Reykjavík Makeup Journal 1. tbl

Page 73

MOOD

Steinunn Sandra - Makeup Artist Af hverju valdirðu MOOD ? Ég var búin að láta mig dreyma um það að fara í förðunarnám í smá tíma og heyrði svo af nýjum skóla og þá kynnti ég mér námið hjá MOOD. Ég var svo búin að skrá mig á námskeið hjá þeim viku seinna. Mér fannst líka spennandi að þær væru að kenna á MAC vörur sem hafa alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér. Hvernig fannst þér námið í skólanum? Námið er skemmtilega uppsett og fjölbreytt. Kennslan er mjög góð að mínu mati og kennararnir eru hressir. Mér fannst æðislegt að fá nokkra gestakennara. Það skilar sér í því að nemendur sjá mismunandi aðferðir og áherslur hjá hverjum og einum kennara og geta því notfært sér aðferðir þeirra til að fara sínar eigin leiðir í förðuninni. Hefur námið nýst þér vel í þínu starfi sem makeup artist? Já ég hef getað nýtt mér það sem ég lærði í MOOD á vinnumarkaðinum. Ég hefði líklegast aldrei farið að vinna fyrir L‘oréal og Maybelline ef það hefði ekki verið fyrir námið hjá Mood.

Gunnhildur Birna - Makeup Artist Af hverju valdirðu MOOD ? Mig hafði mjög lengi langað að læra fagið og valdi MOOD vegna þess að mig langaði að stíla inn á að læra förðun tengda tísku, ljósmyndum og sjónvarpi. MOOD var einmitt vettvangurinn fyrir það svo að ég ákvað að láta slag standa. Hvernig fannst þér námið í skólanum? Kennslan hjá MOOD var til fyrirmyndar. Kennararnir komu úr ýmsum áttum með mikla reynslu á sínu sviði og það voru mikil forréttindi að hafa slíkar fyrirmyndir sem kennara. Ekkert vantaði upp á kennslu að mínu mati. Við vorum hvött til þess að aðstoða við verkefni og vera duglega að æfa okkur heima en til þess að ná árangri þarftu að reyna að „mastera” hlutina, það er ekki nóg að mæta bara í tímana heldur þarftu líka að læra heima. Hefur námið nýst þér vel í þínu starfi sem makeup artist? Námið hefur nýst mér mjög vel í mínu starfi sem makeup artisti en skólinn er mjög virtur sem förðunarskóli. Ég hef fengið frábær tækifæri eftir námið, en síðan náminu lauk hef ég starfað bæði í Make Up Store, sem sölustjóri Bobbi Brown, hjá Ölgerðinni (L’Oreal og Maybelline) og sem „freelance makeup artisti“ fyrir tímarit, auglýsingar (bæði blaða- og sjónvarps) og ótal einstaklinga. Ég mæli hiklaust með MOOD Make Up School.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.