ÍSLAND - Atvinnuhættir og menning 2010

Page 140

142 | Ísland – Atvinnuhættir og menning

hreinsitækni ehf.

H

www.hrt.is

reinstækni ehf. var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan á sviði sópunar og hreinsunar á gatnakerfum og gönguleiðum bæjar- og sveitarfélaga um land allt. Starfsemin hefur verið í mikilli sókn síðustu árin og reksturinn stækkað að umfangi í kjölfar samruna við fyrirtæki sem róa á svipuð mið. Í upphafi ársins 2007 gekk Hreinsitækni frá kaupum á félaginu Holræsahreinsun ehf. sem var eitt hið tæknivæddasta á sínu sviði við að ráða bót á öllum hugsanlegum vandamálum varðandi skólplagnir. Í lok ársins 2007 bættist síðan félagið Uppdæling við en þeirra helsta verksvið var að sjá um söfnun spilliefna og hreinsun olíutanka. Með sameiningu þessara þriggja öflugu póla er tækjafloti Hreinstækni orðinn sá öflugasti í faginu hér á landi og sambærilegur við hið besta sem fyrirfinnst í heiminum. Þekkingin, tæknin og tækjabúnaður gerir að verkum að nú er hægt að bjóða endanlegar heildarlausnir varðandi fráveitukerfi og hreinsun á götum og gönguleiðum ásamt flutningi eiturefna. Hreinsitækni hefur mótað sér skýra umhverfisstefnu þar sem mikil áhersla er lögð á að nota eingöngu umhverfisvæn efni við öll þrif. Ennfremur er lögð rík áhersla á gott samstarf við viðskiptavini með það fyrir augum að þjónustan sé ávallt í hæsta gæðaflokki. Hreinsitækni er með meginaðsetur í 2.000 fm húsnæði að Stórhöfða 37. Önnur starfsstöð er starfrækt að Goðanesi 6 á Akureyri og þjónar hún öllu Norðurlandi. Hjá fyrirtækinu eru um 40 fastráðnir starfsmenn. Allir hafa þeir að leiðarljósi að tileinka sér vönduð og örugg vinnubrögð í öllum þeim ólíku verkefnum sem þeir takast á við frá degi til dags.

Götu- og stéttasópar Hreinsitækni gerir út níu sérhæfð farartæki sem sjá um sópun gatna, flugbrauta, vöruskemma, hafna, athafnasvæða fyrirtækja og í raun allsstaðar þar sem malbikaðir eða steyptir fletir eru fyrir hendi. Stærð, útbúnaður og sogkraftur þeirra er misjafn. Sum tækin eru með sóp báðum megin sem gerir að verkum að alltaf er hægt að vinna með umferðinni og flestir eru þeir útbúnir með „klóru“ sem vinnur á öllum hörðum leir sem á vegi þeirra verður. Í nýjustu farartækjunum eru sópkerfin drifin áfram með glussa og auka afturvél sem gerir að verkum að þau skapa enga óþarfa hljóðmengun. Hreinsitækni býður einnig upp á svonefnda stéttasópa sem eru minni í sniðum og búnir liðstýrðum sóparmi sem nær vel út í öll þröng horn og kverkar. Fyrir utan gangstéttar eru þessi sveigjanlegu farartæki sérlega hentug t.d. fyrir bílastæði, iðnaðargólf og þröng port.

Þvottabílar Götuþvottabílar Hreinsitækni búa að fjölbreyttum möguleikum en þeir taka um 14-15 tonn af vatni. Helsti búnaðurinn er 80 m löng háþrýstislanga á glussadrifnu kefli, greiða til rykbindingar á malarvegum ásamt úðunarspíssum fyrir sápuefni með eða án ilms. Fyrir utan sitt hefðbundna hlutverk duga götuþvottabílar vel við almenn þrif bygginga, og olíuhreinsun. Einnig gefst möguleiki á að nýta eingöngu heita vatnið til afþíðingar t.d. á steypumótum eða frosnum jarðvegi fyrir þjöppun. Nýjasti götuþvottabíllinn í flotanum er sérútbúinn til dreifingar á magnesíumklóríði sem nýtist vel til að takmarka svifryksmengun á malbiki. Veggjakrot og tyggjóklessur á gangstéttum eru mikið samfélagslegt vandamál. Til að ráða bót á slíku hefur Hreinsitækni tekið í sína þjónustu sérhæfða hreinsivél sem er sérlega auðveld í meðhöndlun. Vélin er mjög sparneytin á vatn og breytir því litla sem hún notar í gufu við 240°C hita en með því er allur sóðaskapur á bak og burt.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.