUR 2.098 KR/KG

-

-40%

COOP KARTÖFLUBÁTAR - 900 G

GOÐI PORK ROAST GRÍSAHNAKKI

398

1.559

ÁÐUR 479 KR/PK

ÁÐUR 2.598 KR/KG

-30%

ÓDÝR ÍS - 3 TEGUNDIR

249 ÁÐUR 359 KR/PK

FÓTBOLTAMYNDIR

199 KR/PK

Tilboðin gilda 14. – 17. apríl 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-25% HVÍTLAUKSVÆNGIR MAGNPOKI

599 ÁÐUR 798 KR/KG

2 fyrir 1

R

-15%

PICK UP KEX - 28 G 3 TEGUNDIR

KLAKI - 2 L 3 TEGUNDIR

119

159

KR/PK

KR/STK

-15% COOP ÄNGLAMARK WC PAPPÍR

COOP ÄNGLAMARK ELDHÚSRÚLLUR

764

645

ÁÐUR 899 KR/PK

ÁÐUR 759 KR/PK

1 kg KELLOG’S SPECIAL K RED BERRIES - 1 KG

1.598 KR/PK

-15%

COOP ÄNGLAMARK SJAMPÓ OG HÁRNÆRING

297 ÁÐUR 349 KR/STK

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Glerártorg · Hrísalundur · Húsavík · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

Bílastofan í Reykjanesbæ býður alhliða dekkjaþjónustu og bílaviðgerðarþjónustu á frábæru verði, því lægsta á Suðurnesjum og þó víða væri leitað. Smurning, hjólastillingar og alhliðabílaviðgerðir Við bjóðum hin frábæru Infinity dekk sem sannað hafa gildi sitt við íslensk akstursskilyrði. R14 175/65 Heilsárs- kr. 10.990,R15 195/65 Heilsárs- kr. 12.990,R16 215/65 Heilsárs- kr. 17.990,R17 225/60 Heilsárs- kr. 20.990,Eigum einnig Burðardekk í ýmsum stærðum. Endilega komdu við eða hafðu samband. Njarðarbraut 11 Reykjnesbæ // Sími: 421-1251, 861-2319 Opið mánudag - föstudag frá kl. 9:00 - 17:00 og laugardag frá kl. 10:00-14:00.

ATVINNA Óskum eftir að ráða vanan mann með réttindi á vinnuvélar (minna prófið kemur til greina), einnig óskast verkamaður til starfa. Upplýsingar í síma 660 2480 eða 660 2488.

Hljómlist án landamæra í Hljómahöll Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl næstkomandi klukkan 20:00, fara fram í fyrsta sinn einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Eins og nafnið gefur til kynna eru um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fjölbreytileikanum í mannlífinu er fagnað.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum leiða saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Fram koma Salka Sól, Valdimar, Friðrik Dór, Már Gunnarsson, feðgarnir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson, Davíð Már Guðmundsson, Margeir Steinar Karlsson, Trúbadoradúettinn Heiður, Thomas

Albertsson, Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, Ragnar Vilberg, Lára Ingimundardóttir og Sönghópurinn Geimsteinar ásamt fleirum. Kynnar á tónleikunum verða hinir óviðjafnanlegu Auddi og Steindi. Aðgangur er ókeypis og vonast aðstandendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja okkar bestu listamenn augum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna vef Reykjanesbæjar.

FIDA TILNEFND TIL TVENNRA VERÐLAUNA

AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR verður haldinn mánudaginn 25. apríl kl:17:00 í Kirkjulundi Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og stjórn Kirkjugarða Keflavíkur

Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica á Ásbrú og frumkvöðullinn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, eru tilnefnd til verðlaunanna Nordic Startup Awards. GeoSilica er tilnefnt í flokknum „Best bootstrapped“ og Fida í flokknum „Founder of the Year“. Þá er ekki allt upptalið því Fida er einnig tilnefnd til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísis árið 2016. Yfir sextíu stjórnendur hafa verið tilnefndir og verða þrír útnefndir. Víkurfréttir völdu Fidu „Mann ársins á Suðurnesjum 2014“. Hún flutti 16 ára frá Palestínu til Íslands, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún upp-

Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica á Ásbrú og frumkvöðullinn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, eru tilnefnd til verðlaunanna Nordic Startup Awards.

götvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú. Þar var hún greind með lesblindu og fékk viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Það gerði hún með stæl, lauk stúdentsprófi og síðan í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverfis- og orkutæknifræði. Hún stofnaði síðan frumkvöðlafyrirtæki með skólafélaga sínum Burkna Pálssyni og hafa þau sett á markað hágæða kísilfæðubótarefni, unnið úr náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli. Hún lét ekki þar við sitja á menntunarbrautinni heldur fór samhliða vinnu sinni í nýja fyrirtækinu í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Það var ekki alveg nóg því hún bætti við þriðja barninu en hún er gift Jóni Kristni Ingasyni viðskiptafræðingi. Fjölskyldan býr á Ásbrú og var með fyrstu íbúunum sem flutti þangað árið 2007.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


skilar til viðskiptavina

ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kjúklingakvóta til innflutnings á kjúklingakjöti*

2 70kr. verðlækk un

magn ð a k r a m k Ta skammtur Fyrsti n ca. 50 ton

498

magn ð a k r a m k a T skammtur fyrsti kar 55.000 po

kr. kg

1.279 kr. 900 g

Danbo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

Euro Shopper Kjúklingabringur Frosnar, 900 g - Verð áður 1549 kr.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 17. apríl eða meðan birgðir endast


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

ÞÓREY OG SIGURBERGUR

SIGRUÐU Í ÁSKORUN

SUPERFORM

Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir stóðu upp sem sigurvegarar í Superform áskorun 2016. Áskorunin hófst 11. janúar og stóð í 12 vikur. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn á glæsilegri árshátíð Superform í Hljómahöll síðasta laugardag. Í ár voru tæplega 130 keppendur skráðir til leiks og var það umtalsverð fjölgun frá fyrra ári. Mjótt var á munum þeirra sem lentu í efstu sætum. Heildarverðmæti verðlauna í keppninni voru rúmar 1,6 milljón króna og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Sigurvegararnir, þau Þórey og Sigurbergur, fengu hvort í sinn hlut 100.000 krónur og ýmis gjafabréf. Í öðru sæti í kvennaflokki var Sveindís Guðmundsdóttir og í því þriðja Auður Eyberg Helgadóttir. Í öðru sæti í karlaflokki var Sigurður Karlsson og Stefán Björnsson í því þriðja. Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð Superform í Hljómahöll um síðustu helgi.

Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir voru sigurvegarar áskorunar Supurform

Sigurður Karlsson og Sveindís Guðmundsdóttir lentu í 2. sæti

Þrír efstu keppendur í karla- og kvennaflokki

Stefán Björnsson og Auður Eyberg Helgadóttir höfnuðu í 3. sæti

Fræðir landsmenn um ATVINNA veröldina og vísindi Við leitum að bílstjóra í 80% starf, þurfum einnig að bæta við okkur í þvottarhúsi. Upplýsingar á staðnum. Íslenska er skilyrði.

Iðavöllum 11b // 230 Reykjanesbæ // 421 3555

●●Fannar Óli heldur úti vefsíðunni Veröldin.net Keflvíkingingurinn Fannar Óli Ólafsson hefur undanfarið ár haldið úti vefsíðunni Veröldin.net. Vefsíðan er hugsuð sem upplýsingaveita um vísindafréttir samtímans. Fannar fékk hugmyndina að vefsíðunni þegar hann var erlendis í námi en hann fann að áhugi hans lá á sviði vísinda. „Ætli þetta hafi ekki byrjað með Lifandi Vísindum þegar ég var strákur, en annars hef ég verið áhugamaður um vísindafréttir lengi. Ég fer svo að taka eftir því að það vantar netmiðil sem er að koma með daglegar fréttir af vísindum, en ekki bara tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Ég fann að þegar ég var að segja frá svona fréttum þá hafa margir áhuga á þeim, samt er fólk ekkert mikið að leita af svona fréttum dagsdaglega á erlendum miðlum,“ segir Fannar sem var að læra upptökufræði þegar hugmyndinni skaut upp í kollinn á honum.

Sérfræðingur hjá Morgunútvarpinu

Viðtökur við síðunni hafa verið góðar og eru vinsældir hennar sífellt að aukast. Fannar er nemi í lífefnafræði en hann hyggst leggja vísindin fyrir

sig og auka við starfsemi vefsíðunnar þegar tími gefst til í framtíðinni. Nú er hann í fullu námi og vinnur með, þannig að vefsíðan er rekin í hjáverkum. Fannar hefur að undanförnu stimplað sig inn sem sérfræðingur hjá Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann hefur verið reglulegur gestur þegar fræðast þarf um vísindatengd málefni. „Þetta er oft frekar flókið fyrir hinn almenna borgara, myndi ég halda.

