ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 149

Verslun og þjónusta | 151

Fiskvinnsla Fisk Seafood.

Fiskvinnsla og útgerð FISK Seafood er eitt öflugasta útvegsfyrirtæki landsins og er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Fisk Seafood hf. hefur orðið til með kaupum á eða samruna nokkurra félaga á umliðnum áratugum. Þessi félög eru: Fiskiðja Sauðárkróks hf., Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf., Útgerðarfélag Skagfirðinga hf., Skjöldur hf. og Skagstrendingur hf. Fiskiðja Sauðárkróks var stofnuð á Þorláksmessu árið 1955 og voru upphaflegir eigendur hennar Kaupfélag Skagfirðinga og Sauðárkrókskaupstaður. Þann 1. janúar 2005 sameinaðist Skagstrendingur hf. Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. og var nafni félagsins breytt í FISK Seafood, en í janúar 2004 keypti FISK eignarhaldsfélag, sem var í 50% eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. allt hlutafé í Skagstrendingi hf. FISK Seafood hefur á að skipa fimm togurum sem gerðir eru út frá Sauðárkróki, Skagaströnd og Grundarfirði; þremur tveggja þilfara frystitogurum, Málmey SK-1, Arnari HU-1 og Örvari SK-2 og ísfisktogaranum Klakki SK-5. Að auki er togbáturinn Farsæll SH-30 undir hatti FISK Seafood. Tveir frystitogaranna hafa það hlutverk að skila á land fullunninni framleiðslu tilbúinni á markað einu sinni í mánuði og er varan seld til hinna ýmsu landa í Evrópu, Asíu og Ameríku. Þriðji frystitogarinn getur heilfryst fiskinn eða skilað honum ferskum, tilbúnum fyrir fiskvinnslur í landi. Klakkur SK-5 skilar ferskum fiski í fiskverkunarfyrirtæki FISK Seafood á Sauðárkróki vikulega. Auk þess að stunda veiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu þá eru sótt mið í Barentshafi og á Reykjaneshrygg utan lögsögu. FISK Seafood rekur fullkomna og vel tækjum búna fiskvinnslu á Sauðárkróki sem sérhæfir sig í framleiðslu á léttsöltuðum þorski og ufsa fyrir markaði á Spáni og Ítalíu auk snyrtra fiskflaka tilbúnum á Mið-Evrópu markað. Í landvinnslu á Sauðárkróki eru starfandi um 65 manns við hefðbundna bolfiskvinnslu, frystingu og þurrkun. Starfsemi FISK Seafood er ekki einskorðuð við Skagafjörð. Fyrirtækið rekur einnig fiskvinnslu á Grundarfirði en þar er rækjuvinnsla meginþátturinn í starfseminni. Megnið af framleiðslunni fer á markað í Evrópu. Nú starfa um 25 manns í verksmiðjunni. Á Sauðárkróki er skreiðarframleiðsla og er skreiðin að megninu til seld til Nígeríu. Þá á FISK Seafood helmingshlut í rækjuvinnslu á Hólmavík.

Skipaafgreiðsla Fisk Seafood.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.