Veröld - útgáfan árið 2013

Page 1

ÚTGÁFAN 2013

Guðni léttur í lund

LYGI YRSU

Steingrímur hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum

Nigella

á ítölskum nótum


2

Yrsa Sigurðardóttir

Lygi

Fjögurra manna hópur fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni – þaðan sem enginn kemst lifandi nema í þyrlu. Fjölskylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lögreglukona rekst á áratuga gamla skýrslu um eiginmann sinn sem umturnar lífi hennar. Þessir ólíku þræðir fléttast saman í magnaða sögu þar sem ekkert er sem sýnist. Gamlar syndir, nýjar lygar, óhugnanlegar tilviljanir – Yrsa Sigurðardóttir bregst ekki í nýrri og spennandi glæpasögu!


3


4

Ragnar Jónasson

Andköf

Ung kona finnst látin undir klettum skammt frá vitanum á Kálfshamarsnesi, afskekktum stað á Norðurlandi, nokkrum dögum fyrir jól. Þar var áður lítið þorp, sem nú er farið í eyði. Eftir stendur aðeins eitt gamalt hús – og íbúar þess virðast allir hafa eitthvað að fela. Ari Þór Arason lögreglumaður er sendur á staðinn á Þorláksmessu til þess að rannsaka málið og kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður. Og áður en jólin ganga í garð verður annað sviplegt dauðsfall …


5


6

Fredrik Backman

Maður sem heitir Ove Ove er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálfskipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove tekur líf hans óvænta stefnu. Hjartnæm, sár og sprenghlægileg saga um hallarbyltingu í hverfissamtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Og Saab. Maður sem heitir Ove sló rækilega í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2012 og fer nú sannkallaða siguför um heiminn. Bæði gefin út innbundin og í kilju.


7


8

Ferdinand Jónsson

Innsævi

Innsævi eftir Ferdinand Jónsson inniheldur 37 öguð og fáguð ljóð en Ferdinand hefur fengist við ljóðagerð í rúm tuttugu ár. Ljóðin bera þess merki að höfundurinn yrkir úr fjarlægð en hann hefur um langt árabil starfað sem geðlæknir í miðborg Lundúna þar sem hann vinnur með heimilislausum í einu fátækasta hverfi borgarinnar.

flæðir um brjóstið birta hvít undan hverfandi móðu morguns yfir fallnar vonir vetrar vorskip á innsævi augna þinna


9

Catharina Ingelman-Sundberg

Kaffi og rán

Fimm vistmenn á elliheimili hafa fengið sig fullsadda af nísku og forræðishyggju stjórnenda heimilisins. Þegar þau átta sig á því að föngum er boðið upp á mun betri vist í fangelsum ákveða þau að fremja glæp til að komast á bak við lás og slá. Leið gamlingjanna í fangelsið reynist hins vegar þyrnum stráð og dragast þau inn í kostulega atburðarás þar sem þau þurfa m.a. að kljást við þrjóska lögregluþjóna og sjálfa Balkanmafíuna. Spennandi og bráðskemmtilegur kósíkrimmi af bestu gerð! Jón Daníelsson þýddi


10

Björn Þór Sigbjörnsson

Steingrímur J – Frá Hruni og heim Steingrímur J. Sigfússon hefur um árabil verið í framlínu íslenskra stjórnmála og hafa fáir lent í viðlíka sviptivindum. Í þessari áhugaverðu og opinskáu bók ræðir Steingrímur við Björn Þór Sigbjörnsson um eitt erfiðasta verkefni íslenskrar stjórnmálasögu: að vera í forystu við að reisa landið úr rústum Hrunsins. Í bókinni sviptir hann hulunni af dramatískum átökum sem fóru fram á bak við tjöldin, jafnt við samherja og andstæðinga, og veitir lesendum einstaka innsýn í heim íslenskra stjórnmála. Hann ræðir meðal annars um tildrög þess að stjórn Samfylkingarinnar og VG tók við í febrúar 2009, segir frá erfiðri – og á köflum sársaukafullri – uppbyggingarvinnu, fjallar um þungbærar deilur við samherja og gerir upp hin miklu hitamál þessara ára. Og hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum. Björn Þór Sigbjörnsson á að baki langan feril sem fjölmiðlamaður og var annar höfundur stórvirkisins Ísland í aldanna rás 2001–2010.


