Heimsferðir - haust og vetur 2014 - 2015

Page 1

Haust&vetur 2014-2015

Heimsferðir • Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Geislagata 12 • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is


Tenerife

– í allan vetur

102.900 kr. í 7 nætur*

Frá

H

eimsferðir efna til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu Tenerife í allt haust og allan vetur. Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamenn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta

afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval gististaða á vinsælustu svæðunum á Tenerife á einstökum kjörum. Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins, frábærs strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

*Netverð á mann frá kr. 102.900 á Tenerife Sur m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. 4. febrúar í 7 nætur.

H10 Conquistador

Stórglæsilegur valkostur!

Glæsilegt og afar vel staðsett hótel á Amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er einstaklega fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja og virða fyrir sér mannlífið. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór en vel búin með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi.

Frábært verð Frá kr. 158.300 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 158.300 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 4. febrúar í 7 nætur.

Hotel Jacaranda

Glæsilegur valkostur!

Hotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje, aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tengir saman efra og neðra sundlaugarsvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Frábært verð Frá kr. 107.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 107.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. janúar í 7 nætur.


Tenerife

Fjölskylduvænt!

Fjölskylduvænt!

La Siesta

Parque Santiago – íbúðir

Sérlega gott 4* hótel staðsett á Amerísku ströndinni. Umhverfis hótelið er afar fallegur garður með sundlaugum, barnalaug og sundlaugarbar. Hér er veitingastaður, snarlbar og píanóbar og allt við allra hæfi til að njóta. Á hótelinu er innilaug og lítil heilsulind þar sem hægt er að komast í nudd og aðrar heilsumeðferðir. Öll herbergi eru með svölum eða verönd, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar.

Parque Santiago er ákaflega skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum og afar barnvænum garði með mikilli afþreyingu og þjónustu. Farþegar Heimsferða dveljast ýmist í byggingu III eða IV en Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu. Hótelið er staðsett á besta stað á Playa Las Americas alveg við ströndina, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum í boði. Garðurinn er flaggskip hótelsins með endalausum möguleikum til afþreyingar fyrir fjölskylduna.

Frábært verð

Frábært verð

Frá kr. 124.900

Frá kr. 109.900

m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 133.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 4. febrúar í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 157.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 4. febrúar í 7 nætur.

Góð íbúðahótel meðal heimamanna!

Góður valkostur!

Adonis Isla Bonita

Tenerife Sur & Cristian Sur

Hotel Isla Bonita og Jardin Isla Bonita eru staðsett á Playa Fanabe svæðinu á Costa Adeje og einungis um 300 metra frá ströndinni. Gestir okkar dveljast á Hotel Isla Bonita en geta nýtt sér aðstöðuna á Jardin Isla Bonita, kjósi þeir það. Á hótelinu eru 219 herbergi, fremur einföld en hlýleg.

Góð íbúðahótel sem eru vel staðsett í hinum ljúfa bæ, Los Cristianos. Á Tenerife Sur bjóðast stúdíóíbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi en á Christian Sur eru stærri íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hér er öll útiaðstaða mjög góð fyrir fjölskyldufólk. Hótelið er þó ekki besti kosturinn fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Fiskimannaþorpið Los Cristianos er aðdráttarafl í sjálfu sér og ljúft andrúmsloft ríkir yfir öllu svæðinu. Einfaldur kostur en með góðri aðstöðu í sundlaugargarðinum.

Frábært verð Frá kr. 111.900 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 111.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. janúar í 7 nætur.

Frábært verð Frá kr. 102.900

Netverð á mann frá kr. 102.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 127.600 m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð. 4. febrúar í 7 nætur.

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

3


Kanarí

– í allan vetur

101.200 kr. 7 nætur*

Frá

K

anaríeyjar eru meðal langvinsælustu áfangastaða Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Enska ströndin er stærsti strandstaður Kanaríeyja. Það er upplifun að fylgjast með iðandi mannlífinu; götulistamönnum, tónlistarmönnum, sölufólki, sólbrúnum ferðamönnum og þéttsettnum útikaffihúsum. Á daginn er strandlífið í algleymingi en þegar sólin sest niður fyrir hina gylltu sandkletta Maspalomas færist stemningin inn á veitinga- og skemmtistaðina.

*Netverð á mann frá kr. 101.200 á Dorotea m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. 3. febrúar í 7 nætur.

Hotel Gran Canaria Princess

Stórglæsilegur valkostur!

Sérlega glæsilegt hótel sem margir þekkja og hefur líkað vel. Nú hefur allt hótelið verið tekið í gegn frá grunni og hefur sú vinna tekist afar vel. Öll herbergin eru einstaklega björt og fallega innréttuð og til þess fallin að þú njótir þín sem best í fríinu. Þau eru öll í sömu stærð, mjög smekklega innréttuð og vel búin með svölum eða verönd. Garðurinn er sem fyrr einn sá glæsilegasti á eyjunni og alls konar afþreying í boði ásamt því að á hótelinu eru barir og veitingastaður. Rétt er að nefna að nú eftir breytingarnar er hótelið einungis fyrir fullorðna, 18 ára og eldri.

Frábært verð Frá kr. 167.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 167.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 3. febrúar í 7 nætur.

Hotel Barcelo Margaritas

Glæsilegur valkostur!

Mjög gott 4* hótel, sem býður bæði upp á herbergi og fallegar íbúðir í annarri byggingu. Hótelið er staðsett á Ensku ströndinni og þykja herbergin björt og fallega innréttuð. Herbergi eru ýmist með sjávarsýn, útsýni yfir sundlaugina eða önnur útisvæði hótelsins. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, síma og gervihnattasjónvarpi. Þá eru baðherbergi með baðkari og hárþurrku. Vel búnar íbúðir með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og kæliskáp. Garðurinn er fallegur með barnalaug, sundlaug með fossi og upphitaðri sundlaug. Hér er bar, veitingastaður og tveir snarlbarir. Leiksvæði fyrir börnin og skemmtidagskrá á daginn og kvöldin.

Frábært verð Frá kr. 132.900 m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 3. mars í 7 nætur.


