10tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

Page 1

Manstu alltaf eftir

KEA kortinu?

Þú færð KEA greiðsluskortin hjá okkur – bæði debet og kredit

Hefur þú kynnt þér kosti KEA greiðslukortanna? Yfir 70 aðilar veita KEA korthöfum afslátt... ... og þú færð afsláttinn strax! Sparisjóður Höfðhverfinga | Glerárgata 36 | Sími 462 4000 | spsh@spsh.is | www.spsh.is

8. mars 2012 10. tölublað 2. árgangur

v

i

k

Æfingabúðir kvennalandsliðsins í íshokkí fóru fram í Skautahöllinni á Akureyri fyrir þátttöku í heimsmeistaramóti sem fram fer í þessari

viku í S-Kóreu í næstu viku. Í landsliðinu eru hvorki fleiri né færri en 12 stúlkur frá Skautafélagi Akureyrar og þykir það saga til næsta bæjar. Völundur

Stjórn LA hafnaði samstarfsleið „Það þarf nýja hugsun og nýja nálgun enda er ljóst að skuldirnar eru miklar og því mun endurgreiðsla þeirra verða mikið átak,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og fv. leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í viðtali í blaðinu í dag. Magnús hefur verið Akureyrarbæ innan handar um leikhúsmál undanfarið og kemur fram í viðtalinu að sá möguleiki hafi verið ræddur fyrir skömmu að Borgarleikhúsið myndi aðstoða LA meira á næstu misserum og tæki að sér stjórn á ákveðnum þáttum starfseminnar meðan LA er að vinna sig út úr þeim skulda-

vanda sem félagið er í. „Stillt var upp leið sem miðaði að aukinni samvinnu milli LA og Hofs, með listrænni ráðgjöf frá Borgarleikhúsinu. Ég tel að sú leið hafi verið sannfærandi á margan hátt en stjórn LA ákvað að fara aðra leið sem þau vinna nú að. Við fylgjumst bara spennt með og munum reyna að aðstoða eftir megni ef eftir því verður leitað,“ segir Magnús Geir. Hann segir að það yrði bagalegt og óæskilegt að slökkva ljósin í Samkomuhúsinu í heilt leikár. Og hafnar einnig þeirri leið að LA verði bræðingur af áhugaleikfélagi og atvinnuleikfélagi. „Að mínu mati á að vera starfrækt metnað-

arfullt atvinnuleikhús á Akureyri sem er virkur þátttakandi í leikhúslífi landsins. Starfsemin á að standast samanburð við það besta sem gerist hérlendis og erlendis. LA getur verið eitt helsta stolt Akureyrar og aðdráttarafl. Til að svo megi verða þarf að ríkja metnaður og stórhugur sem hvílir á ítrustu fagmennsku. Hugmyndir um bræðing milli áhugaleikfélags og atvinnuleikhúss eru að mínu mati ekki skynsamlegar. Það má alveg líka halda úti áhugaleikfélagi á Akureyri – en það er bara allt annað mál. Það kemur aldrei í staðinn fyrir atvinnuleikhús.“ Sjá bls. 12-13

u

b

l

a

ð


2

8. mars 2012

Agnes ekkert heyrt „Nei, ég hef ekkert heyrt annað en að kæran er enn til rannsóknar, þ.e. fulltrúi lögreglustjóra er enn með hana hjá sér. Ég sendi þeim gögn og fór í skýrslutöku fyrir jólin og mér er tjáð að Agnes þetta geti tek- Arnardóttir ið einhvern tíma,“ segir Agnes Arnardóttir í samtali við Akureyri vikublað. Agnes og eiginmaður hennar kærðu Landsbankann til Sýslumanns á Akureyri vegna stökkbreyttra lána bankans. Lögreglan vísaði málinu frá, Agnes kærði þá niðurstöðu og ríkissaksóknari vísaði kærunni aftur til lögreglu til frekari rannsóknar. Málið er enn hjá lögreglu.

Þessi þolinmóði vinur fylgdist með athafnasömum Akureyringum gegna skyldum sínum og hugðarefnum á smábátahöfninni fyrir stuttu. Ekki væsti um hvutta í veður-

blíðunni enda margt að skoða. Völundur

52% aukning viðskipta Hluti borgara sviptur réttindum Svavar Alfreðsson sóknarprestur Akureyringa er ósáttur við stækkun á norðlenskum hótelum ÁTVR við Hólabraut. Segir að heimili eigi að vera griðastaðir og ein Á sama tíma og gistináttum í hótelum á landsvísu fjölgaði um 34% samkvæmt frétt frá iðnaðarráðuneytinu fjölgaði gistináttum í janúar á Norðurlandi um 52%. Forráðamenn norðlenskrar ferðaþjónustu fagna þessu en alls voru seldar 2.300 gistinætur í janúar. Heildarfjöldi gistinátta tur á hótelum í janúar voru 71.600 samanborið við 53.600 í janúar 2011. Þetta er enn ein staðfestingin á þeim stöðuga vexti sem verið hefur í ferðaþjónustunni, segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Fyrir skömmu fjallaði Akureyri vikublað um hvort Norðlendingar fengju skertan hlut af aukningunni en þessar tölur eru uppörvandi. Hitt er þó mögulegt að gistiheimili tapi á kostnað hótela en tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

frumskylda yfirvalda í hverju sveitarfélagi sé að verja það hlutverk

Gistinætur erlendra gesta voru um 81% af heildarfjölda gistinátta í janúar en gistinóttum þeirra fjölgaði „Ég er enginn sérstakur áhugamaður um 37% samanborið við janúar 2011. um vínbúðir og mér er heldur ekki Á sama tíma fjölgaði gistinóttum í nöp við þær, en ég hef áhyggjur af Íslendinga um 21%. Séu einstök íbúunum, fólkinu sem býr í nágrenni landsvæði skoðuð þá voru gistinæt- við þessa verslun. Oft hefur mér verið ur á hótelum höfuðborgarsvæðisins hugsað til þess þegar ég hef átt leið 59.500 í janúar og fjölgaði um 34% um Hólabrautina og séð örtröðina í frá fyrra ári. Á Norðurlandi sem kringum búðina,“ segir Svavar Alfreð fyrr segir 2.300 gistinætur í janúar Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarsem er 52% aukning frá fyrra ári. Á kirkju. Suðurlandi voru gistinætur 4.700 Svavar er ósáttur við að úreða 44% fleiri en í janúar 2011. Á skurðarnefnd skipulags- og Suðurnesjum voru gistinætur 3.500 byggingarmála komst nýverið að því sem er 21% aukning frá fyrra ári. að ÁTVR skyldi heimilt að stækka Á samanlögðu svæði Vesturlands vínbúð sína við Hólabraut á Akurog Vestfjarða fjölgaði gistinóttum eyri, en þar með er sýnt að búðin fer einnig milli ára, voru 900 saman- hvergi þótt til dæmis fleiri íbúar séu borið við 800 í janúar 2011. Á Aust- ósáttir við staðsetningu búðarinnar urlandi voru gistinætur á hótelum í en sáttir, eins og fram kom í bæjjanúar svipaðar á milli ára eða um arkönnun Háskólans á Akureyri í 800. nóvember sl. Íbúar í næstu götum við

Miðbær Akureyrar er ömurlegur „Annars er miðbær Akureyrar frekar ömurlegur. Akureyri er orðin úthverfabær og bæjarbúar hittast í verslunarmiðstöðinni á Glerártorgi og eru í fjallinu, allavega á þessum árstíma,“ segir prófessorinn Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, í pistli á bloggsíðu sinni. Goddur leit við á Akureyri í síðustu viku til að kenna nemendum í HA. Þar segist hann eiga í ástar/ haturssambandi við sinn gamla heimabæ. „Smáborgaraskríllinn er á

móti því að búa til kanal frá Torfunesbryggju inn á göngugötu sem væri svo sannarlega stórborgarbragur og mikil lyftistöng fyrir andrúmsloft svæðisins. Hof er að drepa Listagilið sem er stórkostlegt fyrirbæri en viðkvæmt. Það eru auðvitað vinjar í eyðimörkinni. Gamla kaupfélagshornið er flott með bókum, blöðum og góðu kaffi. Bláa kannan er glæsilegt fyrirbæri með Græna hattinn í kjallaranum. Það var kominn 10-11 búð í Hamborg sem var opin allan sólarhringinn, en smáborgaraskríllinn er auðvitað búinn að kæfa hana og loka. Hugsið ykkur, það er enginn sjoppa eða matvörubúð í miðbænum,“ segir Goddur. a

Lætur lögmann skoða Becromal „Það er loks eitthvað að gerast. Nú er Eining-Iðja búin að fela lögmanni að skoða okkar mál,“ segir Heiðar Ólason. Heiðar er í hópi þeirra sem hafa misst vinnuna hjá Becromal undanfarið. Hefur kviknað grunur meðal starfsmanna um að þar sé verið að refsa þeim fyrir virka baráttu í kjaramálum starfsmanna. Því vís-

aði framkvæmdastjóri Becromal á bug í síðasta tölublaði Akureyrar vikublaðs. Starfsmenn hafa gagnrýnt Einingu-Iðju fyrir að sinna ekki málum starfsmanna nægilega, en eftir því sem Heiðar segir er þetta nú að breytast. Kjaradeila milli Becromal og starfsmanna hefur lengi verið í hnút. a

verslunina höfðu kært þær ákvarð- þröngu götum,“ segir Svavar. anir bæjaryfirvalda á Akureyri að „Heimili á að vera griðastaður. leyfa framkvæmdina. Svavar seg- Ein frumskylda yfirvalda í hverju ir að á álagstímum sé vitlaust að sveitarfélagi er að verja það hlutgera í þessari einu áfengisverslun verk heimilanna. Of lengi hafa íbúar í mesta þéttbýliskjarna utan suð- í nágrenni vínbúðarinnar við Hólavesturhornsins. Búðin sé svo lítil, braut þurft að búa við skert lífsgæði að stundum verði að hleypa inn í vegna nábýlisins við verslunina. Bær hana í hópum. „Á slíkum dögum sem auglýsir sig undir slagorðinu eru bílastæðin við verslunina fljót „Öll lífsins gæði" getur ekki látið að fyllast. Bifreiðum viðskiptavin- viðgangast, að hluti borgaranna sé anna er þá troðið á ólíklegustu staði. sviptur réttinum til öruggra heimila,“ Þær standa á öllum gangstéttum í segir sr. Svavar. „Áfengis- og tóbaksverslun ríkiskringum búðina, húsbílum er lagt fyrir innkeyrslur íbúanna og vamb- ins hlýtur að vilja bjóða viðskiptasíðir pallbílar með fellihýsi standa vinum sínum í höfuðstað Norðurmalandi við eldhúsgluggana. Um- lands upp á sómasamlega aðstöðu til ferðargnýrinn er stöðugur og olíu- innkaupa. Þetta ríkisfyrirtæki getur bræla liggur yfir hverfinu. Börn eru ekki haft áhuga á að reka verslun í stórhættu þar sem þau skjótast út sína þannig, að lífsgæði fólks skerðá götuna á milli bílanna í þessum ist og heimilisfriður þess spillist.“

