List án landamæra 2013

Page 3

Félög í stjórn hátíðarinnar

Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra 2013. Verk hans prýða allt kynningarefni hátíðarinnar. Atli Viðar Engilbertsson (f. 9. sept. 1961) er sjálfmenntaður fjöllistamaður. Hann hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og samið tónlist auk þess að sinna myndlist. Verk sín hefur hann jafnan gefið út sjálfur, tónlistina á hljóðsnældum og ritverkin fjölrituð í ljósritunarvél. Segja má að Atli sé sem listamaður skilgetið afkvæmi neyslusamfélagsins þrátt fyrir að hafa alist upp á afskekktum bóndabæ vestur á fjörðum. Hann hefur tileinkað sér að endurvinna það sem til fellur af umbúðum og afgöngum og notað til listsköpunar og hann hefur notað þau tæki og tól sem neyslusamfélagið lætur honum í té til að koma list sinni og skoðunum á framfæri. Sterk tilfinning fyrir formi og efni einkenna verk Atla og eins það viðhorf að ekkert efni sé öðru æðra. Það má tengja list hans við kreppuna með því að nýtni og natni eru þættir sem skipta hann máli. Segja má að meginstefið í list Atla sé að hver sem er geti blómstrað í listsköpun, hvort sem hann hefur til þess menntun eða efni, allt er hægt og ekkert stöðvar skapandi huga í að finna sinn farveg. Ólafur J. Engilbertsson

Höfuðborgarsvæðið

3-11

Austurland

12-14

Norðurland

15-18

Suðurnes

19-20

Selfoss

20

Ísafjörður

21

Borgarnes, Fellsendi og Akranes

22

Landssamtökin Þroskahjálp, Hitt húsið, Fjölmennt, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Öryrkjabandalag Íslands, Bandalag íslenskra listamanna og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Fulltrúar í stjórn hátíðarinnar Helga Gísladóttir, Ásta Sóley Haraldsdóttir, Friðrik Sigurðs­ son, Jón Þorsteinn Sigurðsson, Edda Björgvinsdóttir, Aileen Svensdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Jenný Magnúsdóttir. Margrét M. Norðdahl er framkvæmdastýra hátíðarinnar. Daníel Björnsson er starfsmaður hátíðarinnar. Forsíðumynd: Atli Viðar Engilbertsson Grafísk hönnun: Undralandið

List án landamæra Pósthússtræti 3-5, 101 Rvk www.listin.is listanlandamaera.blog.is listanlandamaera@gmail.com Sími: 691-8756

FRÍTT ER Á ALLA VIÐBURÐI HÁTÍÐARINNAR OG ERU ALLIR VELKOMNIR


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.