Flestir skilja lítið þegar þeir lesa svona greinar á ensku og tungutakið sem fylgir vísindum. Ég reyni þannig að þýða þetta og útskýra á mannamáli,“ segir Fannar en hann notast talsvert við myndir og myndbönd til þess að gera efnið enn aðgengilegra. Í framtíðinni getur hann hugsað sér að fást við einhverja dagskrárgerð sem tengist vísindunum, hvort sem það væri í sjónvarpi eða á vefnum. „Mér finnst rosalega gaman að fylgjast með þessu vaxa og dafna. Ég taldi mig ekkert hafa mikinn áhuga á fjölmiðlum en eftir að hafa verið í þessu núna í ár þá hef ég mjög gaman af því að miðla upplýsingum til fólks.“ Vinsælustu fréttir síðunnar eru oft um tækni og geimvísindi en annars er fjallað um nánast allt milli himins og jarðar á Veröldinni. „Þetta er mjög mismunandi hvað kemst á flug hverju sinni. Markmiðið með þessu er að reyna að vekja áhuga allra á vísindum og hvað þau eru mögnuð. Mér finnst mjög skemmtilegt og krefjandi að læra eitthvað nýtt. Maður veit ekkert allt og því er gaman að fræðast um þessa hluti,“ segir hinn fróðleiksfúsi Fannar að lokum.


ŠKODA Rapid

Stenst kröfur sem stærri bílar væru stoltir af

ŠKODA Rapid kemur skemmtilega á óvart, bæði í akstri og viðmóti.

Sportpakki 260.000 kr.

Hreinar línur, nýtt aflmikið yfirbragð og tímalaus fágun gera Rapid

• 16” álfelgur • Panorama glerþak • Framlengt gler á skotti • Svartir hliðarspeglar

að frábærum kosti. Komdu í reynsluakstur og snertu á framtíðinni. Hlökkum til að sjá þig.

• Dekkt afturljós og þokuljós að framan • Stærri skjár í mælaborði • Bluetooth

Verð frá aðeins

2.940.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

www.skoda.is


10

VÍKURFRÉTTIR

Atvinna Dýrabær Krossmóa óskar eftir starfsmanni í hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á dýrum, vera 20 ára eða eldri og tala íslensku. Vinnutími er alla daga frá 16:00 – 18:00, annan hvern laugardag, auk afleysinga í sumar. Umsóknir sendist til dyrabaer@dyrabaer.is. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk. Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

Krossmóa sími 511-2021 // www.dyrabaer.is

VELKOMIN TIL OKKAR Hertex Nýtjamarkaður Opið virka daga frá kl. 13:00-18:00. Kaffi og súpa. Heimavinna fyrir krakka þriðjudaga frá kl. 13:00-17:00 með mat. Unglingar klúbbur þriðjudaga frá kl. 17:45-21:00 (íþróttir í Háaleitiskóla frá kl. 17:45-18:45) Krakka Gospelkór miðvikudaga frá kl. 16.00-17.30 Krakka klúbbur miðvikudaga frá kl. 17:30-20:00. Hjálpræðisherinn // Flugvallarbraut 730, Ásbrú

NÆTURVÖRÐUR Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða næturvörð til afleysinga í júní, júlí og ágúst í fiskeldisstöðvum sínum að Vogum og Kalmanstjörn.

Áhugasamir sendi umsókn á hreidar@stofnfiskur.is. Frekari upplýsingar veitir Hreiðar í síma: 693 6304.

Aðalfundur

fimmtudagur 14. apríl 2016

„Sjáum fyrir endann á viðræðum við kröfuhafa“ ●●Reykjanesbær vill fá 6,4 milljarða afskrifaða „Nú sjáum við fyrir endann á viðræðum við kröfuhafa. Í lok næstu viku mun afstaða þeirra til óska bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar um niðurfellingu skulda uppá 6,35 milljarða liggja formlega fyrir. Ef slíkir samningar takast lít ég svo á að um mikilvægt skref í rétta átt sé að ræða fyrir Reykjanesbæ. Áfram verður þó að gæta ýtrasta aðhalds og allra leiða leitað til frekari hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Ef slíkt samkomulag næst hins vegar ekki munum við óska eftir því við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhagsstjórn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en í bæjarráði á fimmtudag í síðustu viku voru lögð fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagsins og stofnana þess. Eins og fram hefur komið í tilkynningum Reykjanesbæjar hefur samkomulag náðst við stærsta kröfuhafa sveitarfélagsins, Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (EFF) um að umfang skuldavanda Reykjanesbæjar og stofnana hans sé 6.350 milljónir króna. Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa frá því í febrúar síðastliðnum leitast við að kynna skuldavandann fyrir öðrum kröfuhöfum sveitarfélagsins og stofnana þess, þar á meðal þær forsendur sem ræddar höfðu verið við EFF og mögulegar leiðir að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins og stofnana þess. Afrakstur þeirrar vinnu var kynntur fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar á fimmtudag. Samhliða voru lögð fram

neshafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, þurfa að gefa eftir 45 prósent af kröfum sínum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans. Samkomulagið byggir á áætlunum sveitarfélagsins og viðræðum við kröfuhafa. Það gerir ráð fyrir að aðilar að samkomulaginu (fjárhagslegir kröfuhafar) færi niður skuldir og/eða skuldbindingar Reykjanesbæjar og stofnana hans með beinni niðurfærslu samtals að fjárhæð 6.350 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar og/ eða stofnana bæjarsins samþykki 50 prósent niðurfærslu af skuldum/skuldbindingum sínum við bæinn of stofnanir hans. Fjárhagslegir kröfuhafar Reykja-

Einstakur fyrirlestur um stríðsárin ■■Páll B. Baldvinsson sem við þekkjum vel úr Kiljuþáttum Egils Helgasonar verður með fyrirlestur um bók sína Stríðsárin 1938-1945 sem kom út á síðasta ári og seldist gríðarlega vel. Páll hefur gert víðreist um landið og kynnt bókina og þá um leið þann sögulega tíma sem hún gerist á, með vægast sagt einstæðum fyrirlestri og nú er komið

að okkur hér á Suðurnesjum. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 14.apríl og hefst kl. 17.30 í Bíósal Duus Safnahúsa og er hann opinn öllum og er ókeypis aðgangur. Þeir sem standa að þessum viðburði eru, auk Duus Safnahúsa, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suðurnesja.

Bogi tekur við formennsku Bogi Adolfsson er nýr formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Hann tekur við Steinari Þór Kristinssyni sem nú verður meðstjórnandi. Aðalfundur sveitarinnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur fór fram sl. miðvikudag. Aðrir í nýrri stjórn eru Otti Rafn Sigmarsson varaformaður, Guðbjörg Eyjólfsdóttir gjaldkeri, Telma Rut Ei-

ríksdóttir ritari, Ólafur Ingi Jónsson meðstjórnandi og Helgi Einarsson meðstjórnandi. Aðalfundur björgunarsveitarinnar samþykkti að láta allt fé sem safnast með innheimtu árgjalds sveitarinnar renna beint í Minningarsjóð Hjalta Pálmasonar en honum er ætlað að styrkja félaga í sveitinni til frekari menntunar.

Í meginatriðum eru ákvæði samkomulagsins eftirfarandi. 1. Að fjárhagslegir kröfuhafar Reykjanesbæjar og/eða stofnana hans sem njóti tryggingar í fasteignum og/eða eru með leigusamning við sveitarfélagið samþykki sama hlutfall í formi niðurfærslu skulda, lækkun leigugreiðslna og/eða breytingu skilmála. Miðað er við að tryggðir fjárhagslegir kröfuhafar gefi eftir 24,4 prósent af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. Með tryggðum kröfuhöfum í samkomulaginu er átt við kröfuhafa sem njóta veðtryggingar í fasteignum og/eða eru leigusalar Reykjanesbæjar. 2. Samkomulagið gerir ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar og/eða stofnana bæjarins samþykki 50 prósent niðurfærslu af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. 3. Samkomulagið gerir ráð fyrir að fjárhagslegir kröfuhafar Reykjaneshafnar samþykki að gefa eftir 45 prósent af kröfum sínum. Sá hluti skulda sem samsvarar fjárhæð útreiknaðs tryggingaverðmætis sætir 24,4 prósent niðurfærslu en skuldir umfram tryggingaverðmæti eru metnar ótryggðar og sæta 50 prósent niðurfærslu. 4. Allar fjárhæðirnar í samkomulaginu miðast við árslokastöðu ársins 2015.

Fékk hjólabretti í höfuðið ■■Nokkuð hefur verið um slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Ungur piltur datt á trampólíni og fékk hjólabretti í höfuðið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá féll karlmaður úr stiga og var fallið um þrír metrar. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofnun þar sem vakthafandi læknir kannaði meiðsl hans. Loks datt erlendur kennari, sem var á ferð með hóp barna í Bláa lóninu, í stiga. Hann fór úr axlarlið við byltuna

Á 134 km hraða á Reykjanesbraut ■■Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Þeir voru á ferð á Grindavíkurvegi, Garðvegi og Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn handteknir vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í hanskahólfi bifreiðar sem einn þeirra ók fundust fimm pokar með kannabisefnum.

