1. tölublað 2012

Page 1

Kjalnesingur

1. tbl. 12. árg.

Fréttabréf Íbúasamtaka Kjalarness

12. janúar 2012

Hverfaverkefni – Kjalarnes

Viltu fá nýja rólu, ljósastaur, bekk, göngustíg, hraðahindrun eða eitthvað allt annað. Kjalnesingur, láttu ljós þitt skína og hafðu áhrif á uppbyggingu hverfisins Á vefnum Betri Reykjavík geta Kjalnesingar eins og aðrir borgarbúar forgangsraðað fjármunum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Fram til 23. janúar geta íbúar sett inn hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum í hverfunum og stutt hugmyndir annarra eða hafnað þeim. Óskað er eftir hugmyndum sem geta haft áhrif á umhverfi og eða möguleika til útivistar og samveru, aðstöðu eða tækifæri til leikja eða afþreyingar, bætta aðstöðu og möguleika gangandi vegfarenda eða bætta aðstöðu fyrir notendur strætó í hverfunum. Eftir 23. janúar verða efstu hugmyndir teknar af vefnum og metnar af fagsviðum borgarinnar. Ef framkvæmd þeirra heyrir undir verkahring Reykjavíkurborgar verða þær kostnaðarmetnar en síðan munu hverfaráðin stilla upp verkefnum sem íbúum gefst kostur á að kjósa um með rafrænum hætti, frá 8. – 13. mars 2012. Upplýsingar um hvernig þessu fjármagni er skipt á milli hverfanna má finna inni á vefnum betrireykavik.is. Hafa verður í huga að ekki er verið að kjósa um allar verklegar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Mun meira verður framkvæmt í hverfunum á næsta ári.

Kjalnesingar eru hvattir til að kynna sér vefinn og taka virkan þátt í því að koma með og velja raunhæfar hugmyndir til að gera borgina enn betri fyrir alla íbúa hennar. Þeir sem áhuga hafa á að setja inn hugmynd að hverfaverkefni og gefa hugmyndum annarra vægi sitt verða að vera skráðir notendur á Betri Reykjavík Ef hverfið valið er hægt að skoða allar þær hugmyndir sem nú þegar er komnar fyrir viðkomandi hverfi.Síðan er hægt að gefa þeim vægi sitt nú eða setja inn nýja hugmynd. Á vefnum Betri Reykjavík er lýsing á hvað fellur undir nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Nánari upplýsingar er að finna á www.betrireykjavik.is.· Kjalnesingar eru hvattir til að fara inn á vefinn fyrir 23. janúar og koma á framfæri hugmyndum að smærri viðhaldsverkefnum eða nýframkvæmdum og taka þannig virkan þátt í ákvarðanatöku varðandi umhverfi sitt. Bestu hugmyndirnar koma síðan til framkvæmdar á þessu ári. Allar nánari upplýsingar má finna á kjalarnes.is

KJALARNES.IS


Prjónakaffi og föndurkvöld

Kjalnesingur ..

Útgefandi: Íbúasamtök Kjalarness .Ábyrgðarmaður: Guðni Indriðason laufbrekka@kjalarnes.is

Næstu prjónakaffi og handverkskvöld verða: 18. janúar

Á döfinni 14. jan kl. 11:30 - 14:00 15. jan kl. 11:00 16. jan 17. jan 19. jan kl. 18:00 - 19:30 22. jan kl. 11:00 23. jan 25. jan kl.. 20:00 29. jan kl. 11:00 2. feb kl. 18:00 - 19:30 05. feb kl. 11:00 12. feb kl. 11:00 14. feb kl. 10:30 - 11:00 16. feb kl.18:00 - 19:30 19. feb kl. 11:00 26. feb kl. 11:00 04. mar kl. 11:00

Prjónakaffið er alltaf jafn vinsælt og verður það áfram fyrsta og þriðja miðvikudagskvöld í mánuði, í Fólkvangi kl. 20-22. Handverkskvöld eru fjórða miðvikudag í mánuði.

