Skoda Yeti 2012

Page 1

SIMPLY CLEVER

SKODA Yeti



Ef þig langar að kynnast raunverulegri getu bílsins skaltu koma þér af venjulegu vegunum. Ekki óttast mölina eða snjóinn. Yeti gerðin, með fjórhjóladrifi og fjórðu kynslóð Haldex tengslisins (kúplingarinnar) fyrir afturdrifið auk torfærustillingar, fer létt með ójafnt undirlag. Torfærustillingin er samsett af ýmsum eiginleikum og búnaði eins og brekkuhemlun (HDA) eða ræsingarhjálp, útfærslum á ABS, ASR og EDS kerfunum með tilliti til akstursaðstæðna og næmari inngjöf.

Yeti býður upp á fullkomna blöndu af þægindum og skilvirkni auk fágunar og sportlegra eiginleika. Sem dæmi má nefna fótstigshlífar úr stáli eða innbyggðar þvottasprautur fyrir aðalljósin.


Það sem einkennir hönnun Yeti er samblanda af sterklegu útliti og hagnýtum eiginleikum. Grillið er áberandi og með dæmigerðu yfirbragði SKODA en aðrir þættir framan á bílnum gefa Yeti frumlegt og ákveðið útlit. Aðalljósin ná yfir á hliðar bílsins. Á hlið þeirra eru hringlaga ljós með innbyggðum dagljósabúnaði og þokuljósum. Einnig er hægt að fá Yeti með Bi-Xenon aðalljósum með sjálfvirkri hæðarstillingu og þokuljósum að framan með beygjulýsingu (sjá mynd).


Afturljósin ná líka alla leið yfir á hliðarnar og þegar kveikt er á þeim myndar ljósið C-laga mynstur.

Akstursupplifunin verður allt önnur með rafstýrðu útsýnisþaki sem gerir þér kleift að opna fyrir útsýnið fyrir ofan framsætin.


Uppgötvaðu allar tæknilausnirnar sem stuðla að ánægjulegri akstri. Yeti hefur til að bera mikið úrval útvarpa, leiðsögukerfa, símastillinga auk fjölvirkra stýra. Einnig má setja í bílinn MDIbúnað (Mobile Device Interface), tengi framan við gírstöngina sem getur stýrt utanaðkomandi tækjum með tökkum á útvarpi, leiðsögukerfum eða á fjölvirku stýri. Einnig má finna hágæða tæknilausnir í vélunum og eru sumar þeirra fáanlegar í bílum með framhjóladrifi. Þá verður hægt að fá 1.2 TSI/kW vélina með DSG (Direct Shift Gearbox) 7 gíra sjálfskiptingu. Yfirlit yfir vélategundir og tæknilýsingar má finna í bæklingnum.

Bolero-útvarpið er nútímalegt hljóðkerfi sem býður upp á marga eiginleika, þ.m.t. innbyggðan 6 diska geislaspilara. Þú færð frábær hljómgæði með hljóðkerfinu , 12 hátölurum og stafrænum tónjafnara.

Ráðlagður gír birtist í horninu hægra megin á Maxi-DOTskjánum eða á skjá innbyggðu tölvunnar.

Leiðsögukerfið Columbus býður meðal annars upp á leiðsögn um vegleysur. Þessi eiginleiki gerir þér kleift að skrá og vista leið sem bifreiðin fer utan hins stafræna vegakerfis, til dæmis á slóðum sem ekki eru í kortagrunninum.



Tvískipt sólskyggnið skýlir ökumanni og farþega í framsæti fyrir blindandi geislum inn um framrúðu og frá hliðunum.

Ef það er eitthvað eitt sem ekki má vanrækja við hönnun bílsins þá eru það öryggismálin. Óvæntar uppákomur eru ekki leyfðar. Við hönnun Yeti er lögð mikil áhersla á öryggi ökumanns og farþega auk tillitsemi við gangandi vegfarendur. Hliðarloftpúðarnir að framan vernda mjaðmir og bringu ökumanns og farþega við hliðarárekstur. WOKS-höfuðpúðarnir á framsætunum eru hannaðir til að verja hálsliðina við aftanákeyrslu.