Tómas Ingi hjólaði í Evróputoppana Snarpar fyrirspurnir bárust úr sal frá Akureyringum til tveggja toppa í Evrópumálum, á fundi sem fram fór á Hótel KEA í síðustu viku. Á fundinn mættu Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi og Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB í Brussel. Birna Þórarinsdóttir ræddi einnig starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Fulltrúar Evrópumálanna ræddu stöðuna innan ESB og ganginn í aðildarviðræðunum við Ísland. Einnig var starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi kynnt, en Evrópustofa íhugar að opna útibúa á Akureyri til að miðla upplýsingum. Að loknum stuttum framsöguerindum fór blóð sumra fundargesta á hreyfingu. Einkum spurði Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hvassra spurninga sem svarað var af stillingu. Tómas Ingi vildi m.a. vita hver réði hvað væri rætt og í hvaða röð og undraðist að ekki væri búið að opna kaflann um sjávarútvegsmál. Þá lýsti hann miklum áhyggjum af

Frá fundinum á KEA

fjármálastöðu ESB-ríkja og setti spurningamerki við t.d. styrkjamál ESB í framtíðinni vegna kreppunnar. Summa og Jung svöruðu að ríkin réðu dagskránni, en töldu að lítil alvarleg umræða hefði farið fram hér á landi um kosti og galla aðildar, mestur tími frá hruni hefði farið í að rífast um Icesave og fjármál heim-

ilanna. Ítrekað kom fram á fundi að hann væri haldinn i áróðursskyni, en svarið við því var að samskipti væru forsenda ákvarðana. Fundurinn markaði tímamót hvað það varðaði að þetta var í fyrsta sinn sem fulltrúi frá ESB í aðildarviðræðuferlinu kemur hingað til lands til að tala á opnum fundi um þessi mál. a


Bakverkir - Íþróttameiðsl - stoðkerfisvandamál Áhrifarík markviss örugg meðferð 20 ára reynsla Örugg mild meðferð Meðferðin er mismunandi eftir þörfum hvers og eins en kjarninn samanstendur af mismunandi kírópraktik aðferðum nuddi ráðleggingum og æfingum

Fljót viðbrögð Auðvitað er mjög einstaklingsbundið hversu alvarleg og margþætt vandamál geta verið, en jákvæð viðbrögð eru oftast greinileg eftir eina eða tvær meðferðir.

Ókeypis forskoðun Ekki viss hvort meðferðin hentar þér? Pantaðu ókeypis forskoðun/viðtal og athugaðu málið. Engin skuldbinding.

Gísli A Bjarnason Gísli blandar saman mismunandi kírópraktik aðferðum nuddi og öðrum þáttum með heildrænni hugsjón, sem hann þróaði yfir 20 ára bil. Áherslan er á að ná markvissum árangri eins fljótt og hægt er með því að laga meðferðina að aðstæðum og þörfum einstaklingsinns hverju sinni..

Örugg Meðferð fyrir alla fjölskylduna

Íþróttameiðsl Brjósklos Frosin öxl Tennis/golf olnbogi Höfuðverkir Grindarlos Verkir í hnjám Ökklatognun “Klipin taug”

Gísli rak kírópraktik stofu og var löggiltur Kírópraktor á Bretlandi frá 1990. Auk þess hefur hann sinnt ýmsum verkefnum fyrir Oxford College of Chiropractic, The College of Chiropractors, og British Association for Applied Chiropractic.

Gísli A Bjarnason - Samhent.is - Sími 571-70-75 Hólabraut Akureyri - á móti Vínbúðinni/Borgarbíói


4

8. mars 2012

Kona líklegri til að sigra Ólaf Ragnar Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig í fimmta skipti fram til forseta, að almennt sé ekki talið æskilegt að fólk sitji of lengi við völd. „Lýðræðisins vegna er gott að skipta um valdhafa með reglulegu millibili. Bandaríkjaforseti fær mest að sitja 8 ár og Finnlandsforseti 12 ár. Rétt er þó að hafa í huga að Bandaríkjaforseti er mjög valdamikill og er pólitískur. Finnlandsforseti í mun minni mæli,“ segir Grétar Þór. Vart sé þó hægt að halda fram að embætti forseta Íslands sé mikið valdaembætti, jafnvel þó núverandi forseti hafi nýtt sé ákveðnar valdaheimildir. „Ólafur Ragnar nýtti heimildir til valda ekkert fyrstu tvö kjörtímabil sín, en hefur gert það í þrígang síðan og hann gefur nú til kynna að framboð hans nú sé pólitískara en áður. Það mætti því segja að hann hafi setið sem hefðbundinn forseti í helminginn af valdatíma sínum en mun pólitískari seinni átta árin. Því mætti kannski spyrja hvort fólk væri til í að hafa hinn pólitískari Ólaf Ragnar þriðja kjörtímabilið - eða í 10-12 ár. Kannski ætti það Grétar Þór Eyþórsson að vera viðmiðið?“ En sér Grétar Þór einhvern þarna úti sem gæti unnið Ólaf Ragnar í kosningu? „Ég tel Ólaf hafa mikið forskot sem sitjandi forseta. Mótframbjóðandi mun þurfa að leggja mikið á sig til að eiga möguleika og verður þess utan að vera frambærileg og jafnvel þekkt persóna úr þjóðlífinu með einhverjum hætti. Ég treysti mér engan veginn til að segja til um hvort einhver á möguleika gegn Ólafi, en myndi þó hallast að því að kona væri líklegri til að vinna hann í kosningum en karl.

Amtsbókasafnið Ekki um að kenna agaleysi stjórnenda heldur utan að komandi, ófyrirsjáanlegum breytingum. Völundur

Mjög lækkaðar tekjur Amts­bóka­ safnsins ein skýring framúrkeyrslu Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, vísar því á bug að 2% skekkja frá áætlun sé alvarlegt mál. Akureyrarstofa fór 15 milljónir fram úr fjárheimildum á síðasta rekstrarári. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir tvö atriði skýra meira en helming heildarfráviksins. „Annars vegar í menningarmálum mjög lækkaðar tekjur Amtsbókasafnsins bæði vegna útleigu og vegna sektargreiðslna sem ríkisvaldið setti reyndar óvænt þak á og hins vegar í atvinnu- og ferðamálum þar sem tekjur Upplýsingamiðstöðvarinnar lækkuðu mun meira en nokkuð svartsýn áætlun gerði ráð fyrir.“ Þórgnýr segir mikilvægt að halda því til haga að í hvorugu tilvikinu sé um að kenna agaleysi stjórnenda heldur utan að komandi breytingum sem ekki sáust fyrir nema að hluta í áætlun. „Svo er rétt að geta þess að frávikið er frá rekstri sem kostar bæjarsjóð rétt ríflega 700 milljónir króna.“ Spurður hvort það séu vonbrigði að tekjur upplýsingamiðstöðvarinnar hafi minnkað síðan hún var flutt yfir í Hof svarar Þórgnýr með bæði já og nei. „Við áttum von á að tekjur myndu lækka því að Upplýsingamiðstöðin naut góðs af því að selja ferðir fyrir þau fyrirtæki sem gera út frá Umferðarmiðstöðinni. Í ljósi þess að sú starfsemi hélt áfram var ekki von til þess að þær tekjur flyttust með þjónustu Upplýsingamiðstöðvarinnar. Þá hafa komið fram á sjónarsviðið fleiri aðilar sem selja þjónustu og

vörur og veita upplýsingar sem er mjög jákvætt og við verðum sem opinber aðili að laga okkur að þeim breytingum. Það höfum við gert í áætlun fyrir árið 2012.“

Þórgnýr Dýrfjörð á Akureyrarstofu

Spurður hvort niðurstaðan sýni að hugsunin með samþættingu ólíkra málaflokka í Hofi sé röng, neitar Þórgnýr því. „Hof er eftirsóknarverður staður fyrir ferðamenn og gesti að skoða og það er snjallt að staðsetja Upplýsingamiðstöð á slíkum stað. Mesti þunginn í starfsemi miðstöðvarinnar er yfir sumartímann en við áætlum að um 55-60 þús. gestir leiti til hennar árlega. Yfir sumartímann dregur úr annarri starfsemi í Hofi og Tónlistarskólinn fer í sumarfrí og þannig bætir staðsetning Upplýsingamiðstöðvarinnar til muna

nýtingu þeirrar fjárfestingar sem liggur í Hofi og stuðlar að því að líf og fjör er í húsinu allt árið.“ Ein tilgreind ástæða fyrir mínus Akureyrarstofu er að styrkir til embættisins hafi verið minni en séð varð fyrir. Er eðlilegt að afkoma Akureyrarstofu ráðist af tilfallandi utanaðkomandi styrkjum á hverju tímabili? „Það eru einungis einstök smærri verkefni sem byggja afkomu sína á utanaðkomandi styrkjum og í heildina er það örlítið brot af rekstrarkostnaði málaflokka. Dæmi um þetta er Akureyrarvaka þar sem við vorum full bjartsýn á öflun styrkja þegar við unnum áætlunina haustið 2011.“ Þórgnýr segist telja að Akureyrarstofa standi sig vel rekstrarlega þótt alltaf megi gera betur. „ Það má kannski segja að í bókun stjórnar Akureyrarstofu um þetta mál sé vel rýnt til gagns en að heildarmyndin mætti vera skýrari. Margir hafa orð á því að þegar flett er í gegnum opinberar fundargerðir að erfitt sé að átta sig á um hvað er fjallað, en stjórn Akureyrarstofu hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar um skýrar og upplýsandi bókanir sem er afar jákvætt að mínu mati. Það er t.d. alls endis óvíst að óljós bókun um rekstrarniðurstöðu málaflokka Akureyrarstofu á síðasta ári hefði getið af sér þá umræðu sem fram hefur farið í kjölfarið.a

ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA

BÍLASMIÐURINN HF BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS


j ö f u r d í l m y k ars s l ö Fj Allir barnaréttir

kr. 500 í mars

* Frír leikur í keilu

hjá Keilunni Akureyri

*Frír Svali

*Fylgir hverri seldri barnamáltíð á Greifanaum


6

8. mars 2012

NorðanGarrinn

– Leiðari –

Af umbun og erfiði K

omið hefur fram í fréttum að kostnaður á hvern nemanda í háskólum landsins er lægstur hjá Háskólanum á Akureyri. Um eina milljón króna kostar að mennta hvern nema á Akureyri á ári, 1,1 milljón króna í HÍ, en dýrustu nemendur opinberu háskólanna sækja nám í Háskólanum á Hvanneyri. Þar er kostnaður við hvern ársnema tæpar tvær milljónir króna, eða tvöfalt hærri en á Akureyri. Þetta ber vitni um að rekstur sé litinn alvarlegum augum hjá stjórnendum Háskólans á Akureyri. Sömu sögu hefur verið að segja um FSA. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fært miklar fórnir til að troða rekstrinum innan naums fjárlagaramma. Þá er ekki langt síðan fréttir bárust af því að Akureyringar ættu best reknu grunnskóla landsins.Við það tækifæri ræddi Akureyri vikublað við Gunnar Gíslason fræðslustjóra á Akureyri, sem sagði að skólastjórar á Akureyri litu ekki á fjárhagsætlun sem bara hugmynd heldur alvarlegan hlut sem mikilvægt væri að fara eftir. Björn Valur Gíslason þingmaður hefur einnig nefnt að Akureyringar séu til sérstakrar fyrirmyndar þegar kemur að ábyrgð og rekstri. Það virðist sem forráðamenn opinberra fyrirtækja taki að jafnaði fjársýslulegt hlutverk sitt alvarlegra hér fyrir norðan. En þá erum við komin að stærstu spurningunni, hvort það borgi sig yfirhöfuð að færa þær fórnir sem þarf til að koma rekstri fyrir innan fjárlaga? Það hljóta að vera ýmsar neikvæðar hliðar við það að herða sultarólar, bæði á krepputímum sem öðrum tímum. Sá sem fer ógætilega og sprengir rammann hefur fleiri krónum að spila úr en hinn sem heldur sig innan hans. Með fleiri krónum er mögulega hægt að bæta þjónustu viðkomandi apparats, sem kannski getur gert viðkomandi stofnun samkeppnishæfari en ella. Nú skal því ekki haldið fram að sú sé raunin með Háskólann á Akureyri, að aðhald í rekstri hafi bitnað á gæðum hans, en hitt er vitað að samkeppni milli háskóla um nemendur er hörð og bara svo eitt dæmi sé nefnt: Sá sem gúmmaði nokkrum millum í auglýsingakostnað fengi e.t.v. fleiri nemendur að hausti en hinn sem eyddi ekki um efni fram í markaðskostnað. Stærsta spurningin er sennilega: Hvernig hefur kerfið tekið á skussunum sem aldrei standa við sitt. Er kannski löngu tímabært að skera upp herör gegn óráðsíðu á vegum hins opinbera. Þá fyrst fengju Norðlendingar e.t.v. að njóta umbunar erfiðis síns – umfram hina – sem óvarlega fara. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson

Lof og last vikunnar Lof vikunnar fá bæði Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum. Mikil umræða um fjárhagsvanda einkenndi lengi umræðu um þessar tvær stofnanir, en nú sýna gögn að HA skartar ódýrustu nemendum landsins og ársnemarnir á Hólum kosta miklu minna en ársnemar Háskólans á Hvanneyri. Kannski er samanburður ekki að öllu leyti raunhæfur, en hitt er orðið tímabært að ræða námið sem norðlenskar menntastofnanir bjóða upp á – fremur en ástunda neikvætt tal um peningamál skólanna, sýknt og heilagt...

Konur unnu meira en karlar Vísbending er um að verkakonur, sem störfuðu við iðnframleiðslu á Gleráreyrum á síðustu öld, hafi unnið lengri vinnudag en karlar þegar störf innan heimilis og vinna utan þess eru lögð saman. Þetta sýnir ransókn sem Andrea Hjálmsdóttir félagsfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri kynnti á Félagsvísindatorgi í HA í síðustu viku. Rannsókn Andreu byggði á viðtölum við sex konur, sem sinntu á daginn skyldum heimilisins og eigin afkvæmum, en tóku svo kvöldvaktir í verksmiðjunum á Gleráreyrum. Þrátt fyrir langan vinnudag, lægri laun en karlar og litlar vonir um framgang í starfi lýstu verkakonurnar á Gleráreyrum allar ánægju með verksmiðjuárin í viðtölunum. „Maður réði ekki neinu þarna, þarna var bara verkstjóri og hann drottnaði bara yfir manni,” segir ein.“Karlarnir, alltaf karlar yfir. Níddust á okkur, það er alveg satt,” sagði önnur en hló svo bara. Rannsóknargögn Andreu gefa til kynna að seinni vakt akureyrsku kvennanna í verksmiðjunum ígildi seinni vakt kvenna enn í dag. Nú er hins vegar hefðbundinn vinnudagur hjá nútímakonunni þannig að hún fer í vinnuna á morgnana en sinnir svo heimilinu/fjölskyldunni. Um tilurð verkefnisins segir Andrea,

Verksmiðjurnar á Gleráreyrum

að þrátt fyrir að konur hafi verið allt að 70% vinnuaflsins á verksmiðjunum, hafi saga þeirra verið nánast ósýnileg, t.d. á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Konum hafi fyrst og fremst verið stillt upp sem snyrtilegum, þær séu upp á punt í sögunni en karlar séu gerendurnir, þeirra sé forræðið í vinnunni. Hið kvenlega hefur að sögn Andreu verið staðsett á jaðrinum, sagan hefur verið sögð á forsendum karla og viðtölin við verkakonurnar eru ágætt dæmi um það. Á Gleráreyrum Andrea Hjálmsdóttir

Lof fá þeir sem sækja heita pottinn í Sundlaug Akureyrar. Fréttanef þeirra eru greinilega í góðu lagi samanber „fréttaskotið“ sem lekið var í Lof og last í síðustu viku og varð staðfest sem frétt nokkrum klukkustundum eftir að Akureyri vikublað kom út – fréttin var sem sagt sú að Iceland Express er hætt við að hætta við áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar. Lifi fréttanefin í heitu pottunum - megi þau aldrei stíflast...

Lof fær Móheiður Guðmundsdóttir, ung söngkona úr MA, en hún kom, sá og sigraði í söngvarakeppni skólans um daginn og hafði nokkru fyrr slegið líka í gegn á minningartónleikum í Hofi. Margir fleiri magnaðir tónlistarmenn hafa kvatt sér hljóðs i

réðu karlar ríkjum, en konurnar stóðu hlýðnar við þvottavélar og færibönd og leiddu ekki einu sinni hugann að því að verða yfirmenn. Tækniþekking karlanna var ein girðingin sem erfitt var fyrir konur að yfirstíga. Enn er það þannig að ítök karla í tækniheiminum eru meiri en kvenna, sbr. kynjahlutfall forritara þar sem karlar eru ráðandi, bendir Andrea á.a

hinu blíða norðri undanfarið, fulltrúar bæjarins í Samfestingnum stóðu sig vel og er sannarlega bjart yfir æsku landsins í listum hér á Akureyrinni...

Lof fær Snorri Óskarsson fyrir þá dómgreind sem birtist í ummælum hans á pressan.is um að hann hafi engan áhuga á að snúa aftur til kennslu í Brekkuskóla. Þar staðfestist að of alvarlegur trúnaðarbrestur hefur orðið milli Snorra og Brekkuskóla til að hann geti snúið aftur. Afstaða hans hlýtur að létta grummskólayfirvöldum samninga og áætlanir fram í tímann...

Last fær „kerfið“ fyrir afgreiðslur sínar um vínbúðina á Akureyri. Þetta er meiri vitleysan...

akureyri vikublað 10. tölublað, 2. árgangur 2012 Viltu segja skoðun þína?

Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.

Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja­vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856. Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: akureyri vikublaði er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á akureyri.


Canon IXUS 115 Verð 32.900 kr. 8GB minniskort fylgir Lenovo spjaldtölva Verð 109.900 kr.

Sony HD upptökuvél með 2,7" snertiskjá Verð 84.990 kr.

Lexar 32GB minnislykill, útdraganlegur Verð 8.990 kr.

GRÆJAÐU ÞIG FYRIR FRAMTÍÐINA Úrval fermingargjafa sem endast Framúrskarandi fermingargjafir frá Sony, Bose, Lenovo, Canon og fleiri heimsþekktum framleiðendum. Komdu í verslun Nýherja eða á netverslun.is og við aðstoðum þig við að finna fermingargjöf sem dugar til framtíðar.

Canon Powershot A2200 Verð 21.900 kr. 4GB minniskort fylgir Canon EOS 600D með 18–55mm linsu Verð 159.900 kr. Gjafabréf á Canon EOS grunnnámskeið og 8GB minniskort fylgja

Bose AE2 heyrnartól Verð 21.900 kr.

Bose Companion 2 II tölvuhátalarar Verð 21.900 kr.

Sony hljómtækjastæða fyrir iPod/iPhone, CD og útvarp Verð 49.990 kr.

Nýherji hf.

Sími 569 7700

Borgartúni 37

Akureyri

netverslun.is

UCube tölvuhátalarar USB Verð 19.900 kr.


Vilt þú skilja eftir þig jeppa fyrir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins? Það er erfitt að komast að því að ævistarf náins ástvinar hverfi eftir andlátið. Að uppsöfnuð lífeyrisréttindi séu þurrkuð út og eftirlifandi fjölskylda sitji eftir með ekkert í höndunum. Það er þungur róður fyrir venjulegt fólk að bæta við sig skuldum þegar ástvinir deyja. Þessir peningar renna beint í lífeyrissjóðina sem ráðstafa þeim eftir eigin geðþótta. Ef ég væri ungur maður í dag myndi ég velja lífeyrissjóð með erfanlegum réttindum. Ég skora á unga fólkið að skoða réttindi sín hjá lífeyrissjóðunum vel og velja eftir því sem það telur sanngjarnt.

PIPAR\TBWA - SÍA \ 120672

Úr helgarblaði DV 24.– 26. febrú

ar sl.

Helgi Vilhjálmsson, íslenskur eldri borgari


ÚTREIKNINGUR Á EIGN VIÐ ÚTBORGUN ER MIÐAÐUR VIÐ LAUNÞEGA SEM FELLUR FRÁ 67 ÁRA EFTIR AÐ HAFA GREITT Í LÍFEYRISSJÓÐ AF 400.000 KR. MÁNAÐARLAUNUM Í 30 ÁR.

FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN // ERFANLEGA LEIÐIN (30)* DEILD

SKÝRING

MÁN. GREIÐSLUR

EIGN VIÐ ÚTB.