Góð staðsetning!

Gott hótel á Tirajana götunni (Laugaveginum), stutt frá Yumbo verslunarmiðstöðinni og fjölda veitingastaða og bara. Herbergin eru smekkleg og rúmgóð með ísskáp, baðherbergi, síma og sjónvarpi (gjald). Góður sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Á hótelinu eru veitingastaður, barir, internetaðstaða, góð sameiginleg aðstaða og skemmtidagskrá er í boði á kvöldin. Hálft fæði er innifalið (morgun- og kvöldverðarhlaðborð).

Frábært verð

Frá kr. 122.900 m/hálfu fæði

Kanarí

Hotel Rondo – Enska ströndin

Netverð á mann frá kr. 122.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 147.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 10. mars í 7 nætur.

Parquesol – Enska ströndin

Góð staðsetning!

Þetta er lítill og vinalegur gististaður, alveg við Yumbo Center með sundlaug í garðinum. Smáhýsin eru ýmist með 1 eða 2 svefnherbergjum. Einfaldar íbúðir með fullbúnu eldhúsi, baði, miðstýrðri loftkælingu, sjónvarpi og öryggishólfi. Verönd með húsgögnum og sólbaðsaðstöðu. Sjónvarp og öryggishólf eru í íbúðunum gegn leigu á fjarstýringu. Rétt er að taka fram að Parquesol er eingöngu fyrir fullorðna eða börn eldri en 13 ára.

Frábært verð

Frá kr. 113.200

Netverð á mann frá kr. 113.200 m.v. 4 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 10. febrúar í 7 nætur.

Dorotea – Enska ströndin

Góður valkostur!

Vinsæll valkostur hjá farþegum Heimsferða, í hjarta Ensku strandarinnar. Hótelið er rétt við gilið og skammt frá verslunarmiðstöðinni Yumbo. Stuttur gangur er niður að strönd. Vel búnar, snyrtilegar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Peningasjónvarp er í íbúðum. Í garðinum er sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði. Lítil móttaka er á jarðhæð. Örstutt í verslanir og þjónustu.

Frábært verð

Frá kr. 101.200

Netverð á mann frá kr. 101.200 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 121.900 m.v. 2 fullorðnaí íbúð. 3. febrúar í 7 nætur.

Los Tilos – Enska ströndin

Vinsæll valkostur!

Einn vin­sæl­asti gisti­staður Heims­ferða, ­beint á móti Yum­bo Cent­er, með góð­ um ­garði og ­góðri þjón­ustu. Hótelið er ekki síst vinsælt vegna staðsetningar sinnar en þeir sem kjósa að vera nálægt Yumbo Center dveljast hér aftur og aftur. Í­búð­ir eru með einu svefn­her­bergi, ­stofu, eld­húsi, baði og svöl­um út í garð. Veit­inga­stað­ur og bar og mót­takan er opin all­an sól­ar­hring­inn. Sími í í­búðum og pen­inga­sjón­varp. Frá­bær stað­­setning.­

Frábært verð

Frá kr. 108.800

Netverð á mann frá kr. 108.800 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 116.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 17. febrúar í 7 nætur.

Roque Nublo – Enska ströndin

Vinsæll valkostur!

Einn vinsælasti gististaður Heimsferða til margra ára og heldur vinsældum sínum, þrátt fyrir að vera kominn dálítið til ára sinna. Hótelið er ekki síst vinsælt vegna staðsetningar sinnar en þeir sem kjósa að vera nálægt Yumbo Center dveljast hér aftur og aftur. Snyrtilega innréttaðar íbúðir með 1 svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og garðurinn er skjólgóður með góðri sundlaug. Veitingastaðir eru við hótelið og örstutt er í alla þjónustu. Ath. unnið er að endurbótum á hótelinu og áætlað að framkvæmdum verði lokið þegar hausfterðirnar hefjast.

Frábært verð

Frá kr. 115.400

Netverð á mann frá kr. 115.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 120.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 17. febrúar í 7 nætur.

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

5


Agadir

í Marokkó

119.900 kr. í 9 nætur*

Frá

A

gadir er einn af þessum einstöku áfangastöðum sem maður verður að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Borgin stendur við hinn fallega Agadir-flóa sem talinn er einn sá fegursti í heiminum en

meðfram honum liggur gullin strandlengjan eins langt og augað eygir. Á þessum fallega stað skín sólin um 300 daga á ári en svæðið er umlukið fjöllum á annan veginn og loftslagið því afskaplega milt og þægilegt. Notalegan andvara leggur svo frá hafi á hinn veginn, svo dagarnir verða aldrei of heitir.

*Netverð á mann m/hálfu fæði á Tulip Inn Oasis Agadir frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Sofitel Thalassa Sea & Spa

Stórglæsilegur valkostur!

Án efa glæsilegasti valkosturinn í Agadir og sá nýjasti á svæðinu. Garðurinn er fallegur, stór, með rólegu yfirbragði og opinn út á breiða ströndina. Sólbekkir, dýnur, sólhlífar og handklæði eru í boði fyrir gesti og allt gert til þess að þeim líði sem best. Á hótelinu eru 3 glæsilegir veitingastaðir og upplifun að borða á hverjum og einum þeirra. Móttakan er stór og íburðarmikil, afar fallega innréttuð eins og siður er í þessu landi. Við komuna á hótelið er gestum boðið þjóðlegt te á meðan þeir bíða eftir að fá afhenta lykla að herbergjum sínum. Sofitel Thalassa byggir á vatnsþema og leitast er við að gestir upplifi rólega og þægilega stemningu meðan á dvöl þeirra stendur.

Frábært verð Frá kr. 197.900 m/morgunmat

Netverð á mann frá kr. 197.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 237.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Sofitel Royal Bay Hotel

Stórglæsilegur valkostur!

