16. desember 2011

Page 34

34

jólaguðspjallið

Helgin 16.-18. desember 2011

Nasaret á okkar tímum Fyrir miðri mynd gnæfir Kirkja boðunar Maríu en hún er sögð standa á þeim stað þar sem heimili móður Jesú var áður fyrr og Gabríl erkiengill færði henni tíðindin af getnaði frelsarans. Ljósmynd/Nordicphotos Getty-Images.

Yður er í dag frelsari fæddur? Gríski guðspjallamaðurinn Lúkas gaf sér frjálslegt skáldaleyfi þegar hann tók saman sögu Jesú frá Nasaret þegar meira en þrjúhundruð ár voru liðin frá þeim atburðum sem segir frá í jólaguðspjallinu. Njörður P. Njarðvík fjallar hér um þessa táknrænu og fallegu frásögn.

E

Af þessu verður dregin sú ályktun að frásögn Lúkasar geti ekki talist „Guðs orð“, enda byggist hún ekki á öðru en ímyndunarafli hans og tengingu við gamla spádóma. Hún er falleg táknræn frásögn sem talar til okkar í skáldlegri einlægni. Því ber ekki að flytja hana sem annað og alls ekki sem vitnisburð um staðreynd þess að Guð hafi fæðst í heiminn sem mannsbarn.

nginn veit hvenær eða hvar Jesús frá Nasaret fæddist, ekki daginn, ekki árið, ekki staðinn. Á fjórðu öld var fæðingardagur hans ákveðinn með hliðsjón af hátíðisdegi rómverska sólarguðsins Sol Invictus sem var á vetrarsólstöðum, þegar dýpsta myrkur víkur fyrir nýju ljósi. Árið 321 gerði Konstantínus keisari fyrsta dag vikunnar, dag sólarinnar, að hvíldardegi – og því höldum við enn ásamt nafni dagsins. Á þessum fyrstu öldum sínum yfirtók kristin kirkja marga siði eldri trúar, ekki síst ýmsar hefðir sóldýrkenda, og þar á meðal að finna fæðingu Jesú stað á fæðingardegi sólarinnar, á vetrarsólstöðum. Saturnalia, vetrarhátíð Rómverja 17. til 21. desember, var gleðitími með gjöfum og kertaljósum, líkt og við gerum enn á jólum. Sams konar táknfræði sóldýrkenda var einnig nýtt fyrir boðunardag Maríu á vorjafndægri og Jónsmessu á sumarsólstöðum. Þá var í gildi tímatal kennt við Júlíus Cesar frá árinu 45 f. Kr. og allt til 1582 er viðtók núverandi tímatal kennt við Gregroius XIII páfa. Þar sem dagsetningu var þá ekki breytt, færðist fæðingardagur Jesú frá vetrarsólstöðum – og jafnframt hverfur hin táknræna tenging við hringrás sólar (reyndar er júlíanska tímatalið enn í gildi sums staðar). Fæðingardagur frelsarans er því ekki lengur samkvæmt þeirri hugsun er upphaflega lá til grundvallar.

Rangfærslur í jólaguðspjallinu

Í jólaguðspjallinu er við köllum svo (Lúkas 2:1-20) er fæðing Jesú ranglega tengd manntali að skipun Ágústusar keisara (er ríkti frá 27 f.Kr til 14 e.Kr.) „þá er Kýreníus var landstjóri

í Sýrlandi.“ Engin heimild er fyrir því að Ágústus hafi látið „skrásetja alla heimsbyggðina“, en aftur á móti er talið að Quirinius (Kýreníus) hafi staðið fyrir manntali árið 6 e.Kr. á sínu umráðasvæði vegna skattheimtu, er Júdea var lögð undir stjórnanda Sýrlands. Rangt er talið hjá Lúkasi að tengja fæðingu Jesú við manntalið, þar sem Mattheusarguðspjall (2:16) fullyrðir að hann hafi fæðst „á dögum Heródesar konungs.“ Þar sem Heródes lést árið 4 f.kr. er tíu ára munur til manntals Quiriniusar. Reyndar getur Lúkas þess sjálfur, að þungun Maríu sé samtímis þungun Elísabetar er ól Jóhannes skírara (Lúkas 1:5, 36) „á dögum Heródesar, konungs í Júdeu.“ Við vitum því ekki hvaða ár Jesús fæddist, og þess vegna er tímatal okkar í heild sinni byggt á óvissu. Matteus (2:1) og Lúkas (2:4-6) segja Jesú fæddan í Betlehem, en Markús (6:1-4) og Jóhannes (1:46; 7:41, 52) í Nasaret. Mika (5:1) spámaður hafði sagt að drottnari Ísraels myndi fæðast í Betlehem, borg Davíðs, og því telur hópur bandarískra guðfræðinga (sem kalla sig The Jesus Seminar), að Lúkas hafi hagnýtt sér manntal Quiriniusar sem skáldskaparástæðu til að koma Maríu og Jósef til Betlehem svo að Jesús gæti fæðst þar. Reyndar telja þessir guðfræðingar, að „jólaguðspjallið“ sé hreinn skáldskapur og aðeins tvö textabrot styðjist við raunveruleika: „ ...ásamt Maríu heitkonu sinni er þá var þunguð“ og „ ...og fæddi hún þá son sinn...“ Um fjárhirðana, engilinn og hina „himnesku herskara“ segja þeir, að hefð sé fyrir því í fornum goðsögnum, að mannleg og himnesk vitni séu til staðar við fæðingu hetjunnar og staðfesti hana.