STIGADEILD

67 ÁRA - ÆVILOKA

0 KR.

0 KR.

ALDURSTENGD DEILD

85 ÁRA - ÆVILOKA

212.266 KR.

0 KR.

FRJÁLS SÉREIGN

67 ÁRA - 77 ÁRA

91.241 KR.

9.277.492 KR.

BUNDIN SÉREIGN

67 ÁRA - 85 ÁRA

160.352 KR.

25.858.542 KR. 35.136.035 KR.

SAMTALS

DÆMI UM HEFÐBUNDINN LÍFEYRISSJÓÐ // LÍFEYRISSJÓÐUR VERSLUNARMANNA* DEILD

SKÝRING

MÁN. GREIÐSLUR

EIGN VIÐ ÚTB.

STIGADEILD

67 ÁRA - ÆVILOKA

0 KR.

0 KR.

ALDURSTENGD DEILD

67 ÁRA - ÆVILOKA

231.926 KR.

0 KR.

FRJÁLS SÉREIGN

67 ÁRA - 77 ÁRA

0 KR.

0 KR.

BUNDIN SÉREIGN

67 ÁRA - 85 ÁRA

0 KR.

0 KR. 0 KR.

SAMTALS

FORSENDUR UPPLÝSINGAR

ERFANLEGA LEIÐIN (30)

LÍFEYRISSJ. VERSLUNARMANNA

VIÐMIÐUNARLAUN

400.000 KR.

400.000 KR.

RÉTTINDASTUÐULL

0,00%

1,34

STIGASJÓÐUR

0,00%

0,00%

ALDURSTENGT

3,10%

12,00%

FRJÁLS SÉREIGN

2,35%

0,00%

BUNDIN SÉREIGN

6,55%

0,00%

ÁVÖXTUN

3,50%

3,50%

IÐGJ. Í STIGADEILD

0 KR.

0 KR.

IÐGJ. Í ALDURSTENGDA D.

12.400 KR.

48.000 KR.

IÐGJ. Í FRJÁLSA SÉREIGN

9.400 KR.

0 KR.

IÐGJ. Í BUNDNA SÉREIGN

26.200 KR.

0 KR. * Útreikningar frá Frjálsa lífeyrissjóðnum.

Ef Jón Jónsson hefði á sínum tíma valið erfanlega leið hjá frjálsum lífeyrissjóði, hefðu erfingjar hans fengið 35 milljónir. Jón hins vegar borgaði í hefðbundinn lífeyrissjóð og erfingjarnir fengu 0 krónur. Hvora leiðina myndir þú velja?


10

8. mars 2012

Kynnisferð hjá Krabbameinsfélaginu Stjórn Krabbameinsfélags Íslands fundaði í fyrradag á Akureyri. Fyrst var starfsemi Krabbameinfélags Akureyrar kynnt fyrir stjórninni, en að því loknu fór fram formlegur stjórnarfundur. Stjórnin kynnti sér einnig FSA, starfsemi göngudeildar L-deildar, þar sem m.a. fer fram lyfjameðferð krabbameinssjúkra á norður og austurlandi, auk þess sem starfsemi Leitarstöðvarinnar var skoðuð. Mikil starfsemi er á vegum Krabbameinfélags Akureyrar og gengur starfið vel að sögn aðstendenda. Hjá félaginu vinna þrír starfsmenn í hlutastarf og nær félagssvæðið frá Ólafsfirði í vestri og að Stóru Tjörnum í austri. „Okkar vinna felst helst í því að reyna eftir bestu getu að leysa úr ýmsum spurningum og vandamálum sem fylgja því þegar einstaklingur greinist með lífshótandi sjúkdóm,“ segir Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdastjóri.

Matargatið allskonar.is

Rauðrófumauk og brakandi kex Fljótlegt kex »» 100gr mjöl (hveiti, heilhveiti eða spelt) »» 50 gr byggmjöl eða rúgmjöl

Rauðrófumauk »» »» »» »» »»

1/2 tsk lyftiduft 1 dl vatn ólífuolía sjávarsalt rósmarín

Settu öll þurrefnin í skál og blandaðu vatninu vel saman við. Hnoðaðu vel saman og flettu út mjög þunnt. Skerðu deigið í hæfilega stærð, litlar eða stórar kexkökur – allt eftir því hvað þú vilt. Raðaðu núv á bökunarplötu með bökunarpappír, stráðu salti og rósmarín yfir og dreifðu pínu ólífuolíu yfir og bakaðu í 8-10 mínútur. Þú getur notað í þessa uppskrift hvaða mjöl sem er, sett allskyns fræ yfir deigið eða krydd. Það eru engar reglur, leyfðu sköpunargleðinni að njóta sín.

Helga Kvam matargat

»» 1 meðalstór rauðrófa »» 1 hvítlauksrif »» 1 dl sýrður rjómi »» 1 msk hörfræ, nigellu fræ eða sesamfræ

»» 1 msk furuhnetur »» 1/2 tsk kóríander fræ »» 1/2 tsk cumin fræ »» smá ólífuolía

Þetta mauk er æðislegt sem ídýfa fyrir grænmeti eða snakk, frábært á brauð eða heimabakaða kexið sem þú finnur í þessari grein, gott í nesti með harðsoðnu eggi, með grillkjöti og svo mætti lengi telja. Flysjaðu og rífðu niður rauðrófuna með rifjárni. Rífðu líka niður hvítlauksrifið. Hrærðu sýrða rjómanum saman við og kældu þetta inni í ísskáp. Settu pönnu á meðalhita og þurrsteiktu furuhneturnar, fræin, kóríander fræin og cumin. Þegar allt er farið að ilma (eftir 30-60 sekúndur) þá skellirðu þessu í mortél og malar svo að úr verður hálfgert mauk. Láttu kólna í 5-10 mínútur. Hrærðu nú kryddmaukinu við rauðrófumaukið. Dreifðu smávegis af ólífuolíu yfir og smávegis ferskum kryddjurtum. a Aðsend grein

Fésbókin til gagns eða ama? FRÆÐSLUSTJÓRI Á AKUREYRI

Vegna námsleyfis er staða fræðslustjóra á Akureyri laus til umsóknar frá 15. júní 2012-30. júní 2013

Fræðslustjóri er deildarstjóri skóladeildar og hefur yfirumsjón með framkvæmd laga og samþykkta um fræðslumál, s.s. um rekstur leik-, grunn-, og tónlistarskóla á vegum Akureyrarbæjar og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu. Fræðslustjóri er framkvæmdastjóri skólanefndar, undirbýr fundi hennar og fylgir ákvörðunum hennar eftir. Fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra.

Hefur samskiptavefurinn Facebook ,eða Fésbókin eins og margir nefna hann hér á landi, heltekið þjóðina? Ætlum við Íslendingar að eiga met í notkun Fésbókarinnar eins og í svo mörgu öðru? Var ekki verið að fjalla um það að yfir 80% þjóðarinnar væri á fésinu? Ég velti því fyrir mér hvort Fésbókin sé til gagns og gamans eða til ama.

Menntunar- og hæfniskröfur: • • • • •

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og reksturs. Frumkvæði og samstarfsvilji. Góðir skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum

• • • • •

Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða. Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum. Áhugi á starfsþróun. Reynsla af starfi í skólum.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til 22. mars 2012.

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, niðurstaða bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. febrúar 2012 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir hafnarsvæðið á Oddeyrartanga. Breytingin felur í sér minniháttar lagfæringu á afmörkun hafnarsvæðis 2.11.19 H. Tilgangurinn með aðalskipulagsbreytingunni, og samsvarandi breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár, er að bæta aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem þjóna farþegaskipum. Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3. hæð í Ráðhúsi Akureyrar. Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar 8. mars 2012

Linda Margrét Eyþórsdóttir nemandi í 10. bekk

Það virðast allir vera á Fésbókinni. Ömmur, afar, mömmur, pabbar, unglingar og allt niður í sex ára börn. Ég reyndar veit ekki hvað sex ára börn eru að gera á fésinu, en oft búa foreldrar barna til aðgang svo að þau komist í einhverja leiki sem finnast hvergi annars staðar á netinu. Hver er samt tilgangurinn með því? Ég man eftir því að þegar ég var barn lét ég mér nægja Paint og þess háttar leiki sem flestir kannast við. Ég vissi varla hvað internetið var! Fésbókin býr yfir ákveðnum kostum. Fullorðnir nota hana flestir til að halda sambandi við vini og ættingja sem búa langt í burtu, e.t.v. í öðru landi og gamlir skiptinemar rekast kannski á félaga frá fyrri tíð og þeir endurnýja kynnin. Þetta finnst mér ekkert slæmt þar sem símakostnaður getur verið mikill. Aftur á móti finnst mér sorglegt hvað mannleg samskipti eru farin að fara mikið fram á internetinu og þá sérstaklega á Fésbókinni. Samskipti sem krefjast þess ekki að þau fari fram í gegnum tölvu. Dæmi um þetta er fólk sem býr í sama hverfi, jafnvel í sömu götu. Það tekur ekki langan tíma að rölta yfir í næsta hús til að spjalla saman augliti til auglitis og eiga þannig í persónulegum

samskiptum. Nei, Fésbókin sparar fólki sporin. Sumir eru hættir að hringja í vinina og óska þeim til hamingju með afmælið þegar svo ber undir. Það er miklu auðveldara að skrifa bara á vegginn hjá viðkomandi; „til lukku með daginn : ). Einnig hafa boð á alls kyns viðburði, afmæli og veislur færst yfir á fésið. Ég hef heyrt af fólki sem hefur hreinlega misst af afmælum og þess háttar vegna þess að það fór ekki á fésið í nokkra daga. Eins og sjá má eru samskiptin orðin mjög ópersónuleg og spurning hvernig þetta mun þróast. Unglingar nota fésið mjög mikið og eru ekki eins varir um sig og fullorðna fólkið. Margir unglingar hafa mörg þúsund vini á fésinu og þekkja þá yfirleitt aðeins lítinn hluta af þeim fjölda. Markmiðið virðist nefnilega oft vera að eiga sem flesta vini. Það getur leitt til þess að upplýsingar komist í rangar hendur. Á þetta t.d. við þegar fólk setur á vegginn sinn færslu eins og þessa; „er farin(n) með fjölskyldunni til Flórída.“ Þetta er nánast eins og heimboð fyrir innbrotsþjófa. Fésbókin getur haft slæm áhrif á heimavinnu, fjölskyldu, vini, útivist og fleira mikilvægt í lífi barna og unglinga. Mikill tími getur farið í að vafra um á henni og er hún þannig mikill tímaþjófur. Þá eru margar sölusíður á Fésbókinni og mikið um auglýsingar sem geta haft slæm áhrif á börn og unglinga. Þegar öllu er á botninn hvolft tel ég ekki slæmt að vera á fésinu. Fólk þarf hins vegar að vara sig á hættunum sem því fylgja. Einhvern tímann var mér sagt að vera ekki að deila of miklum upplýsingum með öðrum og hafa síðuna mína læsta fyrir ókunnugum. Ég hef ávallt fylgt þessum ráðleggingum og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. a