Loftpúði ökumanns er staðsettur í stýrinu og loftpúði farþega er í mælaborðinu. Hægt er að aftengja hann svo hægt sé að setja barnastól í framsætið.

Aero- rúðuþurrkurnar eru sérstaklega hannaðar til að þurrka jafnt yfir. Hnappar til að kveikja/slökkva á sumum eiginleikum eru staðsettir á neðri hluta miðstokksins. Í samræmi við viðkomandi búnaðarfærslu geturðu til dæmis fundið: ASR, bílastæða­skynjara, torfæru­stillingu, TPM og bílastæðahjálp.


Höfuðloftpúðarnir, sem mynda vegg meðfram hliðargluggum þegar þeir blásast upp, vernda höfuð farþega í fram- og aftursætum.

Þriðji höfuðpúðinn í aftursætunum er með hæðarstillingu og eykur öryggi farþega í miðjusætinu.

Hliðarloftpúðarnir aftur í, sem blásast upp við hliðarárekstur, verja mjaðmir og brjóstkassa farþega í aftursætum.

Leiðarljósin, sem hönnuð eru til lýsa upp svæðið þar sem gengið er inn í bílinn, eru innbyggð í ytri spegla og hjálpa þér að forðast polla og steina til að þú getir stigið hættulaust í bílinn, jafnvel í kolniðamyrkri.

Öryggiskerfið sem fylgist með innanrýminu, bílflauta með vararafhlöðu og hallanemi spila lykihlutverk í öryggi bílsins sjálfs.

Loftpúðar í hnéhæð verja hnén við alvarlegan árekstur.


Þegar þú skoðar Yeti nánar muntu komast að því að hann er einstaklega hagkvæmur. Auk stillanlegs farangursrýmis er heilmikið geymslupláss og fjölmörg hólf í farþegarýminu.


VarioFlex (aftursætakerfi) – 3 aðskilin aftursæti sem hægt er að leggja niður eða fjarlægja hvert í sínu lagi.

Geymsluhólf hvort sínu megin í farangursrýminu og rennanlegir krókar.

Farangurshilla.

Netapakki býður upp á nokkra útfærslumöguleika.


Geymsluhólf fyrir miðju á ofanverðu mælaborðinu.

Niðurfellanlegt borð á baki aftursætis.

Miðstokkur með glasahaldara, geymsluhólfi og pennahaldara.

1-lítra flöskuhaldari í framdyrahólfum.

Hólf fyrir sólgleraugu er í þakstokknum.


Laus fjölnota poki. Silfurlitaðir þakbogar (svartir þakbogar fylgja með í venjulegri búnaðarútfærslu).

Hagnýtur pakki fyrir Jumbo-box armpúðann (öskubakki og 1,5-lítra flöskuhaldari). Niðurfellanleg borð með glasahöldurum á bökum framsæta.

Sætisbak framsætis má fella niður með auðveldum hætti og þannig eykst notagildi bílsins. Teygjanlegt skilrúmsnet skilur að farþegarýmið og farangursrýmið.


Ef þú gerir miklar kröfur til þæginda mun Yeti í flokki jepplinga, uppfylla þær allar. Rýmið mun koma þér skemmtilega á óvart sem og hinir margvíslegu notkunarmöguleikar. Svo ekki sé minnst á sjálfa akstursánægjuna. Mælaborðið var hannað sérstaklega fyrir Yeti útgáfuna þannig að þú finnur allan stjórnbúnað á þeim stöðum sem þú býst við að finna hann. Allir farþegar geta notið akstursins með alls konar þægindabúnaði sem er ýmist staðal- eða aukabúnaður.


Hliðarspeglar falla sjálfvirkt að bílnum þegar honum er læst.