Sérlega fallegt 5* hótel við enda strandlengjunnar. Hótelið hefur afar fallega umgjörð sem er til þess fallin að þér líði sem best í fríinu. Garðurinn er glæsilegur með stórri upphitaðri laug og annarri sem ekki er upphituð. Sólbekki með dýnum og strandhandklæði má nálgast í garðinum. Á hótelinu eru 4 afar góðir veitingastaðir. Einnig eru hér barir, glæsilegur næturklúbbur og heilsubar við sundlaugina. Herbergin eru rúmgóð, hlýleg og fallega innréttuð og öll búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar, þráðlausu Interneti. Á baðherbergi er hárþurrka. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind.

Frábært verð Frá kr. 170.900 m/morgunmat

Netverð á mann frá kr. 170.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 201.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.


Agadir

Glæsilegur valkostur!

Glæsilegur valkostur!

Hotel Royal Atlas Agadir

Hotel Iberostar Founty Beach

Vel staðsett og afar gott 4* hótel, alveg við ströndina á Agadir. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, þar af einn þjóðlegur marokkóskur og annar ítalskur. Hér er einnig bar og sundlaugarbar með úrvali drykkja og smárétta. Garðurinn er stór og fallegur með stórri sundlaug en hótelið stendur við ströndina og því örstutt að rölta þangað. Hótelið er með sólbekki á ströndinni.

Mjög gott 4* hótel í hinni þekktu Iberostar hótelkeðju. Móttakan er sérlega björt og falleg og opin 24 tíma sólarhringsins. Hótelið stendur alveg við fallega ströndina og í innan við 2 km fjarlægð frá miðbæ Agadir. Þá er hægt að ganga eftir strandgötunni alla leið út að snekkjubátahöfn. Við strandgötuna eru hótel, verslanir, barir og veitingastaðir.

Frábært verð

Frábært verð

m/morgunmat

m/allt innifalið

Frá kr. 153.800

Frá kr. 147.900

Netverð á mann frá kr. 153.800 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 167.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Netverð á mann frá kr. 147.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 191.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Fjölskylduvænn valkostur!

Hagkvæmur kostur!

Kenzi Europa Hotel

Tulip Inn Oasis Agadir

Kenzi hótelið er sérlega vel staðsett í Agadir. Ströndin er einungis í um 100 metra fjarlægð og miðbærinn í rétt um 300 metra fjarlægð. Fallegur garður með sundlaug og fjórum vatnsrennibrautum. Í garðinum eru einnig sólbekkir, snarlbar og tennisvöllur. Hér er starfræktur barnaklúbbur og einhver skemmtidagskrá er í gangi flesta daga og kvöld, fyrir alla aldurshópa.

Góður og frambærilegur 3* valkostur í Agadir. Móttakan er tiltölulega nýuppgerð og starfsfólk allt að vilja gert að aðstoða gesti eftir fremsta megni. Hótelið er staðsett fyrir ofan ströndina, uppi í bæ en þó er aðeins örstutt ganga niður að strandgötunni og stutt í snekkjubátahöfnina. Miðbærinn er í um 200 metra fjarlægð. Við sjóinn á þetta hótel einkaströnd eins og flest önnur hótel.

Frábært verð

Frábært verð

m/hálfu fæði

m/hálfu fæði

Frá kr. 137.900

Netverð á mann frá kr. 137.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 158.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Frá kr. 119.900

Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 135.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 27. október í 9 nætur.

Sjá fleiri gististaði á heimsferdir.is

7


Sérferðir Frá kr. 198.800

Sikiley – 6.-16. okt. Fararstjóri: Ólafur Gíslason, Ingólfur Níels Árnason og Gréta Valdimarsdóttir

H

eimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessa stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalist skammt frá strandbænum Cefalu í 5 nætur en síðan haldið til austurstrandarinnar og dvalist á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur. Flogið er heim til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Netverð á mann frá kr. 198.800 m.v. 2 fullorðna á 4* hótelum með hálfu fæði.

Frá kr. 129.900

Sorrento – 31. okt.-3 nóv. Fararstjóri: Ólafur Gíslason

V

ið safírbláan Napólíflóann kúrir bærinn Sorrento í hlíðunum, innan um vínekrur og sítrustré. Frá Sorrento er stórkostlegt útsýni yfir flóann; eyjan Capri á vinstri hönd en Ischia beint af augum. Á hægri hönd trónir Vesúvíus og fullkomnar þessa mynd. Stórkostleg umgjörð um fallegan bæ. Það er ekki einungis einstök náttúrufegurð sem hefur hér gífurlegt aðdráttarafl heldur einnig kjörin staðsetning bæjarins við Miðjarðarhafið. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna á 4* hótelum með morgunmat.

Frá kr. 147.900

Madeira – 7.-16. apríl

M

adeira er stundum nefnd „skrúð­garðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Í boði eru góð 3, 4 og 5* hótel sem staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina. Fjölmargar spennandi kynnisferðir í boði, þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fögru eyju. Netverð á mann frá kr. 147.900 á Hotel Girasol m.v. 2 í herbergi með morgunmat.

Frá kr. 198.800

Gönguferð á Tenerife – 24. sept.-1. okt. Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson

G

önguferð á Tenerife er sannarlega spennandi valkostur þar sem landslagið er margbrotið og útsýnið frábært. Dvalist er í 5 nætur í Puerto del la Cruz á noðurströndinni og 2 nætur á suðuströndinni. Daglega er haldið í göngur um fjölbreytt og heillandi landsvæði eyjunnar. Netverð á mann frá kr. 198.800 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 3* hótelum með hálfu fæði.

Léttganga á Tenerife – 28. jan.-4. feb. Frá kr. 199.900

Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson

L

éttganga er spennandi valkostur fyrir þá sem vilja fá hæfilega blöndu af góðri hreyfingu og slökun í fríinu sínu. Daglega er haldið í stuttar en áhugaverðar 2-3 klst. gönguferðir víðs vegar um eyjuna. Hressandi gönguferðir í hópi góðra ferðafélaga og undir leiðsögn reyndra fararstjóra sem gjörþekkja þessa fallegu og gróðursælu eyju. Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 4* hóteli með hálfu fæði.


