ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 18

20 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

Mikinn vöxt í markaðsvirði hlutabréfa fram til ársins 2007 mátti að hluta rekja til hækkunar á verði hlutabréfa. Verð meira en fimmfaldaðist á árunum 2001-2007 og var hækkunin langt umfram verðhækkanir á erlendum mörkuðum. En vöxturinn stafaði einnig af aukinni útgáfu hlutafjár sem í töluverðum mæli var nýtt til yfirtöku á fyrirtækjum, þ.m.t. öðrum skráðum fyrirtækjum. Voru á fjórða tug félaga yfirtekin og afskráð í kjölfarið. Á árunum 2004-2006 öfluðu skráð íslensk fyrirtæki hlutfallslega meira nýs hlutafjár en fyrirtæki á nokkrum öðrum markaði í Evrópu. Á árinu 2007 var markaðsvirði skráðra fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu hærra en víðast hvar erlendis. Var hlutfallið yfir 200% í árslok (og mun hærra um miðbik ársins) en sambærilegt hlutfall á Norðurlöndunum var 80-130% og um 140% í Bandaríkunum og Bretlandi á þessum tíma. Ásýnd hlutabréfamarkaðar gjörbreyttist einnig. Sjávarútvegsfyrirtæki settu sterkan svip á Kauphöllina í byrjun aldarinnar. Árið 2002 var Kauphöllin næst stærsta sjávarútvegskauphöll í heimi á mælikvarða markaðsvirðis. Á þeim tíma voru hvergi skráð fleiri sjávarútvegsfyrirtæki en á Íslandi, 19 talsins. Þau voru um þriðjungur félaganna í Kauphöllinni og stóðu á bak við um fimmtung markaðsvirðis. Í árslok 2007 voru sjávarútvegsfyrirtækin einungis 5 og hlutdeild í markaðsvirði innan við 10%. Á hinn bóginn óx mjög vegur fjármálafyrirtækja og var hlutdeild þeirra í markaðsvirði árið 2007 um 80%. Eignarhald skráðra hlutabréfa tók jafnframt töluverðum breytingum. Árið 2007 var hlutur erlendra aðila nærri 39% og hafði vaxið úr 8% á árinu 2002. Að nokkru leyti var hér um að ræða fjárfestingu erlendra félaga í eigu innlendra aðila en önnur erlend fjár-


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.