SunSet-vörnin – rúður með meiri skyggingu í bakhluta bílsins.

Climatronic tveggja svæða loftkæling með rafstýringu, frjókorna- og lyktarsíu, sjálfvirkri lofthringrás og fjarstýrðri aðskildri hitun.

Upphitun í framrúðu eyðir hrími og móðu á stuttum tíma.

Leiðbeiningar fyrirbílastæðahjálp birtast á Maxi DOT skjánum. Sæti ökumanns er fáanlegt með rafstýringu og minni.

Hraðastillir viðheldur aksturshraða með sjálfvirkum hætti.


Ambition búnaðarútfærslan er tilvalin fyrir þá sem vilja sportlegt yfirbragð og gera kröfur um þægindi og öryggi. Hægt er að fá áklæðið í Spirit-innréttingunni í tveimur litasamsetningum, svart/blátt eða svart/silfrað, og hurðarklæðningarnar eru fáanlegar í fjórum ólíkum litum. Mælaborðið, í svörtu/svörtu eða svörtu/ gráu, skartar Quartz-útlitspakkanum. Staðalbúnaður fyrir Ambition-útfærsluna inniheldur enn fremur krómuð handföng að innan, stýri með krómaðri rönd, mælaborð með fjölvirku gaumljósi, þriðja höfuðpúðann fyrir aftursætin, niðurfellanlegt borð á sætisbaki aftursætis, festingar með rennanlegum krókum í farangursrýminu og 7.0J x 16" Moon álfelgur. Hægt er að panta sérstaklega Antilope (Alcantara) eða Lynx (leður) innréttinguna með Ambition-búnaðarútfærslunni.


7.0J x 17" Annapurna álfelgur með gljá­­ fægðu yfirborði fyrir 225/50 R17 dekk.

7.0J x 17" Spitzberg álfelgur fyrir 225/50 R17 dekk.

7.0J x 17" Dolomite álfelgur fyrir 225/50 R17 dekk.

7.0J x 17" Matterhorn álfelgur* fyrir 225/50 R17 dekk; 2-lita hönnun.

7.0J x 16" Nevis álfelgur fyrir 215/60 R16 dekk.

7.0J x 16" Moon álfelgur fyrir 215/60 R16 dekk.

7.0J x 16" stálfelgur fyrir 215/60 R16 dekk með Rif hjólkoppum.

* Aðeins fáanlegt sem hluti af Reef-búnaðarpakkanum.


Candy White uni

Corrida Red uni

Pacific Blue uni

Brilliant Silver metallic

Cappuccino Beige metallic

Mato Brown metallic

Rosso Brunello metallic

Lava Blue metallic

Storm Blue metallic*

Malachite Green metallic

Aqua Blue metallic

Platin Grey metallic

Terracotta Orange metallic

Black Magic pearl effect

Lava Blue metallic með Brilliant Silver þaki

Mato Brown metallic með Cappuccino Beige þaki

Candy White uni með Black Magic þaki

Dæmi um litasamsetningar

Corrida Red uni með Candy White þaki

* Fáanlegir á fyrri hluta 2012.


Reflex-innrétting – Active Svart tauáklæði

Spirit-innrétting – Ambition Svart/blátt tauáklæði

Spirit innrétting – Ambition Svart/silfurlitað tauáklæði

Dune innrétting – Elegance Svart tauáklæði

Dune-innrétting – Elegance Eyðimerkurgult tauáklæði

Antilope-innrétting* – Ambition, Elegance Svart Alcantara/leður/gervileður

Antilope-innrétting* – Ambition, Elegance Eyðimerkurgult Alcantara/leður/gervileður

Lynx-innrétting* – Ambition, Elegance Svart leður/gervileður

Lynx innrétting* – Elegance Eyðimerkurgult leður/gervileður

Sport-innrétting* – Ambition, Elegance Svart/silfurlitað tauáklæði

Sport-innrétting* – Ambition, Elegance Svart/rautt tauáklæði

Litur

Litakóði

* Aukabúnaður.

