Ísland - Hvíta Rússland leikskrá A kvenna 2015

Page 1

ÍSLAND

HVÍTA-RÚSSLAND 22. september - Kl. 18:45


Þú kemst alltaf í bankann á L.is Farsímabanki Landsbankans hefur fengið nýtt útlit og viðbætur sem veita þér enn betri yfirsýn yfir fjármálin. Á L.is geturðu framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir og þarft engan auðkennislykil.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


STELPURNAR ERU MÆTTAR! Þá eru stelpurnar okkar mættar til leiks eftir landsleikjahlé. Við tekur undankeppni EM 2017 en lokakeppni mótsins verður að þessu sinni haldin í Hollandi sumarið 2017. Riðillinn sem Ísland er í er spennandi en sum liðin eru nokkuð óskrifað blað og ekki þýðir að vanmeta neinn mótherja. Ísland er í riðli með Hvíta-Rússlandi, Slóveníu, Skotlandi og Makedóníu. Ef hinn margrómaði heimslisti FIFA er skoðaður þá er Ísland hæst á listanum í 18. sæti en næst koma Skotar í 20. sæti. Fyrirfram má því búast við að þessi tvö lið komi til með að berjast um efsta sætið, sem gefur beinan þátttökurétt á lokamótinu í Hollandi.

Hvíta-Rússland er í 49. sæti listans, Slóvenía í 64. sætinu og Makedónía nánast á botni listans eða í 117 sæti. Fyrirkomulag undakeppninnar er þannig að efsta lið hvers riðils fer beint áfram sem og 6 lið sem eru með besta árangur í 2. sæti. Tvö lið með lakasta árangur í 2. sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni og Holland bætist síðan við sem gestgjafi. 16 lið leika í lokakeppninni í 4 riðlum og fara 2 efstu liðin úr hverjum riðli í undanúrslit. Það er því mikilvægt að ná góðum úrslitum í hverjum leik enda eru markmið Íslands skýr. Að tryggja sér sæti á lokakeppni EM sem sigurvegari okkar riðils. Góða skemmtun!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


KVENNALANDSLIÐIÐ Á ALLRA VÖRUM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sneri í dag bökum saman í baráttunni gegn einelti. Af því tilefni færði Landsbankinn öllum leikmönnum landsliðsins glæsilegt Á allra vörumvarasett, en bankinn er bakhjarl bæði landsliðsins og landssöfnunarinnar. Kynningar- og fjáröflunarátak Á allra vörum gegn einelti og fyrir bættum samskiptum meðal barna og ungmenna stendur nú sem hæst en það nær hápunkti með landssöfnun á Rás 2 og í sjónvarpinu föstudaginn 25. september.

Landsliðskonurnar eru mjög stoltar af því að styðja baráttu Á allra vörum gegn einelti – utan vallar sem innan. Markmið söfnunarinnar er að opna samskiptasetur þar sem aðstandendur í eineltismálum geta fengið ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum. Samskiptasetrið verður sett á stofn í samvinnu við samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða sem nefnast Erindi. Þau hafa það markmið og hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum.


Landsliðshópur kvenna í knattspyrnu er á allra vörum. Með landsliðinu eru Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum og Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir forsvarskonur Á allra vörum en þær færðu öllum í liðinu varasett að gjöf.



FREYR ALEXANDERSSON

TELJUM OKKUR GETA UNNIÐ RIÐILINN

Kvennalandsliðið hefur leik í undankeppni EM á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að liðið kæmist á HM. Liðið er reynslunni ríkari eftir undankeppni HM og ætlar sér lengra núna. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er bjartsýnn fyrir undankeppnina og segir markmið Íslands skýrt. Fyrsti leikur eftir langt hlé, hvernig leist þér á liðið? Mér leist mjög vel á marga þætti og 4-1 sigur fín úrslit. Gott að hefja leik og hrista okkur saman fyrir fyrsta leik í undankeppninni. Eftir svona langt hlé, tekur tíma að fínstilla liðið? Já það gerir það, ég held að það sé eðlilegt að það taki smá tíma eftir svona langt leikjahlé. Þannig að þessi tími sem við höfum átt saman og Slóvakíu leikurinn hefur verið okkur dýrmætur. Hvernig fannst þér leikurinn gegn Slóvakíu spilast? Leikurinn var kaflaskiptur. Við byrjum leikinn gríðarlega vel, skorum gott mark