1. febrúar

Aðalfundur ÍK í Fólkvangi. Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju Æfingar á vorönn hjá UMFK hefjast Lokaskiladagur v. styrkumsóknar Bókabíllinn í Grundarhverfi Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju Lokaskil vegna hverfaverkefna Handverkskvöld í Fólkvangi Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju Bókabíllinn í Grundarhverfi Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju Bókabíllinn við Leikskólann Berg Bókabíllinn í Grundarhverfi Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju Barnaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju

15. febrúar 7. mars

Kvenfélagið Esja Fastir fundir eru í Fólkvangi kl 20:00 annan miðvikudag í hverjum mánuði: Næstu fundir eru því 8. febrúar og 7. mars

Stormur unglingadeild Fastir fundir eru í Þórnýjarbúð alla þriðjudaga. Yngri deild er kl 17:00 - 19:00 Eldri deild er kl. 19:00 - 21:00

Kjölur björgunarsveit Fastir fundir eru í Þórnýjarbúð kl 20:00 - 22:00 alla miðvikudaga.

Fótbolti 18+ Ökukennsla, Akstursmat, Endurtökupróf Pétur Þórðarson Ökukennari

Fótbolti í íþróttahúsinu alla þriðjudaga kl 20:00 - 21:00.

Fjölskyldutími í íþróttahúsi Fjölskyldutími í íþróttahúsinu alla laugardaga kl 11 - 12.

Búagrund 1 Kjalarnesi

s. 892 7480 okunam@okunam.is www.okunam.is

Skráðu þig á póstlistann Vefur okkar Kjalnesinga kjalarnes.is sendir sjálfkrafa út rafpóst til til þeirra sem skrá sig á póstlistann þegar fréttir eða tilkynningar eru ritaðar á vefinn. Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á umhverfi sínu og samfélagi að skrá sig á póstlistann. Vinsamlegast sendið okkur póst á kjalnesingur@kjalarnes.is og óskið eftir að verða skráður á póstlistann.

Kjalnesingar! Fylgist með “á döfinni” inni á kjalarnes.is þar sem finna má ýmsa viðburði okkar KJALNESINGA. 2

“þú”@kjalarnes.is Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness býður áfram Kjalnesingum að fá netfang @kjalarnes.is. Að sjálfsögðu eigum við öll sem búum hér að vera með netfangið @kjalarnes.is, það er stór hluti af samstöðu okkar um okkar hverfi. En að sjálfsögðu þarf að greiða lítilsháttar fyrir þetta, eða 2.000 kr á ári til að mæta þeim kostnaði sem Íbúasamtökin þurfa að standa skil á við rekstur pósthússins. Hafðu samband við einhvern af stjórnarmönnum Íbúasamtakanna og viðkomandi aðstoðar þig með málið, eða sendu póst á kjalnesingur@kjalarnes.is.