Innanrými

Þak

svart

svart/blátt

svartur/silfur­ litaður

svartur/rauður

Eyðimerkurgulur

Candy White

Brilliant Silver

Cappuccino Beige

Black Magic



Candy White uni

9P9P









Corrida Red uni

8T8T









Pacific Blue uni

Z5Z5













Brilliant Silver metallic

8E8E









Cappuccino beige metallic

4K4K











Mato Brown metallic

1M1M











Rosso Brunello metallic

X7X7











Lava Blue metallic

0F0F















Storm Blue metallic

8D8D













Malachite Green metallic

0G0G







Aqua Blue metallic

3U3U









Platin grey metallic

2G2G











Terracotta Orange metallic

0H0H





















Black Magic pearl effect 1Z1Z Samsetning lakks og innréttingar:

 

mjög góð

góð

  

 

 


Tæknilýsingar 4x2 Vél

1.2 TSI/77 kW

1.4 TSI/90 kW

1.4 TSI/90 kW Green tec

1.6 TDI CR DPF/77 kW GreenLine

2.0 TDI CR DPF/81 kW

2.0 TDI CR DPF/103 kW Green tec

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Strokkar/rúmtak vélar (cc) Hámarks afköst/sn. (kW/mín.-1) Hámarkstog/sn. (Nm/mín.-1)

4/1,197

4/1,390

4/1,390

4/1,598

4/1,968

4/1,968

77/5,000

90/5,000

90/5,000

77/4,400

81/4,200

103/4,200

175/1,550–4,100

200/1,500–4,000

200/1,500–4,000

250/1,500–2,500

250/1,500–2,500

320/1,750–2,500

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

EU5

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Blýlaust bensín, RON min. 95

Blýlaust bensín, RON min. 95

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

Reglugerð um loftmengunarvarnir Eldsneyti

Afköst Hámarkshraði (km/klst.)

175 (173)

185

185

176

177

193

Hröðun 0-100 km/klst. (s)

11.8 (12.0)

10.5

10.6

12.1

11.6

9.7

– innanbæjarakstur

7.6 (7.8**/8.0***)

8.9

7.9

5.2

6.6

6.1

– utanbæjarakstur

5.9 (5.7**/5.8***)

5.9

5.5

4.2

4.7

4.5

Eldsneytisnotkun 99/100 (l/100 km)

– blandaður akstur

6.4 (6.4**/6.6***)

6.8

6.4

4.6

5.4

5.1

CO2 útblástur (g/km)

149 (149**/154***)

159

148

119

140

134

10.3

10.3

10.32

10.3

10.3

10.32

Þvermál beygjuhrings (m) Aflflutningur Gerð Kúpling

Gírskipting

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Framhjóladrif

Þurrkúpling með einum diski (Tvöföld samása kúpling, raf-vökvaknúin)

Þurrkúpling með einum diski

Þurrkúpling með einum diski

Þurrkúpling með einum diski

Þurrkúpling með einum diski

Þurrkúpling með einum diski

6 gíra beinskipting (7 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

6 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

5 gíra beinskipting

6 gíra beinskipting

1,340 (1,370)

1,375

1,395

1,410

1,415

1,470

Þyngd Eigin þyngd – venjulegrar útgáfu með 75kg ökumanni (kg) Framþungi – með ökumanni og aukabúnaði (kg) Heildarþyngd (kg) Kerruþungi án bremsa (hám. kg)

620

620

620

620

620

620

1,885 (1,915)

1,920

1,940

1,955

1,960

2,015

670 (680)

680

690

700

700

730

1,200

1,300

1,300

1,400

1,500

1,800

Kerruþungi með bremsum - 12% (hám. kg)

Yfirbygging

5 sæta, 5 dyra, 2ja rýma

Loftviðnámsstuðull Cw

0.37; GreenLine: 0.361

Undirvagn Framöxull Afturöxull Bremsukerfi - frambremsur

Ytri mál Lengd (mm)

