ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 35

Fjármálaþjónusta | 37

Miðengi (dótturfélag Íslandsbanka) er í útibúinu í Lækjargötu. Að auki er dótturfélag Íslandsbanka, Glacier Securities, með aðsetur í New York. Samtals fermetrar utan geymsluhúsnæðis og orlofshúsa/íbúða eru tæpir 24.000.

Mannauður og starfsmannafjöldi Við árslok 2010 voru 943 stöðugildi hjá móðurfélagi en meðalstöðugildi samstæðunnar voru 1.080. Um 65% starfsmanna eru með háskólamenntun. Íslandsbanki hefur tekið þátt í vinnustaðagreiningu Capacent frá árinu 1997. Samkvæmt niðurstöðum síðustu greiningar eru starfsmenn Íslandsbanka ánægðir með vinnustaðinn sinn og mæla með honum við aðra.

Starfsmannafélag og félagslíf Starfsmannafélag Íslandsbanka, SÍ, er hagsmunafélag starfsmanna. Félagsmenn eru starfsmenn Íslandsbanka sem flestir taka laun samkvæmt kjarasamningi SSF (Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja). Sumarstarfsmenn eru einnig félagsmenn. Hlutverk Starfsmannafélags Íslandsbanka er að gæta hagsmuna félaga í kjara og félagsmálum. Stjórn SÍ hefur umsjón með trúnaðarmönnum innan Íslandsbanka, sér um félagsstarf og hefur að auki umsjón með orlofshúsum og öðrum eignum félagsins. Fjölbreytt klúbbastarf er innan bankans, s.s. golfklúbburinn Gosi, gönguklúbbur, matarklúbbur, ljósmyndaklúbbur, handavinnuklúbbur og sjósundklúbbur.

Endurmenntun og starfsmannastefna Starfsmannastefna Íslandsbanka er á vefsíðu bankans. Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Íslandsbanki sækist eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðarþekkingu eða reynslu, er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Íslandsbanki leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun þeirra. Fræðsla og þjálfun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á reglulegri og uppbyggilegri endurgjöf á frammistöðu. Markmið Íslandsbanka er að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín í starfi. Á árinu 2010 sóttu starfsmenn að meðaltali 4,8 námskeið á vegum bankans. Íslandsbanka er annt um vellíðan starfsmanna og styður við heilbrigði með ýmsum hætti. Unnið er eftir jafnréttisáætlun og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Jafnréttisstefna bankans er samofin starfsmannastefnu og er Íslandsbanki í samstarfi við SA og Jafnréttisstofu um Jafnréttisvottun Staðlaráðs. Það felur í sér vottun á jafnlaunastefnu bankans. Íslandsbanki er með það að leiðarljósi að staða karla og kvenna innan bankans sé jöfn og leggur sig fram við að sjá til þess að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt. Að auki hefur Íslandsbanki undirritað Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Árið 2010 var kynjaskipting eftirfarandi: 64% konur og 36% karlar. Jafnt kynjahlutfall er í stjórnunarstöðum bankans. Íslandsbanki hvetur starfsmenn til opinna, hreinskiptinna og uppbyggilegra samskipta þar sem gagnkvæm virðing ríkir. Íslandsbanki leggur áherslu á að allir starfsmenn stuðli að góðum starfsanda, leggi sig fram við að efla liðsheildina og styðji hver annan.

Velta og hagnaður Helstu niðurstöður: Hagnaður Opinber gjöld Heildarstærð efnahagsreiknings Arðsemi eigin fjár Útgreiddur arður Eiginfjárhlutfall Eigið fé

2010 29,4 milljarðar kr. 8,1 milljarður kr. 683 milljarðar kr. 28,50% 0 26,60% 121,5 milljarðar kr.

2009 23,9 milljarðar kr. 5,1 milljarður kr. 717 milljarðar. kr. 30% 0 19,80% 91,1 milljarðar kr.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.