11

8. mars 2012

Aðsend grein

Er samkynhneigð synd? Umræðan um samkynhneigð undan- skapara himins og jarðar,alls hins farið og afleiðingar þeirrar umræðu sýnilega og ósýnilega. Þetta þýðir að Guð kallaði mannhefur ekki farið fram hjá mönnum. Þann 16. febrúar birtist í blaðinu fyr- in fram á sjónarsviðið. Menn geta irsögnin „Samkynhneigð er ekki synd“ deilt um hvernig hann gerði það. og var vitnað, auk annarra, í fulltrúa Spurningin er hvort að baki sköpunÞjóðkirkjunnar, sr. Svavar A. Jóns- inni liggi einhver tilgangur. Þetta er son, sem áréttar í viðtali við blaðið grundvallaratriði. Ef gagnkynhneigð að kirkjan í heild telji samkynheigð og samkynhneigð falla að jöfnu út til eðlilegra þátta mannsins. frá forsendum sköpunarinnar, þá er Nú er það svo að Ritningin er kýr- ekki um jafngildi stökkbreytingar að skýr í þessum efnum, það að maður ræða, þar sem stökkbreyting í náttskuli ekki leggjast með manni sem úrinni er þrep niður, ekki upp. Segir kona væri (3 Mós. 20.3) og dregur Ritningin eitthvað um tilverutilgang Nýja testamentið ekkert úr viðvör- mannsins? Litla Biblían, eins og Lútunum Gamla testamentisins. Kirkjan er nefndi það, kemur að kjarnanum: (guðfræðideild H.Í) hefur leitast við „Því að svo elskaði Guð þig að hann að leysa málið á þann hátt, að hér sé kom til þín í mynd Jesú Krists til þess eingöngu átt við karlmenn sem taka til að þú, sem trúir á hann, glatist ekki sín smástráka/drengi. Þá svaraði viss heldur öðlist eilíft líf“ (Jóh. 3.16). prestur kirkjunnar því til um þetta Grundvallarforsenda tilveru okkar efni fyrir allnokkru í opnuviðtali við er, að Guð sem skapari okkar elskar Lesbók Moggans, að „Biblían þvæld- okkur og vill að við öðlumst eilíft líf ist fyrir sér.“ Ég tel þetta athyglisvert fyrir trúna á hann. Þannig er hver svar af hálfu þjóns kirkjunnar. maður, líkt og sr. Svavar A. bendir Nú segir í hinni Postullegu játn- á, í knýjandi þörf fyrir fyrirgefningu ingu: Ég trúi á Guð, föður almáttugan, Guðs og náð vegna syndaáþjánarinnar. skapara himins og jarðar. Sköpunarsagan, ljóðræn táknsaga Og ennfremur í Níkeujátningunni: eða ekki, gefur tilefni til umhugsunÉg trúi á einn Guð, föður almáttugan, ar: Og Guð skapaði manninn eftir

sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau:„Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni“ (1 Mós. 27-28). Það liggur þannig fyrir grundvallartilgangur með manninn: karl + kona = barn. Raunveruleikinn í dag er hins vegar sá, að barneignir falla ekki öllum í skaut. Slík er áþján tilvistarinnar. Mér virðist sem Þjóðkirkjan vilji hér eta kökuna og eiga í senn. Við það bætist svo að við skírnina er barninu úthlutað sakramenti náðar Guðsríkisins, fyrirgefningu syndanna og endurfæðingu í hinni daglegu breytni til Guðsríkisins. Þannig má í reynd einu gilda hversu viðkomandi hugsar eða hagar sér í lífinu gagnvart Guði, meðan breytnin bitnar ekki á náunganum, eða með orðum Karls bókmenntafræðings Kristjánssonar:„Hamingja vor er fólgin í almennri meðalhegðun.“ Er samkynhneigð synd? Hvað er synd? Hvað við gerum? Hvað við erum? Sr. Svavar A. bendir á það í svari sínu, að enginn maður sé syndlaus og sé því í (knýjandi) þörf fyrir fyrirgefningu Guðs og náð. Athafnir okkar eru framlenging af innsta eðli

okkar. Þannig er „synd“ eitthvað sem við erum, þ.e. rofið samband við Guð, enda þarf ekki að leita víða í Ritningunni til að sjá hversu Guð hatar syndina en elskar syndarann. Við erum hins vegar ábyrg fyrir því sem við gerum. Hér skilja reyndar leiðir okkar sr. Svavars í því að skilningur minn á Ritningunn er sá að við getum hafnað Guðs góðu gjöf, kæft samviskuna og stefnt eilífðarvelferð okkar í hættu, hvernig svo sem við gerum það, þ.e. með einbeittum vilja gegn betri vitund. Með því að samkynhneigð fellur ekki að hinni upprunalegu ætlan Guðs með manninn, þá verður ekki hjá því komist að taka aðvaranir Guðs í þessu tilliti alvarlega. Dómsfelling gagnvart öðrum er á engan hátt í verkahring nokkurs manns og eilífðarvelferð hvers manns er mál samvisku hans og Guðs sem talar til hans, óháð stað og stund. Ég tel hins vegar guðfræðilega ótækt af kirkjunnar hálfu að meðtaka samkynhneigð sem hluta hins upphaflega tilgangs Guðs með manninn. Í ljósi Ritnignarinnar telst samkynhneigð í framkvæmd synd. Það er hins vegar undir sérhverjum komið hversu mikið mark tekið er á Ritningunni.

Ómar Torfason

Áhugavert nám Nám í verkefnastjórnun – leiðtogaþjálfun, er nú í fyrsta skipti í boði hjá Símenntun. Námið er þróað af Nordica ráðgjöf ehf., en að því standa þeir Dr. Haukur Ingi Jónasson, Dr. Helgi Þór Ingason og Tryggvi Sigurbjarnarson. Að sögn Elínar Margrétar Hallgrímsdóttur hjá Símenntun er um fjölbreytt námað ræða, sem ætlað er þeim sem vilja öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína. Það byggir á að efla fjóra megin færniþætti nemenda: Stefnumótunarfærni, leiðtogafærni, skipulagsfærni og samskiptafærni. Námið spannar tvö misseri og er unnið með þessa þætti yfir námstímann. Kennt verður á grunni samnefndra kennslubóka, um fyrrgreinda færniþætti, eftir þá Hauk Inga haukur@ncg.is og Helga Þór. „Þetta námsefni hefur verið í boði í nokkur ár í Reykjavík, en er nú í fyrsta sinn kennt hér hjá Símenntun. Nemendur, sem eru 19 talsins, vinna að fjórum mjög góðum og áhugaverðum hópaverkefnum“, segir Elín Margrét Hallgrímsdóttir.

Hlátursprengja í Hofi Sýningarnar á Nei ráðherra sem nú standa yfir á Akureyri, eru samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Leikfélags Akureyrar og Hofs. Að færa okkur norðanfólkinu herbergi á Hótel Borg og siðspilltan landsbyggðarþingmann úr Norðausturkjördæmi alveg smellpassar inn í stuðið núna og umræðuna. En hvar á maður að trúa að heiðarlegur aðstoðarmaður finnist eins og sá í sýningunni?!

Björn Þorláksson Skrifar um leikhús

Nei ráðherra er eiginlega alveg 100%. Leikmyndin og eldhúsdagsumræðurnar náðu að ramma inn verkið frá fyrstu mínútu. Siðblindi ráðherrann varð ljóslifandi í meðförum Góa og þeir sem hann mætti á sviðinu stóðu sig frábærlega, sérstaklega líkið Þröstur Leó Gunnarsson. Þýðandinn Gísli Rúnar Jónsson,sem staðfærir leikverkið, gerir það svo vel að ég leyfi mér að fullyrða að sá broddur verksins sem snýr að íslensku samfélagi tali jafnvel sterkar til íslenskra áhorfenda dagsins í dag en þegar leikritið var fyrst sett upp í Bretlandi. Um söguþráð verður ekki fjallað hér sérstaklega en fíflagangur, framhjáhöld, lygar og græðgi koma við sögu hjá ungu og fallegu fólki. Vissulega viðheldur leikritið alls konar staðalímyndum, s.s. vitlausa útlendingnum og hommafordómum ýmiss konar, en þegar farið er yfir strikið fimm sinnum í röð í sama hommabrandaranum fer maður að hugsa hvers vegna allt þetta fólk hlær enn að sömu klisjunni og þá afhjúpast eitthvað, ekki í sýningunni heldur í samfélaginu. Það er í raun bara einn galli á leikritinu. Þegar ekki tekst að skapa nokkra samúð með nokkurri persónu á sviðinu stendur áhorfendum á sama um örlög persóna. Þar

Guðjón Samúelsson og ásýnd Akureyrar Vorþing AkureyrarAkademíunnar 2012 Laugardaginn 10. mars kl. 13.00 til 17.00 gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti Dagskrá: Þröstur Leó Gunnarsson í hluverki sínu í Nei ráðherra. Virðist jafnvígur á kómík og dramatík.

skrifast ábyrgðin á höfund verksins fremur en leikstjóra eða leikara. En flest allt er dásamlega vel gert og faglega. Dansatriði fyrir hlé er fyndnasta atriði sem undirritaður hefur orðið vitni að í leikhúsi og sumt sem snertir gluggann og skápinn í sýningunni er óborganlegt. Tímasetningar fullkomnar, þar stendur allt og fellur með einu sekúndubroti. Leikhópurinn er orðinn svo samhæfður eftir meir en sjötíu sýningar fyrir sunnan að honum er treystandi til að leysa öll vandamál sem upp kunna að koma. Og mörgum mun finnast skemmtilegt að sjá stinna rassa og læri. Takk fyrir þetta – hláturinn lengir lífið.

13.00 Ávarp: Halla Björk Reynisdóttir, varaforseti bæjarstjórnar. 13:10 Kvæðakonur stíga á stokk: Kristín Sigtryggsdóttir og Rósa María Stefánsdóttir . 13:20 Pétur H. Ármannsson arkitekt: Húsameistarinn og höfuðstaðurinn. Um Guðjón Samúelsson og verk hans á Akureyri. 14:30 Sköpunarverk skoðað – gestum gefið tækifæri til að skoða húsið að Þórunnarstræti 99. 15:00 Árni Ólafsson arkitek: Guðjón bak við tjöldin. 15:30 Valgerður H. Bjarnadóttir: „Þessi dásemdar staður“ – húsmæðraskólinn sem varð akademía. 16:00 Samræður Þingforseti er Kristín Aðalsteinsdóttir, prófessor.