AA fundir eru í Kátakoti öll laugardagskvöld kl. 21:30

KJALARNES.IS


Aðalfundur Íbúasamtaka Kjalarness. Tilgangur ÍK er að vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa Kjalarness ásamt því að stuðla að samstarfi og samhug. Íbúasamtökin eru samtök allra íbúa Kjalarness þar sem allir hafa jafnan rétt til áhrifa á starf þeirra. Íbúasamtökin hafa þannig reynst góður samstarfsvettvangur og tengiliður milli annarra félaga á Kjalarnesi. Stjórn ÍK hefur lagt mikla áherslu á að miðla upplýsingum til íbúa og í þeim tilgangi notað vefinn www.kjalarnes.is ásamt fréttabréfinu Kjalnesingi. Í þessu starfi hefur byggst upp voldugur netfangalisti sem ávalt þarf að vera í endurnýjun og er nýttur er til að senda út viðburðarlistann “Á döfinni” þar sem athygli er vakin á fréttnæmum viðburðum. Til þess að efla þennan lista eru áhugasamir beðnir að senda Íbúasamtökunum póst merktum “Á döfinni” inn á netfangið: ik@kjalarnes.is. Sérstaða Kjalarness: Þrátt fyrir að íbúar á Kjalarnesi séu einungis 0,7% af íbúum Reykjavíkur þá er landssvæði hins gamla Kjalarneshrepps um helmingur af Reykjavík. Þetta skiftir verulegu máli þegar hugsað er um þjónustu við íbúana. Kjalarnesið bíður upp á gríðarlegt landsvæði hvort sem horft er til útivistar eða land fyrir framkvæmdir. Við sameiningu sveitarfélaganna Kjalarness og Reykjavíkur fyrir hartnær einum og hálfum áratug var þetta verðmæta land ein af ástæðu sameiningarinnar. Í staðinn var gert samkomulag um uppbyggingu á Kjalarnesi og þjónustu við Kjalnesinga. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar borgin skerðir þjónustu eins og gerðist þegar endurvinnslustöð Sorpu var lokað. Sorpa: Í upphafi síðasta árs var lokun endurvinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi afar mikið hitamál. Okkur þykir borgin hafa brugðist skildum sínum við íbúa Kjalarness bæði sé horft til “bláu bókarinnar” sem var grundvöllur sameiningarinnar og einnig þeirri sýn sem var um verkefnið “grænt Kjalarnes”. Þar hefði að sönnu mátt gera fyrirmyndar átak á flokkun og hvattningu til endurnýtingar úrgangs í stað þess að gefa Kjalnesingum puttann. Þessi orusta tapaðist en stríðið stendur yfir. Stríðið framundan felst ekki síst í að fá borgaryfirvöld til að vinna með okkur að flokkun og skynsamlegri meðhöndlun úrgangs sem fellur til á Kjalarnesi. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg er mjög aftarlega í umhverfismálum sem snúa að flokkun og því ákjósanlegt ef við þrýstum á um þann þátt. Í framhaldi af fundinum um landsáætlun um úrgang sem haldinn var í Fólkvangi og þeirrar stefnumótunar sem þar verður unnin og kynnt í vor er kominn góður grunnur til að vinna út frá. Atvinnuþróunarfélag: Í framhaldi af Íbúaþingi vorið 2010 og afar dapurlegri þróun í atvinnuleysi á Kjalarnesi þar sem atvinnuleysi mældist eitt mesta í Reykjavík var blásið til atvinnuráðstefnu. Markmiðið var að virkja fólk til verka og benda á fjölbreytta möguleika á Kjalarnesi. Upp úr þessari ráðstefnu spratt Atvinnuþróunarfélag Kjalnesinga þar sem mikið er horft til nýtingar á byggingunum í Arnarholti. Þetta félag er opið öllum áhugasömum. Fólkvangur: Félagsheimilið Fólkvangur hefur frá upphafi verið samastaður félagsstarfs á Kjalarnesi. Síðustu misseri var Fólkvangur rekinn af menntasviði en þar áður af ÍTR. Nú er svo komið að engin borgarstofnun virðist vilja standa undir rekstri þessa húss en hafa boðið félögum á Kjalarnesi það til leigu fyrir um kvartmilljón á mánuði. Það er okkur ofviða en vonandi finnst