Átján ára á 149 km hraða ■■Bifreið sem var á ferð eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Undir stýri var 18 ára piltur. Annar ökuþór mældist á 132 km hraða, einnig á Reykjanesbrautinni. Fleiri ökumenn brutu af sér í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allmargir lögðu bifreiðum sínum ólöglega, meðal annars á gangstéttum eða að þeir virtu ekki stöðvunarskyldu.

Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 19:00 í sal Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Stjórn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík.


United Silicon er að leggja loka hönd á byggingu kísilvers í Helguvík á Reykjanesi. Áætlanir gera ráð fyrir að um 60 starfsmenn muni starfa hjá verksmiðjunni á rekstrartíma en 250 starfsmenn meðan á uppbyggingu og uppsetningu búnaðar stendur. Við leitum að jákvæðum, reglusömum og dugmiklum starfsmönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til að skapa frábært rekstrarteymi. Reynsla af störfum í stóriðju eða við annan framleiðslutengdan iðnað er kostur en ekki skilyrði.

Við leitum að jákvæðum, reglusömum og dugmiklum starfsmönnum. Framleiðslustarfsmenn Starfslýsing: Við leitum að starfsmönnum til að vinna við framleiðslu á kísli. Um er að ræða störf sem snúa að umhirðu framleiðsluofns, málmtöku og útsteypingu ásamt öðrum störfum. Bæði er verið að leita að starfsfólki á vaktir og í dagvinnu. Hæfniskröfur: Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera áhugasamir, duglegir og nákvæmir og vera tilbúnir til að setja sig inn í bæði virkni búnaðar og framleiðsluferil. Nauðsynlegt er að viðkomandi eigi auðvelt með að starfa í teymi með öðrum starfsmönnum.

Viðhaldsstarfsmenn við raf og vélbúnað Starfslýsing: Við leitum að rafvirkjum, vélvirkjum og vélstjórum til að vinna við viðhald á búnaði kísilversins. Hér er um að ræða störf fyrir aðila sem hafa brennandi áhuga á fyrirbyggjandi viðhaldi. Hæfniskröfur: Mikil áhersla er lögð á skipulagt fyrirbyggjandi viðhald og störfin munu fela í sér bæði beina viðhaldsvinnu og skipulagsvinnu. Viðkomandi þurfa að vera skipulagðir og metnaðarfullir fyrir hönd búnaðar verksmiðjunnar. Viðkomandi þurfa að hafa sveinspróf og amk 5 ára starfsreynslu.

Gæðastjóri og umsjón rannsóknarstofu Starfslýsing: Gæðastjóri hefur umsjón með gæðamálum framleiðslunnar ásamt því að stjórna rannsóknarstofunni en þar eru gerðar ýmis konar efnagreiningar til að tryggja gæði framleiðslu. Gæðastjórinn þarf einnig að vera í góðum tengslum við viðskiptavini og utanaðkomandi rannsóknarstofur. Gæðastjórinn mun vinna að uppbyggingu gæðakerfis fyrirtækisins. Hæfniskröfur: Við leitum að efnafræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun, þekking á efnagreiningum eða gæðamálum er kostur. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða samskiptahæfileika og gott vald á talaðri og ritaðri ensku. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.

Stjórnandi öryggis og umhverfismála: Starfslýsing: Stjórnandi öryggis, heilsu og umhverfismála (ÖHU) gegnir mikilvægu hlutverki í því að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi ásamt því að hafa umsjón með umhverfismálum verksmiðjunnar. Í því skyni mun stjórnandi öryggis og umhverfsmála þurfa að vinna náið jafnt með framleiðslustarfsmönnum sem og yfirvöldum. Hæfniskröfur: Við leitum að einstaklingi sem hefur menntun og/eða víðtæka reynslu á sviði öryggis, heilsu og umhverfismála. Fyrirtaks samskiptahæfni er nauðsynleg en einnig þarf viðkomandi að vera ákveðinn og fylginn sér. Góð íslensku og enskukunnátta er áskilin ásamt góðri tölvukunnáttu.

Skrifstofustarf / móttaka í 100% stöðu Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum s.s. móttöku, símaþjónustu, reikningagerð, skjalavörslu og öðrum tilfallandi daglegum störfum. Hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að hafa haldbæra þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum og séu vanir að nota alhliða tölvuforrit s.s. Word, Excel, Netið, tölvupóst, DK, Navision, hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli. Áhersla er lögð á reglusemi, nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar veitir Rut Ragnarsdóttir í síma 669 6003. Umsóknum ásamt ferilsskrá skal skilað á netfangið rut@silicon.is fyrir laugardaginn 23. apríl 2016.


V I LT Þ Ú V E R A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? V I Ð E I G U M V O N Á Y F I R 6 M I L L J Ó N U M FA R Þ E G A Í Á R O G Æ T L U M O K K U R A Ð TA K A V E L Á M Ó T I Þ E I M

SÉRFRÆÐINGUR ÁRANGURSMÆLINGA Í V I Ð S K I P TA D E I L D

V E R K E F N ASTJ Ó R I ELDSNEYTISKERFIS

Við leitum að nákvæmum og snjöllum sérfræðingi með háskólapróf og þekkingu sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir kunnáttu í aðferðafræði og úrvinnslu á tölfræðilegum upplýsingum og hæfni til þess að setja fram skýrslur og greinargerðir.

Við leitum að öflugum einstaklingi með bakgrunn úr vélaverkfræði, véltæknifræði eða með sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af verkefnastjórn er skilyrði. Reynsla af vökvaog eldsneytiskerfum er góður kostur.

Starfssvið:

Starfssvið:

• Ábyrgð á markaðsrannsóknum og árangursmælingum viðskiptadeildar

• Ábyrgð á daglegum rekstri og viðhaldi eldsneytiskerfis

• Samskipti við spyrla, rannsóknafyrirtæki og stjórnendur

• Viðhaldsáætlun

• Úrvinnsla og greining gagna

• Umsjón með þróun og hönnun

• Miðlun niðurstaðna til hagsmunaaðila

• Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana

• Þátttaka í úrbótaverkefnum

• Verkefnastjórn nýframkvæmda og breytinga

• Teymisvinna og önnur verkefni í viðskiptadeild

• Samskipti við birgja og hagsmunaaðila

• Eftirlit og gæðastjórnun

• Tengiliður við notendur kerfisins • Eftirlit og umsjón með öðrum vélbúnaði í rekstri eignaumsýslu

STA RF S STÖ Ð : K E FL AV ÍK U RFL U G VÖ L L U R

UMSÓKNAR FR ESTUR : 1 . M AÍ 201 6

UMSÓKNUM S K A L S K ILA Ð INN Á R A FR ÆNU FO R M I ISAVIA.IS/ ATVI NNA


TÆ K N I M A Ð U R

VERKFRÆÐINGUR

Við leitum að snjöllum tæknimanni með bakgrunn í rafeindaeða rafvirkjun eða með sambærilega reynslu, til starfa við uppsetningu, viðgerðir og eftirlit með tæknibúnaði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Við leitum að verk- eða tæknifræðingi til starfa sem býr yfir haldgóðri þekkingu á AutoCAD, Revit og Microsoft Project. Starfssvið:

Starfssvið:

• Verkefnastjórn og eftirlit með framkvæmdaog fjárfestingaverkefnum

• Haldgóð reynsla af rafeinda- eða rafvirkjun eða sambærilegri tækni

• Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla á sviði framkvæmda

• Þekking og reynsla af aðgangsstýrikerfum, myndavéla-, eftirlits-, öryggis-, brunavarna- og/eða hljóðkerfum

• Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana

• Reynsla af bilanagreiningu er kostur • Góð tækni- og tölvukunnátta

• Umsjón með verkbókahaldi framkvæmda • Teiknivinna • Greining á fjárfestingarverkefnum

V E R K E F N ASTJ Ó R I R A F M AG N S K E R FA

V E R K E F N ASTJ Ó R I EIGNAUMSÝSLU

Við leitum að öflugum verkefnastjóra með bakgrunn í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði, raffræði eða með sambærilega menntun. Reynsla af verkefnastjórnun er nauðsynleg.

Við leitum að öflugum einstaklingi með bakgrunn í verkfræði, tæknifræði eða með sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af verkefnastjórnun og þekking á tæknikerfum og reynsla við innleiðingu búnaðar eru góðir kostir.