4,223

Breidd (mm)

1,793

Hæð (mm)

1,691

McPherson fjöðrun með þríhyrndum neðri tengjum og jafnvægisstöng

Hjólhaf (mm)

2,578

Samsettur öxull með tenglum þversum og langsum og jafnvægisstöng

Sporvídd að framan/aftan (mm)

Tvöfalt skáskipt vökvabremsukerfi með lofttæmingu og mismunandi hreyfingum

Hæð frá jörðu (mm)

1,541/1,537 180

Diskabremsur með innri kælingu og lausum eins stimpla kaliper

– afturbremsur

Diskabremsur

Innri mál

Stýring

Bein tannstangarstýring með rafvélrænu aflstýrikerfi

Hliðarrými að framan/aftan (mm)

1,446/1,437

Felgur

7,0J x 16"; 7,0J x 17"; GreenLine og Green tec: 7,0J x 16"

Höfuðrými að framan/aftan (mm)

1,034/1,027

Dekk

215/60 R16, 225/50 R17; GreenLine: 205/55 R16; Green tec: 215/60 R16

Farangursgeymsla (hám. l) – án varadekks, með aftursæti upprétt/niðurfelld/fjarlægð

Rúmmál tanks (l) * Notkun eldsneytis með lágri oktantölu getur haft áhrif á vélarafköst. ** Eigin þyngd með aukabúnaði allt að 1.505 kg.

4x2: 55; 4x4: 60

*** Eigin þyngd með aukabúnaði yfir 1.505 kg. ( ) Á við um útfærslur með sjálfskiptingu.

– með varadekkjum lækka gildin um 95 l

416/1,580/1,760


4x4 1.8 TSI/118 kW

2.0 TDI CR DPF/81 kW

2.0 TDI CR DPF/103 kW

2.0 TDI CR DPF/125 kW

Bensínvél með túrbínu og beinni innsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

Dísilvél með túrbínu og samrásarinnsprautun

4/1,798

4/1,968

4/1,968

4/1,968

118/4,500–6,200

81/4,200

103/4,200

125/4,200

250/1,500–4,500

280/1,750–2,750

320/1,750–2,500

350/1,750–2,500

EU5

EU5

EU5

EU5

Blýlaust bensín, RON 95/91*

Dísilolía

Dísilolía

Dísilolía

200

174

190 (187)

201

8.4

12.2

9.9 (10.2)

8.4 6.9

10.1

7.5

7.1 (7.6)

6.9

5.3

5.3 (5.8)

5.3

8.0

6.1

6.0 (6.5)

5.9

189

159

157 (169)

155

10.3

10.3

10.3

10.3

Fjórhjóladrif

Fjórhjóladrif

Fjórhjóladrif

Fjórhjóladrif

Haldex-kúpling

Haldex-kúpling

Haldex-kúpling

Haldex-kúpling

6 gíra beinskipting

6 gíra beinskipting

6 gíra beinskipting (6 gíra DSG-sjálfskipting)

6 gíra beinskipting

1,505

1,525

1,530 (1,555)

1,535

620

620

620

620

2,050

2,070

2,075 (2,100)

2,080

750

750

2,000

2,000

19°

26.7°

1,541

1,537

1,793

1,956

877

2,578 4,223

768

1,004

1,446

1,691

416 l

1,437

1,027

750 1,800

1,034

750 1,800


Þakbogarnir koma sérstaklega vel að notum við flutning á hvers kyns útilífsbúnaði. Einnig er hægt að fá sérstakan SKODA kassa sem er með 380-lítra geymsluplássi en hann stóðst City Crash-prófið með glæsibrag.