11


12

Guðni Ágústsson

Guðni – léttur í lund Guðni Ágústsson er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Hann er annálaður sagnamaður og njóta fáir viðlíka vinsælda sem tækifærisræðumenn og hann, auk þess sem miklar sögur hafa lengi gengið um hann sjálfan. Í þessari bráðskemmtilegu bók segir Guðni með sínum kjarnyrta hætti sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni – og sjálfum sér. Hér stíga fram á sviðið óþekktir bændur úr Flóanum jafnt sem þjóðkunnir stjórnmálamenn af öllum stærðum og gerðum. Í bókinni eru sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína, afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt. Þá segja ýmsir þjóðþekktir menn litríkar sögur af Guðna. Guðni – Léttur í lund er sannkallaður lífsins elixír sem bætir, hressir og kætir!


13


14

Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Heilsubók Jóhönnu

Í liprum og lifandi texta sýnir Jóhanna Vilhjálmsdóttir fram á hvernig hægt er að stórbæta líf sitt með breyttu mataræði. Hún fjallar ítarlega um hina ólíku fæðuflokka, vítamín, steinefni og fjölmargt annað á aðgengilegan hátt og vísar í niðurstöður fjölda rannsókna, bæði á sviði hefðbundinna og óhefðbundinna lækninga.


15


16

Nigella Lawson

Nigella á ítölskum nótum

Þegar ítalskri matargerðarlist og Nigellu Lawson er slegið saman hlýtur eitthvað stórkostleg að gerast. Hér sýnir hún og sannar með tæplega 100 uppskriftum hvers hún er megnug þegar hún eldar á ítölskum nótum. Gælt er við bragðlaukana, stundum með óvæntum útúrdúrum, og ekki spillir fyrir að réttina er einfalt og fljótlegt að matreiða. Nigella er ástríðufullur aðdáandi ítalskrar matargerðar og gefur hér uppskriftir í máli og myndum að réttum sem hún hefur þróað í áranna rás – en allir eiga þeir sér þó djúpar rætur í ítalskri matargerðarlist. Einnig er hér að finna spennandi fróðleik um ítalska matreiðslu og hagnýt hollráð. Girnileg bók með ómótstæðilegum réttum!


17


18

Þeir eru ótrúlegir, Breki og Dreki

Íris Sveinsdóttir

Gleðilegt hár Leyndarmálið bak við fallega hárgreiðslu getur átt sér ýmsar rætur. Hér er að finna mikilvæg ráð og gagnlegar leiðbeiningar um hvernig þú getur fundið réttu greiðsluna sem hentar þínu andlitsfalli og þinni hárgerð. Og hvernig þú getur leikið þér með áferð og liti til að ná fram því sem þú óskar. Megináherslan er þó lögð á flottar hárgreiðslur fyrir öll tækifæri og allar hársíddir – ekki síst stutt hár. Íris Sveinsdóttir hefur starfað við hárgreiðslu og hárgreiðslusýningar heima og erlendis og m.a. verið bæði í landsliði Íslands og Þýskalands í hárgreiðslu. Hún sló rækilega í gegn með bók sinni Frábært hár og er hér er mætt á ný með ferskan blástur í hárgreiðslur landsmanna.


19


20

Ulrika Davidsson og Ola Lauritzon

Sex kíló á sex vikum

Í þessari alþjóðlegu metsölubók er að finna snjalla áætlun fyrir 42 daga, uppskriftir að ómótstæðilegum en um leið heilsusamlegum réttum og ábendingum af ýmsu tagi svo að aukakílóin hverfa hratt og örugglega. Höfundar bókarinnar eru sænsku næringarráðgjafarnir og matgæðingarnir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzon. Þessi árangursríka áætlun byggist á margra ára reynslu þeirra af ráðgjöf á sviði heilsu og næringar. Hér geta lesendur loksins náð langþráðu markmiði án þess að þurfa stöðugt að telja hitaeiningar eða sleppa úr máltíðum. Er eftir nokkru að bíða? Bókin er 144 blaðsíður að lengd. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi.


