Tíðindi 5. tbl. 3. árg. maí 2015

Page 3

Foreldraverðlaun Heimilis- og skóla afhent í 20. sinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn miðvikudaginn 20. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Að því loknu afhenti formaður dómnefndar, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis- og skóla, og Hrefnu Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra Heimilis- og skóla. Alls bárust 35 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Hvatningarverðlaunin komu í hlut foreldra og nemenda Austurbæjarstóla fyrir verkefnið Spennustöðin. Verkefnið fer fram í ónotuðu húsnæði Orkuveitunnar á lóð skólans, sem hefur verið breytt í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn, unglinga og aðra íbúa miðborgarinnar. Hugmyndin byggir á hugmyndafræði um fjölnotahús. Það er nýtt undir kennslu fyrri part dags en undir félagsmiðstöð eftir hádegi og nokkur kvöld í viku. Húsnæðið er þannig iðandi af lífi alla daga vikunnar og um helgar til að mæta þörfum barna, unglinga og íbúa miðborgarinnar.

Foreldraverðlaunin féllu í hlut foreldrafélags og Grunnskólans í Borgarnesi fyrir verkefnið Gleðileikarnir. Markmið verkefnisins er að efla ungmenni sem einstaklinga og hóp með því að takast á við krefjandi verkefni og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra og samhug. Foreldrar sjá um allt skipulag og utanumhald verkefnisins í samvinnu við skólastjórnendur. Gleðileikarnir eru þrautaleikir milli 8-12 manna hópa nemenda á unglingastigi, en hver hópur hefur með sér tvo fullorðna hópstjóra. Gefin eru stig fyrir sjálfstæði hópsins, samvinnu innan hans og síðast en ekki síst gleði.

Verðlaunin Dugnaðarforkur ársins féll í hlut Sigríðar Bjarkar Einarsdóttur, sem er formaður stjórnar foreldrafélags Hólabrekkuskóla. Sigríður Björk hefur, ásamt stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendum, aukið samstarf þeirra á milli og unnið að bættu foreldra- samstarfi með ábendingum um jákvæða kosti þess að foreldrar taki þátt í starfi skóla barna sinna. Hennar nálgun á skólastarfið einkennist af brennandi áhuga, dugnaði og eljusemi og hefur hún einstakt lag á því að fólk með sér til starfa og skapa jákvætt viðhorf til skólans.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.