Léttganga á Madeira – 7.-16. apríl

N

ýr og spennandi valkostur sem sameinar góða útivist í hressandi göngutúrum og afslöppun við sundlaugarbakkann. Miðað er við að göngurnar séu á bilinu 2-4 klst eða um 2-6 km. Gengið er á góðum stígum svo að þetta eru sannarlega góðar heilsubótargöngur í hópi góðra ferðafélaga og undir leiðsögn reyndra fararstjóra sem gjörþekkja þessa fallegu og gróðursælu eyju.

Sérferðir

Frá kr. 211.200

Netverð á mann frá kr. 211.200 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 3* hóteli með morgunverði.

Frá kr. 174.400

Lissabon & Sevilla – 20. okt.-27. okt. Fararstjóri: Sigrún Knútsdóttir

S

kemmtileg vikuferð til Portúgal og Spánar. Dvalist verður í 3 nætur í Lissabon sem er litrík heimsborg með merkilega sögu og menningu. Hún er byggð á 7 hæðum og er ein af fallegustu borgum Evrópu enda stundum kölluð San Francisco Evrópu. Í lok ferðar er dvalist í 3 nætur í hinni fögru Sevilla á Spáni. Borgin er rík af sögu og stórfenglegum byggingum. Áhugaverðar kynnisferðir í boði frá báðum stöðum. Netverð á mann frá kr. 174.400 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á 4* hótelum með morgunverði.

Frá kr. 219.900

Ævintýri í Marokkó – 27. okt.-5. nóv. Fararstjóri: Dominique Plédel Jónsson Agadir – Taroudant – Zagora – Tamengroute – Sahara eyðimörkin – Chigaga – Quarzazate – Marrakech – Essaouira – Agadir

E

instök 9 nátta sérferð þar sem farþegum gefst tækifæri til að skyggnast inn í nýjan og framandi heim. Það er sérstök upplifun að koma til Marokkó, ekki einungis í sögulegum skilningi heldur einnig að kynnast landi og þjóð örlítið nánar. Í ferðinni er dvalst í litlum og heillandi bæjum til sjávar og sveita, svo og stærri borgum á borð við Marrakech og Agadir. Ekið er um stærstu pálmalundi í Norður-Afríku, ilmandi ávaxtahéruð og hin hrikalegu Atlasfjöll. Þá er haldið í úlfaldareið út í Sahara-eyðimörkina þar sem gist er í eina nótt í Berba-tjaldi. Ferðalagið hefur því yfirbragð hins ókunna en er jafnframt töfrum þrungið og ógleymanlegt. Netverð á mann frá kr. 219.900 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli m/morgunmat, 4 hádegisverðum og 7 kvöldverðum.

Frá kr. 119.900

Aðventuferðir til Heidelberg 28. nóv.-1. des. og 4.-8. des.

A

ðventuferðir hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og öðlast fastan sess í hjörtum margra. Heimsferðir bjóða upp á aðventuferðir til Heidelberg sem stendur við ána Neckar og er að flestra mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum landsins. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar mynda einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í snotrum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi. Allt í göngufæri frá hótelinu sem er gott 4* hótel og margrómað af farþegum okkar. Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með morgunmat í 3 nætur.

Frá kr. 399.900

Perlur Kúbu – 25. feb.-10. mars Havana – Holguin – Santiago de Cuba – Montego Bay/Jamaica – Cienfuegos – Punta Frances – Havana

F

erð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Gestir kynnast ekki aðeins stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar heldur einnig lífsgleði eyjarskeggja sem er einstök og viðmót fólksins heillandi. Í upphafi ferðar er dvalið í 1 nótt í Brighton í Englandi. Síðan er dvalist í 4 nætur í Havana sem er ein fegursta borg frá nýlendutímanum. Þann 2. mars er haldið í einstaklega skemmtilega 7 daga siglingu þar sem dvalist verður daglangt á völdum stöðum á Kúbu og 1 dag á Jamaica, nágrannaeyju Kúbu. Fjölmargar spennandi kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Nú er tækifærið til að skoða allar helstu perlur þessarar fallegu eyju. Netverð á mann frá kr. 399.900 m.v. 2 fullorðna í tvíbýli í klefa án glugga með morgunmat í Havana og fullu fæði í 7 daga siglingu.

Sjá nánari upplýsingar á heimsferdir.is

9


Siglingar Heimsferðir eru umboðsaðili Costa Cruises á Íslandi. Costa Cruises býður glæsileg lúxusskip sem sigla um Miðjarðarhafið, Eyjahafið og Atlantshafið að sumri til en á veturna er siglt um hið sólríka Karíbahaf auk þess sem boðið er upp á spennandi siglingar í Suður-Ameríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Auk skipulagðra hópferða bóka Heimsferðir siglingar, flug og gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt eftir óskum hvers og eins.

Frá kr. 319.900

Dubai og sigling um Persaflóann 14-24. janúar 2015 Dubai – Muscat – Khasab – Abu Dhabi – Dubai Spennandi sigling og tækifæri til að skyggnast inn í annan menningarheim og skynja dulúðina, finna kryddlyktina og ilminn af jasmínolíunni, heyra sérkennilega tónlistina og upplifa framandlegan lífstaktinn. Hér gefst færi á að kynnast söguslóðum frá árdögum menningarinnar. Siglingaleiðin er spennandi og viðkomustaðirnar framandi. Úrval kynnis­ ferða er í boði á hverjum áfangastað. Netverð á mann frá kr. 319.900 í tvíbýli í klefa án glugga. Allt innifalið í 7 daga siglingu.

Draumasigling um Karíbahafið Frá kr. 349.900

23. febrúar - 10. mars 2015 Orlando – Miami – Cozumel – Roatan / Hondúras – Grand Cayman eyjar – Jamaica – Grand Turks – Nassau – Miami Karíbahafið er heillandi heimur og dásamlegt að sigla á vit ævintýranna með glæsilegu skipi og kanna töfra eyjanna sem heimsóttar verða. Hver og ein eyja er einstök með sín sérkenni og skemmtilegt mannlíf. Siglt er með glæsiskipinu Costa Luminosa – skipi ljósanna – sem er afar fallegt 5* skip með öllu inniföldu og daglegri afþreyingar- og skemmtidagskrá. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Netverð á mann frá kr. 349.900 í tvíbýli í klefa án glugga, allt innifalið í 10 daga siglingu.

