Gæðahandbók útg 3

Page 173

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-gátlisti

GL 08.02-1 Gátlisti verkstjóra jarðvinnu Verkefni Heiti verks:

Jarðvinna hjá Hlaðbæ-Colas hf.

Eftirfarandi gátlisti er ætlaður verkstjórum jarðvinnu til að upplýsa um helstu atriði sem máli skipta við framkvæmd verksins. Verkstjóri skal kunna skil á og starfa eftir þeim köflum gæðakerfis fyrirtæksins sem eru í handbók verkstjóra

Mikilvæg atriði. -

Aflið upplýsinga hjá verkefnisstjóra um öll þau atriði sem skipta máli um framgang fyrirhugaðs verks ef þær liggja ekki fyrir á verkáætlun.

-

Verkstjóri skal meta aðstæður á fyrirhuguðum verkstað og gera athugasemdir til verkefnisstjóra ef einhver neðantalina atriða eru ekki ljós eða ekki eins og fyrirhugað er. - Aðstæður og aðkoma að verki - Aðkoma efnis og tækja - Teikningar, hæðarkótar, mælingar, fastmerki - Innmælingar á brunnum, niðurföllum og lögnum - Sléttleiki og þjöppun á burðarlagi - Hækkun brunna og niðurfalla - Athugið fyrir og eftir verk hvort efni hefur fallið ofan í brunna og niðurföll - Athugið að þrýstingur sé á snjóbræðslulögnum

-

Tryggið að tæki séu í lagi og fylgið eftir að vélamenn sjái um að smyrja tæki og panta olíu í tæka tíð. Nota beiðnibók við kaup á varahlutum.

-

Verkstjóri skal meta hvort hætta sé á skemmdum á byggingum við framkvæmdir og kalla til verkefnisstjóra til að taka út mannvirki áður en vinna hefst ef ástæða er til.

-

Verkstjóri ber ábyrgð á allri vinnu sinna starfsmanna og skal sjá um þjálfun þeirra.

-

Verkstjóri skal fylgjast vel með allri verkframvindu og gera dagskýrslur jafnóðum. Þar skulu koma fram aukaverk og allt það er til verksins fellur. Dagskýrslum skal skila inn eftir að verki lýkur eða oftar ef verkefni varir yfir langan tíma

-

Frágangur í verklok skal vera eins og best verður á kosið. Afganga af efni skal fjarlægja og losa á sérstaka losunarstaði eða koma þannig fyrir að ekki skapist hætta af.

-

Verkstjóri jarðvinnu vinnu mikið með leigutæki og skal haga vinnu þeirra þannig að tími nýtist sem best og ekki halda tæki að óþörfu. Verkstjóri skal staðfesta vinnustundir leigutækja.

Öryggismál - Verkstjórar bera ábyrgð á að öllum öryggiskröfum sé fylgt við vinnu og skal sjá um að starfsmenn hans noti viðeigandi persónuhlífar.

Ritstýrt af: Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 3. maí 2000

Samþykkt:LPJ

Útgáfa nr.: 2

GL 0802-1 Gátlisti verkstjóra jarðvinnu

Síða 1 af 1 Endurskoðuð: 29.05.2006


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.