Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 25

Skordýr sem sýgur blóð til að lifa

S

kógarmítill (Ixodes ricinus) er lítið skordýr sem bæst hefur í skordýrafánuna á Íslandi. Fyrsti skógarmítillinn sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi í Surtsey í maí 1967, þá nýkominn frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu. Þar með var staðfest að hann gæti borist hingað til lands með farfuglum. Það var svo ekki fyrr en 1998 að hann fannst í annað sinn og er þá ekki tekið tillit til sögusagna og lýsinga fólks á svipuðum fyrirbrigðum fram að þeim tíma. Upp frá því fór tilfellum fjölgandi og voru flest þeirra tilkynnt á Suðvesturhorninu þar sem skógarmítlar fóru að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru, og í nokkrum tilfellum einnig hjá fólki sem hefur verið í útlöndum. Þeir fundarstaðir skógarmítla, sem tilkynntir hafa verið til Náttúrufræðistofnunar, eru frá Vogum á Reykjanesi og austur í Hornafjörð, og þar fyrir utan á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum og hafa þeir fundist frá því snemma sumars og fram eftir hausti.

Ungir skógarmítlar

Útbreiðsla skógarmítils er í Evrópu á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi, austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til N.-Afríku. Hann finnst í Færeyjum og nú síðari ár á Íslandi.

lifir einkum á smáum dýrum, svo sem fuglum og músum, en finnst einnig á stærri dýrum, t.d. hundum og köttum. Fullorðnir blóðmítlar lifa aftur á móti eingöngu á stórum spendýrum, sem hérlendis eru hundar, kettir, sauðfé, nautgripir og hestar. Á flestum stöðum spannar lífsferli blóðmítla 2-3 ár en það fer nokkuð eftir loftslagi og hversu mikla fæðu þeir ná í. Erlendis þrífast blóðmítlar best á svölum og frekar rökum stöðum. Þá má finna á ýmiss konar grónum svæðum, oft þar sem gróður er hár, til að mynda í melgresi og á grónum árbökkum, runnavöxnum ökrum og í skógum. Ungviðið líkist fullorðnum dýrum en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Fullorðin dýr geta orðið allt að 11 mm að lengd en ungviðið 1-5 mm. Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur hér á landi og útbreiðslusvæðið er að færast norður á bóginn með hlýnandi loftslagi. Í maí 2009 fundust ungviði skógarmítils á nýdauðum steindepli í Reykjavík.

Skógarmítlar geta verið smitberar

Skógarmítill eftir að hafa nærst.

Skógarmítlar nærast á blóði Skógarmítill er lítill hryggleysingi, náskyldur kóngulóm og öðrum mítlum. Hann þarfnast blóðs á öllum stigum lífsferlisins, frá ungviði og upp í fullþroskað dýr. Lífsferli þeirra skiptist í þrennt - lirfu, ungviði og fullorðið dýr. Á hverju stigi lífsferlis síns þarfnast þeir blóðs. Eftir því sem þeir þroskast, stækkar blóðgjafinn. Lirfan

Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla sem hann smitar fórnarlömb sín með, til að mynda bakteríu sem nefnist Borrelia burgdorferi, en hún getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi manna og skepna og veldur svokölluðum Lyme-sjúkdómi. Einkenni þessa sjúkdóms eru hiti, höfuðverkur, lið- og vöðvaverkir, þreyta og jafnvel þunglyndi, auk þess sem hringlaga útbrot á húð eru áberandi einkenni. Ef ekkert er að gert getur sjúkdómurinn haft áhrif á hjarta og taugakerfi, en í langflestum tilfellum er hægt að vinna bug á sjúkdómnum með sýklalyfjum. Þess ber þó að geta að þessi baktería er ekki í öllum skógarmítlum heldur þurfa þeir að hafa nærst á blóði sýkts dýrs til þess

að vera smitberar. Þar sem þeir nærast aðeins einu sinni á hverju lífsstigi getur hver mítill aðeins sýkt eina manneskju og sjúkdómurinn berst ekki á milli manna. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er rétt að benda fólki á að vera á varðbergi og leita læknis ef það verður fyrir biti og finnur einhver einkenni, svo sem útbrot í húð. Það tekur meira en sólarhring fyrir bakteríuna að berast úr mítli í hýsil og er því mikilvægt að leita strax læknis ef grunur leikur á biti skógarmítils. Einnig er hundaeigendum bent á að fylgjast vel með hundum sínum, sérstaklega eyrum þeirra, innanverðum framfótum og lærum, og athuga hvort þessi kvikindi hafi tekið sér bólfestu þar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir greindi frá því í viðtali í Læknablaðinu að ekki hefði enn verið staðfest að skógarmítlar á Íslandi bæru í sér Borrelia burgdorferi og þar til það kæmi óyggjandi fram væri ekki hægt að fullyrða neitt. Hún sagði einnig að þar sem skógarmítillinn væri landlægur væri fólk vant því að leita að honum á líkama sínum eftir útivist í skógi eða graslendi og hann er í sjálfu sér hættulaus ef hann er tekinn af húðinni innan við sólarhring eftir að hann nær að festa sig. Bakterían sem veldur Lyme-sjúkdómi í mönnum kemst ekki í blóðrás hýsilsins nema að mítillinn sjúgi blóð mjög lengi. Hérlendis er fólk ekki vant þessu skordýri og því er full ástæða til að vara við því. n N á t t ú r u f r æ ð is tof nu n, E r l ing Ól a fs s on, w w w. n i . i s. S k ógr æ kt r ík is ins, Edda S . O dds dót t ir og B r y n j a H r a f nk el s dót t ir, w w w. s k ogu r. is. M y ndir : E r l ing Ól a fs s on.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  25


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.