Glæsisigling frá Karíbahafi til Evrópu Frá kr. 413.300

23. mars - 19. apríl 2015 Páskar 2015 Orlando – Miami – Grand Turks – Tortola – St. John´s – St. Maarten – St. Cruz/Tenerife – Funchal/Madeira – Cadiz – Malaga – Barcelona – Savona – San Remo Glæsileg 20 nátta sigling þar sem heimsóttar verða nokkrar þekktustu perlur Karíba- og Miðjarðarhafsins. Siglingin frá Karíbahafi yfir Atlantshafið tekur 6 daga. Á meðan fá farþegar góðan tíma til að njóta lífsins um borð og alls hins besta sem boðið eru upp á í formi skemmtana og veislumáltíða frá morgni til kvölds. Í upphafi ferðar er dvalist í 4 nætur í Orlando og í lok ferðar í 3 nætur í San Remo, fallegum baðstrandarbæ á Ítölsku ríveríunni. Netverð á mann frá kr. 413.300 í tvíbýli í klefa án glugga með fullu fæði í 20 nátta siglingu.

Frá kr. 1.880.000

Heimssigling 2016 með Costa Luminosa 6. janúar - 25. apríl 2016 Ítalía – Frakkland – Spánn – Grænhöfðaeyjar – Brasilía – Úrúgvæ – Argentína – Chile – Polynesía – Samoaeyjar – Nýja-Sjáland – Ástralía – Indland – Dubai – Oman – Jórdanía – Ísrael – Egyptaland – Sikiley Sannkölluð draumasigling til 38 framandi áfangastaða í 20 löndum. Meðal annars er siglt til Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ, Chile, Nýja-Sjálands, Ástralíu, Indlands, Dubai og Egyptalands, svo að fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta staðir sem flesta dreymir um að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Heimsferðir hafa tekið frá örfáa klefa í forsölu til 17. október 2014. Nú gefst því einstakt tækifæri til að láta drauma sína rætast. Netverð á mann frá kr. 1.880.000 í tvíbýli í klefa án glugga með fullu fæði í 109 nátta siglingu ásamt hafnargjöldum.

Nánari upplýsingar um siglingar á heimsferdir.is


Frábært verð! Frá kr. 179.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann á Costa Ballena m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði. 20. október í 7 nætur.

Sérferðir

La Sella

COSTA BALLENA I NOVO SANCTI PETRI I ALCAIDESA MONTECASTILLO I LA GOMERA I LA SELLA

Golfferðir Frá

Í

GOLFSKÓLI VIKULEGAR FERÐIR PERSÓNULEG FARARSTJÓRN

179.900 kr.

golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks en í boði eru hinir sívinsælu staðir Montecastillo, La Sella, Costa Ballena, Novo Sancti Petri og nú einnig Alcaidesa. Auk þess eru í boði vetrargolfferðir til paradísareyjunar La Gomera.

La Gomera

Costa Ballena Nánari upplýsingar á heimsferdir.is og hjá Herði H. Arnarsyni í síma 618 4300 og á sport@heimsferdir.is

Montecastillo 11


Saalbach-Hinterglemm Eitt stærsta samliggjandi skíðasvæði Austurríkis

129.900 kr. í 7 nætur*

Frá

S

aalbach-Hinterglemm er sveitarfélag í Zell am See héraðinu en svæðið er mjög vel þekkt fyrir skíðaiðkun og aðrar vetraríþróttir. Skíðasvæðið samanstendur af Saalbach, Hinterglemm og Leogang

og býður alls upp á 200 km af skíðabrautum og 54 skíðalyftur sem gerir það að stærsta samliggjandi skíðasvæði Austurríkis. Saalbach-Hinterglemm er eitt af fremstu skíðasvæðum Austurríkis og býður upp á breitt úrval af troðnum skíðabrautum, mikið af „off piste“ skíðaleiðum og nóg af snjó í 1000-2250 metra hæð. Skíðarúta gengur reglulega á milli Saalbach og Hinterglemm, þannig að það er mjög auðvelt að komast á milli skíðasvæðanna en skíðapassinn veitir frían aðgang í skíðarútuna auk þess sem skíðapassinn gildir á öllum skíðasvæðunum. Í Saalbach-Hinterglemm getur skíðaunnandinn skíðað langt fram á kvöld í flóðlýstri skíðabrekku. *Netverð á mann frá kr. 129.900 á Pension Flora m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 147.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Morgunverður innifalinn. 28. febrúar í 7 nætur.

Hotel Alpine Palace – Hinterglemm

Stórglæsilegur valkostur!

Alpine Palace 5* hótelið er glæsilegasti gistivalkosturinn á svæðinu. Hótelið er stórt og allt hið glæsilegasta og býður afar fjölbreytta og góða þjónustu. Hönnun og næmt auga fyrir smáatriðum haldast hér í hendur og útkoman er einstaklega vel heppnuð. Herbergin eru hlýlega innréttuð og einkennast af hinum dæmigerða austurríska sveitastíl. Auk hlaðborðs-veitingastaðar er hér glæsilegur à la carte veitingastaður og vínkjallari ásamt bar, kokteilbar og fleiru. Hér er einstaklega glæsileg 2000 fm heilsulind (spa) sem þykir ein sú glæsilegasta í Salzburg. Í heilsulindinni eru sundlaug, heitir pottar og nuddpottar, hvíldarhreiður, gufuböð og líkamsræktaraðstaða. Einnig er hægt að fá meðferð á snyrtistofu og nudd gegn aukagjaldi. Innan við 150 m eru að næstu skíðalyftu, Reiterkogelbahn. Hótelið rekur jafn­ framt sinn eigin skíðaskóla og skíða­ leigu og er starfsfólkið reiðubúið að veita allar upplýsingar um skíðasvæðin. Í góðu árferði má skíða m/hálfu fæði alla leið niður að hótelinu. Netverð á mann frá kr. 329.900 m.v.