SKODA aukahlutir gefa bílnum flott útlit og auka jafnframt notagildi hans. Við bjóðum upp á ýmsar vörur, sem eru í raun viðbót við aukabúnaðinn, og mætti þar nefna gúmmílista, álfelgur, gólfmottur, útvörp og leiðsagnarkerfi, toppgrind og barnabílstóla. Til að undirstrika betur eiginleika bílsins geturðu notað einn af útlitspökkunum okkar: Torfærupakkinn inniheldur sportrönd á vélarhlíf, þaklista, álflegur, stærri hjólskálar o.s.frv..; ALU-pakkinn býður upp á hlífar fyrir hliðarspegla, hliðarlista, rimla á framstuðara o.s.frv. Til að fá nánari upplýsingar skaltu hafa samband við löggiltan þjónustuaðila SKODA til að fá bækling yfir aukabúnaðinn.

ISOFIX G 0/1 barnabílstóll til að tryggja öryggi smærri farþega.

Dráttarbúnaður fyrir húsvagn sem er allt að 2.000 kg.

Plastbakki fyrir skottið með 15 sm hærri brún og Yeti áletrun.


Almennar upplýsingar Skoda viðhaldsþjónusta

SKODA aukahlutir

Settu bílinn þinn í góðar hendur. Það er bílnum þínum fyrir bestu að þú látir viðurkenndan SKODA þjónustuaðila annast bílinn þinn.

SKODA aukahlutir bjóða upp á barnabílstóla, þakboga, álfelgur, sólhlífar og fleira. Frekari upplýsingar um SKODA aukahluti er að finna í vörulista SKODA fyrir einstakar gerðir SKODA bíla.

Hjá okkur færðu aðeins það besta Bíllinn þinn þarf háþróaðar tæknilausnir. Þess vegna hafa allir viðurkenndir þjónustuaðilar SKODA öll nauðsynleg verkfæri og ástandsgreiningakerfi til taks, sem ásamt tæknilegum ferlum frá framleiðanda, tryggja fulla virkni og áreiðanleika bílsins. Við tryggjum starfsfólki okkar faglega þjálfun Með stöðugri þróun tæknilausna í bílnum aukast samsvarandi hæfniskröfur til starfsfólksins. Til að mæta þessum kröfum stöndum við fyrir reglulegri þjálfun fyrir starfsfólk viðurkenndra þjónustuaðila þar sem það fær allar þær leiðbeiningar sem það þarf til að geta sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt. Einkunnarorð okkar eru: Verum sanngjörn og heiðarleg við okkar viðskiptavini Við leggjum áherslu á varkára, faglega og vinsamlega ráðgjöf til viðskiptavina við afgreiðslu fyrirspurna og ennfremur gerum við kröfur um áreiðanleika og nákvæmni hvað varðar viðgerðir og viðhaldsvinnu. Allir þessir þættir eru undir stöðugu eftirliti innri gæðastjórnunar. Alhliða þjónusta: › Viðhaldsskoðun Ef þú vilt að bíllinn þinn sé í góðu ástandi og endist lengi og ef þú vilt ekki tapa ábyrgðinni er nauðsynlegt að viður­­­kenndur þjónustuaðili SKODA framkvæmi reglulega viðhaldskoðun á bílnum. Viðhaldssáætlunin segir til um hvenær framkvæma þarf viðhaldsskoðunina og umfang hennar. › Réttingar og sprautun Hægt er að láta laga skemmdir á yfirbyggingu og lökkuðum svæðum í kjölfar óhapps hjá viðurkenndum þjónustuaðila SKODA, þar sem slíkar viðgerðir eru meðhöndlaðar af kunnáttu, í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, með SKODA varahlutum. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir öryggi þitt og þinna heldur einnig fyrir notagildi bílsins og til að halda uppi verðgildi hans. › Skiptibíll Viðurkenndur þjónustuaðili SKODA getur útvegað þér skipti­bíl á meðan gert er við bílinn eða á meðan hann er í viðhaldsskoðun. › Við sækjum og sendum fyrir þig Ef þú kemst ekki með bílinn til þjónustuaðila SKODA mun viðurkenndur þjónustuaðili SKODA finna tíma, í samráði við þig, til að sækja hann. Bílnum þínum verður skilað aftur þegar viðhaldsskoðun er lokið. Þjónustan sem hér er nefnd er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem SKODA býður upp á og hún getur verið ólík eftir löndum. Hafðu samband við þjónustuaðila SKODA til að fá frekari upplýsingar um það sem í boði er og um sérstök skilyrði þeirra þjónustuþátta sem eru í boði.