Starfssvið: • Verkefnastýring rafverktaka • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla • Umsjón með verkbókhaldi framkvæmda • Samskipti við hönnuði og birgja • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana • Útboðslýsingar/útboðsgerð • Úttektir • Utanumhald teikninga • Samskipti við yfirvöld og leyfisumsóknir • Innkaup og samþykktir reikninga

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns. Okkar markmið er að vera hluti af góðu ferðalagi allra þeirra sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Starfssvið: • Verkefnastjórn og úttektir • Innleiðing á kerfum/búnaði • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla • Umsjón með verkbókhaldi framkvæmda • Samskipti við verktaka, hönnuði og yfirvöld • Útboðslýsingar/útboðsgerð og innkaup


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

Skuldir Garðs og Grindavíkur undir landsmeðaltali Foreldrar, eitt barn í leikskóla, eitt í grunnskóla, 100 fermetra húsnæði, 1.000.000 kr. í mánaðarlaun Garður 15. sæti Vogar 36. sæti Reykjanesbær 42. sæti Sandgerði 52. sæti Grindavík 57. sæti

Einstaklingur í 50 fermetra íbúð, 400.000 krónur í mánaðarlaun Grindavík 26. sæti Garður 29. sæti

Reykjanesbæar 66. sæti Vogar í 69. sæti Sandgerði 70. sæti

Sex manna fjölskylda, eitt barn hjá dagmömmu, eitt á leikskóla og tvö í grunnskóla, 180 fermetra hús og 900.000 krónur í mánaðarlaun Vogar 3. sæti Grindavík 20. sæti Sandgerði 22. sæti Reykjanesbær 29. sæti Garður 39. sæti

AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00. Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf. • Önnur mál. Kaffiveitingar verða á fundinum. Félagar fjölmennum! Stjórnin

ATVINNA

Vegna mikillar vinnu þá vantar bílstjóra bæði á sendi- og flutningabíla. Um er að ræða bæði fastráðningu og sumarafleysingar þar sem menn ganga í öll störf. Lágmarksaldur 18 ára.

Hlutfall skulda af árstekjum sveitarfélaga á Suðurnesjum 244%

250% 200% 167%

150% 104%

100% 50%

84% 48%

58%

0%

REY KJA NES BÆR vinalegur bær

Auðvelda farþegum að komast leiðar sinnar ●●Breyttar merkingar í FLE Isavia hefur undanfarið unnið að breytingum á skiltum og leiðbeiningarkerfi flugvallarins í heild með það að markmiði að auðvelda farþegum að komast leiðar sinnar innan flugstöðvarinnar. Hlið verða nú aðgreind með lit og bókstaf eftir því í hvaða hluta flugstöðvarinnar þau eru og hvort þau eru fyrir flug til áfangastaða innan eða utan Schengen svæðisins. Leiðbeiningakerfið er hugsað til framtíðar og mun falla vel að framtíðaruppbyggingu samkvæmt þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar. Hliðin sem hafa bókstafina A og C eru fyrir áfangastaði innan Schengen svæðisins en þau sem hafa bókstafinn D eru fyrir áfangastaði utan Schengen. Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar

Breyttar merkingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

gerir ráð fyrir nýjum brottfararhliðum til austurs og vesturs frá norðurbyggingu. Þau nýju hlið munu í fram-

tíðinni vera merkt A og B og hliðin í suðurhluta flugstöðvarinnar bera bókstafina C og D.

KSK hagnast og félögum fjölgar

Vinsamlegast skilið inn umsóknum á bfaerseth@mitt.is.

Auglýsingasíminn er 421 0001

Landsmeðaltal

■■Viðskiptaráð hefur opnað vef þar sem gefst kostur á því að bera saman skatta og gjöld allra sveitarfélaga á landinu. Hægt er að slá inn upplýsingar um búsetu, fjölskyldusamsetningu, tekjur og stærð húsnæðis og finna út hvar hagstæðast er að búa. Hér á landi eru 74 sveitarfélög og í töflunum hér fyrir neðan má sjá samanburð á álögum sveitarfélaganna eftir fjölskyldustæð og tekjum. Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig má bera niðurstöður saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarstigi. Á vef Viðskiptaráðs má einnig finna yfirlit og samanburð á skuldastöðu allra sveitarfélaga á Íslandi.

Frá aðalfundi Kaupfélags Suðurnesja. VF-mynd: Páll Ketilsson

Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja fór fram þann 7. apríl síðastliðinn. Í ræðu formanns félagsins, Skúla Skúlasonar, kom fram að hagnaður móðurfélagsins var 27 milljónir og í samstæðu félagsins var hagnaðurinn 120 milljónir. Eigið fé KSK nemur 215 milljónum. Félagsmenn KSK eru 5117 og fjölgaði um tæplega 500 á árinu. Ómar Valdimarsson sagði frá rekstri Samkaup hf. og gestur fundarins var Þuríður Aradóttir, markaðsstjóri Markaðsstofu Suðurnesja. Spurður um framgang uppbyggingar við Rósasel sagði Skúli að verkefnið væri í eðlilegum farvegi. Fólk þyrfti að vera þolinmótt þar sem skipulagsmálin þurfa að hafa forgang og þau ættu að liggja fyrir í haust. Þá ætti að vera hægt að hefjast handa við framkvæmdir.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

156180

Club Wrap Ljúffengar kjúklingalundir og brakandi stökkt beikon með salati, tómötum, osti og Clubhouse-sósu, vafið inn í mjúka tortillu.

Club Wrap, 3 Hot Wings,franskar, gos og Apollo lakkríssúkkulaði

999 KR.

1.899 KR.


reyna þessa ur

með ritað sku. (samt

16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

ATVINNA

Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Sumarstarfsmaður kemur til greina. Svarað á staðum eða í síma 421 8085 og á netfanginu arni@bilaver.is

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979

VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR? Okkur vantar sumarstarfsmenn í Reykjanesbæ. Um er að ræða 2 stöður þar sem mikill kostur er að vera með vinnuvélaréttindi, þó ekki skilyrði. Umsóknir á www.gardlist.is

Klipptu sundur bíl við 88 húsið ●●Forvarnadagur ungra ökumanna haldinn á dögunum

AÐALFUNDUR verður haldinn mánudaginn 25. apríl kl. 20:00 á Krossmóa 4a, 5 hæð, 260 Reykjanesbæ. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta.

Árlegur forvarnadagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu á dögunum þar sem fjölmörg ungmenni úr Fjölbrautaskólanum fræddust um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni. Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila, þau fengu að prufa ölvunargleraugu auk þess sem fíkniefnahundar leitaðu af fíkniefnum sem búið var að fela á nokkrum stöðum. Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur. Ölvaður ökumaður var valdur að slysinu og var hann handtekinn með tilheyrandi látum eins og sjá má hér á myndum ásamt fleiri svipmyndum frá deginum.

Stjórn STFS

Stjórn STFS

Auglýsingasíminn er 421 0001

Stefna á nýjan vef Reykjanesbæjar í sumar

Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur Rúnar Guðnason markaðsstjóri Stefnu sem undirrituðu samninginn.

Reykjanesbær hefur gengið til samninga við Stefnu hugbúnaðarhús vegna nýs upplýsingavefjar sveitarfélagsins. Ráðgert er að opna nýjan vef um miðjan júní. Það voru Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Pétur Rúnar Guðnason markaðsstjóri Stefnu sem undirrituðu samninginn. Núverandi vefur Reykjanesbæjar var tekinn í notkun árið 2010 og er orðinn tæknilega úreltur vegna örra tækninýjunga. Ekki var hægt að gera breytingar á núverandi vef, svo sem gera skalanlegan í öllum hugsanlegum tækjum, án mikils kostnaðar.

Í upphafi árs var leitað til Sjá ehf., sem hefur sérhæft sig í viðmótsprófunum og úttekt á vefjum, vegna undirbúningsvinnu. Þeirri vinnu lauk með verðkönnun á nýjum upplýsingavef fyrir Reykjanesbæ sem sex hugbúnaðarfyrirtækjum var gefinn kostur á að taka þátt í. Þau sem svöruðu verðkönnuninni voru Advania, Dacoda, Hugsmiðjan, Kosmos og Kaos og Stefna hugbúnaðarhús. Að undangengnum kynningum og fundum með forsvarsmönnum fyrirtækjanna var ákveðið að ganga til sam-

starfs við Stefnu hugbúnaðarhús. Auk þess að bjóða lægsta verðið, svaraði fyrirtækið öllum kröfulýsingum ítarlega og af nákvæmni, fyrirtækið stóðst allar kröfur sem gerðar voru í kröfulýsingu og hefur staðist væntingar í öðrum viðskiptum við Reykjanesbæ. Stefna hugbúnaðarhús hannaði nýja safnavefi fyrir Reykjanesbæ, sem tekinn var í notkun sl. haust. Auk vefjar um öll söfn og viðburði í Reykjanesbæ hannaði Stefna einnig vefi Bókasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar.


fimmtudagur 14. apríl 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

Fræðsla fyrir ungmenni og foreldra um sexting og hrelliklám

Frá framkvæmdum við sjóvarnagarðinn í Leiru. Mynd: Jóhann Páll Kristbjörnsson

Flottar framkvæmdir við sjóvarnargarð á Hólmsvelli í Leiru Vinna Vegagerðarinnar við sjóvarnargarðinn á Hólmsvelli í Leiru fer brátt að ljúka. Þá er eftir vinna við frágang fjórðu brautarinnar, en í þá vinnu ætlar klúbburinn að ráðast síðar á árinu. Golfklúbbur Suðurnesja tók nýlega frábært myndband af framkvæmdum við völlinn sem sýnir vel hvernig sjóvarnargarðurinn breytir umgjörðinni og gefur aukið landrými. Myndin með

fréttinni er úr því myndbandi. Þá er vinnu við hólinn á milli 17. og 18. brautar að ljúka. Verið er að klára að móta hann og til stendur að tyrfa á næstu vikum. Skemmst er frá því að segja að Leiran kemur afar vel undan vetri og það er tilhlökkun til sumarsins hjá GS eins og hjá öðrum.

