Bikarleikskrá 2017

Page 1

BIKARÚRSLIT

9. september 2017

SEPT

09

ÍBV - Stjarnan Laugardalsvöllur Kl. 17:00

Hvetjum liðiÐ til sigurs! - ViÐtal viÐþjálfara - ViÐtal viÐ Sísí Láru - Leikmenn - ferÐaáætlun á leikinn - ÍBV varningur Vinnslustöð Vestmannaeyja er dyggur stuðningsaðili kvennaknattspyrnunnar í Eyjum


ÁFRAM

FERÐAÁÆTLUN & ÍBV VARNINGUR Frítt í herjólf gegn framvísun miða á leikinn í 11 ferðina og til baka með 22 ferðinni

Miðasala hefst 4.september á www.miDi.is ÍBV stuðningsmenn eiga suðurhluta stúkunnar

Rútuferðir:

Landeyjarhöfn - KR VÖLLUR KR VÖLLUR - Laugardalsvöllur Laugardalsvöllur - landeyjarhöfn

Rútumiðinn kostar 3.500 og fást þeir í nostru.

ÍBV bolir & íbv flísteppin fást einnig í nostru

KR - ÍBV

Í FROSTASKJÓLI KL. 14:00 PEPSIDEILD KARLA

BIKARINN TIL EYJA... ÁFRAM ÍBV!

2


Ian Jeffs, þjálfari kvennaliðsins Við verðum að eiga góðan leik þar sem allar eru að vinna að sama verkefninu. Verjast vel á móti sterkri sóknarlínu og nýta færin okkar. Hvernig ætlar þú að haga undirbúningnum fyrir leikinn? Undirbúningurinn fyrir þennan leik er sá sami og fyrir alla aðra leiki. Stjarnan er með gríðarlega gott lið, hvað þurfið þið að gera til þess að vinna þær? Við höfum spilað tvo leiki við Stjörnuna í sumar sem hafa báðir endað með jafntefli þannig að munurinn á milli liðanna er ekki mikill. Við spilum okkur leik og vonum að það gefi okkur sjálfstraust til að klára leikinn á þann hátt sem við viljum. Þið byrjuðuð íslandsmótið vel fram að EM pásunni, fyrstu leikirnir eftir pásu voru frekar slakir þar sem þið náðuð aðeins jafntefli á móti lakari liðum, hefurðu skýringu á því? Við spiluðum ekki vel í þessum leikjum en náðum í stig sem var betra en ekkert. Eftir slaka leiki komum við út í seinni hálfleik á móti Þór/KA fullar af orku og vildum klára dæmið sem við lögðum upp með, það gekk upp og var ánægjulegt að labba af velli með þrjú stig. Við horfum á það jákvæða í þeim leik frekar en að taka með okkur jafnteflisleikina eftir EM pásu. Hverja telur þú möguleikana á titlinum? Það sem við getum gert er að halda okkar striki og klára okkar leiki við sjáum hvar við stöndum í lokin. Hvernig er staðan á hópnum, eru allir leikmenn heilir? Já Nú er þetta í annað sinn í röð sem að þið komist alla leið í bikarúrslit, verður þetta eitthvað frábrugðið ár hjá ykkur (fyrir utan sigur auðvitað)? Þettta verður leikur tveggja toppliða á Íslandi, vonandi að stelpurnar taki með sér reynsluna úr síðasta bikarúrslitaleik og læri af henni og auðvitað að snúa þessu í sigur í ár. Hvað þurfið þið að gera til þess að verða bikarmeistarar?

Ertu með einhver skilaboð til stuðningsmanna sem leggja leið sína á völlinn? Vonandi að sem flestir leggi leið sína á völlinn og styðji vel við bakið á stelpunum, strákarnir unnu titilinn með frábæra stuðningsmenn þar sem Eyjamenn voru 12. maðurinn á vellinum. Hlakka til að sjá ykkur í Laugardalnum. Áfram ÍBV

Við óskum meistaraflokki karla innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn!

Knattspyrnudeild kvenna ÍBV Bikarleikskrá 2017 Útgefandi: ÍBV - Íþróttafélag

Umbrot: Lind Hrafns // Nostra Prentun: Prentun.is Ábyrgðarmaður: Jón Ólafur Daníelsson 3


VIÐ STYÐJUM STELPURNAR OKKAR:

STAVEY

Bylgja VE 75

Verslun Heiðarvegi 6 | 481 1400

EYJABLIKK EHF

Bergur VE

4


Uppáhalds: Bíómynd: She´s the man Matur: Fiskur Drykkur:Vatn Knattspyrnukona: Carli LIoyd Leikari: Adam Sandler Sjónvarpsþáttur: Friends

Sigríður Lára Garðarsdóttir Fullt nafn, fæðingardagur og ár? Sigríður Lára Garðarsdóttir, 11. mars 1994 Fjölskylduhagir? Foreldrar mínir eru Garðar og Rinda og ég á einn eldri bróður sem heitir Sæþór Örn. Staða á vellinum? Miðjumaður. Ferill sem leikmaður? Hef spilað allan minn feril með ÍBV. Hvaða titla hefur þú unnið? Lengjubikarmeistarar 2016, mfl. Íslandsmeistarar í futsal 2012, mfl. Íslandsmeistarar 2008, 2. fl. Fjöldi landsleikja? 10 A - landsleikir Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Sara Björk, Glódís Perla og Cloé. Erfiðasti andstæðingur? Marta leikmaður í brasilíska landsliðinu er hrikalega öflug. Hver eru markmið þín í fótboltanum? Fyrst og fremst að bæta mig sem leikmaður, leggja mig alltaf 120% fram og hafa gaman af því. Mín stærstu markmið eru að fara út í atvinnumennsku og spila fyrir íslenska landsliðið.