fljótlega einhver flötur á framtíð Fólkvangs. Kjalarnesdagar: Kjalarnesdagar eru að festa sig í sessi sem hverfishátíð Kjalnesinga. Í ár hófust þeir með litaskreytingum hverfahlutanna og drullubolta unglinganna. Eftir skrúðgögnu á laugardeginum hófust UMFK leikarnir þar sem hart var barist milli hverfahluta. Eftir það var Fólkvangur miðstöð Kjalarnesdaga þar sem fram fór fjölbreytt dagskrá sem endaði á sunnudeginum með menningardagskrá í umsjá Sögufélagsins Steina og Brautarholtssóknar. Félagafundur: Af þeim 20 félögum sem boðuð voru til sameiginsegs fundar í haust mættu fulltrúar frá 14 þeirra. Komið var inn á fjölmörg sameiginleg hagsmunamál félaganna. Stærsta mál fundarins var þó framtíð Fólkvangs en félögin samþykktu viljayfirlýsingu um að taka við rekstri félagsheimilisins gegn árlegu framlagi frá Reykjavíkurborg. Skotæfingasvæðið á Álfsnesi: ÍK var aðili að stjórnsýslukæru vegna leyfisveitingu borgarinnar til reksturs skotæfingasvæðis á Álfsnesi vorið 2009. Umhverfisráðherra úrskurðaði kærendum í vil en þrátt fyrir að ráðherra feldi leyfisveitinguna úr gildi ákvað borgin að starfsemin yrði ekki stöðvuð. Á fundi Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur með kærendum í maí 2010 var fallist á að kærendur gerðu ekki athugasemdir við starfsemina gegn því að hún yrði flutt á næstu 12 mánuðum. Nú er þessi tími liðinn og ekkert bólar á flutningi. Taka þarf ákvörðun um næstu skref sem trúlega felst í málssókn gegn borginni sem ekki hefur virt úrskurð ráðherra. Umferðaröryggismál: Frá upphafi hafa umferðaröryggismál verið fyrirferðamikil í starfi Íbúasamtakanna. Vesturlandsvegurinn með allt að 13 þús bíla umferð á dag sker byggðina. Örmjór Brautarholtsvegur með sína þungaflutninga er notaður sem gönguleið og fjölmargar hættur leynast á þjóðveginum. Mikið eignatjón hefur orðið á síðust vikum þegar bílar hafa farið útaf og í eitt skipti strætó þar sem ekki er skilda að sitja í öryggisbeltum. Nú má telja í áratugum frá því fyrst var gefið loforð án efnda um breikkun Vesturlandsvegar. Ekki er fyrirséð að farið verði í breikkun vegarins í náinni framtíð. Því er vert að skoða hvort hægt sé að fara í úrbætur eins og lagfæringar á vegöxlum og fláa frá vegi, fækka stútum inn á veginn, setja upp vindpoka til aðvörunar og margt fleira. Hafinn er undirbúningur að íbúafundi um umferðaröryggismál í mars þar sem fagfólk verður fengið til að fjalla um þessi mál. Ný stjórn ÍK: Á þessum aðalfundi verður kosið um þrjá einstaklinga í stjórn og fimm í varastjórn. Eins og sjá má af verkefnunum hér á undan er starfið afskaplega líflegt en breið þátttaka er undirstaða þessa blómlega starfs. Við getum ekki alltaf ætlast til að vera einungis þiggendur. Starfið byggir á fjölbreyttum sjónarmiðum. Tökum þátt í öflugu, skemmtilegu og gefandi starfi sem hefur það að markmiði að bæta hag okkar allra. Fjölmennum á aðalfund Íbúasamtaka Kjalarness og tökum virkan þátt í að móta framtíð okkar hér á Kjalarnesi. Ásgeir Harðarson formaður ÍK

3

KJALARNES.IS


Æfingarnar að fara á fullt!

„Á prjónum“ Kjalnesings

Ágætu Kjalnesingar.

Nafn - aldur: Dagur Þórðarson - 14 Ára Heimilisfang: Esjugrund 38 Staða: Nemandi í Klébergsskóla-Vinna: Geimfari Frístundir – áhugamál – markmið: Ég hef áhuga á björgunarsveitarstarfi og er því í unglingadeildinni Stormur- markmið mitt er að ná góðum einkunnum í skólanum og losna við fituna á maganum þannig að það sjáist betur í magavöðvana. Betra Kjalarnes – hugmyndir – óskir: Ég væri til í það að haldið væri fleiri bekkjarkvöld, til dæmis eins og að fara að gera eitthvað saman. Kvikmyndin – stjarnan: Avatar-James Cameron Tónlistin – hljómsveitin – söngvarinn: RappEminem Bókin: Milljón holur Liðið – íþróttir: Manchester United Uppskriftin – matur - drykkur: Humarsúpa og Malt Skora á næsta: Alexía G. Valgeirsdóttir