Allir velkomnir!


12

8. mars 2012

Það þarf nýja hugsun í leikhúsmálin hérna Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, ræðir í ítarlegu viðtali við Akureyri vikublað vanda Leikfélags Akureyrar og hvaða leiðir hann sér færastar. Magnús Geir var leikhússtjóri LA 2004-2008 en hefur haft hljótt um sig opinberlega í umræðunni til þessa Magnús Geir, LA gekk óvenju vel undir þinni stjórn, sumir segja bæði listrænt og peningalega, hið síðara er óumdeilt. Hver var galdurinn? „Þetta er stór spurning og svarið er ekki einfalt. Til að leikhús blómstri þurfa ótal þættir að vinna saman og margt að ganga upp. Grundvallarforsendur eru að stefnan sé skýr og starfsmannahópurinn sterkur. Þegar ég tók við LA á sínum tíma var starfsemin í heild sinni stokkuð upp. Farið var í gagngera endurskoðun á stefnu og breytingar gerðar á starfsmannahópnum. Settur var saman hópur fólks sem hafði ástríðu fyrir leikhúsinu og var tilbúið að leggja allt sitt í verkefnið. Þessi þétti hópur samanstóð af fólki héðan af svæðinu og ungu fólki sem var tilbúið að flytja til Akureyrar og búa hér um nokkurt skeið. Til viðbótar við fasta hópinn fengum við leikstjóra og aðra listamenn sem voru í fremstu röð hérlendis. Stefnan í verkefnavali var skýr, við buðum upp á blöndu af leikverkum þar sem við blönduðum saman annars vegar áleitnum nútímaverkum sem áttu brýnt erindi og hins vegar aðgengilegum stórum fjölskylduverkum. Við settum markið hátt, vildum laða að gesti af landinu öllu og kappkostuðum að starfsemin stæðist samanburð við það besta sem gerðist í atvinnuleikhúsum hérlendis og í Evrópu. Okkar draumur var að leikhúsið væri eitt helsta stolt Akureyrar, hefði alvöru áhrif á lífsgæði íbúa og ferðaþjónustu á svæðinu. Samhliða skýrum listrænum markmiðum þurfti reksturinn að vera agaður og yfirvegaður. Nákvæm áætlanagerð og sterk rekstrarstjórn ásamt mikilli miðasölu leiddi til þess að leikhúsið skilaði rekstrarafgangi allt tímabilið. Markaðsmálin voru tekin til gagngerrar endurskoðunar og meðal annars var nýju lífi hleypt í kortasölu sem margfaldaðist á tímabilinu.“ Hvaða veganesti tókstu helst með þér í Borgarleikhúsið eftir að hafa verið hér fyrir norðan? Kjarnaleikhópur „Það var ótal margt. Það má segja að öll reynslan sem ég öðlaðist fyrir norðan hafi nýst mér með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu er það þannig að verkefnaval og áherslur leikhúss ráðast að miklu leyti af persónu þess sem situr í leikhússtjórastóli hverju sinni. Minn smekkur á leikhúsi breyttist ekki þó ég færi frá LA til Borgarleikhúss. Það er ástæðan fyrir því að áherslur í verkefnavali eru að mörgu leyti keimlíkar. Hins vegar er Borgarleikhúsið auðvitað margfalt stærra hús og býður því upp á fleiri möguleika. Í Borgarleikhúsinu er meira svigrúm fyrir áhættur og tilraunir

en líka ríkari skyldur. Margt sem stillt hafði verið upp í markaðsmálum í minni stjórnartíð hjá LA var endurtekið í Borgarleikhúsinu, nægir þar að nefna áherslur í áskriftarkortasölu. Það hafði verið meðbyr með LA og það reyndist mér auðvitað vel þegar ég tók við Borgarleikhúsinu, það var ákveðin tiltrú sem var gott að finna. Hópur listamanna sem hafði fylgt mér norður kaus að koma með mér í Borgarleikhúsið og hefur verið þar í framvarðasveit síðan. Fyrir stjórnanda í leikhúsi, eins og öðrum fyrirtækjum, skiptir það auðvitað öllu máli að hafa sterkan hóp samherja í kringum sig.“

sem eru meira ögrandi. Aðsókn og kortasala á síðustu árum er mun meiri en nokkru sinni fyrr þannig að ljóst er að áhorfendum líkar það sem boðið er upp á. Á sama tíma höfum við tekist á við þjóðmálin með uppsetningu á verkum sem skrifuð voru sem viðbrögð við hruninu, við lásum Rannóknarskýrslu Alþingis í heild sinni, höfum verið fararbroddi á Íslandi við uppsetningu ögrandi erlendra nútímaverka og klassíkin hefur átt sinn sess.“ Það hefur verið gagnrýnt að þið leikhússtjórar séuð endalaust að auka tekjur ykkar með leikstjórn. Er ekki full vinna að vera leikhússtjóri? Á ekki að hleypa öðrum að leikstjórninni?

Það er mikilvægt að samhliða þessu hefjist strax uppbyggingarstarf til að hefja LA aftur til vegs og virðingar. Þurftirðu að fara í gegnum sambærilegar niðurskurðaraðgerðir í Borgarleikhúsinu og þegar þú komst fyrst norður? „Þegar ég tók við Borgarleikhúsinu var farið í víðtækt breytingaferli sem tók um níu mánuði. Það sneri að flestum þáttum starfseminnar s.s. verkefnavali, mönnun, stefnumótun, rekstrarstjórn, skipulagsmálum og markaðsmálum. Þar var velt við hverjum steini og mörgu breytt. Þegar ég tók við Borgarleikhúsinu var staða þess þó sterkari en þegar ég tók við LA fjórum árum áður. Borgarleikhúsið var ekki í krísu þegar ég tók við því þó ég teldi margra úrbóta þörf og mörg sóknarfæri til staðar.“ Tel mig hafa fundið jafnvægið Hafa kassastykki orðið of ráðandi í þinni tíð? „Það tel ég ekki. Gott leikhús samanstendur af góðri blöndu leikverka og spannar allt litróf regnbogans. Borgarleikhúsið vill vera í samtali við áhorfendur sína og hafa jákvæð áhrif. Við viljum bjóða upp á verkefni sem eiga ríkt erindi við samfélagið, spyrja krefjandi spurninga og velta við steinum. Önnur leikverk veita okkur gleði og fá okkur til að hlæja eða dilla okkur við grípandi tónlist. Allt er þetta nauðsynlegt fyrir leikhús sem vill vera virkt í samfélaginu og hafa áhrif. Ég tel að Borgarleikhúsinu hafi tekist nokkuð vel að finna jafnvægið þarna á milli, þó alltaf sé hægt að gera betur. Flest verka okkar eru afgerandi og áleitin en við reynum ætíð að bjóða upp á aðgengilegri og bjartsýnni verk samhliða. Svo er það auðvitað þannig að léttari verkin njóta meiri almennrar hylli og verða þar af leiðandi meira áberandi en þau

„Það er auðvitað misjafnt úr hvaða átt menn koma í leikhússtjórastól. Ef leikhússtjórar eru liðtækir leikstjórar, þá tel ég að það geti verið mjög gott fyrir leikhús undir þeirra stjórn að þeir fari öðru hverju niður á gólfið og bretti upp ermar sem leikstjórar. En auðvitað þarf viðkomandi að standast allar faglegar kröfur eins og aðrir. Hver og einn er metinn út frá þeim árangri sem hann nær. Það er yfirleitt enn meiri pressa á leikhússtjórum í leikstjórastóli en lausráðnum leikstjórum.“ Þyngra en tárum taki Hvernig er að horfa á þitt gamla leikhús ganga í gegnum mikla erfiðleika nú síðustu misseri? „Það er einfaldlega þyngra en tárum taki að horfa upp á þau vandræði sem Leikfélag Akureyrar er í nú.“ Hver ber að þínu viti höfuðsök á fjárhagsógæfu Leikfélags Akureyrar? Var þetta eins og fyrir hrun, að allir brugðust, stjórnendur, stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar? „Ég þekki auðvitað ekki nákvæmlega hverjar skýringarnar eru á því að staða LA er orðin eins og hún er. Ljóst er að margt hefur farið úrskeiðis á undanförnum misserum, orsakirnar liggja víða og það hljóta margir að bera ábyrgð á stöðu LA nú.“ Hvaða leið sérðu færa nú? „Eina svarið við þeim ógöngum sem leikhúsið er komið í er að takast á við vandann, kryfja hvað fór úrskeiðis og tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig. Það er mikilvægt að samhliða þessu hefjist strax uppbyggingarstarf til að hefja LA aftur til vegs og virðingar. Það þarf nýja hugsun og nýja nálgun enda er ljóst að skuldirnar

eru miklar og því mun endurgreiðsla þeirra verða mikið átak.“ Er rétt að þú hafir komið með tillögu um að reka leikfélagið persónulega fyrir lægri pening en bær og ríki hafa veitt félaginu undanfarið? „Nei, það er ekki rétt. Mér þætti óskynsamlegt fyrir LA að semja við einstakling um að taka að sér reksturinn á leikhúsinu á eigin reikning. Sjálfum dytti mér ekki hug að gera slíkt, enda er ég sannarlega í fullu starfi við að stýra Borgarleikhúsinu. Síðan ég lét af starfi leikhússtjóra LA hefur margsinnis verið leitað til mín og óskað eftir ráðum og aðstoð. Þá aðstoð hef ég ætíð veitt fúslega. Eitt af því sem rætt var nú fyrir skömmu var möguleiki á því að Borgarleikhúsið myndi aðstoða LA meira á næstu misserum og taka að sér stjórn á ákveðnum þáttum starfseminnar meðan LA er að vinna sig út úr þeim skuldavanda sem félagið er í. Stillt var upp leið sem miðaði að aukinni samvinnu milli LA og Hofs, með listrænni ráðgjöf frá Borgarleikhúsinu. Ég tel að sú leið hafi verið sannfærandi á margan hátt en stjórn LA ákvað að fara aðra leið sem þau vinna nú að. Við fylgjumst bara spennt með og munum reyna að aðstoða eftir megni ef eftir því verður leitað.“ Ertu ánægður með að tveir úr gömlu „hrunstjórninni“, þ.e. þeirri stjórn sem sá um mál þegar fjárhagurinn fór til fjandans, skuli enn sitja í stjórn leikfélagsins? „Ég ætla ekki að hafa skoðun á samsetningu stjórnar LA.“ En þú sem sagt gætir séð fyrir þér stóraukið samstarf Borgarleikhússins og LA? „Borgarleikhúsið hefur á síðustu fjórum árum kappkostað að eiga í miklu samstarfi við LA og styðja við starfsemina eftir fremsta mætti. Við höfum komið með fjölda gestasýninga norður og veitt víðtæka aðstoð. Gulleyjan er verkefni sem er upprunnið frá Borgarleikhúsinu en ég ákvað að bjóða LA að koma inn í það. Uppsetningin var svo unnin í náinni samvinnu og Borgarleikhúsið lagði mikið til. Borgarleikhúsið vill gjarnan halda áfram nánu samstarfi og er reiðubúið að halda áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Óráð að loka Kemur til greina að þínu viti að slökkva ljósin í Samkomuhúsinu í heilt leikár? „Það væri afar bagalegt og óæskilegt. Hins vegar þarf stjórn LA auðvitað að finna leiðir til að greiða niður skuldir félagsins samhliða því sem haldið er úti öflugri atvinnuleiklistarstarfsemi.“ Kemur til álita að breyta rekstrinum þannig að félagið verið bræðingur af áhugaleikfélagi og atvinnuleikfélagi?


