Stúdentablaðið

Page 3

Stúdentablaðið - 6.tbl. 87.árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Sólrún H. Þrastardóttir Prófarkarlestur: Anna Þóra Pálsdóttir Liststýra forsíðumyndar: Kitty Von-Somtime Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Ensk samantekt: Heimir Hannesson og Baldur Freyr Ólafsson Upplag: 4.000 eintök

Krossum fingur

Smákökubakstur, mandarínur, jólabjór og lærdómur – það eru að koma jólapróf. Andvökunætur og óhóflegur bókalestur einkenna oft þennan bugandi tíma sem þó hefur ákveðinn sjarma. Sjarmann er erfitt að sjá í prófatörninni sjálfri en það gefur auga leið að prófalestur inni í hlýjunni með jólaljósum og smákökum getur verið töluvert notanlegri en prófalestur í maí þegar sólin er farin að heilla næpuhvíta námsmenn eftir dimman vetur. Bugunin er þó sjarmanum yfirsterkari þessa önnina því með núverandi fyrirkomulagi sjúkra- og upptökuprófa hjá félagsvísindasviði og verkfræðiog náttúruvísindasviði þurfa þeir sem stefna á útskrift í febrúar að fresta útskrift veikist þeir í prófum. Síðustu tvö ár hafa sjúkra- og upptökupróf haustannar hjá nemendum á félagasvísindasviði verið að loknum vorprófum í maí. Núna hefur verkfræði- og náttúruvísindasvið bæst við. Auk frestunar á útskrift, sem valdið getur tekjuskerðingu, þá hefur fyrirkomulagið einnig áhrif á námslán. Lánasjóður íslenskra námsmanna miðar úthlutun námslána við fjölda lokinni eininga á önn. Fækki loknum einingum á önninni sökum veikinda í prófum skerðast námslán. Hægt er að brúa bilið með yfirdrætti í banka en því fylgja vextir. Ég skil sjónarmið þeirra prófessora sem sitja sveittir við yfirferð prófa seint í desember og vilja jólafrí eins og við öll. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunnar að eitt skuli yfir alla ganga og ættu reglurnar að vera þær sömu fyrir allar deildir skólans. Hliðrum önninni fram um viku og tökum sjúkrapróf í janúar. Já eða krossum fingur að veikjast ekki í prófunum.

Sólrún H. Þrastardóttir Ritstjóri

Innihald blaðsins

Prófráð frá háskólanemum 6 Eldað með Rikku 8 Heimsókn í Stúdentaleikhúsið 10 Fjármálalæsi háskólanema 4 Viðtal við Hilmar Veigar 20 Ráð handa námsþyrstum heimsborgurum 22 Innlit á heimili háskólanema

26

English Summary 30 Fólkið á bak við blaðið

Alexander Jean Edvard L.S.D. Fontenay Blaðamaður alexjean1991@ gmail.com

Fjóla Helgadóttir

Hallveig Ólafsdóttir

Erla Gísladóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Ljósmyndir

fjola83@hotmail.com

hao13@hi.is

www.erlagisla.com

Aron Björn Kristinsson

Haukur Hólmesteinsson

Thelma Lind Steingrímsdóttir

Blaðamaður

Blaðamaður

Blaðamaður

aronbjk@gmail.com

Haukur11@gmail. com

tls1@hi.is

Stefán Rafn Sigurbjörnsson Hönnun & umbrot stebbirafn@gmail. com


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.