snemma og eigum fullt af frábærum köflum fyrstu 20 mínútur leiksins. Við slökum svo full mikið á og tökum frekar lélegan kafla undir lok fyrri hálfleiks. Við spilum svo aftur vel í upphafi seinni hálfleiks en svo verður full mikið rót á leiknum og hann fjarar svolítið út eins og gerist oft í æfingaleikjum. Við fengum fín svör í leiknum og náðum að vinna vel úr honum daginn eftir leik. Við erum því betur undirbúin fyrir undankeppnina eftir leikinn en fyrir hann. Sami kjarni af leikmönnum - ertu ánægður með stöðuna á leikmönnum? Já við erum mjög ánægð með stöðuna á hópnum, nokkrir leikmenn aðeins lemstraðir eftir erfitt tímabil en heilt yfir mikið sjálfstraust og leikmenn í góðu líkamlegu standi. Riðillinn sem Ísland er í, má segja að við ættum að vera sterkasta liðið? Það er hægt að líta á málin þannig og ekkert óeðlilegt við það. Við teljum okkur geta unnið riðilinn og stefnum á það en við berum virðingu fyrir öllum okkar andstæðingum og undirbúum okkur vel fyrir hvert verkefni.


Hvað veistu um um Hvít-Rússana, erfitt lið að keppa við? Þetta er snúið verkefni, Hvíta-Rússland spilaði mjög vel gegn Englandi í undankeppni HM til dæmis og veitir flestum liðum mjög góðan leik. HvítaRússland eins og margar aðrar þjóðir frá þessu svæði í Evrópu eru á uppleið og okkur ber að virða þær og undirbúa okkur eins vel og kostur er á.

Hversu mikilvægt er að byrja vel og hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda? Það er gríðarlega mikilvægt að byrja á sigri, það er í raun það eina sem kemur til greina og til þess að gera leikinn skemmtilegri fyrir alla sem koma að honum þá er stuðningurinn gríðarlega mikilvægur. Ég er viss um að Tólfan mætir og tekur þátt í verkefninu með okkur og skemmtir sjálfum sér og öðrum konunglega. Hvet alla til að taka þátt í verkefninu með okkur frá upphafi.


Óvænt úrslit eða algjörlega fyrirsjáanleg? Tippaðu!

Stoltur styrktaraðili KSÍ


MARGRÉT LÁRA

NÝT HVERRAR MÍNÚTU Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt aftur til leiks en hún tók sér árs frí frá fótboltanum til þess að eignast erfingja. Hún er komin á fullt aftur en hún leikur með Kristianstad í Svíþjóð og er aftur búin að reima á sig landsliðsskóna. Þessi markaskorari segist njóta þessa að vera komin aftur og ætlar að leggja sitt á vogarskálarnar til að íslenska liðið nái sem lengst.

reynslu að við þurfum að hafa mikið fyrir hverjum sigri og því mikilvægt að við komum einbeittar í hvert einasta verkefni. Það eru margar hættur á leiðinni og því er mikilvægt að bera virðingu fyrir hverju verkefni fyrir sig. Við ætlum okkur stóra hluti en það þarf lítið út af bregða til að illa fari þannig að við verðum að toppa í hverjum leik til þess að markmiðin náist.

Hvernig er að vera komin aftur af stað með landsliðinu? Það er frábært að vera komin aftur. Ég nýt hverrar mínútu og hlakka til komandi ára hjá liðinu.

Finnst þér liðin í kvennaboltanum vera að jafnast, eru færri „slök” lið? Mér finnst það. Austur-evrópsku liðin sérstaklega eru í mikilli sókn. Við erum ekki að sjá eins stórar tölur í leikjum eins og áður þannig að kvennaboltinn er að verða jafnari sem er bara jákvætt. Það segir okkur það líka að við þurfum að halda áfram að bæta okkur svo við sitjum ekki eftir. Mikilvægt að huga að grasrótinni og fjölga verkefnum fyrir A-liðið.