æfingum? Bara allt sem þjálfarinn hefur lagt upp á æfingu, en það allra skemmtilegasta eru skot, fyrirgjafir og spil á stuttum velli. En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Færa og ganga frá mörkum. Mestu vonbrigðin á ferlinum? Bikarúrslitaleikurinn 2016 og komast ekki upp úr milliriðlinum með U-19 ára landsliðinu. Stærsta stund á þínum ferli? EM 2017. Hvernig er týpískur leikdagur hjá þér? Ég vakna um 8, borða góðan morgunmat og fer síðan í vinnu til hádegis. Eftir hádegismat tek ég stutta lögn og fer síðan á fund með liðinu kl. 14. Mæti síðan í leik um kl. 16.30 og leikurinn hefst kl. 18. Eftirminnilegasta mark sem þú hefur skorað? Markið mitt á móti Haukum sem tryggði okkur sæti í undanúrslitum bikarsins núna í sumar. Ertu hjátrúafull fyrir leiki? Já, ég reyni að hafa svipaða rútínu á leikdegi.

Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Íris Sæm og Guðbjörg Guðmanns.

Veldu einn markmann, einn varnarmann, einn miðjumann og einn sóknarmann sem þú værir til í að vera með í þínu liði? Þessi er erfið! Ég myndi velja Guðbjörgu Gunnars í markið, Natöshu Anasi fyrrverandi liðsfélaga í vörnina og Carli LIyod leikmann bandaríska landsliðsins á miðjunni með mér og svo til að skora mörkin væri ég til í að hafa Mörtu frá Brasilíu.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á

Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta?

Besti þjálfari sem þú hefur haft, og af hverju? Jón Óli og Jeffsy. Báðir gríðarlega góðir og metnaðarfullir þjálfarar.

Já, ég spila golf og finnst gaman að fara í fjallgöngur. Hvernig tilfinning var að vera valin í lokahóp fyrir EM í sumar? Hún var geggjuð! Fyrir nokkrum mánuðum bjóst ég ekki við að vera að fara á EM, þannig ég var ótrúlega glöð þegar hópurinn var tilkynntur. Hvað er eftirminnilegast frá EM í sumar? Mér fannst allt standa upp úr, undirbúningurinn á Íslandi og EM mótið í heild var ótrúleg upplifun og lærdómsríkt. Að fá að spila á hæsta leveli fyrir framan geggjaða stuðningsmenn var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þegar ég hugsa um EM þá fæ ég enn gæsahúð. Mér fannst líka ótrúlega gaman að finna stuðninginn frá fólkinu í eyjum. Hvernig leggst bikarúrslitaleikurinn í þig? Hann leggst gríðarlega vel í mig enda stærsti leikur ársins. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik og vonandi komum við með bikarinn til eyja. Hvaða möguleika telur þú ÍBV eiga í leiknum? Ég tel þá góða. Leikirnir gegn Stjörnunni hafa alltaf verið jafnir og spennandi, það er ekkert að fara að breytast. Hverjir eru aðalstyrkleikar ÍBV í dag? Liðsheildin er öflug og við berjumst hvor fyrir aðra inná vellinum og gefumst aldrei upp. Varnarleikur liðsins frá fremsta manni til aftasta er góður og við höfum gríðarlega góða sóknarleikmenn. Hvaða skilaboð hefur þú til iðkenda ÍBV sem vilja ná langt? Vera dugleg að æfa og æfa aukalega, leggja sig alltaf 120% fram á æfingum og í leikjum og hafa gaman af því sem þið eruð að gera.


VIÐ STYÐJUM STELPURNAR OKKAR:

8992216

481-1475

Þórunn Sveinsdóttir

STEINI PÍPARI ehf

Umboðs - og heildverslun ehf.

AN

DIC DE

NOSTRA 2015

6

SI

N

Karl Kristmanns

EL

G

IC

wwwgmmur.is / gmmur@gmmur.is


LEIKMENN ÍBV 2017 Nr: Nafn:

ÁFRAM

Staða:

1

Adelaide Anne Gay

markm.

2

Sóley Guðmundsdóttir

varnarm.

3

Júlíana Sveinsdóttir

varnarm.

4

Caroline Van Slambrouk

varnarm.

5

Díana Helga Guðjónsdóttir

sóknarm.

6

Sesselja Líf Valgeirsdóttir

varnarm.

7

Rut Kristjánsdóttir

miðjum.

8

Sigríður Lára Garðarsdóttir

miðjum.

9

Sóldís Eva Gylfadóttir

sóknarm.

10

Clara Sigurðardóttir

sóknarm.

11

Kristín Erna Sigurlásdóttir

sóknarm.

12

Sigríður Sæland Óðinsdóttir

markm.

13

Harpa Valey Gylfadóttir

miðjum.

15

Adrienne Jordan

varnarm.

16

Linda Björk Brynjarsdóttir

sóknarm.

17

Shaneka Gordon

sóknarm.

18

Margrét Íris Einarsdóttir

varnarm.

19

Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir varnarm.

20

Cloé Lacasse

sóknarm.

21

Inga Hanna Bergsdóttir

varnarm.

22

Katie Kraeutner

miðjum.

23

Inga Birna Sigursteinsdóttir

varnarm.

24

Elsa Rún Ólafsdóttir

varnarm.

25

Telma Aðalsteinsdóttir

varnarm.

30

Guðný Geirsdóttir

markm.

Hér getið þið fengið fréttir af stelpunum: ibvmflkvk

ibvmflkvk

ibvmflkvk


ÁFRAM

ÁFRAM

8


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.