Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 19

Á undanförnum árum hefur verið mjög vinsælt að koma í Heiðmörk og kaupa sér jólatré, velja það og fella sjálfur. Hér er ánægð stúlka að koma með tréð sitt.

Í Rjóðrinu, skammt frá bænum, verður Barnastund alla daga, varðeldur, leikir og lestur úr nýjum barnabókum. Eins og vera ber mun síðan jólasveinninn heilsa upp á gestina. allt efni sem nýtist í fallega hurðakransa, borðskraut eða sem jólatrésskraut. Á hverjum markaðsdegi koma tónlistarmenn í heimsókn, harmóníkuleikarar, trúbadorar og kór. Einnig verða flutt stutt fræðsluerindi og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Í Gamla salnum er síðan búið að innrétta notalega kaffistofu þar sem verða ilmandi vöfflur og kakó. Þegar nær dregur jólum opnar Jólaskógurinn í Hjalladal en þar gefst fólki tækifæri til að fara í skóginn, velja sér alíslenskt tré og höggva það sjálft. Það er notalegt að komast úr ys og þys borgarlífsins og fara í heimsókn í Heiðmörkina, sem hentar ekki síður til útivistar og skoðunar að vetri til en á sumrin. Borgarstjórinn í Reykjavík mun með viðhöfn opna Jólaskóginn í Hjalladal þann 12. desember kl. 11, en þá mætir Hanna Birna Kristjánsdóttir og heggur jólatré fyrir sig og fjölskyldu sína. Jólaskógurinn er opinn tvær síðustu helgarnar fyrir jól, 12.-13. og 19.-20. desember frá kl. 11-16. Á staðnum eru eldhressir jólasveinar sem aðstoða börn og foreldra þeirra við að velja sér og höggva jólatré. Mikil stemmning er á staðnum og í boði Skógræktarfélagsins nýtur fólk þess að fá sér heitt kakó við varðeld sem logar glatt alla jólatrjáadagana. Aðeins eitt verð er á jólatrjánum í Jólaskóginum, 4.900 kr., óháð stærð og tegund, en þetta er sama verðið þriðja árið í röð. Í skóginum er að mestu stafafura en inni á milli leynist eitt og eitt greni. Stafafuran hefur þann góða kost að halda barrinu lengi og því óþarfi að vera með ryksuguna á lofti yfir hátíðirnar. Ólafur Ólafsson, Óli Finnski, hefur höggvið í eldinn fyrir þá sem vilja kynda upp með íslenskum eldiviði um jólin. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  19


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.