Okkur hjá UMFK langar að óska ykkur gleðilegs árs og þökkum við fyrir allt liðið. Nú erum við að fara af stað aftur eftir gott frí með æfingarnar. Einhver breyting verður á æfingatöflunni hjá okkur og er það gert vegna smá breytinga á þjálfurum hjá okkur. Robert Bentia þjálfari í fimleikum verður ekki meira með okkur og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag en þar var á ferðinni maður sem hafði mikla kunnáttu á íþróttinni. Við starfi hans tekur Sigrún María Grétarsdóttir og bjóðum við hana velkomna til starfa. Einnig verður smá breyting á þjálfurum hjá knattspyrnunni en Alexander Aron (Alli) hefur óskað eftir því að fá sig lausan og þökkum við honum kærlega fyrir hans framlag til UMFK síðustu ár. Hörður íþróttafulltrúi mun verða með tvær æfingar í viku á móti Nökkva. Æfingafjöldi mun verða sá sami og síðast liðið haust og munum við verða með æfingar í fimleikum og sundi til 30. apríl og til 31. maí hjá knattspyrnunni áður en við förum í sumartöfluna þar. Við munum bjóða uppá ZUMBA sem er að gera allt vitlaust í dag hér á landi, en það er dans fitness og er sagt að þetta sé frábær hreyfing. Þetta er samstarf UMFK og Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Við erum svo að vinna í því að fá námskeið í Parkor (götufimleikar) og eins og staðan er verður að teljast mjög líklegt að það takist, og verði þá væntanlega í formi 6 vikna námskeið til að byrja með eða lengur ef vel tekst til. Það verður aulýst síðar á umfk.is, facebook og víðar. Við munum fara með 5.fl. karla í knattspyrnunni á Reykjavíkurmótið sem hefst væntanlega í lok febrúar. En svona að lokum vonumst við til þess að eiga með ykkur skemmtilegar starf á þessu ári. Ef það eru einhverjar spurningar er um að gera að hafa samband við Hörð íþróttafulltrúa í síma 846-2449 eða með því að senda honum póst á netfangið hoddi@kjalarnes.is Kveðja frá UMFK

4

KJALARNES.IS


UMFK VOR 2012 Æfingagreinar Fótboltinn er alltaf sívinsæll, og heldur nú áfram. Þjálfarar á vorönn verða þeir Nökkvi Fjalar og Hörður 5. og 6.flokkur taka svo sameiginlega þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Fimleikar: Nýr tími og nýr þjálfari. Um leið og við þökkum Roberti Bentia fyrir frábært starf, kynnum við nýjan þjálfara sem er hún Sigrún María Grétarsdóttir, Grétarsdóttir og verða fimleikatímar nú kl.16.00 á mánudögum og miðvikudögum. Sund: Sund Það er bara uppgangur í sundinu, látum hann halda áfram í vor. Svo er stefnt á að fara á mót einhverntíman á önninni, það verður bara gaman. Harpa sér auðvitað um sundið

Námskeið ZUMBA, ZUMBA, ZUMBA Allar konur með fætur ættu að fara í ZUMBA Verður í samstarfi við Dansskóla Jóns Péturs og Köru Sjá nánar auglýsingu á bls. 8 Parkour: UMFK er að vinna að því að fá Parkour námskeið á kjalarnes, málið er í vinnslu og verður auglýst um leið og það verður frágengið. Íslenskan yfir Parkour er götufimleikar, en íþróttin er upprunninn í Frakklandi, spennandi sport fyrir hressa stráka og stelpur. Fylgist með á umfk.is 5

KJALARNES.IS


Æfingatafla UMFK vor 20 Tími

Mánudagar

15.0016.00

6. og 5.fl. ka. knattsp (´03´00)

16.0017.00

Fimleikar allir

5.6.7. fl. kv. ´05-´00

6. og 5.fl. ka. knattsp (´03´00)

Tími

Mið

5.6.7. fl. kv.

15.00og 7.fl. ka. 16.00

´05-´00

16.0017.00

Fimleikar allir.

Sundæfingar 17.00lengra komnir 18.00

17.0018.00

Íþrótta1 klúbbur 7.- 1 10.bekkur

18.0019.00

18.0019.00

16.30- Sundnámskeið 16.0017.10 byrjendur 17:00

18.0019.00 19.0020.00 20.0021.00

Þriðjudagar

15.00og 7.fl. ka. 16.00

17.3018.10

17.0018.00

Tími

Félagsmiðst. Ungl.

