ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 185

Verslun og þjónusta | 187

Sýningarsalur nýrra Toyota bíla.

með talið verkstæði og varahlutalager. Farið var af stað með hönnunarsamkeppni en þar hlaut brautargengi tillaga Fanneyjar Hauksdóttur hjá Arkitektastofu Hauks Haraldssonar á Akureyri auk þess sem Þráinn Hauksson kom að mótun lóðarinnar á frumstigi. Hönnunin er í heild sinni mörkuð af mikilli hugkvæmni þar sem hvert einsta smáatriði er úthugsað en þó háð öllum stöðlum og skyldum um sameiginlegt útlit bifreiðaumboðanna. Þar bera hæst sporöskjulaga útlínur Toyota merkisins, bæði á sjálfri lóðinni og í formi byggingarinnar þar sem t.d. bogalagaðir veggir eru sérlega áberandi. Til gamans má geta að þær plöntur sem ráða ríkjum á útisvæðinu eru óneitanlega reynir og selja. Formleg vígsla stórhýsis Toyota umboðsins á Akureyri fór síðan fram þann 17. júní árið 2000 en allar framkvæmdir voru í höndum verktakafyrirtækisins SS Byggis. Gólfflöturinn er 1.280 fm. Innandyra er sýningarsvæði sem rúmar alls 14 bifreiðar en á útisvæði er pláss fyrir allt að 150 bifreiðar sem raðað er upp á smekklegan hátt á sérstökum stæðum meðfram sporsökjulaga útlínunum. Handan sýningarsvæðisins má síðan finna aðsetur verkstæðis og varahlutalagers sem fram að opnun hafði verið rekið annars staðar í bænum en allir starfsmenn fylgdu með í þeim vistaskiptum.

Þjónusta í hæsta gæðaflokki Sameiginleg starfsemi Toyota á Akureyri undir einu þaki hefur orðið til þess að allir þjónustuþættir styðja hver annan miklu betur sem öflug og sameiginleg heild. Þannig er söludeildin þungamiðja rekstrarins á meðan stoðirnar felast í yfirgripsmikum dekkjaog varahlutalager ásamt fyrirtaks viðgerðaþjónustu þar sem t.d. fara fram bæði ástandsskoðanir og tilfallandi breytingar á bifreiðum. Að öðru leyti er bilanatíðni Toyota með þeim lægstu sem um getur á markaði. Þetta hefur skilað sér í því að þjónustukostnaður hefur minnkað hröðum skrefum og skilað sér í mjög hagstæðri verðlagningu hjá stórum fjölbreyttum viðskiptamannahópi. Þrátt fyrir vissan mótbyr í starfseminni af völdum efnahagskreppunnar árið 2008, hjálpaði töluvert til að yfirbygging fyrirtækisins var með minnsta móti og skuldsetningar fyrirtækisins sömuleiðis. Frá og með upphafi annars áratugar hins nýja árþúsunds hefur reksturinn notið stígandi bata og ekki ástæða til annars en horfa björtum augum fram á veginn við stýrið á Toyota. Allar nánari upplýsingar um fyrirliggjandi tegundir af Toyota má nálgast inni á heimasíðunni: www.toyota.is

Toyota á Íslandi í 40 ár Athafnamaðurinn Páll Samúelsson stofnaði fyrsta íslenska Toyota-umboðið Í Kópavogi þann 17. júní árið 1970. Með fyrirtæki sínu P. Samúelsson hf. hóf Páll milliliðalausan innflutning á Toyota bifreiðum frá Japan. Upp frá því hefur verið byggð upp traust markaðsstaða sígilds vörumerkis, sem frá árinu 1990 hefur skilað af sér söluhæstu bifreiðategund á Íslandi. Árið 2005 var P. Samúelsson hf. selt í hendur Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum. Síðustu árin hafa nokkrar veigamiklar skipulagsbreytingar átt sér stað hjá fyrirtækinu. Ein þeirra er sú að nú eru öll Toyota umboðin á landsbyggðinni starfrækt sem sjálfstæð fyrirtæki, sem taka öll sín aðföng frá höfuðstöðvunum í Kópavogi. Ekki eru því lengur greidd eiginleg umboðslaun fyrir seldar bifreiðar, heldur eru þær alfarið í eigu og á ábyrgð viðkomandi umboðs. Þessa aðila er að finna á fjórum stöðum, hringinn í kringum landið eða á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.