Fjármögnun Thorsil ljúki fyrir apríllok ■■Vonast er til að ljúka megi fjármögnun kísilvers Thorsil í Helguvík fyrir apríllok. Þetta segir Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil á vef Vísis. Gangi það eftir sé vonast til að framkvæmdir af hálfu Thorsil geti hafist með haustinu og framkvæmdatími verði um tvö ár. Fyrirtækið hefur fimm sinnum fengið frest til að hefja greiðslu gatnagerðargjalda, nú síðast til 15. maí.

,,Við höfum áhyggjur af því að foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hversu algengt það er meðal ungmenna að skiptast á nektarmyndum, alvarleikinn felst fyrst og fremst í því þegar trúnaður er brotinn með því að áframsenda slíkar myndir,“ segja þær Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður JóhannesAnna Sigríður Jó- dóttir, verkefnastjórar hannesdóttir hjá FFGÍR, Foreldrafélagi grunnskólanna í Reykjanesbæ. Umræða um nektarmyndir af íslenskum ungmennum og dreifing slíkra mynda hefur verið umfjöllunarAnna Hulda efni í fjölmiðlum og víðar unum en það er ekki endilega víst að er fyrir vitundarvakningu og upplýst Einarsdóttir undanfarin misseri. Þær unglingar geri sér grein fyrir afleiðing- börn og foreldra og samfélagið í heild VIKULEGUR FRÉTTAMAGASÍNÞÁTTUR Á ÍNN FIMMTUDAGSKVÖLD KL segja afleiðingar slíkra unum,“ segir hún. FRÁ SUÐURNESJUM sinni. Ef ekkert er aðhafst geta fleiri mynddreifinga ófyrirsjáanlegar og í Í kjölfar foreldrafræðslunnar tók börn lent í því að vera ber á netinu það öllum tilfellum óheppilegar og alvar- FFGÍR ákvörðun um að fræðslan væri sem eftir er,“ segir Anna Hulda. legar. Foreldrafélög grunnskólanna nauðsynleg fyrir nemendur á mið- Anna Hulda og Anna Sigríður segja í Reykjanesbæ buðu í vetur upp á og unglingastigi í skólum Reykja- forvarnir virka best ef þær eru til fræðslufundi um sexting (að skiptast á nesbæjar. Þá gætu foreldrar og börn staðar áður en hættuna beri að garði. nektarmyndum) og hrelliklám. Fund- rætt málin sín á milli af þekkingu og Fræðsla fyrir nemendur í 5. til 10. irnir voru ætlaðir foreldrum barna á skilningi. Eins og komið hefur fram bekk er undir heitinu Þegar myndir mið- og unglingastigi. Fræðslan bar í fjölmiðlum ganga nektarmyndir af segja meira en 1000 orð. Sigríður - eitthv heitið Ber það sem eftir er og var í íslenskum börnum manna á milli á Sigurjónsdóttur, höfundur verðlaunasamstarfi við Vodafone. netinu og hefur lögreglunni reynst myndanna Fáðu já! og Stattu með þér, Anna Sigríður segir ríka þörf fyrir erfitt að bregðast við vandamálinu. flytur fyrirlestrana fyrir ungmennin vitundarvakningu og að upplýstir for- Dreifingin er stjórnlaus og netið og verður sá fyrsti í næstu viku. Verkeldrar séu besta forvörnin. ,,Ábyrgðin gleymir engu. Sexting meðal barna og efnið var styrkt af Forvarnasjóði er alltaf hjá þeim sem dreifir mynd- unglinga eykur á vandann. „Rík þörf Reykjanesbæjar.

+SKYNDIHJÁLP Sjónvarp Ví Í VOGUM

VIKULEGUR ÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM Á ÍNN FIMMTUDAG KL. 21:30

VINSÆLDIR Hljómahallar FRAMAR VONUM

Sjónvarp Víkurfrétta - eitthvað fyrir alla!

SOHO CATERING HEFUR OPNAÐ AFTUR EFTIR SMÁ HLÉ... Í APRÍL VERÐUR OPIÐ FRÁ KL. 11:00 - 14:00. MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 ( áður Raggi bakari) // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

Sögu þyrlusveitar Varnarliðsins bjargað frá glötun ●●Allir björgunarleiðangrar merktir á veggi flugskýlis 885 á Keflavíkurflugvelli Þó að næstum áratugur sé liðinn frá því björgunarþyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli yfirgáfu Ísland þá er þyrlubjörgunarsveitin (56th Rescue Squadron) ennþá til. Hún er í dag staðsett hjá Royal Air Force í Lakenheath á Englandi. Þar gegnir hún sömu störfum og áður þó að verkefnin séu mun hernaðarlegri en þegar hún var hér á landi. Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins var með aðstöðu í flotastöðinni á Keflavíkurflugvelli á árunum 1971 til 2006. Á þeim árum fóru þyrlur sveitarinnar í næstum 500 björgunarleiðangra víðsvegar um Ísland og út á haf við landið. Björgunarleiðangrar þyrlusveitarinnar voru annað hvort á vegum Varnarliðsins eða í nánu samstarfi við Landhelgisgæsluna og íslenskar björgunarsveitir. Þegar þyrlusveitin kom til baka úr björgunarleiðangri var sérstakt tákn fyrir leiðangurinn málað á vegg í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli. Í skýli 885 er enn mikil saga á veggjum sem minnir á veru sveitarinnar. Ártöl áranna 1971 til 2006 eru máluð á

veggina og síðan má sjá tákn fyrir skip, flugvélar, Ísland, eldfjöll, jeppa, vélsleða og jafnvel loftbelg. Táknin eru svo rauð eða græn, allt eftir því hvort björgunarleiðangurinn var alfarið á vegum þyrlusveitarinnar eða hvort hún var íslenskum viðbragðsaðilum til aðstoðar. Núverandi liðsmönnum þyrlusveitarinnar 56th Rescue Squadron var ekki kunnugt um þá sögu sem er að finna á veggjum flugskýlis 885 á Keflavíkurflugvelli. Það var ekki fyrr en Sigurður Björgvin Magnússon, starfsmaður í flugvallarþjónustudeild Isavia, tók

sig til og ljósmyndaði söguna og setti inn á fésbókarsíðu NASKEF, þar sem fyrrum Varnarliðsfólk miðlar reynslusögum og myndum frá árunum á Keflavíkurflugvelli, að boltinn fór að rúlla. Félagar í þyrlusveitinni hafa verið í nánu sambandi við Sigurð, sem eins og áður segir, myndaði veggina sem höfðu að geyma minningar um allar björgunarferðirnar á Íslandi. Veggirnir eru annars vegar steyptir og svo einnig úr stáli. Þeir eru farnir að láta á sjá, þar sem engin kynding er í flugskýlinu í dag og raki farinn að skemma málninguna. Það hefur svo komið í hlut Andrej Pulver, aðstoðarflugmanns á Pave Hawk þyrlu björgunarsveitarinnar, að endurgera veggina í aðstöðu þyrlusveitarinnar í Lakenheath. Andrej Pulver var rúma viku að mála tæplega 500 tákn frá árunum á Íslandi en samtals eru björgunarleiðangrar sveitarinnar í dag orðnir 958 talsins en í seinni tíð eru leiðangrar þyrlusveitarinnar orðnir meira í hernaðarlegum tilgangi við björgun hermanna. Síðasta björgunarþyrla varnarliðsins flutt frá Íslandi sumarið 2006.

Við leitum að drífandi og jákvæðu starfsfólki í verslun okkar í Reykjanesbæ. Um er að ræða sumarstörf. Starfið felst í almennum verslunarstörfum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Gamla þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins hefur haft aðsetur í Lakenheath á Englandi en mun brátt flytja sig um set og setjast að til framtíðar á Ítalíu. Veggirnir úr skýli 885 á Keflavíkurflugvelli verða því væntanlega endurgerðir aftur á Ítalíu, enda segja talsmenn sveitarinnar að táknin séu áminning um fortíð sveitarinnar og saga sem ekki megi gleymast. Það var líka önnur saga sem Sigurður Björgvin bjargaði úr flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Loftaflísar í aðstöðu þyrlusveitarinnar höfðu margar hverjar að geyma mikla sögu. Meðlimir þyrlusveitarinnar á árunum 1971 til 2006 höfðu sett fótspor sín í flísarnar með grænni málningu og skrifað nöfn sín þar við og ártöl.

