Útvegsblaðið 2.tbl 2014

Page 22

Japanir segja krókaveiddan makríl eins og góðan túnfisk

„Öllu skiptir að koma makrílnum fljótt í frystingu“ Haraldur Bjarnason

J

óhann Magnússon vinnslustjóri hjá Arctic-Odda á Flateyri segir mjög mikilvægt að makríl sem fer í frystingu sé ferskur og vel kældur þegar hann kemur til vinnslunnar. Jóhann hafði verið skipstjóri á vélbátnum Stormi en hætti þar og segist hafa stokkið inn í afleysingar hjá Slægingarþjónustu Suðurnesja í makrílfrystingu. Á sama tíma segir hann að sér hafi verið boðið að koma vestur á Flateyri en þar hafði verið vinnslustöðvun um tíma. „Ég þekkti strákana í Port-Ice og þeir voru fljótir að kveikja og fengu Jóhann mig til að taka við þarna fyrir Magnússon. vestan og það var ákveðið að skella í gang makrílfrystingu. Þetta er allt af smábátum og mikið kom af Snæfellsnesinu og Hólmavík. Þetta verkefni hjá mér, sem vinnslustjóri fyrir vestan átti að vera tímabundið en það ætlar að teygjast úr því.“ Jóhann segir þetta allt í umboðssölu og útgerðir bátanna fái það verð sem fæst endanlega fyrir fiskinn eftir að búið er að draga frá vinnslukostnað, flutning og geymslukostnað. „Ég heyri ekki annað á útgerðarmönnum þessara báta en þeir séu ánægðir og þeirra sjómenn líka. Þetta var góð vara. Til dæmis komu japanskir eftirlitsmenn til okkar og þeir alveg sleiktu útum yfir vörunni. Þegar við erum að fá þennan makríl í hús er hann svona frá núlli til mínus núll komma fimm gráður. Hann fer beint í kæli hjá okkur og síðan í öflugan lausfrysti sem við erum með og úr honum kemur makríllinn eftir rúman klukkutíma í mínus 25-26 gráðum. Hann er ekki kominn í gegnum dauðastirðnunarkerfið þegar hann er frystur. Japanirnir líktu makrílnum við besta túnfisk en það er ekki hægt að ná þessum gæðum í túnfiski. Endanlegt verð á makríl sem er unninn svona er til jafns við þorskverð.“

22

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Á síðustu vertíð var ekki byrjað að frysta hjá Arctic-Odda fyrr en tíunda ágúst. „Þá fór ég vestur til að byrja á þessu. Við frystum samt 200 tonn af þeim 560 tonnum sem fóru í gegnum Port-Ice. Megnið af þessu frystum við á tveimur vikum en við getum fryst 20 tonn á sólarhring í þessum gæðum. Við erum líka að heilfrysta silung úr fiskeldi fyrir vestan og hann er mun stærri en makríllinn, upp í 2,7 kíló og við náum honum í mínus 22 gráður á 90 mínútum. Það sem máli skiptir er að krókamakríllinn er topphráefni og sjómenn sjá um að kæla vel í krapa.“ Jóhann segist þekkja muninn því í hitteðfyrra hafi hann verið að veiða makríl í troll á Stormi. „Makríl úr trolli og krókaveiddur er eins og svart og hvítt. Núna þegar ég er að fá makrílinn í hús tek ég alltaf sýni í hádeginu og fæ mér að smakka enda er þetta eins og flott-

Til að ná góðum árangri er málið að frá því makríllinn er veiddur og þangað til búið er að vinna hann mega ekki líða nema 30-40 klukkutímar.

asti túnfiskur. Eins og Port-Ice setur þetta, að selja hann í umboðssölu, hvetur það líka sjómennina til að ganga vel um hráefnið. Til að ná góðum árangri er málið að frá því makríllinn er veiddur og þangað til búið er að vinna hann mega ekki líða nema 30-40 klukkutímar. Hins vegar var talað um það á trollinu að frá því að fyrsti makríll kom um borð mættu ekki líða meira en 30 tímar þar til farið var að landa svo vinnslan hefði sólarhring til að vinna. Með þennan krókuveidda er þetta sett upp þannig að hann kemur í land að kvöldi og hann er aldrei meira en sólarhrings gamall þegar farið er að vinna hann. Hann er í öllum tilfellum frosinn innan 30-40 tíma. Þetta er ekki hægt á stóru skipunum í trollið.“ Jóhann segir makrílinn hafa verið erfiðan í fyrra og mikla ferð á honum. „Þeir voru út september. Það kom skot þarna eftir að upprunalegi veiðitíminn var búinn en meiningin er að byrja frystingu fyrr hjá okkur fyrir vestan í ár. Smábátarnir mynda grúbbur sem fylgjast að til að auðvelda flutninginn svo ekki sé verið að senda bíl fyrir einn bát. Þeir flökkuðu um 4-5 bátar saman til að hægt sé að réttlæta að senda flutningabíl. Ef við sendum okkar bíl t.d. frá Flateyri til Hólmavíkur þá eru þetta 1.050 km fram og til baka. Það er ekki sjálfgefið að þetta komist innan tímamarka ef bíða á eftir flutningabíl. Bátur sem landar t.d. á Hólmavík á laugardegi þarf að koma aflanum frá sér strax, makríllinn getur ekki beðið til mánudags, þá er þetta ekki lengur gott hráefni, segir Jóhann Magnússon vinnslustjóri hjá Arctic-Odda


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.