SKODA varahlutir Öryggi SKODA varahlutir eru þeir sömu og notaðir eru við uppruna­ lega samsetningu ökutækja SKODA .Hágæðaefni og tækni­ lausnir tryggja öruggan og áhyggjulausan akstur. Framboð SKODA AUTO býður upp á úrval varahluta og búnaðar sem notaður er við framleiðslu ökutækjanna; úrvalið einskorðast ekki aðeins við algengustu varahluti. SKODA tryggir framboð upprunalegra varahluta jafnvel eftir að hætt er að framleiða viðkomandi tegund. Langur endingartími Hágæðaefni og framleiðslutækni sem notuð er við framleiðslu SKODA tryggja áreiðanleika og langan endingartíma. Umhverfisvernd Á meðal SKODA varahluta eru skiptihlutir sem framleiddir eru með lágmarks umhverfisáhrifum hvað varðar úrgang, umframhita og vatnsmengun.

Upplýsingar á netinu Á www.skoda-auto.com færðu upplýsingar sem auðvelda þér að velja þá tegund sem uppfyllir þínar þarfir með hjálp nákvæmra tæknilýsinga og ljósmynda af öllum gerðum SKODA.


Eitt helsta markmið SKODA AUTO er að þróa og framleiða vörur með eins litlum umhverfisáhrifum og hægt er í gegnum allan líftímann með því að leggja sérstaka áherslu á endurvinnanleg hráefni. SKODA bifreiðarnar eru framleiddar með háþróaðri tækni í nútímalegum verksmiðjum sem standast ströngustu skilyrði. Ryðvörnin á lökkuðum hlutum bílsins er alfarið gerð með blýlausu KTL og vatnsleysanlegri málningu. Stefna okkar er að lágmarka eldsneytiseyðslu og útblástur en þess má geta að vélarnar okkar standast alla nýjustu mengunarstaðla. Öll framleiðsla SKODA AUTO er í samræmi við lög og reglugerðir varðandi verndun jarðvegs og vatns. Afrakstur þessarar stefnu er sá að SKODA bílarnir standast tækni-, öryggis-, gæða- og umhverfiskröfur. SKODA AUTO leggur sitt af mörkum við að halda umhverfinu hreinu og veitir jafnframt viðskiptavinum sínum þægilegan ferðamáta.

Umhverfismerkið er til marks um vitund og umhverfislega ábyrgð SKODA AUTO og viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun og tillitsemi gagnvart lífi og náttúru.

Sumar gerðir í þessum bæklingi eru sýndar með valfrjálsum búnaði eða aukabúnaði sem tilheyrir ekki endilega staðalbúnaðinum. Allar tæknilýsingar og upplýsingar um útlit, búnað, efni, ábyrgðir og útlit voru réttar þegar þessi bæklingur fór í prentun. Aftur á móti áskilur framleiðandi sér rétt til breytinga án fyrirvara. Upplýsingar í þessum bæklingi eiga aðeins að vera leiðbeinandi. Vegna þeirra takmarka sem fylgja prentuninni geta litir á bílum í þessum bæklingi verið öðruvísi en í veruleikanum. Vinsamlega hafðu samband við söluaðila SKODA til að fá nýjustu upplýsingar um staðal- og valfrjálsan búnað, verð og afhendingarskilmála. Bæklingurinn var prentaður á sellulósapappír sem bleiktur var án klórs. Pappírinn er 100% endurvinnanlegur.

Y10220 09/11

www.skoda-auto.com

FA15220 09/11

www.skoda.is SKODA sölu- og þjónustuaðilinn þinn:


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.