19.0019.0020.00 20.00 20.00-. 20.00Fótbolti 18+ 21.00 21.00 21.00. 21.50

Old boys

Zumba

Þjálfarar Sími: íþróttahús/sundlaug. 566 6879

Harpa sundþjálfari, sím

Nökkvi knattspyrnuþjá Sigrún María fimleika

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Kjalarnesi:

Hörður Heiðar Guðbjörnsson hoddi@kjalarnes.is sími: 846-2449 Æfingatímabil er: 16. janúar - 30.apríl Síðsti dagur á æfingum fyrir páskafrí er laugardagurinn 30. mars. Hefjum aftur æfingar þriðjudaginn 10. apríl samkv. töflu.

B

Engar æfingar 19. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

K

6

KJALARNES.IS

F


012, Íþróttahús/sundlaug

ðvikudagar

Tími

Fimmtudagar

Föstudagar

Tími

Laugardagar

14.0015.00

6. og 5.fl. ka. knattsp (´03´00)

11.0012.00

Fjölskyldutími, allir velkomnir

5.6.7. fl. kv.

15.0016.00

15.00og 7.fl. ka. 16.00

15.0016.00

16.0017.00

16.0017.00

Sundæfingar 17.30- Félagsmiðst. 17.30lengra komnir 18.00 18.00 Miðstig.

17.0018.00

´05-´00

16.30- Sundnámskeið 16.0017.10 byrjendur 17.00

17.3018.10

Tími

18.0019.00 19.0019.50

Zumba

20.0021.00

18.0019.00

18.0019.00

19.0020.00 20.0021.00

19.0020.00 20.0021.00

mi 8472210

harpa89@gmail.com

álfari, sími 8667210 þjálfari, sími 6963208

nokforr@verslo.is sigrunmariag@gmail.com;

Sund og fimleikar verða til 30. apríl, knattspyrnan til 31. maí.

Boðið er uppá 2x6 vikna námskeið í sundi og 1x14 vikna

Fimleikar eru eitt tímabíl 16. janúar -30. apríl

Knattspyrnan er eitt tímabil 16. janúar -31. maí. 7

KJALARNES.IS


Zumba Ágætu Kjalnesingar og nærsveitungar Nú höfum við hjá UMFK í samstarfi við Dansskóla Jóns Péturs og Köru ákveðið að bjóða uppá ZUMBA. Zumba Fitness hefur verið tekið opnum örmum af Íslendingum. Zumba Fitness er æfingaáætlun sem byggist upp á suður-amerískum dönsunum Salsa, Merenge, Raggeton, Cha Cha Cha , Samba, Cumbia og fleiri dönsum. Markmið tímanna er að fólk hreyfi sig, fái styrk, mikla brennslu og hafi gaman. Kennarinn heitir Ellina Baykova og er rússnesk og hefur mikla reynslu. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17. janúar kl. 21.00 í íþróttahúsinu á Kjalarnesi og er hann jafnframt frír prufutími. Svo í framhaldinu verða tímarnir tvisvar í viku á þriðjudögum kl. 21.0021.50 og á fimmtudögum frá kl. 19.00-19.50. Verð fyrir 7 vikur er 12.900 kr. Greiðsla og skráning fer fram inn á heimasíðunni www.dansskoli.is Athugið að lágmarksfjöldi er 15 einstaklingar svo ég hvet ykkur til að hvetja hvort annað til að koma í þessa skemmtilegu hreyfingu. Ef frekari upplýsingar óskast bið ég ykkur að hafa samband við Dansskóla Jóns Péturs og Köru í síma 553 6645. Hörður Heiðar Guðbjörnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Kjalarnesi Simi: 846-2449.

8

KJALARNES.IS


Íþróttamiðstöð

HVERFISRÁÐ KJALARNESS

Sundlaug – tækjasalur – íþóttasalur

AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sími: 566-6879 Afgreiðslutímar og gjaldskrá:

Hverfisráð Kjalarness auglýsir eftir styrkumsóknum í miljón króna pott sem ráðið hefur til ráðstöfunar undir heitinu ódýrari frístundir.

