Issuu on Google+

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: sp@anok.is SÉRRIT - 18. tbl. 20. árg. 16. maí 2013 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Rækuveiðar við Breiðafjör Sjö börn í sjó í Borgarnesi Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu s.l. þriðjudag eru rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði heimilaðar frá miðnætti 14.5.2013. Veiðarnar eru leyfðar vestan Krossanesvita fram til 1. júlí n.k. Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu. Athygli skal vakin á að samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1.000 tonn 2013 ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu. am Sunnudaginn 12. maí opnaði myndlistarsýning í veitingasal Landámsseturs. Sýndar eru tréskurðarmyndir eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykkishólmi. Flest verka Ingibjargar eru byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og ber þessi sýning yfirskriftina Sjö börn í sjó. Hvert verk er einstakt en sumar sögurnar hefur Ingibjörg túlkað oftar en einu sinni í mismunandi myndum. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 10 – 21 eða þegar veitingahús Landnámsseturs er opið. Mánudaginn 13. maí afhentu Jón Gnarr borgarstjóri, Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hvatningarverðlaun fyrir framsækið fagstarf í skólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum borgarinnar. Þrenn verðlaun voru veitt á hverju fagsviði; til leikskóla-, grunnskólaog frístundastarfs. Verðlaunagripina gerði Ingibjörg Ágústsdóttir. Lionsmenn gefa sendir í sjúkrabíl am Báðir Lionsklúbbar Stykkishólms héldu lokafund sinn s.l. miðvikudag og við það tilefni afhenti Lionsklúbburinn sjúkrabílnum gjöf sem kemur í góðar þarfir. Það voru þeir Guðmundur Kristinsson gjaldkeri og Hermundur Pálsson formaður sem afhentu Einari Þór Strand sjúkraflutningamanni tækið. Tækið er í raun viðbót við hjartarita bílsins og sendir upplýsingar á nokkrum sekúndum til sérfræðinga sem geta lesið úr því og úrskurðað hvort flytja þarf sjúkling suður eða á sjúkrastofnun í nágrenninu. Við útkall er því mögulegt að greina á mjög skömmum tíma hjartalínuritið. Tækið er á gráu svæði í kerfinu þar sem það tilheyrir ekki föstum búnaði sem ríkið hefur samið um við Rauða krossinn í sjúkrabifreiðar en á tímum stækkandi svæðis sem læknar hafa á sinni könnu getur tækið skipt sköpum, sagði Einar í samtali við StykkishólmsPóstinn. am Þjóðgarður, salerni, Vatnshellir og gestastofa Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er að komast í sumarfötin. Salernin á Djúpalónssandi hafa verið opnuð. Gestastofa opnar n.k. laugardag 18. maí og verður opin alla daga í sumar frá kl. 10 17. Hinar sívinsælu ferðir í Vatnshelli munu verða í umsjá Þórs Magnússonar og er símanúmer Vatnshellisins 6652818. am Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga Héraðsnefnd hélt aðalfund sinn í FSN 16. apríl s.l. Örvar Marteinsson formaður lætur nú af störfum. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst umræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. Viðfangsefni nefndarinnar er rekstur í stórum dráttum Byggðasafnins og þar með Norska hússins, gerð fjallskilasamþykktar og umhverfisvottunarverkefnið Earth Check. Komið er að viðhaldi og viðgerðum Norska hússins og bera áætlanir merki þess. Nefnd bæjarstjóra og oddvita sveitarfélaganna lagði til: „...að Héraðsnefndin haldi áfram sínum störfum. Framkvæmdaráð taki að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðsnefndar, sem í dag eru rekstur héraðssafns og Earth Check umhverfisvottunarinnar. Fagleg nefnd taki til starfa sem starfi með forstöðumanni Héraðssafns Snæfellinga, Norska hússins. Framkvæmdaráð, sem skipað væri bæjarstjórum stærri sveitarfélaganna og oddvitum minni sveitarfélaganna, myndi funda reglulega með starfsmönnum Earth check og Héraðssafns. Gert er ráð fyrir að fundir væru á 6 vikna fresti og forseta bæjarstjórna myndu sitja annan hvern fund.“ Gyða Steinsdóttir var kjörin formaður Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Nánar má lesa um samþykktir og annað efni frá fundinum á www.stykkisholmur.is am


Stykkishólms-Pósturinn 16. maí 2013

Related publications