Eftir leikinn við Slóvaka, hvernig er stemningin í hópnum? Stemmningin var mjög góð eins og alltaf hjá íslenska landsliðinu. Við unnum leikinn sem var mjög gott en það voru samt margir hlutir sem við hefðum getað gert betur. Við höfum lært af mistökum okkar og ætlum okkur að gera enn betur gegn Hvíta Rússlandi á þriðjudag. Ef þú skoðar riðilinn sem við erum í. Eigum við að teljast sterkasta liðið? Já, það segir allavega UEFA-listinn. Staðreyndin er hins vegar sú að einhver listi gefur okkur ekki neitt þegar inn í leikina er komið. Við þekkjum það af fyrri

Hversu mikilvægt er að byrja undankeppnina vel? Skiptir miklu máli fyrir okkur að byrja vel og fá liðið til að geisla af sjálfstrausti í komandi verkefnum. Í kvennaboltanum getur verið mjög dýrt að tapa stigum í riðlakeppni sem þessari þannig að við verðum að vinna Hvíta-Rússland ef við ætlum að ná markmiðum okkar sem er að vinna riðilinn. Við reiknum með að



Skotland vinni alla sína leiki þannig að við verðum að fara í hvern leik til að vinna. Þetta verða allt erfiðir leikir en markmiðin eru skýr og við erum ekkert hræddar við að setja markið hátt. Vitum við eitthvað um Hvít-Rússana? Því miður vitum við lítið. Við vitum hins vegar það að þær eru að bæta sig og verða sýnd veiði en ekki gefin. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og reiknum með hörkuleik á þriðjudag. Þær ætla sér væntanlega jafn mikið og við að komast á EM þannig að þær koma eflaust

vel skipulagðar og áræðnar til leiks. Undankeppnin er að byrja þannig að það eiga allir möguleika. Á meðan svo er gera allir allt til að vinna sína leiki. Er ekki málið að fólk fjölmenni á leikinn? Ekki spurning. Við hvetjum alla sem að geta og vilja koma og styðja okkur. Stuðningur áhorfanda getur skipt sköpum, hann verður okkar tólfti maður í þessari undankeppni. Ég get allavega lofað því að við leikmenn munum leggja líf okkar og sál í að komast á EM í Hollandi árið 2017.





Leikmenn Íslands Nafn Félag Leikir Mörk Guðbjörg Gunnarsdóttir Lilleström 35 0 Sandra Sigurðardóttir Stjarnan 10 0 Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik 0 0 Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan 13 0 Arna Sif Ásgrímsdóttir Gautaborg 7 1 Ásgerður S. Baldursdóttir Stjarnan 8 0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fylkir 8 0 Dagný Brynjarsdóttir Selfoss 54 11 Elísa Viðarsdóttir Kristanstad 21 0 Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 61 5 Glódís Perla Viggósdóttir Eskilstuna 31 1 Guðrún Arnardóttir Breiðablik 1 0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stabæk 19 1 Hallbera Guðný Gísladóttir Breiðablik 63 1 Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan 51 8 Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes 98 36 Margrét Lára Viðarsdóttir Kristanstad 99 71 Rakel Hönnudóttir Breiðablik 70 5 Sandra María Jessen Þór 8 4 Sara Björk Gunnarsdóttir Rosengård 84 17


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Áfram Ísland! N1 er stoltur bakhjarl íslensku landsliðanna í knattspyrnu.

N1 er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands

Hluti af sterkri liðsheild


Bílastæðamál við Laugardalsvöll Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Hvíta Rússlands sem hefst kl. 18:45.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti. Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

Laugardalur

-enginn skortur á bílastæðum!

Laugardalslaug 190 stæði World Class 110 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins er að finna yfir 1800 bílastæði.

SUNDLAUGAVE GUR

LA

Laugardalsvöllur 530 stæði

UG

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á, bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

AR GU

JAVE G

VE

UR

ÁS

RE YK

R

Íþróttasvæði Þróttar 130 stæði Laugardalshöll 100 stæði ÍSÍ 50 stæði E N G JA V E

LA

R

R

U

U

G

Ð N D S A U T

TBR húsið 80 stæði

R

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð 100 stæði

B

Skautahöll, Grasagarður 173 stæði

U

Austan við Laugardalshöll 115 stæði

S

Á bak við Laugardalshöll 160 stæði

Sýnum sjálfsagða tillitssemi og leggjum aldrei á gangstígum.


Ertu með vefverslun? Borgun býður fjölbreyttar lausnir og góða þjónustu fyrir þá sem vilja taka við öllum greiðslukortum gegnum vefsvæði eða app. Kannaðu málið á borgun.is.

Borgun er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins.





Hvar er sætið þitt?


+ icelandair.is

Vertu með okkur

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 76175 09/15

VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.