Sigurður tók niður á milli 300 til 400 loftaflísar sem hafa nú verið fluttar til herstöðvar í Englandi sem ætlar að koma flísunum til réttra eigenda. Sigurður hafði birt myndir af flísunum á fésbókarsíðu NASKEF og þar sáu ekkjur fallinna hermanna nöfn og fótspor sem tilheyrðu þeim. Nú er hins vegar spurning hvort við Íslendingar viljum halda í þessa björgunarsögu þyrlubjörgunarsveitar Varnarliðsnis. Stóra flugskýlið, 885 á Keflavíkurflugvelli, er á lista yfir mannvirki sem verða brátt rifin og munu víkja fyrir nýjum mannvirkjum. Eins og er þá hefur sagan verið ljósmynduð. Hvort hún verði máluð á aðra veggi á Keflavíkurflugvelli eða Ásbrú leiðir framtíðin í ljós.

Hæfniskröfur: Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg Áreiðanleiki og jákvæðni nauðsynleg Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð nauðsynleg Almenn þekking og áhugi á bílum og bílavörum æskileg Almenn tölvukunnátta æskileg

Táknin máluð á veggi í flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli.

Umsóknum ásamt meðmælum skal skilað á atvinna@bilanaust.is, umsóknarfrestur er til og með 20. apríl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

REYKJANESBÆR, Krossmóa 4 REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13

www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!

Sigurður Björgvin Magnússon hefur myndað söguna á veggjum 885 og jafnframt bjargað öllum loftaplötunum sem höfðu mikla sögu að geyma.


fimmtudagur 14. apríl 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA SBK ehf óskar eftir að ráða bifreiðastjóra sem geta hafið störf sem fyrst og til sumarafleysinga. Hæfniskröfur: Rútupróf Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is og til að fá frekari upplýsingar.

SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009 sbk@sbk.is · sbk.is

Andrej Pulver var rúma viku að mála tæplega 500 tákn frá árunum á Íslandi en samtals eru björgunarleiðangrar sveitarinnar í dag orðnir 958 talsins en í seinni tíð eru leiðangrar þyrlusveitarinnar orðnir meira í hernaðarlegum tilgangi við björgun hermanna.

ATVINNA Vegna aukinna umsvifa höfum við ákveðið að bæta við okkur starfsfólki í afgreiðslu. Unnið er eftir vaktafyrirkomulaginu 2-2-3. Möguleiki á framtíðarstarfi. Vinsamlegast sendið umsóknir á atvinna@geysir.is. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri. Tungumálakunnátta æskileg. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði.

Áhöfn við björgunarþyrlu á Keflavíkurflugvelli.

• • • • • •

• • • • • • •


20

VÍKURFRÉTTIR

Góður árangur við upprætingu heimilisofbeldis

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,

Kristbjörg Helgadóttir, Smáratúni 24, Keflavík,

lést þann 31. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk HSS D-deild fyrir góða umönnun og umhyggju.

●●Færri konur og börn af Suðurnesjum leita til Kvennaathvarfs ● eftir að nýjar verklagsreglur voru teknar upp

Herdis Andrésdóttir, Helga Andrésdóttir, Jón Halldór Eiríksson, Aðalsteinn Már Aðalsteinsson, og barnabörn.

Árangur við úrvinnslu heimilisofbeldis hefur tekið stakkaskiptum eftir að lögreglan á Suðurnesjum hóf samstarf við félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Hlutfall mála þar sem rannsókn var hætt fækkaði úr 94 prósentum árið 2010 í 3 prósent árið 2015. Það sem meðal annars þótti til bóta var að geta leitað til annarra einstaklinga en lögreglu, þó markmið allra sé það sama, að uppræta heimilisofbeldi. Þar skiptir ekki síður máli óeinkennisklætt starfsfólk. Félagsþjónustur sveitarfélaganna komu að 42 málum af 62 árið 2015.

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

Ragna Ólafsdóttir Lirot, frá Njarðvík, lést á heimili sínu í Ohio 6. apríl. Útförin verður mánudaginn 18. apríl kl. 14:00 frá Innri-Njarðvíkurkirkju. Henry Lirot, Brian Thor Lirot, Rebekka Zenith Lirot, Amy Elisabet Gillette, Olof Ros Flemming og fjölskyldur.

Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum hefur góður árangur náðst í úrvinnslu heimilisofbeldis á Suðurnesjum á undanförnum árum. Vísbendingar þar af lútandi eru til dæmis upplýsingar frá Kvennaafhvarfinu um að þangað hafi færri konur og börn frá Suðurnesjum leitað eftir að breytt verklag var tekið upp. Þá hafi fleiri karlar af Suðurnesjum leitað aðstoðar hjá Körlum til ábyrgðar (sem nú nefnist Heimilisfriður) en áður.

Auglýsingasíminn er 421 0001

Bátur vikunnar 11.–17. APRÍL

MESQUITE Kjúklingur og beikon

599

kr.

Stór bátur Kjúklingur, beikon, maribo-ostur, kál, tómatar, rauðlaukur og ranch-sósa

Bátur, vefja eða salat

999 kr. 599 kr.

PIPAR \ TBWA • SÍA

þú velur bát, vefju eða salat HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT · MJÓDD GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ

LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU

fimmtudagur 14. apríl 2016

quiznos.is

Málum þar sem rannsókn er hætt snarfækkar

Mál fá nú meiri framgang innan réttarvörslukerfisins nú en áður og féllu 28 dómar í heimilisofbeldismálum á Suðurnesjum á árunum 2011 til 2014. „Árið 2010 var rannsókn hætt í 17 af þeim 18 málum sem komu til rannsóknar hjá lögreglu, strax hjá rannsóknardeild. Þetta eru 94 prósent málanna. Árið 2015 var þetta hlutfall komið í 2 mál eða 3 prósent af þeim 62 málum sem komu upp það ár,“ segja þeir Skúli Jónsson og Jóhannes Jensson hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nokkrar sveiflur hafa verið í málafjölda undanfarin ár og má nefna ýmsar hugsanlegar ástæður fyrir því, svo sem betri skráningu hjá lögreglu og aukna tiltrú almennings á verklaginu. Um 8 prósent þeirra heimilisofbeldismála sem koma til kasta lögreglu á landinu eiga sér stað á Suðurnesjum en íbúafjöldinn er um 7 prósent af heildaríbúafjöldanum. Að sögn Skúla og Jóhannesar er umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum með hæsta hlutfall þessara mála utan höfuðborgarsvæðisins. „Verklagið hjá okkur gengur út á „að halda glugganum opnum“ eins lengi og þörf krefur. Það þýðir að lögregla, barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi að málum, afli eins mikilla upplýsinga og unnt er, bjóði stuðning og kynni bæði brotaþolum og gerendum þau úrræði sem eru í boði, strax í upphafi máls. Þá er málum fylgt eftir, annars vegar með sambandi félagsþjónustu við brotaþola innan þriggja daga frá atburði og síðan með heimsókn lögreglu og félagsþjónustu að jafnaði innan viku frá atburði. Þessi aðferðafræði hefur almennt mælst vel fyrir hjá brotaþolum sem telja sig fá meiri stuðning og ráðgjöf en áður,“ segja Skúli og Jóhannes.

Skýr skilaboð um að heimilisofbeldi sé ekki liðið

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ, segir að markmiðið með verkefninu sé að gefa út skýr skilaboð til íbúa um að ofbeldi á heimilum verði ekki liðið. „Það er gert með því að lögreglan á Suðurnesjum leggur sérstaka áherslu á rannsókn heimilisofbeldismála og félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum setja það í forgrunn að bæta þjónustu við þolendur og gerendur í heimilisofbeldismálum.“ Um leið og lögreglan fær tilkynningu um heimilisofbeldi kemur starfsfólk félagsþjónustu viðkomandi svæðis að málinu. Vorið 2015 hélt sænski félagsráðgjafinn Inger Ekbom námskeið í Reykjanesbæ fyrir fagfólk sem vinnur með börnum sem búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi. Ekbom er höfundur meðferðarúrræðisins Trappan, sem gengur út á þrepaskiptingu við meðferð þolanda allt frá fjögurra ára aldri. „Í fyrsta þrepi er lögð áhersla á tengslamyndun við barnið svo það finni sig öruggt í að greina frá erfiðri lífsreynslu. Í öðru þrepi er lögð áhersla á uppbyggingu þar sem barnið vinnur úr lífsreynslu sinni og í því þriðja er unnið með þekkinguna á margvíslegan hátt og framtíðin rædd,“ segir María. Á vef Reykjanesbæjar er tengill á bækling um heimilisofbeldi á íslensku, ensku og pólsku sem gefinn var út af félagsþjónustum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Velferðarvaktinni og Velferðarráðuneytinu í kjölfar samstarfsins. Slóðin er http://www. reykjanesbaer.is/thjonusta/velferdarmal/heimilisofbeldi/ Nú er unnið að endurútgáfu á bæklingnum á vegum velferðarráðuneytisins.

