Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 42

Systkinin Rakel og Grétar spila oft fótbolta á velli á bak við hús og gulltryggja þar með að enginn mosi vaxi í grasinu.

garðyrkjumann til að ganga með okkur um garðinn til að fá ráð við umhirðu hans. Hann sagði að þessi garður væri einn af þeim sem væri fljótur að vaxa úr sér ef maður væri ekki duglegur að klippa og snyrta og hann hvatti okkur til að vera óhrædd með klippurnar.” Þegar Máni er spurður um tegundir í garðinum þá segist hann ekki þekkja öll plöntuheitin, en hann sé þó að læra þau smátt og smátt. Hann segist pumpa starfsfólk gróðrarstöðvanna og hefur verið duglegur að fara á netið að leita sér upplýsinga. „Ég vann fimm sumur við garðyrkju hjá Karli Guðjónssyni skrúðgarðyrkjumeistara. Við unnum mikið eftir teikningum arkitekta sem huguðu að náttúrunni. Það var ofsalega gaman og mér finnst ég vera pínu kominn í þetta aftur. Við notum garðinn mjög mikið, meira en ég bjóst við.”

Fótboltavöllur í bakgarðinum Bak við húsið er grasræma milli húss og limgerðis og þar eru lítil fótboltamörk. Þar

 Rakel, sem er aðeins sjö ára, tekur þátt í umönnun gróðursins af lífi og sál.  Máni kann sitthvað fyrir sér í garðyrkju en hann vann fimm sumur hjá Karli Guðjónssyni skrúðgarðyrkjumeistara. Hér er hann að brjóta brumið á fjallafuru til hálfs til að þétta hana.

eru þau Rakel og Grétar að spila fótbolta með tilþrifum og skrækjum. Við stöldrum við og fylgjumst um stund með börnum sem kunna sitthvað fyrir sér í list knattspyrnunnar. Þó að sú litla sé á inniskónum þá gefur hún bróður sínum lítið eftir. Máni segir að það hafi verið mikill mosi í grasfletinum á þessari mjóu ræmu á bak við húsið eins og gerist oft norðan við hús. „Við fundum ráð til að losna við mosann, sem var að setja upp fótboltamörk. Við vorum búin að eyða heilmiklum tíma í að raka mosann og gata svörðinn en það hafði engin áhrif. Nú stórsér á mosanum því krakkarnir róta honum upp í fótboltaleiknum,” segir Máni og horfir til barnanna spila hæstánægð á eigin fótboltavelli. Þegar Grétar er spurður um hvernig honum líki að búa í Garðabæ segir hann það vera fínt. Þegar veðrið er gott og hann nennir ekki að vera lengur í tölvunni þá fer hann oft út í fótbolta. n

 Vestan við húsið er skuggsýnt því gróðurinn er þéttur og hár. Þessi leið að bakgarðinum er heillandi því þar er líkast því að maður gangi inn í þéttan skóg.  Mikið er af blómstrandi runnum í garðinum sem gera hann litríkan. Hér er ilmandi blóm hansarósarinnar (Hansa Rugaosa).  Rifsberjarunnar eru meðfram austurhlið garðsins og höfðu fuglarnir tekið sinn toll.  Garðurinn er fallega skipulagður og gróðurinn myndar þétta heild. Fagmaður sem hjónin fengu til sín í garðinn eftir að þau fluttu sagði að þau þyrftu að munda klippurnar til að viðhalda honum því plöntuvalið væri með þeim hætti að hann yxi fljótt úr sér. Máni hefur mikla ánægju af að stússa í garðinum – það minnir hann á æsku hans en hann bjó í Fossvoginum sem barn. Honum þykir ekki tiltökumál að munda klippurnar og heldur þannig vextinum niðri.

42  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.