Af þessu verður dregin dæmi um mannlega fullsú ályktun að frásögn Lúkkomnun, um mann er asar geti ekki talist „Guðs breytti í fullkomnu samorð“, enda byggist hún ræmi við eigin orð, og tók ekki á öðru en ímyndunarafleiðingum þess í krossafli hans og tengingu við festingu. Eftir honum er gamla spádóma. Hún er falhaft: „ ... sannleikurinn leg táknræn frásögn sem mun gjöra yður frjálsa talar til okkar í skáldlegri (Jóhannes 8:32).“ Í þeim einlægni. Því ber ekki að orðum birtist einnig munur flytja hana sem annað og trúar og sannleiksleitar. Njörður P. Njarðvík alls ekki sem vitnisburð Að trúa er að hafa fyrir satt um staðreynd þess að Guð prófessor emeritus og eitthvað sem við vitum ekki hafi fæðst í heiminn sem og getum ekki staðfest. rithöfundur mannsbarn. Sú „staðFrá því að frásagnir af Jesú reynd“ er hvergi til, þótt bókstafs- og voru skráðar hefur „sannleikurinn“ þröngtrúarmenn hamri á því. Aftur breyst svo mjög með aukinni þekká móti stenst frásögnin auðvitað sem ingu í eðlisfræði, líffræði, læknistáknræn boðun um fæðingu vitundar fræði, jarðfræði og stjörnufræði, að þess sem felst í boðskap Jesú frá við sjáum veruleikann allt öðrum Nasaret. Því má skilja merkingu jólaaugum, þótt mannlegt eðli hafi ekki guðspjallsins svo, að sú fæðing færist breyst að sama skapi. Við getum ekki til þess sem á hlýðir. Að vitund Jesú lengur horft á heiminn frá 4. öld eins fæðist þar með í hjörtum manna. Þar og kirkjan gerir í trúarjátningu sinni. með færist einnig til á táknrænan hátt Þar með breytast viðhorf til fornra spurningin um frelsun. Að maðurinn frásagna, þótt táknrænt gildi haldist. frelsi sig sjálfur innan frá með aðstoð Við lesum öðru vísi úr táknum. Hin kenninga Jesú. Í Tómasarguðspjalli andlega leit mannsins, sem virðist (70) er haft eftir honum: Ef þú leiðir huga okkar ásköpuð, er þá fólgin í fram það sem býr innra með þér, mun því að láta sér ekki nægja að aðrir það sem þú hefur, frelsa þig. Ef þú segi manni að við höfum ódauðlega hefur það ekki innra með þér, mun sál, heldur leitast við að kanna sjálfur það sem þú hefur ekki, tortíma þér. hvort svo sé – og er það reyndar ein skilgreining á dulhyggju. Kennimenn Táknrænt dæmi um mannlega allra trúarbragða þurfa að bera virðingu fyrir hinni eilífu sannleiksleit fullkomnun mannsins hvort sem hún er vísindaleg Ég er einn þeirra sem aðhyllist þann eða andleg, því að ekkert er stöðugt boðskap sem hafður er eftir Jesú frá nema óstöðugleikinn, eins og segir í Nasaret án þess að líta á hann sem búddískum fræðum. guð (rétt eins og Jakob bróðir hans) og án þess að játast þeirri kennings(Heimild: The Acts of Jesus. What Did Jesus míð sem síðari tíma menn hafa sett Really Do? The search for the authentic saman í nafni hans (og án samþykkis deeds of Jesus. (Translation and Commentary hans). Ég lít á hann sem einstakan by Robert W. Funk and The Jesus Seminar. kennimann og fræðara og táknrænt Harper. SanFrancisco 1998, bls. 520-522)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.