Vetraropnun (1. október – 31. mars.) Virka daga - 17:00-21:00,

Starfshópurinn Ódýrari frístundir starfaði árið 2010 og hafði það markmið að finna leiðir til að stuðla að ódýrari frístundum fyrir börn og unglinga, forvörnum, samstarfi í hverfum og vinna gegn óæskilegu brottfalli úr skipulögðu starfi.

þriðjudaga opið til 22:00 Helgar - 11:00-15:00

Sumaropnun (1. apríl - 30. september) Virka daga - 15:00-21:00, þriðjudaga opið til 22:00

Með einkunnarorðin ,,frístundir fyrir alla” að leiðarljósi setti hópurinn fram tillögur árið 2011 sem byggja á jafnrétti til frístunda, óháð efnahag, uppruna og kyni. Jafnframt að leita leiða til að örva nýbreytni og nýsköpun á sviði íþróttaog tómstundamála.

Helgar - 11:00-17:00

Verð í sund í Klébergslaug: Stakt gjald fullorðnir kr. 450 Stakt gjald börn kr. 100 10 miða kort fullorðnir kr. 3.000 10 miða kort barna kr. 900 6 mánaða kort fullorðinna kr. 15.000 6 mánaða kort barna kr. 6.000 Leiga á handklæði kr. 400 Leiga á sundfötum kr. 600

Verð í tækjasalinn Stakt gjald fullorðnir kr. 360 Stakt gjald unglingar kr. 150

Hverfisráðið munu ráðstafa styrkjum til samstarfsverkefna sem þau telja mikilvægust út frá markmiðum um ódýrari frístundir og forvarnir og aðgerðir gegn óæskilegu brottfalli úr skipulögðu starfi. Sérstaklega verður horft til þess að efla frístundastarf barna úr efnalitlum fjölskyldum. ÍTR hefur eftirlit með ráðstöfun og nýtingu styrkjanna.

10 miða kort kr. 2250 Mánaðarkort kr. 2560

Umsóknarfrestur er 17. janúar og skulu umsóknir berast í rafrænu formi á netfangið: ingibjorg.th.sigurdardottir@reykjavik.is

3 mán. kort kr. 6150

Verð í íþróttasal: Stakt gjald einstaklings kr. 300 klst Hópgjald kr. 2970 klst

9

KJALARNES.IS


Hrósið fær ....... Framkvæmdasvið Reykjavíkur, okkar maður Kristján M. Þorsteinsson, fyrir að greiða leið okkar hinna í gegnum skaflana með snjómokstri sínum. Eld snemma morguns, eða frekar um miðja nótt, fer hann til starfans á stóra traktornum sínum og byrjar að ryðja brautina um helstu leiðir hverfisins og heimreiðar til bæja í dreifbýlinu. Kippir upp bílum á leið sinni sem rásað hafa aðra leið en misvitrir ökumenn þeirra ætluðu. Allir ætlast til þess að þeir fái þjónustu fyrst og síðan hinir. Fum- og hávaðalaust og af seiglu stingur hann í gengum skafla jafn háir traktornum stóra, skaflar sem ekki hafa verið nákvæmlega þarna svo lengi sem elstu menn muna. Þá dreifir hann naumt skömtuðu og rándýru, óumhverfisvænu salti af stakri natni á ak- og göngubrautir. Tíðin er rysjótt um þessar mundir og veðrið aldrei eins. Einn daginn brestur hann á með fannfergi og frosthörkum vikum saman og í kjölfarið asahláka með miklu vatnsveðri. Saltið skolast burt, mikil svellalög þrjóskast við og verður sumum hált á því og flestir búnir að gleyma hversu algengt svona veðurfar var, áður en hnattræn hlýnun varð á hvers manns vörum.