21


22

Sirrý

Örugg tjáning Öll þurfum við í einkalífi og starfi að tjá okkur við ókunnuga, stundum jafnvel heilu hópana. Og allir finna einhvern tíma til óöryggis og sviðsskrekks. Þessi bók hjálpar lesandanum að vinna bug á því og öðlast öryggi og færni í samskiptum. Sigríður Arnardóttir, Sirrý, hefur áralanga reynslu af því að koma fram í fjölmiðlum og kenna fólki bætt samskipti. Hér gefur hún góð ráð og miðlar aðferðum sem hafa dugað henni vel og þátttakendum í námskeiðum hennar. Textinn er lifandi og aðgengilegur og kryddaður fjölmörgum sögum úr veruleikanum, ásamt verkefnum. Örugg tjáning er ávísun á betri samskipti og um leið betri líðan, sterkari sjálfsmynd og betri árangur.


23


24

Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir

Strákar

Stundum er stuð að vera strákur en stundum er það bölvað óstuð. Hvernig á maður að vera og hvernig á maður ekki að vera? Í þessari fróðlegu uppflettibók er fjallað um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum: fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar. Hér er með öðrum orðum að finna upplýsingar um allt það helsta sem strákar eru að kljást við í sínu daglega lífi. Textinn er í senn aðgengilegur, ágengur og einlægur. Kristín Tómasdóttir hefur um árabil unnið að æskulýðsmálum og er höfundur þriggja metsölubóka fyrir unglingsstelpur. Bjarni Fritzson hefur lokið prófi í sálfræði, auk þess að vera atvinnumaður og þjálfari í handbolta – og m.a. leikið með íslenska landsliðinu.


25


26

Sirrý og Freydís Kristjándóttir

Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað Tröllastrákurinn Vaki leikur sér í sveitinni allan liðlangan daginn en þegar nóttin læðist yfir sveitina fer allt að titra og skjálfa. Foreldrar Vaka hrjóta svo hátt og ógurlega í hellinum að hvorki Vaki né dýrin í sveitinni geta sofið. Ekki fyrr en hann finnur snilldarlausn á þessum vanda! Bráðskemmtileg saga eftir Sigríði Arnardóttur – Sirrý – með gullfallegum og líflegum myndum Freydísar Kristjánsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með lestri Kristjáns Franklín Magnúss leikara á sögunni.


27


28

Yrsa Sigurðardóttir Kuldi Ein mest selda bók ársins 2012 í kilju. Ung stúlka ræðst til starfa á unglingaheimili á áttunda áratug liðinnar aldar en dvöl hennar þar á eftir að umbylta lífi hennar. Þegar ungur maður fer löngu síðar að rannsaka starfsemi heimilisins taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur sínar að rekja til hörmunga sem dundu yfir unglingaheimilið eða sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?


29

Icelandic Ghost Stories Draugar hafa lifað góðu lífi á Íslandi og valdið ótta og skelfingu í gegnum aldirnar. Í þykku og köldu vetrarmyrkrinu hafa draugarnir framið hryllileg ódæði, jafnt í þröngum og frumstæðum húsum og hrikalegri náttúrunni. Pétur Már Ólafsson valdi sögurnar og Philip Roughton þýddi yfir á ensku.

Ármann Jakobsson: Icelandic Literature of the Vikings Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum fornbókmenntum, fjallar á aðgengilegan og lifandi hátt um Íslendingasögurnar, eddukvæðin og ýmis önnur ritverk miðalda. Ómissandi bók fyrir alla þá sem heimsækja Ísland og vilja kynnast grunninum í íslenskri menningu. Andrew E. McGillvray þýddi yfir á ensku.

Guðmundur Magnússon: Icelandic Vikings Víkingaöldin var í hámarki þegar Ísland var numið um 870. Varla hefur landið verið spennandi staður fyrir víkinga: óbyggðir úr alfaraleið nyrst í hafi þar sem ekkert fémætt var að finna. Hverjir voru þessir víkingar og fyrir hvað eru þeir helst þekktir? Í þessari skemmtilegu og upplýsandi bók leitar sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon svara við ýmsum ágengum spurningum um víkinga á Íslandi.


30

Ítalskur ofnsteiktur kjúklingur úr smiðju Nigellu

VERÖLD – Bræðraborgarstíg 9 – 101 Reykjavík – sími: 414 14 50 www.verold.is – https://www.facebook.com/verold.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.