13

8. mars 2012

ÚR uppfærslu Borgarleikhússins á Rústað eftir Söru Kane.

Aðsend grein

„Að mínu mati á að vera starfrækt metnaðarfullt atvinnuleikhús á Akureyri sem er virkur þátttakandi í leikhúslífi landsins. Starfsemin á að standast samanburð við það besta sem gerist hérlendis og erlendis. LA getur verið eitt helsta stolt Akureyrar og aðdráttarafl. Til að svo megi verða þarf að ríkja metnaður og stórhugur sem hvílir á ítrustu fagmennsku. Hugmyndir um bræðing milli áhugaleikfélags og atvinnuleikhúss eru að mínu mati ekki skynsamlegar. Það má alveg líka halda úti áhugaleikfélagi á Akureyri – en það er bara allt annað mál. Það kemur aldrei í staðinn fyrir atvinnuleikhús.“ Er tækt að hafa kannski aðeins einn leikara á föstum launum en her af öðrum starfsmönnum? „Það finnst mér ekki rétt samsetning. Í leikhúsrekstri þarf alltaf að kappkosta að sem stærstur hluti framlagsins fari í kjarnastarfsemina, framleiðslu sjálfrar leiklistarinnar en sem minnst fari í yfirbyggingu og umbúðir. Þetta er sérstaklega knýjandi þegar menn hafa minna fé milli handanna. Mér þykir æskilegt og raunar nauðsynlegt að hjá LA sé fastur leikhópur sem telji að minnsta kosti þrjá leikara, helst fleiri.“ Er ekki höfuðtilgangurinn með héraðsleikhúsi eins og LA að setja upp verk sem tengjast héraðinu með einhverjum hætti? Er slík tenging ekki réttlæting opinbers stuðnings? „Mér finnst að atvinnuleikhús eins og LA eigi að vera stórhuga. Það má ekki festast í of smáum hugsunahætti þannig að það setji skilyrði um að öll verk fjalli beint um það sem gerist á bæjarhlaðinu eða að allir starfsmenn séu bornir og barnfæddir Akureyringar. Hins vegar er það alltaf markmið leikhúss að verk þeirra tali beint til þess samfélags sem það er sprottið úr. Því þarf að lesa samfélagið og bjóða upp á verk sem eiga ríkt erindi við áhorfendur á svæðinu. Það er mikilvægt að starfsmannahópurinn á hverjum tíma sé öflugur, að á svæðinu sé aðgangur á góðum fagmönnum á öllum sviðum leikhússtarfseminnar.“ Hvernig sérðu fyrir þér að Hof og Samkomuhúsið vinni best saman? „Ég tel að það sé afar mikilvægt fyrir listalíf á Akureyri að gott samstarf sé á milli menningarstofnana. Hver eining um sig er lítil og því eru möguleikar á góðri samlegð ef menn

finna skynsamlegar leiðir samvinnu. Það er grundvallaratriði að huga að fagmennsku og hún næst frekar ef menn leggja saman í púkk og hafa þá úr öflugri aðföngum að moða. Ég tel að Hof hafi margt fram að færa sem gæti nýst LA vel og styrkt það í þeirri stöðu sem LA er í nú. Starfsmannahópurinn í Hofi er sterkur og reksturinn agaður. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að finna skynsamlegar leiðir þannig að fjármunir nýtist beint í listframleiðslu frekar en yfirbyggingu.“ Afmörkuð neikvæðni Hvað finnst þér um þá neikvæðu umræðu sem oft á tíðum er um listalíf hér á Akureyri og þá ekki síst kostnað við mannvirki? „Ég hef nú ekki orðið mikið var við neikvæða umræðu um listalíf á Akureyri. Akureyringar eiga að vera stoltir af því öfluga listalífi sem bærinn býr yfir. Hvaða bær af sömu stærðargráðu státar af öðru eins framboði af metnaðarfullri list og Akureyri? Sú neikvæða umræða sem tengst hefur LA undanfarið er vegna afmarkaðs vanda við stjórnun um nokkurra missera skeið. Það er mál sem hægt er að leysa. Menningarhúsið er risavaxið verkefni og eins og alltaf þegar ráðist er í nýjar framkvæmdir eru skiptar skoðanir um það á byggingartíma. Ég tel þó að í dag séu flestir sammála um hvílík lyftistöng þetta hús er fyrir bæinn. Bæjarbragurinn hefur breyst og framboð listviðburða aukist stórlega.“ Ef þú mættir eyða milljarði króna í listalíf á Akureyri – hvað myndirðu gera? „Ég myndi gæta þess að þetta hefði varanleg áhrif á listalíf á Akureyri, tryggja að milljarðinum yrði ekki eytt strax. Stofnaður væri sjóður sem myndi styðja við listsköpun í bænum til framtíðar.“ Kemur til greina að þú flytjir aftur norður? „Ég átti frábær ár á Akureyri á sínum tíma og líður alltaf einstaklega vel norðan heiða. Ég get vel hugsað mér að búa aftur fyrir norðan en í dag er ég alsæll leikhússtjóri Borgarleikhússins.“ Eitthvað að lokum? „Ég hlýt að enda með því að hvetja alla til að skella sér í leikhús – nóg er í boði af skemmtilegum leiksýningum!“ Texti Björn Þorláksson Myndir Ýmsir

Misskilningur um augnlækningar í síðasta blaði Ég svara hér með greinum sem voru birtar hér í blaðinu fyrir viku, um augnlækningar á Akureyri, þar sem mér finnst að okkur augnlæknum á Akureyri vegið og það sem kom fram í greinunum byggt á misskilningi. Við augnlæknar hér í bæ stundum það sem kallað er almennar augnlækningar, þ.e.a.s. ekki með sérstakri sérhæfingu enda þrífst svoleiðis aðallega á stærri stöðum. Sagt er að við séum ekki með nógu góðan tækjabúnað. Við erum með allan þann tækjakost hér sem almennir augnlæknar hafa yfirleitt á stofum sínum, t.d. úti í bæ í Reykjavík. Þó hann sé ekki nýr stendur hann alveg fyrir sínu annars værum við ekki að nota hann. Þannig er því farið í augnlækningum að í um 75-80% tilfella (varlega áætlað) er nóg að skoða sjúklinga í svokölluðum rauflampa eftir að sjón er mæld. Maður sér þar einfaldlega allt sem þarf að skoða í lang flestum tilfellum. Afgangurinn þarf sértækari rannsókna við. T.d. þarf að mæla hornhimnuþykkt og sjónsvið ef grunur vaknar um gláku.(Já, við höfum tæki til þess en sumir hafa haldið af einhverjum ástæðum að svo sé ekki). Ef aðrar rannsóknir eru nauðsynlegar sendum við sjúklinginn á göngudeild augndeildar Landsspítala eða stærri augnlæknastofur í Reykjavík. Þar er til sérhæfari tækjabúnaður sem er mjög dýr og margir augnlæknar hafa keypt saman og samnýta. Það er ekki á færi hins almenna augnlæknis úti í bæ að kaupa slík tæki. Enda þótt við augnlæknar hér á Akureyri keyptum slík tæki yrðu þau varla nógu mikið notuð hér í fámenninu til að réttlæta kaupin. Allir sem eru sendir suður í rannsóknir eða meðferð sem er ekki aðgangur að hér á Akureyri fá ferðakostnaðinn borgaðan. Það er augnlæknir að sunnan sem kemur hingað af og til og leggur amk.10.000 á almennt skoðunargjald. Einhvernvegin hefur komið upp sá kvittur að hann sé með mun betri tækjabúnað hér á Akureyri en við. Sumir akureyringar gleypa við þessu möglunarlaust og halda að þeir séu að fá miklu betri skoðun þar sem þeir borga margfalt meira fyrir hana.

Varðandi barnaaugnlækningarnar bjóðum við,eftir því sem ég best veit, uppá alveg sömu þjónustu og hann.Við mælum fyrir gleraugum hjá börnum og erum með í vinnu sjónþjálfa sem tekur að sér börnin eins og þörf er á. Í Reykjavík eru nokkrir augnlæknar sem eru sérþjálfaðir í augnsjúkdómum barna og er umræddur augnlæknir ekki einn af þeim. Sendum við börn áfram til þeirra ef þörf er á. Varðandi þá staðhæfingu að ófremdarástand sé í augnlækningum á Akureyri vil ég gjarnan fá nánari útskýringar. Nákvæmlega að hvaða leyti er ástandið svona slæmt? Hvaða augnlæknatæki eru það sem akureyringa vantar svo sárlega? Ef ég fæ rökstudd svör við þessu skal ég með glöðu geði reyna að bæta úr því eftir bestu getu. Er kannski vandamálið að ég er eini augnlæknirinn á Akureyri hluta ársins? Kollegi minn er ekki hættur enn þó hann taki sér gott frí árlega.Hann er með, vegna langs starfsaldurs gífurlega reynslu í faginu og tel ég það meira virði en einhver “fancy” tækjabúnaður sem kemur einungis fáum sjúklingum til góða. Prófessorinn okkar í augnlækningum, Einar Stefánsson, skrifaði fyrir nokkrum árum grein í alþjóðlegt augnlæknatímarit, þar sem menn höfðu verið að skrifa um þróun á tækjabúnaði til að meta breytingar í augnbotnum vegna sykursýki. Hann sagði að það væri allt góðra gjalda vert, en menn mættu aldrei missa sjónar á því að það er hin almenna skoðun sem alltaf skiptir mestu máli. Kæru Akureyringar, að sjálfsögðu er öllum frjálst að velja til hvaða augnlæknis hann fer, en ef þið haldið að þið fáið betri og öruggari augnskoðum vegna þess að umræddur maður sé með betri tæki en við, er það á misskilningi byggt. Kona ein sem slysaðist til að senda dóttur sína í venjulega sjónmælingu hjá honum sagði við mig; “Ég var hreinlega rænd um hábjartan dag og það af augnlækni.” Hún þurfti að borga 12.953 kr. Ég tek 1690 kr og flestir aðrir augnlæknar eitthvað svipað fyrir skoðun á barni. Margrét Loftsdóttir augnlæknir.