Frábært verð Frá kr. 329.900 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Góð staðsetning í miðbænum!

Hotel Neuhaus – Saalbach Hotel Neuhaus er 4* afbragðsgott hótel, frábærlega staðsett við göngugötu í hjarta Saalbach bæjarins. Þá er hótelið einungis í 50 m fjarlægð frá næstu skíðalyftu og í góðu árferði má renna sér beint af fjallinu og að hótelinu. Hótelið er sérlega hlýlega innréttað og býður fjölbreytta þjónustu. Hér er veitingastaður, bar og glæsileg 1000 fm heilsulind (spa). Í heilsulindinni er gufubað, nuddpottur, sundlaug, hvíldarhreiður, líkamsræktaraðstaða og hægt er að panta þjónustu eins og nudd og meðferð á snyrtistofu gegn aukagjaldi. Það er einfaldlega ekki hægt að hugsa sér betri staðsetningu, m/hálfu fæði bæði hvað varðar miðbæinn og Netverð á mann frá kr. 241.900 m.v. skíðalyfturnar.

Frábært verð Frá kr. 241.900 2 fullorðna í comfort herbergi. 24. janúar í 7 nætur.


Hotel Sonnalp – Hinterglemm

Góður valkostur!

Afskaplega fallegt 4* hótel, staðsett ofarlega í Hinterglemm. Hótelið er hlýlega og skemmtilega innréttað, í eins konar „veiðimannastíl“ með Chesterfield-sófum, dýraábreiðum og dökkum við í sameiginlegum rýmum. Herbergin eru innréttuð með ólíkum hætti, ýmist með ljósum furuhúsgögnum og hlýlegu teppi á gólfum, eða í nútímalegri stíl með parketi og dekkri viðarhúsgögnum. Á hótelinu er veitingastaður og 2 barir. Hér er góð heilsulind með fallegri innisundlaug, gufubaði, hvíldarhreiðri og nuddpotti. Til miðbæjar Hinterglemm er innan við 1 km og er stoppistöð skíðarútunnar í um 100 m fjarlægð frá hótelinu. Í næstu skíðalyftu, Zwölferkogelbahn, eru um 400 m.

Frábært verð Frá kr. 169.400 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 169.400 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 191.100 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

Hotel Saalbacherhof – Saalbach

Glæsilegur valkostur!

Þetta er einn glæsilegasti gistivalkosturinn í Saalbach. Ákaflega glæsilegt hótel sem býður afar fjölbreytta þjónustu. Þá eru næstu skíðalyftur í einungis um 2 mínútna fjarlægð. Næsta stoppistöð skíða­ rútunnar er í 50 m göngufjarlægð. Hér er afar glæsileg heilsulind (spa), m.a. með innilaug, og hægt er að synda beint út í laug undir beru lofti. Innilaugin er fallega hönnuð með náttúrusteinum og einnig eru nuddpottar, gosbrunnar og hvíldarhreiður. Hér er veitingastaður og barir og í kjallara hótelsins er einn vinsælasti „Après-ski“ bar bæjarins og næturklúbburinn Castello.

Frábært verð Frá kr. 204.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 204.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 230.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Hotel Alpin Juwel – Hinterglemm

Glæsilegur „ski-in“valkostur!

Mjög glæsilegt og nýlegt 4* hótel í Hinterglemm sem býður fjölbreytta og góða þjónustu. Hér er öll aðstaða til fyrirmyndar og stendur hótelið alveg við skíðalyftu og því hægt að skíða beint af fjallinu og niður á hótel. Á hótelinu er glæsileg heilsulind með gufubaði, hvíldarhreiðri, nuddpotti og sundlaug. Þá er snyrtistofa og hægt að bóka nudd gegn aukagjaldi. Hér er bar og veitingastaður og leggur hótelið alveg sérstaka áherslu á að bera fram sem ferskast hráefni af svæðinu. Herbergin eru hlýlega en samt frísklega innréttuð og vel búin, öll með parketi á gólfum og svölum eða verönd.

Frábært verð Frá kr. 228.600 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 228.600 m.v. 2 fullorðna í Kristal herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

Hotel Post HB – Saalbach

Góður valkostur í miðbænum!

Hotel Post er fallega innréttað 4* hótel í miðbæ Saalbach en það samanstendur af 4 byggingum. Herbergin eru fallega innréttuð og vel búin. Hárþurrkur, baðsloppar og inniskór eru á baðherbergjum. Frítt Internet er á hótelinu en vert er að minnast á að netsambandið höktir stundum í Ölpunum. Hér er góð heilsulind (spa) með gufuböðum, innisundlaug, hvíldarhreiðri, líkamsræktaraðstöðu og nuddpotti. Þá er einnig hægt að panta nudd og meðferðir á snyrtistofu gegn aukagjaldi. Hér er góður veitingastaður, sem og à la carte staður, kaffitería og bar. Afar góður kostur og aðeins 150 m í næstu lyftu.

Frábært verð Frá kr. 199.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

Gasthof Unterwirt – Saalbach

Einfaldur en hagkvæmur kostur!

Þægilegt 3* gistiheimili í miðbæ Saalbach og einungis um 100 m í næstu skíðalyftu, Schattberg X-Press. Í sömu fjarlægð er stoppistöð skíðarútunnar. Gistiheimilið er allt innréttað á einfaldan máta, laust við allan íburð og eru herbergin einföld og snyrtileg. Hér er veitingastaður með barþjónustu, gufubað, lítið hvíldarhreiður og líkamsræktaraðstaða. Á svæðinu við móttöku er frítt aðgengi að Interneti. Einfaldur en hagkvæmur valkostur sem er vel staðsettur, aðeins um 100 m í næstu lyftu!

Frábært verð Frá kr. 148.000 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 148.000 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 175.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

13


Zell am See 131.900 kr. í 7 nætur*

Frá

Okkur er það sönn ánægja að bjóða nú aftur ferðir til Zell am See, eins vinsælasta skíðabæjar í austurrísku Ölpunum.

