Útvegsblaðið 2.tbl 2014

Page 14

Mikið vantar enn upp á rétta meðferð afla

Góð aflameðferð er Sigrún Erna Geirsdóttir

F

iskur er dýrmætt hráefni sem er ein af grunnstoðum íslensks efnahags. Fiskur verður ekki betri en þegar hann kemur upp úr sjónum og miklu skiptir því að meðhöndla fiskinn rétt allt frá því að hann er dreginn úr sjó og þangað til hann er kominn til kaupenda. Talsvert vantar enn upp á að svo sé alltaf.

Verð ætti að ráðast meira af gæðum Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, hefur lengi talað fyrir réttri meðferð afla og komið að flestum verkefnum sem unnin hafa verið hérlendis á því sviði og lúta að góðri meðferð afla. Sigurjón segir að hjá stærri útgerðum hafi um nokkurt skeið verið vaxandi meðvitund um nauðsyn góðrar aflameðferðar og hafi fyrirtæki á borð við Samherja, HB Granda, FISK Seafood, Þorbjörn, Vísir og fjölda annarra fyrirtækja unnið mikið með Matís á því sviði. Sama eigi við um Landssamband smábátasjómanna. Það þurfi þó enn að ná til fleiri og ekki síst til þeirra sjómanna sem ekki vanda sig nægjanlega. ,,Það er enginn að veiða bara til þess að veiða, það vilja

14

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

hann eigi að vera. Kaupendur ættu að leggja línurnar og hvatningin væri þá komin. Þá ætti líka að verðleggja hráefnið eftir gæðum, að mati Sigurjóns, og forðast að kaupa fisk í örvæntingu af því að hráefni vanti í vinnslurnar. Hann segir að menn ættu sömuleiðis að hætta að tala svona mikið um metafla og segja frekar frá því hversu mikið af fiskinum fór í A flokk eða að allur afli frá þeim hafi verið í 0°C við löndun. Fjölmiðlafólk einblíni almennt á magn aflans en hugsi lítið um gæði. Sú áhersla sem lögð er á magnið í fjölmiðlum sé oft skaðleg og hvetji fólk ekki til þess að leggja fremur áherslu á gæði en magn. Ákjósanlegt væri að fjölmiðlafólk bætti við þekkingu sína og viti t.d. hvernig fiskur á að líta út og hvaða breytur ráða helst gæðum aflans.

allir fá sem mest fyrir aflann. Hvað menn fá mikið fyrir hann á að ráðast af gæðunum. Menn hafa vissulega tekið sig á, ástandið hefur skánað, en það er ekki orðið nægjanlega gott ennþá. Það Skortur á eftirliti með aflameðferð þurfa allir að róa í sömu átt og koma með bestu Þar sem fiskurinn verður aldrei betri en þegar hugsanlegu gæði að landi.“ Sigurjón telur að vilj- hann kemur upp úr sjónum er mikilvægt er að inn sé fyrir hendi, það vantar hins vegar hvatn- varðveita þau gæði sem best. ,,Eiginleikar fisks inguna. Almennt séu menn meðvitaðir um mikil- eru 800 sinnum viðkvæmari en eiginleikar vægi gæðanna og vilji gera betur en það sé fátt landhráefnis s.s lambakjöts,“ segir Sigurjón. í umhverfinu sem hvetji þá til þess. Hann segir „Að koma með óísaðan fisk að landi er því mjög að fyrirtæki ættu að koma með leiðbeiningar um slæmt mál. Ef við tökum t.d lambakjöt sem dæmi, þá er lambið áfram í sínu náttúrlega umhverfi hvernig fisk þau vilji kaupa; í hvaða gæðaflokki


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.