Jón, Kristján og John Deere

Mannbroddar löngu týndir eða farnir úr tísku og sjálfsagt að ganga áfram um á lakkskóm og hælaháum ballskóm, detta á hausinn, brjóta sig og láta bruna með sig á bráðadeild og skammast svo út í borgarstjórann fyrir að standa sig ekki í salt- og sand innkaupum. Þá rís sveitavargurinn upp á afturlappirnar og býsnast yfir hvaða vesen þetta er í borgarpakkinu, þegar snjókorn fellur í Reykjavík er eins og allt fari á hliðina. Já, hvað við eigum gott að eiga þá að; Stjána, Jón Bergvinsson og Óla Valla, hérna á Kjalarnesinu til að greiða götu okkar. Hvar værum við stödd án þeirra ? TT 10

KJALARNES.IS


Styrkir björgunarsveitina Kjöl Höfðinglegur styrkur barst sveitinni á næst síðasta degi ársins. Sigurður R. Guðmundsson, öðru nafni Kjalnes Siggi í Nesi kokkur, gaf sveitinni söluhagnað af Skötuveislunni í Fólkvangi á Þorláksmessu. Hagnaðurinn varð minni en efni stóðu til, þar sem Reykjavíkurborg vildi ekki gefa eftir leigugjald af Fólkvangi, auk þess sem slæmt veður hamlaði aðsókn. Einnig gaf hann forláta þokulúður í slöngubátinn. Hann hefur í gegnum árin áður styrkt önnur félagasamtök með ágóða af Skötuveislu og hefur fullan hug á að halda því áfram. Á myndinni eru þeir Sigurður t.v. og Hólmar að handsala styrkinn og John Lennon er yfir um og allt um kring.

Björgunarsveitin Kjölur þakkar íbúum Kjalarness fyrir stuðningin við starf okkar með kaupum á flugeldum

2011 annasamt ár hjá Kili Nýliðið ár var sérstaklega annasamt er varðar útköll og aðstoðarbeiðnir. Alls var sveitin kölluð til í 71 skipti, sem er um 40% aukning miðað við fjölda útkalla síðastliðin tvo ár. Munar þar mestu um fjölgun í útköllum á vegum SHS vegna bráðaveikinda, slysa og eldsvoða á Kjalarnesi og nágrenni. Flest urðu útköllin í júlímánuði s.l. þegar sveitin var kölluð út 9 sinnum, auk þess að sinna viku Hálendisgæslu að Fjallabaki. Fyrsta útkall ársins 2012 kom á nýársdag þegar sveitin lagði í leiðangur upp í Kjósarskarð til þess að losa þar tvo bíla sem sátu fastir í snjó. Kjósarskarð var ófært öllum óbreyttum bílum og alls ekki ökumönnum óvönum akstri í snjó. Virtist sem leiðin um skarðið að vestanverðu á Þingvelli hafi heillað margan útlendinginn þann daginn, því auk bílanna tveggja sem voru losaðir, var tveimur til viðbótar snúið við. Allt bílaleigubílar með Bretum, Bandaríkjamönnum og Hollendingum.

Félagsstarf 60 ára og eldri

Pípulagnaþjónusta

Munið fundina á fimmtudögum milli kl. 15-17 í Fólkvangi.

Viðhald - Viðgerðir - Breytingar

Alltaf heitt á könnunni!

Maggi pípari, Esjugrund 44 S: 898-8870

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg s: 695 1352. 11

KJALARNES.IS


AÐALFUNDUR Íbúasamtaka Kjalarness Laugardaginn 14. janúar verður aðalfundur ÍK haldinn í Fólkvangi Dagskrá: 11:30 -

Fundarsetning Skýrsla stjórnar Fjármál ÍK Umræður um skýrslur Kosningar Ávarp Oddnýjar Sturludóttur borgarfulltrúa Áherslur Kjalnesinga, Oddný tekur þátt í umræðum Önnur mál 14:00 Fundarslit Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð. Stjórn Íbúasamtaka Kjalarness

MESSUR Í BRAUTARHOLTSKIRKJU 15. jan. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn. 22. jan. kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson. 29. jan. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn. 5. feb. kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson. 12. feb. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn. 19. feb. kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson. 26. feb. kl. 11:00 - Barnamessa í Brautarholtskirkju. Sr. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn. 4. mar. kl. 11:00 - Guðsþjónusta í Brautarholtskirkju. Sr. Gunnar Kristjánsson.

Messur í Reynivallakirkju 26. feb. kl. 14:00

Gunnar Kristjánsson sóknarprestur

KJALARNES.IS

12


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.