Mál látin niður falla hjá Lögreglunni á Suðurnesjum ■■2010 94% mála ■■2015 3% mála


fimmtudagur 14. apríl 2016

21

VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu

Einstæð móðir með 2 börn óskar eftir 3-4 herbergja íbúð í Keflavík eða Njarðvík. Reyklaus, engin gæludýr og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 865-1446

Afmæli

Óskast

Vantar húsnæði í Keflavík (Heiðarskóla eða Holtaskólahverfi) til kaups eða leigu. Helst góða hæð eða raðhús. Möguleg skipti á 4 herbergja íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar Guðbjörg sími 866 8465

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Kristján Jóhannsson, verkefnisstjóri Einn réttur – ekkert svindl. VF-mynd: Hilmar Bragi

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

Mikið hagsmunamál fyrir samfélagið ●●„Einn Réttur – Ekkert svindl“ Alþýðusamband Íslands, í samvinnu við aðildarsamtök sín, hefur hrundið af stað verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Á Suðurnesjum hafa Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélag Suðurnesja, FIT, félag iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandið og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis ákveðið að vinna saman að verkefninu. Kristján Jóhannsson var fyrir skömmu ráðinn til að stýra átakinu hér syðra og sameina félögin í þessu verkefni. „Verkefninu er ætlað að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti skapað sér betri samkeppnisstöðu með því að misnota erlent vinnuafl og einnig ungt fólk sem er nýkomið út á vinnumarkaðinn. Það beinist ekki að erlendu vinnuafli sem hingað er komið í góðri trú,“ segir Kristján í stuttu samtali við VF. Kristján segir gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að greidd séu laun í samræmi við gildandi samninga og að vinnuveitendur greiði einnig lög-

bundin gjöld, skatta og skyldur af sínu launafólki. „Það er einnig algengt, og hefur tíðkast lengi í ákveðnum greinum, að ráða fólk inn sem verktaka til að komast hjá því að greiða lögbundin og umsamin gjöld. Svo stendur launamaðurinn uppi réttindalaus þegar eitthvað bjátar á“. Að sögn Kristjáns er það einlægur vilji allra sem koma að þessum málum, bæði hjá verkalýðshreyfingunni, atvinnurekendum og hinu opinbera, að koma þessum málum í gott horf. „Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Ríkisskattstjóra, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið.“ Farið verður í vettvangsferðir í fyrirtæki og ástand mála kannað. Séu mál í góðu lagi þarf ekki að hafa frekari afskipti af þeim fyrirtækjum. Komi hins vegar í ljós brotalamir verða vinnuveitendur krafðir úrbóta. „Ég hlakka til þessa verkefnis með öllu því góða fólki sem starfar að þessu. Ég er svona að koma mér fyrir á skrifstofu VSFK en við verðum komin á fullt í verkefninu eftir miðjan apríl,“ segir Kristján að lokum.

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þann 19. apríl nk. verður Guðlaug Helga Sigurðardóttir 50 ára. Af því tilefni mun hún og eiginmaður hennar Elías Líndal taka á móti gestum í Samkomuhúsinu í Garði frá kl. 19.00-22.00 þann sama dag. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

www.vf.is

SUNNUDAGURINN 17. APRÍL KL. 11:00 OG 14:00 Holtaskólabörn verða fermd. Prestar eru Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. MIÐVIKUDAGURINN 20. APRÍL KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð 500 kr. Umsjón prestar og organisti.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

KYNNINGARFUNDUR

VIÐREISNAR Í REYKJANESBÆ! VIÐREISN HELDUR OPINN KYNNINGARFUND Á PARK-INN (FLUGHÓTELI), Í REYKJANESBÆ LAUGARDAGINN 16. APRÍL KL. 16:00. Viðreisn er nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins í næstu Alþingiskosningum. Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir frelsi, jafn-

rétti og réttlátu samfélagi, vestrænni samvinnu, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Rauði þráðurinn í stefnunni er sá að almannahagsmunir skulu teknir fram yfir sérhagsmuni.

FRUMMÆLENDUR: ■ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar ■ Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi ■ Hulda Herjólfsdóttir Skogland, alþjóðastjórnmálafræðingur ■ Jóhann Friðrik Friðriksson, heilbrigðisfræðingur

Íbúð verður tekin undir félagsstarf aldraðra í Grindavík Miðgarður, sem er aðstaða fyrir félagsstarf aldraðra í Grindavík, hefur óskað eftir því að ein stór íbúð á neðri hæð við Austurveg nr. 5 í Grindavík verði tekin undir starfsemi dagvistar aldraðra. Félagsmálanefnd styður tillöguna. Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dög-

unum fylgdu þau Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía Sigríður Jónsdóttir málinu úr hlaði. Bæjarráð Grindavíkur styður að tillögunni verði komið til framkvæmda þegar íbúð losnar á jarðhæð Víðihlíðar.

Sótt um framkvæmdaleyfi fyrir loftnetsmastri Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir loftnet á horni Hvammsdals og Stapavegar í Vogum. Þar sækja HSVeitur um framkvæmdaleyfi fyrir 8

metra háan staur með loftneti á toppi vegna hitaveitumælaverkefnis. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt leyfið.

Örn GK til Stakkavíkur í Grindavík Útgerðarfyrirtækið Stakkavík í Grindavík hefur fest kaup á dragnótarbátnum Erni GK af útgerðarfélaginu Sólbakka. Frá þessu var greint á vef Aflafrétta. Bátnum fylgir um 1050 tonna kvóti í þorskígildum. Fyrr

á árinu seldi Stakkavík bátinn Óla á Stað GK til Hjálmars ehf., dótturfélags Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Örn GK verður afhentur Stakkavík 1. september næstkomandi. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður króna.

Útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ Við leitum að kraftmiklum starfsmanni í starf gjaldkera í sumar. Umsækjendur þurfa að vera fæddir 1996 eða fyrr og hafa lokið stúdentsprófi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá til Særúnar Guðjónsdóttur, viðskiptastjóra einstaklinga, saerun.gudjonsdottir@islandsbanki.is.


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 14. apríl 2016

GRINDVÍKINGAR sigursælir í Músíktilraunum ●●Guðjón Sveinsson hefur verið í úrslitum síðustu þrjú ár. l Spilar á fjölda hljóðfæra og tekur upp tónlist. Guðjón Sveinsson er tvítugur Grindvíkingur sem veit fátt skemmtilegra en að grúska í músík. Síðustu þrjú ár hefur Guðjón verið í þremur hljómsveitum sem hafa leikið á úrslitakvöldi Músíktilrauna. Nú í ár hafnaði Guðjón ásamt hljómsveit Helga Jónssonar í öðru sæti keppninnar. Þar lék Guðjón á bassa og söng bakraddir en vanalega leikur hann á gítar. Hann er reyndar ansi fjölhæfur og dundar sér á flest þau hljóðfæri sem hann kemst í tæri við. Guðjón er eini Grindvíkingurinn í hljómsveitinni en vinkona hans úr Grindavík, Urður Bergsdóttir, spilaði á bassa og söng bakraddir í sigursveitinni á Músíktilraunum. Hún fluttist ung frá Grindavík en faðir hennar er leikarinn Bergur Ingólfsson. „Ég kynnist strákunum í hljómsveitinni bara í gegnum Facebook hóp, sem heitir hljóðfæraleikarar óskast/á lausu,“ segir Guðjón og hlær við en hann hefur leikið með flestum þessum strákum í rúm tvö ár. Þeir eru núna að hugsa hvað taki við en bandið var stofnað skömmu fyrir keppni en það er nokkuð algengt í Músíktilraunum. „Við ákváðum að láta vaða og gerðum nokkur demó. Svo var bara lært heima í nokkra daga og svo mættum við og spiluðum lögin. Ætli æfingarnar hafi www.n1.is

ekki verið fjórar. Tvær fyrir undanúrslit og tvær fyrir úrslitin,“ segir Guðjón. Hljómsveitin leikur poppskotið progg sem er Innblásið af 70´s proggrokki í rólegri kantinum, en Guðjón hlustar sjálfur talsvert á þannig tónlist. Guðjón fékk sinn fyrsta gítar í fermingargjöf en áður hafði hann lært á píanó í Tónlistarskóla Grindavíkur. Þar er hann ennþá við nám og hyggst klára þaðan miðpróf í haust. Eins er hann í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrlandi. Hann hefur verið að fást talsvert við upptökur og hefur m.a. tekið upp eina plötu nú þegar. Honum finnst mikilvægt að byrja snemma að fikta við upptökur og slíkt „Nú vill maður hætta að vera fiktari og fara að læra þetta almennilega. Ég hef mestan áhuga á að taka upp tónlist, bæði mína eigin og fyrir aðra. Allt sem ég get komist með puttana í, það finnst mér skemmtilegt að prufa. Svo er bara spurning um í hverju maður festist.“ Guðjón segir stemninguna á úrslitakvöldi Músíktilrauna alltaf vera frábæra. „Bæði þá í salnum og meðal hópsins en maður kynnist mikið af fólki á þessum kvöldum. Þetta er mikil hvatning fyrir þessu ungu bönd,“ segir Grindvíkingurinn hæfileikaríki að lokum.

Ljósmynd: Sólný Pálsdóttir

facebook.com/enneinn

Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is

Michelin CrossClimate

Michelin Energy Saver

Michelin Primacy 3

Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir.

Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað.

Einstakir aksturseiginleikar.

Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika.

Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag.