Á

skíðasvæðinu Zell am See – Kaprun er afbragðs aðstaða fyrir allt skíðafólk en á svæðinu eru 49 skíðalyftur og hægt að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Í boði eru gististaðir

við skíðalyfturnar og í hjarta Zell am See, í námunda við veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Þá er úrval verslana að finna í Zell am See, en hér er fjöldi skíðaverslana og gaman að geta þess að H&M verslun er í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Zell am See, í úthverfinu Schüttdorf. Þar er einnig að finna McDonald’s.

*Netverð á mann frá kr. 131.900 á Hotel Seehof m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði. 24. janúar í 7 nætur.

Hotel der Waldhof

Unnt að skíða að og frá hóteli!

Mjög gott 4* hótel, staðsett ofarlega í Zell am See en í góðu árferði, þegar nægur snjór er, má skíða alveg niður að hótelinu. Hótelið er allt innréttað í dæmigerðum, hlýlegum austurrískum sveitastíl og hér er fjölbreytt og góð þjónusta. Næstu skíðalyftur eru City Xpress sem er í innan við 500 m fjarlægð frá hótelinu og Schmittenhöhebahn sem er í um 1,2 km fjarlægð. Næsta stoppistöð fyrir skíðarúturnar er rétt við hótelið (50 m) og ganga rúturnar á hálftíma fresti til skíðasvæðanna. Niður í miðbæ Zell eru svo rétt um 500 m, en þar er úrval verslana, bara og veitingastaða í fallegu umhverfi bæjarins.

Frábært verð Frá kr. 156.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.


Vel staðsett í miðbænum!

Hotel Alpinresort Schwebebahn

Hotel Feinschmeck

Þetta er stórt og fallegt 4* hótel, staðsett ofarlega í Zell og alveg við Schmittenhöhebahn skíðalyftuna, sem flytur þig beint úr dalnum og upp í 2000 m hæð. Þá má skíða alla leið niður að hótelinu frá þremur stöðum í fjöllunum, þegar snjórinn er nægur. Fyrir utan hótelið er „Après-ski“ verönd þar sem skapast mikil stemning í lok dags. Skíðarútan sem gengur niður í miðbæ Zell, stoppar rétt hjá hótelinu, en í miðbæinn eru tæpir 3 km. Hótelið hét áður Hotel Schwebebahn og hér hafa margir Íslendingar dvalist, en með nýjum eigendum hafa orðið áherslubreytingar til hins betra.

Hotel Feinschmeck er fallegt 4* hótel á afar góðum stað í miðbæ Zell am See. Örstutt er að vatninu og öll þjónusta eins og verslanir, barir og veitingastaðir í göngufæri. Hótelið er vel búið en hér er veitingastaður, gott kaffihús, bar og heilsulind með gufubaði, nuddpotti og hvíldarhreiðri. Þá er hér snyrtistofa en greiða þarf aukalega fyrir meðferðir þar. Næsta skíðalyfta, CityXpress, er í innan við 200 m fjarlægð. Þá stoppar skíðarútan rétt við hótelið, en stoppistöð er í um 50 m fjarlægð frá því. Einstaklega gott hótel og kjörið fyrir þá sem vilja vera við miðbæinn

Frábært verð

Frábært verð

m/hálfu fæði

m/morgunmat

Frá kr. 137.900

Frá kr. 136.900

Netverð á mann frá kr. 137.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Einfalt en hlýlegt við vatnið!

Netverð á mann frá kr. 136.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Notalegt í miðbænum!

Hotel Seehof

Hotel Traube

Hotel Seehof er lítið, fjölskyldurekið 3* hótel, staðsett við vatnið og rétt við miðbæ Zell. Næsta skíðalyfta er í einungis 250 m fjarlægð frá hótelinu. Hótelið er innréttað á einfaldan en hlýlegan hátt og hér er veitingastaður og bar með fallegu útsýni yfir vatnið. Hér er það ekki íburðurinn sem fólk sækir í, heldur einstaklega góð og persónuleg þjónusta eigendanna sem láta sér virkilega annt um gesti sína og skín það í gegn á umsagnarsíðum á netinu. Á hótelinu er einnig skíða- og skógeymsla, gufubað og hægt að panta nudd gegn aukagjaldi. Hér er um að ræða hagkvæman og einfaldan valkost með góðri og persónulegri þjónustu.

Einstaklega notalegt 3* vinalegt hótel í göngugötunni í Zell am See. Allt í kring eru veitingastaðir, barir, kaffihús og verslanir og næsta skíðalyfta, CityXpress, er í einungis um 350 m fjarlægð. Næsta stoppistöð skíðarútunnar er í 5 mínútna göngufjarlægð. Á hótelinu eru gufubað fyrir hótelgesti en almenningssundlaug og stór heilsulind (spa) er í um 300 m göngufjarlægð frá hótelinu. Góður kostur fyrir þá sem kjósa að vera alveg í miðbæ Zell am See.

Frábært verð

Frábært verð

m/hálfu fæði

m/hálfu fæði

Frá kr. 131.900

Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Skíðaveisla

Staðsett alveg við skíðalyftu!

Frá kr. 143.200

Netverð á mann frá kr. 143.200 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

15


Flachau& Lungau H

eimsferðir bjóða eitt glæsilegasta skíðasvæði Austurríkis, Flachau. Með skíðapassanum er hægt að ferðast á milli 5 svæða með 25 þorpum, 865 km af brekkum og 276 lyftum af öllu tagi. Brettafólk er líka velkomið á öllu svæðinu en hér er brettaskemmtigarður og þjónusta við brettafólk. Hér er flóðlýst skíðabrekka og því hægt að skíða til kl. 21.30 á kvöldin. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna Flachau, Wagrain og St. Johan en aðgangur í rútuna fylgir skíðapassanum. Lungau skíðasvæðið hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga en þar er m.a. rekið hótel í eigu Íslendinga. Lungau svæðið er með fjölbreytt úrval af skíðabrekkum sem henta getu hvers og eins og líka þeim sem eru á snjóbrettum. Í Lungau er fólksfjöldinn minni en á mörgum skíðasvæðum og því oftast styttri bið eftir lyftunni. Skíðaleiðir eru á milli skíðasvæðanna innan Lungau, t.d. frá Spiereck til Mautendorf eða frá Katschberg yfir til St. Margarethen, auk þess sem skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna.

