3.tbl 2013

Page 32

auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 24. janúar 2013 • 3. tölublað • 34. árgangur

Kannabisfrumskógur í íbúð

L

ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á föstudagskvöld kannabisræktun í íbúð í umdæminu. Gerð var húsleit í húsnæðinu að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Ræktunin fór fram í tveimur herbergjum og þar voru nær fimmtíu plöntur, þær stærstu einn metri á hæð. Auk þessa var mikið af tólum og tækjum til ræktunar í íbúðinni,

og haldlagði lögregla þau, auk plantnanna. Málið er í rannsókn. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Eina tilboðinu hafnað

L

ítill áhugi var fyrir útboði á rekstri tjaldsvæðisins í Grindavík. Aðeins eitt tilboð barst að fjárhæð 631.000 kr á ári en sjö aðilar sóttu útboðsgögn. Bæjarráð hafnar tilboðinu og verður því reksturinn áfram í höndum Grindavíkurbæjar. Met aðsókn var á tjaldsvæðið í sumar. Gestir voru 5597 og gistinætur 6900. Var aukningin um 19% á milli ára sem er sama aukning og varð í komu ferðamanna til Íslands í sumar.

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

H

Frúin fimmtug

aldið af stað í sveitina. Rangárhótelið eins og vin í eyðimörkinni. Seðjandi veiðiáin rann um nágrennið og ég hugsaði til frænda minna og bræðra. Eitt augnablik. Tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Glæsilegt herbergið umvafði elskuna og hún skaut sér út á pall til að meta aðstæður. Framundan notalegheit og dekstur. Ég tilkynnti henni að heilsunuddið yrði klukkan fimm. Ætlarðu ekki líka að fara í nudd? spurði hún dreymandi. Nei, þú átt afmæli, elskan mín, þú færð báða tímana og átt þá svo sannarlega skilið. Leit við á barnum og bað um hvítvín handa frúnni. Barþjónninn dró upp bestu flöskuna og skenkti í glas. Ég fór glaðhlakkalegur inn á herbergi númer 12 og skálaði við afmælisbarnið. Undarleg svipbrigði og óafturkræf ummæli tóku af allan vafa að þjónninn hafði rangt fyrir sér.

Þ

að er eitthvað aukabragð af þessu víni, sagði hún súr á svipinn og um leið fékk ég í magann. Það besta er auðsjáanlega ekki nógu gott! Smakkaðu bara, sagði hún ábyggileg og rétti mér glasið. Ég fæ bara nýtt, sagði ég og brosti í gegnum tárin. Þjónninn varð skömmustulegur og sturtaði óbragðinu í vaskinn. Ég hefði átt að vita betur að bjóða henni eitthvað betra,

sagði hann ábúðafullur á svipinn. Hérna færðu eðalvín sem Torres sjálfur blandaði handa frúnni sinni á afmælisdaginn. Þessi klikkar ekki og fyrirgefðu mér enn og aftur.

Þ

að voru fáir í matsalnum þegar við komum uppáklædd til afmælisveislunnar. Fólkið streymdi inn og okkur leið eins og Íslendingum í útlöndum. Ég taldi fimmtíu ferðamenn. Norðurljósin heilla, sagði Friðrik eigandi um leið og hann bauð góða kvöldið og var þakklátur að finna landa sína í mat. Þetta eru meira og minna allt saman Bretar þessa stundina, sem bíða eftir því að sjá himinn loga. Verst hvað það er mikill dumbungur þessa stundina en ég vek þá í nótt ef skýjafarið breytist eitthvað.

F

orrétturinn var hreint afbragð. Haf og hagi smakkaðist eins og best verður á kosið. Þjónustan í hæsta gæðaflokki. Kertaljós og kósý. Eftirrétturinn inni á herbergi. Setið og spjallað um heima og geima. Mín alveg í essinu sínu. Björt og falleg. Við sváfum til hálf ellefu. Misstum af morgunmatnum, sem átti víst að vera betri en kvöldverðurinn. Ró og friður í sveitinni. Árniðurinn og angurværðin sefaði sálir okkar beggja. Allir mínir afmælisdagar verða hér eftir fimmtugsafmælisdagar, sagði hún glaðbeitt og brosti inn í framtíðina.

Instagram: #vikurfrettir

VILT ÞÚ STARFA... ...Í EINU AF UNDRUM VERALDAR?

Bláa Lónið leitar að orkumiklum og jákvæðum einstaklingum í fjölbreytt sumarstörf. Kynntu þér störfin sem í boði eru á heimasíðu okkar www.bluelagoon.is/atvinna. Nánari upplýsingar veitir Rakel Heiðmarsdóttir, mannauðsstjóri, í netfanginu rakel@bluelagoon.is eða í síma 420 8804. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði 250 starfsmenn. Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og fékk nýverið nafnbótina sem eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.