Gæðahandbók útg 3

Page 99

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi

5. kafli : Vöruþróun VR 05.01 Vöruþróun séu nægjanlega skýrar og nákvæmar svo hægt að nota þær til sannprófunar hönnunnar á seinni stigum verkefnisins. Vöruþróunarhópur skal hafa samráð við umboðsmenn og lykilnotendur í sinni vinnu, eftir því sem við á. Þeim skulu send drög að hönnunarforsendum og notkunarleiðbeiningum til umsagnar. Niðurstöður vöruþróunarhópsins skulu skráðar á EB 5.02-3 Niðurstöður þróunarhóps ásamt tilheyrandi fylgigögnum og skila til þróunarráðs til rýni 2. Rýni 2. Þegar vöruþróunarhópurinn hefur skilað af sér upplýsingum skal þróunarráð yfirfara niðurstöður hópsins og meta hvort upplýsingarnar eru fullnægjandi. Það skal meta hvort verkefnið telst hagkvæmt fyrir fyrirtækið og hvort það hafi tæknilega getu til þróunar og framleiðslu vörunnar. Ef þróunarráð telur að afla þurfi meiri upplýsinga, vinna betur úr upplýsingum, eða ef það vill endurskoða hönnunarforsendur, skal það gera skriflegar athugasemdir og fela verkefnisstjóra að gera úrbætur. Eftir að úrbætur hafa verið gerðar rýnir þróunarráð gögnin á ný (rýni 2). Niðurstöður og röksemdir eru skráðar í fundargerð þróunarráðs. Sjái verkefnisstjóri ástæðu til að fá mat þróunarráðs oftar en tilgreint er í verkáætlun getur hann í samráði við formann þróunarráðs boðað til fundar í þróunarráði til sérstakrar rýni. Ef niðurstaðan er jákvæð er það staðfest með undirskrift formanns þróunarráðs á EB 5.013 og staða verkefnis er uppfærð á EB 5.01-4 Samþykkt vöruþróunarverkefni. Samþykki þróunarráð vöruþrónarverkefnið sér verkefnisstjóri til þess að gengið sé frá öllum niðurstöðum þróunarvinnunnar, skýrslum, teikningum og greiningum, leiðbeiningum og öðrum gögnum í verkefnismöppu í þróunarskrá. Verkefnisstjóri fer yfir íhlutaskrár liðsmanna og bætir inn í þrónarskrá verksins eins og hann sér ástæðu til. Eftir það er íhlutaskrám eytt. Þróunarráð ákveður hvort skipa eigi nýjan verkefnisstjóra fyrir hönnunarþátt verkefnisins. Þróunarráð yfirfer verkáætlun ef ástæða er til og gefur út nýja verkáætlun á EB 5.01-2. Verkefnisstjóra hönnunar er því næst falin umsjón með hönnun vörunnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og verkáætlun. Þróunarráð skal ganga úr skugga um að verkefnisstjóri yfir hæfu starfsfólki og nægilegum aðföngum að ráða til að vinna verkið. Hönnun

Ritstýrt af: Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 30. júlí. 2007

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 2

VR0501Vöruþróun

Síða 4 af 8

Endurskoðuð: 24.10.08


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.