14

8. mars 2012

Á döfinni Ókeypis tónleikar í Akureyrarkirkju

Guðrún Þórsdóttir spjall í Flóru

Næsta sunnudag, 11. mars kl. 16:00 munu allir kórar Akureyrarkirkju halda sameiginlega tónleika í kirkjunni með fjölbreyttri efnisskrá. Kórar Akureyrarkirkju eru alls sex talsins, með yfir 200 meðlimi á aldrinum 7- 79 ára. Kórarnir eru Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia, Ísold kammerkór, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Eldri barnakór Akureyrarkirkju og Yngri barnakór Akureyrarkirkju.

Sýning Guðrúnar Þórsdóttur “Ekkert hlutverk” hefur staðið í Flóru frá því í janúar og hefur nú verið framlengd til og með laugardagsins 17. mars. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna, en gott tækifæri gefst einmitt til þess þriðjudaginn 13. mars en þá er hægt að hitta á Guðrúnu og ræða um verk hennar og pælingar í góðu tómi.

Vorþing hjá Akademíunni

Vorþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti, laugardaginn 10. mars kl. 13:00 til 17:00. Yfirskrift þingsins er: Guðjón Samúelsson og ásýnd Akureyrar.

Græni hatturinn um helgina Fimmtudagskvöld Ofurkvartettinn ADHD, en kvartettinn skipa þeir, Óskar Guðjónsson saxófónn, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson Hammond orgel og Magnús Elíasson Tryggvason trommur Tónleikarnir hefjast kl.21.00 Föstudagskvöld & Laugardagskvöld Eftir eins og hálfs árs letikast mæta Ljótu hálfvitarnir aftur á Græna Hattinn og láta eins og ekkert hafi í skorist. Eftir svona langa pásu er lágmark að þeir spili tvö kvöld í röð, húsið opnar klukkan 22. Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson

Ægir einkavæddur - hugleiðingar um gildismat Í fimmtudagsfyrirlestri Akureyrar­ Akademíunnar, 8. mars næstkomandi ræðir Jóhann Ásmundsson, ritari stjórnar AkureyrarAkademíunnar, spurningar eins og ,,Hvers eðlis er hugsanleg áhætta í sjávarútvegi og hvernig má tengja hana kvótakerfinu." Í kynningu á fyrirlestri hans segir m.a.: Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur sett varanlegt mark sitt á íslenskt samfélag.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag er áttundi mars sem er merkilegur fyrir þær sakir að dagurinn er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna eða “International Womens Day”. Þennan dag fagna konur þeim áfangasigrum sem þær hafa náð í réttindabaráttu sinni. Einkunnarorð Sameinuðu þjóðanna vegna Áttunda Mars 2012 eru: “Eflum stöðu kvenna og bindum endi á hungur og fátækt”. Zontasamtökin vinna að því að efla stöðu kvenna um allan heim. Zontakonur á Akureyri ætla að halda upp á daginn með samkomu í Akureyrarakademíunni klukkan 20.00 í kvöld.

Sigurstund þegar Kvennaframboðið fékk 17% atkvæða á Akureyri árið 1982.

Ekkert minna en bylting Vorið 1982 buðu konur fram til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri og í Reykjavík með góðum árangri. Á alþjóðlegum baráttu­degi kvenna þann 8. mars, í dag, verður af þessu tilefni haldið upp á 30 ára afmæli kvennaframboðins á Hótel Kea. Þar munu fulltrúar kvennaframboðsins á Akureyri ásamt fleirum gefa okkur innsýn í það samfélag sem kvennaframboðið spratt úr og áhrif þess á sýnileika kvenna í stjórnmálum, stjórnmálaumræðu og samfélagið. Dagskrá hefst kl. 16:20 með stuttum ávörpum en síðan verður opið fyrir umræður og spurningar til kvennaframboðskvenna. Valgerður Bjarnadóttir leiddi kvennaframboðið á Akureyri. Hvað er henni efst í huga 30 árum eftir stofnun Kvennaframboðs á Akureyri? „Draumur sem fór fram úr væntingum og gleði yfir því að hafa fengið að vera með í þessu ævintýri, með framsæknu, kröftugu fólki úr öllum kimum samfélagsins,“ svarar Valgerður. Kvennaframboðið á Akureyri var stofnað 1981 sem eins konar afkvæmi Jafnréttishreyfingarinnar, og var kosið í bæjarstjórn 1982, með rúmlega 17% atkvæða. „Við komum tveimur konum inn í bæjarstjórnina. Við vorum sigurvegarar kosninganna og fórum í meirihluta og þannig fengum við líka aðgang að öllum nefndum, sem flestar höfðu verið hreinar karlanefndir frá upphafi vega. Ein kona í viðbót, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir komst inn af lista Framsóknar, en þegar kjörtímabilinu lauk voru konur í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þeim hafði verið raðað í baráttusæti flokkslistanna og svo vildi svo til að þrír karlar hættu í bæjarstjórn á tímabilinu og konur komu í þeirra

stað, þannig að við urðum sex, en í starfið við karlana líka. En vissulega tólf ár þar á undan hafði ein kona voru þetta líka erfiðir tímar, gífurleg setið í bæjarstjórn. Þetta var ekkert vinna og við mættum miklum forminna en bylting,“ segir Valgerður. dómum víða. Það getur líka verið Rödd og reynsluheimur kvenna erfitt að halda samstöðunni þegar komst skyndilega inn í allt stjórn- hugsjónafólk er komið í valdastöðu kerfið og hafði áhrif á umræðuna og og þarf að taka þátt í málamiðlunáherslur. „Undir lok kjörtímabilsins um, eins og dæmi samtímans sanna.“ varð einum nefndarmanni (sem nú En hvað finnst Valgerðir um er sýslumaður) að orði þegar hann óhefðbundnar femínískar aðferðir skrifaði fundargerð, að nú þyrfti nútímans eins og t.d. "karla sem hann ekki annað en að sjá okkur hata konur" albúmið? sitja þarna við borðið til að muna „Kvennaframboðið var óhefðað hugsa og skilgreina málin út frá bundin femínísk aðgerð í sjálfu sér sjónarhóli beggja kynja.“ og í baráttunni, bæði fyrir kosnValgerður segist muna stundir ingar, á kjörtímabilinu og í kjöleins og þegar hún sat barnshafandi farið, nýttum við og nýtum enn ótal 1983, með einum sjö körlum og þeir óhefðbundnar aðferðir.Við héldum rifjuðu upp, sumir klökkir, gleðina markað á torginu og seldum ferskt yfir því að eignast börn. Einn þeirra sjávarmeti og jurtir til að leggja hafði tekið á móti sínum börnum, áherslu á mikilvægi þess að menga en hafði aldrei fyrr rætt það við ekki Eyjafjörð með álveri. Við vorkollega sína í bæjarstjórn. „ Til- um með alls konar uppákomur og vera okkar ein og sér hafði mikil mikla athygli vakti aðgerð Kvennaáhrif, en auk þess náðum við að framboðsins í Reykjavík þegar þær hafa bein áhrif á gang mála með mættu “dulbúnar” sem fegurðarþví að leggja fram tillögur um bætt- drottningar á borgarstjórnarfund. an hag kvenna á ýmsum sviðum, Kvennabaráttan hefur alla tíð um breyttar áherslur í umönnun nýtt aðferðir sem eru óhefðbundnaldraðra og barna, um manneskju- ar, vegna þess að eins og Virginia legri bæjarbrag, um fjölbreyttni í Woolf sagði þá geturðu ekki notað atvinnumálum (gegn einhæfni s.s. “tæki og tól húsbóndans til að taka álveri í Eyjafirði) o.fl. o.fl, sem náð- í sundur hús húsbóndans”. Til að ust í gegn og breyttu tilverunni í koma á raunverulegum breytingbænum okkar. „ um verðum við að nýta ferskar og Hún segir að kvennaframboð- frumlegar aðferðir hverju sinni, aðið hafi breytti “... lífi okkar allra og ferðir sem hafa áhrif á hugsun og var upphaf ferðalags sem hefur raunbreytni. Annars étur byltingin enst í þessi 30 ár hjá mörgum okkar. börnin sín. Aðgerðir eins og “Stóra Sumar hafa kvatt og þeirra er sárt systir” og “karlar sem hata konur saknað. Tengslin sem mynduðust albúmið” eru því fullkomlega trúar í þessu starfi voru ekki bara við hefðinni sem Kvennaframboðið var Kvennaframboðskonur og –karla, hluti af, en sem byrjaði miklu fyrr samstaða milli kvenna í bæjarstjórn og sem mun endast á meðan þörf var í flestum tilvikum góð og sam- krefur.“ a


Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Skoðið heimasíðu okkar Heimilisprydi.is

Sendum frítt út á land!

Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum.

Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is

Nýtum tækifærin í sjávarútvegi! Stöndum vörð um þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í íslenskum sjávarútvegi á liðnum árum og áratugum. Nýtum tækifærin til enn frekari uppbyggingar og leyfum greininni að þróast á eigin forsendum til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 58096 02/12

FLUG FRÁ AKUREYRI TIL EVRÓPU OG NORÐUR-AMERÍKU 7. JÚNÍ – 30. SEPTEMBER

Aukin þægindi fyrir Norðlendinga – ný tækifæri í ferðaþjónustu Icelandair býður í sumar flug til og frá Akureyri um Keflavíkurflugvöll til helstu áfangastaða félagsins í Evrópu og Norður-Ameríku. Flugið er hluti af leiðakerfi Icelandair þar sem innritun alla leið á sér stað á Akureyri.

+ Bókaðu á www.icelandair.is

Milli Akureyrar og Keflavíkur er flogið með Fokker 50 vélum Flugfélags Íslands.

Góð tenging við helstu áfangastaði Icelandair I Brottför frá Akureyri kl. 14:30. Lent í Keflavík kl. 15:20 og tenging við ýmsa áfangastaði Icelandair. I Brottför frá Keflavík til Akureyrar kl. 16:20, eftir komutíma frá helstu áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Lent á Akureyri kl. 17:10.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.