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

Hluti af vorinu


fimmtudagur 14. apríl 2016

23

VÍKURFRÉTTIR

ÍÞRÓTTIR

Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

Öruggur Keflavíkursigur í grannaslag Markaskorarar leiksins hjá Keflavík: Sveindís Jane, Kristrún Ýr, Amber og Una Margrét.

■■Keflvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Grindavík þegar liðin áttust við í Lengjubikar kvenna í fótboltanum í vikunni. Leikurinn endaði með 5-2 sigri Keflvíkinga en þær komust í 3-0 forystu eftir 20 mínútna leik. Amber Pennybaker skoraði tvö mörk fyrir Keflvíkinga og var Dröfn Einarsdóttir sömuleiðis með tvö fyrir Grindavík. Keflvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum á meðan Grindvíkingar hafa tvisvar þurft að sætta sig við tap.

Þrír tapleikir í röð og ekkert gekk að skor Grindvíkingar úr leik í kvennakörfunni eftir að hafa náð 2-0 forystu ■■Það var heldur bragðdaufur oddaleikur sem leikinn var á milli Hauka og Grindavíkur á Ásvöllum þar sem deildarmeistarar Haukar gjörsigurðu Grindvíkinga 74-39. Grindvíkingar áttu í bölvuðu basli með að skora í upphafi leiks. Aðeins kom eitt stig frá liðinu í fyrsta fjórðungi og aðeins tíu höfðu bæst við þegar hálfleiksflautan gall. Ótrúlegar tölur í körfuboltaleik. Þetta segir það kannski allt sem segja þarf um lánleysi Grindvíkinga í leiknum. Haukar höfðu 3-2 sigur í rimmu liðanna eftir að Grindvíkingar höfðu náð 2-0 forystu en það verður að teljast nokkurt áfall fyrir þær gulklæddu.

Skáksveit Njarðvíkurskóla í 1. sæti skóla á landsbyggðinni Skáksveit Njarðvíkurskóla sigraði í flokki skóla af landsbyggðinni á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák sem haldið var í Rimaskóla um síðustu helgi. Sveitin hafnaði í 14. sæti af þeirri 31 sveit sem tók þátt af landinu öllu. Skáksveit Njarðvíkurskóla

skipuðu þeir Sólon Siguringason, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Ásgeir Orri Magnússon. Sólon hlaut svokölluð borðaverðlaun fyrir þann góða árangur að vinna allar skákir sínar á fyrsta borði.

Afkoma Festu lífeyrissjóðs 2015 í milljónum króna

2014 í milljónum króna

6.049 3.057 10.666 113 110 13.434 98.954 112.389

5.303 2.826 7.302 106 106 9.566 89.388 98.954

Fjárfestingar

14 20 50.299 56.552 4.235 25 111.145

14 19 40.291 53.979 3.598 15 97.916

Annað Hrein eign til greiðslu lífeyris

943 387 (86) 1.244 112.389

960 590 (512) 1.038 98.954

10,5% 8,2% 5,7% 1,7% 0,5% 10,7% 8,4%

8,0% 6,7% 4,4% 1,6% -2,6% 5,8% 4,6%

Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingatekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris

■■Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, mun leika með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þar lék áður besti leikmaður NBA deildarinnar í dag, Steph Curry. Karfan.is greinir frá. Jón Axel átti frábært tímabil með Grindvíkingum í ár þar sem hann skoraði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leik. Margir aðrir skólar vestanhafs höfðu samband við kappann sem er 19 ára gamall, en þessi skóli í Norður Karolínufylki stóð upp úr fjöldanum.

Ársfundur 2016

Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands

Breytingar á hreinni eign

Jón Axel í skóla Steph Curry

Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 11. maí nk. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Fundarstörf hefjast kl. 18:00

Dagskrá ársfundar 2016:

1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál, löglega upp borin

Efnahagsreikningur Fjárfestingar Húseignir og lóðir Hlutdeildarfélög Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Aðrar fjárfestingar

Annað Kröfur á viðskiptamenn Aðrar eignir Viðskiptaskuldir

Ýmsar kennitölur Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára Tryggingafræðileg staða Nafnávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun séreignardeildar

www.festa.is Stjórn Festu lífeyrissjóðs: Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður Ólafur S. Magnússon, varaformaður Anna Halldórsdóttir, meðstjórnandi Dagbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi Garðar K. Vilhjálmsson, meðstjórnandi Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, meðstjórnandi

Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson

Traust - Ábyrgð - Festa


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Ég ætla að senda umsókn til mannanafnanefndar og fá að heita Mundi Spéspegill

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Allskonar fyrir alla inn í vorið....

Þórleifur má heita Ugluspegill 5.995

1.995

Deka Hrað 5 kg

2.890

Bostik spartl 250ml

590

1.890

Weber Milligróf múrblanda 25 kg

1.890

19.990

Mesto 3565P Ferrox Plus 6 lítra

28.990

3-6 lítra hnappur CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

afsláttur Hæglokandi seta

Lavor Galaxy 140 Háþrýstidæla

Fyrir Byggingariðnað (einnig til 10 lítra)

20% 39.990

140 Max Bar 450 lítrar/klst 1900W 9 kg

31.992

20%

AFSLÁTTUR

Spandy 1200W Cyclone heimilsryksuga

Skál: „Scandinavia design“

20%

20%

afsláttur

afsláttur

PE RU M

SHA-3901A T8 lampi

Niðurgreiða fyrir dagforeldra í Grindavík ■■Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt tillögur bæjarráðs um niðurgreiðslu á námskeiðum fyrir dagforeldra. Bæjarráð hafði lagt til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögur: 1. Grindavíkurbær samþykkir að greiða niður námskeið fyrir dagforeldra. a. Allir dagforeldrar í Grindavík sem starfa á grundvelli bráðabirgðaleyfa skulu eiga rétt á 100% niðurgreiðslu. b. Allir dagforeldrar sem sækja um og fá leyfi til og með 31.12.2016 skulu eiga rétt til 100% niðurgreiðslu. c. Allir dagforeldrar sem sækja um og fá leyfi frá og með 1.1.2017 skulu eiga rétt til 50% niðurgreiðslu. 2. Grindavíkurbær samþykkir að veita árlegan búnaðarstyrk að fjárhæð kr. 50.000,- til allra dagforeldra sem starfa á grundvelli almenns leyfis. 3. Grindavíkurbær samþykkir að veita aukna niðurgreiðslu (50%) til þeirra dagforeldra er gæta eigin barna.

Dicht-Fix þéttiefni 750ml

Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 65 cm

10.890

8.712

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun Gua 539-1 með veggstálplötu, grind fylgir, 1mm stál

16.990

13.592

3.390

Sha-YJD-A-5 Fluor lampi 8W 230V

20% 1.992 995 796 2.490

20%

Kapalkefli 10 mtr

2.990

Kapalkefli 3FG1,5 25 mtr

6.190

4.952

2.790

M EÐ

■■Þórleifur Ásgeirsson hefur fengið í gegn breytingu á nafni sínu í Þjóðskrá. Hann má í dag heita Þórleifur Ugluspegill Ásgeirsson, svo framarlega sem hann greiðir 6.600 krónur til afgreiðslu Þjóðskrár eða leggur inn á reikning stofnunarinnar. „Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þína um nafnið Ugluspegill. Gjald fyrir nafnbreytingu er kr. 6.600, hægt að greiða í afgreiðslu Þjóðskrár eða leggja inn á reikning stofnunarinnar[…]. Eftir að gjald hefur verið greitt verður nafn þitt skráð Þórleifur Ugluspegill Ásgeirsson í þjóðskrá,“ segir í pósti sem Þórleifi barst í gær. Í samtali við Víkurfréttir sagði Þórleifur að nafnið Ugluspegill væri uppnefni sem hann fékk hjá Stefáni Benediktssyni, kennara í Álftamýrarskóla, og hefur notað allar götur síðan. Þórleifur Ugluspegill sótti um breytinguna til Mannanafnanefndar fyrir tveimur árum síðan en fór að vinna betur í umsókninni fyrir um ári síðan með þeim árangri sem nú hefur náðst.

Bostik medium LH spartl 5 lítrar

Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright

AFSLÁTTUR

15 metra rafmagnssnúra

3.190

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra

11.990

9.592

AFSLÁTTUR

25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

20%

AFSLÁTTUR

EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta

20% 38.900

King-Pvc undirlagsmottur

afsláttur

990 1.290 2.990

45x75cm kr. 60x90cm kr. 90x150cm kr.

31.120

6mm gúmmídúkur grófrifflaður Meister fúgubursti með krók #4360430

2.690

3.490

pr.lm.

(með auka vírbursta) Einnig til fínrifflaður 3mm

1.990

kr.

Reykjavík

Kletthálsi 7

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18

Opið virka daga kl. 8-18

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

VIKULEGUR FRÉTTAMAGASÍNÞÁTTUR FRÁ SUÐURNESJUM Á ÍNN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30

Auglýsingasíminn er

421 0001

+SKYNDIHJÁLP Sjónvarp Víkurfrétta Í VOGUM - eitthvað fyrir alla!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.