Hotel Reslwirt – Flachau

Glæsilegur valkostur!

Nýlegt og glæsilegt 4* hótel í hjarta Flachau. Næsta lyfta við hótelið er StarJet 1 lyftan sem er aðeins 100 m frá hótelinu en þar er einnig rekinn skíðaskóli og jafnframt er þar barnalyfta. Herbergin eru mjög rúmgóð og fallega innréttuð en á hótelinu er bar, veitingastaður, barnaleikherbergi og stórglæsileg heilsulind með sauna og hvíldarbekkjum. Svo sannarlega glæsilegur valkostur í skíðafríinu.

Frábært verð Frá kr. 198.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 198.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Unnt að skíða að hótelinu!

Hotel Unterberghof – Flachau Unterberghof er fallegt 4* hótel í göngufæri við 8-er Jet skíðakláfinn og gönguskíðabraut er rétt við hóteldyrnar. Þá er hægt að renna sér beint af fjallinu og alla leið á hótelið í lok dags. Herbergin eru vel innréttuð með sjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi með hárþurrku. Á hótelinu er bar, reyklaus veitingastaður, ný heilsurækt með líkamsræktartækjum, sauna með vatnsgufubaði, hita- og ljósabekkjum. Innifalið er hálft fæði, morgunverður og þriggja rétta kvöldverður.

Frábært verð Frá kr. 137.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 137.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 179.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 21. febrúar í 7 nætur.

Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 8. ágúst 2014. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna. Verð í bæklingi er skv. verðskrá að undanskildum vorferðum eldri borgara. Sjá nánari upplýsingar um almenna ferðaskilmála Heimsferða á heimsferdir.is.


Skíðaveisla

Góður valkostur!

Góður valkostur!

Hotel Pongauerhof – Flachau

Zum Wassen Stein – Lungau

Fallegt hótel í um 5-10 mín. göngufjarlægð frá 8er-Jet skíðakláfinum og í nokkurra mín. fjarlægð frá miðbænum. Herbergi eru fallega innréttuð með baðherbergi, síma, sjónvarpi og svölum. Á hótelinu er sauna, hvíldaraðstaða, hitabekkir, ljósabekkir, líkamsræktaraðstaða, bar, veitingastaður, leikherbergi barna og internetaðstaða. Innifalið er morgunverðarhlaðborð og 4 rétta kvöldverður. Skíðarúta fer á 7 mín. fresti að 8er-Jet kláfinum og Flachauwinkel lyftunni.

Gott 3* hótel í litla þorpinu St. Michael, í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Skihotel Speiereck. Þetta er nokkuð stórt hótel með góðum herbergjum, innréttuðum á einfaldan máta án alls íburðar. Á hótelinu er veitingastaður sem leitast við að hafa á boðstólum eitthvað fyrir alla í mat og drykk. Þá er hér lítil heilsulind með gufubaði þar sem tilvalið er að láta líða úr sér þreytuna eftir góðan skíðadag.

Frábært verð Frá kr. 172.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 172.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Fjölskylduhótel – rekið af Íslendingum!

Frábært verð Frá kr. 123.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 123.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. janúar í 7 nætur.

Frábært verð Frá kr. 123.900 m/hálfu fæði

Netverð á mann frá kr. 123.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 28. febrúar í 7 nætur.

Skihotel Speiereck – Lungau Gott og sérlega notalegt hótel í Lungau, vel staðsett og í göngufæri frá skíðalyftu svæðisins. Þetta hótel er rekið af Íslendingum sem veita góða þjónustu á persónulegum nótum og leggja sig fram um að öllum líði sem best. Herbergin eru smekklega og skemmtilega innréttuð, með fjölbreyttum antíkhúsgögnum sem gefa hótelinu heimilislegan blæ. Öll eru herbergin með baðherbergi og sjónvarpi. Á hótelinu er notalegur matsalur með bar og einnig er sauna og ljósabekkur í húsinu.

17


Borgarferðir

Barcelona 14.-17. nóv. I 29. des-2. jan. I 1.-5. maí

Bratislava 11.-15. sept. I 16.-20. okt. I 30. apr-4. maí

Budapest 9.-13. okt. I 23.-27. okt. I 23.-27. apr. I 1.-5. maí

Hotel Saffron

Mercure Duna

Frá kr. 99.900

Frá kr. 74.900

Frá kr. 93.200

Dresden

Lissabon

Ljubljana

Salles Pere IV Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 14. nóvember í 3 nætur.

9.-13. okt.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. september í 4 nætur.

6.-9. nóv. I 16.-20. apr.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 23. október í 4 nætur.

2.-6. okt. I 16.-20. okt. I 29. apr.-3. maí

Art´Otel

Miraparque Hotel

Hotel Slon

Frá kr. 129.900

Frá kr. 99.700

Frá kr. 116.100

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 9. október í 4 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 6. nóvember í 3 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 16. október í 4 nætur.


Frá kr.

74.900

raM led a

Prag 25.-29. sept. I 9.-13. okt. I 23.-27. apr. I 1.-5. maí

Róm 16.-20. okt. I 31. okt.-3. nóv. I 30. apr.-4. maí

Sevilla 23.-26. okt.

Hotel Ilf

Palladium Palace

Hotel Ayre Sevilla

Frá kr. 89.900

Frá kr. 124.900

Frá kr. 100.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 9. október í 4 nætur.

Valencia 9.-13. okt.

Catalonia Excelsior Frá kr. 99.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 9. október í 4 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 31. október í 3 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 23. október í 3 nætur.

Vín

Köben & Billund

30. apr.-4. maí

Trend Parkhotel Schoenbrunn Frá kr. 119.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 30. apríl í 4 nætur.

Frá kr. 9.900 Flugsæti aðra leið með sköttum.

19



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.